Tíminn - 22.08.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.08.1925, Blaðsíða 4
150 TIMI&N þarna á skólanum. Lýðháskólarn- ir starfa allir þannig- hér í Dan- mörku, að stúlkur sækja þá að sumrinu um þrig-gja mán. tíma. — Skolastjóri flutti mjög glögg- an fyrirlestur um kvöldið og tal- aði einkum um baráttuna fyrir þjóðernismálinu, sem hvergi í Danm. er eins og hjá þeim, sem búa rétt á sjálfum landamærun- um. Taldi hann ástæðu til að vera viðbúinn vondu frá hlið þeirra Prússanna. — Benediktsen flutti þama einnig langa og snjalla ræðu. Alstaðar þar sem samkomur voru, urðum við ísk að syngja nokkur lög; tókst það vonum framar. Fjöldi fólks úr nágrenn- inu var þarna samankomið. Flest gistum við í skólanum um nótt- ina en sum í umhverfinu. Næsta dag árla var lagt af stað vestur með Flensborgarfirðinum í tveim opnum bílum. Afarstór bækiskóg- ur er á leiðinni og gengum við gegnum hann. Liggur hann alveg að landamæralínunni. Með mjög skömmu millibili voru þama vopn- aðir varðmenn og höfðu flestir þeirra stóra og grimmúðga hunda í bandi, er virtust hafa mikla löngun til að losna og fást við okkur. — það er einkum smygl- un og þjófnaður sem þessir menn eiga að afstýra. — Á leiðinni gegnum skóginn sagði skólastjóri mér margar sögur af ástandinu þama á stríðsárunum og eftir sameininguna. „Meðan ekki var komin nægileg lögreglugæsla, var á nóttunni stolið hér öllu steini léttara“, sagði hann. „Ef naut- gripir voru tjóðraðir úti, mátti við því búast að finna bara húð- ina og innýflin um morguninn. Jafnvel flagglínunum af stöngun- um var stolið“. Hann taldi þetta mjög náttúrlegt, því hungrið hefði sorfið að, margar þúsundir hefðu dáið úr hor héma á þessum slóð- um og í Flensborg, sem nú blasti við okkur við fjarðarbotninn. Nú gengum við upp fr^ firðinum rétt með línunni og sáum verðina hinu megin. Yfir landamærin fórum við á einum stað, tókum jurtir til minningar og þar voru teknar myndir á þýskri grand. Nú var haldið vestur með landamærun- um með eimlestinni. — Breytist landslagið mjög. Skógivaxnar hæðir og ásar skemta nú ekki auganu lengur; hér verður landið marflatt og skógfátækt, aðeins garðar við bæi og þorp, tré með- fram vegum og ökrum. í Tönder tók Islandsvinurinn lektor Sivers móti okkur og sýndi okkur borg- ina. þar eru margar merkiiegar byggingar í fornum og nýjum stýl, stór kennaraskóli og þýskur mentaskóli er danska ríkið kostar. I Mögeltönder beið hópur manna með bíla og hestavagna; var alt fyrirfram niðurkvarðað um verastaðina, nöfn okkar nefnd — sum í mjög skemtilegum út- gáfum! — og svo var ekki annað en ktíga upp í vagninn og svo að þjóta af stað. Við Guðm. hlutum gistingu hjá frísneskum stór- eignamanni er heitir Komelíus Petersen. Hefir hann feiknamikið bú vestur frá þorpinu. Hann á um 300 tunnur lands en leigir mikið af því öðram. Húsakynni eru þar svo stór og ríkmannleg að þvílíkt hefi eg hvergi séð í sveit. þarna komu jafnframt okkur 3 gestir: Bóndi frá Suður-Slesvík, ritstjóri frá Flensborg og Dr. Jan Kaczmarck frá Berlín. Hann er pólskur og er aðaltalsmaður Pól- verja í þýskalandi. Hann er rit- stjóri tímarits, sem er málgagn þjóðflokkanna í þýskalandi, er berjast fyrir því að viðhalda máli sínu og þjóðerni. Tímaritið heitir Kultunville. það er talið að vera mjög merkilegt tímarit og vil eg nota tækifærið að benda þýsku- lesandi mönnum og bókasöfnum á það; geri eg það samkv. ósk dokt- orsins. — Bústaður hans er í Chai’lottenburg 4 Schliiterstr. 57. V. Berlín. — Verð tímaritsins mun vera um 20 kr., 4 hefti á ári. — Hér áttum við aftur þess kost að koma á landamæralínuna. Á all-langri leið liggur hún eftir miðjum vegi, svo hægt er að ganga með annan fótinn í Danm. en hinn í þýskal. Eru ýms skifti þarna einkennileg, svo sem þar sem húsið lendir í þýskal. en garð- urinn í Danmörku. Hér vestur við hafið er hol- lenskt landslag, marflatt merski, með skurðum, flóðstýflum og flóðgáttum, og vindmylnum er dæla vatni. Yfir alt má veita sjón- um þegar það þykir henta. Mest alt er landið beitiland, aðgreint með girðingum og era þar stórar hjarðir yfir að líta, nautgripa, fjár og hesta, enda er héðan selt mjög miikið af gripum. Um kvöldið var mjög fjölment samsæti, sem mér þótti í alla staði mjög ánægjulegt, frjálslegt og heimilislegt. Heimilisfólkið hafði með sér kökurnar, rjómann og sykurinn handa sér og gest- um sínum; aðeins drykkurinn fenginn hjá greiðasalanum. — þama vora fluttar fjölda margar ræður. Mælst var til þess að und- irritaður segði álit sitt um það, hvernig ísl. þjóðinni mundi tak- ast að bera sjálfstæðisbyrðarnar, og hvernig hug íslendingar hefðu til dönsku þjóðarinnar. Var eg lítt viðbúinn að svara þessu; i’eyndi að hrækja hraustlega og kvað þessa 7 ára reynslu benda á að alt myndi ganga vel og hvað síðara atriðið snerti, taldi eg hug- arþelið hafa stórbatnað síðan 1918 að Danir sýndu ágætan samvinnu- þýðleik í sambandsmálinu og góð- an skilning á kröfum okkar. — Eftir að við höfðum sungið nokkur lög samkv. beiðni samsæt- isins og eg þakkað fyrir okkar hönd móttökuna við landamærin var samkomunni slitið. — þama kyntist eg ungum og áhugasöm- um landa frá Akureyri, Jónasi Kristjánssyni. Hann er að læra smjör- og ostagerð og býst við að hann verði um þriggja ára tíma ytra. Að því námi loknu hygst hann að beita sér fyrir smjör- og ostagerð í Eyjafirði með samvinnusniði. — í flestu eru Eyfirðingar fyrirmynd. Húsbóndinn ók okkur heim í bíl sínum. Nú vora hinir gestirn- ir farnir og sat nú karlinn á spjalli við okkur til kl. 2 um nótt- ina. — Hann fór sínar leiðir í pólitík, en sammerkt á hann við alla þar suður við landamærin í því að hata Prússa af öllu hjarta. Eg spurði hann hvaða þýðingu það mundi hafa í þýskalandi að Hind- enburg hefði komist að sem for- seti. „Stríð“, sagði hann. Eg kvað þjóðverja vopnlausa og lamaða. „þeir eiga nóg hergögn, sem þeir hafa leynt“, sagði hann. „þið á íslandi eignið ykkur eðlilega Edd- urnar og goðafræðina? — En þegar eg var í skóla var mér kent að þetta væru fomþýskar bók- mentir“. Hann taldi ekki ólíklegt að Prússar næðu yfirráðum á Is- landi. Eg spurði um réttindi. „Réttindi hafa ekkert að segja gagnvart Prússum. Nú er fundið gull á íslandi; þar verður notað þýskt fé og það er nóg!“ — það síðasta ’sem hann sagði við mig á járnbrautarstöðipni var þetta: Gætið ykkar fyrir Prússanum! Eftir að við höfðum skoðað Rípar daginn eftir og hina fögru og frægu Rípa-dómkirkju, vora haldnar skilnaðar-, kveðju- og þakklætisræður yfir borðum í gistihúsinu; þar skildu þau hr. Benediktsen og frú hans við okk- ur, eftir dásamlega fararstjóm og leiðsögu og svo smáþyntist hópurinn og hver hélt til sinnar iðju. Eg má til að nefna smáatriði eitt, sem eg varð var við í blöð- unum á eftir. — Maðurinn sem veitti okkur móttöku og sýndi okkur Rípar, hafði fengið danska flaggið dregið á hún á háturnin- P.W.Jacobsen&Son Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni í þilfar til skipa. Undir verdi. Til sölu hefi eg nú hér á staðnum, ýmsa góða hluti nýa og notaða en i góðu nothæfu ástandi, er flestir seljast, af ýmsum ástæðum, langt undir söluverði og sumir langt undir hálfvirði: — 1. Lofthitunar- vélar, (hitunarmagn 12—20 þús. ten. fet), til íbúðar- og samkomu- húsa, skóla, kirkna, fiskþurkunar o. fl. — 2. Vindmylnur, til vatns- dælunar, mölunar, rafframleiðslu og allskonar smá iðnaðar. — 3. Möl- unarmylnur og kvarnir, af ýsum stærðum og gerðum, fyrir hand- og vélaafl, er mæla fiskúrgang, hverskonar bein og korn allskonar. — 4. Steinsteypumálning, svört, örugglega vatnsheld, óstökk, varanleg og ódýr, í 1—4—20 pt. ílátum. — 5. Glashylki til smástrokka, og ýmis- konar heimiiisáhöld og vélar og hluti í fullu gildi á lágu verði. Skifti gegn öðru verðmæti, geta (í stærri kaupum) komið til mála. Hlutir þessir eru yfirleitt af bestu tegundum, og verðið á flestu þó undir öllu, því að alt á þetta að seljast mjög bráðlega. Þeir er þurfa að eignast eitthvað af svona hlutum, ættu því að flýta sér að ná í þetta tækifæri, því að það er takmarkað. Stefán B. Jónsson Reykjavík, (Pósthólf 315. — Sími 521). T. W. Buch (liitasmiðja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. Litir til heimalitunar : Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Til heimanotkunar: Gerduft „fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henkou-blæsódinn, „Dixinw-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, Blámi, Skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálakk: „Unicumu á gólf og húsgögn: Þornar fljótt. Agæt tegund. Fæst alstaðar á íslandt. um við dómkirkjuna, og einhverj- um öðrum stað, sem eg man nú ekki að nefna, en þar er ekki flaggað fremur en á tumum nema þegar mikið er um að vera. Blað eitt finnur því ástæðu til að spyrja hversvegna sé flaggað á þessum stöðum. Að fengnu svari lætur blaðið í ljósi undrun sína yfir því að þarna sé flaggað fyrir 30 ungum íslendingum sem dvelji 3 stundir í borginni, en fyrir skömmu hafi komið fjöldi ferðam. frá Englandi og 500 land- búnaðarmenn danskir, en þá hafi hvergi sést flagg! . Dansk Isl. Samfund á þakkir fyrir að hafa gefið bkkur kost á för þessari, með svo góðum kjör- um, sem raun varð á (30—45 kr. pr. mann). Eg hefði ekki getað kosið mér betri ferð hér í Danm. Fegurstu staðir; tilbreytingamest landslag. Sögustaðir mestir (land- •ið nýlega endurheimt) og 1 fólk- inu vellur heitast hjartablóð. Askov í júlí ’25. B. Guðmundsson. ----o---- Að „stýfa“ krónuna. Einstaka menn hafa misskilið þetta orð. Ætla að tilgangurinn sé að lækka íslensku krónuna í verði. Full- kominn misskilningur er það vit- anlega. Tilgangurinn er að láta krónuna halda því verði til fram- búðar sem hún hefir nú og fyrir- P byggja með því bæði hækkun og lækkun hennar. Sögur nýjar eru að koma á bókamarkaðinn eftir Helga Hjör- var kennara. Sögurnar eru fimm, tíu arka bók. Verða áreiðanlega vinsælar, því að höf. er bæði gáf- aður, hugkvæmur og ágætlega ritfær. Sundskálinn í örfirisey var vígður næst síðastl. sunnudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Er nú öllum opinn. En sá hængur er á að grútarbræðsla er í eynni á næstu grösum og verður ekki vinsæl af sundmönnunum. Einir tveir íþróttamenn keptu í Álafosshlaupinu sunnudag síð- astliðinn. Vann Magnús Guð- bjömsson hlaupið í annað sinn. Rann skeiðið á 1 klukkutíma 11 mínútum og 42 sekúntum og var aðeins fljótari , en í fyrra. Ekki var veður að baga og er þessi litla þátttaka íþróttamönnum til lítils sóma. „Fimmtíu ára minning Bólu- Hjálmars". Ljóðasyrpu, eigi all- litla, með því nafni gefur út, og hefir orta, A. Johnson í Hafnar- firði. Höfundur mun vera ís- H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Mótorar til sölu. Af sjerstökum ástæðum höfum við eftirtalda mótora til sölu með sérlega lágu verði: 1 Atlas-Diesel mótor, 25 hest- afla með ástrengdum dynamó. Getiír verið notaður með eða án dynamósins. Hefir verið notaður. 1 Fuller & Johns.on olíumótor, 12 hestafla, með tveim þungum drifhjólum. Góður til rafmagns- framleiðslu o. fl. Er ekki nýr. 1 bensín mótor 1 Vfc hestsafls, hefir verið notaður. 1 rafljósastöð, olíumótor 3% hestafls, rafgeymir 90 a.t., loft- kældur mótor. Vélar þessar eru nýjar. Margra ára reynsla á ljósastöðvum þessum. H.F. HITI & LJÓS Reykjavík. Sími 830. Símnefni: Hiti. „Veðráttan“, mánaðaryfirlit ár- ið 1924, fæst á Veðurstofunni, verð 1 króna. Á sama stað er hægt að gerast áskrifandi að „Veðráttunni" árið 1925, gjald kr. 1.50. Janúaryfirlitið er komið út. pEIM, sem kynnu að ætla sjer að flytja til bæjarins næsta haust, vil jeg benda á, að jeg hefi jafnan til sölu eða get útvegað til kaups, smærri og stærri hús með lausum íbúðum. Gerið svo vel að láta mig vita hvað yður hentar og hvernig þér getið greitt, mun eg þá benda yður á þær eignir, sem sýnast best svara til óska yðar og kaupgetu. Reykjavík, Aðalstræti 11, þ. 9. júlí 1925. Helgi Sveinsson. Sunnanfari. Sex síðustu árgang- ar af Sunnanfara — kostuðu upp- haflega 15 kr. — eru nú seldir á 8 kr. í Bókabúðinni á Laugavegi 46. Aðeins fá eintök óseld. B. S. B. hefir ávalt fyrsta flokks vöru- og fólksflutningsbifreiðar til leigu fyrir lægsta verð. Hringið í síma nr. 16. Pr. Bifreiðastöð Borgarness Magnús Jónasson. Helgi Guðmundsson. lenskur. Eru skemtilegir sprettir í kvæðinu og orðalagið einkum skemtilegt oft og tíðum. En mik- il vandræði eru það að ganga und- ir öðru eins nafni — og þurfa ekki. -----o----- Úr sveitinni, að gefnu tilefni: Katólska manntr...... Kiljan með klyfjar af lastmælgi þrammar. Til þess ei vantar þig viljann að verða sem mest þér til skammar, En gættu þess samt, er þú sáir svívirðu’ og fólskunnar orðum, slík endalok ekki þú fáir , eins og Jón Gerreksson forðum. Sneglu-Halli. Ritstjóri: Tryggvi þórhalLsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.