Tíminn - 12.09.1925, Síða 2

Tíminn - 12.09.1925, Síða 2
160 TIMIHN Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: ’V ±ixc3.1±zxg*a.r: í 10 stk. pk. frá Ph. Morris & Co.. Kr. 1.13 pr. 1 pk. — — — sama . — 1.13 — 1 — — — — sama . — 1.00 — 1 — — — — Ardath Tob Co. . — 1.32 — T — — — — sama . — 2.97 — 1 — — — — sama . — 1.38 — 1 — — — — sama . — 2.50 — 1 — — — —Major Drapkin&Co. — 1.06 — 1 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Ziandsverslim íslands. Derby Norisco - 10 Golden Floss - 10 Rr. 555 - 10 do. - 25 Clubland - 10 do. - 20 Greys Large - 10 FTTTiTrnirrn n 111111111 iiimrrnTTnTrrriTmnnnm.i 11.1.1 iiiiiiii miuinTniri Byssur til slátruuar hefi eg af ýmsum gerðum frá þektri verksmiðju í Danmörku eftir til- vísun Dýraverndunarfélagsins danska sent eftir pöntun og móti póst- kröfu á einstök heimili, til kaupmanna og pöntunarfélaga. Hjálpumst öll með að gamla aðferðin (liálsskurðurinn) hyerfi algerlega úr landinu. Allar pantanir afgreiddar fljótt. Samúel Ólafsson, söðlasmiður Laugaveg 53 B. Gengismálið í Norgi. Norðmenn hafa átt líka aðstöðu og við Islendingar í gengismálinu. Króna þeirra féll mjög, eins og okkar. Hún hefir verið að stíga undanfarið eins og okkar, en öllu meira nú síðast, enda er talið lík- legt að útlendir „spekúlantar“ standi þar á bak við, eins og um hækkun dönsku krónunnar. Umræður um það hvað eigi að gera í gengismálinu eru orðnar miklu meiri og rækilegri í Nor- egi en hér. Og þar, eins og hér, er það aðalmálgagn bændanna, „Nationen“, sem ákveðnast held- ur því fram að stýfa eigi krón- una. Og þar er þeim altaf að fjölga sem hallast á þá sveifina. Berst nú sú fregn frá Noregi að ýmsir hagfræðingar taka í sama strenginn. Meðal þeirra er Aarum, prófessor í hagfræði við háskólann í Olsó. Flutti hann er- indi nýlega í Björgvin og lagði til að krónan yrði stýfð við því verði að sterlingpundið skyldi kosta 25 krónur norskar. Leiddi rök að ýms, að þetta væri hinn eðlilegasti og réttlátasti verð- grundvöllur nú. Væri þá verð krónunnar nákvæmlega eins og verð frankans franska fyrir stríð. Loks má enn minnast þeirrar fréttar frá Noregi að þjóðbank- inn hefir lýst því yfir, að hann ætli að stöðva hækkun krónunn- ar í samvinnu við aðra banka. — þessi tíðindi frá Noregi eru mjög athugunarverð fyrir okkur Islendinga. Vitanlega skiftir það okkur miklu hvað allar Norður- landaþjóðimar gera endanlega í gengismálinu. En mesta raunveru- lega þýðingu mun það hafa fyrir okkur hvað Norðmenn gera. þeir flytja út mjög mikið af fiski og fiskafurðum, eins og við, og selja að miklu leyti á sömu markaðs- stöðum. Og aðalmarkaðurinn fyr- ir aðalframleiðslu íslenskra bænda er í Noregi. Fyrir allra hluta sakir væri því mjög æskilegt að a. m. k. Noreg- ur og ísland gætu átt samleið í gengismálinu. Eins og sakir standa væri því alveg sjálfsagt að senda nú mann til Noregs til þess að eiga tal við valdhafana þar, um endanlega lausn gengismálsins. Yrði sú niðurstaðan, sem nálega hlýtur að verða, á Islandi a. m. k., að krónan verði stýfð, þá væri langæskilegast að Noregur og Island gætu sín í milli haldið áfram .því myntsambandi sem fyrir styr jöld var milli allra Norð- urlanda. Svíþjóð hefir farið aðra leið í gengismálinu, enda stóð þar öðru- vísi á. Danmörk virðist vera á sömu leið og Svíþjóð a. m. k. verður það vart héðan af að Dan- mörk stýfi á sama grundvelli og Noregur og Island. Mjög eindregið vill Tíminn beina því til landsstjómarinnar að maður sé sendur til Noregs þessa erindis. því að hvað sem öllum skoð- anamun líður, þá mun þó öllum koma saman um að gengismálið sé svo flókið mál og afleiðinga- ríkt að ekkert megi láta ógert um að ráða því farsællega til lykta. Hefir og Alþingi beinlínis lagt svo fyrir að athugað yrði hvaða ráðstafanir yrði að gera ef að því ráði yrði horfið að stýfa krón- una. ----o---- Innlend frærækt. Gamla sléttunaraðferðin — þak- sláttan — er á síðari árum smám saman að víkja úr sæti fyrir fræsléttunni, og enda þótt fram- farirnar á þessu sviði ekki séu stórstígar, er þó sporið stígið í rétta átt. það mun og flestum vera Ijóst að þaksléttan bæði beinlínis og óbeinlínis er dýrari en fræsléttan; beinlínis, vegna þess að hún krefur meiri vinnukraft og óbein- línis, vegna þess að með þeirri að- ferð verður sléttað minna á ári hverju, en væri fræsléttan notuð, og það tjón, sem þar af leiðir, er meira en ílestir gera sér grein fyrir. það, sem veldur þvi, að fræ- sléttuaðferðin á svo erfitt með að ná útbreiðslu er eflaust það, hve oft hún mishepnast. það er ekki sjaldgæft að sjá á fræsléttunni, á vorin, stærri eða minni gras- lausa bletti, fulla af illgresi, og þegar þessir blettir ná yfir mest- an hluta hins nýunna lands, er ekki undarlegt þótt margir tapi kjarkinum og hverfi aftur til þaksléttunnar. Eg tel aðallega þrjár orsakir vera til þess, hve oft fræsléttan mishepnast hjá okkur. 1. loftslagið, 2. vanþekkingin á að gera þær vel úr gai’ði og 3. slæmt fræ. Að líkindum munu margir halda því fram, að fyrsta ástæðan — loftslagið — sé svo afgerandi í þessu málefni, að við séum dæmd- ir til að hverfa frá fræsléttuað- ferðinni, sem allur hinn mentaði heimur nú notar, og halda við gömlu þaksléttuna, sem við höfum erft frá feðrum okkar. þetta er mikill misskilningum, þeir, sem nota fræsléttuaferðina og tekst vel með hana, eiga oftast við sama veðurfar að búa og hin- ir, sem hún mishepnast hjá og þess vegna getur loftslagið varla verið óyfirvinnanlegur örðugleiki. Að sjálfsögðu hefir það mikið að segja og fræsléttan lánast ekki altaf eins vel, jafnvel hjá bestu mönnum. það er einnig alþekt, að því lengra sem di’egur norður á bóginn, þess erfiðara er að rækta fræ, fá það til þess að spíra og mynda góða og arðsama gras- velli. Loftslaginu verður nú einu sinni ekki breytt, og þess vegna verðum við að snúa okkur að hin- um tveimur orsökunum — van- þekkingu og slæmu fræi — bæta úr þeim, og því betur sem við gerum það, þess minni skaða ger- ir okkur hið kalda loftslag. Að góð þekking hér sem annars staðar er nauðsynleg er ekki erfitt að, skilja, en hitt með fræið, þarf ef til vill nánari skýringar vð. þegar eg legg svo mikla áherslu á fræið, er það vegna þess að eg tel slæmt fræ vera stærstu ástæð- una til þess, að svo margar fræsléttur hjá okkur verða að flögum eða lítt nofhæfu gras- lendi, af hverju þær fá svo slæm- an orðstír og litla útbreiðslu. þar sem við sjálfir ekki rækt- um fræ, svo nokkru nemi, verðum við að sækja það litla, sem við notum af því, til útlanda, eftir því sem mér er kunnugt, til Skandinaviu, Danmerkur og þýskalands. það eru oftast tveir stórir gall- ar á þessu fræi: 1. það er ræktað við alt önnur skilyrði, m. a. oftast við heitara loftslag, en það á að vaxa við á íslandi og 2. Gæðum þess er oftast mjög óbótavant. Hinum síðarnefnda er létt að bæta úr, með því að gera samn- inga við stór fræfélög og rann- saka fræið, þegar það kemur heim. Við hinu fyrnenda er aðeins eitt ráð: að rækta fræið í landinu sjálfu. Mér vitanlega hafa á íslandi ekki verið gerðar neinar ábyggi- legar tilraunir til þess, að bera saman innlent og útlent fræ af sömu plöntutegund, né heldur út- lent fræ frá ýmsum löndum. það verður því ekki með einni vissu sagt, hvort við eigum að rækta fræ sjálfir eða kaupa það frá út- landinu, né heldur hvaðan best er að kaupa það. Hér er stórt verk- svið fyrir tilraunastarfsemina. Hún er ennþá á lágu stigi hjá okkur, og það eru mörg spurs- mál, sem krefjast úrlausnar. það er þó litlum efa bundið að ef við búum til afbrigði af okkai íslensku fóðurjurtum og getum með þolanlegri uppskeru ræktað þau til fræs, gefa þau okkur meiri og betri arð en þau útlendu, -Jeg skal rökstyðja þetta nokkru nánara. Við tilraunir hjer í Danmörku og mörgum öðrum löndum hefit það sýnt sig, að fræ, sem er rækt- að undir heitu loftslagi og við önnur góð skilyrði, gefst oft- ast illa við kaldara loftslag Og lakari skilyrði. það fræ, sem við fáum frá útlöndum, er í flestum tilfellum ræktað sunnar, og þess- vegna undir heitara loftslagi en á íslandi. það liggur því beint við að álykta, að þetta útlenda fræ hjá okkur gefi hlutfallslega litla uppskeru, að öllum líkindum minni en innlent fræ mundi gefa. það hefir nefnilega ennfremur sýnt sig við útlendar tilraunir, 09 iltóíif. Fæðan ónýt til mjólkur. Útvegun kjarnfóðurs. Veðuráttan í sumar hefir ver- ið lengst af erfið hér á Suður- landi og um Vesturland, jafnvel alla leið frá Berufirði eystra og norður að ísafjarðardjúpi, úr- koma með meira móti um skeið og þurkar stuttir og ótryggir. Einna lakast mun ástandið hafa verið um Suðurland og Borgar- fjörð. Töður manna hafa á þessu svæði hrakist meira og minna, og annar. heyfengur fram að höfuð- degi verið fremur illa hirtur. Nýt- ing á heyjum fram eftir sumri er því yfirleitt lakleg um þessar slóð ir, þótt heyskapur að öðru leyti kunni að verða í meðallagi að vöxtunum. En svo bætist við þetta, að grasið hér syðra og vestra utan- túns og innan, sþratt mest í vot- viðri og sólarleysi. En þetta hvoru tveggja hefir áhrif á vöxt og þroska jurtanna til hins lakara. Heyið af þessum gróðri verður því eigi eins notasælt og gott fóður að öðru jöfnu og hitt, þar sem plönturnar hafa notið Ijóss og raka í hæfilegum mæli. Enn er á það að líta, að grasið á túnunum var víða yfir sig vax- ið, og farið að visna við rótina, er sláttur hófst, enda byrjuðu margir að slá í seinna lagi vegna óþurka. þegar svo þetta alt kemur sam- an í eitt, ofmikil úrkoma og sól- arleysi um vaxtartímann, túnin „yfir sig sprottin“, er sláttur hefst, og síðan hrekst heyið og nýtist illa vegna óþurka, þá sjá allir hvernig komið er. — Taðan verður því í þetta sinn „þurt og þeflítið“ fóður, ónýt til mjólkur og léleg til þroska ungviðis og viðhalds og holda öðrum fénaði. Konurnar geta því ekki búist við góðri eða mikilli málnytu, ef kýrnar fá ekki annað í vetur en hrakta töðu og mætt úthey. Ef bændur ætlast til að þær geri samt sem áður eitthvert gagn og haldi holdum og heilsu, þá er það mjög hæpin von, nema því að eins, að þeir gefi þeim fóðurbætj eða kjarnfóður með töðunni. Hjá því verður ekki komist ef kýrnar eiga að hreita til gagns og af- klæðast þolanlega. Sjálfsagt hafa margir hér syðra gert vothey í sumar, og bætir það úr hjá þeim, sem því láni eiga að fagna. En því miður býst jeg við, að þeir sjeu helst til fáir og færri en skyldi er það hafa gert. Við sjávarsíðuna t. d. hér suð- ur með sjó, á Vestfjörðum og víðar, hirða margir meira og minna af fiskúrgangi, þorskhöfð- um o. fl. sem þeir nota sem skepnufóður. þetta kemur sér jafnan vel og ekki síst í hrakn- ingsárum., þorskhöfuð mulin eða möluð eru ágætur fóðurbætir með hraktri töðu eða hröktum heyj- um handa öllum fénaði. Og sviþ- að er að segja um annan fiskúr- gang, hrogn, söltuð hrognkelsi o. fl. — þá er gott að gefa góða síld og sjálfrunnið lýsi með hrökt um heyjum. Kúm má gefa x/2—1 kg. af síld í annað málið, eftir aldri .þeirra og nythæð. Lýsi er og ágætt fóður og gerir svipað gagn og síldin. Með hraktri töðu mun óhætt að gefa kúnni alt að 100 gr. á dag, og ám, með illa verk- uðu útheyi, nálægt 10 gr. hverri á dag. — Hér er miðað við gott iýsi. En ef lýsið er laklegt eða sé um sellýsi að ræða, má gefa meira, eða 12—15 gr. ánni eftir því, hvað heyin eru hrakin. Lýsi eða síld með hröktum heyj um, einkum handa útifénaði, er einhver besti fóðurbætir, sem á verður kosið. — Torfi Bjarnason frá Ólafsdal telur 1 kg. af góðu Iýsi, þegar notast vel að gjöf þess, á móti 7—8 kg. af töðu. Og Páll Zóphóníasson álítur að 'gott lýsi sé 12—15 sinnum betra til fóðurs en vanalegt fjárhey. Grútur er einnig gott fóður með illa verkuðum heyjum, en hann er afar misjafn, oft bland- aður sjó og sandi, og því var- hugavert að kaupa mikið af hon- um óséð. — Gufubræddur grút- ur inniheldur um og yfir 80 % af eggjahvítuefnum og um 20% af feiti. Síldarmjöl — ef það er gott — er ágætt kúafóður. það notast einnig vel að því handa öðrum skepnum. Maís er einnig góður handa kúm. — Síldarmjöl og maís saman tel eg eitthvert besta kjarn fóður handa mjólkurkúm. Vitan- lega getur síldarmjölið verið mis- jafnt að gæðum, og því á það ekki saman nema nafnið, hvert síldar- mölið er. En sama er nú að segja um ýmsar aðrar kjarnfóð- urstegundir. — Gott síldarmjol inniheldur 44—60 % eggj ahvítu- efni alls og 10—15% feiti. Sverrir búfr. Gíslason í Hvammi gaf ánum sínum veturinn 1920— 21 síldarmjöl með hröktum og slæmum heyjum, og voru 20 ær um kílógr. Hann gaf mjölið þurt, ofan á heyið í garðanum og gafst vel. Yfir höfuð reyndist honum þessi síldarmjölsgjöf ágætlega. Ærnar afklæddust prýðilega og lömbin reyndust vænni en vant var. Kúm má gefa af síldarmjöli og maís saman 1—2 kg. í mál, ef ekki er gefinn annar fóðurbætir, og eftir því, hvað þær mjólka og hvernig er ástatt um heyið. Jafn- vel þó kýrin fái ekki nema % kg. í mál af þessari kjarnfóðurs- blöndu, gerir það mikið gagn, og bætir efnahlutföll fóðursins. Olíukökur eru jafnan taldar ágætar handa kúm, einkum baðm- ullarfrækökur, jarðhnetukökur, sólsikkkökur og rapskökur. En þessar kökutegundir eru dýrar, líklega hlutfallslega dýrari en síldarmjöl. Eg geri því ráð fyrir, að sveitabændur alment kaupi ekki mikið af þeim, nema þá þeir er selja mjólk í bæina og kaup- staðina. Rúgur eða rúgmjöl er holt og gott kjarnfóður. En sennilega er rúgurinn dýr fóðurbætir móts við önnur kjamfóðurefni, þegar mið- að er við efnainnihaldið. þá er til og seld hér svo nefnd Langelunds-fóðurblöndun, og telja sumir að það sé gott fóður. Og eftir gefnum tölum um efnainni- haldið, lítur út fyrir að svo sé. það er talið, að þessi fóðurblönd-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.