Tíminn - 03.01.1925, Síða 1

Tíminn - 03.01.1925, Síða 1
(ðjafbfett oo, afgrei&síur’aÖur tEirnans er. Sigurgeir ^riferifsfon, S»rmban6sf)ásinu, HeYfjauíf. i&fcjteifcsía C í m a n s er i Sambanösfyúsinu ®pin baglega 9—\2 f. Sfmi ^96. IX. ár. Ueykjavík 3. janúar 1925 1. blað Utan úr heimi. Áhrif íhaldsins í næstu löndum. Flokkaskiftirig lík -þeirri, sem hér gerist, er orðin nokkuð gömul 1 flestum nábúalöndunum. Skift- ! ast á þrír flokkar: fhald, fram- | sókn (vinstri, liberal) og verka- j menn. Hingað til hafa höfuðátök- in ytra verið milli íhaldsmanna og frjálslyndu flokkanna, því að verkamenn hafa hvergi verið nógu liðsterkir í þjóðþingunum til að vega salt móti hinum tveim. það nxá því af reynslu nábúanna sjá nokkuð hvert íhaldsílokkar nútímans stefna. Danif fengu þingstjórn um 1850. í fyrstu réðu íijálslyndir menn nokkru, en brátt varð íhald- ið hlutskarpara og réði Danmörku óslitið að kalla fram um aldamót- in 1900. íhaldið beitti kúgun við þjóðverja í hertogadæmunum og leiddi yfir landið stríð frá hálfu pjóðverja. Danir töpuðu þar þriðj- ungi landsins, og mistu fjölda manna. Til að reyna að bæta úr tjóninu tók íhaldsflokkurinn danski að búa undir nýja styrjöld, og hrifsaði úr ríkissjóði hundruð miljóna í víggirðing Khafnar og annan herbúnað. fhaldið var minnihluti, beið ósigur við allar kosningar, en sat samt við völd, skeytti ekkert um vilja þings og þjóðar, en studdist við hervaldið. Við íslendinga var íhaldsflokkur- inn rangsnúinn fram úr hófi. Kraftar Jóns Sigurðssonar, Ben. Sveinssonar og þeirra samtíðar- manna eyddust í endalausa bar- áttu við hið skilningssljóa íhald. Fyrst þegar framsóknarflokkur Dana, samvinnubændurnir, tóku við völdum um aldamótin 1900 fengu íslendingar stjórn þjóðmál- anna flutta inn í landið. Danska íhaldið hefir seinkað byrjun íramfaranna hér á landi um hálfa öld. í Noregi kölluðu íhaldsmenn sig hægrimenn, en framsóknin hét þar vinstrimannaflokkur. Vinstri- menn börðust í einu fyrir viðreisn landsins inn á við og að slíta sam- bandinu við Svía. Hægrimennirnir hugsuðu um sinn eigin gróða, og dekruðu við útlenda valdið, Sví- ana. Ofsi hægrimanna var svo mikill, að eitt sinn er skáldið Björnson flutti ræðu á höfuðtorgi í Osló, drógu hægrimenn, er hús áttu að torginu, gluggatjöld nið- ur og lokuðu gluggum honum til óvirðingar. Stefna vinstrimanna sigraði þó bæði inn á við og út á við. þeim tókst að knýja fram sambandsslit við Svía, og valda mestu um hinar miklu framfarir Noregs, eins og þær eru nú. í Svíþjóð hefir stefna hægri- manna verið: Mikill her, sigursælt stríð út á við, en félagsleg kyr- staða inn á við. Hægrimenn Svia gerðu það sem þeir gátu til að steypa landinu í ófrið við Noreg 1905, og síðar í styrjöld við banda- menn með þjóðverjum í ófriðnum mikla. Ef hægrimenn hefðu ráðið, myndu þeir hafa eyðilagt með þessu ráðlagi bæði land og þjóð. f Rússlandi var aðallinn, em- bættisvaldið, kirkjan og keisarinn samtaka um íhaldið öldum saman. Ef Jón Sigurðsson hefði starfað í Rússlandi frá 1848—1879, eins og hann gerði fyrir Island, myndi hann annaðhvort hafa verið drep- inn eða fluttur til Síberíu. Allir frjálslyndir áhugamenn þar voru ofsóttir eins og óargadýr. Að lok- um voru syndir íhaldsins þar orðn- ar svo magnaðar, að flokki þeirra var sópað burtu með byltingu, sem var eins grimm í þeirra garð eins og íhaldið hafði áður beitt mikilli grimd við almenning í landinu. Núverandi ástand Rússlands má fyrst og fremst kenna margra alda voðagrimd og óstjórn íhalds- mannanna rússnesku. f þýskalandi voru júnkararnir eða hinn gamli aðall höfuðvirki íhaldsins utan um keisarann og sifjalið hans. þýski aðallinn skemti sér við kúgun heima fyrir, drykkjuskap, einvígi og styrjald- ii . Enginn hópur manna ber jafn- mikla ábyrgð á heimsstyrjöldinni miklu, og öllum hennar afieiðing- um, eins og júnkararnir, kjarninn í þýska íhaldinu. Norskt íhaldsblað sagði í sumar um íhaldsflokkmn þýska, að hann hefði fyr og síðar leitt meiri ógæfu yfir þjóð sína en dæmi væru til úr sögu annara nú- tíma þjóða. f Bretlandi er íhaldsflokkurinn gamall, en hóglátur, og hefir betur stilt í hóf en í öðrum löndum. þess | vegna hefir þeim flokki tekist : lengur en í öðrum löndum að ' vernda mikið af sérréttindum stéttar sinnar. þó hvílir á herðum 1 íhaldsins enska mikið af landráni Breta. Búastríðið er gott dæmi. 1 fhaldsmenn hófu styrjöld við ; Búa til að svæla undir enska auð- : menn ráð yfir gullnámum lands- ; ins. Með ofbeldi tókst að sigra Bú- ana, en óvild flestra þjóða hvíldi á íhaldsmönnunum ensku fyrir frelsisrán og ofbeldi við smáþjóð. Frjálslyndi flokkurinn tók þá við stj órn og bj ó svo vel og drengilega að Búum, að fullar sættir og grið tókust með þjóðunum. ! Saga næstu þjóðanna sýnir að ! íhaldsflokkar þeirra landa hafa , beitt ófriði og ofsa út á við, en ; kúgun og kyrstöðu inn á við. | Frjálslyndu flokkunum má þakka nálega allar framfarir Evrópu- 1 þjóðanna í félagsmálum og sið- iegri menningu. ** Litid 11x11 öxl Hvernig’ var íslandi stjórnað á árinu sem leið? í tveim þáttum verður hún hér sögð sagan um það, hvernig okk- ur íslendingum var stjórnað á liðnu ári. Mætti segja þá fleiri, en er óþarfi, því að alt bæri að sama brunni. Að vísu eru ekki liðnir nema þrír ársfjórðungar síðan núvei- andi landsstjórn tók við völdun- um. En þótt ekki sé lengra liðið, hefir henni tekist að marka óvenjulega skýrum línum stefnu sina og lifnaðarháttu alla. Sjaldan bregður mær vana sín- um, segir máltækið. þó að beðið yrði með að kveða upp dóminn, yrði hann ekki annar. það eru ekki fleiri sálmar til í sálmabókinni Ihaldsins en þeir, sem þegar eru sungnir. „Miskunn sem heitir skálkaskjól41. þessi frægu orð Hallgríms Pét- urssonar eru hin rétta yfirskrift yfir því, hvernig núverandi lands- stjórn gætir laga og réttar í landi. það er á vitorði hvers einasta íslendings, að hnignun löggæslu á íslandi hófst fyrst fyrir alvöru með dómsmálaráðherradómi Jóns Magnússonar. þá hófst sá siður að vináttan kitlaði þá hönd er hélt á sverði réttlætisins. En svo er að sjá sem ekki einungis vinátta heldur einnig dáðleysi og ótti valdi því, hve börmulega Jón Magnússon hefir skipað sæti dómsmálaráðherrans — blátt áfram hræðsla við glæpa- mennina. Hver einasti siðferðilega heil- brigður íslendingur hlýtur að finna sárt til þeirrar spillingar, sem er hin óhjákvæmilega afleið ing. Allan hinn langa og raunalega stjórnarferil Jóns Magnússona> hefir þetta verið fylgja hans.En á árinu sem leið eru dæmin allra átakanlegust. þau eru flest svo al- kunn, að ekki þarf nema að drepa á lauslega. 1. Krossanessmálið. Væri óhugs- andi að slíkt hneikslismál kæmi fyrir í nokkru germönsku landi, öðru en fslandi, og þá því aðeins að Jón Magnússon sé dómsmála- ráðherra. Hvílík háðung að útlend- ur stórbokki skuli geta liælst um og sagt að hann hafi árum sam- an haft stórfé af íslendingum með sviknum mælikerum, og að þegar opinber starfsmaður kærii- sviknu málin, þá skuli ekkert á segjast. Svo mikið hneiksli vakti þetta um gjörvalt ísland, að jafnvel sam- \'erkamaður Jóns Magnússonar í stjórninni sagði opinberlega: „Eg er ekki dómsmálaráðherra! “ 2. Marian-málið. Rekstur þess máls hefir verið krufinn til mergj- ar hér í blaðinu. Úrslitin eru með öllu óþolandi. Enn er það nú upp- skátt orðið að einn skipverja af varðbátnum, sem áfengið flutti til lands, var aldrei yfirheyi-ður. Bannmenn hér í bænum hafa kraf- ist þess af Jóni Magnússyni, að málið yrði tekið upp af nýju til viðunandi meðferðar. Hann hefir reitað því. 3. Eitraða brennivínið. Aðalmál- gagn stjórnarinnar, Mbl. danska, stóð dyggilega við hlið J. M. um að vilja þagga niður Marianmálið og kallaði alt upplýst, er ofurlítið fór að rofa til í því. En þegar frétt ist að tveir menn hefðu beðið bana af eitruðu brennivíni, rankaði blaðið við sér. Blaðið sagði af- dráttarlaust að þýska brennivínið hefði drepið mennina. En svo kom það upp að læknirinn í Keflavík hafði látið áfengið af hendi. Og þá þagnaði blaðið — vitanlega. því að nú var embættismaður orðinn við riðinn. Og hvað verður? Hvað ætli sannist í máli, þegar J. M. er dómsmálaráðherra ? Ekkert hefir enn orðið uppvíst. Er það vínversl- unin sem selur eitraðan spíritus? Er lækninum heimilt að selja mönnum slíkan spíritus til neyslu ? Eða var það þýski spíritusinn, eins og Morgunblaðið segði, og hvemig fékk læknirinn hann þá til sölu? 4. Veiðibjöllumálið. því á að heita lokið líka. En mikið af vín- inu er enn ófundið, og almanna- rómur segir ótal fregnir af mál- inu. — þetta eru fá dæmi um það, hvernig Jón Magnússon heldur á sverði réttlætisins og framkvæmir lög í landi. Hvers er að vænta er yfirvörð- ur réttlætisins fer þannig að ráði sínu? Spilling og rotnun hefst og þróast í þjóðfélaginu. Smælingjanum er refsað eftir barðasta bókstaf laganna. En hinn, sem er hátt settur, sem á einhvern hátt settan að, eða einhvern áhrifamann innan þeirr- ar pólitisku klíku, sem styður dáð- lausan ráðherra til valda — sá sleppur. „Miskunn sem heitir skálka- skjól“ eru einkunnarorðin, sem brend eru á enni íhaldsdómsmála- ráðherrans. II. Heljargreipar fhaldsins. Ekki er fremur um að villast hvert er höfuðeinkennið á al- mennri st j órnmálastefnu lands- stjórnarinnar á liðna árinu. íhaldsnafnið tók flokkurinn sér, um leið og hann tók við völdun- um. Undir því feigðarmerki hefir landsstjórnin starfað dyggilega. Sjálfur formaður flokksins lýsti íhaldsmönnum með mjög svörtum litum fyrir fáum árum í Lögréttu — sem frægt er orðið. Sú lýsing hefir mæta vel ræst á honum sjálf um og landsstjórninni í heild sinni. þykir hlýða að taka nokkur dæmi um íhaldsstefnuna eins og hún hefir komið fram á liðna ár- inu. 1. Verðtollurinn. Sá er nú dágott sýnishorn fhaldsins, enda er hann skilgetið afkvæmi þess. f skjóli hans gátu kaupmenn, meginstofn íhaldsflokksins, hækkað fyrir- liggjandi vörubirgðir og látið al- menning borga. Neysluskattur er verðtollurinn að miklu leyti, kem- ur niður á fátækum og ríkum. En það er eitt höfuðeinkenni fhaldsins í öllum löndum, að hlífa breiðu bökunum, stóreignamönnunum, en láta skattana lenda sem mest á smælingjunum. 2. Háu vextirnir. það er opin- bert leyndarmál, að það er fyrst og fremst fhaldsstjórnin sem því ræður, að þrátt fyrir hið ákaflega mikla góðæri, þó að landsmenn hafi greitt c. 20 milj. af skuldum sínum erlendis, þó að taankarnir hafi greitt allar lausaskuldir sínar erlendis og eigi þar stórfé inni — þá er enn haldið hinum gríðarlega háu vöxtum. Eftir á eru greiddir 5% vextir af sparifé. Fyrirfram eru greiddir 8% vextir af víxlun- um, auk alls annars kostnaðar. Hvar myndi slíkt líðast annars- staðar í heiminum í slíku árferði ? þaS er fhaldið sem er á ferðinni og eitt meðal annara stefnuskrár- i atriða íhaldsins íslenska er það að ; láta íslenskan almenning borga töp | íslandsbanka. Til þess er haldið j hinum háu vöxtum. — Háu vext- ! irnir liggja eins og mara á þjóð- I inni, lama og drepa niður sér- i hverja framfaraviðleitni. þeir ! koma hvað þyngst niður á bænd- um, sem lentu í skuldum á hörðu árunum, keyptu þá fóðurbæti í stórum stíl til þess að bjarga skepnum sínum. En atvinnurekst- ur bænda er þannig, að hann þolir ekki slíka okurvexti. 3. Barnaskólinn í Reykjavík. Al- kunnugt er það mál. Andleg og líkamleg heilbrigði barnanna í höfuðstaðnum er í veði vegna þess að barnaskólinn er langt of lítill. Bæjarstjórn ákveður að nota góð- ærið, þegar t. d. togarafélögin hafa grætt hundruð þúsunda króna, og öllum einstakhngum gengið vel undantekningalítið. Með hærri niðurjöfnun á að fá féð til þess að reisa skólann. þá reis- ír íhaldið hramminn. Landsstjóm- m reynir alt til að eyðileggja mál- ið. það má ekkert framkvæma. það má ekki leggja hærra útsvar á ríkismennina í Reykjavík. 4. Búnaðarlánadeildin. Marg- rætt er það mál hér í blaðinu. Bún- aðarlánadeildin átti að gera bænd- um kleift að stofna til jarðræktar- framkvæmda. Alþingi sá að bænd- unum var nauðsyn að sækja fram. Landbúnaðurinn eins og hann er nú þolir ekki kyrstöðuna. En framsókn er eitur í beinum íhalds- ins. Jón þorláksson stöðvaði Bún- aðarlánadeildina. íhaldshrammur- inn lætur sér ekki nægja að ætla sér að drepa niður allar fram- kvæmdir bæjar og sýslufélaga. Einstakir bændur mega heldur ekkert gera. Öllum sundum á að loka fyrir þeim. Enga peninga mega þeir fá til neins. þó að Al- þingi skipi að leggja fram pening- ana, segir íhaldsstjórnin: nei. Togaraeigendur einir mega fá peninga til þess að kaupa nýja togara. — Og þó er Alþingi herra ráðherranna og mætti Jón þor- láksson í því sambandi gjai'na minnast annara orða Hallgríms Péturssonar: „Sá þjónn á von hins verra, sem vilja þekkir síns herra, þó gerir þvert á mót‘. 5. . „Hugsjónadekur“. , Fé er fóstra líkt. Morgunblaðið er hin göfuga spegilmynd fhaldsins, enda aðalmálgagn þess. Einu sinni í sumar fór Mbl. að tala um hug- sjónir. Með hinni innilegu fyrir- litningu heimskingjans talaði blað ið um hugsjónir. „Hugsjónadek- ur“ sagði Morgunblaðið. Sá væri f y rirlitlegur st j órnmálamaður sem berðist fyrir hugsjonum. Heyr á endemi! Morgunblaðið, hið fyrirlitlegasta og lítilmótlegasta allra blaða í öllum löndum, dregur dár að hugsjónum. — Fé er fóstra líkt. Spegilmynd fhalds og fhaldsstjórnar fslands getur að líta þarna. Engar hugsjónir aðrar en munnur og magi okkar fhalds- mannanna. Niður með alla fram- sókn í hvaða mynd sem er. Við er- um fhaldsmenn. — Köld er sú kveðja. Hversu lengi ætlar ís- lenska þjóðin að þola svo illa stjórn yfir höfði sér? Hversu lengi á að þola það, að hverskonar siðspilling fái að grafa um sig í þjóðlífinu af því að hald- ið er svo á sverði réttlætisins sem nú er gert? Hversu lengi á að þola það, að beitt sé öllum ráðum til að drepa niður allan framkvæmdahug og framsóknarlöngun fsfendinga ? Á árinu 1924 sat fhald við stýr- ið á íslandi og stýrði í hánorður, stefndi norður í hafísinn, þar sem kuldi drepur alt líf, þar sem kyrð- in ríkir, dauðaþögn fhaldsins, aft- urför auðnarinnar. Hvort berð þú í skauti þínu, nýja ár, sömu bölvunina? Sigurður Magnússon, cand. theol., frá Flankastöðum, varð úti hér í bænum aðfaranótt laugar- dags síðastl. Gáfaður maður var hann og drengur, kennari ágætur og mörgum kostum búinn, meðal annars ágætur leikari. En hann varð ekki gæfumaður, því að hann var vínhneigður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.