Tíminn - 18.07.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1925, Blaðsíða 4
130 TIMINN íllið inílendan ilnl. Sendið ull yðar til vinnu í Klæðaverksm. Álafoss. Ábyggileg'afgreiðsla. Kaupum ull hæsta verði. Seljum duka haldgóða og áferðarfagra lágu verði. Látið því „Ála- fossu sitja fyrir viðskiftum. — Snúið yður til umboðsmanna'vorra eða simnefni: Áiafoss Afffreiðsla Alafoss Simi 404 _T , Ö . _ T* . . Simstöð verksm.: Varmá Hatnarstrseti 17? Rcykjavik Álafosshlaupid verður háð sunnudaginn 9. ágúst, og Hafnarfjarðarhlaupið sunnudaginn 23. ágúst. Sama vegalengd verður hlaupin í báðum hlaupunum, eins og áður. Þátttakendur gefi sig fram við Sigurð Jóhannsson í Austurstr. 12, fyrir 5. ágúst í Álafosslrlaupið og 15. ágúst í Háfnarfjarðarhlaupið. Glímufólagið Ármann. Allir sem ætla að byggja, ættu að kynna sér hinn heimskunna, ágæta „vinkilstein11 og byggingai-fyrirkomulag úr þeim steini. Hús bygð úr vinkilsteini hafa hvað eftir annað lilotið 1. verðlaun í byggingarsamkeppni, vegna þess, að þau hafa reynst hlýrri og raka- minni en önnur steinhús, en jafnframt ódýrari, vegna þess, að hægt er að steypa steina á staðnum, og að timbur og sementsnotk- unin verður minni en venja er til. Þorleifur ESjjóIfsson húsameistari Sími 1620. Austurstræti 17. Reykjavfk Pósthólf 1014. settir á Akureyri, tveir í Reykja- vík, einn á Sauðárkróki og einn í Saurbæ í Eyjafirði. Samþykt var að halda næsta Stórstúkuþing í Reykjavík. þegar litið er til baka yfir liðið stórstúkuár verður ekki annað sagt en starfið hafi gengið mjög sæmilega ’ undir stjórn þeirra Norðlendinganna. Stofnaðar hafa verið 6 nýjar unglingastúkur og 8 nýjar undirstúkur oð 2 endur- vaktar. Skuldir Stórstúkunnar mink- uðu um ca. helming þrátt fyrir kostnaðarsama bókaútgáfu (lög- bók og siðbók). Einnig tókst á árinu að knýja fram birtingu Spánarsamningsins. ----o---- Frá itlöndum. Póllandli er stærst og langfjöl- mennast hinna nýju ríkja sem mynduð voru með Versalafriðn- um. En það er jafnframt það rík- ið, sem hræddast er við framtíð- ina og er ekki að undra. Stór- veldin, Rússland og þýskaland, liggja að sínu megin hvoi't, og bæði neita að viðurkenna núver- andi landamæri; kalla bæði til mikilla landflæma af Póllandi nú- verandi. Munu Pólverjar ekki efa að hvorir um sig, Rússar og þjóð- verjar, láti ekki lenda við orðin tóm, sjái þau nokkurt færi að fá óskum sínum framgengt. Er því ekki að undra þótt Pólverjar reyni að efla her sinn sem best og knýta sem fastast vináttu og hermenskusambandið við Frakk- land, því að þaðan er hjálparinnar vænst, þó að helst til sé langt í milli. Gaf hei-málaráðhei'ra Pól- lands nýlega út skýrslu um það að innan tveggja ára hefði her- aflinn aukist um nálega helming, enda hefði Pólland þá á að skipa fjórum miljónum vopnfærra og æfðra manna. — Fult samkomulag er komið á milli Grikkja og Tyrkja út af brottvísum patríarksins úr Mikla- garði. Hafa Grikkir tekið aftur kæru sína til alþjóðabandalags- ins. — Tvö ný herskip og tvo neð- ansjávarbáta til hernaðar er Ást- ralíustjóm að láta smíða í Eng- landi. Kosta 31/2 miljón sterlings- punda. — Ungur Bandaríkjamaður, Lincoln Ellswort, stýrði annari flugvjel Amundsens í heims- skautsfluginu. Faðir hans hafði gefið 100 þús. dollara til farar- innar. Stuttu áður en þeir félagar komu aftur, úr helju heimtir, til Svalbarða dó gamli maðurinn af harmi, vonlaus um björgun son- arins. — 1 tólf vikur stóð hin mikla vinnuteppa í Danmörku og varð æ yfirgripsmeiri því lengur sem leið. Er áætlað að tap verkamann- anna, mest vinnulausra, hafi num- um 100 miljónir króna. — Snemma í síðastliðnum mán- uði gekk svo mikil hitabylgja yf- ir Bandaríkin að meir en fimm hundruð manna biðu af bana og fjöldi veiktist. I New York var mörgúm búðum og skólum lokað vegna hitanna. Stórviðri komu í kjölfarið og ollu miklu tjóni. —- Aðalfundur saflibands dönsku kaupfélaganna var haldinn í f. m. Umsetningin árið sem leið var c. 170 milj. kr., nálega 25 milj. kr. hærri en í fyrra. Umsetning verksmiðjanna, sem kaupfélögin eiga var rúmlega 46 milj. kr., 6 milj. kr. hærri en í fyrra. Eru 1804 kaupfélög í sambandinu. Hreinn ársarður var yfir 11 milj. kr. En nokkurn halla bíða fé- lögin vegna samvinnubankans. -----0----- Látinn er á Sandi undir Jökli Valdimar Ármannsson verslunar- stjóri bróðurson Bjarnar frá Við- firði málfræðings. Síldveiði er byrjuð á Siglufirði. Er talið gott útlit um veiðina. Hafa Norðmenn meiri útbúnað til sildveiða en nokkru sinni áður. Ræktunarsjóðurinn. Pétri Magn- ússyni hæstaréttai-málaflutnings- manni frá Gilsbakka hefir verið veitt forstjórastaða Ræktunar sjóðsins. Samkvæmt lögunum á sjóðurinn að taka til starfa eigi síðar en 1. okt. næstkomandi. Á síðasta þingi fékkst loks samkomulag um það í Ihalds flokknum að láta taka sameigin- lega mynd af hópnum. Ekki er Jón Kjartansson þar með. Vilja sumir leggja flokksstjórninni það út til hróss. Verður hver að því Alfa- Laval skilvindur reynast best Fantanir annast kaupfé- iög‘ út um land, og Samband ísl. samviélaéa. HELOTTE ta, fcr* <! <Þ c2. C B cr ffl Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Símn.: Avo. Sími: 1498 H.f. Jón Sigmundssou & Co. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Serú með póstkröfuútumland,ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiðui Sími 383. — Laugaveg 8. Sjé- og bruna- vátryggíngar. Símar: Harmoníum frá B. M. Haugen á Lauvstad í Noregi eru viðurkend fyrir gæði; hljómfegurð og vandaðan frágang. — llljóð- færin eru mjög ódýr eftir gæðnm. Svara öllum fyrirspurnum og sendi verðlista þeirn er þess óska. Sérstaklega vil eg benda prestum og kennurum á h.ai'moníum með ferföldu hljóði (verð ca. 1000 kr.), sem er sérstaklega srníðað fyrir minni kirkjur og skóla. — Umboðsmaður á íslandi Sæmundur Einarsson, Þórsgötu 2, sími 732, heima kl. 1—3 og 8—9 síðdegis. Sjótrygging .... 542 Brunatryg'ging' . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá getur að leiða eftir því sem lík- legt þykir, hvað valdi. Eigi skortir enn stór orð Vai- týs í garð Jónasar Jónssonar, enda hefir nú Jónas lengi verið fjar- staddur og verður enn um hríð. Er hann eigi meðalheimskur, Val- týr, er hann hygst að forðast almennan hlátur og spott, við slíkt framferði, því að hitt vita allir hvað úr garpinum verður þegar Jónas er heima. Vill Tíminn í fullri vinsemd benda Valtý á að lesa frásögn Snorra Eddu um þá Hrungni og Mökkurkálfa. Yf- irlæti þeirra meðan þór var fjar- staddur er allfrægt orðið. En hvernig fór fyrir Mökkurkálfa, Vaítýr góður, þegar hann sá þór? Lögjafnaðaniefndin heldur fund í Kaupmannahöfn innan skamms. Bjarni Jónsson frá Vogi getur ekki sótt fundinn, því að hann hefir legið veikur og liggur enn, síðan hann kom úr leiðarþinga- ferð um Dali fyrir hálfum mán- uði. Menn munu fylgja starfi nefndarinnaf með óvenju miklu athygli í þetta sinn, því að hún á að fylgja fram kröfu Alþingis um endurheimt skjala og forn- gripa frá Dönum. Haraldur Sigurðsson píanóleik- ari frá Kallaðarnesi og frú hans eru nýkomin til bæjarins, aufúsu- gestir öllúm söngelskum mönnum. Hafa þegar haldið tvo hljómleika við hinn sama hróður og áður. Er Haraldur engum manni ís- lenskum öðrum líkur um píanó- leik. „Moggi“ hefir nýlega prentað kafla úr Tímariti Samvinnufélag- anna. Vegna þess að allmarigir lesendur „Mogga“, einkum hér í Reykjavík, sjá ekki Tímaritið, þá er „Mogga“ hérmeð vottað þakk- læti fyrir greiðann, og óskað að hann geri hið sama sem oftast. Lúðrasveit Reykjavíkur undir • stjórn Páls ísólfssonar, ætlar í sumar, fyrst í ágúst, að takast ferð á hendur til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. þá leiðina fer öll sveitin, 20 menn. Síðan fara 10 úr sveitinni með Páli, landveg úr Eyjafirði vestur yfir Skagafjörð; um Sauðárkrók, Blönduós og Hvammstanga til Borgamess. Verða haldnir hljóm- leikar allsstaðar þar sem því verð- ur við komið. Má telja víst að þeim félögum verði alstaðar vel fagnað, því að svo ágæt lúðrasveit hefir aldrei fyr verið til á landi hér. Moggi og Danadekrið. Valtýr hefir gefist upp í deilunni, enda var málstaðurinn ekki góður, en eins og oft vill verða er menn vita hvorki upp né niður, skrifar hann illyrta skammagrein til þess að svala þyrstri sál sinni. Ekki skal eg banna honum það, en hins vil eg biðja hann, að vera ekki að tilfæra rangt enskar setningar eftir IJjaltalín sáluga því þó Val- týr kunni lítið í ensku, ætti hon- um þó að vera vorkunnarlaust að muna þessa setningu rétt, því svo oft var Hjaltalín í bræði sinni búinn að tauta hana yfir honum. þessi grein Valtýs er þannig að máli og rithætti (sbr. „framsetn- ingur“, ,,Höfuðpaursins“), að ekki er orðum um hana eyðandi. það væri létt verk að svara í sama tón og segja að ritstjórar Morgun- blaðsins kynnu hvorki að hugsa né skrifa, en þess þarf ekki með, því þaó er lesendum blaðsins fyr- ir löngu fulkunnugt. H. H. Halldóra Bjamadóttir er nýfar- in til Færeyja með ýmsa heimil- íslensku íéiagi. Hestur, bleikur með gagnfjöðr- uð bæði eyru, tapaðist 4. júlí frá þjórsártúni. Vinsamlega beðið að tilkynna í síma að Kiðjabergi, þegar hesturinn hittist, eða koma honum að Ölvesá. Vaðnesi 6. júlí 1925. Ingi Gunnlaugsson. Grár hestur heldur lítill, dökk- ur á fax og tagl, mark: stýft og fjöður fr. hægra, hefir tapast. Finnandi geri viðvart Guðna Guð- mundssyni G1 j úfurholti Ölfusi eða Sigurði Jónssyni Hverfisg. 82 Reykjavík. — Sími 1243. Samvinnuskólinn. Kensla sjö mánuði frá 1. okt. til aprílloka. Skólagjald 100 kr. Heimavist fyrir pilta 15 húsnæði, ljós og hiti 25 kr. á mann um vet- urinn. Aðgangur að mötuneyti kennara- og samvinnuskólans fyr- ir alla nemendur. isiðnaðannuni íslenska og ætlar að halda sýningu á þeim þar. Mfeð henni fór Jón bóndi Sigurðsson frá Hofgörðum með spunavél. Jafnframt verður sýning á fær- eyskum heimilisiðnaði. Mun Hall- dóra jafnframt ferðast uœ milli ungmennafélaganna færeysku. Ritstjóri: Ti-yggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.