Tíminn - 01.08.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.08.1925, Blaðsíða 1
(Öjaíbfeti o<j afgrei&síur,fi6ut Cimans er Sigurgeir $ r i 6 r i f s f o n, Sambcmbsfynshtu, Revffatrif, ^.fgteiböla Cimans er í Sambattösljúsinn ©jpiti 6aglega 9—f. b- Simi IX. ár. Eeykjavík 1. ágúst 1925 37. blað í stónim dráttum heíir nú ver- ið sýnt hver böggull fylgir skamm rifi eigi að ná föstum grundvelli í íjármálunum með þeim hætti að hækka gildi krónunnar- aftm' upp í gamla verðið. Atvinnuvegunum verður hækk- unin svo þungbær, að mjög er óvíst að þeir rísi undir þeim byrð um, enda ráða hinir frægustu vísindamenn frá að fara þessa leið. Langan tíma hlýtur hækkunin að taka, enda fullvíst að atvinnu- vegirnir þola hana ekki að Öðr- um kosti. Allan þann tíma verðm að búa við böl óvissunnar. Jafnframt vofir hin hættan yf- ir að peningarnir falli aftm1 í verði og engin trygging fyrir að svo fari ekki. Meðan hækkunartíminn stend- ur yfir er líklegt að kyrstaða og afturför hafi lamandi áhrif á þjóðlífið. Loks getur enginn fuiiyrt að nokkurntíma takist að ná aftur gamla gullverðinu, Getur eins vel farið svo að gefast verði upp ein- hversstaðar á leiðinni. Hvers vegna á að fara erfiðu leiðina? Mjög knýjandi ástæður þurfa að vera fyrir því að fara svo erfiða leið. Hvaða ástæður liggja til þess? pví er fljótsvarað. Ein ástæð- an er til að fara þessa leið og engin önnur, og hún er sú ef þessi leið væri eina leiðin að því marki að fá aftur fastan fjárhagsgrund völl með innleysanlegum, gull- trygðum) peningum. Ef svo væri að hið eina nauðsynlega væri að krónan hefði sama gullverð og hún hafði fyrir stríðið, og eini möguleikinn til að gulltryggja hana og gera innleysanlega væri sá, að láta hana aftur ná gamla verðinu, þá væri ekki áhorfsmál að fara þessa leið. Svo mikið lífs- spursmál er að fá aftur fastan grundvöll undir fætur í þessu eíni. En það vantar mikið á að þetta sé hið eina nauðsynlega. því að sannleikurinn er sá að í raun og veru gildir alveg einu hvaða verð krónan hefir gagnvart gullinu, hvað sagt er t. d. í íslenskum lögum um það hve mörg grömm af gulli t. d. 10 kr. gullpen. á að vega. Aðalatriðið er hitt að krón- an hafi fast verð gagnvart gull- inu. Um að fá fastan grundvöll undir fjármálalífið er þetta eina atriðið. Að þessu athuguðu er það ljóst, að það er skylda löggjafa og stjórnarvalda að einblína ekki á þessa einu leið í gengismálinu: að hækka í gamla farið. þar sem vitanlegt er að svo óumræðilega miklir erfiðleikar eru því samfara, þar sem vitan- legt er enhfremur að frægustu vísindamenn benda á aðra leið, væri það með öllu ófyrirgefanlegt að rannsaka ekki til þrautar hvort sú leið sé ekki greiðfærari. Að stýfa krónuna. Ef farin er sú leiðin að stýfa krónuna og gera hana innleysan- lega við gulli, sem næst því verð- gildi sem hún hefir nú, verður komist hjá öllum þeim miklu annmörkum, sem því fylgja að fara hækkunarleiðina. Að vísu kemur engum til hug- ar að gefa nú fyrirvaralaust út lög um stýfingu krónunnar, inn- leisanleik hennar og breyting á peningalögunum. Vafalaust þarf til þessa alllangan og ræki- legan undirbúning, sem ekki verður um rætt Viér. En af þeim þjóðum .sem þessa ið hafa far- ið, Finnum og Tékkó-Siöfum, má áreiðanlega mikið læra um þenna undirbúning. En verði ókvörðunin tekin, koma aileiðingarnar fyr í ljós en sporið er stígiö endanlega. Úr því sú ákvörðun v:eri tekið er at- vinnuvegunum í raun og veru óhætt að treysta föstum grund- velli í peningamálunum. Hætt- unni er kipt burt fyrir bankana að halda áfram að kaupa erlend- an gjaldeyri ákveðnu verði, er þeir hafa það á bak við sig af ríkisins hálfu að fest verður end- anlega. pannig héldu Finnar sínu gengi föstu alllanigan tíma áður en þer stigu sporið til fulls. Markinu er því náð svo gott sem þegar í stað. Sá grundvöllur sem nú er, verður áfram undir fjármálalífinu. Atvinnurekendur og allur landslýður fær aftur uppfytla þá kröfu að standa á heilbrigðum grundvelli. Atvinnu- vegirnir hætta þegar að vera reknir eins og fjárhættuspil. Stýfingarleiðin hefir alla kosti en enga galla hækkunarleiðarinn- ar. Væri einkis annars að gæta, er svo augljóst sem orðið getur, að fremur á að fara stýfingar- lieðina. En það er líka annars að gæta. Er það þjófnaður? það munu rísa upp menn sem segja: Ríkið gerir sig nálega sekt um þjófnað ef það fellir krónuna í verði með því að stýfa hana ? ' þeir menn sem þetta segja hafa að nokkru leyti á réttu að standa. Ef krónan verður stýfð verður framið ranglæti á sumum ein- staklingum. En þess ber að gæta, eins og sýnt verður, að hvemig sem ráðið verður fram úr gengis- málinu verður framið ranglæti á einhverjum. Málinu verður ekki ráðið endanlega til lykta án þess að ranglæti verði framið. Verkefnið er þá það að ráða málinu þannig til lykta að sem minst ranglæti eigi sér stað. Sparisjóðsinneigendur tapa. Gerum ráð fyrir að maður nokkur hafi lagt 1000 kr. á spari- stjóð einhverntíma á árunum áð~ ur en krónan féll og hann eigi þær þar enn, þá er krónan er stýfð. Ilann lagði inn 1000 gullkrón- ur. Sé krónan stýfð og gerð inn- leysanleg við núverandi verði fær hann að vísu út aftur 1000 gullkrónur, en hver um sig er c. einum þriðja lægri en igull- krónan sem hann lagði inn. því verður ekki neitað að þessi maður verður fyrir ranglæti-. þetta gildir vissulega um marga. Með engu móti verður því neitað að þetta er hart að- göngu. Sérstakleg-a kemur þetta ómaklega niður af því að þarna eiga, í mörgum tilfellum, hlut að máli, góðir og grandvarir borg- arar, hinir sparsömu menn. þetta kemur einnig illa niður á öllum opinberum sjóðum, þeim t. d. sem stoínaðir hafa verið til þess að styðja að nauðsynlegum framkvæmdum, eða til þess að styðja hverskonar líknarstarf- semi. þetta er alvarlegasta afleiðing- in af því að stýfa krónuna. þessir sjóðir lækka raunveru- lega í verði um c. þriðjung. Ekki nýtt ranglæti. En eins verulegs atriðis verð- ur að gæta í þessu sambandi. það er ekki nýtt ranglæti, sem framið er á þessum einstakling- um og stofnunum, þó að krón- an verði stýfð nú. þetta ranglæti er þegar komið á með þeirri verðlækkun sem orðin er á krónunni. þetta rang- læti var meira áður, en nú er, með an krónan var enn lægri. Ef krónan yrði stýfð, er því ekkert nýtt ranglæti framið í þessu efni af ríkisins hálfu. það sem gert er er það, að það er ákveðið með lögum, að haldast skuli áfram það ástand sem er. Sjóðir og einstaklingar skuli missa vonina um að krónan nái aftur gamla gullverðinu. Rang- lætið sem orðið er verði ekki bætt. En annað er líka gert jafn- framt. það er trygt, sem alls ekki er fulltrygt ef áfram á að reyna hækkunarleiðina, að ekki falli krónan aftur meira. það er tiyigt að ranglætið aukist ekki aftur. Hvort er meira virði, veit eng- inn. Einstaklingar sem hlut eiga að máli um þetta, munu kveða upp um það misjafnan dóm. En í þeim hóp eru vafalaust margir sem hugsa á þá leið að betri sé ein kráka í hendi en tvær í skógi. Framtaksmennirnir beittir rang- læti. Á árunum þegar íslenska krón- an féll í verði, gengu mjög mikil harðindi yfir landið. þau harð- indi ullu því að mikill þorri manna, og allra helst framleið- endur, urðu að hleypa sér í skuldir. Um mikinn þorra bændastétt- arinnar gildir það t. 'd., að menn urðu að hleypa sér í stórskuldir vegna fóðurbætiskaupa, til þess að bjarga búpeningnum frá falli. Tökum dæmi af bónda. Hann tekur 1000 kr. Ián til að bjarga skepnum sínum. Hann hefir ekki getað borgað það enn, því að af- koman hefir undantekningarlítið veríð erfið síðan og ’hann hefir orðið að borga afarháa vexti af láninu. Gerum ráð fyrir að hann geti ekki borgað neitt af lán- inu fyr en krónan er komin í gamla gullverðið. Hann fekk 1000 kr. að láni, sem giltu hver 2/s gullkrónunnar gömlu. Hann verður að borga c. 1000 gull- krónur þ. e. hann verður að borga c. 1500 kr. jafn verðháar þeim sem hann fekk að láni. — þetta er hið fylsta raniglæti og er annað dæmi nefnt hér að framan þessu líkt. þetta á við um afarmikinn fjölda manna á landi hér, bæði til lands og sjávar. Og það kem- ur sérstaklega ranglátlega niður, því að harðast verða úti þeir sem oft hafa átt erfiðasta lífs- bai'áttu, sem hafa gengið nærri sér um að bjarga skepnum sín- um og framfleyta fjölskyldunni og í því skyni bundið lánstraust sitt. Áreiðanlegustu og vinnu- sömustu menn landsins eru vissu- lega margir í þessum hóp. Hart er að láta þennan nýja okurskatt skella á þá í viðbót við erfiðleika harðindaáranna og hina háu bankavexti. þá verða einnig mjög hart úti og allra harðast menn sem hafa verið að brjótast í því að auka frmaleiðsluna, stofna til aukins atvinnureksturs eða t. d. bæta jarðir sínar á undanfömum ár- um. Verður ekki um það deilt að slíkir atorkumenn eru einhverjir hinir þörfustu þjónar þjóðfélags- ins og allra helst á erfiðustu tím- unum. þeim er það ekki síst að þakka að ekki keyrir alt um þvert bak er ái-ferði og aðrir erfiðleikar kreppa fastast að.. Vitanlega hafa þessir menn orðið að taka lán í þessu skynl. Afardýr lán hafa þeir orðið að taka og óeðlilega margt hefir farið í súginn á hinum erfiðu tímum. Eigi krcnan að hækka í gamla gullgildið bætist á þá nýr skatt- ur. þriðjungi verðhærri krónur verða þeir að endurborga, en þær er þeir fengu lánaðar. Afleiðingarnar eru óumflýjan- legar. Tiltölulega mdkill hluti hinna ungu bænda á landinu hlýt- ur að flosna upp. þeir munu ekki rísa undir skuldunum. Sama gild- ir um þá sem byrjað hafa á út- gerð síðari árin, þá sem ekki standa á gömlum merg. Sama gildir undantekningartítið um alla atorkumenn sem hafa verið að brjótast í framkvæmdum und- anfarin ár. Rjúki þeir ekki um koll koma á þá nýjar byrðar sem þeim verður afarerfitt að rísa undir. Er þessi hlið málsins svo al- varleg, snertir svo marga, og kemur niður á þá sem síst skyldi, að hún ein er ærið íhugunarefni. Spekúlantarnir græða. Hinsvegar blasir við enn ný hlið ef hækkuð verður krónan í gull- verð bráðlega. Til eru menn, en tiltölulega fá- ir, sem græddu ekki alllítið þegar allur þorri manna tapaði. það eru þeir sem voru hygnir, eða hvað á að segja, voru ófyrirleitnir, eða þá sérstaklega forsjálir ef til vill, þegai’ glundroðinn mikli ríkti, og þegar krónan féll í verði. Gei’um ráð fyrir að einhver þeirra hafi t. d. þá grætt 100 þús. kr. og síðan sest í helgan stein og lagt féð á vöxtu. þessi maður græðir á hækkun krónunnar, og alveg óverðskuld- að. það voru ekki gullkrónur, sem hann græddi og setti á vöxtu. þær voru c. þriðjungi verðlægri en gullkrónur. Nú hækka þær í verði um þriðjung. Raunverulega fær hann 150 þús. kr. fyrir þær 100 þús., sem hann lagði inn. Um allmarga gildir þetta að meira eða minna leyti. Ekkert hafa þessir menn til þess unnið að þeim sé á þennan hátt gefið verðmæti. Hvað er minsta ranglætið? Hvern einasta einstakling' í þjóðfélaginu, undantekningarlitið, snertir það mjög, hvernig end- anlegar ráðstafanir verða gerðai’ í gengismálinu. Ranglæti í einhverri mynd verður verður framið við hvert fótmál. En hvernig verður því ráðið til lykta þannig að sem minst ranglæti eigi sér stað? Enginn getur svarað þeirri spurnngu með fullri vissu. Eng- inn þrautþekkii’ svo fjárhags- ástand alls þorra manna eins og það var þá er krónan féll í verði, og eins og það er nú, að hann geti svarað því með fullri vissu. það verður hver og einn að ráða af hkum, og eftir bestu samvisku. En sú vex’ður niðurstaða mín, eftir mjög vandlega íhugun að minna ranglæti muni eiga sér stað ef krónan er stýfð, en ef hún er látin hækka aftur í gamla guliverðið. Breytingarnar á efnahags- ástæðum alls þori’a manna, urðu svo gagngerðar og almennar, ein- mitt á þeim árunum þegar krón- an féll, þegar hvorttveggja bar að í senn, hinn mikli glundraði á atvinnu- og viðskiftalífi og hinir miklu erfiðleikar vegna ái>- ferðis, að það, hverjir nú skulda, og hverjr nú eiga fé á vöxtum, það mótast langmest af þeim við- burðum sem gerðust á þeim árum. ( Meðan ekki eru borin fram þungvæg rök á móti mun eg því hiklaust halda því fram að rétt- látasti grundvöllm'iim sem hægt er að fá þegar ákveða á endan- lega verðgildi ki’ónunnar sé ein- mitt sá sem við nú stöndum á. Niðurlagsorð. Áður en jeg gæti birt nema nokkurn hluta iþessarar greinar er kastað að mér harðyrðum úr öðru aðalmálgagni landsstjómar- innar, sem gefið er út hér í bæn- um, fyrir að vekja þannig um- ræður um genigismálið. Afar- þung ummæli lætur blaðið falla um hvert skaðræði það sé að eg skuli bei’a fram slíkar skoðanir, einkanlega þar sem eg sé í gengis nefndinni. Nálega landráðum var eg borinn. Minna mátti það ekki kosta. Andgust þann læt eg mig engu skifta. Á Alþingi bar eg fram sömu skoðanir. Sex þingmenn, ásamt mér, þrír úr hvorum stærstu flokkanna, báru fram tillögur sem a. m. k. bentu í þessa átt. Meiri hluti fjárhags- nefndar neðri deildar — þrír Frams.fl.menn og tveir Ihalds- menn — aðhyltust þær tillögur í aðalatriðum og Alþingi afgreiddi málið á þeim grundvelli. Eftir að eg var kosinn í geng- isnefndina taldi eg mér enn skyld ara að athuga málið alveg sér- staklega. Og þar sem eg er sannfærður um að um er að ræða eitthvert allra þýðingarmesta fjárhags- mál þjóðarinnar, en um leið mál sem nálega ekkert hefir verið um rætt hjá þjóðinni, taldi eg mér ekki aðeins leyfilegt, heldur bein- línis skylt að hefja umræður og ræða málið frá mínu sjónarmiði. Svo sem eg hefi nú rakið það, hygg eg að enginnhugsandimaður Frh. á 4. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.