Tíminn - 02.05.1925, Blaðsíða 4
84
TÍMINN
Líftryggingafél. ANDVAKA h.f.
Ósló — Noregi
ísla.xxcLscLeildJ.zx
Allar tegundir líftrygginga. — Fljót og refja-
laus viðskifti! — Reynslan er ólýgnust:
ísafirði 28/8 '24. - Jeg' kvitta með bréfi þessu fyrir greiöslu
5000,'- króna liftryggingar N. N. sál. frá ísafirði. Greiðsla
tryg'gingarfjársins gekk fljótt og greiölega, og var að öllu leyti
fullnægjandi. . . . (Undirskrift. — Frumritið til sýnis).
Læknir félagsins í Reykjavík er Sœmundur próf. Bjamhjeðinsson.
Lögfræðis-ráðunautur Björn Þórðarson, hæstaréttarritari.
Forstjóri: Helgi Valtýsson,
Pósthólf 533 — Reykjavíh — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250
A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og
láti getið aldurs síns.
EæMur!
Við leyfum okkur að beina athygli yðar, að hinum afar hagkvæmu
kjörum sem við getum boðið yður á allskonar vatnsledfoslu.—
tækjum, svo sem: Galv. pípum, dæluin, vatiishrútum, krönum o.
s. frv. — Vörurnar sendast gegn póstkröfu hvert á land sem er. Not-
færið yður 18 ára reynslu okkar og þekkingu um fyrirkomulag og
uppsetningu á þessum tækjum.
Leitið upplýsinga til okkar um alt er þér þurfið vitneskju um i
þessu efni. og við munum svara fyrirspurnum yðar um liæl.
Virðingarfyllst
Helgi nagnússon & Co
Augnlæknináaferðalaé 1925.
Frá Reykjavík 8. júlí með „Esjuu til Stykkishólms. Dvel í
Stykkishólmi 8.—13. júlí. — Frá Stykkishólrni 13. júli með „Gulli'ossi11
til ísafjarðar. — Dvel á ísafirði 15.—22. júlí. — Frá ísafirði 22. júlí
með „Novau til Siglufjarðar. Dvei á Siglufirði 23.—25. júlí. — Frá
Siglufirði 25. júlí með „íslandi11 til Akureyrar. — Dvel á Akureyri
25. júlí til 5. ágúst. — B'rá Akureyri 5. ágúst með „Lagarfossiu til
Húsavíkur. — Dvel á Ilúsavík 6.—12. ágúst. — Frá Húsavík 12.
ágúst með „Esjuu til Eskifjarðar, — Dvel á Eskifirði 15.—25. ágúst.
— Erá Eskifirði 25. ágúst með „Esju“ norður um land til Reykja-
víkur. —
Dvalartíma þeim, sem auglýstur er á Eskifirði verður ef til vill
jafnað niður á fleiri viðkomustaði austanlands, ef hentugar ferðir falla.
í bakaleið vei’ður ef til vill einhver viðstaða á Sauðárkróki og
Blönduósi, og verður það þá nánara auglýst síðar.
Seinkanir eða aðrar breytingar á skipaferðum, geta auðvitað
haft breytingar á ferðaáætlun þessari í för með sér.
Helgi Skúlason
augnlæknir.
Kjöttunnur,
L. Jacobsen,
Köbenhavn símn. Cooperage. V a 1 b y
alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum
í Danmörku. Höfum í mðrg ár selt tunnur til Sambandsins og margra
kaupmanna.
Til kaiipfélaga!
H.f. Smjörlíliisgerðiii í Reykjavík er stofnuð í
þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sern geti fyllilega
jafnast á við samskonar iðn erlendis, liæði hvað gæði og verð snertir.
Eflið íslenskan iðnað.
Biðjið um ,Smára‘-smjörlíkið.
í einu. Uppi í landinu mun að vísu
vera tiltölulega kyrrara, en þó
munu tæpast líða fleiri dagar í
einu án þess að blási — úr ein-
hverri átt. —
Til skýringar á vindaflinu má
geta þess að gott vindhjól, sem
er um 10 metra í þvermál, í tæp-
lega merkjanlegum andvara (vind
hraðastig 1) um 4 hestöfl. í nokk-
urri golu (vindhraðastig 3) mundi
sama vindhjól 'framleiða 18 hest-
öfl. —
Til þess að hagnýta vindaflið,
er því fyrst breytt í rafmagn. það
af rafrnagninu sem ekki er notað
jafnóðum verður að geyma til
þess tíma sem enginn vindur er.
Til þess eru notaðir svonefndir
rafgeymar (Batterie). Ef túrbín-
an framleiðir meira en rafgeym-
irinn getur tekið við, má safna af-
ganginum saman í hitageyma, þ.
e. a. s. rafmagnið er notað til að
hita með því vatn sem svo má
nota til upphitunar eða annara
hluta þegar kyrrara er.
----o-----
Vinr.ubrögð íhaldsins nutu sín
fullkomlega við eitt mál í Nd.
nýskeð, afnám laga frá 1923 um
ílerpinótaveiði á Skagafirði. þau
lög heimiluðu sýslunefnd Skaga-
fjarðars. að gera samþykt um og
banna síldveiði með herpinót á
Skagafirði innan línu frá syðri
enda þórðarhöfða til norðurenda
Drangeyjar og þaðan í sömu
stefnu á Skaga. Á sýslufundi í
vetur hafði sýslun. Skagf. ákveð-
ið að notfæra sér samþ. og banna
herpinótaveiðina innan nefndrai
línu. Flutningsmenn frv. voru úr
öllum flokkum, en framsm. þeirra
og sjávarútvn., sem fjallaði um
málið, var Sigurj. Jónss.
þingm. Skagf., þór. J. og P.
O. beittust mest á móti málinu.
Var það nokkuð rætt við 1. umr.
og mikið við 2. umr. og sýndi
deildin þá glöggan vilja sinn í
málinu. Við 3. umr. var þó enn
hafin hörð barátta og langdregnar
ræður og ýmsu óviðkomandi
blandað inn í umræðurnar. þórar-
I inn á Hjaltabakka flutti till. um
| að vísa málinu til stjórnarinnar.
i þar með átti atvmrh. M. G., sem
]íka er þm. Skagf. að úrskurða og
gera till. í kapps- og hagsmuna-
máli kjósenda sinna, gagnvart
hagsmunum sjávarútvegsins og
þjóðarheildarinnar. Deildu þeir
mest þór. J. og framsm. en ýms-
ir aðrir gripu í strenginn og voru
alls fluttar 18 ræður af 9 þing-
mönnum við þessa umr., er stóð
á þriðju kl.st. Framsóknarm. tóku
ekki þátt í umræðum að öðru
leyti en því að Tr. þ. talaði röskar
5 mín. og svaraði ómaklegu ámæli
frá B. L. í garð bænda yfirleitt,
er hafði sakað þá um að þeir
berðust gegn hagsmunum sjávar-
útvegsins í þessu máli. Framsókn-
arfl.menn voru yfirleitt fylgjandi
afnámi þessara laga, en ásökun
B. L. átti sérstaklega við bænda-
j deild íhaldsflokk sins, sem beitt-
I ist fyrir því að Skagfirðingar
mættu loka firðinum fyrir inn-
Iendum síldveiðaskipum. það voru
því sérstaklega íhaldsþingmenn
sem í þetta sinn gáfu sjávarút-
veginum olnbogaskot. En að lok-
um var till. þórarins feld með 16:
11 atkv. og frv. síðan samþ. og
afgr. til Ed.
þessum vinnubrögðum íhalds-
ins í Nd. er eigi lýst hér í þeim
tilgangi að áfella hlutaðeigandi
þingmenn, heldur í fréttaskyni og
til þess að benda vandlæturum
íhaldsfl. á þingi og hinum sjálfs-
þóttafulla pílagrím sannleikans!!
í stj.bl. V.........á, hvar þeir
eiga að bera niður næst, þegar
þeir fara að áfella ^ftigið fyrir
vinnubrögðin, því að þá má búast
við að þeir gleymi þessu. Einnig
má geta þess til viðbótar, að
íhaldsmenn hafa nýlega borið
fram ný og óþörf frumvörp í
þinginu, sem engar líkur eru til
að komist fram, þó að þau tefji
eitthvað tímann. U.
Heilsuhæli Noi*ðlendinga. Fimtu
daginn 30. apríl s. 1. var fundur
Vatn sleiðslupípuv.
Við höfum náð mjög hagstæðum innkaupum. Þeir bændur, sem
ætla að koma vatnsveitu á hjá sjer í vor eða sumar, ættu að gera
okkur aðvart sem fyrst. Upplýsingar um hæfilegustu pípuvíddir látum
við ókeypis í tje ef okkur er skýrt frá pípulengd og halla eða hæða-
mismun.
Jc Þorláksson & Norðmann.
Reykjavík. Simnefni: JónÞorláks.
haldinn í kaupþingssalnum í húsi
Eimskipafél. ísl. hér í bænum,
samkv. fundarboði frá nokkrum
Norðlendingum í Rvík til þess að
ræða um þátt-töku í heilsuhælis-
máli Norðlendinga. Fundurinn
hafði verið boðaður öllum búsett-
um Norðlendingum hér í bænum,
en var þó fremur fámennur. Frk.
Halldóra Bjarnadóttir kennari
setti fundinn, en fundarstj. var
kosinn Magnús Kristjánsson for-
stjóri. Síra Jakob Kristinsson hóf
umræður. Eftir að allmikið hafði
verið rætt um málið, var samþ.
tillaga frá hæstaréttardómara
Páli Einarssyni, um að fundurinn
kysi 5 manna nefnd til þess að
styðja stjórn Heilsuhælisfélags
Norðurlands í viðleitni hennar
að koma upp heilsuhæli á Norður-
landi. I nefndina voru kosin frú
Aðalbjörg Sigurðardóttir, frk.
Ilalldóra Bjarnadóttir, Kolbeinn
Árnason kaupm., Sigurgeir Frið-
riksson bókavörður og Sigurður
Kristinsson forstjóri. — Allmarg-
ir fundarmanna skrifuðu sig þeg-
ar fyrir fjárloforðum í Heilsuhæl-
issjóð Norðurlands og safnaðist
þannig nokkurt fé á fundinum.
Var nefndinni síðan falið að leita
frekari fjárframlaga í sjóðinn
meðal Norðlinga hér í bænum,
sem ekki voru mættir á fundin-
um. Landlæknir Guðm. Bj. talaði
á fundinum og mælti rækilega
með málinu.------Samkvæmt ýt-
arlegri frétt frá Akureyri, leið-
réttist hér með sú missögn í
grein um Heilsuhælisfélag Norð-
urlands í 21. tölublaði Tímans eft-
ir skeyti frá Akureyri til Frétta-
stofunnar hér, að Akureyrarbær
hefði lagt 2000 kr. í heilsuhælis-
sjóðinn. þetta hafði ruglast í sím-
skeytinu. Akureyrarbær hefir lagt
10 þús. kr. í sjóðinn.
Skuld íslandsbanka við ríkis-
sjóðinn danska kom nýlega til um-
ræðu í fólksþinginu og skýra
dönsku blöðin frá á þessa leið:
Skuldin er 5 miljónir króna
danskra. Hefir fjármálaráðherr-
ann danski gert samning um
skuldina, sem þingið samþykti.
Vexti af skuldinni á bankinn að
greiða 6%, frá 1. jan. síðastliðn-
um, þó ekki hærri en þá yfir for-
vexti þjóðbankans danska á hverj
um tíma. Bankinn á þegar að af-
borga hálfa miljón króna af skuld-
inni og þvínæst 300000 kr. á ári
í næstu 15 ár, og verður lánið þá
að fullu goldið 1940. — Eru þessi
skuldaskifti fyrir allra hluta sak-
ir lítt ánægjuleg.
Landsfleygar fréttir eru það nú, að
nokkrii' íhaldsþingmenn hafi í vetur
fyrir þing reynt að forða Merði sín-
um frá þvi að verða að ösku í póst-
húsunum. þeir höfðu sent ógrynni af
vólrituðum bréfum á fjölmörg heim-
ili i kjördæmum sinum og óskað eft-
ii- að tekið vrði A móti blaðinu og
straiigarnir opnaðir, „það mætti aftur
tala seinna um borgunina"!! ef
ástæða þætti til, sögðu þeir. petta
skeði skömmu eftir að „píslarvottur
sarmsöglinnar" hóf krossferð sína í
islenskri hlaðamensku. þessvegna er
nú brosað að honum út um sveitir
fyrir blekkingasyndir hans sjálfs í
blaðamenskunni og hversu liann er
þekkingarsnauður og áhugalaus i
þjóðmálum. Bændur skilja nú mjög
vel að ritstjórinn er aðeins ofurlítill
helgur, sem er útblásinn af vindi
fyrir blaðamensku-umbótum, sem
liann hefir með engu móti getað fram
fylgt. sjálfur. Með samanburði á rit-
hætti el'dri og yngri blaðamanna, hef-
ir það sannast að sjálfur notar hann
ósæmilegastan rithátt og orðbragð.
Hann liefir Iíka skýrt vísvitandi
rangt frá staðreyndum, t. d. um rit-
mensku fyrirrennara síns við blaðið.
Önnur dæmi má nefna um blekkinga-
viðleitni bans, þar sem hann hefir
oft sagt í blaðinu, að Framsóknar-
menn eyddu tíma þingsins með ó-
þarfa mælgi framyfir aðra þingm.,
og að varalögreglufrv. stj. liefði verið
mjög vel undirbúið af henni, enda
þótt íhaldsf). sé nú búinn að láta
menn sína í allshn. Nd. umsteypa því
algerlega, og koma með alt aðra út-
gáfu af því inn í þingið. Y.
Bjöm Lindal sagði við blað á Ak-
ureyri fyrir meir en þrem mánuð-
um, að hann myndi innan skamms
geta sannað að 3 Framsóknarþingm.
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
Svnntuspennu r
Skúfhólkar,
Upphlutsmillur og
og alt til upphluts.
Trúlofunarhringarnir
þjóðkunnu. Mikið af steinhringum.
Sent með póstkröfu út um land
ef óskað er.
Jón Sigmundsson guUsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
Útrýmiö
rottunum
meó þvi efni, sem er liáð visinda-
legu eftirliti:
R atin jeta rottur og
mýs af mikilli græðgi og fá
af þvi smitandi sjúkdóm, sem
verður þeim að bana.
Vegna þess, hve hægfara
Ratin-sýkingin er, verða rott-
urnar grunlausar gagnvart
eitrinu.
Ratinin drepur
rottui' á 1 —2 dögum en smit-
ar ekki á sama hátt og
bakteriuefnið Ratin.
Þar sem mikill rottugang-
ur er ætti a 11 a f að nota
Ratin áður en eitrað er með
Ratinin.
Bæjarstjórnir og- hreppsnefndir
ættu að senda pantanir sfnar tíl
Ratin-Kontoret, Köbenhavn K.,
áður en meira hlýnar veðrátta, og
láta eitra samtimis i öllum húsum.
-- Nánari upplýsingar læt jeg í
tje, ef óskað er.
Ágúst Jósefsson
heilbrigðisfulltrúi. Reykjavtk.
MELOTTE
Aðalumboðsmenn:
Á. ÓLAFSSON & SOHRAM
Simn.: Avo. Simi: 1493
Sveitamenn geta fengið port
fyrir hesta og geymslu á Hverfis-
götu 64. Sími 765.
Moðliaus og Fjólupabba hefir lengi
verið i nöp við Harðjaxí og ritstjóra hans,
Odd gamla, og þótt hart að vera álitnir
auðvirðilegri ritstjórar en Oddur gamli.
Nú hafa þeir séð sér leik á borði að hefna
sin á gamla manninum með því að strika
nafn hans úr niðurjöfnunarskránni, og
nú er sagt að Hindenburg hafi gert
Oddi það til hreliingar að taka mynd
Odds úr bæjardyrunum á Þýskalandi og
brjóta hana i þúsund mola. En hún
skal upp aftur. Og Oddur skal upp.
Oddur Sigurgoirssou.
Reiðtygi og alt þeim tilheyrandi,
akiygi og vagnar, tjöld smá og
stór, fiskyfirbreiðslur.
Aðgerðir fijótt og vel af hendi
leystar.
Verðiö að mun lægra en áður.
Pantanir afgreiddar um alt land.
Sleipuir, Laugaveg 74.
Síini 64(>. Simriefni: Sleipnir.
hefðu greitt atkvæði móti samningun-
um við Norðmenn um kjöttollinn. —
Enn hefir Björn þagað eins og spíta
og situr á honum stimpili Dags og
Timans fyrir vísvitandi ósannindi í
þessu máli. X.
Afgreiðsla Tímans biður þess
getið að hún hefir engar byrgðir
af verðlistum frá Dansk Vaaben-
lager eða Köbenhavns Sportmaga-
sin, til að senda út um land. —
Menn verða að snúa sér til hlut-
aðeigandi verslunarhúss.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.