Tíminn - 26.09.1925, Qupperneq 4

Tíminn - 26.09.1925, Qupperneq 4
170 TlMINN Hnefahögg fjármálaiáðherrans í bænd- anna garð. Sjaldan bregður mær vana sin- um og enn vegur fjármálaráð- herrann í þann knérrinn að sýna bændastétt íslands svívirðingu. í fyrra, rétt um þetta leyti, neitaði hann að stofna Búnaðar- lánadeild Landsbankans og hafði það til varaar að ekki væri hægt að lána bændum 250 þús. kr. á sama tíma sem keyptir voru nýir togarar til landsins fyrir margar miljónir króna. Síðan ætlaði hann að bjóða bændum nýja veðdeild í staðinn gjörsamlega óaðgengilega. Nefnd- in sem Búnaðarfélagið skipaði í málið hafnaði því uppkasti alveg og kom með nýjar og merkar tlilögur. Enn sýndi fjármálaráðherra stefnu sína er hann tók út úr frumvarpi Búnaðarfélagsnefndar- innar langmerkustu atriðin, en þá kom Alþingi og setti þau inn aftur. Eitt af atriðum þeim sem Bún- aðarfélagsnefndin bar fram var það er stjóra Ræktunarsjóðsins yrði skipuð samkvæmt tillögum Búnaðarþings. Búnaðarfélagið hélt fast á þess- ari tillögu. Komu tveir ráðherrar á Búnaðarþingið og varð þar sam- komulag um að forstjórann skyldi landsstjórnin skipa, en gæslustjór- ana samkvæmt tillögum Búnaðar- þings. Gerði' Búnaðarþing ráðstöf- un um skipun þeirra af sinni hálfu. En þegar til Alþingis kom börð- ust ráðherrarnir, einkanlega fjár- máláráðherra, fastlega á móti því að í lögunum stæði, að gæslu- stjórarnir yrðu skipaðir sam- kvæmt tillögum Búnaðarþings. Fengu þeir því ráðið með tilstyrk alls Ihaldsflokksins, að þetta vald væri ekki fengið í hendur sam- kundu bænda, Búnaðarþinginu. þetta heitir að rjúfa grið — og pótti Sneglu-Halla ljótt að bera nafn það sem þaðan stafar. — Er nú loks ósagður síðasti þátt- ur þessa máls. Til málamynda snýr fjármála- ráðherra sér til stjómar Búnað- arfélags Islands um að fá þaðan tillögur um skipun gæslustjór- anna. öll stjórn B. I. var sammála um tillöguna um annað gæslu- stjórann: þórð lækni Sveinsson á Kleppi. þeir halda við hinni hverfulu síbreytilegu mynt í von um end- anlegan persónugróða, sem að því er flesta snertir er þó rang- fenginn. Yfir þessa hagsmuna- kröfu breiða svo kröfueigendur slitur af lélegri hagfræði, eða tætlur af lánaðri föðurlandsást, svo sem um þjóðarheiður, eða helgi okurskulda. Óneitanlega verður maður að játa að gamlar skuldir, frá því fyrir stríð, hafa á sér meiri rétt en nýjar hálfkrónuskuldir. Eitt af hinum gömlu, tiltölulega ríku löndum er Svíþjóð. Samt telur Cassel að yfirgnæfandi hluti allra núverandi skuldbindinga þar í landi sé frá stríðsárunum. I árs- lok 1913 var ríkisskuld Svía 623 milj. Tíu árum seinna var hún orðin 1643 milj. Cassel segir að meginhluti þessa miljarðar sé goldinn ríkinu í föllnum peningum. Og ef svo erum hið græna tréð, Svíþjóð, hvað mundi þá mega 6egja um hið visna, lággengis- landið Island? Vandræðum þeirra, sem vilja gera peninganna eins og þeir voru 1914, er ekki lokið með þeim mót- bárum, sem nú hafa verið til- gredndar. þeir tala um að komast upp í „gullgildi". En sjálft gull- ið þannig fallið um þriðjung. 1 Bandaríkjunum kostar það gull- En um hinn varð stjórnin ósam- mála. Stendur svo í lögunum, að a. m. k. annar gæslustjórinn skuli hafa sérþekkingu á landbúnaði og tveir úr stjórninni báru fram til- lögu sína um hinn gæslustjórann í samræmi við lögin. Formaður benti á Sigurð Sigurðsson bún- aðarmálastjóra, þann mann, sem mest verkið vann að undirbún- ingi Ræktunarsjóðslaganna, enda hafði öll Búnaðarfélagsstjórnin farið þess á leit við hinn nefndar- manninn, sem hér er í bænum, Thor Jensen, að hún mætti stinga upp á honum í hitt sætið, en hann hafði ekki treyst sér til að verða við óskinni vegna anna. — Vigfús Einarsson st j órnarnef ndarmaður. stakk upp Einari Helgasyni garð- yrkjustjóra, elsta starfsmanni ríkisins í opinberri þjónustu land- búnaðarins vegna, þaulreyndum ágætismanni, og einnig hinir stjórnaraefndarmennirnir aðhylt- ust tillöguna um Einar Helgason, næði aðaltillagan ekKi fram að ganga. Báðum þessum mönnum hafnar Jón þorláksson. Valtýr Stefánsson, sem kosinn er í stjórn Búnaðarfélagsins af íhaldsflokknum á Alþingi, til- nefndi sem hinn gæslustjórann ungan pilt hér í Reykjavík, sem ekki hefir meiri þekkingu á land- búnaði en Kristján Albertsson, þó að hann hafi próf í hagfræði. þennan pilt tekur f jármálaiáð- herrann fram yfir þá Sigurð Sig- urðsson búnaðannálast jóra og Einar .Helgason .garðyrkjustjóra og skipar hann gæslustjóia Rækt- unarsjóðs tslands. öllu meiri lítilsvirðingu er ekki hægt að sýna bændastétt landsins. þvert ofan í lögin, sem leggja svo fyrir a. m. k. annár gæslu- stjórinn skuli hafa sérþekkingu á landbúnaði, er skipaður í sætið óreyndur unglingur, sem ekki hef- ir hið allra minsta vit á landbún- aði, en tveim mönnum, í allra fremstu röð þeirra sem unnið hafa fyrir landbúnaðinn hafnað. Vita kunnugir hvað veldur. Verður þá næsta Búnaðarþing eitthvað öðru vísi skipað en nú ef það tekur því með þögninni að bestu starfsmönnum bændastétt- arinnar, og þar með bændastétt- inni í heild sinni, er slík svívirð- ing sýnd af fjármálaráðherr- anum. -----o ... Ritstjórí Tímans brá sér austur að Eyrarbakka í morgun. magn sem fekst fyrír eina krónu 1914 nú sem stendur hálfa aðra krónu. Gullverðið miðast nú við dollarinn og vöruverð Bandaríkj- anna. Ef lággengisþjóðirnar í Evrópu ætla að skapa aftur þá mynt sem þær höfðu 1914, þurfa þær fyrst að hefja mynt sína upp í núverandi gullgengi, og þar ao auki stækka peningana, sem svar- •ar verðfalli gullsins sjálfs síðan 1914. Hið mikla böl Evrópuþj óðanna er óvissan um myntina, hið svikna alinmál fjármálanna, sem nú verð- ur að bjargast við. Meðan svo gengur er öll verslun og fram- leiðsla fjárhættuspil, en ekki at- vinnurekstur í venjulegum skiln- ingi. Og læknar viðskiftamálanna, þeir sem mesta hafa þekkinguna draga engar dulur á það, hver sé lækningin. það er að festa gengið, þar sem hver er komin. I næsta blaði verður sagt nánar frá þeirri Evrópuþjóð, sem gengið hefir á undan öðrum með að lækna fjármál sín, en það eru Finn- lendingar. J. J. -----o---- Slys. 27. f. m. féll Hallgrímur Guðjónsson formaður útbyrðis af bát sínum og druknaði. Hann var á leið frá Reykjavík til Vest- mannaeyja. Hafnlausa ströndin. Fólkið við sandana í Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslum hefir . fengið hafskip með vörur beint frá út- löndum nú í þrjú ár, sem skipað hefir verið upp á Skaftárós, Vík, Holtsós, Hallgeirsey og í þykkva- bæ. Var það Ásgeir Jónasson skip- stjóri frá Hrauntúni sem fyrstur sigldi skipinu Borg á þessa staði, og í sumar, eftir að Eimskipafé- lag Islands tók að sér þessar ár- legu ferðir, var hann leiðsögu- maður á leiguskipi því sem fengið hafði verið til ferðarinnar. Er vandsiglt á slíka staði sem þessa, og þarf þolinmæði og góðan skiln- ing á staðháttum öllum þegar ver- ið er að koma ársnauðsynjum upp á þessa vanköntuðu strönd. Enda hefir Ásgeir leyst það verk vel af hendi, sem marka má meðal ann- ars af því, að allar verslanirnar sem vörur fengu með skipinu í sumar, hafa sent honum einkar “fallegt málverk frá þingvöllum, fæðingarsveitinni hans, eftir Jó- hannes Kjarval, með áletruðu þakklæti frá „fólkinu á hafnlausu ströndinni“. — En skiljanleg er gleði þessara héraða yfir sam- göngubótinni, þar eð umskipun og aukafarmgjöld hafa mjög hækkað vöru í verði fyrir þeim undanfar- ið, en afarmikil áhætta því sam- fara fyrir einstakar verslanir að eiga undir briminu um það hvort næðist upp úr leiguskipum, þótt fáanleg kynnu að vera. „Stýfing skynseminnar“. Morg- unblaðið lætur í ljós ósk um það, að skynsemi andstæðinganna verði stýfð. Ekki er sú ósk borin fram vonum fyr, og verður ekki lögð hlutaðeigendum til lasts. Hefir heyrst að þeir Morgunblaðsmenn hefðu von um jafngengi skynsem- innar, væri skynsemi andstæðing- anna stýfð, þannig að eftir væru 10%. Frækileg björgun. Fyrif nokkr- um dögum lágu bæði Lagarfoss og Goðafoss í höfninni í Leith. Bar þá svo við að einn skipverj- anna á Goðafossi féll af þilfarinu og út í höfnina. Var hann lítt syndui', en gat í bili haldið sér á floti, en barst með straumi burt frá skipinu. Var kastað til hans björgunhring, en það kom fyrir ekki, því að hann náði ekki hringnum. Var hann nú kominn að því að drukna og þeim er á þilfari voru féllust alveg hendur. Bar þá að Ágúst Jóhannesson bak- ara, héðan úr bænum, en hann var farþegi á Lagarfossi. Kastaði hann sér þegar í höfnina, synti til hins druknandi manns, kom honum í björgunarhringinn og heilum á land. Vegna gengishækkunarinnar hef ir orðið að leggja upp milli 20 og 30 skipum í höfninni í Kaup- mannahöfn. Reksturinn getur ekki borið sig eftir að krónan steig. Fyrstu vikuna í þ. m. bættust við sex skip sem lagt var upp af þessari ástæðu. Búist er við að miklu fleiri fari á eftir. . Kjötverð, útsöluverð í Reykja- vík á nýju kjöti, auglýsir Slátur- félag Suðurlands: kr. 1,90. kg. á besta kjöti. Var í fyrra á sömu tegund kr. 1,60. þar sem bændur alment hafa orðið að greiða a. m. k. 20% hærri vinnulaun en í fyrra, og fá hins vegar miklu lægra verð fyrir ullina en í fyrra, er auðsætt að útkoma ársins verður mun lak- ari en í fyrra fyrir bændur. Ástæðan er vitanlega hin gríðar- mikla hækkun krónunnar, á allra versta tíma, rétt um það leyti sem kjötsalan er að byrja. Ef verðgildi krónunnar hefði verið hið sama og í vor, eins og bændui' áttu kröfu til, hefði verð nú orð- ið c. kr. 2,20 kg. hjá Sláturfélagi Suðurlands af þeirri tegund kjöts sem að framan er nefnd. þakkirn- ar fyrír þetta ber bændum ís- lands að tjá landsstjórninni og íhaldsflokknum við næstu kosn- ingai'. Enn hefir íslenska krónan Sjó- og bruna- vátryggíngar. H.f. Jón Sigmundsson & Co. og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Símar: Sjótrygging- .... 542 Brunatryg’ging' . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. HELOTTE Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Simn.: Avo. Simi: 1493 Frá Bókafélaginu. Islandssaga eftir Jónas Jónsson, I. hefti, 3. útgáfa kostar héreftir kr. 2,50. Nýju skólaljóðin, fyrra hefti koma bráðum á markaðinn. Búið hafa undir prentun Benedikt Bjarnason og Egill þorláksson kennai'ar á Húsavík. Rithönd Benedikts Jónssonar á Auðnum. Nokkrir vinir B. J. gefa út sýnishorn af rithönd hans sem forskrift. Benedikt hefir ritað glegsta og fegursta hönd allra hérlendra samtíðarmanna. FJÁRBYSSUR, langhleyptar, ágætis tegund. Fjárskot, tvær stærðir. Leirvörur eldhúsáhöld og verkfæri allsk. Kornvörur, sykur og kaffi stórlækkað. Hannes Jónsson, Laugaveg 28, Rvík. Tilkyimiiig'. Utanskólapiltur, sem ætlar að lesa undir burtfararpi'óf gagn- fræðadeildar Mentaskólans í vet- ur, óskast til þess að lesa sam- eiginlega með pilti undii' þetta* próf. Frítt húsnæði getur komið til greina. A. v. á. hækkað og sterlingspundið fallið úr kr. 22,75 í kr. 22,60. Jónas Jónsson alþm. frá Hriflu, kom úr utanför um síðustu helgi. Eftir á keniur ósvinnum rað í hug, má segja um vesalings Morg- unblaðið. Mánuðum saman hefir allur landslýðui' hlegið að Valtýs- fjólunum: hugsanavillunum, am- böguorðunum, málvillunum og hrærigrautnum í hugsun, sem birst hafa ríkulega í hverri ein- ustu grein sem frá ritstjóranefn- unum hefir komið. Og nú loks hafa þeir fengið meðritstjóra „Vísis“ lánaðan til að lesa yfir greinarnar áður en þær eru endur- prentaðar í ísafold og sendar út um landið. Er sagt að ljótar séu prófarkirnar þær. Aldrei fyr á ís- landi hafa blaðamenn orðið sér svo opinberlega til skammar, að þurfa að fá hjálp frá öðru blaði til að líta eftir að hugsun og málfæri sé ekki til stórlýta. Leiðréttingar. I greininni: Sýn- ingar á nautgripum 1925, sem birtist í Tímanum, óskast leið- rjett:: 1. I þriðja kafla nefndrar greinar, fjórða dálki, stendur: „Á nokkuð mörgum bæjum fyrir- finnast mæður otg systur“, en á að vera: mæðgur og systur. 2. I sama kafla og sama tölubl. fimta dálki, talið frá vinstri, ofan til Bókamenn Og bókasöfn celtu eklci að draga lengi úr þessu a'ð kaupa „Hundrað beztu Ijóð á íslenzka tungu“ því að bólcin er bráðum uppseld. petta er einliver allra vinsœlasta bólc- in, sem komiff liefir út á síffari árum og cctti aff vera til á hverju einasta heimili. Fcest hjá bóksölum. 'Einnig send um alt land gegn póstlcr. eða fyrirfram borgun. 1 'erð: ib. kr. 6,50 og 10,00 (í alskinni). Ölafur Bergmann Erlingsson, Sölvhólsgötu — Beykjavík. Baldvin Einarsson aktýgja- smiður, Hverfisgötu 56 a. Hinn 22. ágúst tapaðist í Reykjavík grár hestur 9 vetra, dökkur í fax að tagl, vakur, vel viljugur, nýjárnaður og ómarkað- ur. Óli Ásmundsson, múrari Nönnugötu 16, Reykjavík. Sími 1121, Kennarastaðan við farskólann í Austur-Landeyja- fræðsluhéraði er laus. Umsóknir sendist skólanefndinni í Hall- geirsey. við neðstu greinaskil, stendur: Hofstaðarauður var kolóttur, en á að vera: Hofstaðarauður var kollóttur. 3. Pétur frá Stóru-Borg var Krstófersson, en ekki Kríst- jánsson. S. S. Sýning Jóns porleifssonar. Jón porleifsson málari er djarfur og stórhuga maður. Hann dvelur hér lieima á sumrum og málar feg- urstu sýnir í fegurstu héruðum landsins, en er annars búsettur er- lendis. Enginn vafi er á, að slík ráða- breytni er rétt. það er erfitt fyrir ungan listamann að vaxa, eins og hæfileikar leyfa, ef hann er inni- l)yrgður í fáhreýttu umhverfi. Ekki myndi Tliorvaldsen hafa orðið slíkur maður sem hann varð, ef liann hefði setið öll sín ungdómsár lieima í átt- högunum. Siðustu myndir Jóns éru aðallega frá þingýöiium og Vestmannaeyjum* þær I)era vott um að lislamaðurinn er í stöðugri framför. Iiann heldui enn enn hinum ánægjulega draum- lyndiseinkennum, sem vöktu eftir- tekt á æskumyndum hans, samfara því að þróttur lians vex í allri með- ferð litanna. Sýning Jóns í Listvina- félagsliúsinu er enn opin nokkra daga. Allii' sem til ná og unna í einu fögr- um myndum og fögru landslagi ættu að líta þar inn meðan tími er til. K. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.