Tíminn - 08.11.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1924, Blaðsíða 3
T I M I N N 177 Hefir jafnan verið þar í borginni allfjölmennur hópur rússneskra manna, sem hefir notað kirkjuna, og eftir byltinguna bættust enn fleiri í hópinn, einkum andstæð- ingar núverandi Rússastjórnar, sem þá flýðu land. þessir menn hafa notað kirkjuna undanfarið, en upphaflega var kirkjan reist af keisarastjórninni rússnesku til af- nota fyrir söfnuðinn í Kaupmanna- höfn. því var það að ráðstjórnin rússneska fór í mál og krafðist þess að henni væri afhent kirkjan, því að söfnuðurinn vildi ekki af- henda hana góðfúslega. Féll dóm- ur í undirrétti nýlega á þá leið, að þar sem danska ríkið hefði viður- kent ráðstjórn Rússlands löglega stjórn, eftir að keisarastjómin væri hætt að vera til, bæri henni eignarréttur kirkjunnar. — Uppreistarflokkur Wahabit- anna í Arabíu hefir nú lagt undir sig Mekka, hina helgu borg Mú- hameðstrúarmanna. Arabakonung- urinn, sem þar var, og studdist við Englendinga, komst undan á flótta með fylgd sinni. — Flugmaðurinn Martens flaug nýlega 28 kílómetra á 18 mínútum í vélarlausri flugvél. — Pólverjar tala mjög um að Rússar séu að vígbúast í landa- mærahéröðunum. — Um miðjan síðastliðinn mán- uð lagði fram álit sitt nefnd sú á Frakklandi, er átti að rannsaka af- stöðuna til Rússlands. Nefndin lagði til, að Frakkland viðurkendi ráðstjómina rússnesku að lögum, og væri það undirstaða undir samningum milli landanna, og yrðu þeir samningar gerðir á þeim grundvelli, að Rússar viðurkendu skuldir sínar við Frakka. þegar stríðið hófst, var skuld Rússa við F'rakka um 15 miljarðar gull- franka. Fjárkröfur þessar voru ekki eign franska ríkisins, en um alt Frakkland hafði almenningur keypt skuldabréfin, enda ábyrgð- ist franska ríkið greiðsluna. — Allir kannast við I. P. Muller, höfund bókarinnar: Mín 'aðferð, sem mikilli útbreiðslu hefir náð hér á landi. Ilefir hann dvalist í Englandi undanfarin mörg ár, en kom heim til Danmerkur nýlega og var ágætlega tekið. Talið er að Mín aðferð hafi komið út í 2 miljón um eintaka og hefir verið þýdd á 24 tungumál. — Peningamenn í Englandi og Bandaríkjunum hafa við orð að leggja enn fram fé til heimskauts- fiugs Roalds Amundsens. — Uppreisnarmennimir kín- versku gerðu árás á Kanton ný- lega, eina helstu verslunarborgina í Kína, og em þar fjölmargir Norðurálfumenn. Margir féllu og særðust, bæði af borgarbúum og uppreistarmönnum og áður en upp- reistarmennirnir flýðu höfðu þeir kveikt í borginni. Magnaðist eldur- inn skjótt, en var slöktur áður en kæmi að hverfi Norðurálfubúa. Brunatjónið er metið á tíu miljón- ir dollara. — Hinn 27. sept. síðastliðinn kom heim aftur til Englands hin mikla flotadeild, sem siglt hefir kringum hnöttinn og heimsótt all- ar helstu nýlendur Englendinga. Ferðin hafði tekið 8 mánuði, leið- in sem farin var, var 42 þús. sjó- mílur og ekkert óhapp hafði kom- ið fyrir allan tímann. Mörg stærstu og bestu skip enska flotans tóku þátt í förinni. Fyrst var farið frá Englandi suður fyrir Góðrarvonar- höfða, þaðan til Zansibar, Vestur- og Austur-Indlands og staðið við í Singapore, þar sem nú verður vafalaust reist hin mikla enska flotastöð, er afturhaldsflokkurinn tekur aftur við stjómartaumum á Englandi. þvínæst var haldið til Ástralíu og suður fyrir hana, til Nýja-Sjálands og þaðan yfir Kyrrahaf til vesturstrandar Kana- da og voru þá komin með í förina nýtísku herskip frá Ástralíu. Frá Kanada fór helmingur flotans suður fyrir Suður-Ameríku, en hinn gegnum Panamaskurð, hitt- ust aftur í Atlantshafi og sigldu samflota til Plymouth, aðalflota- hafnarinnar á Englandi. Tilgang- ur fararinnar var fyrst og fremst sá, að sýna nýlendunum mátt enska heimsveldisins og að stuðla að samheldni. En eins og kunnugt er hefir ótti nokkur ríkt í ensku löndunum við Kyrrahaf við hinn sívaxandi herbúnað Japana. Telja ensku blöðin engan vafa á að heim- sóknin hafi róað menn austur þar, enda hafi Ástralía svarað með því að slást í förina, og fé verði enn veitt þar til aukins vígbúnaðar á sjó. Aftur á móti eru Kanadabúar alt tregari til fjárfi’amlaga til flotaaukningar í Kyrrahafi. þeir þykjast sitja í góðu skjóli af Bandaríkjunum. — Rúmlega 40 konur voru í kjöri við ensku kosningarnar ný- afstöðnu, flestar frá jafnaðar- mönnum. — 36 holdsveikir sjúklingar eru í Svíþjóð. Hafa 2 nýir bæst við í ár. — Gríðarmikil skriða féll nýlega í Noregi, í 6 mílna fjarlægð frá Osló. þrjú bændabýli, rafmagns- stöð og ein 10 hús urðu undir skriðunni. Tíu menn biðu bana. — Nýjar kosningar eiga að fara fram á þýskalandi 7. des. næstkomandi. — Finskur læknir, með aðstoð hjúkrunarkonu, ætlaði að fara að taka röntgen-mynd af sjúklingi. Bæði urðu fyrir svo miklum raf- magnsstraumi, að þau dóu þegar og sjúklingurinn kastaðist í næsta herbergi. — Tyrkir hafa nýlega gert 3500 Grikki útlæga úr Miklagarði. ----o--- Bækur. Eimreiðin 30. árg. 4.—5. hefti. Einn árgangur Eimreiðarinnar er nú út kominn undir ritstjórn Sveins Sigurðssonar cand. theol., um 450 bls. í stóru broti. Ljósast verður þegar litið er á heilan ár- gang, hversu mikið lesmál og margvíslegt efni slíkt tímarit flyt- ur. Miðað við lesmál er Eimreiðin ódýrasta bókin, sem út kemur. I þessum árgangi, sem kominn er undir stjóm hins nýja ritstjóra, eru greinar, kvæði og sögur eftir þessa höfunda, auk ritstjórans: Matthías Jochumsson, Harald Níelsson, Tagore, V. þ. G., Smára, Hallgr. Hallgrímsson, Joh. Bojer, Einar Ben., Sig. Nordal, ólínu, Guðm. Fr., Trausta ól., Huldu, Freyst. Gunnarsson, E. H. Kvar- an, S. Blöndal, Wells, þorkel Jóh., Stefán frá Hvítadal, Guðm. Finn- bogason, Davíð Stef., Guðm. Haga- lín, Jak. Kristinsson, S. Kr. P. o. fl. Og viðfangsefnin eru: guðfræði, dulfræði, bókfræði, um Kína, blaðamensku, Garð, loftskeyti, Nonni, Courmont, þingvellir, frumeindir, Grænland, Færeyjar, María guðsmóðir, vinnan o. fl. það er víða komið við og rætt af góðu viti um viðfangsefni nútímans, en nöfn höfundanna eru trygging fyrir gæðunum. I júlí—október heftinu er kvæði eftir Davíð frá Fagraskógi, um Messalínu: það er hún hin vilta vofa, er vakir meðan aðrir sofa. það er hún, sem sveina seiðir og senatora gamla veiðir. Vað er hún, sem þrælnum hótar. það er hún, sem mönnum blótar, hún — sem engum lögum lýtur, kyssir, bítur, kvelst og nýtur . .. djöfull vafinn dökkum feldi, drotningin í Rómaveldi. Kvæðið er leikandi lipurt, lifandi og vekur hinar glæsilegustu von- ir um næstu kvæðabók Davíðs, sem út mun koma fyrir jólin. þá er „þáttur af Agli á Bergi“ j eftir Guðm. Hagalín. þáttur þessi er með því besta sem Hagalín hef- ir ritað. Egill er hæglátur, hálsdig- ur og luralegur, vöðlar kverkaflan- um, sem verst gengur að læra, ut- Alfa- Laval skí lvindur reynast best. Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og Samband ísL samviélaga. iHii.lf,jiijj! ‘i ■1 |„i ■ wHi m “i . ■. ..sjiiííwk ■ ■ l.'i.'.Jjí.,sL: , Notað um allan heim. Ariö 1904 var i fyrsta sinn þaklag't i Dan- mörku úr — lcopal. — 5 Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tima. Lótt -------- Þétt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþölt. Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. an um tólg og etur hann. það skal í hann! En hann kann þó ekki að heldur þegar til prestsins kemur. Árin líða og Egill fær sér konu. Hann spyr þóru, hvort hún vilji fara til sín. „Hvað viltu að eg verði lengi?“ „Altaf“, segir Egill og svo er bónorðið búið. þeim semur ágætlega. En Egill verður afbrýð- issamur að ástæðulausu, rekur mannfjandann í burtu og úthýsir öllum þaðan í frá. Hann verður fá- skiftnari en áður og mátti þó ekki á bæta. þóra veit ekki hverju gegnir, les Englabrynju og Karla- magnúsarbækur, en ekkert dugir, þar til Egill legst banaleguna, þá minnist hún þess, að hún hafði í óleyfi tekið stundum tuggu handa Skrautu. þama var orsökin, því Egill var á ekkert eins sár og hey. Hún játar glæpinn. En Egill hafði ; alla tíð haldið, að hún hefði farið út i hlöðu til funda við karlmann- ! inn, sem hann rak, og nú koma kippir í andlitið. „Guð hjálpi mér, j eg sem hélt ...“, lengra komst ' hann ekki og hneig örendur á kodd- : ann. Vinstra munnvik líksins j hneig niður og vottaði fyrir köldu og nöpru brosi. þóra sat ein eftir með hið óttalega afbrot á samvisk- unni og fékk aldrei að vita hið sanna. Sagan er sérstaklega vel sögð, á góðu alþýðlegu máli og af nákvæmum smekk. Hagalín er að komast í tölu hinna betri sagna- skálda okkar. þá skrifar Héðinn Valdimarsson um Wembleysýninguna, Smári um Grótta og nútímamenning, Keith um greining mannkyns í kynkvísl- ir, síra Jakob Kr. um guðspeki, ritstjórinn um huglækningar Coues og hinar nýrri bækur. Heft- ið er því hið eigulegasta, og nauð- syn hverju heimili að fá til lestr- ar a. m. k. eitt tímarit auk blað- anna. Skímir 47. ár. í Ritstjórinn, Árni Pálsson, hefir hér skilað góðum árgangi. Er þó undantekning um eina grein, sem | hvorki er Skírni samboðin að efni : né formi. En það er grein síra ; Ófeigs um fræðslumálin. Skýtur 1 þar skökku við ummæli sjálfs rit- : stjórans síðar í heftinu, er hann segir, að ekkert annað ráð sé til að flosna ekki upp af andlegri föður- leifð vorri, „en að menta þessa þjóð betur, en nokkur þjóð er mentuð“. Ritdómar eru sumir ágætir, t. d. eftir síra Magnús Helgason um 3. bindi „Manna og menta“ Páls Eggerts prófessors. Sama má segja um dóm ritstjór- ans um vísnakver Fornólfs. Sá rit- dómur og æfiágrip Hannesar þor- steinssonar lýsa ágætlega hinum látna forseta Bókmentafélagsins, dr. Jóni þorkelssyni. En hér skal þó einkum vikið að tveim grein- um. Próf. Ágúst Bjarnason skrifar ágæta grein um Magnús Eiríksson. Islendingar hafa hingað til svift M. E. maklegu lofi. En hann var hinn merkilegasti maður og vafa- laust frumlegastur íslenskra guð- fræðinga. Á. B. segir allítarlega sögu Magnúsar og metur hann al- staðar að verðleikum. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að Magnús hafi borið höfuð og herðar yfir ís- lenska guðfræðinga og danska á sinni tíð. Er þá mikið sagt, því í Danmörku voru uppi um þessar mundir Grundvig, Martensén, Mynster og S. Kierkegaard. En rétt mun þetta þó hermt, að í guð- fræðilegum vísindum sé Magnús fremstur, því Grundtvig var ágæt- astur af þeirri þjóðarvakning, sem hann kom af stað, Martensen hegelskur heimspekingur, en stefna Hegels sprakk fljótt sem bóla og Kierkegaard má fremur spámaður heita en guðfræðingur. Hóf Magnús baráttu sína er hann tók upp málstað Baptista gagnvart kirkjuvaldinu og léði þeim, sem voru minni máttar, lærdóm sinn allan. Hélt hann svo áfram barátt- unni gegn Martensen og fleirum fulltrúum kii’kjuvaldsins. Síðan reit hann merkileg rit um Jóhann- esarguðspjall og guðfræði Páls postula og önnur fleiri höfuðvið-. fangsefni guðfræðinnar. Hann fékk daufar undirtektir og píndu andstæðingar hans hann með þrotlausri þögn. Með hákirkjuleg- um hofmóð var honum svarað, en engum rökum. Vanst Magnúsi lít- ið á annað en það, að hann hlaut virðing ahra þeirra, sem unna drengskap og bersögli. Tekjur sín- ar misti hann og launuð embætti hlaut hann aldrei. En á slík gæði hafði hann aldrei sett vonir sínar. Próf. Á. B. hefir með grein sinni unnið hið þarfasta verk og leyst það prýðilega af hendi. þá skal getið greinar eftir próf. Sig. Nordal um átrúnað Egils Skallagrímssonar, sem í ýmsu til- liti er einstök í sinni röð. Margt hefir verið ritað um norræna heiðni, en flest af lærdómi og fátt af skilningi. En ritgerð þessi sameinar báða þá eiginleika. þar er gerð tilraun til að lýsa trúar- lífi heiðins manns. Egill mun hafa alist upp við ríka þórsdýrkun. En honum þykir þór, bændaguðinn, bregðast sér og snýst til trúar á óðinn, sem er „mjöðvaldur og óð- valdur“. Egill er víkingur og bóndi, en í trúarlífi hans gengur guð skáldskapar og víkingslundar af hólmi með sigurinn. Sundurlaus fræðimenskan kann nöfn á öllum goðum og jötnum, en henni kemur sjaldnast til hugar að nöfnin og sagnirnar búa yfir trúarlífi lifandi manna. Heiðnin er aldauða,en heit- trúaðir voru þar fyrir margir heiðingjar meðan hún var í blóma. Til fulls skilnings á foramönnum þarf augað að vera opið fyrir því. Og er sá ekki minni vísindamaður, sem við fróðleikinn leggur skáld- legan skilning og vill þó skilnings- leysið oft skipa þeim á óæðra bekk alþýðufræðslunnar. þegar vísind- unum tekst að vekja til lífsins menning fortíðarinnar, era þau um leið alþýðufræðsla. Hærra verður ekki komist. það er fleira vísindi en ómeltur fróðleikur, sem enginn vill lesa, stinnstagl og ann- að, sem greinir alþýðu frá prófuð- um ísnum. Ef við slíkt skyldi miða vísindi, væri langt um ein- faldara og kostnaðarminna þjóðfé- laginu að taka heldur upp langar neglur göfugra Kínverja, sem órækan vott hins æðsta þroska. Z. Þórður Kristleifsson. þessi ungi og efnilegi söngvari er nú á förum með næstu skipum, til þess að fullkomnast í list sinni. — I sumar dvaldi hann á Stóra- Kroppi, hjá föður sínum. þórður hélt nokkrar söngskemtanir hér í Borgarfirði og vora þær vel sótt- ar. Alstaðar þótt mönnum honum takast vel. — Eg, sem þetta rita, heyrði nokkrum sinnum til þórð- ar í sumar og hafði sanna ánægju af að heyra til hans. Eiga þessar línur að vera þakklæti fyrir þær ánægjustundir, sem hann veitti mér og mörgum öðram, sem söng sínum. Og það er trú mín, að end- ist þórði líf og heilsa, til þess að halda áfram námi sínu, eignumst við þar listamann, sem okkur verð- ur sómi að. — Góða ferð, þórður, þökk fyrir komuna í sumar. P. Bl. Ungur mentamaður kom að máli við ritstjóra Tímans. „Eg hefi nú í marga mánuði leitað að þeim manni hér í bænum, sem væri ánægður með Morgunblaðið. Eg hefi ekki fundið hann enn“, sagði sá ungi mentamaður. „þá hefir þú fundið hann nú, því að eg er ánægður með Morgun- blaðið“, svaraði ritstj. Tímans. ----------------o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.