Tíminn - 06.06.1925, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1925, Blaðsíða 2
104 TlMINN Andvaragrein Ólafs Lárussonar um Grænlands- málið ætlar að verða honum dýr. Afleiðingar þessa frumhlaups á málstað Islands eru fyrst og fremst þær, að almenning mun furða hvernig það má vera, að maður hugsi og skrifi svo í hans stöðu. Og hann hefir ekki bætt fyrir sér með „athugasemdinni“ í síðasta tölubl. „Tímans“. Hann kallar það „dylgjur“ er eg sagði frá því blátt áfram og hispurslaust, að hann var feng- inn til þess að rita greinina. Svo bætir hann ofan á að lýsa þetta ósannindi. En nú taki menn vel eítir því, að rétt í sömu and- ránni játar hann að nafngreindur maður hafi fengið sig til þess að vinna ritverkið. þannig starfaí andi þessa fágæta vísindamanns. Og loks klykkir hann út með því að finna mér það til foráttu að mér hafi verið þetta kunnugt! Hann notar tækifærið til þess að gjöra grein fyrir því hvers- vegna hann hafi ekki svarað því sem eg „hafi verið að“ skrifa í vor um þessa grein hans. Rök- semdir mínar voru svo veigalitl- ar og vanhugsaðar, að það er hreinasti óþarfi fyrir hann „að vera að“ skrifa á móti þeim, seg- ir prófessorinn. Niðurstaða sú sem hann komst að við „rann- sókn(!)“ sína er óhögguð o. s. frv. þessi gorgeirstónn mun þykja fara 0. L. eftir því ver, sem hugs- andi menn kynnast betur rökum og gögnum þess máls, er hann var fenginn til þess að ráðast á, svo hvatvíslega og með svo mik- illi vanþekking um það, hvemig maður í slíku embætti á að koma fram að fádæmi mega heita. Sameinað alþingi íslands hefir talað í þessu máli. Og meðan þess er minnst mun það víst trauðla fyrnast hve sporhvatt, og þó klunnalega, 0. L. klifraði af stað, áleiðis til Laugaskarðs. — En þar sem hann í lok greinargerð- ar sinnar hefir í hótunum um það að rökræða þetta ekki frekar, þá hygg eg að fáir munu harma það, enda er eg fyrir mitt leiti ánægð- ur að leggja ágreining okkar und- ir almannadóm. þjóðin hér á landi er vön að hugsa fyrir sig sjálfa. Og síðla mun grunnur, illa lesinn fleiprari ágætast af því að veifa nafnbót sinni einni frammi fyrir íslendingum, þegar ræða er um æðstu velferðarmál þeirra. Einar Benediktsson. ------o---- „Öxnafellsundrin". Grein með þessu nafni í Morg- unblaðinu 26. mars síðastliðinn, eftir Guðmund prófessor Hannes- son, mun vera einhver furðuleg- asta tegund af vísindamensku, sem sést hefir frá hendi lækna og gefst þó margt misjafnt og sund- urleitt í öllum þeirra mikla vís- ■ndavaðli. Greinin fjallar um lækningarnar, sem talið er að menn hljóti hjá Friðriki huldu- manni fyrir milligöngu Margrétar ' Öxnafelli og sem nokkuð hefir verið greint frá hér í blaðinu. „Vísinclamaðurinn“ byrjar á því, að dæma þessa dularfullu, órannsökuðu og ósönnuðu fyrir- bui’ði. Kallar hann þá „hjátrúar- öldu“, sem „fari eins og eldur í sinu um land alt“, og telur „að þetta írafár alt sé í aðra röndina hlægilegt, en í hina röndina oss til skammar“. Næst tínir þessi „vísingamað- ur“ upp kviksögu, sem „heyrðist og nýlega“ um kvonfang huldu- mannsins. þá veltir hann fyrir sér því, hversu kynlegt það sé, að Eyfirðingar vinni kappsamlega að því, að koma upp dýru heilsuhæli, þar sem þessi tröllatrú á huldu- manninn sé annarsvegar. — þessi vísindamaður, sem telur sig færan um að rita um þetta efni, athugar auðsjáanlega ekki, að þessar umræddu lækn- ingar, ef nokkrar eru, fást aðeins fyrir milligöngu stúlk- unnar. Ef huldulæknir þessi ætti ag geta komið í stað umræddrar lækningastofnunar, þyrfti Mar- grét í Öxnafelli að lifa nokkuð margar næstu aldir óvíst hve margar. Án þess gætu lækningar þessar ekki komið að liði, jafnvel þó þær væru að öðru leyti vísar. Sjá allir að þessi ályktun pró- fessorsins er ekki vísindamanns- leg. Hún er fremur óviturleg og jafnvel stráksleg. Eftir þessi gönuhlaup verður G. H. alt í einu sannur vísinda- maður. Hann segir: „Ekki er laust við, að mér finnist það skvlda lækna, að rannsaka slík fyrirbrigði sem þessi samviskusam- lega og skýra alþýðu frá niðurstöð- unni. Ef undur gerast á vorum dög- um, þá væri ekkert heimskulegra en að loka augunum fyrir þeim, en sé 'iér um hjátrú eina að ræða, þá er rétt að færa sem fyrst sönnur á það“. þetta eru rétt og viturleg um- mæli. En þau eru furðuleg, af því að höfundur þeirra er rétt áður búinn að fella sleggjudóma um Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hreini Stangasápa Hreinl Handsápur Hrein£ K e rt i Hreini Skósverta Hreinl Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: ZE^eylsztóTDeLÍk:: Golden Bell frá J. Gruno............... Feinr. Shag — sama..................... Louisiana frá C. W. Obel............... Moss Rose — sama ...................... Islandsk Flag frá Chr. Augustinus . . . Engelsk Flag — sama . . . Dills Best 0/j. & Vi) frá United States Co. Central Union '/2 — sama Kr. 18.70 pr. 1 kg. — 16.40 — 1 — — 16.70 — 1 — — 15.80 — 1 — — 16.40 — 1 — — 16.70 — 1 — 13.80 — 1 lbs. — 10.05 — 1 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- iugskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. r Iiandsverslnu Islands. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage. V a I b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. efni það, er fyrir liggur til rann- sóknar. Ekki bætir það úr skák, þó G. H. tilfæri ummæli Steingríms læknis Matthíassonar um þessa hluti og telji þau „álit þess lækn- isins, sem best þekkir til þessara Öxnafellsundra“. Eg tel mér fært að fullyrða, að Steingrími lækni sé næstum því jafnókunnugt um þessi svo nefndu undur eins og G. H. sjálfum og að hann sé hald- inn af alveg samskonar fordómum gagnvart þeim. Svar Steingr. við þeirri spurningu G. H., því hann rannsaki ekki þetta vel og sam- viskusamlega, er eftirtektarvert: Á meðan rannsóknarefnið sannar sig ekki sjálft með kraftaverkum jafnvel svo ramaulmum, að for- dómar læknanna létu bifast, er engin ástæða til rannsóknar að dómi Steingríms læknis. Loks læt- ur Steingr. læknir hafa eftir sér staðlausa fullyrðingu um að „trú- in á þessar lækningar“ sé „að hverfa í Eyjafirði“. því fer mjög fjarri að eg hafi tilhneigingu né heldur aðstöðu til þess að mæla með áðurnefndum undralækningum. Mér eru þær ókunnar af öðru en hinni miklu eftir sókn almennings. En eg get ekki orða bundist, er svona löguð skrif og ummæli koma frá fremstu mönnum í læknastétt okKar. það er ekki íaust við að mer ímnist þau „oss tii skamm- ar". þau eru talanch vottur um paú, sem er raunai’ pjóökunnugt, ao iæknar okkar eru ílestir kald- hæömr efnishyggjumenn, sem kunna ekki með að íara né meta ui iækninga annað en hnííinn, eitrin og móteitrin. Lækninga- hreyímgai' og læknisdómar af sál- rænum uppruna mæta hjá ilestum þeirra megnri fyrirhtningu efnis- hyggjunnar og fordómum vísinda- hrokans. Grein G. H. er ósvikið symshorn af þessu innræti lækn- anna. Eigi verður þeim láð þad, að þeir ekki aðhyliast rannsókn- arlaust slikurn hreyfingum. En þess ætti að mega vænta, að þeir töluðu urn þau efni nreð þeim mur. meiri gætni en almenningur, sem þeim er betur kunnugt um kröfur vísindanna um meðferð á órann- sökuðum efnum. þrátt fyrir miklai- íramfarir í læknavísindum úir og grúir enn af meinsemdum, sem hnífurinn nær ekki til og sem eitrin vinna ekki á. Og enn eru á sviðum lækn- isfræða og heilbrigðismála mesti fjöldi viðíangseína, sem eru lækn- um algert ofurefli. Meðan svo er háttað, er engin furða þó menn leiti sér kvalastilhngar og leitist við að létta af sér oki sj úkaóm- anna með einhverjum hætti.Meðan svo mikið skortir á það, að læknai' geti orðið við þeim kröfum, sem til þeirra hljóta að verða gerðar, ættu þeir að fara sér hægt í að telja það bera vott um lágt menn- ingarstig og vera „oss til skamm- ar“, þegar þuríandi menn leita þeirra, er þeir vænta sér frá æðri máttar, en læknarnir eiga yfir að ráða. þeir ættu einnig að forðast að misbjóða vísindaheiðri sínum með sleggjudómum. Vísindamað- urinn gerir annað tveggja, að rannsaka þau efni, er vafi leikur á um eða láta þau afskiftalaus. Hitt er háttur fúskara, að fella dóma um órannsökuð efni. Og þegar prófessor í læknavísindum gerir sig sekan um slíkt, verður hann að þola að jafnvel leikmenn gerist svo djarfir, að setja ofan í við hann. Jónas þorbergsson. ----o----- Jarðarför Ólafs Briems, for- manns S. I. S. fór fram síðastl. fimtudag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Bjarni Jónsson dóm- Þingsályktunartillaga um strandferðir. Eftir þorleif Jónsson, alþm. frá Hólum. (Hinn 14. maí, á krossmessunni, var svo mikill asi á afgreiðslu mála í neðri deild, að flest var keyrt fram umræðulaust. Eg var framsögum. að tillögunni á þingskjali 546, um skip- un nefnjar til að íhuga strandferð- irnar. petta var 2. mál á dagskránni. Eg var kallaður í sima í fundar- byrjun, en þegar eg kom inn aftur, eftii' örstuttan tíma, var verið að greiða atkv. um tillöguna, og enginn liafði komist að að segja neitt. Tillagan var samþykt. En þar sem eg gat ekki lialdið ræðu þá er eg hafði undirbúið mig með, læt eg hana birtast hér, nefndinni og stjórn til athugunar). þegar verið var að safna fé til Eimskipafél. íslands hér á árun- um, var „uppi fótur og fit“ í öll- um sveitum landsins. Ungir og gamlir lögðu sinn skerf fram. Menn álitu það nokkurskonar sjálfsagða skyldu sína, að gefa til Eimskipafélagsins eins og það var kallað. þá var ekki verið að spyrja að því, hve háa vexti menn fengi af þessu fé. þeir sem vöktu áhuga fólksins, og gengust mest fyrii' því máli, þeir eiga miklar þakkir skyldar. Hér var um stórt og gott þjóðþrifamál að ræða. Fólkið skildi það, og fékk brenn- andi áhuga fyrir að koma því í framkvæmd. það fundu allir til þess og ekki síst í afskektu hér- öðunum, hvílíkt böl það er, að búa við vondar samgöngur, eða jafnvei algjört samgönguleysi. Menn gjörðu sér einmitt miklai' og fagrar vonir um, að Eimskipa- félagið myndi bæta úr samgöngu- leysinu, ekki að eins milli landa, heidur og einnig, og ekki síst, með ströndum fram. Og þeir sem voru svo afskektir, að þeir gátu aldrei átt von á millilandaskip- um, þeir -settu von sína til Eim- skipafélagsins, að það myndi þó bæta úr strandferðaleysinu, og meðfram af því keptist fólkið í hinum afskektari bygðarlögum að leggja fram fé í félagið. En þótt allir viðurkenni það að Eimskipafélagið hafi unnið þjóð- inni ómetanlegt gagn, með milli- siglingum sínum, þá hefir þó fé- iagið ekki enn séð sér fært að takast á hendur strandferðirnar, nema hvað það hefir haft Goða- foss að nokkru leyti til strand- ferða, austan- og norðanlands. þetta hafa orðið mönnum mik- il vonbrigði. En um það tjáir ekki að sakast. Hagur félagsins er ekki svo góður, að það geti tekið að sér strandferðirnar fyrst um sinn, og þegar svo er, þá verður ríkið sjálft að sjá um að strandferða- þörfinni sé fullnægt. það má líka kalla að það hafi viðurkent þá skyldu sína með því að láta byggja Esju og halda henni út í strandferðir. Með því var að vísu allmikil bót ráðin á samgöngu- leysinu. En samt er það hvergi nærri fullnægjandi. það er engin von til þess, að eitt strandferðaskip geti bætt úr allra þörfum í kringum hinar löngu strendur lands vors. Miklar kvartanir eru því ennþá út af samgönguleysi og það með réttu. þó skip komi 4—5 sinnum á ári á hafnir sem mannmörg héröð liggja að, þá sjá allir að það er mjög ófullnægjandi. — þjóðin finnur meir og meir til þeirrar skyidu og nauðsynjar að rækta landið og efla landbúnað- inn, og ná í meira og meira af auðæfum sjávarins. En til þess að þetta alt geti orðið að notum, verður að sjá landsmönnum fyrir svo hentugum samgöngum að vörurnar geti komist á markað, innanlands eða utan, á hentugum tíma. — það hefir mjög komist til orða á þessu þingi, að banna heyflutning til landsins, meðfram vegna þess að með heyinu gætu borist skæðir alidýrasjúkdómar, sem nú ganga í nálægum löndum. En kaupstaðarbúar rísa ákaft á móti aðflutningsbanni á heyi, segjast verða að fá hey frá út- londum til að fóðra skepnur sín- ar. En eg tel mjög sennilegt að hægt væri að afla nægra heyja innanlands. Og ef hentugir flutn- ingar fengist með hey úr sveit- unum, myndi vera hægt að byrgja kauptúnin. Og svona er það með fleira. Eg vona nú, að öllum sé það Ijóst, að strandferðirnar eru ekki eins góðar, eins og þær ættu og þyrftu að vera. Hitt mun heldur álitamál, á hvern hátt verði helst úi' þeim bætt. Við sem flytjum þessa þingsá- lyktunartillögu teljum nauðsyn að málið sé rannsakað og undirbúið af sérstakri nefnd milli þinga. þar sem við ætlumst til að nefndin starfi kauplaust, þá þótti okkur tiltækilegast að stofnanir þær, sem tilgreindar eru í tillögunni leggi til sinn manninn hver. Eimskipafélag íslands, Sam- band ísl. samvinnufélaga, Versl- unarráð íslands, Búnaðarfélagið og Fiskifélagið virðast einmitt vel fallin til þess að gjöra tillögur um svona mál. það er öllum stéttum og stofnunum til hagsmuna, að hafa góðar samgöngur. Og við væntum að allar þessar stofnanir hafi svo mikinn áhuga íyrir slíku umbótamáli sem þessu, að þær ekki telji eftir sér að taka þátt í slíkum nefndarstörfum. Og for- stjóri Eimskipafélagsins er sá maður sem mesta hefir reynsl- una um samgöngumál og getur sjálfsagt gefið nefndinni margar og mikilsverðar upplýsingar. Eg skal ekki fara mikið inn á það, á hvern hátt hentast myndi að bæta úr samgönguleysinu. þó skal eg að eins drepa á það, út af viðtali sem eg hefi átt við Nielsen framkvæmdastjóra, um þetta mál, að besta bótin á strand- ferðum myndi það að fá annað skip með Esju til strandferða. Yrði það aðallega flutningaskip, en þó útbúið með dálitlu farþegar rúmi. Ætti það einkanlega að gefa sig við vöru- og fólksflutningum að og frá hinum lakari höfnum. það kæmi t. d. inn á Hornafjörð í hverri ferð, sömul. Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð og annaðist allar minni hafnir í Norður-Múlasýslu og Norður-þingeyjarsýslu og sennilega víðar fyrir Norðurlandi og um Breiðafjörð o. s. frv. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.