Tíminn - 22.11.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.11.1924, Blaðsíða 1
og afgreiðslur’aöur Cimans er Siijur'geir ^riörifsfon, Scrmbanösíjúsinu, Heyfjauif. VIII. ár. Keykjavík 22. nóvbr. 1924 Hrammur íhaldsins. Nú er að muna kinnhestinn! Búnaðarlánadeiidin á Alþingi. það mun ekki ofsagt, að fáum málum muni bændur landsins hafa fylgt með meiri athygli, sem fram komu á síðasta Alþingi, en frumvarpinu um stofnun Búnaðar- iánadeildar við Landsbankann. Með því frumvarpi átti þó að hefjast sú öld hér á landi, sem fyrir löngu er hafin í öllum öðr- um siðuðum löndum, þar sem land- búnaður er stundaður, að bændur eigi aðgang að lánum til landbún- aðarframkvæmda, sem eru við hæfi þess atvinnuvegar. Undirtektirnar af 'hálfu Alþing- is voru og yfirleitt góðar. Jón þorláksson lagðist að vísu mjög fast gegn frumvarpinu, Jón Kjart- ansson sömuleiðis, en greiddi þó atkvæði með af hræðslu við bænd- ur í kjördæmi sínu, og einstaka rödd önnur heyrðist gegn frum- varpinu. En allur þorri þing- manna greiddi atkvæði með. En af hálfu Landsbankans komu mótmæli fram, enda átti hann mjög hlut að máli, þar sem honum var ætlað að leggja fram féð. Tímarnir voru örðugir og að sjálfsögðu eigi síður fyrir Lands- bankann en aðrar stofnanir, en Búnaðarlánadeildinni var ætlað að binda dálítið af reksturfé bank- ans með lægri vöxtum og til langs tíma. Bankastjórar Landsbankans litu að sjálfsögðu fyrst og fremst á hag stofnunar þeirrar, sem þeim er falið að stýra. þessvegna var það ekki af neinni óvild sprottið, að þeir lögðust á móti, heldur af sjálfsagðri umhyggju fyrir hag Landsbankans. Mótmæli Landsbankans lágu fyrir þinginu. Vitanlega var á þau litið af skilningi og samúð. En í þessu tilfelli mat þingið meir þörf landbúnaðai’ins að fá sæmileg lánskjör en þörf Landsbankans að fá háa vexti. þrátt fyrir mótmæli Landsbanltans var stofnun Bún- aðarlánadeildarinnar samþykt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í báðum þingdeildum. Undirtektir bænda. Tómlátur er Mörlandinn var einhverntíma sagt, en það reynd- ist svo, að íslenskir bændur ætluðu ekki að vera tómlátir um að nota hin nýju kjör, sem Alþingi bauð þeim um lán til hverskonar land- búnaðarframkvæmda. Fáa mun hafa dreymt um það, að þegar á fyrsta missiri kæmi þörfin fyrir stofnun Búnaðarlána- deildarinnar svo greinilega í ljós, sem raun er á orðin. Mér er ekki kunnugt, hve marg- ar lánsbeiðnir hafa komið til Landsbankans sjálfs. En til Bún- aðarfélags íslands komu fjöl- margar. Og jafnvel til mín komu milli 10 og 20 lánsbeiðnir, sem eg var beðinn að koma á framfæri. Nálega undantekningarlaust voru lánsbeiðnir þessar prýðilega úr garði gerðar að öllu leyti. Svo viðbragðafljótir voru bænd- ur um að vilja nota þessa nýju réttarbót. það var deginum ljós- ara hve þörfin hafði verið mikil, og að hér var fundið rétt skipu- lag. Enn mun það hafa gert bændur öruggari um að sækja um lán úr deildinni, að sú éin breyting hefir orðið síðan Alþingi ákvað að stofna deildina, að yfir landið hef- ir komið hið langmesta góðæri sem nokkurntíma hefir komið yf- ir þetta land. Góðærið hefir að sjálfsögðu bætt hag og aðstöðu bankanna stórkostlega. því sjálf- sagðara er það að Búnaðarlána- deildin verður stofnuð, hugsuðu bændur, og þeir hugsuðu rétt. íhaldsstjórnin neitar um stofnun deildarinnar. En sú breyting var á orðin líka, frá því að frumvarpið um stofnun Búnaðarlánadeildar var flutt á Alþingi, að ný stjórn var komin yfir landið, íhaldsstjórn, studd til valdanna fyrst og fremst af kaup- mannastéttinni og stóreigna- mönnum í bæjunum. Stofnun Búnaðarlánadeildar- innar drógst mánuð eftir mánuð. Búnaðarfélag Islands samdi að sinni hálfu uppkast að reglugerð fyrir deildina 0g sendi til Lands- bankans. En deildin var ekki stofnuð að heldur. Búnaðarfélag íslands spurðist þá fyrir hjá HÍsstj órninni hvað ylli, og hvort deildin færi ekki að taka til starfa. Enn varð að bíða lengi, og þeg- ar svarið loks kom, þá kom það frá Jóni þorlákssyni af stjórnar- innar hálfu og var á þá leið, að Búnaðarlánadeildin yrði ekki stofnuð. Landsbankinn hafði borið fram sömu ástæður og fyrir þingið. Vitanlega leit bankastjórnin enn fyrst og fremst á hag bankans. En þingið ákvað samt _°A stofna deildina. Nú tekur landsstjórnin skarið af og úrskurðar þvert á móti yfir- lýstum vilja þingsins, og hefir það að engu, að þingið hefir gefið bændastéttinni loforð um sjálf- sagða réttarbót. Allii’ þeir bændur, sem hafist hafa handa um framkvæmdir, í von um lán úr Búnaðarlánadeild- inni, í vissu um að ákveðinn vilji og skipun Alþingis yrði fram- kvæmd, þeir standa nú uppi von- sviknir. Bændur hafa veríð sviknir fyr. íhaldsstjórnina vantar ekki koddann, sem hún getur hallað sér á er hún nú bregst svo við réttlætiskröfum íslenskra bænda. Bændurnir íslensku hafa fyr verið sviknir um að fá úrlausn þessa þýðingarmikla máls. pegar Veðdeild Landsbankans var stofnuð, var það tilætlunin að hún veitti fyrst og fremst land- búnaðarlán. En reynslan er sú, að margfald- ur meirihluti af fé Veðdeildarinn- ar hefir verið lánaður til húsa- bygginga í Reykjavík og kauptún- unum, enda eru veðdeildarbréfin fallin svo mjög í verði, að láns- kjörin eru óhæfileg orðin fyrir landbúnaðinn. Fasteignabankann átti að stofna fyrst og fremst til þess að veita landbúnaðinum hagkvæm lán. Jón þorláksson barðist líka gegn stofnun hans, eins og Búnaðar- lánadeildarinnar, en Alþingi sam- Biðjið um Capsían, Navy Cuí Medium Verð kr. 4,60 dósin, l!i pund ^ & ISimaöa.i^rltlö er ódýrasta bók, sem út kemur hér á landi. Félagar Búnaðarfélags íslands fá ritið sent alla æfi, gegn 10 kr. gjaldi, í eitt skifti fyrir öll. Búnaðarritið er 3—400 bls. árlega. Það iiytur fræðandi greinir um alt sem að búnaði lýtur. Sendið 10 kr. og gerist félagar^Búnaðarfélagsins. þykti lögin engu að síður. En Fasteignabankinn er óstofnaður enn þann dag í dag og Búnaðar- lánadeildin átti að vera bráða birgðafyrirkomulag uns hann yrði stofnaður. þannig hefir það gengið undan- j farið. Allir kannast við að einhver j mesta þörf landbúnaðarins sé ! lánsstofnun við hæfi hans. En þegar komið er fram með ákveðn- j ar tiilögur og jafnvel eftir að Al- þingi hefir samþykt þær tillögur með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, þá dirfist íhaldsstjórnin að stöðva framkvæmdina. Stéttaiígui’. Eitthvert kærasta og tíðasta umtalsefni íhaldsblaðanna ís- lensku er stéttarígurinn. Og í því sambandi er aðaláherslan lögð á það, að bændur landsins megi ekki skipa sér í sérstakan stjórnmála- flokk til þess að gæta hagsmuna sinna. þá væri hinn hættulegasti stéttarígur kominn upp á landi voru, segja íhaldsmálgögnin. þau tala minna um hitt, íhalds- blöðin, að mikill hluti íslenskra verkamanna hefir skipað sér í ákveðinn stjórnmálaflokk, til þess að gæta hagsmuna sinna. þau vita, að það þýðir ekki að fást um það, því að það er á allra vitorði, að í öllum siðuðum löndum mynda verkamann sérstaka stjórnmála- flokka til þess að gæta hagsmuna sinna. þau mega ekki heyra það nefnt, Ihaldsblöðin, sem þó er alþjóð ís- lands kunnugt, að kaupmenn, inn- lendir og útlendir, sem hér reka verslun, eru aðalstofninn í þeim stjórnmálaflokki, sem nú fer með hin æðstu völd á íslandi. Vitan- lega gera þeir það til þess að gæta hagsmuna sinna. Ekki vilja þau heldur um það tala, íhaldsblöðin, að nálega allar stéttir á íslandi, aðrar en bænda- stéttin, hafa gengið í harðsnúin J félög, til þess að gæta hagsmuna ' sinna og þau eru öll meira og minna pólitisk. þetta gildir um: embættismenn, sem hafa mörg slík félög, útgerðarmenn, sjó- menn, vélstjóra, prentara, prent- j smiðjueigendur og yfirleitt und- antekningarlítið alla iðnrekendur | og iðnaðarmenn. En bændurnir mega ekki stofna sérstakan stjórnmálaflokk, segja íhaldsblöðin. Framsóknarflokk- urinn er óalandi og óferjandi, af því að hann vill gera bændur pólitiska og stofna til stéttarígs í landinu. þeir skáka í því hróksvaldinu, þeir vesölu „ritstjórar“, sem í þetta eða hitt skiítið, eftir því sem Ihaldshjúahaldið gengur, hafa það starf á hendi að blekkja íslenska bændur, að bændur fylg- ist svo illa með um það, hvað stéttarbræður þeirra gera í út- löndum, að telja megi þeim trú um að það sé goðgá, eða svívirðilegur stéttarígur, að bændur gangi sem einn maður í pólitiskan flokk til þess að gæta hagsmuna sinna. En sannleikui'inn er sá, að í öll- um nágrannalöndum okkar, þar sem landbúnaður er verulega stundaður, þar eru bændur búmr að mynda sína eigin stjórnmála- flokka. þeir eru að vísu ungir, bænda- flokkarnir í Noregi og Svíþjóð. En við nýafstaðnar kosningar unnu stjórnmálaflokkar bænda mikinn sigur í báðum þeim löndum. Og nú er meir að segja helst við því búist í Noregi, að Bændaflokkur- mn taki við stjóminni. Hitt er alkunna, að í raun og veru er Vinstrimannaflokkurinn danski einhliða bændaflokkur, enda er því eins varið um hann þar, sem um Framsóknarflokkinn sér, að hvorugur á þingfulltrúa í höfuðstað lands síns. Svo gersamlega ósatt er hjal íhaldsblaðanna, að íslenskir bændur stofni sérstaklega til stéttarígs, gangi þeir samhuga í stjórnmálaflokk sinn: Framsókn- arflokkinn. Fiskur undii’ steini. En það er vitanlega ekki út í loftið sagt hjá Ihaldinu, þetta, að bændur megi ekki ganga í sér- stakan stjórnmálaflokk. það liggur fiskur undir steini. Ihaldið vill hafa bændur tvístr- aða, til þess að það geti haldið áfram í næði að traðka á rétti bændanna. Af því að bændur hafa verið al- veg tvístraðir og eru enn nokkuð tvístraðir, höfum við getið setið límans er í Santbanbsþúsirm ©pin öaglega 9—(2 f. þ. Stmi 496. 47. blað að öllu veltufé bankanna, segja íhaldsforkólfarnir: kaupmenn, stórútgerðarmenn og þeir, sem dým húsin reisa í kaupstöðunum. Veltuféð er takmarkað. Eigi nokkur hluti þess að ganga til bænda, þá er það tekið frá okkur. Bændur verða því að vera tvístraðir áfram, til þess að við getum setið að þessum peningum! Og skipunin er gefin til Ihalds- málgagnanna: Teljið bændum trú um, að það sé svívirðilegur stéttarígur, gangi þeir samhuga í Framsóknarflokkinn! Og skipunin hefir verið fram- kvæmd. Ávextirnir komu í ljós við síðustu kosningar. Nokkur bændakjördæmi kusu íhaldsmenn á þing. Bændur eru tvístraðir. I því traustinu gerir íhaldsstjórnin það nú að stöðva stofnun Búnaðar- lánadeildarinnar. Víti til vamaðar. Neitun Ihaldsstjórnarinnar að stofna Búnaðarlánadeildina er hnefahögg framan í íslenska bændur. En bændur mega sjálfum sér um kenna. þeir hafa sjálfir graf- ið sér þessa gröf, með því að hlýða á lygafortölur íhaldsblað- anna, með því að standa tvístrað- ir við kosningarnar, með því að gera íhaldsmenn að þingmönnum sínum. Og á ótal sviðum öðrum eru hagsmunir bænda fyrir borð bornir af Ihaldsmönnum, þó að í þetta sinn verði sú saga ekki rak- in á öllum sviðum. það sem gerst er, verður ekki ógert látið. En slíkir árekstrar sem þessi ættu að vera til þess fallnir að sameina bændastéttina undir merki þess stjórnmálaflokks, sem einn berst af alhug fyrir hags- munum bændastéttarinnar, sem hefir það á sinni stefnuskrá að gæta fyrst og fremst hagsmuna bændastéttarinnar. Fyrir næsta þing verður Bún- aðarlánadeildin ekki stofnuð héð- an af. En það veit enginn hvað þá tek- ur við. það veit enginn nema Ihalds- stjórnin steypist þá af stóli, enda hefir engin íslensk landsstjórn, innlend, safnað svo heitum glóð- um að höfði sér á svo stuttum tíma, með dáðleysi og ónytju- skap. það veit enginn nema þá verði hægt að þvinga fram þingslit og’ nýjar kosningar, og þá er að vita hvort bændur landsins muna hnefahögg Ihaldsins, er stjórn þeirra neitaði þeim um hinn sjálf- sagðasta rétt. þá er að vita 'hvort bændur lands ins láta enn glepjast til að trúa því að þeim sé það óheimilt sem stéttarbræður þeirra ytra telja sér sjálfsagt, sem allar aðrar ís- lenskar stéttir telja sér sjálfsagt, að standa einhuga saman í þeim stjórnmálaflokki, Framsóknar- flokknum, sem einn berst fyrir hagsmunum þeirra. ----0----- Eldgos. Fregnum af Langanesi og Vopnafirði ber saman um að eldur muni vera uppi einhvers- staðar í suðvestri þaðan. Gos- bjarminn hefir sést á báðum stöð- um og öskufalls hefir líka orðið vart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.