Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 1
(ðfafbleri og afgrei6sl»r"a6ur Cimaus er Stgurgeir ^riftr'ifsfon, Sombanösljúsirm, Jíe-yfjarif. ^fgteifcsía t í m a u s cr í Sambanösbúsimt ®pin öaglega 9—[2 f. Smti 49ð. VllL ár. Reykjavífe 20. desbr. 1024 51. blað Utanúrheimi, Bandalag flokka um stjórnar- myndun. Lengi vel var það einkenni þing- ræðis í Englandi, að þjóðin skift- ist í tvo nálega jafnsterka flokka, er fóru með völdin sitt tímabilið livor. Gat þá hvor flokkurinn fyrir I sig sýnt yfir hverju hann bjó, er !| hann hafði meirihluta og fór með stjórnina. Nú er þessi aðstaða breytt. 1 ná- lega engu landi nú á dögum tekst einhverjum einum flokki að ná hreinum meirihluta við kosningar. 1 Englandi hafa íhaldsmenn nú að vísu mjög ákveðinn meirihluta, en í Frakklandi, þýskalandi og á Norðurlöndum öllum sitja að völd- um stjórnir, sem í raun og veru styðjast við tvo flokka eða fleiri. í Noregi eru ráðherrarnir allir úr frjálslynda flokknum, en verka- menn styðja ráðuneytið beint eða óbeint með hlutleysi. I Svíþjóð eru ráðherrarnir verkamenn, en frjáls lyndi flokkurinn styður. Sama er hlutfallið í Danmörku, og svo var ástatt í sumar í Englandi. Mac Donald og allir ráðherrar hans voru verkamannasinnar, en frjáls- íyndi flokkurinn með hina tvo frjálslyndu leiðtoga Asquith og Lloyd George, studdi. I Frakklandi er Herriot mjög frjálslyndur mað- ur og öll hans ráðherrasveit, en verkamannaflokkurinn veitir stjórninni stuðningsfylgi. f þýska- landi er eins ástatt. þar er kansl- arinn dr. Marx og ráðherrar hans úr miðflokkunum, en verkamenn styðja þá. Vafalaust verða þar ráðuneytisbreytingar er þing kem ur saman í janúar, en líklega verð ur aðstaða flokkanna í þinginu svipuð og áður. það sem hefir nú um stund ein- kent stjórnarfarið í helstu þing- stjórnarlöndunum, er þetta: 1. Að tveir eða fleiri flokkar standa saman um stjórn. 2. Að flokkarn- ir hafá nálega aldrei blandað ráðu- í neyti, heldur er öll stjórnin úr j sama flokki, þó að stuðningsliðið sé úr tveimur flokkum eða fleir- j um. 3. Að verkamannaflokkamir vmna í öllum þessum löndum sam- ; an við frjálslyndu flokkana, svo mikið, að samvinna tekst um stjórnarmyndun. þetta á þó ekki við ofbeldissinna. í þýskalandi vilja hvorki flokksbrot Luden- dorfs eða bolsevika beygj a sig eft- ir þingræðis fyrirkomulagi. 4. f öllum þessum löndum eru verka- mannaflokkarnir yfirleitt aðeins hóglátur framfaraflokkur verka- mannastéttarinnar, sem vill vinna að umbótum með þingvaldi en ekki með byltingu. 5. Leiðtog- ar framsækinna borgara vinna saman við verkamenn eins og hvern annan endurbótaflokk, þar sem því er að skifta. þó að flokk- ana greini á sem áður um loka- takmörk. Lloyd George og As- quith styðja Mac Donald sumar- langt. Foringjar frjálslynda flokks ins í Danmörku, Ove Rode, Edvard Brandes, Munch og Zahle styðja Stauning og Borgbjærg, og blað danskra auðmanna, Politiken, seg- ist ætla að láta verkamannastjórn- ina sitja út kjörtímabilið, því að það viti, að verra kæmi í staðinn, ef íhaldið næði stjórnartaumun- um. í Svíþjóð styðja frjálslyndu þingmennirnir Branting og félaga hans. En það sem einkennir samstarf- Sunna. Þá rökkurstakkinn storðir syðri axla, þar strandhrönn bregður grön með hvíta jaxla hjer signir blessuð Sunna Norðurleiðir; og svefnlaus dýrð að fjörum skarlat breiðir. Þá litast drottning Ijóss um garð og snekkju. Hún lyptir vanga hægt af blárri rekkju og fyrir jökulspeglum gullhár greiðir. Því ber vort jarðlíf dauðans dróma og vana í dásemd ædra heims, sem fær ei bana; fyrst aldrei glatast orkan himinborna, fyrst æska vor er klæði hins liðna og horfna? — Finnst himnakveld, sem kastar hærri Ijóma; hvar kafar geisli dýpra í eyðið tóma en sólbros var um miðrar nætur morgna? Oss hverfist sýn og hæðaskyggnið blindast, er hringsvið geyms og tíma um oss myndast. En alheims skipun er í blóðsins korni. Vor augu spegla stjörnukvöld að morgni. Hver frumla á almátts arf og himins ríki. Um eilífð glitrar sjór í daggarlíki þótt dægurhvörf vor hætti og djúpin þorni. Oss dreymir herrans byggð að sólna baki, en borg vors guðs er undir hverju þaki. I gleði manns er dýrðardagsins bjarmi, en dauðans fylgjur grúfa í hans harmi. Ei fjær, ei nær, ei undir eða yfir, á álheims miði stjörnubarnið lifir, með himnaríki og hel í eigin barmi. — Að líta í kjarna hlutar andann undrar, þar efnis heimi kraptsins stormur sundrar. Og augað leitar himnahofs, til frjettar. En hvelin eru bergmálslausir klettar. Ein feigðarsjón er veldi stærða og stundar. I stjörnuauga hverju dauðinn blundar. Sú öld skal dvína sjálf, er Sunnu blettar. Sá guð, sem skóp oss ábyrgð vits og vilja, hann virðir trúar þor að sanna og skilja. Vjer sandkorn stjörnuhafs, í litlu hverfi, oss heimtum Ijós, að svipta dul og gervi. Vor andi, er vóg og mældi himinhjólin, á hæðum varír þegar slokknar sólin. I eilífð drekkur sál vor Sunnu erfi. Og draumsjón manns ber vængi kvíða og vona. Æ vitnast innar hugir jarðarsona. Vjer stöndum fyrir hurðum huldra dóma. Hvert hjarta þráir eilífð sinna blóma. — Jeg gleymi heim og týni tímans gangi við teyga viðarilms í Sunnu fangi og heyri í alþögn hnattadansinn óma. En hver sá andi, er hjartans kenndir lamar, hann hefur stigið sínum vopnum framar. Hið lága er heima hátt. Slít þel ei sundur. Hvert hreysi getur verið Edens lundur. Vort eldhvel, sjálft einn dropi í sökkvasævi, frá segulstóli kveikir skóg af frævi. Þess minnsti neisti er hæsta himins undur. Allt kerfi og myndir lífs eru einnar ættar af innsta jarðarduptsins kjarna rættar; eins heilsast röðlar eínsog bróður bróðir. 1 brjóstum öllum felast skyldar glóðir. Hve þolir heimsins villu valdið bjarta; því vaknar ei til kærleiks sjerhvert hjarta, er árbál tendrar Sunna, moldarmóðir? Hver neisti lífs á eitthvað til að inna, af einum dæmt, hvort stærra er eða minna. En Sunna d hlutverk, hæstu lög að segja, er heimsins boð um náð og mildi þegja. Við hennar Ijós skal hjartans dagbók skrifa, hjá hennar ami er guðdóm/egt að lifa, við hennar bros er ekki dauði að deyja. — Ein meginsjón veit allt um holt og hæður, hve hnígur dögg, hve veitast fljótsins æðar; hve glapspor eitt varð bölvun alda og æfa, hve alein, sólbjört dáð var jarðargæfa. 0, kenni oss boðun geislans himinháa, að hugsa orð, að ske/fast vammið smáa. Það skapar örlög dróttum sanda og sæva. Það alvits ríki, er stjórnar /jóssins straumum, oss stofni æðri sjón aj hjartans draumum. Það geymir líf og líkn við ís/ands sárum — það lætux heiminn skína í vorum tárum. Hjer treystist barnsins trú af lífsins fræðum, hjer taki þjóðar andi stöð á hæðum, með sterka elda yfir tímans bárum. Einav Benedikisson. ið í öllum þessum löndum er það, að alstaðar þar sem verkamenn og frjálslyndir menn standa saman að stjórn, þá eru það þeir, sem Siægast fara, og í þessum til- greindu tilfellum frjálslyndu þing- mennirnir, sem ráða í raun og veru stjórn landsins, þó að annar rót- tækari flokkur fari með völd, því að ekki verður gengið lengra í breytingunum en hinir hægfara stuðningsmenn leyfa. í ölllum þeim löndum, þar sem verkamenn hafa farið með völd, hafa þeir ekki getað framkvæmt hin flokkslegu áhugamál sín. þeir hafa orðið að reka frjálslynda umbótapólitík að vilja hinna frjálslyndu stuðnings- flokka. ** inna í I norska samvinnublaðinu „Ko- operatören“ er 11. nóv. s.l. grein, sem heitir „Stríð“. Höf. segist ekki ætla að tala um stríðin milli þjóðanna, heldur hinn stöðuga ófrið verslunarstéttarinnar móti samvinnuhreyfingunni. Stundum sýnist vera friður um stund, af því að andstæðingarnir láti sér þá nægja alment „muldvarpearbejd“. þess á milli sé blásið í lúðra og , hvatt til atlögu gegn samvinnunni. Slík árás sé nú í aðsigi í Noregi og j Svíþjóð. í Svíþjóð hefir blað stórkaup- manna, „Svenska grossisttidning“, byrjað, með öllum hinum gömlu og nokkrum nýjum ægimyndum af samvinnunni. Sænsku stórkaup- mennirnir hafa fylst „heilagri reiði“ yfir þeirri hálfvelgju og linku, sem ríkisvaldið sýndi gagn- vart samvinnunni. Trygger, for- ingi sænskra íhaldsmanna, var gestur á síðasta aðalfundi sænska Sambandsins, og mælti þar nokk- ur vingjarnleg orð. Nú fær hann á baukinn hjá stórkaupmönnum. þeir segjast ekki vilja heyra eða sjá hans „hlýlega aðgerðaleysi“ (den „Tryggerske velvillige passi- vitet“). Kaupmennirnir afsaka þjóðfélagið viðvíkjandi þessu að- gerðaleysi, með því að það viti ekki hvað samvinnan sé hættuleg. Blaðið bætir við: „Samvinnan er þó sprengiduflið undir skútunni. Takmark hennar er að sprengja í loft upp það þrautreynda skipu- lag, sem við höfum erft frá feðr- unum okkar, skipulag, sem er reist á grundvelli frjálsrar sam- kepni og persónulegrar ábyrgðar. Sænsku kaupmennirnir spá því, að ríkið og „borgararnir" muni seinna líða fyrir ódugnað sinn, því að samvinnan sé náskyld bolse- vismanum. Norska blaðið segir, að í Svíþjóð dugi ekki lengur að hræða með j afnaðarmenskunni og i Noregi muni ekki veita af að líkja samvinnumönnum við stjórn- leysingja. Síðan byrjar blað sænskra heildsala að lýsa, hvað þurfi að gera. Allir kaupmenn verði að standa saman um að eyði- leggja kaupfélögin með samkepni, en síðan er bætt við: „Det offer som kræves skulde i sin tid gi mangl'old igen", þ. e. þær fórnir, sem kaupmenn verða að leggja á sig í þessari samkepni, munu end- urgj aldast þeim margfaldlega. þegar kaupfélögin eru dauð, á að vinna herkostnaðinn upp í hækk- uðu vöruverði. Hinar sænsku stríðshetjur enda greinina með þessum orðum: „þegar gripið er um axai’skaftið, munu hinir hug- deigu skjótt finna, hversu auðvelt er að sigra það, sem mergsvikið er“. 1 annari grein í sama eint. af norska samvinnublaðinu er þess getið, að formaður norska kaup- mannafélagsins, Frank lögmaður, ferðist nú fyrir félag sitt milli bæja og borga í Noregi, haldi fundi um nauðsyn þess, að kaup- félögin greiði tvöfaldan skatt. Samþyktir þar að lútandi eru sam- þyktar í kaupmanna- og íhaldsfé- lögum um alt landið, og síðan á að senda þær þinginu. Hr. Frank segir, að það sé ekki vegna kaup- manna hagsmuna, sem hann og stéttarbræður hans beiti sér fyrir að koma skatti á kaupfélögin, heldur af almennri umhyggju fyr- ir skattgreiðendum í landinu. Samtals telur hann að kaupfélög- in í Noregi ættu að greiða 109 miljónir króna í útsvör og skatt til ríkissjóðs, en það er eimnitt sú upphæð, sem kaupfélögin greiða á ári fyrii' allar þær vörur, sem þau kaupa handa félagsmöxmum. í blaði ensku samvinnufélag- anna, Cooperative News, er 4. okt. s.l. grein sem heitir: „Samvinnu- fiokkurinn“ (The Cooperative Farty). Er þar sagt frá umburðar- bréfi, sem miöstjórn samvinnu- fiokksins enska hafi sent út, eða íyrir iiennai' hönd ritari fiokks- stjórnai'innar, þingmaðurinn S. F. Herry. Miðstjórn enska samvinnu- fiokksins snýr sér fyrst að bæjar- sijórnarkosningum, sem þá voru fyrir höndum, og skorai' á kaupfé- lögin og deildii' flokksins úti um alt land að velja sér í tíma íram- bjóðendur fyrir bæjarstjórnar- kosningar pær, sem fram eigi að fara í vor. Miðstjórnin bætii' við, ao það hafi veriö margendurtekið og margsannað, hvílík nauðsyn sé fyrir samvinnustefnuna að hafa fuiitrúa í sveitar- og bæjarstjórn- um. þurfi að velja hina bestu menn, karla og' konui', og afla þeim fylgis sem rnest megi verða. iViiðstjórn flokksins býðst til að veita alla þá hjálp og aðstoð, sem hún megi við koma. þá er því bætt við, að kaupfélögunum og öllum aeildum flokksins sé hinn mesti stuðningur að því, að standa í stöð ugu sambandi og samvinnu við höíuðskrifstofu flokksins um alt sem snertir hina stjórnmálalegu hlið samvinnuhreyfingarinnar. Að síðustu bætir miðstjómin við, að þá séu tilnefndir allmargir frambjóðendur fyrir samvinnu- fiokkinn við kosningar þær, er þá fóru í hönd, og alt sé gert til að koma sem bestu skipulagi um fylgi þeirra. En í þeim kjördæm- um, þar sem ekki sé frambjóðandi frá samvinnuflokknum, sé um að gera að prófa vel innræti hinna ýmsu frambjóðenda gagnvart kaupfélögunum. Miðstjórnin seg- ist hafa hentugan „próflista“ til- búinn í því skyni, og biður sam- vinnumenn aö fá þær spurningar frá aðalskrifstofu flokksins, og spyrja frambjóðendur síðan ræki- | lega út úr. Síðan eru kaupfélags- nienh ámintir um að fylkja sér mn þann frambjóðanda, sem næstur virðist standa samvinnuflokknum. þessar athugasemdir eru fróð- legar fyrir þá íslendinga, sem halda að erlendis sé eilífur friður og ró í viðbúð samkepnismanna við kaupfélögin, eins og af er látið í greinum í sumum andstæðinga- blöðum Framsóknarflokksins. Sömuleiðis hefir það nokkra þýð- ingu fyrir þá kaupmenn, sem hafa nýverið gefið út pésa um það, að ensku kaupfélögin héldu ekkert | saman í landsmálum, að heyra, að blað félaganna flytur svo að segja i hverju tbl. greinar eins og þá, sem hér er vikið að. Aðalfundir ensku heildsölunnai' hafa hin síð- ustu ár hvað eftir annað undir- strikað nauðsyn þess, að kaupfé- lögin væru pólitisk. Síðan hefir verið myndaður samvinnuflokkur í þinginu og bæjarstjórnum um alt land. Tilkynning sú, sem blað heildsölunnar flytur fyrir mið- stjórnina, og hér er skýrt frá, sýn- ir með hve mikilli festu leiðandi menn ensku kaupfélaganna starfa að því að efla samvinnuflokkinn. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.