Tíminn - 07.03.1925, Blaðsíða 1
©jaíbfett
oq, afg«i&slur”a6ur lEimans er
Sigurgeir ^riirifsfon,
Sambanösþúsinu, ReYfjauíf.
^.fgteiböía
Címans er i Sambanbsljúsinu
©pin bavjlega 9—\2 f. fj
Simi 496-
IX. ár.
Reykjavík 7. mars 1925
59
Y aralögreglan“.
Fyrri ræða Tryggva Þórhallssonar, þm. Strandam.,
um málið við fyrstu umræðu.
Undir þinglokin í fyrra munu
ýmsir þingmenn hafa orðið varir
við frumvarp áþekt þessu, sem
nú er borið fram af hæstv. stjórn.
það voru þá ungir íhaldsmenn
sem þessa hugmynd báru fram.
þeir áttu meðal annars tal við
mig um hana, en eg tók lítt mark
á og gaf lítinn gaum. Eg skoðaði
þetta sem ungs manns gaman,
sem engin alvara yrði úr. Reynd-
ist og svo í það skiftið. Eg bjóst
við að aldrei skyti því upp aftur.
Eg heyrði svo ekki af um hríð.
En aftur fóru að berast af sögur
urn mál þetta og nú var sjálf
landsstjórnin orðuð við. Mér datt
ekki í hug að trúa því. það hefir
legið það orð á um hæstv. for-
sætisráðherra (J. M.) að hann
sé varlær maður. Eg vildi ekki
trúa því að hann — eins og nafn-
kendur þingmaður orðaði það einu
sinni — færi í þá veiðistöð á gain
als aldri.
Fregnirnar urðu enn ákveðnari.
Utan af landi bárust mér bréf og
einnig héðan úr bænum bárust
mér áskoranir um að fara að
skrifa á móti málinu í blað mitt.
En mér datt ekki í hug enn að
festa trúnað á þennan orðróm. Eg
neitaði alveg að ræða þetta mál
í blaoi því sem eg stjórna. Eg
vildi ekki gefa þeim ungu og óvar-
færnu mönnum byr í seglin, um
óskinsamlegt mál, með því að
ræða við þá opinberlega og taka
þá alvarlega. Eg vildi ekki taka
þátt í því að auka æsingar að
óþörfu. Eg ályktaði sem svo, að
því fyr félli mál þetta og umtal
alveg niður og ynni því minna
tjón, því minni gaumur sem því
yrði gefinn.
Fullyrt var í eyru mín rétt fyr-
ir þing að sjálf landsstjórnin bæri
slíkt fnimvarp fram. Enn trúði
eg ekki og vildi ekki trúa. Eg
trúði því ekki fyr en eg sá það
svart á hvítu, er frumvarpinu var
útbýtt hér í deildinni. þá varð eg
að játa, gagnvart þeim sem eg
hafði þangað til mælt í gegn, að
eg hafði haft oftraust á varfærni
hæstv. forsætisráðherra. Hann
hafði látið leiðast til þess að fara
í þessa veiðistöð á gamalsaldri. —
þeir munu aðrir, flestir eða all-
ir, sem blöðum eiga að stjórna á
landi hér, hafa beitt annari að-
ferð en eg.
Flestöll önnur blöð landsins
hafa þegar rætt þetta mál og dag-
blöðin mjög mikið. Og það er
þegar komið í ljós sem fyrirsjá-
anlegt var. Málið er þegar orðið
mikið æsingamál og þó er aðeins
um' byrjun að ræða. Af henni
verður það þegar ráðið að úr get-
ur orðið eitthvert mesta æsinga-
mál sem hafist hefir á landi hér.
það getur orðið upphaf nýrrar
Sturlungaaldar á .íslandi. Og það
ei sjálf landsstjórnin sem viðinn
ber á bálköstinn.
Æsingaeldurinn logar þegar dátt
í kaupstöðunum. Fundarsamþykt-
ir um málið drífa að úr öllum átt-
um. Fyrir eru í kaupstöðunum
harðandstæðir pólitiskir flokkar.
Er síst bætandi á þann eld sem
er í milli.
Mér virðist ljóst, bæði af blöð-
um og viðtali við marga menn, að
auk allra annara muni undantekn-
ingalítið allir sjómenn og verka-
menn snúast einhuga gegn þessu
frumvarpi. þeir telja að þessu liði
sé sérstaklega stefnt gegn sér, og
gegn félagsskap þeirra — en þó
að sá stéttafélagsskapur hafi
sína galla er hann þó alviðurkend-
ur um öll lönd. þeir telja að
þetta lið eigi að verða einskonar
pólitiskur lífvörður íhaldsins.
þykir mér ekki ólíklegt að þeir
geti hengt hatt sinn á einhver
ógætileg ummæli af Ihaldsmanna
hálfu í þá átt, því að slík um-
mæli hefi eg einnig heyrt úr
þeirri átt. Er ekki að undra þótt
blóðið hitni er menn gera sér slík-
ar hugmyndir.
Á þessum grundvelli er málið
rætt og verður. Áfram mun stefna
eins og nú horfir. ‘Getur engum
dulist hvað er framundan. Og það
er landsstjórnin sjálf sem viðinn
ber á bálköstinn.
Eg mun nú víkja að kjama
málsins, fyrra meginatriði þess og
langsamlega aðalatriðinu sem því
veldur að eg mun einhuga leggj-
ast á móti því.
En eg tek það þegar fram, að
þetta mál er svo yfirgripsmikið
og getur orðið svo afleiðingaríkt,
að í þetta sinn get eg ekki vik-
ið nema að fáu. —
Vil eg þá fyrst að því víkja
hversu stórkostlegur eðlismunur
er á almennri herskyldu, eins og
hún er í flestum nágrannalönd-
um okkar, og á þessari varalög-
reglu eða ríkislögreglu sem stofna
á á landi hér með þessu frum-
varpi.
þar sem almenn herskylda er
verður herinn, og hlýtur að verða
spegilmynd sjálfrar þjóðarinnar.
Sú pólitiska stjórn sem með völd-
in fer í hvert skifti hefir enga
íhlutun um það hverjir þangað
veljast. Allir heilbrigðir menn, á
vissum aldri eru í herinn kvaddir,
úr öllum stéttum og flokkum. 1
vel upplýstum löndum verður slík
ur her til hins mesta öryggis.
Hann getur aldrei orðið hand-
bendi eða verkfæri ákveðinnar
stjórnar eða stjórnmálaflokks til
misbeitingar gegn borgurunum
eða stjórnarskipun landsins.
Alt öðru máli er að gegna um
varalögreglu, eins og þá sem gert
er ráð fyrir með frumv. þessu.
Hér er pólitiskri stjórn gefið al-
veg ótakmarkað vatd til að velja,
svo háa eða lága tölu manna sem
henni gott þykir í þetta lið og
vopna það með þeim tækjum sem
henni gott þykir. það liggur í
augum uppi, að ekkert er því til
fyrirstöðu, að slíku pólitisku vopn
uðu úrvaldsliði getur hin pólitiska
stjórn beitt eftir því sem henni
gott þykir og öldungis eins og
henni býður við að horfa. Allar
dyr eru opnar fyrir landsstjórn-
ina að misbeita þessu liði gegn
borgurum og stjórnarskipun
landsins.
þetta atriði hefir komið fram
í umræðum þeim sem þegar eru
orðnar um málið. þetta er sann-
leikurinn í mótmælum sjómanna
og verkamanna, er þeir mótmæla
þessu liði, sem til er stofnað af
stjórn sem þeim er andstæð í
pólitiskum efnum, að þetta get-
ur orðið, að ekkert er því til fyr-
irstöðu, og að að sumu leyti ligg-
ur beint við að ætla að þessu liði
eigi að stefna gegn þeim.
Eg geri nú ráð fyrir að Ihalds-
menn gefi þessum orðum lítinn
gaum er þau koma frá íslenskum
andstæðingum þeirra í stjórnmál-
um — eins og þeir munu vera
flestir sjómennirnir og verka-
mennirnir sem varalögreglunni
hafa mótmælt.
En eg vil benda á að fleiri mæla
hið sama um þetta höfuðatriði
þessa máls og það sá aðili sem
eg hygg að íslenskir íhaldsmenn
muni taka fult tillit til, því að
sumir þeirra a. m. k. eru vanir að
taka allmikið tillit til þess aðila.
En það dæmi er frá sambands-
þjóð okkar, Dönum.
þar fara nú með stjórn jafn-
aðarmenn, studdir af verkamönn-
um. Meðal margra annara nýmæla
ber sú stjórn fram frumvarp um
það að afnema almenna herskyldu
í Danmörku og ieggja niour her-
inn. í stað hersins á að koma
ríkislögregla, alveg samskonar og
á að stofna hér á landi með frum-
varpi þessu, en þar er talan ákveð
in, að í henni eigi að vera 7000
menn.
Mikið hefir verið rætt um stofn-
un þesarar varalögreglu dönsku,
og vitanlega af öllum flokkum'.
Mun eg aðeins eitt af því nefna
og með^ leyfi hæstv. forseta ætla
eg að lesa hér upp þýðingu a
grein sem um þetta mál birtist í
merkasta blaði Ihaldsmanna.nna
dönsku, Berlingske Tidende, 18.
ágúst síðastl. Greinin er rituð af
háttstandandi manni í danska
hernum (oberstlöjtnant 0. Bölck).
Farast honum svo orð, þeim mik-
ilsvirta danska íhaldsmanni:
„þá er Danmörk leggur niður
vopnin eiga 7000 lögregluhermenn
sem til þess eru kvaddir, að koma
í stað hersins. þeir eiga að taka
að sér þann hluta af verkefnum
hersins, sem við kemur friði inn
á við. það á kveða þá til aðstoð-
ar er svo stóð á áður að herinn
var kvaddur til aðstoðar, til hjálp-
ar er óeyrðir voru innanlands.
Nánar er ókunnugt um nám
þeirra, skipulag o. fl., en það mun
rnega telja víst, að þeir eigi að
fá nokkra æfingu um vopnaburð,
að nokkur hluti þeirra eigi að
vera ávalt að starfi, en nokkur
heimsendur, en reiðubúinn að
bregða skjótt við til athafna. Séu
þeir bornir saman við herinn sem
við höfum nú er munurinn ann-
arsvegar sá að nám þeirra er
lítilfjörlegra og óbrotnara og hins
vegar — og einkum — sá, hvern-
ig þeir eru kvaddir í herinn.
þá er hér hvílir á grundvelli
almennrar herskyldu er hann
hluti þjóðarinnai’. Hinar ýmsu
stéttir og stjórnmálaflokkar eiga
hlutfallslega rétta tölu fulltrúa.
Hin jafna skifting innan hersins
er því óháð hvaða stjórnmála-
flokkur er við völdin í hvert sinn.
Slíkur her er því trygging fyrir
því, að skipulag þjóðfélagsins hald
ist, hann veitir öryggi gegn bylt-
ingahneigð, en það mun reynast
erfitt að hafa hann að verkfæri
um að fremja stjórnarbyltingu.
Gerum nú ráð fyrir að Dan-
mörk leggi niður vopnin, en jafn-
framt verði að því ráði horfið að
koma upp bessum 700n lúgreglu-
hermönnum. Liggur nærri að ætla
að nálega eingöngu yrðú þeir
fengnir út hóp hinna miður vel
stæðu í þjóðfélaginu, einkum úr
hópi hinna atvinnulausu. Naumast
ír.un tjá að gera miklar kröfur
til þekkingar fram yfir þá er fæst
í almennum barnaskólum. Eins og
ástæður eru nú, er vart hægt að
efa að þessi her myndi að lang-
samlega mestu leyti fá „social-
demokratiskan“ lit, verða „rauð-
ur“ lífvörður. Stofnun hans
myndi verða upphaf einveldis
„socialdemokrata“ eftir rússneskri
fyrirmynd. þessir rauðu „Frætor-
ianar“, i höndum rauðrar stjórn-
ar, er starfa í þjóðfélagi sem hefir
lagt niður vopnin, munu geta troð
ið undir fóturn sérhverja tilraun
til andstöðu og koma á þvíástandi
í landi sem óþekt er og kvíðvæn-
legt. Og væri einhver þröskuldur
á lTamsóknarvegi flokksins (t. d.
landsþing, konungur eða því um
líkt) munu Prætorianarnir vera
hið hentugasta verkfæri, um að
r.vðja úr vegi. því að þessi „her“
er ágætlega fallinn til stjórnar-
byltingar.
Beri nú svo við, samkvæmt eðli
stjórnskipualgsins, að stjórn „soci
aldemokrata“ færi frá völdum, og
við tæki íhaldssamari stjóxn,
hvernig myndi þá fara um Præ-
torianana. Væru nú socialdemo-
kratar í andstöðu, og stofnuðu til
nýs fundar á Grænatorgi, með æs-
ingaræðum og götuóeyrðum á eft-
ir, sem lögreglan réði ekki við —
gæti það þá ekki dottið honum í
hug, lífverðinum rauða, að fara
sínar eigin leiðir með hinum æsta
skrýl, og stofna tíl aðgerða sem
okkur hinum væru óþægilegar?
En sleppum nú alveg hinum
pólitíska lit á þeim, sem og er á
núverandi stjórn — ávalt mun
vera ástæða til að vænta hættu og
óróa frá „Prætoriönunum“. Áður
langt liði myndi þeim verða ljóst
hversu mikið vald þeim er í hend-
ur selt. Sérhver ný stjórn mun um
það spyrja hver sé afstaða „Præ-
toriananna“ — og leita eftir hylli
þeirra, ef á þarf að halda. þeir
munu mynda fastan félagsskap og
þar sem þeir einir hafa í hendi sér
að beita valdi, munu þeir geta
borið fram kröfur sínar og sett
skilyrði með slíkum myndugleika,
að erfitt verður að komast fram
hjá. Verði kröfum þeirra hafnað,
er ástæða til að óttast að þeir
stofni til hermenskueinveldis og
lifi og láti eins og þeim býður við
að horfa, á landsins kostnað, á
meðan á einhverju er að lifa. því
að: hver getur komið í veg fyrir
það? — „Prætorianarnir“ í Róm
afsettu (myrtu) keisara, og
nefndu til nýja keisara. Og þar
voru. þó „legiónirnar" sem beita
mátti gegn þeim. Við höfum ekk-
ert.“ —
þessi ummæli hins danska
íhaldsmanns þykja mér öll merki-
leg Að meiningunni til heimfær-
ast þau algerlega hér hjá okkur.
Aðstaðan er að vísu ólík að því
leyti að í Danmörku situr jafn-
aðarmannastjórn og hér situr
íhaldsstjórn, en báðar vilja þær
koma upp samskonar varalögreglu
Og svo ber svo einkennilega við
að íhaldsmennirnir dönsku og
verkamennirnir hér eru sammála
um að snúast á móti — en bænda-
11. blað
flokkarnir í báðum löndunum
munu samhuga um andstöðuna.
Meginatriðið sem öllum þessum
andstæðu aðilum kemur saman
um er þetta:
það er stórhættulegt fyrir
stjórnskipulag landsins að gefa
pólitískri stjórn vald til (takmark
að í Danmörku, en ótakmarkað á
íslandi) að velja lið og vopna það.
Ekkert er því til fyrirstöðu að
þessu liði verði beitt gegn borgur-
unum og stjórnarskipun landsins.
1 Danmörku segja íhaldsmenn-
irnir: Jafnaðarmannastjórnin vel-
ur í það atvinnulausa jafnaðar-
menn.
Hér er ekkert því til fyrirstöðu
að í liðið verði valdir atvinnulaus-
ir eða litlir Ihaldsmenn — því að
nóg er til af þeim, og að póli-
tískir kosningasmalar verði gerð-
ir að launuðum yfirmönnum.
Tryggingin er engin, á hvorug-
um staðnum, að ekki verði þannig
að farið.
Hvað getur af hlotist?
það er með öllu ófyrirsjáanlegt.
En íhaldsmaðurinn danski lýsir
því alveg réttilega hvað getur af
hlotist. Alveg óþolandi ástand get-
ur af hlotist. Lýðfrelsi, sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóðarinnar er
stofnað í hættu. það getur blasað
við annað tveggja: ítalskur Fasc-
ismi eða rússneskur Bolshevismi!
( Björn Líndal: Er hann ekki góð-
ur?). það má vel vera að háttv.
þmgmanni Akureyrar þyki það en
mér þykir hvortveggi kosturinn
jafnafleitur.
þetta á alment við um öll lönd
og þetta á einnig við lijá okkur.
Og þegar annar hinna harðand-
stæðu pólitísku flokka í bæjun-
um — hvor sem er — vill skapa
sér sérstaka aðstöðu gagnvart
hinum, með því að koma sér upp
slíku liði, þá er það alveg fyrir-
siáanlegt hversu miklar æsingarn
ar verða. þá er beinlínis kallað á
mótstöðuna frá hinum flokknum.
Hvað blasir þá við í þjóðfélag-
inu? því verður ekki lýst og það
verður ekki séð fyrir. En æsing-
arnar sem þegar eru hafnar hér
benda í áttina hvað getur orðið.
það er jafnófyrirsjáanlegt hvað
úr þessu getur orðið eins og hvað
kann úr að verða ef snjór losnar
efst í hárri, snarbrattri, snjó-
þungri fjallshlíð. það getur orðið
úr því ægilegt snjóflóð sem eyðir
bygðina. — 1 þessu tilfelli er það
ekki lítið sem um er losað. —
það er sérstaklega alvarlegt
spor á allar lundir, þetta sem nú á
að stíga hér. Við höfum verið
vopnlaus þjóð íslendingar öldum
saman. Nú á að leggja það á lands
stjórnarinnar vald, hversu hún
vopnar útvalinn flokk. Ef nú verð-
ur vopnast á móti? IJvernig mun
það reynast? Við kunnum ekki
með vopn að fara, Islendingar.
Hún er nógu heit barátta flokk-
anna í kaupstöðunum þó að
landsstjórnin fái þeim ekki vopn
í hendur.
Eg vil að síðustu í þessu sam-
tandi, beina nokkrum mjög alvar-
legum orðum til stuðningsmanna
hæstv. stjórnar. — Eg sé að þeir
brosa sumir, en eg verð að segja
að mér er síst hlátur í hug. Eg
vil beina þessari áskorun til ykk-
ar: Hlustið á hin rökstuddu and-
mæli skoðanabróður ykkar í Dan-
mörku! því að eg vil með engu
móti trúa því að þetta varalög-
Framh. á 4. síðu.