Tíminn - 15.08.1925, Blaðsíða 1
(Sjaíbfert
03 afgrtt&slur’aðut Ctmans er
Sigurgetr ^ti&rtfsfon,
Sombanfesíj6s»inu, KeyfianíF
IX. ;lr.
Oósenlönd
gengishækkunarinnai’.
Tvö af bæjarblöðunum hafa
rætt geng'ismálið í alvarlegum
greinum, þessa viku: Alþýðublað-
ið og' Morgunblaðið. Bæði eru
sammála um að heimta hækkun
krónunnar upp í gamla gullverðið
og leggjast eindregið á móti stýf-
ingu.
Alþýðublaðið fer ekki dult með
að það heimtar hækkun vegna ein-
hliða stéttarhagsmuna verka-
manna. Blaðið gerir hiklaust ráð
fyrir að verkakaup haldist þó að
krónan hækki og verðlag lækki.
Vitanlega nær þetta engri átt.
Hækkun krónunnar mun leiða af
sér harða baráttu um kaupgjald-
ið, og er afarhætt við að verkföll
eða verkbönn yrðu samfara, sem
kosta myndu þjóðfélagið og ein-
staklinga ærið fé. Verkamanna-
stéttin kæmist ekki hjá því að
gjalda einnig Torfalögin í því
efni. I annan stað hlýtur gengis-
hækkunin að leiða af sér stórum
aukið atvinnuleysi og kyrstöðu í
þjóðfélaginu. Vita leiðtogar
verkamanna vel hverjar verða af-
leiðingarnar fyrir verkamenn.
Ættu leiðtogar verkamanna að
skoða huga sinn vel áður en ;þeir
ákveða að leggjast á móti stýf-
ingu krónunnar.
Morgunblaðsgreinarnar síðustu
eru skrifaðar gætilega og stór-
yrðalítið. Verður vikið að efni
þeirra síðar. En alment má um
þær það segja að þær eru mjög
líkar hinu fræga nefndaráliti um
hérafrumvarpið. Forsendumar
mæla sem allar með stýfingu krón
unnar. En niðurstaðan er sú að
ekki megi stýfa.
I þetta sinn ætlar Tíminn að
flytja alveg spánnýjar fréttir um
það hvemig gengishækkunin hef-
ir reynst í tveim nágrannalönd-
um okkar. Er sem oftar að sjón
er sögu ríkari.
Gengishækkunin á Englandi.
Rúmir þrír mánuðir eru liðnir
síðan Winston Churhill, fjár-
málaráðherra Breta, lýsti því yfir
í ræðu, að nú væri loks búið að
hækka sterlingpundið svo í verði
að stjórnin hefði ákveðið að gera
það aftur innleysanlegt við sínu
gamla gullverði.
1 bili varð fögnuður um alt
England yfir þessum tíðindum.
En sá fögnuður stóð ekki lengi.
Afleiðingar þessarar stefnu hafa
komið í ljós svo alvarlegar að
ávalt verða í minnum hafðar.
Hefir enska stjórnin síðan orðið
fyrir afarþungum árásum út af
þessari stefnu í gengismálinu og
er það sjálfur Lloyd George, sem
skýrust hefir borið fram rökin.
Gengishækkunin hefir leist af
sér óumræðilega fjárhagserfið-
leika fyrir England. Atvinnuleys-
ið hefir orðið meira en nokkru
sinni áður, svo að til hinna alvar-
legustu tíðinda horfir.
En greinilegastar hafa afleið-
ingarnar komið í ljós í kolanámu-
málinu. Var ekki annað sýnna en
að frá 1. þ. m. hætti öll vinna í
kolanámunum ensku, sem leiða
mundi af sér allsherj arverkfall
um endilangt Bretland hið mikla
og því samfara hungursneyð
vegna teptra aðflutninga.
Námaeigendur treystu sér ekki
til að vinna námurnar áfram með
því verði sem þeir fengu fyrir
2^.fgrei£>sía
Clmans et i Santíxmösífásinu
®fún baglega 9—f3 f. b
Shrri 496.
kolin og því kaupgjaldi sem þeir
urðu að greiða. Verkamenn neit-
uðu að lækka kaupið. Allsherjar-
verkfallið og hungursneyðin stóð
fyrir dyrum.
Baldwin forsætisráðherra skarst
í málið. Öllum var ljóst að það
mátti til að semja sættir. Almenn-
ingsálitið heimtaði það.
Á síðustu stundu greip stjórn-
in til þess ráðs sem verður að
kallast óyndisúrræði. Af ríkisfé á
að styrkja námaeigendur til þess
að relca námurnai- áfram. Ríkið
tekur að sér að greiða hallann af
námurekstrinum fyrst um sinn
níu mánuðina næstu. Er áætlað
að þetta kosti enska ríkið 10
miljónir steiiingpunda, eða ,260
miljónir íslenskra króna.
þannig hefir gengishækkunin á
Englandi gert aðalatvinnurekstur-
inn að þurfalingi. þetta er vitan-
lega aðeins eitt dæmi, en að vísu
það stórfeldasta, um það hverjar
urðu afleiðingar gengishækkunar-
innar ensku. Og þessi lausn er að-
eins til bráðabirgða. Enginn veit
hvað við kann að taka síðar.
Við getum heimfæi-t þetta dæmi
til okkar íslendinga. En þó á sam-
líkingin ekki við, nema að nokkru
leyti.
Enska sterlingpundið var ekki
fallið neiitt svipað því eins mikið
í verði og krónan okkar. Og at-
vinnurekendurnir ensku standa á
eitthvað eldri og traustari merg
en íslenskir.
þar sem eitt auðugasta land
heimsins fær svo þungar búsifjar
af gengishækkuninni má nærri
geta hvernig færi um ísland.
Gengishækkunin í Danmörku.
Danska krónan hefir stigið óð-
fluga síðustu vikurnar, eins og
alkunnugt er. Iiefir verið sagt frá
því áður hér í blaðinu hvernig
bændaforingjarnir dönsku og
bændafélögin snúast við. En í al-
veg nýkomnum dönskum blöðum
getur að lesa nýja fregn um mál-
ið sem bæði verkamannaleiðtog-
unum hér 0g útgefendum Morg-
unblaðsins er holt að átta sig á.
Einn af dönsku ráðhemmum,
Borgbjerg, fyrverandi ritstjóri að-
almálgagns jafnaðarmanna, lýsir
því yfir í blöðunum að hann geri
ráð fyrir að atvinnuleysi muni
aukast mjög í landinu vegna
gengishækkunarinnar. Hann telur
sjálfsagt að gera ráðstafanir til
að koma í veg fyrir það. Hann
stingur upp á að ríkið stofni til
mikilla nýrra framkvæmda, eink-
um í vegagerð og vill leggja á
hækkaðan eignaskatt til þess að
standast kostnaðinn. Eignaskatt-
urinn á að gefa 20—30 milj.
króna viðbótartekjur á einum til
tveim ársfjórðungum, segir ráð-
herrann. Má af því ráða að hann
álítur að stórmikils þurfi með til
að hindra atvinnuleysið.
Verkamannaleiðtogunum ís-
lensku er rétt að athuga þetta.
Flokksbróðirinn danski sér fram á
afleiðingar gengishækkunarinnar:
Stórkostlegt atvinnuleysi. — Eruð
þið vissir um, íslenskir verka-
menn, að geta komið í fram-
kvæmd því að íslenska ríikið leggi
í miljónafyrirtæki til þess að
hindra atvinnuleysið hér, ef krón-
an hækkar áfram?
----©.----
Reykjavík 15. ágúst 1925
Unglingaskóli Asgríms Magnússonar
Bargstaðastræti 3, iieykjavík
byrjar fyrsta vetrardag og endar síðasta vetrardag. Kenslugjald kr.
85,00 fyrir allan tímann. Inntökuskilyrði i yngri deild: að umsækjandi
sé heill heilsu og hafi lokið fullnaðarprófi samkvæmt fræðslulögum. í
eldri deild: að hann hafi auk þessa lesið það sem kent er í yngri
deild. Umsóknir sendist undirrituðum, sem einnig gefur allar nánari
upplýsingar.
ísleifur Jónsson
Pósthólf 713,
Samábyrgðin enn.
1 næstsíðasta tölublaði „aðal-
málgagnsins“, er enn greim um
samábyrgðina eftir G., og þótt
hér sé þvínær alveg sami blekk-
ingavaðallinn sem í fyrri grein
þessa sama höf., og hrakinn var
samstundis í Tímanum, skal þessi
nýja ritsmíð athuguð lítið eitt.
Fyrsta blekkingin er fólgin í
því, að höf. vill láta líta svo út,
sem fulltrúar á síðasta aðalfundi
Sambandsins hafi lýst sig fylgj-
andi takmörkun samábyrgðai'inn-
ar, með rökstuddu dagskránni,
sem samþykt var á fundinum út
af tillögu um takmörkun ábyrgð-
arinnar. þetta er hin ósvífnasta
blekking því dagskráin, sem sam-
þykt var, kveður ekki upp neinn
dóm um þetta atriði, heldur er
aðeins tekið fram, að núverandi
ástand skuli haldast um óákveð-
inn tíma.
önnur blekking höf. er það, að
tap Sambandsins á Kaupfél. Reyk-
víkinga stafi af samábyrgðinni.
Má höf. þessi vera meiriháttar fá-
ráðlingur, ef hann heldur þessari
fjarstæðu fram í alvöru. Sam-
bandið getur tapað skuldum hjá
skuldunautum sínum alveg jafnt
hvort ábyrgð félaganna er tak-
mörkuð, eða ótakmörkuð, og svo
fremi gæti takmörkun ábyrgðai'-
innar orðið sambandsfélögunum
trygging, að hinar töpuðu skuldir
verði svo miklar, að þær nemi
meiru samanlagt, en öllum eign-
um Sambandsins og tryggingarfé
sambandsfélaganna, sem þau að
sjálfsögðu yrðu að leggja fram,
ef ábyrgðin yrði takmörkuð, en
þessar fjái’hæðir myndu nema
miljónum.
Tap Sambandsins yrði því að
vera svo mikið, að það næmi
meiru, en þessum fjárhæðum sam-
anlögðum, ef samábyrgðin ætti að
geta orðið félögunum hættulegri
en takmörkuð ábyrgð. I núgild-
andi samþyktum Sambandsins er
svo ákveðið, að ef til þess komi,
að jafna þurfi tapi niður á félög-
in, skuli það gert í hlutfalli við
viðskiftaveltu félaganna um
næstu þrjú ár á undan, og er með
þessu trygt, að þrátt fyrir samá-
byrgðiina, yrði nákvæmlega sömu
aðferð beitt við innheimtu halla
eins og þó ábyrgðin væri tak-
mörkuð.
þá er það hrein og bedn blekk-
ing hjá höf. þar sem hann gefur
í skyn, að sambandsfélögin hafi
orðið að borga skuldatapið hjá K.
R. Skuldatöpin eru borguð af eign
um Sambandsins, og þær eignir
hafa safnast á þann hátt, að fé-
lögin leggja þar saman brot af
þeim umboðslaunum og gróða,
sem þau hefðu orðið að stinga í
vasa útlendra og innlendra heild-
sala, ef þau hefðu falið þeim kaup
og sölu fyrir sína hönd í stað þess
að stofna Sambandið.
Og samanlögð skuldatöp Sam-
bandsins, nema ekki einu sinni
eins árs beinum hagnaði félag-
anna af viðskiftum þeirra við
Sambandið, en þar við má bæta
öllum þei-m óbeina hagnaði, sem
kaupfélögin og Sambandið hafa
fært landsmönnum með viðskift-
um sínum og sem áreiðanlega
skiftir hundruðum þúsunda ef
ekki miljónum króna á hverju
ári.
þi'iðja blekkingin er það, að
höf. gerir sig að verndara kaup-
félaganna og Sambandsins. Hann
segir í niðurlagi greinarinnar, að
ef sínum ráðum verði ekki hlítt,
sé viðbúið að best stæðu kaupfé-
lögin segi sig úr Sambandinu og
sé það hnekkir fyrir það.
Ef best stæðu félögin segðu sig
úr Sambandinu væri það vitan-
lega hnekkir fyrir það, en eru
miklar líkur til þess? Og hvaðan
kemur þessum Ihaldsdáta umboð
til þess að koma fram fyrir hönd
félaganna eins og hann læst hér
gera? Eg býst við að félögin
treysti betur fulltrúum sínum og
stjórn Sambandsins til að ráða
sameiginlegum málum félaganna
til fai’sællegra lykta, heldur en
sjálfboðaliðum úr herbúðum í-
haldsins, hvort sem þeir kalla sig
G. eða.Bjöm Kristjánsson.
þá endurtekur höf. þau ósann-
indi, að J. J. alþm. sé aðalhvata-
maður og upphafsmaður samá-
byrgðarinnar. þetta eru reyndar
meinlaus ósannindi og J. J. myndi
frekar telja sér 'þetta heiður en
sannleikui’ í þessu máli er sá, að
samábyrgðin, sem er útlend að
upprúna, er hér á landi fyrst tek-
in upp í elsta kaupfélaginu, Kaup-
félagi þingeyinga, og hefir gengið
eins og rauður þráður gegn um
alla starfsemi Sambandsins síðan
það var stofnað, sem skiljanlegt
er, þar sem þingeyingar eru upp-
hafsmenn að stofnun þess. Sam-
ábyrgðin er og straks tekin form-
lega í starfsreglur Sambandsins,
þegar það byrjar á reglubund-
inni verslun fyrir félagsdeildirnar.
Öllu ósvífnari ósannindi eru það,
að höf. segir að, „mjög fá eða
engin kaupfélög eru skuldlaus við
Sambandið nema Kaupfélag Skag-
firðinga“.
þetta eru reyndar engu meiri
ósannindi en maður á að venjast
í kaupmannamálgögnunum, þegar
þau skýra eitthvað frá málum
samvinnumanna. En hér skeikar
ekki öðru en því að þriðjungur
sambandsfélaganna átti inni hjá
Sambandinu við síðustu áramót
og flest meira en K. S., og eitt
félagið átti áttatíu sinnum meiri
innstæðu en K. S. „Fáir ljúga
meira en helming“, segir máltæk-
ið, en þessum Ihaldsdáta hefir
hér tekist mun betur.
Annars veit eg ekki hversvegna
höf. vill vera að blanda efnahag
K. S. inn í þessar umræður. Fé-
lagið er. vel stætt, því stjórn þess
39 I>1 uð
heíir verið góð síðan síra Sigfús
Jónsson tók við forstöðu þess,
enda er hann alkunnur atorku-
maður og hagsýnn í fjármálum.
En hann tók við félaginu í kalda
koli og þau fáu ár sem hann hef-
ir veitt því forstöðu, hafa flest
verið eríið verslunarár og því eng-
in von til að félagið sé eins vel
efnum búið og mörg þeirra sem
eidri eru og aldrei hafa orðið
fyrir neinu alvarlegu áfalli.
Eg hefi hveigi haldið því fi'am
að fjelagar Kaupfélags Skagfirð-
inga séu fjandmenn samvinnu-
stefnunnar, eins og greinarhöf.
gefur i skin. Hinu hélt ég fram,
að þó ofstækisfullir andstæðingar
samábyrgðarinnar í Skagafirði
hafi á fámennum fundi getað kúg-
að fram samþykt um að skora á
aðalfund Sambandsins að tak-
marka ábyrgð félaganna gagnvart
Sambandinu, þá sé það engin
sönnun þess að Skagfirðingar séu
andvígir samábyi'gðinni. Eg get
meira að segja fullyrt að hvergi
á landinu muni almenningur vera
eins lítið hræddur við samábyrgð-
ina og í Skagafirði og skal eg
sanna þessa staðhæfingu mína
með því er hér greinir:
I Skagafjarðarsýslu eru þrjú
kaupfélög. Kaupfélögin í Fljótum
og Sléttuhlíð eru því nær ein utri
verslunina þai’ um slóðir. Fram-
fiiðingar eru í Kaupfélagi Skag-
firðinga og þorri bænda þai’ fé-
lagsmenn, eða alls 475. Umsetn-
ing félagsins er þó ekki nema sem
svarar til, að við félagið skifti að
mestu eða öllu leyti við 200—225
félagsmenn og líklega þó færri,
því bú eru allstór í Skagafirði og
efnahagui’ góður. Nú er af þessu
Ijóst, að margir hljóta að vera í
félaginu aðeins að nafni til, en
skifta lítið eða ekkert við það.
Eru það líklega. ekki færri en
250 bændur, sem lítil eða engin
viðskifti hafa, en standa í fullri
ábyrgð sem aðrir félagsmexm. Er
í engu öðru kaupfélagi landsins
jafnlítil umsetning á félagsmann
sem í K. S.
Mundu nú þessir menn vera í
félaginu, sem aðeins skifta við
það öðrum þræði og þó mjög lít-
ið, ef þeir væru mjög liræddir við
samábyrgðina ? þeir, sem eru fé-
lagsmenn, án þess að hafa við-
skifti, taka vitanlega á sig fulla'
ábyrgð, hina ægilegu samábyrgð,
en hafa ekkert í aðra hönd ahn-
að en þann óbeina hagnað, sem
kaupfélagsstarfsemin veitir jafnt
utanfélagsmönnum sem félags-
mönnum. þó félagsmeim, sem eru
í kaupfélögunum, án þess að
skifta við þau að nokkru ráði',
séu að jafnaði taldir mjög gagns-
litlir fyrir félögin, enda í sam-
þyktum flestra félaga svo ákveð-
iö, að slíkum mönnum megi vísa
úr félögunum, þá er að jafnaði
ekki ástæða til að amast við þeim,
því þó þessir félagsmenn styrki
kaupfélagsverslunina lítið með
viðskiftum sínum, þá er nokkur
styrkur í ábyrgð þeirra.
Eg hefi hér sýnt fram á það
með óhrekjandi rökum, að al-
menningur í Skagafirði er óhrædd
ur við samábyrgðina eins og henni
nú er fyrirkomið í kaupfélögun-
um og Sambandinu, svo sé um
nokkra samábyrgðarhræðslu að
ræða í því héraði, þá eru ekki af
henni haldnir aðrir en örfáir
menn, sem ranglega hafa gert sig
að málpípum almennings. P.
-----o----