Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 4
202 T I M I N N Biðjið um Capsian^ Navy Cut M.edium reyktóbak. Verð kr. 4,60 clósin, */< pund Tvær söéur, Sögur þessar eru teknar eftir hinni nýútkonmu siðfræði próf. Ág. Bjarnasonar. Mun Tíminn flytja ritdóm um þessa merku bók á næstunni. 1. Sögnin um Gra'aL Ekki megum vér þó skiljast svo við kristindóminn, að vér kynn- umst ekki því besta, sem hann hef- ir vakið í brjóstum játenda sinna, en það lýsir sér einna helst í sögn einni frá riddaratímunum, sögn- inni um Gra'al.1) Sögnin segir, að vínið, sem Jesús bauð lærisveinum sínum að bergja á, þá er hann samneytti þeim í síðasta sinni og stofnaði minning- arhátíð þá, er vér nú nefnum heilaga kvöldmáltíð, hafi verið í grunnum, smaragd-grænum bik- ar. Bikar þessi komst í hendur Jósefs frá Arimaþeu, «þá er hann bjó um líkama Jesú. Lét hann blóðið úr benjum lausnarans drjúpa í bikarinn, en þá laukst hann af tur, og blóðið og vínið urðu að rauðum rúbín, sem er ímynd kærleikans, eins og smaragdinn er ímynd vonarinnar um sigur hins góða í heimi þessum. Eftir þetta varð kaleikurinn eign Jósefs og ættmenna hans og gekk hann mann fram af manni í ætt þeirra. En svo mikil var helgi hans, að alt ilt flúði hann og hann sneri öllu til góðs. Á krossferðatímun- um barst bikar þessi til Norður- álfunnar og hlaut þá nafnið Gra'ai. Var bygt yfir hann fagurt musteri á svonefndu Lausnar- fjalli (Mont salvage) og gættu hinir göfugustu og siðvöndustu menn hans þar; voru þeir nefndir Gra'als-riddarar. En það var ein- kenni þessara riddara, að þeir tóku alstaðar máli þess góða og rétta gegn því, sem var ilt og óbilgjarnt, og að þeir hjálpuðu jafnan þeim, sem var minni máttar og hafði ver íð ofurliði borinn. Svo mikil heill og hamingja fylgdi þeim, að þeir báru jafnan sigur úr býtum. J>ó máttu þeir aldrei greina frá, í hvers þjónustu þeir væru, né held- ur Ijósta því upp, hvar Gra'al væri niður kominn. pví að ósnortinn á hann að bíða betri tíma. Hann bíð- ur þess eða þeirra manna, er sam- ema allar andstæður, snúa öllu illu til góðs, leysa alla volaða af eymd þeirra og lyfta öllu mannkyninu upp til guðs og hins góða. pá lykst bikarinn upp að nýju; en þá er líka drykkurinn, sem í honum var, orð- inn að ódáinsveig, svo að allir, sem á honum bergja, megi lifa og lifa eilíflega. Og þá verður heimurinn hreinn og fagur. En langir tímar munu líða, áður en þetta verði. pó er það að nokkru leyti undir Gra'als-riddurunum og samherj- um þeirra komið, hvenær þetta megi verða. peir eiga að undirbúa jarðveginn, útrýma öllu illu og öllu óréttlæti, áður en heimurinn geti orðið hreinn og fagur. Enginn þekkir þessa Gra'als-riddara, en að sögn leynast þeir í hverju landi. Einna auðþektastir kváðu þeir vera á því, að þeir taka jafnan máli hins góða gegn illgirninni og heirnskunni og beita sverði göfug- mensku og sannleika gegn lævísi cg lygi. Sverð þetta særir engan banasári, því að lífsteinninn er fólginn i hjöltum þess; og þótt undan því* svíði í svip, þá fágar það og græðir. En sjálfir eru riddararnir búnir þeim silkiserk göfugmenskunnar, sem engin járn bita. — þannig er þá sögnin um Gra'al. En hún gefur það í skyn, að kenn- ing Jesú sjálfs og siðalærdómur eigi eí'tir að bíða betri tíma; og að sannleikur og réttlæti, samfara kærleika og mannúð, eigi eftir að leysa heiminn af öhu taöli hans. 2. Móse og mennirnir við dauða hafið. En til hvers eigum vér nú yfir- ieitt að vera að hugsa um siðferð- ismálin? pví verður ekki svarað betur en með dæmisögu einni, er siðspekingurinn Carlyle tilfærir í emu af. ritum sínum,1) sögninni um Móse og mennina við Hafið dauða, og er hún á þessa leið: — Kynslóð ein bjó við Hafið dauða. Hún hafði, eins og raunar mörgum hættir við, mist sjónar á verðmæti hins innra lífs. í stað þessa haf ði hún af lar sér einhvers- konar yfirborðsþekkingar, er hún lét sér nægja. Hún tók, í sem fæst- um orðum, að hafa hug á öllum hégóma hversdagslífsins í stað þess að binda hugann við hið eina nauðsynlega, að ganga á Guðs veg- um. póknaðist Guði þá að senda henni spámanninn Móse henni til betrunar og aðvörunar. En sjá, — Móse fann ekki náð fyrir augum þessarar þjóðar, því að mönnunum við Hafið dauða leiddist að hlusta á kenningar hans. Sumir gerðu gabb að honum; en sumir yptu öxlum og geispuðu. Sumir töldu hann gasprara, en sumir hreinan og beinan heimskingja. En Móse hristi duft landsins af fótum sér og hélt leiðar sinnar. En náttúran og hin ósveigjan- legu lögmál hennar létu ekki að sér hæða. Og er Móse fór aftur um hjá mönnum þessum, voru þeir orðnir að mannöpum. Höfðu þeir nú aðsetur sitt í trjánum, glottu á sér eðlilegan hátt og höfðu hin mestu kjánalæti í frammi. Og nú gerðu þeir ekki einungis gabb að Móse, heldur og tilverunni í heild sinni, því auðvitað gat tilveran ekki heldur verið annað en hégómi í augum þessara mannapa. Að eins á helgum bregður því fyrir, að þeir verði eins og annars hugar. Hálf- gleymdar sagnir koma þá upp í huga þeirra og einhver helgisvip- ur rennur þá á hin hjákátlegu and- lit þeirra. Depla þeir þá augunum og renna þeim til; en auðvitað sjá þeir ekkert nema í þoku, og yfir huga þeirra hvílir einhver rökkur- móða. petta styrkir þá í þeirri trú, að sjálf tilveran sé ein rökkur- móða. Og hvernig á annað að vera? þeir biðu tjón á sálu sinni og eru nú að sofna svefninum langa, eru andlega dauðir eða því sem næst. Og þó rumska þeir enn stöku sinnum og minnast þess þá óljóst, að þeir höfðu sál. — Svona er sagan. Og látum oss víti þessara mannapa að varnaði verða. Opnum sjónir vorar fyrir *) Gra'al = gradale = grunn, íhvolf skál eða bikar. iftlr þessu eina ínnlenda félagi þegar þér sjóvátryggið. Símí 542. Pósthólf 417 og 574. Símnefní: Insurance. H.í. Jón Sigmundsson & Co. Notað um allau heim. Arið 1904 var í fyrsta sinn þaklagt i Dan- mörku úr — Icopal. — £3 Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á.þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt ------------- I»étt ------------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á Islandi. Jens VíUadsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. náttúrunni og mannlífinu og könn- umst við, að mannlífið er heilagt alvörumal. Frá útlöndum. x) Past and Present, III, 3. Jarðskjálftar urðu í Litlu Asíu seint í síðastl. mánuði. Hrundu hús víða og 13 manns týndi lífi. — Maður sá, Lokai Leitner, er á sinni tíð myrti Tisza greifa, for- sætisráðherra Ungverjalands er var, hefir átt friðland í Bandaríkj- unum undanfarið. Nu hefir hann verið handtekinn fyrir það að hafa hvatt til þess opinberlega að myrða Coolidge Bandaríkjafor- seta. — priðja ársfjórðung þessa árs voru 153737 sjómenn starfandi á verslunarflotanum breska. Nálega 95% af þeim voru enskir þegnar. — Fyrir styrjöldina miklu var Hamborg langstærsta verslunar- borgin á meginlandi Norðurálf- uhnar. Er að færast í það horfið aftur, en þó vantar enn mikið á að komið sé sem var. Fyrstu 10 mán- uði þessa árs t. d. komu skip til Antwerpen er báru 13,4 milj. smá- lestir, til Hamborgar 12,8 milj. og til Rotterdam 13,3 milj. smálestir. — Ungur maður norskur myrti fóður sinn nýlega í þeim tilgangi að ná af honum 5000 kr. — Falskir 10 kr. seðlar eru í umferð í Danmörku, allvel gerðir. Nálega allir bera sömu töluna: 9033025. Hefir ekki orðið uppvíst hverir falsað hafa. — Fascistar höfðu handtekið tvo bændur og varpað í fangelsi í smábæ á Suður-ítalíu. Tóku bænd- ur sig til, 300 í hóp, réðust á fang- elsið, afvopnuðu varðmennina, og náðu föngunum. — De Valera, foringi lýðveldis- raannanná írsku, er nýsloppinn úr mánaðar fangelsi. — Lloyd George skrifar langa grein í heimsblöðin um Egypta- landsmálin. Vitnar í ræðu, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti þá- verandi flutti í Norðurálfuferð 1910. Segir Roosevelt þar, að Eng- lendingum beri skylda til að gæta laga og réttar á Egyptalandi, enda hafi þeir komið þar á betra stjórn- arfari en áður var og sennilega betra en nokkru sinni hafi verið þar í landi. Tekur Lloyd George alveg undir þessi ummæli. 1 2500 ár hafi Egyptaland orðið að þola erlenda kúgun. Fyrst nú, undir stjórn Breta, hafa Egyptar fengið töluvert sjálfstæði. En þjóðin sé enn alls ekki vaxin þeim vanda að stjórna sér sjálf. Ef hersveitir Englendinga færu burt úr Egypta- landi, myndi alt fara þar á ringul- reið og ný harðstjórn hefjast. Eigi beimurinn, og heimsveldið breska scrstaklega, svo mikilla hagsmuna að gæta um Súesskurðinn, að með öllu sé óverjandi að láta afskifta- lausa óstjórn á Egyptalandi. — En þar sem Englendingum beri skylda til að hafa hönd í bagga með um stjórn Egyptalands, leiði það af sjálfu sér, að þeir verði að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að ekki komi fyrir aftur að full- trúar þeirra á Egyptalandi séu drepnir þar, eins og nú bar við ný- lega. — Franska þingið hefir skipað nefnd sem á að rannsaka, hvaðan pólitisku flokkarnir hafa fengið peninga þá, er þeir notuðu við síð- ustu kosningar. — Enska stjórnin nýja tilkynn- ir, að hún muni leggja til að þrengd séu leyfin, sem útlending- um hafa verið veitt til að leita sér atvinnu á Englandi og stunda þar atvinnurekstur. Sem stendur eru í Englandi 272 þús. útlendir verka- menn og atvinnurekendur. — Svartidauði hefir geysað á Suður-Rússlandi undanfarið. Hafa hin sýktu héröð verið einangruð og herlið haft vörð alt í kring til þess að varna samgöngum. Er tal- ið að um ein miljón manna hafi dáið þar úr svartadauða á þessu ári. — Svínakjöt hefir lengi verið aðalútflutningsvara Dana. Nú eru þeir líka farnir að flytja út lifandi svín. Voru flutt út um 10 þús. ár- ið 1922, um 157 þús. í fyrra og verða meir en 200 þús. í ár. Lang- flest fara til Tékkó-Slafalands. — Kommúnistar á Estlandi illur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Jörðin Ósland í Skagafirði er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Nánari upplýsingar hjá S. Sigurðssyni búnaðarmálastjóra. hófu uppreistartilraun um síðustu raánaðamót. Réðust á opinber hús og reyndu að ná þeim á vald sitt. Var einkum að því kept að ná valdi á fangelsunum, því að þar sitja margir foringjar kommún- ista. Eftir stuttan bardaga biðu kommúnistar lægri hlut. Biðu nokkrir bana, en margir særðust. Talið er víst að sendisveit Rússa hafi staðið að baki uppreistar- mönnum. — Puccini, einn frægasti söng- lagasmiður ítala, er nýlega látinn. — Nefndin sem úthlutar friðar- verðlaunum Nobels, hefir ákveðið að úthluta ekki friðarverðlaunun- um í ár, frekar en undanfarin ár. Var þeim síðast úthlutað 1918 og hlaut þá Wilson forseti. — Enska þingið nýja var sett um síðustu mánaðamót. Fjölmarg- ir leynilögreglumenn voru þar á sveimi, því að grunur lá á að þjóð- ernissinnar frá Egyptalndi myndu nota tækifærið til þess að veita einhverjum tilræði. — Lloyd George hefir verið kos- inn foringi hins fámenna þing- flokks frjálslyndra manna í enska þinginu og þó ekki einróma. — Rúmlega 30 menn hafa verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í uppreistinni á Estlandi. — þingnefnd frönsk hefir kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hreinn ágóði Frakka af hernámi Ruhrhér- aðsins hafi verið 3200 miljónir franka. Einar Benediktsson skáld er ný- kominn heim úr utanför. Jón Ámason framkvæmdastjóri fór til Noregs með Merkur um miðja viku, snögga ferð. Hinn gullfallegi sálmur Sigurð- ar Kristófers Péturssonar á Laug- arnesi, sem prentaður er í blaðinu í dag, er áður prentaður í ný- prentuðu riti, sem félagið „Stjarn- an í austri" hefir gefið út. Loftur Guðmundsson, bróðir Gísla Guðmundssonar gerlafræð- ings, sýndi lifandi myndir í Nýja Bíó í gær, teknar hér á landi. Sýna atvinnurekstur, náttúrufegurð og margt fleira. Hefir Loftur varið miklum tíma og fyrirhöfn í þessu skyni, enda er árangurinn mjög ágætur. Myndirnar eru prýðisgóð- ar og Lofti til mesta sóma, og þar sem þær verða vafalaust sýndar um heim allan, verða þær íslandi til mesta sóma. Sýnd eru t. d. vinnubrögð á sjó úti við síldveiði og þorskveiði á togara og sömu- leiðis við heyskap á Hvanneyri og er verulega mikil ánægja að sjá. Eitt var sérstaklega verra en skyldi, en ekki var það Lofti að kenna. Sýnd voru helstu húsin í Reykjavík og þar á meðal Menta- búrið. Sannaðist sem oftar að ijósniyndavélin segir satt og var þetta merkasta hús íslands á að líta eins og skjöldótt kýr. Er það sorglegur minnisvarði yfir van- rækslu íslendinga, og helst ætti ekki að sýna hann erlendum þjóð- um. Ritstjóri: Tryggvi Jíói'haJisnoj'í. Prentami^jan Actá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.