Tíminn - 11.07.1925, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.07.1925, Blaðsíða 2
124 TlMINN Sögufélagið. það er einkennilegt hve lítið er minst opinberlega á Sögufélagið og starfsemi þess, að minsta kosti í samanburði við önnur íslensk mentafélög. En þetta er nú reynd- ar engin nýjung hér á landi. þeir menn, sem mest hafa unnið fyrir sögu þjóðarinnar hafa sjaldan fengið mikil laun fyrir starf sitt. Forgöngumenn Sögufélagsins hafa unnið með miklum dugnaði og ósérplægni að því, að gefa út heimildir að sögu landsins. En þetta góða og göfuga starf hefir ekki mætt nægum skilningi hjá oss Islendingum. Sjálf söguþjóðin, virðist vera orðin kærulítil um sína eigin sögu, og sjálft Alþingi hef.ir ekki reynst betur en svo, að útgáfa Alþingisbókanna varð að falla niður í ár, vegna þess að þingið svipti félagið hinum litla útgáfustyrk, sem það hafði veitt til þess. Síðasta þing sá sig þó um hönd, svo útgáfa Alþingisbókanna hefst aftur næsta ár. það er ekkert smáræði, sem Sögufélagið er búið að gefa út, og þar er hver bókin annari betri. Nú er kostur á að eignast þær fyrir lítið verð, ef menn flýta sér að gerast félagar. Hér er skrá um þær bækur er Sögufélagið hefir gefir út fram að árinu 1925, og verð þeirra, eins og það var upphaflega og eins og það er 'nú eftir lækkunina. 1. Morðbréfabæklingur Guð- brands biskup þorlákssonar 1592, 1595, 1608, með fylgiskjölum, 4.50. Niðursett verð 3,00. 2. Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í . Hítardal með viðbæti: I. bindi (Skálholtsbisk- upar 1540—1801)alls 8,90;II.bindi (Hólabiskupar 1550—1801. Við- bætir Æfisaga Brynjólfs biskups, eftir séra Torfa í Gaulverjabæ, m. fl.). I þessari bók er fjöldi mynda. Alls 8,50. Niðursett verð beggja bindanna 10,00. 3. Aldarfarsbók (annáll) Páls lögmanns Vídalíns 1700—1709, 1.50. niðursett verð 1,00. 4. Tyrkjaránið á íslandi 1627, 9.50. Niðursett verð 5,00. 5. Guðfræðingatal, íslenskra, þeirra sem tekið hafa háskólapróf 1707—1907, Eftir Hannes þor- stfeinsson, 5,00. Niðursett verð 3.50. 6. Prestaskólamenn. Eftir Jó- hann Kristjánsson. 2,50. Niður- sett verð 1,00. Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöidum tóbakstegundum, en liér segir: "V" lixcfLlsir. Carmen Bonarosa La Traviata Aspasia Phönix A. do. B. do. C. Lucky Charrn Kr. 22.45 pr. XL ks. — 19.25 — »/* — — 20.30 — V*. — frá Kreyns & Co. . . . . . — sama .......... — sama .......... — sama .............. — sama .............. — sarna ....... —- sama ........... sama . . . . . TJtan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó eklci yfir 2°/0. Landsverslim íslauds. 17.85 17.25 20.70 22.70 10.10 - lL - V, - V2 - ]/2 - V4 7. Lögfræðingatal Eftir Klem- ens Jónsson, 1,25. Niðursett verð 1,00. 8. Æfisaga Gísla Konráðssonar eftir sjálfan hann (með mynd), 6,40. Niðursett verð 4,00. ' 9. Alþingisbækur íslands. I. bindi (1570—1581), 14,00. — II. bindi (1582—1594), 12,00. — III. bindi (1595—1605), 14,00. — IV. bindis 1. hepti 1606—1612), 8,90; IV., 2. 1612—1618), 10,00; IV., 3. (1618—1619), 10,00; IV., 4. (registur) 5,00. — V. bindi 1. (1620), 2,40. Bókhlöðuverð alls 76,30. Niðursett verð 38,00. 10. Æfisaga Jóns prófasts Steingrímssonar, 7,75. Niðursett verð 6,00. 11. Læknatal. Eftir Jóhann Kristjánsson, 1,25. Niðursett verð 1,00. 12. Hyllingarskjöl 1649, 2,50. Niðursett verð 1,00. 13. Búalög, 1.-—2. hefti, 3,20 bæði. Niðursett verð 2,00. 14. Landsyfirréttar- og hæsta- léttardómar 1802—1873. I. bindi (1802—1814) alls 9,55. — II., 1. h. 3,00; 2. h. 5,00; 3. h. 3,00; 4. h. 1,80, 5. h. 2,00 (9,55+14,80 24,35). Niðursett verð 16,00. 15. Skólameistarasögur Jóns prófasts Ilalldórssonar og Vigfús- ar prófasts Jónssonar, gamlar skólaraðir m. fl. 1.—6. hefti, alls 11,75. Niðursett verð 8,00. 16. Æfisaga þórðar háyfirdóm- ara Sveinbjarnarsonai-, 2,00. Nið- ursett verð 1,00. 17. Blanda I., 1. h. 3,20; 2. h. 2,50; 3. h. 5,75. — II., 1. h. 3,00; 2. h. 4,80; 3. h. 10,50. III., 1. h. 4,00. Alls 33,75. Niðursett verð 23,00. 18. Grund í Eyjafirði. Saga hennar. Eftir Klemens Jónsson. 1. hefti 3,00. Niðursett verð 2,50. Bókhlöðuverð allra þessara bóka, er nú hafa taldar verið, er 204 kr. 25 a., en með hinu niður- setta verði að eins 129 kr. þeir, sem kaupa þær allar í senn, geta fengið þær fyrir að eins 105 — eitt hundrað og fimm — krónur og mega það kallast frábær vild- arkaup. Og ennfremur geta nýir félagsmenn, er ganga í félagið á þessu ári, með árstillagi og greiða það um leið, fengið allar hinar áðurtöldu niðursettu bækur fyrir að eins 85 kr. og mun sjaldan verða kostur slíkra bókakaupa, og vissast að hraða sér sem fyrst, því að þessi mikla niðurfærsla á bókum félagsins, er það neyddist til að gera í fyrra, sökum mjög örðugs fjárhags, stendur að þessu sinni alls ekki lengur en til næstu áramóta. Árstillag félagsmanna er 8 kr. Æfitillag í eitt skifti fyrir öll er 100 kr. Æfifélagar fá allar bækur félagsins, sem það gefur út upp frá þeim degi, er þeir gerast æfi- félagar. Félagsmenn fá í ár (1925) þess- ar bækur hjá félaginu: 1. Skólameistarasögur, gamlai’ skólaraðir m. fl. 7. hefti (regist- ur, formáli og titilblöð) 4.00. 2. Blanda, III. bindis 2. hefti, 4,50. 3. þjóðsögur Jóns Árnasonar, I. 1. h. Endurprentun eftir frumút- gáfunni. 3,00. Ennfremur fá fé- lagsmenn aukreitis Skýrslu fé- lagsins fyrir árið 1925. Skilvísir kaupendur fá því í ár bækur fyrir 11 kr. 50 a. gegn að eins 8 kr. árgjaldi. Loksins hefir þá félagið, þrátt fyrir örðugan fjárhag, efnt loforð sitt og tekið að gefa út þjóðsög- ur Jóns Árnasonar, einhverja merkilegustu bók 19. aldarinnar. þjóðsögurnar verða fyrst um sinn alls ekki til lausasölu, svo að menn geta ekki eignast þær nema með því að ganga í félagið. Útgáfunni er hagað algerlega eftir frumút- gáfunni í Leipzig 1862—1864, þannig, að brotið er nákvæmlega jafnstórt, svo að blaðsíða svarai til blaðsíðu og lína til-- línu í gömlu útgáfunni, og auk þess er letrið, bæði meginmálsletur og smáletur, svo líkt, sem framast var unt að fá, svo að heita má að þessi nýja útgáfa sé nákvæm eftirmynd af frumútgáfunni í öll- um greinum; að eins hefir rétt- ritunin verið lagfærð eftir nútíð- arkröfum og auðsæjar prentvillur auðvitað leiðréttar. Forseti félagsins er Hannes þorsteinsson þjóðskjalavörður. Afgreiðslu bóka félagsins hefir Helgi Árnason safnahússvörður á hendi, og tekur hann við tillög- um félagsmanna og veitir nýjum félögum upptöku. Hjá honum geta menn pantað allar bækur félags- ins og fengið þær sendar gegn póstkröfu að viðbættu burðar- gjaldi. * Tíminn skorar á lesendur sína að veita Sögufélaginu stuðning, bæði með því að kaupa einstak- ar bækur, er það hefir gefið út, og þó helst með því að gerast fé- lagar. Menn munu ekki iðrast þess. Svo er það ekki vansalaust fyrir oss, að hið eina félag, sem vinnur eingöngu að því að gefa út rit um sögu föðurlands vors, skuli eiga að búa við fjárhags- legt harðrétti og því ekki getað starfað með fullum kröptum. o var haldið að þessu sinni 4. júlí Af því að eg var einn aðkomu- manna vil eg með fáum orðum láta í ljósi álit mitt um þessa samkomu. Eg get ekki neitað því að eg varð fyrir miklum vonbrigðum. íþróttir voru nær engar sýndar af innanhéraðsmönnum, en Stein- dór Björnsson hafði verið fenginn með flokk ungra meyja frá Reykjavík til þess að sýna at- kvæðalausa leikfimi. Söngur var algerlega atkvæðalaus, sem von- legt var, þar eð enginn æfður söngflokkur var til staðar, held- ui' voru kallaðir saman menn úr ýmsum áttum, til þess að „taka lag’ið“. Aðalræðumennirnir voru keyptir úr Reykjavík — því að nú er ekkert gert nema fyrir peninga. — Eins og gefur að skilja sótti eg mót þetta í þeim tilgangi að kynnast menningu héraðsins. En eg verð að segja að eg kyntist ómenningu. Héraðsmenn og þeir sem gang- ast fyrir því að koma á þessum samkomum, ættu að skilja, án þess að þeim væri bent á það, að ef þeir vilja halda uppi metnaði og' menningu í héraðinu, þá eru mót þessi til mestu háðungar hér- aðinu og skaðleg menningunni, nema það sjeu innanhéraðsmenn, er sjeu aðalmenn í öllu því, sem fram fer á mótinu, fólkinu til gagns og gamans. Iðnsýning var í sambandi við mótið. Var hún ihið eina, sem hægt var að telja mótinu til gildis frá hálfu héraðsins. 5. júlí 1925. Jón H. þorbergsson. ----o---- íslensk hrynjandi Og íitdómur dr. Alexanders Jóhann- essonar. Nr. 3. „Númer“ þrjú er þessi klausa. „Ef farið væri eftir kenningum hans, (þ. e. S. Kr. P.) myndi mjög erfitt veitast að rita ís- lensku. þá yrði að sleppa ákeðna greininum (þótt -eg sé honum sammála um það, að stundum megi komast af án hans)“. Erfitt er að sjá, hvernig menn geta sagt slíka vitleysu, án þess að Jjlygðast sín. Dr. Alexander liefir þó sjálfur sagt, að í bókinni, „Hrynjandi ísl. tungu“ sé „ara- grúi af dæmum úr fomum ritum og nýjum til sönnunar kenning- um höfundar“. Er þar ef til vill hvergi ákveðinn greinir? Og er hann ekki hér og hvar í ritinu sjálfu, sem er ritað eftir reglum þessum spjaldanna á milli. Hitt er annað mál að hóflaus greinis- notkun veldur skemdum, linar málfarið, eins og sýnt er í „Hrynjandi ísl. tungu“. Sum- um mönnum er klaufaskap- ur meðfæddur, og þeim veitir ávalt erfitt að temja sér íþrótt, kvarta undan reglum hennar og hliðra sér hjá þeim. Svo er um ýmsa bragskussa, að íslenslc alþýðumentun á 18. öld. Eftir Hallgrím Hallgrímsson mag. art. Iírepphólar og Stóra-Hof: 225 sálir. 51 læs, 174 ólæsir. Prestur nú hófsamur, en hafði áður verið drykkfeldur. Óskaði umbóta á heimilisaga, er ekki lærður. í söfn- uði hans, sem annars kvað hafa nokkra bókstafsþekkingu hefir hingað til tíðkast sá ósiður að fremja leiki og vanhelga sunnu- daginn. Fólk er hirðulaust um húslestra. Gaulverjabær óg Stokkseyri: Fjölmennasti söfnuður á íslandi, 970 sálir. 249 læsir, 721 ólæs. Prestur skikkanlegur og ekki ólærður, en uppburðalitill og værukær. Vissi fátt um söfnuðinn, nema að þörf væri á skóla sökum fjölmennis. Hann þyrfti að fá duglegan kapelán. Villingaholt og Hróarsholt: 321 sál. 56 læsir, 265 ólæsir. Prestur útlifað gamalmenm, ætlaði hið fyrsta að segja af sér. Ekki heimskur, en ólærður, vanrækinn og drykkfeldur. Hafði vanrækt húsvitjanir. Hélt alt vera í besta lagi og lagði því ekki tll neinna breytinga, mena að kennarar væru fengnir handa fátækra manna bömum. Presturinn, sem fær þennan þunga dóm.var Jón Gíslason, sem í rúm 40 ár þjónaði Villingaholti. Hann mun hafa verið atkvæðalítill um skör fram, enda er söfnuður hans einn af hinum verst ment- uðu á landinu. Kallaðarnes: 158 sálir. 32 læs- ir, 126 ólæsir. Prestur (Vigfús Jóhannsson) ólærður, þrætugjarn og drykkfeldur. þótti söfnuður sinn í mjög góðu lagi, og taldi enga erfiðleika á, og hefði hann því einskis að æskja kristindóm- inum til eflingar, með því að all- ir breyttu, sem bæri. þyrfti að fá stranga áminningu. Slæmt hefil' ástandið verið þar Miðdalur og Úthlíð: 189 sálir. 60 læsir, 129 ólæsir. Prestur sett- ur af. Aðrar upplýsingar vantar. Ólafsvellir: 312 sálir. 56 læsir, 256 ólæsir. Prestlaust. Slæmt hef- ir ástandið verið þar. En nú kom- um vér, að endingu að sjálfu höf- uðbóli kirkjunnar, biskupssetri og skólastað. Skulum vér því búast við miklu. Skálholt: 148 sálir. 56 læsir, 92 ólæsir. Presturinn Vigfús Erlends- son, dómkirkjuprestur og prófast- ur, vandaður og skikkanlegur maður, en mjög þjáður af sjúk- dómi, sem opt hindraði hann í em- bættisverkum. Kvartaði um aga- t leysi, óskaði að fáfróðum væri el leyft að ganga í hjónaband og að séð væri fyrir kenslu og upp- eldi fátækra barna. Svo mörg eru þessi orð. Ekki virðast hinir miklu menn, er á biskupstóli sátu í Skálholti um langa hríð, hafa hugsað mikið um uppfræðslu kotunganna kringum biskupssetrið. þá er Árnessýslu lokið og ei alls í sýslunni 17 prestaköll, 33 kirkjur, 5030 sálir, 1178 læsir og 3852 ólæsir. Um Árnes- og Rangárvalla- sýslur má segja það sama, að þær hafa verið merkilega fjölmennar á þessum tímum. Hundrað árum seinna voru í Rangárvallasýslu 4776 menn, en í Árnessýslu 5159. Lítil íjölgun á heilli öld. þó ber þess að gæta, að 1845 eru Vest- mannaeyjar ekki taldar með Rangárvallasýslu, og þá voru 396 sálir í eyjunum. Gullbringu- og Kjósarsýsla 1744—1745. Kálfatjörn: 232 sálir. 70 læsir, 162 ólæsir. Kapelláninn (Sig. Jónasson) er hinn eini prestur í héraðinu, sem má teljast laus við drykkjuskap, en ólærður og óreyndur. Lætur lélega yfir söfn- uðinum. Hann ámintur um að stunda húsvitjanir og barnaspura- ingar, og leggja rækt .við að kynnast söfnuði sínum. Brautarholt og Saurbær: 381 sál. 130 læsir, 521 ólæs. Prestur ólærður, drykkfeldur, kvað aðeins einn í söfnuðinum fáfróðan, hina vel að sér. Kvað fólk sækja illa kirkju, og börn lifa í sjálfræði. Óskar eftir að gefin séu út Dominicale og Graduale, og að hinar lögboðnu fræðaskýringar séu prentaðar með stærra letri, svo fólki gangi betur að lesa þær. Útskálar: 234 sálir, 55 læsir, 179 ólæsir. Prestur (Gísli Jóns- son) ólærður, drykkfeldur og yf- ir höfuð mjög slæmur maður. Gat þvínær ekkert sagt um söfn- uð sinn, nema hann teldi þörf á strangari aga, og að hreppstjórar ættu að hafa eftirlit með fram- ferði manna. Reynivellir og Meðalfell: 330 sálir. 166 læsir, 164 ólæsir. Hér er prestur Torfi Halldórsson, og sonur hans Einar kapellán. þeir útsláttarsamir og sýna eigi prest- lega alvöru. Sonurinn einfaldur, ólærður og drykkfeldur. Söfnuð- urinn kvað vera allvel uppfrædd- ur. Prestar óska eftir barnaskóla. þeir hafa vanrækt spurningar, ámintir um að rækja þær sam- kvæmt hinni nýju tilskipun. Vík á Seltjarnarnesi, Nes og Laugarnes: 484 sálir. 151 læsir, 333 ólæsir. Presturinn (Gísli Sigurðsson) ófróður um embættis- sakir, drykkfeldur, ólærður og þar til mjög lélegur ræðumaður. Honum boðið að fá sér kapellán. Sú mikla óregla er í söfnuði hans, að einu sinni á ári er haldin svo- nefnd gleði á bæ einum. Er þar hoppað, dansað og sungið sam- hliða því að guðlegir sálmar eru sungnir, bjóst prestur ekki við að fá þetta afnumið, því það væri forn venja. Svona var þá mentunarástand Reykvíkinga fyrir 180 árum. Ekki var lærdómurinn á marga fiska. Frásögnin um gleðina er kostu- leg, og harla frábrugðin því, er vér mundum telja sæmilegt nú á dögum. Hugsum oss að unga fólkið í Rvík nú safnaðist saman í Bárunni eða Iðnó og dansaði Tango og One Step og syngi jafn- hliða bestu sálmana úr sálmabók- inni. það mundi víst þykja ósæmi- legt, og þó getui' skeð, að gleði 18. aldarinnar hafi verið eins prúð og dansleikir vorra tíma, þó hún færi fram á annan hátt. Garðar og Bessastaðir: 489 sál- ir.115 læsir, 374 ólæsir. Prestur (Björn Thorlacius prófastur) ekki ólærður, en lítt gáfaður og slæm fyrirmynd presta sinna um bind- indi. Gerii' sér mannamun. þekkir ei vandkvæði í söfnuði sínum, seg- ir þó að eldra fólkið sé fáfrótt. Öskar eftir barnaskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.