Tíminn - 06.12.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1924, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afgreiöslur’aöur C i m a n s 5 i g u r g e i r $ r i 6 r i ? s f o n, Sambanösíjúsinu, Kcvfiauíf cr ^jgrsifcaía íimans er í Sambanösfjúsinu 0)pin baglega 9—\2 f. þ Stmi ^96. VIII. ár. Reykjavík (i. desbr. i994 4-9. bhu) Búnaðarlánadeildin. Fjármálaráðherra reynir að yerja gjörræðið. Stórmál. Jón porláksson fjármálaráö- herra hefir fundið það á sér, að um stórmál var að ræða, er hann færðist það í fang að neita um stofnun Búnaðarlánadeildarinnar. Fyrst og fremst hefir hann lát- ið skrifa langar og loðnar greinar um málið í höfuðmálgagn sitt, Morgunblaðið. En hann sá fljótlega að það var ekki nóg. Hann stóð jafn berskjald aður fyrir vörnina þá. þá sendi hann blöðunum til birt- ingar langa tilkynningu um málið, sem átti að réttlæta neitunina. Og enn þótti honum ekki nógur þvotturinn. þessvegna lét hann málgögn sín birta enn langt viðtal um málið við sig, hinn hávitra fjármálaráðherra og verður það vafalaust birt í öllum Ihaldsmál- gögnunum. Tíminn er sammála fjármála- ráðherranum um það, að mál þetta sé stórmál. það er stærsta mál landbúnaðarins nú, er kjöt- tollsmálið er úr sögunni — í bili a. m. k. þessvegna þykir Tímanum rétt að taka nokkuð rækalega á þess- um röksemdum og undanfærslum fjármálaráðherrans. Á máli þessu ætlar Tíminn sér að halda fast af bændanna hálfu, því að ekkert ann að en þröngsýnin og taumlaus íhalds- og afturhaldstilhneiging veldur þessari framkomu fjármála ráðherrans. „Skal það mælt að þessa máls skal rekið verða“. „Alþingi má ekki!“ Meginástæðan sem flutt hefir verið gegn stofnun Búnaðarlána- deildarinnar er sú, að Alþingi raegi ekki á þennan hátt taka fram fyrir hendur stjórnar Landsbank- ans. þessa ástæðu báru þeir sífelt á vörunum, Jón þorláksson og Magnús Jónsson, þingmenn Reyk- víkinga, er þeir börðust á móti málinu á Alþingi. þessa ástæðu bar stjóm Lands- bankans einnig fram við Alþingi og enn nú við landsstjómina, er Búnaðarfélag Islands spurðist fyrir um stofnun deildarinnar. þessa ástæðu dæmdi Alþingi ógilda. Með nafnakalli var stofn- un Búnaðarlánadeildarinnar sam- þykt í neðri deild Alþingis með 23 atkvæðum gegn 3. I efri deild var hún samþykt með 9 atkv. gegn 2. Með svo stórmiklum meirihluta lýsti Alþingi yfir vilja sínum og munu hverjum ráðherra reynast þau spor þung, er hann treður þannig á yfirlýstum vilja AI- þingis. í umræðunum um málið kom og þessi skoðun Alþingis skýrt fram. Má gera ráð fyrir að fjármála- ráðherra taki lítið tíllit til slíkra orða af hálfu Framsóknarmanna og skal því slept að tilfæra þau hér. En einnig margir af hans eigin flokksmönnum létu sömu skoðun í ljós og skýrast og ákveðnast sjálfur samverkamaður hans í landsstjóminni, atvinnu- málaráðherrann. Atvinnumálaráðherra (M. G.) segir meðal annars svo: Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, sem sýndu mér ástúð og vel- vild við missi mannsins míns, Guðmundar próf. Magnússonar. Fyrir hönd mína og fósturbarna. Katrín Magnússon. „Bankanum ber eins skylda til a'ö styrkja landbúnaðinn og aðra atvinnuvegi, hvort sem þar er nefnd verslun eða sjávarútvegur. það er því alls ekki rétt í þessu tilfelli að láta bankastjómina ráða — og þingið hefir fult vald til að skifta sér af því, hvernig fé bankans er varið“. (Alþt. B. 2153 1924). þetta eru skýr orð. „þingið hef- ir fult vald“. þingið hefir látið í | ljós vilja sinn skýlausan. „það er alls ekki rétt í þessu tilfelli að bankastjórnin ráði“, segir at- : vinnumálaráðherrann. Ritstjóri Tímans er honum öld- ungis sammála. En hvað hefir fjármálaráðherr- ann gert? Hann leyfir sér að taka ráðin af Alþingi. Iiann ræður sjálfur og er svo að burðast við að fela sig á bak við bankastjórnina. þar er ekkert skjól fyrir hann. Allir bændur landsins ákæra hann. Allur Framsóknarflokkurinn ákærir hann. Jafnvel hans eigin flokksmenn, jafnvel samverkamaður hans, at- vinnumálaráðherrann, ákærir hann. Meginástæðan hans gegn stofn- un Búnaðarlánadeildarinnar er einskisvirði. Og enginn ber ábyrgð á því að vilja Alþingis er traðkað, annar en fjármálaráðherrann. Aðdróttun til bankastjóra Lands- bankans. Á Alþingi var vitanlega mikið rætt um undanfærslu Lands- bankastj órnarinnar að stofna Búnaðarlánadeildina. En hvorki af hálfu flutnings- manns (Tr. þ.), né af hálfu fram- sögumanns nefndarinnar í Nd. (Á. J.) né í Ed. (E. P.) né af hálfu atvinnumálaráðherrans (M. G.) féllu ásökunarorð í garð banka- stjórnarinnar. Menn skildu það að bankastjómin leit fyrst og fremst á hag stofnunarinnar sem slíkrar og var það einkum skiljan- legt og eðlilegt er nýafstaðin voru mestu erfiðleikaár sem vitanlega höfðu þrengt hag bankans. En nú, þegar fjármálaráðherr- ann er orðinn í vandræðum að verja þetta gjörræði sitt gagnvart Alþingi, grípur hann til nýrrar af- sökunar sem í sér felur alveg ósæmilegar aðdróttanir í garð Landsbankast jómarinnar. Sú aðdróttun kemur ljóslega fram í tilkynningu fjármálaráða- neytisins. Fjármálaráðherra segir þar, að tilgangslaust hefði verið ef lands- stjórnin hefði framfylgt vilja Al- þingis og látið stofna Búnaðar- lánadeildina „þar sem“ segir fjár- málaráðherrann „lögin leggi það alveg á vald bankastjómarinnar, hvort litlu eða miklu fé sé varið til útlánanna innan þess hámarks, er lögin tiltaka". það er augljóst hvað fjármála- ráðherrann meinar og það er þetta: Ef Alþingi og landsstjóm leggja fyrir stjórn Landsbankans að leysa ákveðið verkefni af hendi, þá munu bankastjórar Landsbank- ans hliðra sér hjá að gera það. þeir munu í verkinu koma sér hjá því að framkvæma það, sem eig- andi bankans, ísland, felur þeim j að gera. En æðsta skylda Landsbanka- stjórnarinnar er vitanlega sú að framkvæma þann vilja Alþingis, sem landsstjórnin, af hálfu Al- þingis leggur fyrir hana að fram- kvæma. þetta er með öðrum orðum al- veg skýlaus aðdróttun af fjármála- ráðherrans hálfu til stjórnar Landsbankans um að hún muni bliðra sér hjá að gera skyldu sína. Slík aðdróttun kemur óneitan- lega úr hörðustu átt er hún kem- ur frá sjálfum yfirmanni bank- anna. Gersamlega óheimilt er það að grípa til slíkrar undanfræslu þótt í óefni sé komið. Sennilega er ekkert eins ljós sönnun fyrir því hve fjármálaráð- herrann stendur berskjaldaður um að verja þetta gjörræði sitt og þetta, að hann skuli grípa til slíks óyndisúri’æðis að varpa slíkri að- dróttun til Landsbankastjórnar- innar. Og sárafáir yrðu þeir, sem Ieyfðu sér að taka undir slíka að- dróttun með fjármálaráðherran- um. Xæri fróðlegt að vita hvort nokkurntíma hefir það komið fyr- ir í nokkru landi að sá ráðherr- j ann, sem fer með bankamál lands- j ins, leyfði sér að drótta slíku að ; bankastjórum þjóðbankans. „Peningar ekki til!“ þriðja og síðasta undanfærslu- j ástæða fjármálaráðherrans er sú j að peningar séu ekki til til þess að | stofna Búnaðarlánadeildina. I til- j kynningunni er þetta ástæðan | „meðal annars“. I viðtalinu snýst sem alt um þessa ástæðu og fylgir langt umtal um hag bankanna í útlöndum. Skal þessi undanfærsluástæða fjármálaráðherrans athuguð eilít- ið nánar. 1. Fjármálaráðherra segir að um síðustu áramót hafi lausa- skuldir bankanna ytra verið um 14 milj. kr. Hafi Landsbankinn greitt af þeim 6 milj. kr. með föstu láni. Eru þá 8 milj. kr. eftir. Síðan segir ráðherrann: „Á þessu ári eni þeir (bankarnir) nú búnir að borga umræddar 8 milj. kr. að fullu og þar að auki hafa þeir saf nað sér álitlegri inneign erlend- is, ámóta upphæð, eða vel það“. Góð eru þessi tíðindi. Á þessum til þess að gera fáu mánuðum hef- ir hagur bankanna batnað svo stórkostlega út á við. Munurinn er 16 milj. kr. „eða vel það“. Hver væri nú eðlileg afleiðing svo stórkostlega bættrar aðstöðu bankanna? Verður einhverjum á að segja: þá getur Landsbankinn hæglega lánað landbúnaðinum V4 milj. kr. í ár — hámarksupphæð. En fjármálaráðherrann segir það gagnstæða. þessi bætta að- staða bankanna og sjálfsögð i gjaldeyriskaup þeirra eru einmitt ein ástæða til þess að' Landsbank- inn getur ekki lánað landbúnaðin- um. Alþingi skipaði Landsbankanum að lána landbúnaðinum áður en ár- ferði og aðstaða bankanna batn- aði svo stórkostlega. Nú, eftir að svo stórkostlega hefir batnað, seg- ir fjármálaráðherrann: Pening- arnir eru ekki til! 2. Peningarnir eru ekki til, segir fjármálaráðherrann. En hér 1 bæn um hafa nýju húsin risið upp í vetur, vor og sumar hvert af öðru, stór, skrautleg og íburðar- mikil. Er fjármálaráðherrann virkilega svo barnalegur að halda að bændur landsins trúi því að þessi hús séu reist fyrir sparifé, án aðstoðar bankanna ? Peningarnir eru vitanlega til. Á hverju ári tekur bankastjórnin ákvarðanir sínar um það í stórum dráttum hvernig verja skuh fjár- magni því, sem hún hefir yfir að láða. Séu peningar ekki til, til alls sem æskilegt væri að styrkja með lánveitingu, þá er vitanlega vahð úr. Hefði þá íjármálaráðherra gert skyldu sína og lagt fyrir Landsbankastjórnina að fram- kvæma vilja Alþingis um lánveit- ingar til bænda, hefði hún vitan- lega gert það. Hefðu peningamir ekki verið til með öðru móti, þá hefði Landsbankastjórnin tekið þá frá einhverjum öðrum handa bændum. Áratug eftir áratug hafa bænd- urnir íslensku fengið þetta fram- an í sig: Peningar eru ekki til. Og peningamir voru vissulega ekki til, af því að bankastjómirnar vildu heldur lána öðmm. Nú skipaði Alþingi að pening- arnir skyldu verða til, með öðrum orðum að nú í bili, og að ofurlitlu leyti, skyldu einhverjir aðrir en bændurnir fá þetta í nefið: Pen- ingar eru ekki til. þá vom peningamir til. þá hlutu peningai'nir að vera til ef framkvæmdur var vilji Alþingis. Peningar em ekki til, segir f jár- málaráðherrann. það þýðir: Pen- ingar eru ekki til fyrir bændur, eins og þeii’ hafa ekki verið til fyrir bændui’ undanfarið, af því að eg vil hafa peningana til fyrir kaupmenn, útgerðarmenn og þá, sem húsin reisa í Reykjavík. 3. Fjármálaráðherrann segir ýmsar fregnir um aðstöðu bank- anna, því viðvíkjandi hvort pen- ingar séu til. En hann segir ekki alt sem ætti að segja í þessu sam- bandi. þá sögu sem hann lætur ósagða getur hver og einn lesið, sem tek- ur sér í hönd tvo síðustu ársfjórð- ungsreikninga Landsbankans: þeir segja þessa sögu: 30. júní 1924 hafði Landsbank- inn í umferð í seðlum 750 þús. kr. 30. sept. 1924 hafði Landsbank- inn í umferð 3 milj. og 39 þús. kr. í seðlum. Peningar eru ekki til, segir fjár- málaráðherrann. En á þrem mánuðunum, júlí, ágúst, september, þ. á., er seðla- umferð Landsbankans látin vaxa nálega um 2i/4 milj. kr. vitanlega með fullri vitund og með full- komnu samþykki f jármálaráðherr- ans. þetta er nálega 10 — tíu — sinn- um hærri uppliæð, en hámarksupp- liæðin sem veita átti bændum að láni í Búnaðarlánadeildinni. þessa seðlaaukning lætur fjár- málaráðherrann vitanlega eiga sér stað vegna þarfar landsbúa — þ. e. annara en bændanna. Fyrir bændur eru engir pening- ar til, ekki undir neinum kringum- stæðum. Tíundi parturinn fá ekki ganga til þarfar bændanna! Hvað ætli Jón þorláksson þing- mann Reykvíkinga og íhaldsráð- herra varði um þarfir bændanna? Handa ykkur eru engir peningar til! Háu vextina eigið þið miskuim- arlaust að greiða af ykkar gömlu skuldum frá vondu árunum, þó að vaxtahæðin stafi af töpum á óheil- brigðum atvinnurekstri alóskyld- um landbúnaðinum, og engin ný lán skuluð þið fá við landbúnaðar- ins hæfi! Hrammur íhaldsins. Landbúnaðurinn íslenski hefir dregist mjög aftur úr í samkepn- inni síðasta mannsaldurinn. Ein höfuðástæðan hefir verið þessi, að hjá lánsstofnjmunum hefir hann jafnan fengið svarið: Peningar eru ekki til. Landbúnað- inn hefir algerlega skort lánsfé, við hans hæfi, til þess að komast á það stig sem nútímanum hæfir, sem gerir landbúnaðinum fært að standast samkepnina við sjávar- útveginn og aðra atvinnuvegi. Fulltrúar bændanna á Alþingi hafa ekki verið nógu kröfuharðir fyrir landbúnaðarins hönd. það liefir ekki verið sprottið af of lítilli ást eða trausti á landbúnaðinum, heldur meðfram af misskilinni of mikilli sanngirni — þeirri „sann- girni“, sem íhaldsblöðin enn heimta af bændum, er þau banna þeim að ganga samhuga í Fram- sóknarflokkinn. Sjávarútvegurinn hefir setið að nálega öllu rekstursfé bankanna og miklar framfarir hafa orðið árangurinn. Sjávarútvegurinn ís- lenski er nú rekinn með því skipu- lagi og með þeim tækjum yfir- leitt, sem fullnægja kröfum tím- ans. „það er svo bágt að standa í stað“. Fyrir landbúnaðinn er þessi aðstaða óþolandi orðin „að standa í stað“. Stórt skarð er orðið fyrir skildi, svo stórt, að það má ekki stækka. Landbúnaðurinn er í stór- kostlegri hættu eigi enn að sníða honum stakkinn svo þröngan sem hann hefir verið undanfarið. Framsóknin er landbúnaðinum lifsskilyrði. Hverskonar umbætur verða að hefjast um atvinnurekst- ur bændanna. Og til þess þurfa bændurnir umfram alt lánsfé, með þeim kjörum, sem þeim hæfa. Alþingi lagði svo fyrir, að sú öld skyldi hefjast. þótt í smáum stíl væri, þá átti þó nú loks að byrja að lána bændum með hæfilegum kjörum. Og bændur tóku því feg- inshendi, eins og þeir tóku skosku ljáunum og skilvindunum. En það er Ihald en ekki Fram- sókn sem situr við stýrið á tslandi. Og þó að Alþingi hafi mjög greinilega látið vilja sinn í ljós, þá segir formaður íhaldsflokksins: Nei! Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.