Tíminn - 27.06.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.06.1925, Blaðsíða 4
118 TlMINN í því máli skotrað augunum til hliðar, og látist ekki sjá atburð- inn. Fyrirhafnarlaust verk getur oft haft örlagaríkar afleiðingar, þótt eigi sé nema einu einasta jái breytt í nei, þá má slíkt oft valda býsna stórum atburðum. Jafnvel halda stjórn við völd í fullvalda ríki. þessu var eg að velta í huga mér þegar eg labb- aði út úr Alþingishúsinu. En efri deild á eftir að fella úrskurð um málið. Sú deild á að stöðva fljótræðið, flanið, sér- drægnina og hagsmunamál ein- stakra manna og stétta utan Símar: 542 og 309 Símnefni: Insuranoe Frá og' með 1. júlí næstkomandi tekur til starfa sérstök vátryg-gingadeikl ( í H|f. Sjóvátryggingarfél. íslands fyrir Allskonar briinaváttryggingar. H.f. Jón Sigmundsson & Co. og alt, til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. þings og innan. Og koma í veg fyrir að því verði riftað, sem annaðtveggja hefir gefið svo góða raun, að breytingin er vafa- söm, eða að fyrirtækið hefir ekki nógu langan reynslutíma að baki sér til þess að séð verði hvort af því stafar heill eða eigi. Að þessu athuguðu fanst mér engin ástæða til þess að væna^ efri deild um að hún léti afnáms- óburðinn verða að lögum. Og eg er þess fullviss, að mikill meiri- hluti þjóðarinnar treystir því fastlega. 23. apríl 1925. Vestanvéri. ----o----- Þar nýtt spor er stigið til alþjóðar heilla. Best kjör í boði iðgjöldin lægst er ógnar eldsvoði Styðjið allír viðleitni hins alínnlenda félags. Komið öllum sjó- og bruna-vátryggingum á ínnlendar hendur. R i f f i 1 s k o t nr. 25—20. Sportvöruhús Reykjavíkur. Skinnvöru alla, kaupir hæsta verði K. Stefánsson VesturgÖtu 32 Sími 1221 ilflf- og tiaust-kdpiskinn vel verkuð, kaupir hæsta verði Konráð Stefánsson Vesturgötu 32 Sími r?2i Samvinnuslcólinn. HAVNEMOLLEN KAUPMANNAH0FN inælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og' hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. slsziftir eiixg-öxxg'iLL -vió olszlsC'CLr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfanna frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni í þilfar til skipa. LýsiitD ð liflfli 15 Kappreiðarnar. Eins og sjá má af auglýsingu er var hér í blaðinu nýlega, efnir Hestamannafélagið Fákur til kappreiða í annað sinn á þessu sumri, á Skeiðvellinum við Elliða- er dagana 3., 4. og 5. júlí. Kappreiðar þessar verða með nokkrum öðrum hætti, en tíðk- ast hefir áður, þar sem ætlast er til, kept verði í þrjá daga. Er það gert til þæginda fyrir þá sveitamenn, sem um langan veg hafa að sækja, enda verðlaunin hærri og fleiri og því fleiri mögu- leikar fyrir menn til þess að vinna hestum sínum fé og frama. En til þess að kappreiðar þess- ar geti orðið þannig og félagið hefir ætlast til, ríður eigi alllítið á að sveitamenn og aðrir þeir, sem góðan hestakost eiga, skerist ekki úr leik. Og sveitamönnum verður að skiljast það, að kappreiðar þessar eru ekki einungis háðar Reykvíkinga vegna, heldur miklu fremur til þess að koma orði á ís- lenska hesta og jafnframt til þess að skapa nýjan og tryggan mark- að fyrir reiðhesta. því eins og gefur að skilja geta ekki allir hestar, sem á kappreiðar koma, orðið fljótastir, enda sækj- ast tiltölulega fáir eftir veruleg- um kappreiðahestum, heldur miklu miklu fremur eftir falleg- um, viljugum og vel riðnum gæð- ingum. Á kappreiðar safnast saman múgur og margmenni og ýmsir, sem kaupa vilja sér hest, renna hýrum augum til sumra gæðing- anna, sem keppa þar, og fullyrða má að ekki allfáir Reykvíkingar bíða með óþreygju eftir næstu kappreiðum í von um að hesta- kaupadraumar þeirra rætist þá. Bændur og búaliðar ættu því að sjá hag sinn í þessu og sækja í stórum flokkum á næstu kapp- reiðar. A. ----0---- Lögfræðisprófi hafa lokið við Háskólann þessir kandidatar: Valtýr Blöndal II. eink., 102 stig. Kfistján þorgeir Jakobsson með II. eink., 76 stig. Sig. Grímsson, II. eink., 75 st. Ingólfur Jónsson, II. eink., 82 st. Á aðalfundi Bókmentafélagsins 17. þ. m voru þeir Einar Bene- diktsson og Einar H. Kvaran kjörnir heiðursfélagar. Leiðrétting. I grein Jóns ívars- sonar í síðasta blaði 2. dálki 9. línu að ofan komi „kallaður“ á eftir almenningur og í 4. dálki 16. línu að neðan „ekki“ falli burt. Leikfimissýningin. Fátt er eins hressandi og hug- næmt eins og að horfa á vel sam- æfðan fimleikaflokk og vafalaust þokar allskonar líkamsment frem- ur en flest annað, hverri þjóð áfram til hærri siðmenningar. það er og víst að sýningar sam- stiltra starfa mannlegs máttar, örfa og vekja áKorfendur til sjálfsaga og virðingar fyrir hreysti og fegurð. En auðvitað bei að miða alla æfingar fimleika- flokka við sjálfa þátttakendurnar, nemendurnar, láta hverja æfingu miða að eflingu líkama og sálar, en hugsa minna um hvaða æfing- ar áhorfendur vilja helst sjá. Út á þá braut var t. d. norski leik- fimisflokkuririn, sem kom hingað fyrir nokkrum árum, of mjög kominn, og víða mun þetta eiga sér nokkura stað. En það er for- dæmanlegt. Saman getur farið og á að fara gagnsemi þátttakenda og ánægja áhorfenda. Svo virtist mér vera á sýningu þeirri, er hér um ræðir, enda er kennarinn, Björn Jakobsson, prýðisvel ment- aður fimleikakennari og smekkvís með afbrigðum. Flest allar gólf- æfingar kvennflokksins voru prýði lega samstiltar og eðlilegar og gerðar af slíkri .kvenlegri mýkt að unun var á að horfa. Um ,,takt“-hraðann má deila, en tæp- lega má hann minni vera, svo hann verði ekki þunglamalegur. Jafnvægisæfingar kvenflokksins voru ágætar flestar og sumar mun betri en samskonar æfingar sænsks kvenflokks er sýndi þær í Gautaborg fyrir nokkrum árum. Tæplega virtist karlaflokkurinn eins samæfður, en leikni hans t. d. á „barinu“ var mikil og í hverri æfingu auðsæ nákvæmni og glögg- ur skilningur frá byrjun. Yfirleitt sýndi sýningin það og sannaði, að til kenslunnar hefir ekki verið kastað höndum, og ættu Reykja- víkurbúar að meta hið mikla og góða starf að verðleikum, því tví- mælalaust er Björn Jakobsson einn þeirra manna, sem höfuð- borginni er stórt gagn og sómi að. Sn. S. ----0----- „Lyra“ heitir nýtt skip, sem Bergenska gufuskipafélagið hefir keypt til þess að láta það ganga milli Noregs og Reykjavíkur. Skipið er miklu vandaðra og bet- ur útbúið en hin norsku skipin er hingað hafa gengið. Er ekki laust við, að mörgum sé farið að þykja nóg um samkepni Norðmanna. Árið 1855 var þektur enskur bókaútgefandi og rithöfundur Chambers að nafni, á ferð héi- á landi. Hann dvaldi um hríð í Reykjavík og ferðaðist um ná- lægar sveitir. Hann reit dálitla bók um ferð sína, og segir allvel frá ýmsu er fyrir hann bai'. Hann lýsir Alþingi á þennan hátt: „Uppi á lofti í skólahúsinu fann eg þessa smámynd af þingi, og eg gat ekki annað en dáðst að því hve það var einfalt og óbrotið. þingmenn, um 25 að tölu, sátu í hálfhring á stólum, og í miðjum boganum voru tvö hækkuð sæti fyrir stiptamtmann, sem konugs- fulltrúa, og forseta þingsins. Milli þeirra, á veggnum bak við þá, hékk mynd af hinum síðasta konungi. Auk þess voru aðeins 2 eða 3 sæti í salnum, ætluð riturum þingsins. Sumir af löggjöfunum voru klæddir í óbrotnar vaðmálstreyjur og buxur eins og þeir væru heima hjá sér. Allir höfðu þeir einfald- an og viðkunnanlegan svip, en það var enginn skortur á góðum höf- uðum og gáfulegum andlitum meðal þeirra. Svona kom Alþingi í þá daga hinum enska ferðamanni fyrir sjónir. Gaman væri ef einhverjir greindir og athugulir útlendingaí’ vildu lýsa þinginu nú á dögum. ----o---- Frá útíöndum. — Enn hefir ekki tekist að hreinsa sprengidufl úr Eystra- salti. Um síðustu mánaðamót rakst sænskt mótorskip á sprengi- dufl skamt fyrir norðan Gotland. Duflið sprakk þegar og sundraði skipinu. Einungis einn maður af skipshöfninni komst af. — í Kína magnast sífelt óeirð- irnar. Sumar stórþjóðimar hafa sent herskip til helstu hafnar- borga. Jafnframt hafa sendiherr- ar þeirra skorað á Kínverja, að stemma stigu fyrir útbreiðslu verkfallanna og bæla niður út- lendingahatrið. Sendiherrarnir hafa látið víggirða hús sín og vopnaðar hersveitir eru á verði í kringum þau. Verkföllin útbreið- Kensla sjö mánuði frá 1. okt. til aprílloka. Skólagjald 100 kr. Heimavist fyrir pilta 15 húsnæði, ljós og hiti 25 kr. á mann um vet- urinn. Aðgangur að mötuneyti kennara- og samvinnuskólans fyr- ir alla nemendur. ast og Kínerjar hóta almennri uppreisn, ef stórþjóðirnar hætti ekki yfirgangi sínum í Kína. — Painlevé forsætisráðherra Frakka fór nýlega í flugvél til Marokkó og er nú kominn heim aftur og mun skýra bráðlega frá árangrinum af för sinni. Búist ei við að eitthvað verði breytt um stefnu í Marokkómálunum, og að Frakkar taki ef til vill upp sam- vinnu við Spánverja. — Lengi hafa staðið yfir samn- ingaumleitanii' með Rússum og Norðmönnum, um verslunafvið- skifti. Nú munu þeir samningar vera úr sögunni, því Norðmenn þykjast ekki geta gengið að kröf- um Rússa. — Altaf gengur í sama þófinu milli Frakka og þjóðverja. Sífeld- ir samningar um tryggingar- og skaðabætur, en þó komast þeir aldrei að neinnni endanlegri nið- urstöðu. — Verkamannaflokkurinn enski hefir samþykt áskorun um að af- nema herdómstóla. Tilefnið mun vera kirkjusprengingin í Sofía. Telur sig hafa sannanir fyrir því, að' saldausir menn hafi verið dæmdir til lífláts. — Nýlátinn er La Follette þing- maður, sem tvívegis var í kjöri fyrir hönd jafnaðarmanna við forsetakosningar í Bandaríkjum Ameríku. -----o---- Iceland heitir bæklingur á ensku sem Stefán Stefánsson túlkur hef- ir samið, en ferðamannafélagið „Hekla“ gefið út. Er þar lýsing af helstu stöðum er útlendingar ferðast til hér á landi, og örstutt yfirlit yfir sögu landsins, og svo venjuiegar upplýsingar fyrir ferða menn. Bæklingurinn ei' vel sam- inn og frágangur hinn prýðileg- asti. í honum eru 20 myndir óvenjulega vel gerðar. yfirleitt má segja að bæklingurinn sé félag' inu og höfundi til sóma. ísl. glímuflokknum, sem til Nor- egs fór hefir verið vel tekið og virðast sýningar hans hafa vakið allmikla eftirtekt. Ritstjóri: Tryggvi þórltollsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.