Tíminn - 22.11.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.11.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I K N 185 þungamiðja hins svokallaða „íslenska ríkis“ er í Reykjavík og Vestmanna- eyjum, með sumarútibúi á Siglufirði. Á þessum stöðum þróast hið nýja at- vinnulíf. þangað streymir hið hreyf- anlega fjármagn, og virmuafl lands- ins. Með sarna áframhaldi verður eft- ir eina eða tvœr kynslóðir íslenska þjóðin orðin hliðstæð ibi'iunum i Hull og Grimsby. pú ættir að bregða þér þangað með einliverjum togaranum til að sjá þá framtíð, sem þú og þín- ir samherjar eruð að reyna að skapa þjóðinni. Fyrir nolckrum dögum var eg stadd- ur á fundi í Árnessýslu ofanverðri. þangað kom dálítill hópur af áhuga- sömum bændum úr 3 hreppum. Við héldum fund frá klukkan 9 á laugar- dagskvöld og þangað til klukkan 8 á sunnudagsmorguninn. Alla nóttina var fjör og ræðuliöld, og samhugur ágætur. þú, sem ekki þekkir af íslandi nema lítið eitt af sólskinshlið hins nýja Grimsby-lífs, átt sjálfsagt ekki gott með að skilja muninn á því fóiki sem þú þekldr, og bændum, eins og þessum. þeir höfðu unnið sín daglegu lieima störf á laugardaginn. Sumir þeirra voru komnir 4 tíma ferð í mik- illi rigningu og livassviðri um liaust- kvöld á fundarstaðinn. þeir vöktu alla nóttina til að ræða um áhugamál sín. Nu^sta dag unnu þeir aftur skyldustörf sín heima. Á þessum fundi var ákveðið að stofna fyrsta sjálfsvarðarfélag ís- lonskrar livgðamenningar. það er ekki rétt, sem Mbl. sagði, að félagið væri stofnað, lieldur var ákveðið, að stofn- fundur skyldi vera fyrir jól. Og það er gert ráð fyrir, að smátt og smátt verði samskonar félög stofnuð í öllum þeim bygðum, þar sem Grimsby-lífið er ekki búið að særa til ólífis hina fornu menningu. Fólk út um landið er búið að veita þvi eftirtekt, að allar aðrar stéttir eru búnir að koma á skipulagi til varnar óg sóknar. Kaupmennirnir hafa sitt fólag. Togaraeigendur annað. Verslun- armenn hið þriðja. Verkamenn í liæjum hið fjórða. Sjómenn hið fimta. Innan sömu stéttar eru aftur einstök félög, t. d. vélstjórarnir á gufuskipun- um liafa með sér harðsnúinn félags- skap og geta vafalaust, ef þeim býður svo við að horfa, kyrsett öll íslensk skip um stund. Svo koma embættis- menn og starfslið landsins, læknar, símamenn, póstmenn o. s. frv. Síðasti lcaupkröfufélagsskapurinn, sem menn vita til að hafi verið stofnsettur hér, var félag sýslumannanna. Lítill vafi er á, að þeir ætla fyrir sitt leyti að leggja hnefann á borðið með fjárkröf- um fyrir þingið i vetur. Árið 1919 kom ,,félag starfsmanna ríkisins" fram nieð þær fjárkröfur til landssjóðs, sem hafa eyðilagt fjárhag landsins og valda núverandi skuldaþrengingmn. þórarinn á Hjaltabakka var þá eins og þingtíðindin sýna, einn af liðug- „á oddinn“ í þessari óviðkunnan- legu baráttu. Hirði eg svo eigi að svara grein þessari frekar, þótt þar úi og grúi af ósannindum, gorti og last- mælgi, sem einkennir skrif þeirra manna, sem tekist hefir að æsa upp sjálfa sig til slíkra ritverka eftir álíka hrakfarir, er höfundur ásamt samherjum sínum varð fyr ir á þessum fundi. pað duldist eng- um, að Tryggvi þórhallsson bar þarna glæsilegan sigur af hólmi í viðureigninni við mótstöðumenn sína, sem vænta mátti. þar sem höf. talar um Tryggva þórhallsson sem lækni, má vel til sanns vegar færast að því leyti að ýmsir kaupmannaforkólfar hér hafa verið miklu hóglátari en áð- ur og haft sig lítt í frammi. Að síðustu vil eg taka það fram, að þá er þingmaður okkar skipar sér undir slíkt óþrifamerki erum við fúsir til að sýna honum fult vantraust og standa við það. Reyni 8. nóv. 1924. Sveinn Einai-sson. ----o----- ustu vikapiltum starfsmannafélagsins og á öðrum fremur heiðurinn fyrir „fjáraukalögin miklu“, með núverandi húsbónda þínum. Bændurnir og minni atvinnurekend- ur í smáþorpunum úti um land sjá iivert stefnir. Allar aðrar stéttir halda iast saman, og leitast við að ná valdi yfir veltufé landsins, vinnuaflinu og stjóm landsins. Hingað til hafa bænd- urnir setið hjá, stritað liver á sinni jörð, alið upp starfskraft handa „spekúlöntum" í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. Nú sjá bændur ávöxt- inn af fórnfýsi sinni. þeir verða að bera okurvexti fyrir tapið á Copland, Lofti i Sandgerði og mörgum öðrum af útgefendum Mbl. og dilka þess. það sem nú liggur fyrir fólkinu í hinum dreifðu bygðum, er að mynda sjálfsvarnarfélög, sem að vissu leyti eru hliðstæð félögum annara stétta. En höfuðtakmark hinna nýju félaga nær út fyrir stéttarhagsmunina. Um leið og þungamiðja þjóðlifsins er end- urheimt úr höndum Grimsby-manna, c-r um leið máli, menningu og þjóðerni Islendinga bjargað. Barátta bændanna er fyrst og fremst við náttúruna, og ekki nema að litlu leyti við aðra menn, og þar í varnarstöðu en ekki sóknar. þegar sýslumenn landsins eða kaupmenn gera með sér stéttarfélag, er þess eini tilgangur að fá hærri tekjur. Og þær tekjur verða að koma úr vösum meðborgaranna. En engum dettur í hug, að af samtökum kaup- manna eða sýslumanna spretti nokk- urt verðmæti fyrir viðhald íslenskunn- ar eða þjóðernisins. En meðan meiri- hluti islenskra barna er alinn upp við sæmileg lifskjör í sveit, munu lifa þeir kostir, sem í þúsund ár hafa gert íbúa þessa iands að sérkennilegri menn- ingarþjóð. Ef þú athugar þessi miklu straum- hvörf hér á landi, lileypidómalaust, þá muntu komast að raun um, að Grims- bylífið hér á landi hefir enga ávexti borið í andlegum efnum hér á landi. Sá maður myndi varla álitinn með öllum mjalla, sem byggist við að sild- arspekúlant eða togaraskipstjóri legði nokkurn þátt til bókmenta eins og Hávamála, Heimskringlu eða Sturl- ungu. þú hefir af bréfum mínum séð, hversu þetta fólk hefir horft með ró hins fáfróða, nýríka uppskafnings, á niðurlæging þjóðbókasafnsins, á það, að helsta núlifandi söguskáld landsins lifði upp aftur örbyrgð Bólu-Hjálm- ars i nútímamynd. það er heldur ekk- ert á móti því, að þú atliugir Grimsby- einkennin á dugnaði hinna „nýriku" i þjóðleikhússmálinu. Væntanlegt samstarf hinna dreifðu bygða hlýtur að miða að því, að verja mál, þjóðerni, heilsu og menningu íslendinga frá fyrirsjáanlegu hruni. J. J. ----o----- Frá útlöndum. Eftirtektaverðar tölur hafa ný- lega verið birtar um tóbaksnautn í Svíþjóð. Laust eftir miðja öldina sem leið var öll tóbaksnautn í Sví- þjóð sú að 0,7 kíló komu á nef, fullorðna og börn, konur og karla. Um aldamótin er notkunin vaxin í 1,4 kíló á nef. Mest er notað ár- ið 1920, 1,7 kíló á nef, en síðast- liðið ár lækkaði aftur í 1,4 kíló á nef. Svíar nota hlutfallslega mest af neftóbaki, en taka það þó ekki alt í nefið, heldur láta upp í sig. Árið 1916 notuðu Svíar 5,7 miljón kíló af neftóbaki og 1923 5,5 milj. kíló. Mest var notkunin 1919, um 7 milj. kíló. Af munn- tóbaki eru aftur á móti ekki not- uð nema 381 þús. kíló 1916 og 261 þús. kíló 1923. Reyktir voru 1916 vindlar 80 miljónir, 1919 146 miljónir, 1923 51 miljón. En af bréfvindlum voru reyktar 800 miljónir 1916, 1630 miljónir 1920, og 1100 miljónir 1923. Af píputó- baki voru reykt 638 þús. kíló 1916, 1264 þús. kíló 1919 og 1045 þús. kíló 1923. Alls borgaði sænska þjóðin 137 miljónir sænskra króna fyrir tóbak árið sem leið, eða sem næst 23 kr. fyrir hvert Alfa- Laval reýnast best Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og Samband ísl. samviélaéa. skilv ur nef í landinu. Sé talið, að þetta komi aðallega á karlmenn 15 ára og eldri, koma á hvern 67 kr. og 50 aurar. Tóbakseinkasala er í Svíþjóð og ríkið græddi á tóbak- inu 63 milj. króna, enda rekur rík- ið jafnframt hverskonar tóbaks- iðnað. 819 karlmenn og 2058 kon- ur vinna á tóbaksverksmiðjum ríkisins. — Eins og áður er um getið fóru ensku kosningarnar á þá leið, að afturhaldsflokkurinn vann geysi- mikinn sigur. Hefir hann‘ nú um 2/3 atkvæða í neðri málstofunni. Jafnaðarmenn töpuðu um 40 þing- sætum, en atkvæðatala þeirra óx engu að síður um 900 þús. at- kvæða. það er fi'jálslyndi flokkur- inn sem hefir orðið langharðast úti. Hann á nú ekki nema nokkra tugi þingsæta og sjálfur Asquith féll. Mac Donald sagði af sér stjórninni og hefir Stanley Bald- win foringi afturhaldsmanna myndað nýja stjórn. — Hómopatamir dönsku ætla að fara að reisa nýtt sjúkrahús í Kaupmannahöfn fyrir sína sjúkl- inga. þeir hafa á reiðum höndum 800 þús. kr. til húsgerðarinnar. — Bandaríkjapienn hafa nú komist að þeirri niðurstöðu, að þeir eigi að heimta 120 mlijónir sterlingpunda í skaðabætur af þjóðverjum. Af þeirri upphæð er 21 miljón talin fyrir kostnað Bandaríkjanna af hernámi Rínar- héraðanna og 20 miljónir eru fyr- ir að Lusitaníu var sökt. — Borgarastyrjöldin heldur lát- laust áfram í Kína. Treystist eng- inn til að spá um hver verði endir á þeim glundroða. — Frakkland hefir viðurkent lagalega ráðstjórnina rússnesku. — Kosningamar ensku vom með afbrigðum vel sóttar. Víða var þátttakan um og yfir 90%. Lloyd George var kosinn með 12 þús. atkv. meirihluta, Mac Don- ald með 2000 atkv. meirihluta og Winston Churchill, sem féll við næstu kosningar áður, var nú kos- inn með 10 þús. atkv. meirihluta. Er hann nú genginn úr frjálslynda flokknum og er kominn í hið nýja afturhaldsráðuneyti Baldwins. — Skýrslur frá alþjóða landbún- aðarskrifstofunni í Róm herma, að á norðurhveli jarðar hefir korn- uppskeran yfirleitt verið mun lægri en í fyrra, sem hér segir: Ilvei’iuppskeran 10%, rúguppsker an 18% lægri, bygguppskeran 8% lægri, maísuppskeran 17% lægri, en hafrauppskeran hangir ? að vera jafnmikil og í fyrra. Er okki að efa að þetta hefir og mun iiafa mikil áhrif á verð kornmat- arins. — Ludendorf, sá mjög umtalaði yfirhershöfðingi þjóðverja á stríðsárunum, vildi ekki setjast í helgan stein eftir stríðið, heldur hóf að taka þátt í stjórnmálunum og var kosinn á þing. Hefir það ekki orðið honum til neinnar ánægju, því að hann hefir altaf stygt fleiri og fleiri frá sér með Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem fjamleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasminde11 frá því 1896 — þ. e. í 28 ár — hafa nú veiið þaktir í Danmöi'ku og mlandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Pæst alstaðar á Islandi. Hlutafélagið }m iilÉeiis íabriir Köbeuhavn K. framkomu sinni og stendur nú einn uppi og yfirgefinn af öllum. Síðast kom hann sér alveg út úr húsi hjá stéttarbræðrum sínum, hershöfðingjunum. — það er eftirtektavert, að heildaratkvæðatalan við ensku lcosningarnar er í mjög miklu ósamræmi við þá þingmannatölu, sem flokkarnir fengu. Afturhalds- flokkurinn fékk alls um 7598 þús. atkv., frjálslyndi flokkurinn 3105 þús. atkv. og jafnaðarmenn 5502 þús. atkv. Frjálslyndir og verka- menn hafa þannig samanlagt miklu hærri atkvæðatölu'en aftur- haldsmenn, og þó fá afturhalds- menn 2/3 þingsætanna. Aftur- haldsflokkurinn fjölgaði atkvæð- um sínum frá síðustu kosningum um 300 þús. atkvæði, en jafnaðar- menn yfir 900 þús. atkvæði. 1 — Enn á ný stendur mikill gnýr um kirkjumálin á Frakk- landi. Kenslumálaráðherrann flutti nýlega mjög stórorða ræðu gegn katólsku kirkjunni og Jesúít- unum sérstaklega. Hann ásakaði kirkjuna fyrir að hún væri pólit- isk stofnun sem færi með áhang- endur sína í fangið á afturhald- inu. Er búist við að stjórnin hefji enn harða hríð gegn kirkjunni. — Bæjarstjórnakosningar fóru fram á Englandi stuttu eftir þing- kosningarnar. I þeim unnu jafn- aðarmenn töluvert á. — Lloyd George ritaði mikla grein um ensku kosningamar, eftir að úrslitin urðu kunn. Hann ber sig vel eftir hinn mikla ósig- ur frjálslynda flokksins og telur að hann hafi verið eðlilegur eins og sakir stóðu. Jafnframt fullyrð- ir hann, að ekki geti hjá því far- ið að frjálslyndi flokkurinn eigi eftir að rétta aftur við stórkost- lega. — Afarmiklar rigningar urðu í Sviss og Suður-þýskalandi snemma í þessum mánuði. Urðu af meiri vatnavextir en orðið hafa síðustu 100 árin, að því er talið er. Töluverður hluti Kölnar lenti undir vatn og víða um Suð- ur-þýskaland urðu járnbrautir að hætta að ganga af því að mikil landflæmi voru undir vatni. 1 Frankfurt við Main var djúpt vatn víða á götum borgarinnar. Margar smáár uxu ótrúlega mik- ið. Engin áætlun hefir verið gerð um tjónið sem af þessu hefir leitt, en það er geysimikið. — Forsetakosningin í Banda- ríkjunum fór fram 4. þ. m. Er það mjög tíðkað þar í landi að veðja stórfé um úrslitin og var það al- ment að menn veðjuðu einum móti 15 að Coolidge yrði endurkosinn. Sú varð og raunin. Coolidge var endurkosinn forseti Bandaríkj- anna með nokkru meiri meiri- hluta en flokkur hans fékk við síð- ustu forsetakosningar. . U'’ ---o---- Fjarlægðir stjarnanna. í tímaritinu „The NineteenHi Century" ritar sir Frank Dyson, konunglegur stj örnuf ræðingur, fróðlega, og, af stjörnufræðingi að vera, ljósa grein um fjarlægðir stjarnanna frá jörðu og frá sólu. Hann skýrir frá mælingum þeim, er gerðar hafa verið síðan árið 1840 með stjömu-ljósmælinum (heliometer) ; en með honum tókst Bessel í Königsberg að komast með vissu að því, að 61 stjarna í Svön- unum (Cygni) væri 600000 sinnum fjarlægari oss en sólin. Með ná- kvæmum og margítrekuðum at- hugunum hefir nú tekist með nægri vissu að ákveða fjarlægðir 72ja stjarna. Fjörutíu þeirra eru frá 300000 til 2000000 sinnum fjarlægari oss en sólin. þær, sem þá eru eftir, eru enn lengra 1 burtu, og verða þær fjarlægðir eigi ákveðnar með fullri vissu enn sem komið er. þýðing þessara mæl inga er í því fólgin að eftir þeim er hægt að reikna út stærðina. „þannig getum vér“, segir sir Frank, „af fjarðlægð Siriusar ráð- ið, að þær tvær stjörnur, er mynda hann, eru 2,5 til 1,2 sinnum þétt- ari en sólin, að hin bjartari þeirra hefir þrjátíu sinnum meira Ijós- magn en sólin, og hin daufari að- eins í/joo sinnum meira ljósmagn og að meðalfjarlægð þeirra hvor frá annari er 2 miljarðar mílna“. þegar fjarlægðin er vituð, er auð velt að bera saman hið raunveru- lega ljósmagn stjarnanna. Kemur þá í ljós, að ljósmagnið er ákaf- lega mismunandi. Fáeinar stjöm- ur senda frá sér 10000 sinnum meira Ijós en sólin, aftur aðrar minna en i/100 hluta fram yfir sólina. (The Review of Reviews, sept.— okt. 1924). S. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.