Tíminn - 08.08.1925, Side 2

Tíminn - 08.08.1925, Side 2
140 TÍMINN HjSrtur Snorrason alþingismaður. Hann dó á heimili sínu, Arnar- holti, laugardag s. 1., eftir stutta legu. Banameinið var krabbamein. Hjörtur Snorrason var fæddur í Magnússkógum í Hvammssveit í Dalasýslu 29. sept. 1859. Vai’ faðir hans Snorri bóndi Jónsson í Maignússkógum, en móðir, María dóttir Magnúsar bónda í Magnús- skóg’um er druknaði í Hvamrns- firði 1831, son hins alkunna rímnaskálds Magnúsar er kallað- ur var Jónsson, en var annarar ættar og kominn í beinan karl- legg af Svalbarðlingum, en Ingi- björg móðir Magnúsar skálds var Jónsdóttir Bjarnasonar bónda á Rófu í Miðfirði, náfrækna Einars biskups þorsteinssonar. Annar sonur Magnúsar skálds var Jón faðir Jens bónda á Hóli, föður Bjai-na bónda í Ásgarði og, þeirra systkina. það mun hafa ráðið lífsstefnu Hjartar að þá er hann var á tví- tugsaldri reisti Torfi Bjamason sinn þjóðkunna búnaðarskóla í ólafsdal. Fór Hjörtur á hann — þó mun hann ekki vera í hóp allra elstu lærisveinanna — og dvald- ist um hríð á vegum Torfa. Á þeirri braut hjelt hann áfram er losnaði um Hvanneyrarskólann eftir fráfall Sveins skólastjóra og tók Hjörtur þá við forstöðu þess skóla og átti víst erfiða aðkomu. Meðan Hvanneyrarskólinn vai' áfram rekinn í sama sniði, af amtsráðinu, stýrði Hjörtur hon- um alla tíð; en er honum var breytt og ríkissjóður tók að sjer reksturinn, 1907, sótti Hjörtur ekki um skólastjórastöðuna, keypti þá Ytri-Skeljabrekku, sem er nálega næsti bær, og Autti frá Hvanneyri. Veitingu fyrir kenn- araembætti við skólann hafði hann að vísu næstu tvö árin, en kendi ekki sjálfur, heldur fékk til þess aðra. þá er Sigurður þórðarson sýslumaður flutti suð- ur keypti Hjörtur Arnarholt og bjó þar til dauðadags. Innanhéraðsmál lét Hjörtur siig mjög skifta framan af æfinni, fór bæði með hreppsstjórn og odd- vitastarf í Andakílshreppi meðan hann var þar, veitti forstöðu slátrun Borgfirðinga í Borgar- nesi meðan samvinna var við Sláturfjelag Suðurlands og var um hríð fonnaður Búnaðarsam- bands héraðsins. En hin síðari ár- Alf a-La val skilvindurnar eru komnar aftur. Samband ísl. samvíél. Y efnaðarnámskeið verður haldið í Stykkishólmi í febrúar og mars næsta vetur. Kenslugjald er ákveðið 30 kr. fyrir hvern nemanda, yfir allan tímann. Umsóknir séu komnar fyrir 30. sept. næstkomandi til Heimilisiðnaðarfélags Stykkisliólms. . W. Bnch (Xiitasmiðja Buchs) TietgenBgade 64. Köbenhavn B. Litir til heimalitunar: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir', fallegir og sterkir. Til heimanotkunar: Gerduft „fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, Blátni, Skilvinduolía o. fi. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catecliu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálakk: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar fljótt. Agæt tegund. Fæst alstaðar á íslandi. v Gadda ví r inai „Sa xu. band“ er sterkur og tiltölulega langódýrastur. Kaupfélögin annast um pantanir. in hafði hann látið af öllum þess- um störfum. þ-ingmaður Borgfirðinga var hann kosinn 1914 og sat á öllum þingum síðan, því að 1916 var hann kosinn landkjörinn þing- maður, í annað sætið á lista Sjálf- stæðismanna. Var hann í hóp hinna eindregnustu Sjálfstæðis- manna á þeim tíma, en fylgdi fhaldsmönnum nálega algerlega að málum á síðasta þingi. Af Al- þingi var honum falin endurskoð- un landsreikninganna hin síðari ár og sæti átti hann í þeirri alls- herjarnefnd er síðustu hönd lagði á jarðamatið 1920. Er af þessu auðséð að með' Hirti Snorrasyni er til moldar hniginn maður, sem ávann sér traust margra, og var við mörg þjóðmál riðinn, enda var hann vitmaður, stórgeðja og einbeittur, en ekki um alt við alþýðu skap. íslensk- um fræðum unni hann mjög og var prýðilega vel að sér í ættvísi og sögu Islands. Kona Hjartar lifir hann: Ragn- heiður Torfadóttir frá Ólafsdal, ágæt kona. Var heimili þeirra jafnan við brugðið fyrir gestrisni og höfðingsskap. þrjá sonu eign- úðust þau, sem allir eru á lífi: Torfa, stúdent, Snorra, sem er á Mentaskólanum og Ásigeir. ----o---- Garðyrkjukensla. Frá 19. maí til 24. júlí hefi eg haft á hendi leiðbeiningar í garð- yrkju og trjárækt í Rangárvalla- sýslu. Er starf þetta hafið að til- hlutun Búnaðarsambands og Ung- mennasambands Suðurlands með aðstoð búnaðarfélagsstjórnarinn- ar, sem gekst fyrir því að fá mig til að gegna starfi þessu. En af því þetta mun vera í fyrsta sinni sem stofnað hefir verið til leið- beininga með þeim hætti sem hér ræðir um, þá vil eg leyfa mér að skýra frá þeim með nokkrum orðum. Upphaflega ætlaðist eg til þess að fyrirkomulagið yrði þannig, að smánámskeið væru haldin í hrepp- unum, þar sem fólk kæmi saman frá nokkrum. bæjum, og fengi munnlegar og verklegar leiðbein- ingar í almennri garðyrkju, trjá- og blómarækt. En sakir ókunnuigr leika á staðháttum og fjarlægðar minnar frá svæðinu gat eg ekki undirbúið þetta starf sjálf, og af því sveitirnar sem eg átti að fara um höfðu heldur ekki gert það, þá gefur að skilja að alt varð erf- iðara viðfangs með þetta svona í fyrstu. Á sýslufundi Rangárvallasýslu, þar sem það gerðist að leiðbein- ingai’ þessar færu fram, var ákveðið að allir hreppar sýslunn- ar tækju þátt í þeim, að undan- teknum Landhreppi, sem ekki vildi vera með í þessu. Var svo til ætlast að leiðbein- ingiunum yrði hagað á sem hag- kvæmastan hátt, þannig að sem flestir gætu notið þeirra. Áttu búnaðarfjelagsformenn, hver í sínum hreppi að leitast fyrír þátttöku heimila í þessu tilliti, oð boða til funda þar sem óskað var eftir fyrirlestrum. Flutti eg fyrirlestra um garðyrkju á 6 stöðum á ferðinni. Vegna hinnar óvenjulega góðu veðuráttu var búið víðast hvar að sá í kálgarða þegar eg kom, því vegna kenslu- starfa minna nyðra gat eg ekki komið fyr suður. En aftur var þá hentugur tími fram eftir vor- inu að fást við trjá og blóma- rækt, enda var nóg að gera á því sviði. Annars verð eg að segja það að skilningur á þessu sviði var í fyrstu talsvert mismunandi í sveitunum* og igat það stafað af ókunnugleika fólks á því hvernig leiðbeiningum þessum yrði hátt- að. — þegar eg kom í Fljótshlíð hélt eg að auðvelt mundi verða að koma þar við leiðbeiningunum með nokkrum hóp af ungu fólki, sak- ir þéttbýlisins og ýmsrar góðrai’ afstöðu með að geta náð í plönt- ur til gróðursetningar, sem ekki var svo góð annarsstaðar. En þá fæ eg þær upplýsingar hjá bún- aðarfjelagsformanni hreppsins að Hlíðarbúar kæri sig ekki um nein- ar leiðbeiningar. Eg fór því sem fljótast burtu, en langaði þó til að hafa tal af nokkru fólki í Hliðinni, og það var síður en svo að það fólk- sem eg talaði *við hefði ekki áhuga fyrir garðyrkj- unni þótt svona færi. Eg kom að Múlakoti og hafði ánægju af að sjá igárðyrkju og trjáræktar- starfsemina þar á báðum búunum, bæði hjá Árna bónda skógar- verði, og Guðbjörgu hinni góð- kunnu garðyrkjukonu. Finst mér engum efa bundið, að sú starfsemi um undanfarin ár hafi haft mikil áhrif, ekki einungis í grendinni, heldur líka lengra út í frá. En þó þarf skilningur fólks á þýðing þeirrar starfsemi að aukast ennþá meir. Austur undir Eyjafjöllum vorn sumstaðai' ágæt verkefni, víða trjá- og blómagarðar sem þurfti að lagfæra, enda fóru þar fram smánámskeið. Kom fólkið saman, hlustaði á fyrirlestra og hjálpaði hvað öðru í görðunum. Samkomu- lag var hið besta, og alt gekk þar mjög greiðlega. í Austurland- eyjum kom eg á nokkur heimili, og' kyntist áhugasömu fólki, en þar er lítið um blómagarða, en löngun hjá mörgum til að koma þeim upp. Víða er þar farið að nota arfasköfur við hreinsun ill- gresis. í Vesturlandeyjum kom eg á fáa bæi, bæði vegna þess að' búnaðarfjelagsform. var fjar- vei andi og af því að engar und- irtektir höfðu verið' með það að sinna þátttöku er von var á leið- beiningunum. í öllum hinum hreppunum, þar sem eg kom, Áshreppi, Holtahreppi, Hvolhreppi og Rangárvallahreppi mætti eg yfirleitt miklum áhuga og glögg- íslensk alþýðumentun á 18. öld. Eftir Hallgrím Hallgrímsson mag. art. ------- Nl. I einu bréfi kirkjustjórnarinn- ar 1749 er þess getið, að þó skól- ar hafi í 8 ár verið alstaðar á Sjálandi, þá séu þó enn ólæsir unglimgar fermdir. Árið 1720 kunnu allir bændur í Selsmark þorpi að lesa, 1761 kunnu flestir þeirra ekki að lesa skrift. þegar skifta átti jörðunum í Isteröd- þoípi 1776, kunni aðeins einn bóndi af ellefu að skrifa nafn sitt. ■ Seint á öldinni skeði það oft, að unglingar voru ekki fermdir fyr en um tvítugt. Margir gátu les- ið prentaðar bækur en ekki skrift. Alkunn er saga um Rönnebæk; í þeim bæ var, auk prests og djákna, aðeins einn maður læs á skrift, svo þegar bréf komu í bæinn varð hann að lesa þau fyrir alla. Á nokkrum stöðum, til dæmís í Sámsey og Borgundarhólmi, lærðu menn snemnaa að lesa, og í einstaka fátækum sóknum á Jótlandsheiðum voru nálega allir vænta má, þar sem Noregur laut Danakonungi. í hinum stóru Nor- læsir um 1800, og flestir skrif- ándi líka. Dönsk alþýða sýndi skólunum mikinn mótþróa, og allsstaðar eru kveinstafir yfirvaldanna yf- ir því, að foreldrar neiti að láta börn sín ganga í skóla. Joakim Larsen, sem manna mest hefir rannsakað sögu danskrar alþýðu- mentunar, kemst að þeirri niður- stöðu, að lestrarkunnátta alþýðu hafi aukist eitthvað á 18. öldinni, en þó ekki svo mikið, að hægt sé að fullyrða að meiri hluti landsmanna hafi verið læs um aldamótin 1800.J.) Dönsk alþýða varð fyrst allæs, þegar áhrifa skólalaganna frá 1814 tók að gæta, en þá voru Is- lendingar líka orðnir allæsir, þó þeir hefðu enga barnaskóla, og þó þeir byrjuðu seinna á reglu- bundnu fræðslustarfi. Um Norðmenn eru dómarnir langsundurleitastir, og verst að finna hvað satt er. öll fræðslu- tilhögun Noregs var sniðin eftir danskri fyrirmynd, eins og J) J. Larsen: Dansk Folkeunder- visning 1536—1784 og Den danske Folkeskole 1784—1898. Ottosen: Vor I" Folkeskoles Oprindelse og Udvikling. egssögum er ástandinu lýst glæsi- lega. Överland segir í Norges Illustrerede Historie V., að það séu til upplýsingar, sem bendi á, að um 1700 hafi flestir full- orðnir karlmenn kunnað að lesa, og einnig hafi fjöldi kvenna ver- ið læs. þetta er tekið upp í Nor- vegia Sacra III., en þess þó getið, að Överland hafi því miður láðst að geta þess hvaða upplýsingar það sjeu, sem hann á við. I Nor- ges Historie V. 1. segir Oscar Albert Johnsen að meirí hluti Norðmanna hafi kunnað að lesa um 1740, en skýrir ekki frá heim ildum sínum, enda er ekki ólík- legt, að það mundi verða erfitt að sanna þessa staðhæfigu.1) 1 hinu mikla ritverki Kirke- U Kirkjubækur nágrannaþjóðanna eru lítið sem ekkert rannsakaðar ennþá. Norðmenn eru að byrja á þvi (sjá Norvegia sacra III.) Eg hef séð nokkrar danskar frá fyrri liluta 18. aldar, og þær bera ekki vott um að prestarnir hafi verið neinir sérlegir snillingar. Að minsta lcosti eru íslenskar kii'kjubækur fult svo vel færðar og skrifaðar. þess má gela hér, að aðeins tvær kirkju- bækur eru til hér á íslandi frá 17. öld. Önnur frá Reykholti, en hin frá Möðruvöllum í Hörgárdal. og Undervisningsdepartementets Jubilæumsskrifter 1914, skrifar H. Raabe rektor um þetta mál, og hann kemst að alt annari nið- urstöðu. Raabe viðurkennir að það sé nú ekki hægt að fá Ijósa hug- mynd um mentunarástandið fyrír 1814. En hann tilfærir nokkur dæmi sem eru allmerkileg. Á ár- unum 1800—1803 gaf Hansen biskup í Kristjánssandi út rit um alþýðufræðslu og skólamál, og hann lýsir ástandinu í bænum þannig, að það er harla ólíklegt að flestir bæjarbúar hafi verið læsir. I sveitunum var það ekki betra. í einu prestakalli fann biskupinn 80 menn frá 17 til 30 að aldri, sem ekki kuxmu að lesa og ekki voru fermdir. í einni sveit austanfjalls var fyrsti skólinn settur 1810, en flest börn lærðu aðeins svo mikið í kristindómi,að þau gátu „sloppið hjá prestinum“. Mörg þeirra lærðu alt utan að, því þau kunnu ekki að lesa. Slíkar sögur má finna víðar í Noregi, svo það er líklegt, að Norðmenn hafi ekki rðið allæsii' fyr en eftir 1814, og að þeir um aldamótin 1800, hafj staðið að baki Islendingum í lestrarkunn- áttu. þessi samanburðui' er auðvitað ófullkominn, en þó virðist mega draga þá ályktun af því, sem fært hefir verið fram, að um 1740 hafi íslendingai' staðið Sví- um dálítið að baki í lestrarkunn- áttu, og ef til vill Dönum, og Norðmönnum lítið eitt. En um 1780—90 eru íslendingar orðnir öllu betur læsir en þessar þjóðir. þessi mikla fi*amför í lestrar- kunnáttu er því merkilegri, sem engir barnaskólar voru til hér á landi. Hún er eingöngu vei'k prestanna og heimilanna. þessi mentunarauki Islendinga á síð- ari liluta 18. aldarinnar er þrek- virki, sem varla á sinn líka, og sýnir best hvernig þjóðin er. Is- lensk alþýða er gáfuð og námfús, og ef þeir, sem eiga að stjóma henni, eru starfi sínu vaxnir, er engin hætta á að íslendingar muni ekki skipa virðulegt sætl meðal mentaþjóða heimsins. Á Islandi eru nú gefnar út fleiri bækui' árlega að tiltölu við fólks- fjölda, en í flestum eða öllum öðrum löndum' og ísland er eina landið í veröldinni, sem á bóka- safn, sem hefir fleiri bækur, en íbúar landisins eru að tölu. Dan- ir eiga ekki á þjóðbókasafni sínu, eina bók fyrir þriðja hvern mami í ríkinu. Frakkar og Englending-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.