Tíminn - 22.08.1925, Page 3

Tíminn - 22.08.1925, Page 3
TÍMINN 149 óðum að verða eindregnir á þeirri skoðun, að hækkun til gullgildis sé hið eina rétta“. Eru þessi um- rnæli röng, því að aldrei hafa heyrst háværari raddir í Dan- mörku en nú um að stýfa krón- una. því næst segir Mbl.: „Yita- skuld eru menn sammála um það, að hraðfara hækkun verður at- vinnuvegum og framleiðslu mjög erfið“. Og loks segir blaðið: „Áð- ur hölluðust menn að því, að hækkunin ætti að fara fram á mörgun árum. Nú eru fleiri að hallast að þeirri skoðun, að best sé að fara að eins og Svíar: taka skellinn á stuttum tíma; það sé betra fyrir framleiðsluna en að búa við- langvarandi hækkun“. — Með öðrum orðum: Allir eru sam- mála um að hraðfara hækkun er „mjög erfið“. Samt er hún betri en langvarandi hækkun og þess- vegna á að hækka snögglega. Sennilega er það þá kenningin, sem Mbl. vill flytja okkur, að við eigum snögglega að hækka upp í gullgengið gamla. Er þetta sú hraðasta byltingatillaga, sem enn hefir komið fram á íslandi. Af- leiðingarnar yrðu tvímælalaust þær að annarhver atvinnurek- andi íslenskur færi á höfuðið. — Að hinu víkur Mbl. ekki, sem vit- anlega er þó aðalatriði málsins: að raunverulega er ekki ein ein- asta ástæða til fyrir því að hækka krónuna í gamla gullverðið. Ekk- ert vinst við það annað en að skapa meira ranglæti og að gera atvinnurekendunum nálega ókleift að halda áfram atvinnurekstri. ---o---- Bréf frá Askov. þegar eg fór að heiman í des. s. 1. ár hafði eg í hyggju að senda Tímanum einhverntíma línu. það áform hefir nú dregist óforsvar- anlega lengi, svo byrjunin verð- ur á' öfuga endanum, og einnig meira léttmeti en vera ætti; en ef til vill gefst mér ækifæri seinna til þess að víkja að ýmsu er vakið hefir athygli mína í kenslu- og skólamálum, bæði í Noregi, Svíþjóð og hér í Dan- mörku. þegar eg, í maíbyrjun, kom frá Svíþjóð til Hafnar, gat ritari D. um því í hana dauðahaldi. Notum aldrei hjúp hræsninnar til að steypa yfir okkur, og sýnast ann- að en við erurn, né hjúp ytri siða og venju til að hylja innri tóm- leik og vesalmensku. þið eruð flestir bændur, allir bændaefni eða bændur, og hafið það hug- fast að gera heimilin ykkar þann- ig, að þau geti eflt sálargöfgi barnanna, dregið alla kosti þeirra fram til starfa fyrir land og þjóð, þá eflist bændamenningin, og þá vex hraustleiki landsstólp- anna. Á fjórðu hliðina vildi eg skrifa góður þjóðfélagsþegn. Við lifum á þjóðveldis- eða lýðveldistímum, þar sem allir verða að starfa saman að sameiginlegum málum. Með atkvæðisréttinum, er ábyrgð- in á framkvæmd þeirra lögð á okkur alla, og sá er ekki notar sér það, tekur ekki réttan þátt í starfi heildarinnar. En einmitt vegna þessa er það líka skylda allra að hugsa um öll þau almenn mál, sem heildina varða. þeir, þeir sjálfir, stuðla að lausn þeirra á þennan eða hinn veginn með sínu atkvæði. Hjer vantar mikið á að menn skilji þetta. Tökum hreppsmálin. Starfa allir þar,? Koma allir á hreppsf undina ? Setja allir sig inn í málin sem leysa þarf og ráða fram úr? Eg fullyrði að svo sé ekki. Og tökum sýslumálin. Er ekki það sama um þau að segja? Vantar ekki mikið tii að allir fylgist þar með? Og er ekki það sama að segja um landsmálin? Hann er ekkert eins- Harmoníum frá B. M. Haugen á Lauvstad í Noregi eru viðurkend fyrir gæði; hljómfegurð og vandaðan frágang. — Iiljóð- færin eru mjög ódýr eftir gæðnm. Svara öllum fyrirspurnum og sendi verðlista þeim er þess óska. Sérstaklega vil eg benda prestum og kennurum á harmoníum með ferföldu hljóði (verð ea. 1000 kr.), sem er sérstaklega smíðað fyrir minni kirkjur og skóla. — Umboðsmaður á íslandi Sæmundur Einarsson, Þórsgötu 2, sími 732, heima kl. 1—3 og 8—9 síðdegis. Alf a-La val skilvindurnar eru komnar aftur. Samband ísl. samviél. Isl. samf., hr. Áge M. Benedikt- sen, þess við mig, að í ráði væri að efna til Suður-Jótlandsfarar fyrir þá íslendinga, er þar vildu vera méð. Jeg afréð strax að verða þátttakandi í för þessari og er eg mjög ánægður yfir þessari ákvörðun, því förin reyndist mér í alla staði hin ákjósanlegasta. — Skal eg nú með fáum orðum skýra frá þessu ferðalagi. Allir áttu að mætast í Kolding 6. júní kl. 2 síðd. Höfðum við hér frá Askov og úr nágrenninu, komið nokki-u fyr, til þess að hafa tíma til að lítaj inn til landa okkar Ágústar Jónssonar seni þá var nýlagstur þar tæringarsjúkur, en er nú dáinn. Formaður fai-arinnar hr. Áge Meyer Benediktsen ásamt frú sinni var kominn, og biðum við nú lestarinnar frá Kaupm.höfn með aðalfjöldann. þegar hún brunaði inn á stöðina, voru það íslensku upphlutirnir og skúfhúf- urnar er sumar stúlkumar báru, sem tóku af öll tvímæli um það, að þarna voru landar á ferðinni, þó ekki þekti maður mörg and- litin. En fljótt rætist úr því á ferðalögum, brátt voru allir orðn- ir bestu kunningjar. Við könnun kom í ljós að í alt vorum við 25 landar: 19 konur og 6 karlar. Auk hjónanna voru tvær danskar stúlkur með, svo kven- fólkið var í yfirgnæfandi meiri hluta í þessum 29 manna hóp, það er það nú líka hvarvetna í heiminum. Nú fór allur hópurinn til Kold- inghus. það er geysistór kastali er stendur á fagurri hæð i út- jaðri borgarinnar, og er þaðan undurfagurt útsýni yfir Kolding- fjörðinn. Kastali þessi er fyrst bygður af Abel hertoga 1248 til varnar gegn Suðurjótum. Um langt skeið hefir þetta verið kon- ungshöll og smá aukið við bygg- inguna. Um 1600 lét Kristján konungur IV. reisa afskaplega háan turn á höllinni með 4 risa- vöxnum líkneskjum efst á hverju horni af Hannibal, Scipio, Hektor og Herkules. Herkules bar kór- ónu Norðurlandanna þriggja en hinir sitt ríkismerki hver. Nú stendur Herkules einn eftir. Árið 1808 hafðist hjálparsetuliðið frá Spáni og Frakklandi við þarna í höllinni, sem átti að hjálpa Dön- um móti Englendingum. þeim hafa þótt’kaldir mars-næðingarn- ir, því svo óspart lögðu þeir hálminn á glæðurnar að í kvikn- aði og brann á skömmum tíma alt, sem brunnið gat. Höllin er nú hálfviðgerð og notuð sem safn- hús (helst hergögn). Við miðdagsborðið í gistihús- inu í Kolding lagði Benediktsen okkur lífsreglumar viðvíkjandi ferðalaginu; Talaði hann af skiln- ingi og reynslu um þýðingu og gildi þess að ferðast, hve mikið mætti á ferðum læra, ef rétt væri á tíma og kröftum haldið. Mintist á ferðaáætlunina og að nú yrði hver að sjá um sitt og vera stund- vís. Frá Kolding til Skamlingsbank- en ókum við öll í einum bíl, en þröngt máttu sáttir sitja þar. — Alt logaði af fjöri og ferðagleði og látlaust sungið fullum hálsi ís- lensk Ijóð og ættjarðarkvæði. Eftir rf/2 tíma akstur tók for- maður ungmennafélagsins móti okkur mjög alúðlega, og sýndi okkur hæðina sem skreytt er minnismerkjum og margskonar gi-óðri. Hæðin er rúmlega 100 metrar yfir sjó og er þaðan ljóm- andi útsýni yfir Litlabelti, Fjón og hið gróðursæla og þéttbýla land umhverfis, sem nú breiddi sig svo langt sem augað eygði í litskrúði sumargróðursins. Hæðin er rétt norðan við landa- mærin frá 1864 og má hún bæði fyr og síðan teljast þjóðemisvígi Norðurlanda. þama hafa haldin verið hin afarfjölsóttu mót, þar sem margir af mestu andans görp- um Norðurlanda hafa talað af eldmóði urn þjóðemismál, t. d. Grundtvig, Bj. Björnsson, Kr. Brun, L. Schröder o. fl. I nánd við ræðustólinn hefir verið plantað þrem trjám: birki frá Svíþjóð, greni frá Noregi og bæki fyrir Danmörku; blakta þar yfir fánar þessara landa þegar mót era höfð. Varð tilrætt um að gróðursetja þarna ísl. reyniplöntu og setja stöng fyrir ísl. fánann. Til kvöldverðar og gistingar var okkur skift niður á góðbúana í Christiansfeld og umhverfinu. Er það sveitaþorp með um 1200 íb. rétt sunnan við landamærin frá ’64. — Er þar margt með fornu sniði og fastheldni við gamlar venjur. Hefi eg hvorki fyr né síð- ar komið í kirkjugarð þar sem öðrumegin kirkjúnnar hvíla ein- göngu karlmenn en hinumegin kvenmenn. — þar er gerður hjóna skilnaður á dauðastundinni — og auðvitað meðan messað er. Við Guðm. þorvaldsson vélfr. frá Dýrafirði kusum að gista í sveitinni. Varð það okkur óbland- in ánægja, því móttökumar vora ágætar; sömu söguna höfðu raun- ar allir að segja. — Um kvöldið var samsæti í gistihúsi þorpsins með kaffiveitingu, ræðuhöldum, söng og hljóðfæraslætti til kl. 12. Árla næsta dag kvöddum við gestgjafa okkar og var síðan ek- ið í tveim opnum bílum með söng og fjörugum samræðum yfir akra og engi gegn um skóga og borgir, í skínandi sumarblíðunni suður til Sönderborgar. Á leiðinni skamt frá Aabenraa dæmi karlinn sem ekki vildi lesa nema eitt blað, af því aýi hann var svo hræddur um að það gæti veikt sig í trúnni á vissa menn og málefni, ef hann læsi fleiri lólöð. Nei, hér vantar mikið til að við gerum það sem við eigum að gera, það sem er skylda okkar að gera, en það er að fylgjast með gangi málanna, og skapa okkur í þeim sjálfstæðar skoðanir. En þettá* kemur af því, að við höfum yfir- leitt svo afar sljófa undirvitund um það, að við erum liður — starfandi eining, — úr heilu þjóð- félagi, já, heilu mannkyni og ber að vinna þar að hag heildarinnar. En þessa meðvitund þurfum við að fá. Ilún þarf að verða vakandi og gegnsýra verk- okkar. þá geng- ur alt samstarf- léttara, og þá treystist landsstólpinn betur. Við setjum lög, og okkur er bor ið það á brýn íslendingum, að við brjótum manna mest lög. En hvað eru nú lögin í raun réttri. þau eru reglur, eða ytri rammi, sem settar eru og æfinlega mið- aðar við meðalmenn. Og við setj- um hegningu við brotum, og mið- um þar líka við meðalmenn, og það sem heildinni er fyrir bestu. Og þó brjótum við þessi sömu lög oft og einatt. Af hverju kem- ur það nú? Annað hvort af því að við metum sjálfa okkur meira en heildina, og erum þar með ekki eins góðir þjóðfélagsborgarar og vera ber, eða þá því, að við er- um vaxnir upp úr lögunum. þau eru okkur þá of þröng, við getum ekki verið í meðalmanns treyj- unni og sprengjum hana því, en þá verðum við líka að vera reiðu- búnir til að taka afleiðingunum, og líða fyrir lagabrotið. Hið fyrra er hið tíðara. Við gleymum heild- inni, vegna sjálfra okkar. það gerir bannlagabrjóturinn þegar hann, til að svala fýsn sinni eða græða fé, brýtur bannlögin. það gerir þjófurinn þegar hann til að auðga sjálfan sig dregur sér ann- ara eign. það gerir kaupmaður- inn þegar hann kemur vörum und- an tolli til að græða peninga. það gerir skotmaðurinn þegar hann skýtur friðaða fuglinn, og það gera svo margir, margir. En við megum ekki meta okkur hærra en heildina. En því gleymum við, af því koma brotin. Alt er þetta sjálfselska, við elskum ekki ná- ungann eins og okkur sjálfa, þvi gerðum við það, múndum við held- ur efla hag allra annara náunga en okkar sjálfra. Og leiðin til þess að láta lagabrotin minka, er því ekki sú að auka hegninguna fyrir brotin, heldur miklu frekar hin, að skapa þá tilfinningu einstakl- inganna, að þeir séu liðir úr heild- inni, borgarar í þjóðfélaginu, og reglur þær sem það hafi sett sér og miðað við meðaleinstaldinginn, megi ekki rjúfast, enda þó svo geti komið fyrir að einstaklingar hafi hag af brotinu, á kostnað fjöldans. þessa tilfinningu þurfum við að skapa hjá okkur bændum- ir, því með því treysta<st lands- stólparnir. Alt annai-s eðlis eru þau lög- brot sem stafa af því að menn eru vaxnir upp úr lögunum. þeir menn eru sér þess meðvitandi að þeir brjóta lög, og þeir eru reiðu- búnir til að taka á sig þá hegn- ingu og þær afleiðingar sem laga- brotinu fylgir. Oft er engin leið fljótari til að þroska einhverja þjóð en einmitt þetta. Við laga- brotið og hegninguna opnast augu hennar, og það verður til þess að meðaleinstaklingurinn stækkar og lögunum verður breytt. Á sama hátt eru oft menn á undan sínum tíma og vilja lög og reglur, sem meðaleinstaklingurinn er ekki vaxinn upp í enn. Svo var hér á landi með t. d. þegnskylduvinn- una og Hermann Jónasson. En nú er meðal ungmennið bráðum vaxið upp í þegnskylduvinnuhug- mynd Hermanns, og þá kemur þegnskylduvinnan af sjálfri sér. Til þessara manna ber okkur að líta með virðingu, enda þó við séum ekki komnir á sama sjón- arhól og þeir, og líti því öðruvísi á málin. En öll góð mál, sem upp koma með þjóðunum, eiga sér lengri eða skemmri aldur, uns meðal einstaklingurinn vex upp í þau, og þau verða að skráðum eða óskráðum lögum fyrir heild- ina. Flytjendur þeirra og for- mælendur, mega því bíða rólegir og við hinir, við reynum að gera skyldu okkar með því að setja okkur inn í málin, fylgjast vel með, þá smávöxum við upp í þau. þá höfum við litið á hliðamar allar fjórar. Allar voru þær þess eðlis að þær gátu færst út, svo var athygli okkar vakin á risa- vöxnum turni á hæð nokkurri all- langt frá veginum. Hæðin heitir Knivsbjerg en mannvirkið er 45 metra hár minnisvarði sem þjóð- verjasinnar reistu Bismark 1899. Frá 1894—1919 hafa þarna verið samkomur sóttar af fólki sunnan 'að. þegar eftir sameininguna 1920 var goðinu (Bism.) steypt af stalli og vísað úr landi. Stendur hann nú suður í Hiittmerberge í Holstein. -— Hádegishressingar- innar nutum við í Aabenraa hjá fræðslumálastjóranum. í Sönder- borg biðu okkar opnir armar sem leiddu okkflr heim með sér á víð og- dreif í borginni og þar beið miðdegisverður á borðum. Okkur ungfrú Sigríði Jónsdótt- ur hlotnaðist verustaður hjá landa okkar lektor Sigurði Sigtryggs- syni. í heimili þeirra hjóna — kona hans er dönsk — nutum við ógleymanlegra ánægjustunda og frfbærrar gestrisni. Eftir mið- dagsverð fórum við öll yfir sund- ið til Dybböl-hæðarinnar, og skoð- uðum vel og lengi þann örlaga- þrungna sögustað. Lektor S. Sig- tryggsson var aðalleiðsögumaður okkar þar. Skýrði frá bardagan- um þarna 1864, er Prússar tóku landið, breytingunum sem virkið hefði tekið síðan og svo frá sam- einingunni 1920, þegar sami fán- inn, sem barist var undir þarna fyrir 56 árum var aftur dreginn að hún. þama stendur risavaxið minnismerki er Prússar reistu strax eftir sigurinn ’64. — það eru alvarlegar og einkennilegar kendir sem gera vart við sig þeg- ar maður stendur á stað þar sem þúsundir manna hafa fyrir fáum árum hnigið að velli í baráttu fyrir frelsi og fósturland. Já, og þarna hefir íslendingur barist. — Ilvar skyldi hann hafa staðið, gengið, hvílt sig? verður manni ósjálfrátt að spyrja. Um kvöldið var haldið af stað vestur að Ronshoved lýðháskóla við Flensborgarfjörðinn, þar er Áge Möller skólastjóri. — Hvað það gladdi okkur að sjá íslenska fánann blakta þar í kvöldandvar- anum. það var í fyrsta sinni á ferðinni að okkur veittist sú ánægja. Alstaðar og altaf, hvar sem hann sést, flytur hann hjart- kærar kveðjur að heiman. Eitthvað um 70 stúlkur voru gildleiki stólpanna yxi. Og við skulum reyna að láta gildleika stólpanna vaxa. En nú kemur það fyrir að inni í miðjum gildum stólpa getur ver- ið fúi þó hliðarnar allar séu heil- ar til að sjá. Eins getur verið hér, mergurinn, sjálft heimilið, sem alt hvílir á, er þá gallað. þar er það bóndinn og húsfreyjan sem mest veltur á. En stólpinn sem þau reisa er studdur af fleir- um. Málshátturinn segir að hjú- in geri garðinn frægan og víst er það að þau gera sitt til þess. þau eru stytturnar, sem reistar eru við stólpann, og þær þurfa að vera traustar. En það hvemig þær styttur reynast fer mikið eftir því, hvernig bændamenning- in hefir verið þar sem stytturn- ar fyrst voru tegldar til. þar þarf bóndinn og húsfreyjan að hafa verið starfi sínu vaxin, en það hafa þau því aðeins verið að þau hafi verið menn í þess orðs sönnu merkingu. það er sagt að maður- inn sé skapaður í guðs mynd. Eng- inn mun þar fyrir vilja segja að útlitið sé hið sama, en hitt munu margir vilja, að hin innri mynd af sama manninum hafi á sér guðs svipinn. Og undir því að sá svipur hafi náð að mótast í bónd- ann og húsfreyjuna, er tegldu til styttumar, er það komið, hvernig þær reynast. -----o----

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.