Tíminn - 05.09.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.09.1925, Blaðsíða 1
(ö)aíbfett o g afgrci6slur’a6ur Cimans «?r Sigurgeir ^ri&rifsfon, SantfeanhsWisimi, Heyfjapíf ^.fgtetbsía C í m a n s er i Sambanbsfeúsiub ©pm öaglega 9—i2 f- fe Sími 49n IX. ár. Hrykjavík 5. september 1925 42. blað Yilji Alþingis í gengismálinu. Alþingi síðasta framlengdi og breytti um leið lögum fyrra árs um gengsiskráning og gjaldeyr- isverslun. Efnisbreytingar voru tvær: Áður stóð í lögunum að genigls- nefnd ætti að gera tillögur til landsstjórnarinnar „er stefna að því að festa eða hækka gengi ís- lensks gjaldeyris"' en nú „að festa gengi íslensks gjaldeyris og stuðla að varlegri hækkun krón- unnar“. 1 annan stað var bætt tveim mönnum í nefndina: fulltrúum landbúnaðar og sjávarútvegar, en um sjálfa gengisskráninguna fengu þeir ekki atkvæðisrjett. Ótvíræður vilji Alþingis kemur fram í þessum breytingum, og kom enn skýrar fram í umræðun- um. Gengisnefnd og landsstjórn eiga sameiginlega að vinna að því að festa gengi krónunnar og hækkun því aðeins að eiga sér •stað að hún sé varleg. Viðbótin í nefndina bendir hiklaust á að þessi nýja stefna í igengismálinu er tekin upp vegna tillitsins til aðalatvinnuvega landsins. En enn skýrar kom vilji Al- þingis fram. Fjárhagsnefnd neðri deldar skilaði nefndaráliti um málið. Segir þar meðal annars: „Nefndin getur fallist á þá meginhugsun4', í áðurnefndum breytingatillögum, að leggja eigi aðaláhersluna á að festa gengi íslensku krónunnar og fara vailega í hækkun hennar“. Og enn segir fjárhagsnefnd: „að öll (gengis)nefndin eigi að taka alvarlega til athugunar, hvaða ráðstafanir þurfi að gera, verði að því því ráði horfið, að festa endanlega gengi íslenskrar krónu og gera hana innleysan- lega nieð gulli t. d. einhversstað- ar nálægt því gullgildi, sem hún hefir nú, og beri fram tillöguf sínai- um það fyrir næsta Al- þingi“. Fimm fj árhagsnefndarmenn af sjö, þrír Framsóknarmenn og tveir íhaldsmenn rita undir þetta nefndarálit og tillögur fjárhags- nefndar náðu allar samþykki Al- þingis. það er skylda landsstjórnar og gengisnefndar að starfa sam- kvæmt þeim fyrirmælum sem Al- þingi hefir gefið. En reynslan hefir orðið öll önn- ur. — Aldrei fyr hefir íslensk króna hækkað eins mikið í einu stökki eins og síðastliðinn laugardag og svo kom ný stórkostleg hækkun miðvikudaginn næsta. þetta er gert þvert á móti ský- lausum fyríi-mælum Alþingis. Gengisnefnd á að rannsaka hvað gera þurfi til þess að festa endanlega íslensku krónuna sem næst því gullgildi, sem hún hafði í vor og koma fram með tillög- ur um það fyrir næsta þing og á meðan að stuðla að því að festa - gengið eða í hæsta lagi að hækka varlega. þveröfug verður útkoman. Lrandsstjórnin hefir í hendi sér að gera ráðstafanir sem gera það kleift að framkvæma vilja Alþingis, og henni ber að sjálf- sögðu skylda til að gera það. Hvers vegna gerir hún það ekki ? Telji landsstjórnin nauðsynlegt að brjóta í bág við þingviljann í þessu efni, þá getur hún vitan- lega gert það á sína ábyrgð í bili, en þá ber henni jafnframt skylda til að kveðja Alþingi til aukafundar. o- Tuttugu miljóna afurðasala. Árið sem leið voru fluttar út landbúnaðarafurðir fyrir c. 12 miljónir króna. Enginn getur sagt með vissu hve mikill útflutningurinn verður í ár, eða hve verðhár. Ullin verður í lægra verði en í fyrra. En hefði sami verðgrund- völlur peninga haldist, mátti bú- ast við hærra kjötverði en í fyrra. Með óbreyttu verðgildi peninga mátti því gera ráð fyrir jafnmikl- um og verðháum útflutningi land- búnaðarvara í ár, þ. e. ca. 12 miljónum króna. Jafnframt selja bændur stórum mikið úr búum sínum til notk- unar innanlands. Var áætlað af fróðum mönnum um það leyti sem kjöttollsmálið var á ferðinni, að mun meir en helmingur á við útflutta kjötið, værí það kjöt sem bændur seldu til neyslu innanlands. Ekki óvarlegt er því að áætla, að þriðjungi verðlægri, eða um 8 miljónir króna, séu þær landbún- aðarafurðir sem seldar eru frá búunum til innanlandsnotkunar. Ef verðgrundvöllurinn hefði haldist, sem var í vor, mun óhætt að fullyrða að hér sé a. m. k. ekki of hátt áætlað. Hvað ræður verðinu? Útlenda markaðsverðið ræður algjörlega verði landbúnaðaraf- urðanna innanlands. Verð á salt- kjöti innanlands fer t. d. algjör- lega eftir saltkjötsverðinu í Nor- egi. Verðið á nýju kjöti er sett í samræmi við það o. s.‘ frv. En síðustu árin er komið fram nýtt atriði í málinu, sem getur haft hin mestu áhrif á það hvað bændur fá fyrir afurðirnar. Peningarnir hafa ekki lengur fast verð. Mismunandi gengi pen- inganna getur ráðið stórkostlega miklu um hvaða verð bændur fá fyrir afurðirnar. Má bændum vera þetta minn- isstætt síðan í fyrra. Islenska krónan steig í verði um ca. 10% á tímabilinu frá því um vorið er bændur keyptu nauð- synjar til búsins og þangað til um haustið er þeir seldu kjötið. Út- koman var ca. 10% verðtollur á kjötið. Nú virðist sama sagan ætla að endurtakast aftur, og ef til- vill í enn stærri stýl. Nálega allar landbúnaðarafurð- ir eru enn óseldar. Salan er fyrst að byrja nú, því að ullin hefir mátt heita óseljanleg til þessa. Hækkun íslensku krónunnar nú er því beinn skattur á bænda- stéttina. Ranglátur skattur. Með réttu munu bændur hafa talið víst að þeir yrðu ekki aftur í ár skattlagðir með gengis- hækkun. I fyrra lagi af því að það ligg- ur í augum uppi, hve sikatturinn er ranglátur. Framleiðandinn, hver sem hann er, á þá kröfu til þjóðfélagsins, að sá verðgrund- völlur haldist sem var er hann keypti nauðsynjar til atvinnu- rekstursins, a. m. k. þangað til að hann selur þær afurðir sem at- vinnureksturinn gerir honum kleift að selja. í síðara lagi af því að Alþingi hafði skipað landsstjórn og geng- isnefnd að gera ráðstafanir til að festa gengi íslenskra peninga, eða ef hækkað yrði að gera það var- lega og jafnframt skipað að rann- saka leiðarnar til að festa geng- ið endanlega og krafist tillagna um það fyrir næsta þing. því meiri munu þau því þykja þau tíðindi sem nú berast um bygð ir landsins, sem þau hljóta að koma mönnum alveg á óvart. 1200000 króna skattur lagður á bændastéttina á hálfri viku. íslenska krónan steig í verði um 4% síðastliðinn laugardag. Verð sterlingpundsins lækkaði úr 26 kr. í 25 kr. Afleiðing: Bændur fá 4% lægra verð fyrir afurðir sínar en þeir hefðu fengið ef verðgildi peninganna hefði fengið að hald- ast óbreytt. 4% af áætluðu tuttugu milj- óna króna verði landbúnaðaraf- urðanna er 800000 krónur. Árið 1910 voru bændur á Is- landi 6034. Lítt hefir sú tala breyst. Skattuiinn sem lagður var á hvern íslenskan bónda að meðal- tali á laugardaginn var nemur ca» 130 krónum. . Á miðvikudaginn var steig ís- lenska krónan aftur í verði um 2%. Sterlingpundið lækkaði úr 25 kr. í 24 kr. og 50 aura. 2% af áætluðu tuttugu miljóna króna . verði . landbúnaðaraf urð- anna er 400000 krónur. 65 kr. skattur var lagður á hvern íslenskan bónda að meðal- * tali á miðvikudaginn var. Á þessai-i hálfu viku hefir sam- tals verið lagður á bændur — ef miðað er við margnefnda áætl- un — skattur sem nemur 1200000 — einni miljón og tvö hundruð þúsund krónum. Koma á bak hvers bónda að meðaltali 195 — eitt hundrað níutíu og fimm — krónur. Hitt veit enginn hvort hér verður staðar numið eða að um er að ræða byrjun á stórfeldri geng- ishækkun, áframhaldandi skatt- lagningu á framleiðendur lands- ins, til lands og sjávar, þvert ofan í heilbrigða skynsemi og skýlaus- an vilja Alþingis. ---o----- Samningar um verkakaup á tog- urunum og fyrir fiskvinnu í landi eiga að fara fram í þessum mán- uði. Verður fróðlegt að sjá hvort íhalds- og Jafnaðarmannablöðin verða þá jafn sammála og þau eru nú um að heimta hækkun krónunnar. Væri betur að svo reyndist og verður nú séð hvað setur. — En hitt vita allir að ef óbreytt hefði verið verðgildi krónunnar þurfti engrar deilu að vænta. Sjálfsmorð. Járnsmiður hér í bænum, Steinþór Magnússon, réði sér bana síðastliðinn sunnudag með því að taka inn eitur. Mótbárurnar gegn festing gengisins. það sem af er hefir gengismál- ið verið fremur stillilega rætt og er það góðs viti. Til ógagns eins er að mikill hiti komi fram í um- ræðum um svo flókið mál. En bæði íhaldsblöðin og Alþýðublað- ið hafa einhliða lagst á móti því að gengi íslensku krónunnar yrði fest, einhversstaðar nálægt nú- verandi verðgildi. Alþýðublaðið f§r ekki dult með að því gengur ekkert annað til en að vernda hagsmuni verkamanna. Hyggur blaðið að þeir muni græða á hækkun krónunnar. Hefir áður verið að því vikið hér í blaðinu að þetta er mjög grunnfær skoð- un. Miklu líklegra er hitt að geng- ishækkun komi hart niður á verka mönnum vegna vinnuteppu og at- vinnuleysis sem af henni leiðir. Skal ekki um það fjölyrt. En af hálfu íhaldsblaðanna hafa aðallega verið bornar fram tvær ástæður gegn festing geng- isins nú og skal vikið að báðum. Fyrri mótbáran kemur skýrast fram í niðurlagi greinar sem birt- ist laugardag síðastliðinn í öðru Ihaldsblaðinu: „Umfram alt ætti sú sómatil- finning að vera eftir í okkur, þrátt fyrir alt brask stríðs- ástandsins („brask ástandsins“ hefði verið kallað fjóla einhvern- tíma) að við værum ekki að tala um það, hvort þægilegra sé að borga skuldir eða velta þeim af sér. Hér sem annarsstaðar á ekki að tala um annað en standa í skilum, ef það er hægt. það borg- ar sig, jafnvel peningalega“. Eftir þessari kenningu ætti það að vera beinlínis óheiðariegt, sama sem að svíkjast undan að borga skuldir, að festa gengi pening- anna, annarsstaðar en á gamla gullverðinu. Finnland og Tjekkó-Slafaland eiga að hafa gert sig sek í svik- samlegu athæfi. Alþingi á að hafa skipað geng- isnefndinni að rannsaka leiðamar til þess að fremja sviksamlegt at- hæfi og koma fram með tillögur um það fýrir næsta þing. það ætti að vera sviksamlegt athæfi ef ísland „stýfði“ krón- una og1 færi að ráðum frægustu fjármálamanna núlifandi. þar sem sama krafan um að stýfa krónuna hefir einnig komið fram frá bændum í Danmörku og Noregi, ætti bændastétt allra þessara landa nálega að vera svift allri sómatilfinningu. Er þetta svo mikil fjarstæða að furðu gegnir að sjá henni hald- ið fram á prenti, í rökræðum um mjög alvarlegt mál. Svo bætist það við að allar skuldir íslands við útlönd eru í erlendri mynt, en ekki í íslenskri, svo að það, hvernig endanlega fer um verðgildi íslensku krónunnar, hefir engin áhrif á hve mikið fé við endurgreiðum hinum erlendu skuldaeigendum. Ráðstafanir þær sem nú verða gerðar um endanlegt verðgildi ís; lensku krónunnar, eni því algjör- lega innlent mál, sem engum kemur við nema íslendingum sjálfum, á því sviði getur það alls ekki komið til greina að „velta af sér“ skuldum. Hitt hefir verið tekið skýrt fram hér í blaðinu, og það þegar um leið og rædd var stýfing krón- unnar, að í einstaka tilfellum get- ur það kómið hart niður á inn- iendum sparisjóðseigendum. En hinu verður ekki mótmælt að breytingarnar á eignum manna og skuldum hafa orðið svo stór- kostlegar síðan krónan féll, og lággengistímabilið svo langt, að margfalt meiri óréttur á sér stað ef nú væri kept að því að hækka krónuna í gullverðið gamla. Ætti að tala um að sómatil- finningunni sé misboðið, með ein- hverri illri framkomu í gengis- málinu, mætti miklu fremur heim- færa það til þess að hækka krón- una héðan af í gamla gullverðið. því að með því verki fremdi rík- ið ranglæti bæði meiri og á miklu fleiri mönnum, en ef krónan yrði stýfð. Að tala um, í þessu sambandi, að menn kunni ekki við að krón- an fái nú annað gullverð en áður, ' ber yott um lítinn þroska og al- vöru. þegar um er að ræða fjár- hagsmál sem varðar afkomu hvers einasta einstaklings þjóðarinnar, en er alveg sérstaklega alvarlegt fyrir mestu framkvæmdamenn þjóðfélagsins — þá má ekki láta tilfinningarnar ráða. Engum dómi á að hlýta í slíku máli öðrum en skynseminnar. — Hin aðalmótbáran er sú að ef gengið verði endanlega fest nú, eða á næstunni, þá muni spari- sjóðseigendur flýja burt úr land- inu með sparifé sitt og leggja þá inn í þeim löndum, sem von er um að ætli að halda áfram að láta peninga sína hækka. Er einkum bent á að íslenskir sparifjáreig- endur muni flytja spariféð til Danmerkur, eða jafnvel til Nor- egs. Við nánari athugun sést að þessi mótbára hefir ekki við nægi- leg rök að styðjast. Væri þessi peningaflótti eins hættulegur og gert er ráð fyrir, væri alveg jafnhættulegt að festa gengi krónunnar þegar hún væri búin að ná gamla gullverðinu, eins og hvar sem væri annarsstaðar, meðan eitthvert land er til sem enn er búist við að keppi að því að hækka peninga sína. Ábata- vonin er vitanlega alveg sú sama. Nú hefir t. d. Svíþjóð fest gengi peninga sinna á gamla gullverð- inu, en Danmörk er við hliðina sem búist er við að hækki enn gildi sinna peninga. Alveg jöfn hætta hlýtur að vera á peningaflótta þaðan nú til Danmerkur — og vitanlega enn meiri, því að samgöngur eru þar svo miklu greiðari. Sama gildir vitanlega um Eng- land. Eftir þessari kenningu ætti okk ur íslendingum ekki að vera óhætt að festa gengi okkar fyr en allar þjóðir aðrar, a. m. k. nágranna- þjóðirnar, væru búnar að því á undan okkur. Nær þetta vitanlega ekki neinni átt. Helst ætti hættan að stafa af fjárflótta til Danmerkur, því að mest eru viðskiftin við Dani. En satt að segja er gróðavonin harla lítil orðin. Danska krónan er þeg- ar búin að hækka svo stórkostlega upp á síðkastið að hún á ekki eft- ir nema stutta leið upp í gull- gildið gamla. Dytti því engum skynbærum manni í hug að flýja með fé þangað. Og þá er ekki árennilegra að flýja til Noregs, Frh. á 4. síðu I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.