Tíminn - 07.03.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1925, Blaðsíða 4
T 1 M I N N 42______________________________ Framh. frá 1. síðu. reglumál sé orðið flokksmál hjá ykkur. Eg er að vísu ekki skoðana- bróðir ykkar og get aldrei orðið íhaldsmaður. En eg viðurkenni -að hjá íhaldinu er oft og á að vera gætni og varfærni. Ihaldsflokkur- inn á að slá skjaldborg um það stjórnskipulag sem ríkir í landinu. En vilji hann gera það, þá má hann allra síst gefa þeim öflum byr undir báða vængi sem kunna að vera til í þjóðfélaginu, sem að því vilja vinna að koma öllu í II. Sú hlið þessa máls sem eg nú hefi rætt um er aðalhlið málsins. En eg verð og að víkja að annari, því að þó hún sé ekki eins ískyggi leg þá er hún engu að síður svo alvarleg, að fram hjá henni má með engu móti ganga. pað er kostnaðarhliðin. Vék hæstv for- sætisráðhera nokkuð að þeiri’i h’ið en mjög lauslega og þegar litið er á framv., sem vitanlega fyrst og fremst ber á að líta, þá verour ekki bygt á ummælum hans. — Landsstjórnin hefir haft það við orð að hún vildi spara fé rík- isins. það var samhuga vilji flokk anna á síðasta þingi að láta fjár- lögin í hvert sinn sýna sem rétt- asta mynd af afkomunni. Og enn hefir landsstjórnin haft við orð að greiða ætti lausaskuldir ríkis- ins á fáum árum. Hinsvegar ber þessi sama lands- stjórn fram þetta frumvarp. Og frá þessu frumvarpi er þannig gengið að eg hika ekki við að full- yrða að aldrei fyr hefir nokkur stjórn á íslandi beðið Alþingi um eins rúmt og alveg ótakmarkað vald til að nota fé ríkisins án þess að Alþingi geti, a. m. k. í fyrstu, haft um það nokkurt íhlutimar- vald. Svo ótakmarkað vald biður stjómin Alþingi um, bæði til þess að mega nota fé, og til þess að mega leggja kvaðir á einstaka borgaia, að hvem mann, sem um hugsar með athygli, hlýtui' að reka í rogastans. í fyrsta lagi biður stjórnin um vald til þess að mega kalla í þjón- ustu sína, hvern mann, í öllum kaupstöðum landsins, sem hún vill til þess velja, á aldrinum frá 20—50 ára. Engin takmörk setur frumvarpið fyrir því hversu oft, eða hversu lengi hún má halda þeim í þessari þjónustu. Alt er þetta unair geðþótta stjórnar- innar komið. í öðru lagi biður hún um vlad til að mega stofna 7 ný launuð embætti, forstöðumanna, eða yfir- varalögreglumanna, og engin tak- mörk eru fyrir hinum öðrum nýju launuðu embættum, sem hún má síofna, undirforingjanna. Engin ákvæði eru um hversu hálaunað- ir þessir menn eiga að vera. Alt er það komið undir geðþótta stjórnarinnar. 1 þriðja lagi biður hún um ótakmarkaða heimild um allan út- búnað þessa hers, eða liðs: vopn, „tæki“ allskonar, einkennisbún- inga, æfingar og æfingaskóla. Kostnaður við þetta alt er alger- lega kominn undir geðþótta stjórn arinnar. Um alla fjármálahliðina gildir það eitt sem segir í 5. gr. frum- varpsins: Allan kostnaðinn greið- ir ríkissjóður. — Sömu dagana sem við ræðum þetta frumvarp stjórnarinnar sitjum við sumir á fundum í fjár- veitinganefndinni. Ótal erindi og fjárbeiðnir berast til okkar. Atvinnuvegirnir kalla á margháttaðan stuðning. Nú þurfa bændurnir mikinn stuðning um að koma nýju skipulagi á út- flutning aðalframleiðsluvörunn- ar. Sjómennirnir þurfa aukna gæslu hinna dýrmætu fiskimiða. Vegi og brýr er beðið um, lífæð- ar fyrir héröðin. Vita er beðið um til þess að tryggja líf sjó- mannanna á hafinu. Óteljandi fjár beiðnir berast til okkar úr öllum áttum. Með blóðugu hjarta verð- bál og brand og umturna skipu- lagi þjóðfélagsins. Eg vil mjög alvarlega mælast til þess af ykkur að þið hjálpið til að fella þetta frumvarp nú þegar, til þess að stemma þegar á að ósi. pví fyr sem þetta mál er kveðið niður, því betra. því minna tjón hlýst af því að stofnað var til þessa óviturlega ráðs. pví minni æsingar og beiskja mun af þessu hljótast. En tjónið er þegar orðið nokkuð og það þarf tíma til að yfir sléttist. um við að neita um margt — altof margt — vegna hins þrönga hags ríkissjóðs. — Sömu dagana biður landsstjóm- in .um .svona . altakmarkalausa heimild til þess að nota fé ríkis- sjóðsins — hún vill koma á nýju skipulagi sem enginn veit hvort kostar tugi eða hundruð þúsunda króna. Hversu ógurlega stingur þetta í stúf? Eg tel það tvímælalausa skyldu okkar þingmannanna, gagnvart þeim kjósendum landsins sem hafa trúað okkur fyrir umboði sínu, að reyna að gera okkur grein fyrir hver kostnaður muni af þessu verða. Og við megum ekki með neinum móti miða við ummæli hæstv. forsætisráðherra um það, því að enginn veit hver verður forsætisráðherra, eða í stjórn þá er þetta á að fram- kvæma. Við höfum ekki leyfi til að miða við annað en frumvarp- ið, eins og það liggur fyrir. — Eg hefi reynt að gera mér grein fyrir þessu, en eg játa af- dráttarlaust að það er ekki hægt að fá neinn fastan grundvöll að standa á. það sem fyrst verður þá að reyna að gera sér grein fyrir er það, hversu margir liðsmenn muni verða í þessari varalög- reglu. það er erfitt. Hæstv. for- sætisráðherra gerði ráð fyrir 100 mönnum í Reykjavík einni, en eg verð að segja að eg get alls ekki bundið mig við orð hans, eins og áður er sagt, eg verð að miða við L’umvarpið og það ástand sem þetta skipulag leiðir af sér. Nú er það vitanlegt að stofnun vara- lögreglunnar leiðir af sér æsing- ar. Hún kallar á mótstöðuna. Sjó- menn og verkamenn telja henni stefnt gegn sér. Eigi varalögregl- an að reynast örugg, verður því að gera ráð fyrir miklu meiri styrkleik hennar en nú þyrfti að gera.*) Eg þykist fara lágt út fra þessum forsendum er eg áætla tölu liðsmanna alls 1000 — 500 í Reykjavík og 500 í öllum hinum kaupstöðunum 6 til sam- ans. Eg gæti alveg eins gert ráð fyrir hærri tölu eins og lægri — því miður. pví að ef á annað borð er farin þessi leið, þá má þetta lið með engu móti verða yfirbug- að. þá er um útbúnað mannanna, og hann einan, því að ekki dettur mér í hug að fara út fyrir ramma frumv. og gera ráð fyrir launum handa þessum mönnum. En út búnaðurinn kostar mikið fé, eins og hæstv. forsætisráðherra sagði. Næst liggur að bera saman við útbúnað lögregluþjónanna í Reyk- javík. Eg hefi aflað mér, að eg hygg, ábyggilegra upplýsinga um hvað hann kostar: *) í síðari ræðum Jóns Magnús- sonar kom það alveg skýlaust fram, að tilefnið til að heimta varalögregl- una væri einmitt ókyrð sem orðið liefði af verkamanna hálfu út af ltaupgjaldsdeilum. Liggur þá í aug- um uppi liversu óróinn mun vaxa, er sliku á að mæta fyrst og fremst með ofbeldi. Og ef á annað borð er farið af stað með slikt skipulag sem þetta, verður ekki nema eitt ráð er ókyrðin vex: að auka enn meir og efla varalögregluna, fjölga i henni Lögreglumenn fá þennan fatn- að: Frakka fyrir c........ 285 kr. Kápu c..................125 — Einkennisbúning c. ... 255 — Húfu c.................. 35 — Samtals c. 700 kr. Ef slept væri annari yfirhöfn- inni, kápunni, kostaði fatnaður c. kr. 575, og virðist mega gera ráð íyrir að slíkan fatnað legði ríkið varalögreglunni til. þá eru „tækin“. Eg geri ekki láð fyrir nema tveim. Kylfu sem mun kosta um 15 kr. og byssu,*) sem vart getur kostað minna en 300 kr. þetta eru samtals 890 kr. þetta er á mann. Og eftir er að jafna launum yfirmanna á mann, æfingakostnaði, skotfærum til æfinga q. fl. o. fl. Mér þykir það engin fjarstæða að áætla það 110 kr. á mann. þá er kostnað- urinn orðinn 1000 kr. á mann. Og ef liðsmenn eru 1000 þá verður allur kostnaður fyrsta árið ein miljón króna. Eg nefni aðeins þessa tölu. Mér dettur ekki í hug að halda fram ákveðinni upphæð. Ilún getur ver- ið bæði ofhá og oflág. En eg legg áherslu á að þetta er alt á svo ruggandi grunni að með öllu er ómögulegt að fá fast undir fætur. En eg spyr. Er það leyfilegt af landsstjórn- inni að bera fram slíkt frumvarp — jafnvel fjárhagshliðarinnar einnar vegna? Og vera að tala um að spara í sömu andránni og borga lausaskuldir! — Eg segi þetta alveg óverjandi. Eg kalla það ofdirfsku af lands- stjórninni að fara fram á það að Alþingi afhendi henni svo gersam lega valdið til að fara með fé landsins. Eg beini aftur orðum mínum mjög alvarlega til stuðnings- manna stjórnarinnar, því að eg veit að a. m. k. sumir þeirra vilja sýna fulla gætni í fjármálum: Virðist ykkur ekki blasa við hér ískyggilegt útsýni um fjárhags- afkomu ríkissjóðsins ? Eg segi fyrir mig, að verði úr framkvæmd þessara laga, þá virð- ist mér blasa við kollvörpun allra vona um íjárhagslega viðreisn þjóðarinnar. Fjárhagshlið þessa máls er ein nægileg til að dæma það til dauða. Og þó er hin hliðin, sem áður get- ur, enn ægilegri. IH. Eg fer nú senn að ljúka máli mínu. En þó vil eg enn víkja að fáum atriðum. það er á allra vitorði hvert er tilefni þessa frumvarps. Með stækkun kaupstaðanna og hinum gríðarmikla vexti sjávarút- vegsins hefir aðstaða manna hvers til annars, í bæjunum, breyst stórkostlega frá því sem áður var hér á landi. Hér dregur til sömu stéttaskiftingar sem orð- in er erlendis. Vinnuveitendur og vinnuþiggjendur standa >. í tveim harðandstæðum flokkum, sem hafa við næsta ólík kjör að búa og eiga gagnstæðra hags- muna að gæta. Aðrar þjóðir eru farnar að læra að finna ráð til að sjá við þeim vandræðum sem af þessu geta hlotist, en við Islendingar kunnum ekki að taka á þessum málum enn. Eg játa hiklaust að í beinu og óbeinu sambandi við þetta ástand hafa komið fyrir þeir viðburðir á landi hér sem ekki áttu að koma fyrir, og með engu móti mega koma fyrir, og það er skylda okk- ar, þjóðfélagsins vegna, að finna ráð til að koma í veg fyrir þá. Mér þykir sjálfsagt að víkja að því máli sem sérstaklega vakti umtal af þessu tagi, málinu rúss- neska drengsins, sem stendur í sambandi við þetta af því að þá- verandi aðalforingi verkamanna beitti þar aðstöðu sinni. Eg hefi fordæmt það tiltæki áð- ur og fordæmi enn og ilt var til þess að vita að fleiri flæktust í það mál. En eg vil minna á það sem var á vitorði alh’a í þessum bæ að það var ekki skipulagi á lögreglu bæj- arins sem þá brást, heldur voi’u það mennirnir sem þá brugðust. Slíkt smámál sem þetta í raun- inni var, átti fulltrúi lögreglu- stjóra vitanlega að annast. Ef sá rnaður hefði haft meðal karl- manns hjarta, þá hefði ekkert úr *) Jón Magnússon lést verða mjög hneikslaður yfir því að eg talaði um að varalögreglan hefði byssu. En undir stjórn hans sjálfs, þegar borg arar Reykjavíkur voru kvaddir lög- reglunni til aðstoðar, í Ólafs Frið- rikssonar málinu, voru þeim mönn- um fengnar hlaðnar byssur i hendur. Jón Magnússon sjálfur ber ábyrgð á þvi. Og það var fyllilega gert ráð fyr- ir að þæi' byssur yrðu notaðar, því að í Góðtemplarahúsinu var útbúinn spítali þá, til þess að veita viðtöku þeim sem kynnu að særast. Er ekki sjálfsagt út frá þessu að gera ráð fyrir þcim möguleika að hinn sami orðið og alt gengið eins og í sögu. það var samhuga álit alls Reyk j avíkurbæj ar. Lögreglan hefir nú vald til þess að fá aðstoð borgaranna, þá er serstakar ástæður bera að hönd- um. Um þau atvik sem komið hafa" íyrir hingað til, og farið hafa miður úr hendi en skyldi, er það að segja, að ef lögreglustjórn hefði verið góð, hefði altaf verið nægilegt að hafa þá baktrygging. Að koma upp sérstöku liði, sem pólitisk landsstjórn hefði vald til að velja ótakmarkað, eftir sínu höfði, til þess að hindra að slíkt komi fyrir aftur, það er áreiðan- lega ekki rétta ráðið. Af því hlýst ekkert annað en það að kveikja nýtt hatur og hrinda af stað öflugri mótsstöðu. Ráðið er hitt: Að efla og styrkja hina opin- bei’u lögreglu landsins. Að setja yfir hana góða og öragga lög- reglustjóra. Og ekki síst hitt: Að setja vitui’leg lög sem að því miða að semja sættir í deilumál- unum milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. þá hefði landsstjórnin unnið þarfai’a verk, ef hún hefði hnigið að þessu ráði. Við eigum að læra af reynslu annai’a mentaþjóða í þessu efni og feta í þeirra fótspor. Við eigum að reyna að finna skipulag um dómstól sem skeri úr deilumálum verkamanna og vinnu veitenda. Við eigum að eignast opinberan sáttasemjaia í slíkum málum, eins og aði’ar þjóðir eiga.*) Við eigum yfirleitt að eignast alhliða löggjöf um þessi mál. — Til slíks vei’ks hefði lands stjórnin fengið einhuga stuðning mikils hluta Alþingis. — Eg hefi það fyrir satt, enda er það allra mál, að sjómennirnir ís- lensku séu bestu sjómenn í heimi. Eg efa ekki, að þegar á alt er litið, muni verkamennii’nir ís- lensku vera einna best mentað- ir verkamannanna í heiminum. Eg tek ekki þátt í þeim leik að vopna lið sem þeir — með réttu að nokkru leyti a. m. k. — gætu talið að stefnt væri á sig. Eg á ekki samleið með öllum þorra þeii-ra um stjórnmálaskoð- anir. En með engu móti vil eg varpa til þeirra þessum hanska. Eg vil síst af öllu greiða veg þeirra manna og gefa þeim mönn- *) Áður en umræðunni var lokið bar eg fram, ásamt öðrum þm. (Á. A.) frumv. um sáttasemjara í eslík- um deilumálum, sniðið eftir löggjöf o Hundrað beztu 'O 3 Ijóö N eu á íslenzka tungu JO IO (0 a <o c E Safnað befir Jakob Jóh. Smári Hvers vegna þurfn allir atS elgra þessa bök? Vegna þess, að 1 henni eru 100 bestu ljóð á íslensku og þau veróa allir ís- lendingar atS þekkja. Vegna þess, atS hún gefur mönnum kost ú atS kynna sðr og bera saman um 30 Is- lensk skáld at> fornu og nýju. Vegna þess atS hún er ódýr (kostar atS- eins kr. 6.50 1 skrautbandi) og sjálfvalin tækifærisgjöf handa ungum og gömlum. GefitS vlnum ytSar Hundrab bestu ljðtJ I sumargrjöf, afmællsgjöf, fermingargjöf i Bókin fæst hjá bóksölum, en þeir sem óhægt eiga met5 atS ná til bóksala, geta sent undirritutSum andvirÖitS og vertSur bókin þá send kaupanda a8 kostnaöar- lausu. Einnig- send gegn póstkröfu. Ólafur Bergmann Erlingsson, prentari, Reykjavík. H.f. Jón Sigmundsson & Co. SYuntuspennu r Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhi’ingum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. um vopn í hendur sem kunna að vera til á þessu landi, sem vilja leiða verkamannastétt Islands inn á hinar hættulegustu brautir. En eg hygg að þetta frumvarp stefni skemstu leið í þá átt. — Eg vil ekki efa, að tilgangur hæstv. stjórnar, með því að flytja þetta frumv. sé sá að vilja gera tilraun til að tryggja friðinn í landinu. En eg er sannfærður um að þessi leið stefnir til ófriðar en ekki friðar, meiri ófriðar en verið hefir á landi hér síðan á Sturl- ungaöld. Mér er tamt að vitna til fornra rita. Sigurður Nordal prófessor hef- ir ritað merkilega um kvæði sem hann hyggur að hafi verið ort á íslandi fyrir nálega 1000 áram. það er merkasta kvæði sem ort var í germönskum heimi í forn- öld, sem við þekkjum og eitt hið merkasta kvæði sem ort hefir ver ið. Á tímamótum heiðni og kristni er það ort, þá er enginn vissi hvor yrði yfirsterkari fom síður eða nýr og hálfur heimur- ínn stóð á öndinni af hræðslu við heimsslit. Kringumstæðurnar áttu sinn þátt í að skapa hið stórfelda kvæði í huga skáldsins. Hann sá sýnir: toi’tíming veraldar og aðra nýja rísa upp. Eg vil heimfæra eina vísuna til þessa tækifæris, því að í sambandi við rekstur þessa máls er mikil alvara framundan. Sambúð Islend- inga á næstu tíð er mjög undir því komin hvernig úr verður ráð- ið þessu vandamáli. Eg ætla að ljúka máli mínu með ósk um að ekki rætist sýnin Völu-Steins, er hann fór um þessum orðum: Bræðr munu berjask ok at bönum verðask, munu systrungar sifjum spilla; hart er í heimi hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir klofnir, vindöld, vargöld, áðr veröld steypisk; — mun engi maðr öðrum þyrma. mönnum, auka æfingarnar og marg- falda allan útbúnaðinn. J. M. fengi nú varalögreglunni byssu í hönd. Dana, og annar þm. (B. J.) hefir borið fram frumv. um gjörðardóm. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsstm. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.