Tíminn - 28.08.1925, Qupperneq 1

Tíminn - 28.08.1925, Qupperneq 1
(öfaíbferi 09 afgiíifcslur’aöur íirnans er Sigurgeir ^ri&rtfsfon, Sambanbsþúsiitu, HeYfj'.nMf ^Kfgreibeía I í m a n s er i 5amí>anösl?ásinn ®pin öagle^a 9—f2 f. í) 5ími 496. IX. ár. Rwykjavík 28. ágxist 1825 41. blað _ r Ekki Ihaldsmenn. Feig- stjórnmálastefna. íhaldsstefna hefir vei’ið til á Is- landi fyrri en nú. Rík og voldug- hefir hún setið í hásæti valdhafanna öldum sam- an á íslandi. Engin þjóð Norðurálfunnar hef- ir sennilega fengið hlutfallslega jafn þunglega að kenna á Ihaldinu og íslenska þjóðin og þó hafa þær allar þurft að stynja undan íhald- inu öldum saman. Mannkynssöguna mætti kalla söguna um baráttuna við íhaldið. Frelsispostular allra þjóða eru nú fyrir þá sök elskaðir og heiðr- aðir af þjóðunum, að þeir vörðu allri æfi sinni til baráttu við Íhaldið, fórnuðu sumir lífi sínu í baráttu við íhaldið. Sami rauði þráðurinn liggur um endilanga mannkynssöguna: íhaldsstefnan hefir verið bölvun þjóðanna. íhaldsmenn hafa verið böðlar þjóða og einstaklinga. Eins og mara lá íhaldið á þjóðun- um og var svo lífseigt að þó að mannvinir og frelsispostular berð- ust gegn því mannsaldur eftir mannsaldur og liðu píslai-vætti tugum og hundruðum saman, tókst því oft með ofurefli að hanga við völdin ævalengi. Á öldinni sem leið tókst loks að brjóta á bak aftur Ihaldið í langflestum Norðurálfulöndum. Fyrir þá sök er nítjánda öldin talin björtust í Norðurálfu, að þá var íhaldið brotið á bak aftur. Fyrir þá hina sömu sök hafa svo miklar framfarir orðið í Norð- urálfunni á öldinni sem leið. Fyrir þá hina sömu sök eru kjör almennings svo óendanlega betri nú en voru áður víðast um Norðurálfu, að'íhaldið hefir að mestu verið barið niður. þar eru mönnum enn svo í' fersku minni verk Ihaldsins að þar þykir alment hið ljótasta nafn að heita Ihaldsmaður. þar eru Ihaldsflokkarnir víðast einna fámennustu flokkarnir. þar er það óhugsandi a. m. k. þennan mannsaldurinn og næsta, að þjóð- irnar trúi íhaldsmönnum fyrir stjórn landsins. Sambandsþjóð okkar við Eyrarsund er eitt greinilega dæmið. Ljótt nafn á íslandi. Ljótara nafn mætti það teljast á íslandi en nokkursstaðar ann- arsstaðar, að heita íhaldsmaður. I enn íerskara minni mættu okkur íslendingum vera ávextir Ihalds- ins. því að það var ekki fyr en á þessari öld, sem Ihaldið á Islandi var brotið á bak aftur — í bili. Og ein af hörmulegu afleiðing- um styrj arldarvandræðanna varð sú, að Ihaldið lyfti aftur kolli — vonandi þó ekki nema í bili. Saga íslands er nú lærð í öll- um skólum. Hvert einasta barn á íslandi á að læra frásöguna um bestu sonu landsins. Hverju ein- asta barni er kent að elska bestu sonu íslands: Eggert Ólafsson, Skúla Magnússon, Jón Eiríksson, Tómas Sæmundsson, Jón Sigurðs- son og- ótal marga aðra sem nefna mætti. Hvers vegna er það réttmætt að kenna ungu kynslóðinni að elska og virða þessa menn? Hvers vegna er það rétt að telja þessa menn fyrirmyndar- menn, sem ungu kynslóðinni sé rétt að líkja eftir, sem hinum ungu mönnum og konum sé rétt að læra af til þess að geta orðið góðir íslendingar? Af því að þessir menn fómuðu lífi sínu í baráttunni móti Ihald- inu á íslandi En baráttan á móti íhaldinu er nauðsynlegasta bar- áttan, sem háð er hjá hverri 'þjóð á hverjum tíma. þess vegna eru, á hverri tíð, þeir synirnir og dæturnar bestu borgarar þjóðfé- lagsins, sem af mestri alúð berj- ast á móti íhaldinu. Útlent hefir Ihaldið lengst af ver ið sem á svipunni hélt öldum sam- an á Islandi. En því aðeins var veldi þess svo áskorað að það átti jafnan örugga vini og skjól- stæðinga íslenska. Verslunarstétt- in útlend að mestu, löngum, en íslensk jafnframt er fram í sótti, var tryggur bandamaður íhalds- ins. Stóreignamenniniir íslensku voru einnig löngum traustustu bandamenn íhaldsins. Loks voru æðstu emb.mennirnir íslensku löng um auðsveipir þjónar hins útlenda íhalds, sem hindraði eðlilega frarn- þróun íslands og að landsmenn gætu fengið að njóta landskosta. Er það ekki réttmætt, í þessu ljósi sögunnar, að fullyrða, að hvergi í heiminum ætti íhalds- nafnið að þykja ljótara nafn en á íslandi ? Er það ekki undarlegt að í því landi, þar sem sagan segir ský- lausast frá bölvun Ihaldsins og frá því hversu yfirstéttirnar hafa jafnan verið íhalds megin, að þar skuli það hafa tekist íhaldinu að skjóta upp kolli aftur og búa um sig í valdsessinum, nákvæmlega með sáma hætti og það hreiðraði sig þar áður og meir að segja enn í dág stutt til þess af út- lendu valdi, peningavaldi, nú í stað stjórnai-valds útlends áður? Ekki íhaldsmaður Mikið yrði hlegið um endilangt ísland ef einhver héldi því fram, að Eggert Ólafsson hefði verið Ihaldsmaður. Morgunblaðinu gæti ekki einu sinni dottið í hug að prenta svo skemtilega fjólu. Eggert ólafsson verður jafnan talinn einna fyrstur þeirra Is- lendinga á síðari öldum, sem vel og drengilega börðust á móti íhaldinu. Öll verslunarstéttin og megin- hluti embættisstéttar Islands var þá auðsveipt verkfæri íhaldsins'. Hersöngvar Eggei*ts Ólafssonar gegn íhaldinu létu illa í eyrum broddborgaranna íslensku, sem ekkert þoldu að heyra annað en íhaldsskipanir frá Bessastöðum. Nýr sigur íhaldsmanna var það, þegar Eggert druknaði. þá fengu þeir óáreittir af „óaldarseggnum" þeim að búa að þeim launum, sem Yfir-íhaldið í Kaupmannahöfn lét til þeirra falla fyrir trúa þjón- ustu. Ekki Ihaldsmenn. Innan skamms verður frá því sagt hér í blaðinu, hverjar athug- anir þeir gerðu um íhaldið á Is- landi, á þeirri tíð, Árni Magnús- son og Páll Vídalín. Jarðabók þeirra er eitt af merkustu ritunum, sem til er um síðari alda sögu Islands. Hana má kalla lifandi myndir af ástandinu í því landi, þar sem íhaldið ræður alveg óskorað, af því að yfirstétt- irnar hafa svarist í fóstbræðralag við útlendu Ihaldskúgarana. Tillögur þeirra Árna og Páls voru stórmerkar á sínum tíma. þær eru einna fyrstu stóru bauta- steinarnir, sem reistir eru í þeirri sögu, sem segir frá baráttunni við íhaldið á Islandi. Ekki íhaldsmaður. Enn þá miklu síðar dytti nokkr- um manni í hug að segja að Skúli fógeti hefði verið íhaldsmaður. Einhver allra djarfmannlegasti og stórhöggasti böðull á íhaldið er hann, þeirra sem lifað hafa á Is- landi, og fyrir þá sök einna mest elskaður. Hann barðist við erlent Ihald: rétt er það að vísu. En fyrst og fremst varð hann að berjast við innlenda íhaldsmenn, embættis- menn og aðra þjóna útlenda íhaldsins. Eru enn til hin sví- virðilegustu skrif, sem íslenskir Ihaldsmenn rituðu um Skúla fó- geta. Lifir enn minningin um Ihaldsmanninn Ara Guðmundsson, verslunarstjóra í Reykjavík, höf- uðóvin Skúla fógeta. Hverjir eru eftirmenn Ara Guð- mundssonar nú? ' Iiverjir eru nú, eins og Ari Guðmundsson var þá, leiguþjónar erlendra kaupmanna? Æðstu embættismennirnir voru þá allflestir öruggir bandamenn íhaldsins, öruggir vinir verslunar- lýðsins og fjandmenn Skúla. Er það eitthvað svipað, sem á sér stað enn í dag? Ekki íhaldsmenn. Hver mundi vilja kalla Baldvin Einarsson og Fjölnismenn Ihalds- menn ? það ei’u ekki íhaldsmenn, sem brjótast í því að hefja nýj e fram- sókn, sem eyða fénu sem þeir þyrftu að nota til að kaupa sér fyrir að borða, til þess að gefa út rit til þess að fræða almenning. Engum Ihaldsmanni dettur í hug að brjóta upp á nokkru nýju og gagnlegu og fórna nokkrum sköp- uðum hlut, til þess að vinna að hagsmunamálum alþjóðar. En þegar framfaramennirnir rísa upp og benda fram á leið. þegar farmfaramennirnir benda á, að drotnarar þjóðanna þurfi að afsala sér einhverjum sérrétt- indum, sem gera þeim kleift að lifa áhyggjulausu lífi við auð og eftirlæti, til þess að alþjóð geti tekið framförum, þá rísa Ihalds- mennimir upp og hrópa eldur, eld- ur! þá koma íhaldsmenn og búa til þröskulda, sem framfaramenn- irnir eiga að hnjóta um. Fjölnir var bannsunginn einum í’ómi af íslenskum íhaldsmönnum, sem þá lifðu. Tómas Sæmundsson fekk innileg'a fyrirlitningu allra íslenskra íhaldsmanna, sem hon- um voru samtíða. Mikið hefðu þeir orðið hissa, íhaldsmennirnir á öldinni sem leið, hefðu þeir getað séð það fram í tímann, að á næsta manns- aldri yrði Tómas Sæmundsson talinn einn hinn besti sonur Is- lands, en þeir sjálfur, ekkert ann- að en Ihaldsmenn. Ekki íhaldsmaður. Allra síst myndi nokkrum manni detta í hug að halda Jón Sigurðsson forseta Ihaldsmann. Alt líf hans var óslitin bar- átta við íhaldið. Sómi Islands, sverð þess og skjöldur var hann réttnefndur, af því að hann barð- ist alla æfi gegn íhaldinu, því að það er nauðsynlegasta baráttan, sem háð er hjá hverri þjóð, á hverjum tíma. Besti sonur Islands á öldinni sem leið er nú alviðurkendur sá, sem öruggast barðist við íhaldið. Að vísu háði hann baráttu sína fyrst og fremst við útlent Ihald. En eins og áður og eins og enn, átti útlenda íhaldið örugga banda- menn á Islandi. Mótstaðan á Islandi gegn Jóni Sigurðssyni var afarsterk. Æðstu embættismennirnir voru nálega allir Ihaldsmenn og að sjálfsögðu harðsnúnir andstæðingar Jóns Sigurðssonar. Svo hættulegan töldu þeir Jón Sigurðsson að ekki mátti hann, slíkur maður, sitja í nokkuru em- bætti á Islandi. þar áttu íhalds- menn að sitja og sátu. Allra síst mátti Jón Sigurðsson verða skóla- stjóri lærða skólans. íhaldsmenn- irnir sáu hver hætta það var fyr- ir hina upprennandi kynslóð! Og ekki einungis Jón Sigmrðsson sjálfan settu íhaldsmenn þannig á svartan lista, heldur lentu þar og ýmsir af fylgismönnum hans. Al- drei fekk Jón Guðmundsson em- bætti, af því að hann var ekki íhaldsmaður, heldur fylgdi Jóni Sigurðssyni. Til hins síðasta börðust íhalds- mennirnir íslensku gegn því, að verslunin yrði gefin frjáls. Við hvert tækifæri voru æðstu embættismennirnir boðnir og bún- ir til að berjast gegn stjómar- bótarkröfum Jóns Sigurðssonar. Ný Félagsrit voru eitur í bein- um íhaldsmannanna íslensku og þeir voru svo voldugir að Ný Fé- lagsrit fengu sáralitla útbreiðslu. Oftar en einu sinni varð íhalds- aldan svo sterk móti Jóni Sigurðs- syni, að hann meir að segja lét vera að koma heim til að sitja Alþingi. Hverjir eru nú arftakar íhalds- manna á dögum Jóns Sigurðs- sonar ? Ekki Ihaldsmenn. Hver mundi vilja kalla Bene- dikt Sveinsson Ihaldsmann? Eða: Hannes Hafstein, Tryggva Gunn- arsson, Pál Briem o. fl. o. fl. þokkalega hefði þeim brugðið, leiðtogum síðustu kynslóðar, ef þeim hefði verið sagt, að þá er liðinn væri um það bil fjórðung- ur tuttugustu aldarinnar, þá yrði stofnaður á Islandi Ihaldsflokkur, sem sniði sig að háttum erlepdra Ihaldsmanna, sem væru skil- getnir skoðanabræður fyrri alda íhaldsmanna íslenskra. Ekki hefðu þeir trúað því með nokkuru móti, að slíkur Ihalds- flokkur íslenskur, næði nálega meiri hluta á íslandi og fengi að fara með stjórn landsins. Slík tíðindi hefðu og verið óhugsandi á Islandi ef ekki hefði komið heimsstyrjöldin og sett allar þjóðir og Islendinga líka meir 'en mannsaldur aftur í tím- ann. Voru það íhaldsmenn sem lirundu af stað þeim breytingum, sem farsælastar hafa orðið á síð- ari áx-atugum á Islandi? • V oru það Ihaldsmenn, sem stofnuðu þjóðvinafélagið? Voru það Ihaldsmenn, þá a. m. k., hvað sem nú er orðið um suma, sem harðast báru fram sjálfstæð- kröfurnar? Voru það íhaldsmenn, sem hófu baráttuna um fánamálið? Voru það íhaldsmenn, sem stofnuðu kaupfélögin, sláturhús- in og’ rjómabúin? Voru það íhaldsmenn, sem stofnuðu búnaðarfélögin ? Voru það íhaldsmenn, sem for- göngu höfðu um framfarir sjávar- útvegarins ? Voru það íhaldsmenn, sem hófu Ungmennafélagsskapinn ? Voru það íhaldsmenn, sem hófu bindindisstarfsemina ? Svari hver fyrir sig sem les. Baráttan við íhaldið. Gæfa íslands á liðnum öldum er sú að hafa eignast marga góða sonu og dætur, sem hafa barist á móti íhaldinu í öllum þeim mörgu og seigdrepandi myndum, sem það hefir yfir sig orpið. Við getum ekki kallað þá fram til þess að þeir tali eða riti fyrir nútímakynslóð íslands og vari hana við íhaldinu, eins og það birtist nú. En við getum rifjað upp sögu þessara góðu íslendinga, og af henni numið þá kenningu sem við á. Sama baráttan er háð enn í dag, sem háð hefir verið öldum saman á Islandi, eins og í öllum löndum: baráttan milli Fram- sóknar og íhalds. Mun betri aðstöðu hefir jjú- tímakynslóðin til þess, að lifa góðu lífi í landinu, til þess að gera nú landið enn betra og byggi- legra, fyrir þá sök að unnir hafa verið svo miklir sigrar yfir Ihald- inu á liðnum öldum. Sú saga ætti að vera núlifandi kynslóð íslands svo minnisstæð, að ekkert ætti að geta vilt henni svo sýn, að hún léti hneigjast til að hlýða röddu þeirra manna, sem eim skilgetnir skoðanabræður Ihaldsmannanna, sem á sinni tíð börðust gegn Skúla fógeta og Jóni Sigurðssyni. Hörmungasaga Islands er sag- an um sigra íhaldsins á íslandi. Hin glæsilega saga íslands er sagan um ósigra íhaldsins. Sagan er sá spegill sem nútímakynslóð- in getur séð í þær myndir sem kasta ljósi yfir menn og málefni nútímans. Eilíf er baráttan milli Fram- sóknar og íhalds í heiminum. Sömu aðilar heyja þá baráttu nú á íslandi sem háð hafa undan- farið. Sama dóminn fá íhaldsmenn nú- tíðarinnar, er tímar líða, sem nú hafa þegar fengið Ihaldsmenn- irnir sem á sinni tíð börðust gegn Skúla fógeta og Jóni Sigurðssyni. ---o----- Islenska krónan hækkaði í morgun um 4%. Sterlingpundið kostaði í gær 26 krónur, en nú kostar það 25 krónur. Laglegur skattur er það sem þar er lagður á bændastéttina, einmitt um það leyti sem verið er að byrja að sel j a aðalf ramleiðsluvöruna: kjötið. Sennilega er það heldur minna en ein mi-ljón króna, gjald- ið, sem lagt er á bændanna bak, þegar alt k’ernur til alls með þess- ari snöggu og miklu hækkun. ----------------o-----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.