Tíminn - 21.02.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1925, Blaðsíða 1
^jaíbfcri Q$ afgrettslur'a&ur Ctmans cr Sigurgeir íriftrifsfon, Sambanbsþústmi, Hrffíauif. ^fcjreifesía C í m a n s et í Sambanbsljásimt ©pin baglega 9—f2 f. Simi <196. IX. ár. KeyijaTÍk 21. febrúar 1925 8. blað Steinar fyrir brauð. Syar til Iierra atyinnumálaráðherra Maguúsar Gruðmundssonar. Skæðaskinn er nú orðið óþarft, því vér höfum það sem er miklu betra og* ódýrara, en það eru þessir viðurkendu G ú m m í s k ó r (skóhlífar) með hvítum botnum. Verð: 11-2 7,00, 2V2-6 9,25 og 6-10 11,50 Gúmmístígvél grá með hvítum botnum, enn vandaðri en áður. Karltn. hnéhá 28,00, hálfhá 35,75, fullhá 41,50. Drengja og kvenna 3—6 23,75. Unglinga 18,50 og 19,50. Ennfrem- »r höfum vér Strigaskó, brúna með gúmmíbotnum, afar sterka, og kosta 22— 26 3,20, 27—30 3,40, 31—35 3,90, 36—42 4,85 og 43—46 5,75. Þessar þrjár tegundir eru tvímælalaust bestar hver á sínu sviði. Öll heimili á landinu ættu að nota þær. Sendið pantanir strax, gefið upp hvaða skó-stærð (númer) þér notið og vér sendum hið umbeðna um hæl gegn péstkröfu. Lárus G. Lúðvigsson Skóverslun Reykjavík Símar 82, 882 Pésthélf 31 Eg þakka yður nálega átta dálka langt bréf í síðustu tveim emtökum málgagns yðar. það verður að mun minna mál sem eg sendi yður á móti. Eg hefi undanfarinn hálfan mánuð orðið að sitja tvö þingin — Alþingi og Búnaðarþing — og hefi því lítinn tíma til bréfaskriftanna. En eg hefi hitt, sem er mest um vert: málstaðinn svo góðan, að minna sakar þótt ekki séu orðin mörg. Hver á að sjá um framkvæmd íslenslaa laga? Mér þykir fyrir að þurfa að byrja á því að tala við yður eins og kennari við lærisvein, og það einmitt í þeirri fræðigrein sem þér hafið lagt sérstaklega stund á, en eg ekki: lögfræði. þér talið mjög langt mál um það hver hafi átt að hrinda í fram- kvæmd stofnun Búnaðarlánadeild- arinnar og í því sambandi segið þér tvent: 1. að samkvæmt þeim lögum var landsstjórninni „ekki ætluð nein forganga í þessu máli sérstak- lega“ og hinsvegar 2. að af því að eg er bæði í stjórn Búnaðarfélags Islands og endurskoðunarmaður Lands- bankans segið þér við mig: „Að- staða yðar til þess að hrinda mál- in« í framkvæmd sýnist því hafa verið mjög góð“. það liggur mjög nærri að segja út frá þessum forsendum: það er þá eftir þessu Tryggvi þórhallsson en ekki landsstjórnin, sem á að sjá um að þau lög komi til fram- kvæmda á íslandi sem Alþingi setur. Má eg útaf þessu fyrst segja við yður fáein orð í spaugi: Eg þakka yður að þér þannig afsalið í mínar hendur valdi yðar og hinna ráðherranna um að fram- kvæma vilja Alþingis. En blessað- ir látið þér mig þá fá meira af valdinu. Leyfið mér t. d. líka að framkvæma innflutningshöftin fyrir yður, með fullkomnum strangleika og undanþágulaust — ósvikið skal eg gera það — leyfið mér að refsa þeim mönnum sem hafa af landsmönnum með röng- um mælikerum — með fullri stríðu laganna skal eg gera það og ekki undir neinum kringum- stæðum fara í veislu til slíkra manna. Gefiið mér ennfremur vald til og fulltingi að koma í gegn um þingið frumvarpinu sem eg flyt um Ræktunarsjóðinn nýja, frum- vörpunum sem eg flyt mjög bráð- lega út af kæliskipsmálinu o. fl. En í alvöru vil eg segja þetta: þér gerið yður hlægilegan, ráð- herra góður, af því að þér eruð lögfræðingur, er þér gefið í skyn að einstakur maður eins og eg, eigi að „hrinda í framkvæmd“ — það eru yðar eigin orð — þeim lögum sem Alþingi setur, það er landsstjórnin sem það á að gera, en ekki eg. Endurskoðandi Landsbankans. Aftur verð eg að setja yður á skólabekkinn. Og nú get eg ekki leyft mér neitt spaug. þér ávarp- ið mig, sem endurskoðunarmann Landsbankans, með þessum orð- um: „Nú skora eg á yður að lýsa því yfir opinberlega sem stjórnskip- aður endurskoðunarmaður bank- ans, hvort þér álítið að hann hafi haft nægilegt fé til útlána í um- ræddu skyni, því að bankinn hef- ir látið uppi, að hann teldi sér ekki fært að veita slík lán, meðal ann- ars vegna peningaleysis til út- lána“. Svo mörg voru þau orð yðar. En eg lít á þetta mál sem hér segir: Jafnframt því sem eg er endur- skoðandi Landsbankans er eg riti- stjóri aðalmálgagns þess stjórn- málaflokks sem er í andstöðu við landsstjórnina. Mér ber því sér- stök skylda að hafa vakandi auga á gerðum landsstjórnarinnar og finna að, afsláttarlaust, er mér þykir ástæða til. þar sem flokkur minn er bænda- ílokkur ber mér alveg sérstök skylda til að hafa gætur á að hagsmunir bændanna séu ekki fyr- ir borð bornir. þess vegna hefi eg afsláttar- laust átalið framkomu landsstjórn arinnar í Búnaðarlánadeildarmál- inu og það enda þótt það mál komi einnig við Landsbankanum, þeirri stofnun, sem eg gegni trún- aðarstarfi við af hálfu landsstjórn arinnar. En eg hefi álitið það tvímæla- lausa skyldu mína að nota ekki þá vitneskju sem eg hefi um Lands- bankann, sem endurskoðandi, í baráttu ritstjórans. Eg hefi vand- lega gætt þess að víkja ekki einu orði að hag Landsbankans í skrif- um mínum um Búnaðarlánadeild- armálið. Ékkert orð hefir komið úr mínum penna um málið, frá endurskoðandanum. Eg hefi ekki eitt orð um hann sagt, sem endur- skoðandi. Eg hefi engin gögn notað í málinu önnur en þau sem eru öllum almenningi kunn. Nú skorið þér á mig, atvinnu- málaráðherra góður, að gefa yfir- lýsingu, sem endurskoðandi, um fjármagn Landsbankans til út- lána. Eg svara hiklaust: Eg verð ekki við þessari áskorun yðar. Og eg segi meira. þér eruð að skora á mig að gera það sem eg álít vera fullkomlega siðferðilega rangt. þér eruð að skora á mig að nota í stjórnmálabaráttu þá vitneskju sem eg hefi sem opinber starfsmaður. þér hafið enga heimild til að beina slíkri áskorun til mín. þér eruð ekki yfirmaður bankanna. Yður á eg engan reikningsskap að standa um starf mitt sem endur- skoðandi Landsbankans. Fjármálaráðherrann er sá eini maður sem getur heimtað af mér slíka yfirlýsingu. Honum einum hefi eg heimild til að gefa slíka yfirlýsingu. Hann hefir ekki um hana beðið. Eg mun jafnfúslega láta honum slíka yfirlýsingu í té, sem eg neita afdráttarlaust að láta hana af hendi við aðra. þér sögðuð sjálfur í sumar, að þér væruð „ekki dómsmálaráð- herra“. Má eg nú minna yður á að þér voruð að vísu einu sinni, en nú eruð þér „ekki fjármálaráð- herra“. Eg vissi meira. þér vítið mig mjög fyrir það, ráðherra góður, að eg skyldi ekki umyrðalaust sættast og þakka ykkur, þegar ykkur brast kjark- inn og þið þorðuð ekki annað en að stofna Búnaðarlánadeildina — viku fyrir setning Alþingis. Ó já! Hvorki þér, né fjármála- ráðherrann, fáið hjá mér nokkra syndakvittun, þó að þið virðist iðr- ast — af hræðslu. En það lá þó enn meira á bak við er eg vítti ykkur þá. Eg vissi meira, en eg sagði þá. Eg misnotaði þó ekki þá vitneskju er mér hafði verið trúað fyrir. En sú vitneskja er nú orðin alkunn. þið gerið sem sé meira en að stofna Búnaðarlánadeildina. þið flytjið nýtt frumvarp á Al- þingi og í því kveðið þið svo á að Búnaðarlánadeildin skuli lögð nið- ur og nýtt skipulag hefjast um lán til bænda. þetta nýja lánaskipunarlag ykk- ar er ekkert annað en ný veðdeild, sami óskapnaðurinn sem Jón Kjartansson flutti á síðasta þingi. þessi stofnun ykkai- fær ekki í upphafi einn einasta eyri í hand- bæni fé, ekkert annað en heimild til að gefa út vaxtabréf. Vextirnir af bréfunum eiga að vera 6%. þau hljóta að seljast með miklum afföllum, og mjög treglega. Gósenlandið, landið sem þið ætlið að leiða bændúr í, í þessu efni, verða fyrirsjáanlega mjög takmörkuð lán með c. 7V2—8% vöxtum. þér verðið að fyrirgefa það, ráðherra góður, þótt eg væri ekki mjúkur á manninn, bændanna vegna, í bréfinu til yðar, þar sem eg vissi þetta. Engin syndakvittmi. Sekt ykkar er enn meiri en þetta, því að sannarlega höfðuð þið margfalda ástæðu til þess að láta ykkur farast á annan veg í máli þessu. Annarsvegar var ykkur kunnur vilji Alþingis, af afgreiðslu þess á Búnaðarlánadeildinni. Vilji Al- þingis var alveg skýlaus sá að veita bændum lán með viðunandi kjörum. Hinsvegar hafði nefnd starfað af hálfu Búnaðarfélags íslands og fengið ykkur í hendur tillögur sínar. í nefndinni átti fyrst og fremst sæti oddviti íslenskra út- gerðarmanna: Thor Jensen, auk hinna tveggja sem sérstaklega verða taldir fulltrúar landbúnað- arins. Nefndin lagði megináherslu á að fá lánsstofnun fyrir- bændur, sem væri öflug og sjálfstæð og hefði yfir að ráða voldugum sjóði i. reiðu peningum. Hún benti á mörg og ágæt ráð til þess. Alt það úr frumvarpi nefndai'- innar sem að þessu miðar að Ræktunarsjóður verði sjálfstæður og ráði yfir miklu handbæru í'é, strikið þið út úr frumvarpinu. það er því ekki af vanþekkingu sem þið farið svona að. þvert á móti! þið skerið beinlínis burt það besta og merkasta úr tillögum nefndar sem í sitja oddviti sjáv- arútvegar, og tveir fremstu full- trúar landbúnaðar: Skólastjórinn á Hvanneyri og búnaðarmálastjór- inn. Er eg ekki einn til frásagnar um að svo hafi ykkur farist í máli þessu. Búnaðarþinginu var slitið í morgun. Tólf voru þar fundar- menn, fulltrúar íslenskra bænda úr öllum landsfjórðungum. Búnaðarþingið tók Ræktunar- sjóðsfrumvarp nefndarinnar til rækilegrar meðferðar. I einu hljóði samþyktu fulltrúarnir á Búnaðaiþingi að leggja alveg sér- staka áherslu einmitt á þau atriði í nefndarfrumvarpinu sem að því miða að gera sjóðinn sjálfstæðan, öflugan, með nægu handbæru fé, en einmitt þau atriði öll hafið þið felt bui't úr ykkar frumvarpi. Enga syndakvittun fáið þið hjá mér. Eg stend hiklaust við hvert ein- asta áfellisorð sem eg hefi um ykk ur ritað og talað í máli þessu. Steinar fyrir brauð. Við höfum þó stofnað Búnaðai- lánadeildina segið þér. Já, þið hafið stofnað Búnaðar- lánadeildina á pappírnum. En jafnframt berið þið fram frumvai'p um að leggja Búnaðar- lánadeildina niður. I staðinn bjóðið þið bændum peningalausa nýja veðdeild með fyriísjáanlegum ókjaravöxtum. þetta heitir að gefa steina fyrir brauð. þið hafnið tillögum nefndar Búnaðai'félagsins sem fyllilega stefna að því að stíga stórt spor fram á við. það er ekki það versta. þið viljið líka hindra minna sporið, en sem líka horfði fram: starfsemi Búnaðarlánadeildar- innar. Afturábak viljið þið endilega stíga, íhaldskempurnar. Ókjara- veðdeild eiga bændur að fá í stað Búnaðarlánadeildarinnar. Eg fer að botna bréfið í þetta sinn. En Jón Arason drógst inn í um- ræðurnar. Og eg ætla nú að botna með orðum hans. Eg gat þess í fyrra bréfi mínu að yður hefði verið betra að vera ekki að hjálpa Jóni þorlákssyni í máli þessu — þótt vitanlega væri í mesta vanda staddur. Eg endur- tek þetta álit mitt. Og í því sam- bandi minni eg á að einu sinni var maður sem bjó á Staðastað, eins og þéi' gerið nú. Og um hann kvað Jón Arason það sem eg nú ætla að heimfæra til yðar í máli þessu: „Bóndi nokkur bar sig að biskupsveldi stýra því dýra. Enn honum fórst illa það, öllu var honum betra á Stað heima að hýra“. Tryggvi þórhallsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.