Tíminn - 22.08.1925, Síða 1
©)aíbferi
oo, afgreifeslur'a6ur Ciman.s er
5 i 0 n r g e i r $ r i 6 r i í s f o n,
Sambanbsfyúsinu, Jve-y’fjanif
^fgteifcsía
í f m'ans er i Sambanbstjúsinu
®piu öogle^a 9—!2 f. f)
5imi 496-
IX. ár.
Beyhjavík 22. ágúst 1925
40. blað
Prjónavélar.
Hinar viðurkendu prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinen-
fabrik, Dresden eru áreiðanlega hinar bestu og vönduðustu, sem kostur
er á að fá. — Pantanir annast kaupfélög út um land og
Samband ísl. samviélaga.
góðar og ódýrar, — fást hjá
Samlbandi ísl. samvlélaga.
Ungmennaskóiinn að Núpi
Dýrafirði
byrjar kenslu á veturnóttum í haust. Oskað, að þeir, sem hafa hug á
námi þar, gefi sig fram sem fyrst. Sími liggur nú að Núpi.
Sigtr. Guðlaugsson.
Æfintýrin gerast enn okkar á
meðal.
Fyrir rúmum 40 árum, hinn
9. júlí 1882, fæddist sveinn fátæk-
um foreldrum í Klettakoti 1 Fróð-
ársveit á Snæfellsnesi — í einu
þrautpýndasta héraði þessa lands.
Á fermingaraldri fékk hann þá
veiki sem löngum hefir verið tal-
in ólæknandi á fslandi, holdsveik-
ina, sem þorra manna hefir stað-
ið mestur stuggur af. Stuttu síð-
ar fluttist hann á Laugarness-
spítalann og dvaldist þar alla ólif-
aða æfi. Er þetta ytri ramminn
um líf Sigurðar Kristófers Pét-
urssonar, og getur vart verið
raunalegri.
En andlátsfregn hans flýgur
um endilangt fsland, og allir þeir
íslendingar sem bækur og blöð
lesa, og allir, sem íslensku lesa og
fjarri íslandi búa, komast við er
þeir fregna lát hans, því að hann
má heita öllum kunnur sem bók-
læsir eru á íslensku.
Stuttu eftir aldamótin fóru þeir
sem kunnugir voru á Laugamesi
að segja sögur af hinum unga,
gáfaða sjúklingi. Fleiri og fleiri
fregnir gengu af honum, uns haiwi
varð þjóðkunnur maður.
Framan af var mest um það
rætt með hve mikilli alvöru hann
gaf sig að trúmálunum. það vitn-
aðist að þessi umkomulausi sjúkl-
ingur færi þar aðrar leiðir en
fjöldinn. En engum mun hafa
staðið stuggur af, er nánar kynt-
ist. þar var ekki niðurrifsmaður
á ferð. Fleiri og fleiri skrif og
rit komu frá penna hans, öll rituð
í anda bróðernis og mannkærleika,
þó að staðið væri á nýjum sjón-
arhóli. Með öllum gat hann unn-
ið, og öllum rétt bróðurhönd, sem
vinna vildu að hinu sameiginlega
marki: að glæða andlegt líf, og
vinna að meiri mannúð. Síðast er
hann kunnur af að hafa ort feg-
urri sálma en ortir hafa verið á
íslandi þessi árin. þó að skoðan-
irnar væru gerólíkar, var andinn
hinn sami og holdsveika manns-
ins hins, sem sálmana orti feg-
ursta fyrir hálfri þriðju öld.
þangað til í vor sem leið vissu
það ekki aðrir en kunningjar hans
og vinir að í honum bjó enn
meira. Hann, sjúklingurinn um-
komulausi, sem algerlega hafði
orðið að menta sig sjálfur, hann
tók sér fyrir hendur að kenna
vísindamönnunum. Hann tók sér
fyrir hendur að hefja nýja vís-
indagrein og það á því sviði sem
mest hefir rannsakað verið af
norrænum mönnum. Hann fann
ný og merkileg lögmál um ís-
lenska tungu, tók á því efni tök-
um vísindamannsins, háskólinn
íslenski gaf bókina hans út að
nokkru og innlendir og erlendir
vísindamenn falla í stafi yfir at-
hugunum hans og skarpskygni.
Hann vann að þessu verki með
slíku kappi að hann þoldi ekki.
Hann vissi það vel að heilsan gat
verið á förum og þessvegna lagði
hann enn meir á sig til þess að
verða ekki of seinn. Honum tókst
að ljúka verkinu, að eg held þann-
ig að hann var ánægður með.
Forsjónin veitti honum einnig
þann frest, að hann hafði fullar
fregnir af hvern sigur hann hafði
unnið. Lengri gafst honum ekki
fresturinn. Eg held að Sigurður
Kristófer hafi verið innilega þakk-
látur fyrir að honum gafst þessi
frestur, og innilega ásáttur um að
fá ekki að gera eitthvað enn
meira. Hann var ekki í vafa um
að mikil verkefni og enn meiri
biðu hans hinumegin grafar. —
Samfelt æfintýri, undrafagurt,
er æfiferill Sigurðar Kristófers
Péturssonar. Óslitinn stígandi
meðan yfir stóð og hætt þegar
hæst fram fór. —
Eg átti því láni að fagna að
kynnast Sigurði Kristófer töluvert
mikið. Framúrskarandi ánægju-
leg var sú viðkynning frá upphafi
til enda, enda þótt ekki færu skoð-
anir saman um þau mál sem oft-
ast var rætt um. Víðsýni hans,
frjálslyndi og skilningur var á
því sviði sem öðrum svo mikill,
að mismunandi skoðanir spiltu
ekki vinfengi. Með öðrum málum,
mentamálum og almennum stjóm-
málum, fylgdist hann vel og af
hinum mesta áhuga, og sama var
víðsýnið og frjálslyndið þar. Fáa
menn hefi eg talað við jafninni-
lega sannfærða um mannbætandi
áhrif samvinnustefnunnar og að
mikils góðs væri að vænta fyrir
land okkar af þeirri starfsemi.
Loks held eg að eg hafi aldrei
séð mann ganga að starfi með
jafnmiklum áhuga og viljakrafti
og þeim er Sigurður Kristófer
beitti til að semja og ganga frá
bókinni: Hrynjandi íslenskrar
tungu.
Ekki um eitt, heldur um alt,
var það ávinningur að kynnast
svo ágætum manni. —
Æfintýrið er á enda. Mér verð-
ur að hugsa, þá er eg hefi heyrt
það, á þessa leið: Vissulega er
enn þróttur og göfgi til í ís-
lenska kynstofninum. Meðan slík-
ir kvistir spretta upp, sem Sig-
urður Kristófer var Pétursson, og
ná slíkum þroska sem hann náði,
við svo sérstaklega erfið kjör —
meðan er enn ófúinn sá þjóðar-
meiður sem svo marga göfga sonu
og dætur hefir alið á liðnum öld-
um.
Með göfugu og hreinu lífi, með
óvenj ulega ákveðnum vitnisburði
trúmannsins, hefir Sigurður
Kristófer goldið Torfalögin ríku-
lega að sínu leyti um að varð-
veita þjóðai-meiðinn frá rotnun á
því sviði sem mest er um vert.
Með skarpskygni sinni, og
vinnu sem reið honum að fullu,
hefir hann einnig unnið ágætt
verk um að varðveita þann arf og
fegra sem íslenska þjóðin á dýr-
mætastan frá fyrri kynslóðum:
móðurmálið. Tr. p.
----0----
Frystihúsamálið.
Alþingi afgreiddi frystihúsa-
málið að mestu á þeim grundvelli
sem minnihluti kæliskipsnefndar-
innar hafði lagt. Mátti segja, að
gott samkomulag yrði um málið.
Liggur svo í augum uppi að sjálf-
sagt er að reyna til þrautar að
koma íslenska kjötinu á enska
matarmarkaðinn. — Athuganir
minnihluta kæliskipsnefndarinnar
benda ákveðið í áttina að um
stórbættan markað gæti verið að
ræða, fyrir þessa aðalframleiðslu-
vöru bændanna.
Síðan á þingi hefir Samband
íslenskra Samvinnufélaga haft
forgöngu í málinu, samkvæmt
ákvæðum fjárlagafrumvarpsins.
Hefir Tíminn aflað sér upplýs-
inga þaðan um það sem síðan
hefir gerst í málinu.
Frystihúsið á Akureyri.
Ríkið stendur á bak við hinar
fullkomnu tilraun sem á að fram-
kvæma í haust um útflutning á
frystu kjöti til Englands.
Hefir verið tekið á leiigu stórt
frystihús sem Sameinuðu versl-
anirnar eiga á Oddeyrartanga.
Húsið er í upphafi reist til þess
að frysta fisk, einkum síld.
Mun mega frysta þar á að
giska 14000 kroppa. Verður þá
að fara tvær ferðir með kjötið.
En eyfirska kjötið er yfirleitt
ekki eins gott og víða annars-
staðar. þessvegna var mjög æski-
legt að einnig væri hægt að flytja
út frosið kjöt úr einhverju veru-
leg'a góðu fjárhéraði.
Frystihúsið á Hvammstanga.
Fjárveitinganefnd neðri deildar
bar fram þá áskorun til lands-
stjórnarinnar og landsstjómin tók
henni vel, að vildi eitthvert hérað
reisa frystihús vegna kjötút-
flutnings á þessu ári, þá fengi það
Ián til þess úr viðlagasjóði, þó að
lánveitingaheimildin standi ekki
fyr en á næsta árs fjárlögum.
Á þetta lagið hafa Vestur-Hún-
vetningar gengið. Er þar fé í
vænsta lagi á landinu. Aðstaða
ágæt að því leyti að kaupfélagið
á ágæt hús sem nota má til
frystihúss. þurí'ti því ekki að
reisa nýtt hús, heldur endurbæta
gamalt. Hittist svo vel á að verk-
fræðingur frá stærstu frysti-
vélaverksmiðju á Norðurlöndum
dvaldist hér í bæ í vor og gat gef-
ið upplýsingar til bráðabirgða.
Sýslunefnd Vestur-Húnavatns-
sýslu gekk í ábyrgð fyrir láni og
afhendir kaupfélaginu með þeim
kjörum sem gengið var að. Síðan
hefir stjóm S. í. S. samkvæmt
heimild aðalfundar þess veitt
kaupfélaginu loforð um þátttöku í
kostnaði, ef til kemur.
Á þessum gmndvelli var afráð-
ið að stofna til framkvæmda í
sumar til þess að frystihúsið yrði
til afnota þegar í haust. Fullkomn
ar upplýsingar voru fengnar frá
hinum miklu Sabroes-frystivéla-
verksmiðjum dönsku. Tekið var
upp í vor ógrynni af mó á
Hvammstanga sem á að nota í
stopp. Verið er að vinna að því að
breyta húsinu, stoppa og útbúa
að öllu leyti samkvæmt fyrirsögn
verksmiðjunnar. Og einhvern
þessara daganna kemur Goðafoss
með frystivélarnar til Hvamms-
tanga. Fylgi'r þeim maður frá
verksmiðjunni sem setur þær upp
og kennir að fara með þær og
hefir yfirumsjón með verkinu.
Verkinu á að vera lokið svo
snemma að nota megi húsið í
haust.
Vegna naumleika tímans hafa
ýmsir erfiðleikar orðið í vegi. En
svo er ráð fyrir gert að frystir
verði daglega á að giska 300
kroppar á Hvammstanga í haust
og alls á frystihúsið að geta
geymt 6—7 þúsund kroppa.
Aðstaða er til að geta aukið
geymsluna til stórra muna, þegar
á næsta hausti, ef vill, því að
annað, stórt og gott hús, má taka
til afnota sem er áfast við frysti-
húsið.
Frystiskip tekið á leigu.
Langmestum erfiðleikum hefir
valdið að fá skip leigt í haust til
k j ötf lutninganna.
Varð sú niðurstaðan að norskt
skip hefir verið tekið á leigu. Hef-
ir það að vísu staðið til boða í alt
sumar, en frestað var að taka það
á leigu, fyr.en öll von var úti um
að annað fengist, því að kjörin
eru óaðgengileg. Til þess að skip-
ið sé nothæft verður að gera mjög
við kæliútbúnað skipsins. Verður
sú aðgerð dýr og lendir alveg á
þessari tilraun. En annað þótti
ekki fært en að leigja skipið, til
þess að ekki misfærist þessi til-
raun í haust. En af þessum sök-
um legst aukakostnaður á, ekki
lítill, sem á að mega komast al-
veg hjá síðar.
Eimskipafélag íslands hefir lagt
sig fram um að fá skip á leiigu
til þessara flutninga. það hefir
leitað til erlendra skipamiðlara
um það. þeir voru vongóðir um
að tækist, en urðu að gefast upp
við það.
Samband íslenskra Samvinnufé-
laga hefir sömuleiðis gert alt sem
það hefir getað og haft erlenda
skipamiðlara í þjónustu sinni. En
alt kom fyrir ekki.
Ástæðan er ekki sú að nothæf
og hæfilega stór skip séu ekki til.
þau eru mörg til á Englandi. En
þau fást alls ekki leigð fyrir svo
stuttan tíma. þeim þykir ekki
taka því að sinna svo litlum við-
skiftum. Einu skipin sem buðust
til leigu voru af ónothæfri stærð.
Er þetta þriðja árið sem S. í. S.
leitast fyrir um leigu slíks skips
á Englandi og árangurslaust. —
Lærdómurinn sem af þessu
verður numinn liggur beint við:
Reynist nú svo, sem bestu von-
ir eru um, að það borgi sig að
flytja kælt og frosið kjöt á enska
markaðinn verður þegar í stað að
gera ráðstafanir til að landið eign
ist kæliskip til flutninganna. Erf-
iðleikarnir að fá skip leigt eru svo
miklir að ekkert vit er að eiga
undir högg að sækja í því efni.
Fyr en landið eignast kæliskip
verður það ekki fulltryggilegt
talið af bændum að leggja út í
hinn mikla kostnað við að reisa
frystihúsin.
----o-----
Heilsuhæli Norðlendinga. Hefir
það orðið að bestu manna ráði að
hið nýja Heilsuhæli Norðlendinga
skuli reisa í Kristsnesi í Eyja-
firði. Er sú jörð ágætlega í sveit'
komin og aðstaða öll talin hin
besta. Verulega ánægjulegt er það
að einmitt á þessum stað skuli
Heilsuhælið reist, þar sem reisti
bú Helgi magri, aðallandnáms-
maður héraðsins. Og í Kristsnesi
var hæli smælingja öldum sam-
an í katólskri tíð. Vill Tíminn
senda Norðlingum bestu ámaðar-
óskir þessa tilefnis og mæla svo
um að gifta fylgi. Hefir Eyjafjörð
ur fram löngum staðið mörgum
héröðum framar um margt, enda
bera af landkostir og veðurfar.
Á katólskri tíð mun þar hafa ver-
ið einna þróttmest menning og
kirkjulíf á öllu landinu, á 18. og
19. öld einna mest fræðsla og
bókaeign, og góða forgöngu hafa
Eyfirðingar, ásamt þingeyingum
veitt hinum mestu þjóðþrifamál-
um síðustu áratugina.
Björn Guðmundsson kennari frá
Núpi í Dýrafirði hefir dvalist ytra
alllengi undanfarið, eins og grein
frá honum ber með sér sem birt-
ist í blaðinu í dag. Fór hann til
Finnlands frá Danmörku, til þess
að sitja þar kennaraþing. I bréfi
til ritstjóra Tímans segir Björn
meðal annars: „Dagana 11. og 12.
júlí sat eg 60 ára afmæli Askov-
háskólans. Um 1500 manns voru
fastir veislugestir, en við útifundi
voru margar þúsundir. Einn ræðm
manna, skólastjóri og þingmaður,
Hauch, sagði, að útlendingar sem
kæmu til Danmerkur, til þess að
kynna sér landbúnaðinn, spyrðu
um ástæðu þess, að Danir stæðu
framar í búnaði en aðrar þjóðir,
þar sem jarðvegur væri ekki eins
. góður og víða annarsstaðar.
Ástæðurnar taldi hann: Búnaðar-
félögin og kaupfélagsstarfsem-
ina. Eftir að hafa fært sönnur á
þetta, færði hann rök að því að
rætumar að þessu tvennu stæðu
í lýðháskólahreyfingunni“.
Bruni. Hús Einars Jónssonar
stýrimanns í Stykkishólmi brann
til kaldra kola 10. þ. m. Mikið
brann inni af húsgögnum óvá-
trygt.
þór hefir staðið tvö norsk síld-
veiðaskip að ólöglegum veiðum í
landhelgi og fengið þau sektuð.