Tíminn - 02.05.1925, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.05.1925, Blaðsíða 3
TÍMINN 83 fyrir í sveitunum á næstu ára- tugum, er að byggja þar upp. það kostar samt geysimikið fé, og þó það væri fyrir hendi, mundu líða fleiri áratugir þar til byggingarn- ar yrðu alment svo að viðunandi gæti talist. þótt núverandi byggingar séu víðast þröngar og dimmar, þá mun þó kuldinn og rakinn vera stærsti ókosturinn við þær. Úr þvi má bæta með upphitun. Til henn- ar þarf eldsneyti, en öflun þess getur oft orðið dýrkeypt, þó að mótak sé fyrir hendi, fer mikið af dýrum tíma vor og sumar til að taka mó og hirða um hann. I rigningasumrum verður mórinn oft afar ljelegt eldsneyti, þrátt fyrir góða hirðingu. þar sem engin mótaka er, er naumast að ræða um annan eldi- við en tað eða kol, því hrís og skógur fæst óvíða svo teljandi sé. Kolin eru svo dýr, komin upp í sveitir, að notkun þeirra getur tæplega orðið almenn. Enda er óhagsýnt að sækja aflið til hit- unar íbúðarhúsum út yfir poll- inn. þegar möguleikar eru fyrir öflun þess í landinu sjálfu. Útkoman er því sú, að víðast í sveitum er taðið aðaleldiviðurinn enn þann dag í dag. Nú er eitt hið fyrsta boðorð bóndans, að auka ræktunina. En það getur illa samrýmst því að brenna mest- öllum áburðinum. Hér er það rafmagnið sem á að leysa hnútinn. Við eigum að keppa að því á komandi árum að beisla afl það sem fólgið er í fall- vötnum landsins til að lýsa og hita heimilin með. Um leið og þau þannig verða vistlegri, styðj- um við að líkamlegu og andlegu heilbrigði íbúanna. þó þessar ástæður séu nægar til að sýna hve þörfin fyrir raf- magn er mikil og knýjandi, þá liggja þó fleiri drög til þess að telja má rafmagnið einn hinn besta gest, sem að garði getur borið. Skal nú minst lítillega á fleiri atriði. þegar bændur eru búnir að fá rafmagn á annað borð mun ekki líða á löngu þar til þeir fara að nota það til ýmislegra smávika, t. d. að dæla vatni, vökva garða, snúa söxunarvélum, strokka og skilja mjólk o. fl o. fl. Jarðrækt. Hingað til hefir mik- ið vantað á að hestaflið væri not- ar Krossanessmálinu frá rannsókn á þessu þingi, en vafalaust er það eitt af þeim. þá mun það ekki síður með al- menningsgagn fyrir augum, sem flokkur ykkar ber fram á þessu þingi frumvörp um stórum aukna nefskatta. Og að sjálfsögðu reyn- ið þið að telja bændum og búaliði trú um að það sé af óheilindum einum að öll þessi mál hafa mætt hinni megnustu mótspyrnu Fram- sóknarflokksins í heild sinni. Og ekki getur hún orðið mis- skilin tilraunin sem ykkar menn eru um þessar mundir að gera í efri deild Alþingis, um að færa niður fjárframlagið til Búnaðarfé- lags Islands um 25 þúsund krón- ur, og vísast verður það með full- komnum árangri. þið hafið fengið bændurna til að gera ykkur þar sem annarsstaðar helst til lið- sterka. Hreinn Hreinsson! þér hafið valið yður fallegt dul- nefni. En fallegur flöskumiði megnar ekki að breyta innihald- inu. þér hafið, eins og fyr, treyst um of á nafnbreytinguna. Fyrir allmörgum mörinum er það ekkert vafamál hver þér eruð. það eru flejri en samverkamenn yðar sem ekki fara þar í neinar grafgötur. Annars ber hann yður ekki gott vitni, þessi sífeldi flótti undan yð- ar eigin nafni. Eg hefi heyrt yðar getið í þrem bygðarlögum undir þrem algengum íslenskum skírn- arnöfnum, og þrem ólíkum föður- að til jarðræktar svo sem vera mætti. Margir munu því telja að fyrst beri að auka notkun þess sem mest áður en horfið sje að því að nota til jarðræktar vinnu- vélar knúðar öðru afli Hér til er því að svara, að hestar eru hér fremur afkastalitlir til erfiðis- vinnu. Einnig er mjög dýrt að halda marga hesta. Sé því að ræða um ræktun í nokkuð stórum stíl mundi borga sig að nota til henn- ar aðfengið afl, einkum ef það kostar mjög lítið, eins og raf- magnið mundi gera á þeim árs- tímum, sem hægt er að starfa að jarðrækt. Rafmagn má nota til að brjóta með land til ræktunar og jafnvel til heyvinnu. Ileyverkun með rafmagni. Á undanförnum árum hafa í Sviss, Hollandi, þýskalandi og víðar verið gerðar merkilegar tilraunir við heyverkun með rafmagni. Tilraunir þessar hafa yfirleitt hepnast vel og nú er aðferð þessi talin ein hin allra besta til að verka gras og annað fóður (róf- ur) með litlu efnatapi, hvernig sem viðrar. Aðferðin, sem er af- areinföld, er í aðalatriðunum þessi: Fyrst er búin til gryfja á góð- um stað. Að gerð og lögun er hún lík venjulegri steinsteyptri súr- heysgryfju. þó verður að vanda meira til hennar og byggja yfir hana, svo vatn komist ekki í hana. Á botni gryfjunnar er málmplata. í hana liggur raftaug. þegar bú- ið er að fylla gryfjuna með grasi, er lögð önnur málmplata ofan á það. I þá plötu liggur önnur raf- taug. þegar nú rafmagni er hleypt á, þá streymir það á milli plat- anna í gegnum grasið. í fyrstu er rafstraumurinn, sem gegnum það gengur, veikur, en við það að grasið þjappast saman minkar viðnám þess, en rafstraumurinn eykst. Rafmagnið sem streymir í gegn um grasið breytist að mestu í hita, en jafnframt hefir það í för með sér einskonar lömun eða dauða plantanna, við það minkar stæling þeirra svo þær leggjast fastar saman, en loftið pressast í burtu. Fyrst er bakteríulífið í grasinu mikið og fjölbreytt en með vax- andi hita minkar það og þegar grasið er orðið um 50 stiga heitt (Cels.) má svo heita að það sé nöfnum. þér virðist að minsta kosti tvívegis hafa gert tilraun til að bæta „útgáfuna“ á sjálfum yður í þjóðfélaginu. þetta kann að hafa tekist. Eg hefi ekki þekt yður persónulega nema undir yð- ar núverandi óþjóðlega nafni. Eg ætla fátt af þeirri viðkynningu að segja. Eg hefi ekki nema einu sinni haft aðstöðu til að forða yður frá refsingu lánardrottins, sem þér höfðuð ekki reynst eins og hann hafði búist við. Og þareð eg er hér á skyndiferð, veit eg að enginn misvirðir það þótt eg geri yður eigi svo hátt undir höfði, að fara að fletta upp heimildarritum þeim, sem þér vitnið til og at- huga hvemig þér slítið þar úr réttu samhengi, þareð þér eruð eini maðurinn sem til mín hafið komið um dagána í þeim erindum að biðja um falsvottorð. Eg ætla ekki að fara ver með yður en þetta að svo stöddu. þér fáið mín vegna að standa í myrkr- inu, og yfir alla nefni eg ekki nafnið yðar í þetta sinn. Mér þykir líklegt, að í’itstjórum Morg- unblaðsins og íhaldsflokknum þyki eggjarnar dygna á vopni því sem þér hafið reitt þeim til hjálpar. Herði þeir þær aftur ef þér og þeir hafið málstað til. P. t. Reykjavík 30. apríl 1925. Guðbrandur Magnússon. Nýlega hefir varðskipið Fylla tekið tvo botnvörpunga sem fengu 2 þús. kr. sekt hvor fyrir slæman umbúnað á hlerunum. KGL.HIRÐ - GUU-SWUÐUR KHRTGR1 PAUERSLUN BBgViUU. ' Gull, Silfur, Tin og Fleffvörur, mikið úpval og fallegf. Ef þér kaupið svokallaðan óþarfa, þá hafið hann fallegan og vandaðan, því „fagur hlutur veitir ævarandi gleðiu, þeim sem gefur og þeim sem nýtur. 5ilfunvöpup^ar. Skrumlaust þær fallegustu sem sjást, enda frá einum fræg- asta núlifandi silfursmið, Georg Jensen. Hver hlutur er listasmíði, sem allir hafa ánægju af að gefa og eiga. Verðið er áreiðanlega samkepnisfært við alt annað silfursmiði, þrátt fyrir ófrávíkjanlega vandvirkni og afburða smekkvísi á hverjum hlut. Listdýrkendur kaupa varlar aðra silfurvörur. _ GuIIúp og 5NfUPÚP. Armbandsúrin svissnesku, sem ganga rétt. öll úr aftrekt af snildar úrsmið og full ábyrgð á þeim teltin. Gfagnslaust er úr, sem ekki gerir skyldu síua. Kaupið aðeins góð úr með ábyrgð, þau kosta minst þegar til lengdar lætur. Tpúlofunaphpingip. Altaf nógu úr að velja, bæði ódýrir og dýrir eftir þyngd. Grafið í þá samstundis. Pantanir afgreiddar um hæl. Sendið helst hring eða snúru sem mál, að öðrum kosti pappírsi’æmu sem mál af baugfingri. / Islenskt Gullsmíði og Silfupsmíði. Alt sem þarf við upphlut og skautbúning. Belti og millur af fjöldamörgum frumsömdum gerðum. Aðeins vandað og fallegt verk er um að ræða. Sendið pantanir og þér munuð verða ánægð með kaupin. Fljót afgreiðsla. Vepðlauna og Kjöpgpipip. Smíðaðir eftir pöntunum. Verðið er sanngjarnt og varan góð. Póstkröfur sendar út um land alt. orðið alveg gerilsneytt. þá er það einnig' orðið pressað saman. þetta tekur venjulega 1 til 2 daga. Nú er rafmagnsstraumurinn siitinn, efri platan tekin burtu og nýrri visk af heyi bætt ofan á. þarnæst er platan sett -á að nýju, rafmagninu hleypt á og endurtek- ur ,sig nú það sama og áður. þann- ig gengur koll af kolli þar til gryfjan er orðin full af saman- þjöppuðu grasi. þá er hún vand- lega birgð og geymist nú grasið i henni óskemt til vetrar. Samanborið við súrhey hefir aðferð þessi meðal annars þessa kosti: Efnatap er margfalt minna, þar sem heyið er hitað hér upp með rafmagninu, en við súrheysgerð er aflið til upphitunarinnar tekið úr heyinu sjálfu. Maður hefir hit- unina, og þar með verkun heys- in,s alveg á sínu valdi, með því að auka eða minka rafmagnið. Heyið verður lystugra og holl- ara og laust við hina óþægilegu lykt sem er af súrheyinu. Maður er alveg óháður veðr- áttunni þegar grasið er slegið, því aðferð þessa má nota hvort sem mikið eða lítið vatn er í gras- inu. Mjer vitanlega hefir þessi að- ferð ekki verið reynd hjer á landi enn sem komið er. Full þörf væri samt að reyna hana sem fyrst, því ýmsar ástæður geta ver- ið til þess að rannsóknir gerðar suður í Sviss eða þýskalandi hafi ekki fult gildi fyrir okkur. Hér eins og annarstaðar verður að safna innlendri reynslu áður en aðferð þessi getur orðið almenn. En sé þarna ráð til þess að geta náð heyfengnum óhröktum hvernig sem viðrar, og geti bænd- ur tileinkað sér það, þá er með því stigið eitt hið stærsta spor til viðreisnar landbúnaðinum, því alkunnugt er að hinn illræmdi horfellir á síður rót sína í gras- bresti en hinu, að það hey sem inn næst, er orðið svo skemt af langvarandi óþurkum, að fóður- gildi þess er fallið niður fyrir all- ar hellur. Búnaðarfélag Islands virðist sjálfkjörið til að láta reyna þessa aðferð. Samlagsrafmagnsveitur. I þétt- bygðum sveitum með stórum not- hæfum straumvötnum, eiga sam- lagsrafmagnsveitur efalaust mikla framtið fyrir höndum. Kostnað- urinn við sjálfa virkjunina yrði í flestum tilfellum til muna minni (á hestafl) en við rafveitu ein- stakra bæja. Aftur yrði kostnaðurinn við leiðslukerfið á milli býlanna mik- ill, jafnvel í þéttbýlustu sveitun- um. Tilhögun samlagsrafmagnsveita yrði að líkindum heppilegust þann ig, að bændur á því svæði sem rafveitan á að ná yfir, myndi með sér félagsskap til framkvæmda. Jeg álít óheppilegra að sveitafé- lögin sjálf hafi framkvæmdina á hendi, því víða hagar svo til, að hlutar úr fleiri sveitafélögum mundu geta sameinast um eina aflstöð. Einnig eru víða til ein- stakir afskektir bæir sem mundi verða of kostnaðarsamt að leggja rafleiðslu til. En þó ilt sé að úti- loka einstaka bæi frá félagsskapn- um, þá er það þó betra, heldur en að stofna hag alls fyrirtækis- ins í tvísynu með kostnaði þeim sem væri samfara því að hafa þá með. Sumstaðar er aðstaðan þannig að smákauptún og sveitahlutar geta sameinast um aflstöð og er augsýnilegur hagur að því fyrir báða aðila. Verði stofnað til stórvirkjunai' og iðjuvers við einhvern foss hér á landi, þá er sjálfsagt að búa svo um hnútana að sveitir þær sem liggja þar í grendinni geti fengið rafmagn til heimilisþarfa rneð vægu verði. Rafmagnsveitur fyrir einstaka bæi. Á þessu strjálbygða landi hljóta þær að verða aðalleiðin til að fullnægja aflþörf landsmanna a. m. k. í náinni framtíð. þar sem langt er á milli bæja getur leiðslu- netið eitt kostað meira en smá- aflstöð, þar sem vel hagar til. Að sjálfsögðu göngum við út frá að nota innlent rekstrarafl fyrir slíkar stöðvar og kemur þá tæpast til greina annað afl en vatnsafl eða vindafl. Vatnsaflstöðvar. I leysingum á vordegi á Island óhemjumikið af vatnsafli. Alstaðar mæta auganu lækir og ár, smáar og stórar, sem falla hvítfyssandi stall af stalli með dunum og dynkjum, jaka- burði og grjótkasti. Hver sá, sem á slíkum degi — í fyrsta sinn — liti yfir landið, mundi eiga bágt með að trúa því, að til væru bæir við brattlendi, sem ekki hefðu ráð á nógu vatnsafli til heimilisþarfa, svo að segja við bæjarvegginn. í rauninni er þessu samt þannig farið. Margur lækurinn og smá- áin sem í leysingum flæðir út yf- ir alla bakka og gerir af sér ýms- an óskunda, verður bókstaflega að engu í þurkum á sumrin og frostum á veturna. Hér rekum við okkur á aðal örðugleikann á að framleiða rafmagn með vatns- afli. þörfin fyrir rafmagn er árið um kring en einna mest í frost- um á veturna. Fyrsta skilyrðið til þess að læk- ur sé nothæfur til rafmagnsfram- leiðslu er að hann flytji nægilegt vatn í frostaköflum. Geri hann það ekki, og sé ekki hægt að bæta úr því með að veita saman fleiri lækjum eða safna vatninu saman á þeim tímum sem hann flytur meira en þárf að nota, til að taka til hjálpar þegar hann er vatnslítill, þá verður að telja hann óhæfán aflgjafa. Sem betur fer, eru mjög víða til smá-ár og lækir sem flytja nægi- lega mikið vatn árið um kring. það eru þeir lækir og ár sem fyrst og fremst koma til greina fyrir rafafl-framleiðslu. Sé enginn slík- ur lækui' í námunda við einhvern bæ, þá er tæplega um aðrar leiðir að ræða fyrir bóndann þar en að fá rafmagn að (samlagsrafveitur) eða að reyna að nota annað nátt- úruafl, — vindinn. Vind-aflstöðvar. Til skamms tíma hefir sú skoðun verið ríkj- andi, að vindurinn væri einn hinn ótryggasti aflgjafi sem til væri. Á síðustu tímum hefir samt skoð- un manna á þessu atriði breyst allverulega, einkum vegna þess að hinar nýrri vindtúrbínutegundir nota vindaflið mikið betur en eldri tegundirnar gerðu. Auðvitað er vindaflið mjög mismunandi á ýmsum stöðum. Á útnesjum og í hálendum héruðum venjulega mikið, í dölum og á láglendinu minna. Stærsti ókosturinn við það er, hve mismunandi það er á ýmsum tímum. þó veldur þetta ekki þeim erfiðleikum að ekki sé hægt að ráða bót á þeim. Bestu vindtúr- bínur hreifast í tæplega merkjan- legum andvara, en framleiða fult afl í nokkurri golu. Nú eru fullkomin logn mjög sjaldgæf. I Reykjavík hafa t. d. samkvæmt veðurskýrslum frá ár- unum 1920—1923 á þeim tíma aldrei komið 2 lognsólarhringar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.