Tíminn - 22.08.1925, Síða 2

Tíminn - 22.08.1925, Síða 2
148 TIMINN Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: ZE^eylbztótDSLlk;: Saylor Boy (i V4 og V8) frá Gr. Philips Pinnace x/8 — sama Marigold Plake x/16 — sama Abdulla Mixture (í x/4 og x/8) frá Abdulla & Co. Capstan Mixture med. x/4 frá Br. American . do. do. — */8 — sama Capstan N/C. — J/4 — sama Old English Curve Cut '/4 — sama Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. Ijandsverslim íslands. Kr. 12.65 pr. 1 lbs. 13.25 13.25 23.00 16.10 16.70 17.85 18.40 Craddavirinn „Samband“ er sterkur og tiltölulega langódýrastur. Kaupfélögín annast um pantanir. Sig. Rrisídíerjélurssoíi. Sendur var úr sólarlöndum sólarroð um óttu að boða, sólargeisla sannleiksmála, svarta nótt að reka á flótta, kveðju bera köldum lýði Kristófer, í eyjar skerið. Kennimaður, kennimanna kristindóms í myrkurtómi. Kyndilberi kennivandur kristindóms í nýjum Ijóma lýsti oss með logablysi, lýsti oss að Jesú krossi, lýsti svo að leiftur gnustu, lýsti best að himinfesting, lýsti hann á landi frosta lifandi máli hverri sálu. Lauk upp bók-, sem rauk úr rykið í'uslaskrínu máðra lína, strauk svo létt um stafi bókar, strauk og blés og tók að lesa. Kirkjumanna að kenningunni kyndil bar og tók af skarið. Hvílík bók! Og hvílík speki! Hjartað fagnar, efinn þagnar. Allir stafir urðu gulli öllu skýrri í ritning dýrri speki, ást og alkærleikur alt þar var í málsins fari. Alt var gott með eðli réttu. Allra þjóða faðir góður, alvís, réttvís ástar sólin elsku bjartur veiku hjarta. (Alt varð skýrt í andans birtu.) Engin sál í heljar báli! heldur þroskast allar aldir eilífir menn í lífsins sennu! Guð um aldir aldrei reiður, aldrei grimmur, hefndar dimmur. Guð er öllum góður faðir. Guð hinn sami, Krists og Brahma. Kyndilberi, kristni sendur Kristófer þér ætíð veri ástar þökk fyr yndislestur, ástar þökk af huga klökkum. Orðstýr þinn mun ætíð verða alinn þar er saman fara mesta vit og trúar traustið, táp og festa og réttur lestur. þuldi í myrkvið þrauta kilja, þungan blés að Laugamesi, hæfði mark. En ljósið lifði, loga bjart á svelli skartar. þrífið kyndil hátt og hefjið heiðurs merkið andans sterka, berið ljósið hærra, hærra, hærra taki. „Drottinn vakir“. Sigurjón Jónsson. ----0--- Frá útlöndum. Enn harðnar tollstríðið milli þjóðverja og Pólverja. Hinn 1. þ. m. vísuðu þjóðverjar 10 þús. Pólverjum úr landi og fluttu þá með jámbrautum yfir landamær- in, og Pólverjar gjalda í sömu mynt. — Látinn er lílega einn af fræg- ustu stjórnmálamönnum Banda- ríkjanna William Jennings Bryan, einhver mesti mælksumaður nú á tímum. þrisvar var hann forseta- efni demókrataflokksins, en náði aldrei kosningu. því næst dró hann sig í hlje, en barðist fyrir kosningu Wilsons. Bryan varð svo utanríkisráðherra hjá Wilson. Var hann jafnan hinn mesti friðar- vinur og var því algjörlega mót- fallinn að Bandaríkin tækju þátt í stríðinu. En þegar Wilson hnje að því ráði að taka þátt í stríð- inu sagði Bryan af sjer ráðherra- embættinu, og mat meira sann- færing sína. Rjett áður en Bryan dó vakti hann enn á sér mikla athygli er hann tók að sjer að flytja hið svonefnda apamál, sem afarmikið umtal hefir orðið um í Bandaríkjunum og reyndar um heim allan.. Bamakennari nokkur í einu fylki Bandaríkjanna hafði sagt bömunum frá breytiþróun- ar kenningu Darwins og þeirri skoðun, að mennimir væm komn- ir af öpum. Var höfðað mál gegn honum fyrir að kenna þá lærdóma sem koma í bága við sköpunar- sögu ritningarinnar og sem væm líklegir til að grafa undan krist- indóminum. Tók Bryan að sjer að sækja mál þetta á hendur kenn- aranum, enda hefir hann jafnan verið hinn strangasti bókstafs- trúarmaður. Málið var sótt og varið af afarmiklu kappi. Fjöldi blaðamanna og annara gesta þyrptist til bæjarins, þar sem málið var sótt. Sóknar- og vam- arræðurnar voru símaðar um allan heim. Varð Bryan að svara, og svaraði játandi spurningum um hvort hann tryði því að Jónas hefði verið í hvalnum, Jósúa hefði getað látið sólina nema staðar 0. s. frv. Lauk málinu svo í und- irrjetti að kennarinn var dæmd- ur í sektir, en svo verður málinu haldið áfram og er jafnvel búist við að úr verði pólitiskt mál. En Bryan mun hafa ofreynt sig, því að hann varð bráðkvaddur stuttu eftir að dómurinn fjell. — Endanleg úrslit sveita- og bæjarstjómarkosninganna frönsku urðu stórkostlegur sigur fyrir frjálslyndu flokkana, sem standa að stjórninni. íhaldsmennimir töpuðu mesta fjölda af sætum, en allra verst urðu Kommúnistar úti. Er flokkur þeirra nálega úr sögunni. — Spánverjar eru að hefja nýja sókn í Marokkó í samvinnu við Frakka. Er talið að nú fyrst muni Abd-el-Krim fáanlegur til að ræða um frið. — Látinn er í Kaupmannahöfn einn af frægustu vísindamönnum Dana, Kristian Kroman, prófessor í sálarfræði. Margir Íslendingar hafa verið lærisveinar hans. Mik- ið og merkilegt verk vann hann að því að bæta mentamálaskipu- lag Dana. — í ársbyrjun 1923 sendu Frakkar og Belgir stórar her- sveitir yfir Rínarfljót og tóku í pant mikil hjeröð, til tryggingar skaðabótagreiðslum þjóðverja. Hefir mjög verið um það deilt hversu hyggilega þetta hafi verið ráðið. þjóðverjar segja að sam- komulagið sém síðar náðist um greiðslurnar. hefði náðst hvort sem er, og bæði fyr og betur- Frakkar fullyrtu hitt. að án þeirr- ar hótunar, sem í þessu lá, hefðu þjóðverjar aldrei fengist til að standa við skuldbindingar sínar. En samkomulagið náðist og um síðustu mánaðamót hurfu herir Frakka og Belga aftur úr Rínar- löndunum. Frakkar sigruðu, en hitt er óvíst nema þeir hafi engu að síður skaðast stórkostlega við þessa framkvæmd. — Mikill glundroði og ólæti hafa orðið dögum saman í þýska þinginu undanfarið. Hefir oft orðið að slíta fundi vegnaólátanna og tefst þingið stórkostlega við þetta. Ganga kommúnistamir best fram í ólátunum, en hinir æstustu íhaldsmenn taka undir. Er fullyrt í þýskalandi að um margt sje náin samvinna milli Kommúnista og svæsnustu Íhaldsmannanna. — Ritskoðunin á Italíu er orðin svo ströng að frjálslyndu blöðin eru að flýja úr landi. Verða sum gefin út í Sviss, önnur í Frakk- landi. Ýmsir af merkustu stjórn- málamönnum Ítalíu, fyrverandi ráðherrar o. fl. eru sömuleiðis að flýja landið. — Sögur hafa gengið um það að stjórnin í Eistlandi hafi leigt eða selt Englendingum Eysýslu og aðra eyju í Eystrasalti. Ætli Englendingar að reisa þar mikla flotastöð, til þess að geta látið til sín taka í Eystrasalti og eink- um er sagt að þessu sje stefnt gegn Rússum. Stjórn Eistlands ber þessar sögur til baka og segir engan fót fyrir. En því er samt alment trúað að þetta hafi a. m. k. komið til tals. — Einn helsti herforingi Frakka kom heim frá Marokkó fyrst í þessum mánuði. Telur hann sig- urhorfur Frakka að vísu góðar, en nauðsyn muni að senda a. m. k. 50 þús. hermanna til viðbótar og fjarstæða sje að hugsa um að semja frið fyr en gengið sé milli bols og höfuðs á Abd-el-Krim. Fyr verði veldi Frakka í Marokkó ekki trygt. — 12412 skip hafa strandað við strendur Svíþjóðar síðastliðin 60 ár. — Lloyd George gat þess ný- lega í ræðu í enska þinginu að árið sem leið hefði England flutt inn matvörur fyrir 380 miljönir sterlingpunda. Væri þessi iim- flutningur altaf að aukast. Síðan árið 1914 hefði árlegur innflutn- ingur aukist um 57 milj. sterling- punda. Væri þetta búskaparlag, sem ekki mætti halda áfram. Landrými væri á Englandi til að’ auka landbúnað til stórra muna, og þó að ekki væri hægt að stunda hveitirækt mætti auka kvikfjár- ræktina til stórra muna. ----o---- Morgunblaðið og gengismálið. í Morgunblaðinu á föstudaginn var segir blaðið frá hug manna í Danmörku í gengismálinu. — Segir blaðið: „þar eru menn Bóndi er bústólpi, bú er landstúlpi. Fyrirlestur er Páll Zóphóníasson skólastjóri flutti 1. mars 1925 á bændanámskeiðinu á Hólum. ------ Niðurl. Á þá hlið stólpans, sem er gagn- stætt þessari, vil jeg skrifa yfir- skiiftina: hagkvæm verslun. Við gátum ekki, og getum lík- lega aldrei hér á landi, framleitt þær vörur, sem fullnægja öllum þörfum okkar. Við höfum ofmik- ið af sumum vörum, en oflítið af öðrum. þessvegna þurfum við bæði að kaupa og selja vörur. Og þá getur verið að verðið, sem við þurfum að gefa fyrir vöruna sem okkur vanhagar um sé svo hátt, og sá er selur hana taki allan hagnaðinn, sem við höfðum á ódýru framleiðslunni, og góðu skepnunum, 0g þá verða það aðr- ir, sem hafa haginn af sveita okk- ar og erfiði. Hitt getur líka komið fyrir, að verðið sem við fáum fyrir það sem við höfum að selja, sé svo lágt, að munur þess og framleiðsluverðs, verði nær eng- inn eða hreint enginn, og fram- leiðslan því beri sig ekki, hve ódýr sem hún hefir verið gerð. Að þetta hvorutveggja geti átt sér stað, og það af ýmsum ástæð- um, þekkja allir af ótal dæmum. Tíðast eru það hinar mörgu milli- hendur, sem lifa á arðinum, sem orsaka þetta, og til að tryggja sig hér, er það, að bændur mynda sínar eigin verslanir, sín eigin kaupfélög, og sín sölufélög. Og eg verð að láta mér nægja hér, að fullyrða að það sé sú eina rétta leið í þessu máli. það má deila um smá fyrirkomulagsat- riði, en aldrei um höfuðatriðið það, að með kaupfélögum og sölu- félögum fæst varan, sem kaupa þarf, með sannvirði, og fyrir seldu vöruna fær seljandi eins og hún seldist, og hvorki meira né minna. Starfsfyrirkomulag félaganna get- ur svo gert það að verkum að þetta höfuðatriði náist misvel, en líklega þó altaf betur, en með öðru fyrirkomulagi. En þessa stað hæfingu verð eg að láta vera ósannaða hér, það gerir tíminn, en annað í þessu sambandi má eg til að minnast á. Og það er það, að maður má aldrei í verslun, frekar en í framleiðslu, afla sér tekna á kostnað komandi ára. En þetta hefir oft viljað brenna við. En þetta má ekki henda þá sem fást við verslun, og ekki henda okkur bændur. það getur verið freisting að gera þetta. Ef t. d. ær — kvíaær — er orðin nógu þung til að geta gengið sem geld til útflutnings á fæti, er freisting að láta hana fjúka, og það gera sumir. En verslunararð- urinn sem næst með því, er tek- inn á kostnað komandi ára, og það má aldrei. Og það gæti verið freisting, að láta laungraða fol- ann fara sem geltan og gróinn, en það er að taka verslunararð á kostnað komandi ára, að gera slíkt, og það má aldrei henda okk- ur. Og sömu kröfu og við hér gerum til okkar sjálfra, eigum við að gera til verslunarmann- anna, bæði þeirra, er við okkar verslanir starfa, og hinna er starfa að verslun fyrir sjálfa sig. Og við eigum heimting á að þeirri kröfu sé hlýtt. það getur líka komið fyrir, bæði af eðlilegum ástæðum og óeðlilegum, að t. d. einhver kaup- maður bjóði bónda vörur ódýrari en þær eru þá í hans eigin félagi. þá getur verið mikil freisting að versla við hann en ekki félag sitt. En geri hann það, sækir hann sér verslunararð á kostnað .komandi ára. Og hann gerir það, bæði af því, að versli hann við sitt félag, þá myndar hann um leið sjóði, sem tryggja verslun komandi ára, og það er höfuðkostur kaupfélag- anna gagnvart þjóðarheildiimi, og kostur, sem frá þjóðfélagslegu sjónarmiði, er svo mikilsverður, að þó kaupfélögin hefðu einhver sérréttindi í verslun frá heild- inni, þá væri það réttmætt vegna þessa; og því, að með því að versla við sinn eigin keppinaut, styrkir hann hann, en veikir sitt eigið félag. því skildi enginn hlaupa eftir tylliboðum af hvaða rótum sem þau eru runnin. Við verðum altaf, og ætíð, að muna það, að við erum aðeins einn hlekkur úr þjóðarheildinni, hlekk ur sem smáslitnar og eyðist, og þá taka nýir við, og að við eigum að vinna að því jöfnum höndum, að treysta hlekkina sem nú eru, og þá sem síðar koma. Ef við viljum gera það, þá verslum við aldrei á kostnað komandi ára, þá erum við trúir kaupfélagi okkar. þær tvær hliðar landstólpans, sem nú er eftir að minnast á, eru annars eðlis. þessar hnigu báðar að því að bæta fjárhag búsins, en þó það sé mikilsvert, þá má þó ekki gleyma því, sem heldur stólp unum uppi, en það er maðurinn sem reisir búið. Á hinu andlega atgerfi hans er mikið bygt, og þegar öllu er á botninn hvolft, er efamál hvort það ríður ekki eins mikið á því eins og fjármununum. Að minsta kosti er best að það fari saman. Á aðra þessa hlið vil eg skrifa bændamehning. Landið okkar er bændaland, og hefir til síðustu ára haft sér- kennilega bændamenningu. Og um helmingur þjóðarinnar hefir hana enn. Og það sem séreinkennir hana gagnvart kaupstaðarmenn- ingunni, er það að hún hefir til þessa bygt á heimafræðslunni, meira en á fræðslu í skólum. Af þessu hefir það leitt, að hún hef- ir náð betur inn í afkima sálar- innar, betur inn að manninum sjálfum, og getað dregið fram það besta sem í honum býr. Eg vil á engan hátt ríra skólana, en eg fullyrði að enginn þekkir eins vel alla þá krókavegi, sem liggja að því besta inni í djúpi sálarinnar eins og móðirin, eða sá sem geng- ur í hennar stað, og einmitt af því er það, að með bændamenn- ingunni fást fram öfl og kraftar í bamssálinni, sem kennarinn gat ekki komist að og knúð fram til starfa. þetta megum við ekki missa. Við megum ekki sleppa tökunum á hinum þroskandi áhrif- um heimilanna á bömin. Fræðslan er góð, og geti heimilin ekki veitt hana er sjálfsagt að taka skólana til hjálpar, en gleymum því aldrei að bæði veit hún manna best, Kvar best er að sá, svo sæðið grói, og svo veit hún líka best, hvernig að því verður best hlúð, svo það beri ávöxt. Sleppum því ekki heimafræðslunni. Hlúum að henni. Hún setur sinn svip á sveitamanninn, saman með starf- inu, sem altaf verður annars eðl- is ef rjett er á haldið en starf kaupstaðarbúans eins og áður er vikið að. Bændamentaði maður- inn hefir náð í það besta í sjálf- um sér. Móðirin og heimilið hefir fengið það fram, og hlúð að því. Hann er því það sem hann sýnist. Öll tilgerð og hræsni er honum fjarlæg. Honum dettur ekki í hug að dylja nekt sína undir silkislæðu. Honum kæmi aldrei í hug að vera með bera fætur í stígvélunum, en hafa silkiboli um leggina. Aldrei í hug að vera í silkitreyju, en götóttri skítugri skyrtu innan undir. Hann vill ekki sýnast annað en hann er, hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Bændamenningin hefir oft ver- ið vörn okkar og hlíf á liðnum öldum, og svo á hún líka að verða í framtíðinni. Og hraust- leiki landsstólpans er mikið kom- inn undir því að hún eflist. Höld-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.