Tíminn - 09.05.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.05.1925, Blaðsíða 4
90 TlMINN Líftryggingafél. ANDVAKA h.f. Ósló — Noregi Isla.ixc5Lsc5L©ilc5L±xx Allar tegundir líftrygginga. — Pljót og refja- laus viðskifti! — Reynslan er ólýgnust: ísafirði 28/8 ’24. - Jeg kvitta með bréfi þessu fyrir greiðslu 5000, - króua liftryggingar N. N. sál. frá ísafirði. Greiðsla tryggingarfjársins gekk fijótt og greiðlega, og var að öllu leyti fullnægjandi. . . . (Undirskrift. — Frumritið til sýnis). Læknir félagsins í Reykjavík er Sœmundur próf. Bjarnhjeðinsson. Lögfræðis-ráðunautur Bjöm Þórðarson, hæstaréttarritari. Forstjóri: Helgi Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjavífc — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aidurs síns. Hín 20 ára gamla aktygja- vinnustofa mín er flutt á Hverfisg'ötu 56 A. Eins og áður eru þar á boðstólum hin margreyndu og fullkomnustu AKTYGJI sem á þessu landi fást. Allar viðgerðir aktygja og reiðtygja fljótt og vel af hendi leystar, því varahluti allskonar hefi eg fyrirliggjandi, þá sel eg einnig sérstaka, svo sem kraga, klafa (stopp- aða og óstoppaða) boga, járn og allskonar ólar. Sömuleiðis vagnáburð. Ennfremur flest sem að reiðtygjum lítur, töskur, töskupúða og ólar, ístaðsólar, liöfuðleður, tauma, beislistengur, ístöð, svipur. Þá má ekki gleyma hinum alpektu liestahöptum og klyfjatöskum. Vinnuvöndun, verð og vövugæðí þarf ekki að nefna, því margra ára reynsla hefir sýnt að slíkt þolir alla samkepni. Reykjavík, Hverfisgötu 56 A. Baldvin Einarsson, aktygjasmiður. Sími 648. HAVHEMOLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúg mj ö 1 i og- h veiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. sikziftlr eixxg*özxg*UL -vIð okkni. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Frh. af 1. síðu. hreppi hafi nokkuð aðhafst sem er siðferðilega rangt. Málefnið sjálft sakar orðin niðurstaða lít- ið eða ekki, og skiftir það mestu. Sem betur fer, eru þeir sem áhug- ann hafa á því að hjálpa hinum fátæku fjölskyldumönnum svo efnum búnir, að þeir geta það án hins lítilfjörlega styrks, sem æskt var frá sveitarfélaginu, og sem þeir að mestu hefðu greitt sjálf- ir í útsvörum sínum. Má þessu til sönnunar bcnda á það, að nýlega afstaðinn fundur í Kaupfélagi Norður-þingeyinga veitti alt að kr. 18000.00 til skuldauppgjafar, og munu engin vandkvæði verða að útvega þriðjung móts við þá upphæð. Stjórnarráðið hefir í þessu máli aðeins orðið hjálpar- hella nokkurra gjaldenda sem vóru svo sjerhlífnir,að þeir máttu eigi hugsa til þess, að styrkja gott málefni með örlítilli hækkun á útsvari sínu, og hygg eg að þeir gangi öfundlausir af þeim sigri hér um slóðir. Og fyrir þá nefndar til þess að íhuga, hvernig seðlaútgáfu ríkisins skuli fyrir- komið og annari bankalöggjöf landsins. Flm. Jak. M., Tr. þ„ B. Sv. og J. Bald. Sameinað Alþingi skal kjósa 5 menn í nefndina með hlutfallskosningu. Kostnaður við nefndina greiðist úr ríkissjóði. Skal fjármrh. ákveða formann nefndarinnar og skal hún skila fjármrh. áliti svo fljótt, sem við verður komið, en sérstaklega skal frv. um fyrirkomulag seðla- útgáfunnar afgr. fyrir Alþ. 1926. Frv. um framlengingu laga um Gengisskrásetning og gjaldeyris- verslun, hefir verið breytt í Nd. samkv. tillögum frá Tryggva pór- hallssyni og 5 öðrum þingm. úr úr báðum aðalflokkum þingsins, þannig, að stefnt sé að því að festa gengi íslensks gjaldeyris og stuðla að varlegri hækkun krón- unnar. Tveimur mönnvim skal bætt við í nefndina, öðrum frá Samb. ísl. samv.fél. og hinum frá félagi íslenskra botnvörpuskipa- eiganda í Rvík. En fjárhagsnefnd ákvað að þessir tveir menn hefðu þó eigi atkvæðisrétt um gengis- skráninguna. Nefndin er bundin þagnarskyldu. — Kostnað við nefndarstörfin greiðir ríkissj. að V5., Landsb. að þ/s og ísl.b. að 1 /5. — J. Bald. flutti brtt. um að nefndarmenn Skyldu vera 7, og átti þá Alþýðusamband ísl. og Verslunarráð Isl. að nefna sinn manninn hvort, en sú till. var feld. Breytingu á lögum um Sauð- fjárbaðanir flytja Bj. J. og Tr. p. þess efnis, að með samþykki atv.málaráðun. megi einnig nota Coopers baðlyf. Stjórnarfrv. um Launabætur embættismanna, var afgreitt frá Nd. með þeim breytingum að dýrtíðaruppbót er ákveðin til ársloka 1928, eftir sömu reglum og verið hefir; þó má hún eigi hærri vera en svo, að laun og dýr- tíðaruppb. nemi samtals 9500 kr. Samanlögð laun og dýrtíðarupp- bót hæstaréttardómara mega þó nema 10500 kr. og dómstjóra og ráðherra 12500 kr. — Ld. hefir bætt við þeirri breytingu að sveita prestar fái 5/6. launauppbótar. Slysatryggingar. — Frumvarp- ið hafði verið undirbúið og samið af nefnd er í voru: þorsteinn þorsteinsson hagstofustjóri, Héð- inn Valdimarsson skrifstofustjóri og Gunnar Egilson forstjóri; en allshn. Nd. flutti það í þinginu (framsm. J. Bald.). Margskonar brtt. höfðu komið fram við frv. í þinginu, og miðuðu sumar að því að draga mjög úr gildi bess, en fæstar þeirra náðu samþykki. Ilelstu atriði laganna eru þessi: Skylt er að tryggja gegn slysum samkvæmt ákvæðum þessara laga: 1. Farmenn og fiskimenn, er lögskráðir eru á íslensk skip; fiskimenn á vélabátum og róðrar- sjálfa verður sennilega sá mestur ávinningurinn, að þeir fá að sjá í Morgunblaðinu „eigin síns af- skræmis mynd“. Hin drýgindalegu ummæli Morg unblaðsins um sigur réttlætisins í þessu máli, munu fáir sem þekkja til málavaxta, lesa öðruvísi en með lítilsvirðingu. það er alkunn- ugt, að undanfarið hefir ríkið styrkt atvinnufyrirtæki einstakl- inga með ábyrgðum og fjárfram- lögum í stórum stýl, til þess að forða eigendum þeirra frá gjald- þrotum; virðist þá engin óhæfa, þótt sveitarfélög fari eins að í hlutfalli við efnahag sinn. Enda eru nú að berast fréttir um að slíkt hafi náð fram að ganga í ýmsum öðrum héröðum landsins. Mun þjóðin yfir höfuð best rétta við af fjárhagshruninu sem hún hlaut upp úr stríðinu, að sem flestum einstaklingum hennar sé forðað frá efnalegu skipbroti. Ærlæk í Axarfirði, 17. apríl 1925. Einai- Sigfússon. bátum, er stunda íiskiveiðar 1 mánuð í senn á ári eða lengur. 2. Verkamenn og .starfsmenn, sem vinna fyrir kaup í þessum at- vinnugreinum: a. Ferming og af- ferming skipa og báta, svo og vöruhússvinnu og vöruílutninga í sambandi þar við, b. Vinnu í verk- smiðjum og verkstæðum, slátur- húsum og við námugröft og íisk- verkun, ísvinnu og vinnu við raf- magnsleiðslur, þar sem 5 manns eða fleiri vinna eða aflvélar eru notaðar að staðaldri, c. Húsabygg- ingar, nema um venjuleg bæjar- hús eða útihús 1 sveitum sé að ræða, d. Vegagerð, brúagerð, hafnai’gerð, vitabyggingar, síma- lagningar og viðgerðir, vinnu við vatnsleiðslur og gasleiðslur. Enn- fremur skulu trygðir hafnsögu- menn, lögregluþjónar, tollþjónar, vitaverðir og starfsmenn við vita, sótarar, póstar og slökkvilið, ráð- ið að opinberri tilhlutun. — pað er skilyrði fyrir tryggingarskyldu samkvæmt 2. tölulið, að starfið sé rekið annaðhvort fyrir reikn- ing ríkis eða sveitarfélags, eða þá einstaklings eða félags sem hefir það að atvinnu. Húsabyggingar falla þó þar undii’, þótt fram- kvæmdar séu fyrir reikning manna, sem ekki hafa þær að at- vinnu. Atvinnurekendur, svo og ríki eða sveitarstjórn, er starfið reka, bera ábyrgð á því, að þeir séu trygðir, sem tryggingarskyld- ir eru samkvæmt lögum þessum. Trygginguna annast stofnun, sem nefnist „Slysatrygging ríkis- ins“. Er henni stjórnað af 3 mönn um, sem stjómarráðið skipar til 3 ára í senn. Stjórnarráðið hefir yíirumsjón með stjórn slysatr. og greiðist kostnaður við hana úr ríkissj óði. Til þess að standast útgjöld slysatryggingarinnar, önnur en þau, sem nefnd eru hér á undan, skulu þeir, er tryggingarskylda menn hafa í þjónustu sinni greiða iðgjöld fyrir alla þá, sem þeim er skylt að tryggja, og má færa ið- gjöldin til útgjalda þeim sem trygðir eru. Ef slys valda meiðslum lengur en 4 vikum, þá skal greiða þeim er slasast dagpeninga, þar til hann verður vinnufær, þó ekki lengur en í 6 mánuði. Dagpening- ar eru 5 krónur á dag, en þó ekki yfir 3/4. af dagkaupi. Valdi slysið örorku, greiðast fullar örorku- bætur 4000 kr.; skorti minna en V5. hluta að maðurinn sé fullfær til vinnu, greiðast engar bætur. Valdi slysið dauða mannsins, fá eftirlátnir vandamenn dánarbæt- ur 2000 kr. Fái ekkja eða ekkill dánarbætur, hljóta eftirlifandi börn þeirra 200 kr. hvert. Ríkis- sjóður ábyrgist að slysatrygging- in standi í skilum. Tekjuskattsfrumvarp stjórnar- innar er nú í þann veginn að sigla út úr þinginu sem lög. Hefir ver- ið sagt frá aðalatriðum þess, að skattgjald hlutafélaga skuli mið- að við meðaltal af skattskyldum tekjum íélagsins 3 reikningsárin næstu á undan niðurjöfnuninni, og tveggja ára meðaltali ef það aðeins hefir starfað 2 ár. Sú upp- hæð af ársarði sem lögð er í vara- sjóð skal að % hluta undanþegin tekjuskatti. Ef einstaklingur eða innlent félag, annað en hlutafélag, rekur sérstaklega áhættusama at- vinnu, og hefir beðið tap á rekstr- inum eitt eða fleiri af 3 árunum á undan niðurjöfnun tekjuskatts, skal veita ívilnun í lögmæltum skatti ef umsókn kemur um það frá gjaldþegni, ásamt meðmælum yfirskattanefndar. Neðri deild afgi'eiddi þessi fá- ránlegu ívilnunailög fyrir hluta- félög, með einsatkvæðismun; Bjarni frá Vogi og Ben. Sv. fylgdu íhaldsflokknum að því verki, en hinir allir á móti, Fram- sókn, Jak. M„ J. Bald. og M. T. íhaldið í Ed. skipar sér einnig mjög fast um Jón þorláksson í þessu máli. Breyting á kosningalögum til Alþingis, verður að líkindum sam- þykt af þinginu, þess efnis, að sýslunefnd skuli heimilt að skifta hreppi í tvær eða þrár kjördeildir, þar sem mikill er kjósendafjöldi, víðátta, eða torfærur á leið til kjörstaðar. Hreppsnefnd ákveður kjörstaði, og undirkjörstjórn skal skipuð í hverri kjördeild. Hrepp- stjóri skal vera oddviti einnar, hreppsnefndaroddviti annarar og varaoddviti hinnar þriðju, ef þrjár eru, eftir ákvöi'ðun hrepps- nefndar. í dag vinnur Ed. líkl. það þrek- virki, að ganga af tóbakseinka- sölunni dauði'i. Hefir Alþ. þá skil- ist að fullu við það mál í þetta sinn. Mun eigi fjarri að sigurgleði íhaldsins í því sé nokkuð beyskju- blandin. Framsóknai’menn greiddu einir atkv. gegn frv. í Ed., en hinir fylgdu því allir og unnu þannig að afnámi einkasölunnar. Var kapp þreytt við allar umræð- ur málsins. Við 1. umr. lýstu all- ir Framsóknarm. mótstöðu sinni gegn afnámi einkasölunnar, með nokki'um orðum hver, en J. J. rakti sögu málsins og þó sérstak- iega orð og ályktanir frumstofn- anda hennar, M. G. ráðh. Mun ferill hans í því máli, samandreg- inn á einn stað í Alþingistíðind- unum, þykja merkilegur minnis- varði! þegar stundir líða. J. J. tilkynti M. G. fyrirfram, að hann mundi rekja afskifti hans af einkasölumálunum við þetta tæki- færi, en M. G. lét ekki sjá sig í deildinni meðan málið var þar rætt, hvorki þá né síðar. Við 2. umr. töluðust þeir þvínær einir við, framsögumenn meiri- og minnihluta fjárhagsn., Jóh. Jós. og Jónas Jónsson. Ráðherramir létu naumast sjá sig á fundinum, nema helst fjármrh., sem hlýddi á álengdar í ráðherra-herberginu. Jónas flutti um málið eina af sín- H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millir og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiBur. Sími 383. — Laugaveg 8. MELOTTE Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Sirrm.: Avo. Simi: 1493 Reiðtygi og alt þeim tilheyrandi, aktygi og vagnar, tjöld smá og stór, fiskyfirbreiðslur. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Verðið að mun lægra en áður. Pantanir afgreiddar um alt land. Sleipnir, Laugaveg 74. Simi 646. Sírnnefni: Sleipnir. Seljum ýmiskonar Yeiðivopn og Sportvörur. Sendum verðlista með myndum ef óskað er eftir. Köbenhavns Sportmagasin. St. Kongensgade 46. Köbenhavn K. um rökföstustu ræðum og bitr- ustu í garð mótstöðumanna einka- sölunnar, og einkum stjórnarinn- ar, enda voru íhaldsmenn óþolin- móðir í sætum sínum, og leituðu mjög dyra. Minti hann meðal ann- ars á tollsvik kaupm. á tóbaki frá fyrri árum og vínsmyglanir sem mjög hátt settir embættismenn hefðu hlotið sektir fyrir. Fjármrh. virtist líða hálfilla með köflum, og var stundum að taka fram í fyrir ræðumanni. Annars er hann og íhaldsmenn yfirleitt flúnir frá öllum rökfærslum í þessu máli, en treysta eingöngu á sína „upp- réttu fingur“. -----o---- þingvísur. Fátt er vel um þetta þing, þvælt er nú um kynbæting. Reynir Imba að koma í kring kvennaskóla þjóðnýting. Undir í’æðu B. Línd. í tóbaks- einkasölumálinu: Lymsku í’ausið leiðist mér, lágvits-klausur fjúka hér. Seint fær ausið þurran á þér þráahausinn Lucifer. Hagtíðindin telja að 27 gjald- þröt hafi orðið hér á landi síðast- liðið ár. Árið 1923 urðu þau 30 og er það hæsta t \lan síðan árin 1909 og 1910, er þau voru 37 og 28. Árin 1908—11 voru að með- altali 28,5 gjaldþrot á ári; 1912 —20 að meðaltali 5,9 gjaldþrot, 1921—24 að meðaltali 24 gjáld- þrot á ári. Af gjaldþrotunum síðastliðið ár urðu 5 í Reykjavík, 5 í hinum kaupstöðunum, 11 í verslunar- stöðum og 6 í sveitum. þau skift- ust þannig á atvinnuvegina: Verslun 20, iðnað 3, bændur 3, ótilgreind atvinna 1. — Meðal verslunargjaldþrotanna síðastl. ár voru 3 félög (1 pöntunarfélag, 1 kaupfélag' og 1 verslunarfélag) Tvö blöð koma út af Tímanum þessa viku, nr. 24 og 25. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta. c&TXXZxx&Xyj cbxaaoax&t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.