Tíminn - 24.10.1925, Page 3
TlMINN
185
jSamband ísl.
Alfa-
Laval
skilvindur
reynast best
Pantanir annast kaupfé-
lög út um land, og
samv.félaga.
æfisögur þeirra Islendinga, sem
féllu í vígvelli, kemur það í ljós
eins og reyndar er algengt, að það
eru ekki þeir sístu, sem láta lífið
í ófriði. þróun þjóðanna, liggur
yfir grafir bestu sonanna, segir
gömul setning, en það er ömurlegt
að hugsa sér, að allir þessir ungu
og hraustu íslendingar skuli hafa
barist og látið lí'fið fyrir erlent
ríki. það ætti ekki að vera hlut-
verk íslands, að ala upp hermenn
handa öðrum þjóðum.
Ef vér athugum myndir af ís-
lenskum hermönnum, og berum
þær saman Frakka eða þjóðverja,
þjóðir, sem um margar aldir, kyn-
slóð eftir kynslóð hafa tamið sér
vopnaburð og hermensku, þá er
það auðsætt að íslendingar eru
ekki eins glæsilegir. Við því er
heldur ekki að búast. En þeir eru
yfirleitt sviphreinir og drengileg-
ir, og úr andlitsdráttum þeirra
má lesa besta þjóðareinkenni Is-
lendinga, seigluna, eiginleikann til
þess að þola skort, harðrétti og
erfiðleika án þess að gefast upp.
þessi eiginleiki hefir fleyttíslensku
þjóðinni yfir þær hörmungar, sem
hún hefir orðið að þola, og vonandi
mun hann aldrei bregðast íslend-
ingum, hvort sem þeir búa austan
hafs eða vestan. H. H.
----o—--
Tíl athugunar.
Ritdeila allsnörp var háð nýlega
milli Árna Jónssonar alþm. og
íþróttafrömuðarins góðkunna Ben.
G. Waage. Deilan spratt af ræðu
er B. G. W. hélt við vígslu sund-
skálans í Örfirisey 9. ágúst s. 1.
Var Ámi þá um skeið settur rit-
stjóri og deildi nokkuð á fyr-
nefndan ræðumann. Einkum
hneykslaðist hann á því, að B.
G. W. skyldi hafa leyft sér, við
þetta tækifæri, að breyta einu
orði í alþektu kvæði eftir Jónas
Hallgrímsson, til heimfærslu um
nytsemi íþrótta. — þessari árás
svaraði B. G. W. mjög hógvær-
lega, eins og hans var von og vísa.
Árni svaraði samtímis og fór mjög
óviðeigandi orðum um B. G. W.
Brigslar honum t. d. um heimsku
o. fl., eins og þeim mönnum er
tamt að gera sem ráðast á menn
eða málefni að ástæðulausu, eins
og hér var um að ræða.
Skrifaði þá B. G. W. all-harð-
orða grein í garð Áma. Varð hún
hvort á annað í öndverðu, í hinum
nýskapaða heimi.
En rúmið leyfir ekki langrar
lýsingar. Á hæsta stallinum miðj-
um, næst ofan við brunnhj allann,
er súlan mikla. Hún er nú nálega
fullbúin í gibsi inni í vinnustofu
Vigelands. þar er hún í þrem
hlutum, og hver hlutur 2—3
mannshæðir á að giska, og gild
að því skapi. þessa súlu á að
höggva úr granít. En að utan
eru greyptar í hana, að því er
virðist ótölulegar mannamyndir,
meir en í líkamsstærð. þar er
fjölbreytni mannhafsins. Enginn
líkami er öðrum líkur, aldrei tvö
andlit, er sýnast steypt í sama
móti. I manniðu á götum stór-
borganna sést þvílíkur óendanleg-
ur breytileiki, sífeldlega nýjar
ásjónur, nýjar sálir, ný lífsreynsla.
Mannstraumurinn vindur sig
hærra og hærra upp eftir súl-
unni. því ofar sem dregur, verður
léttara yfir þessum steinrunna
mannheimi. Efst á súlunni breiða
þeir, sem komist hafa upp á efsta
tindinn, fagnandi hendur móti
himninum og sólarljósinu.
Kringum súluna reisir Vigeland
fjölmargar líkneskur úr granít.
Yfir þeim er nokkuð þyngra held-
ur en bronsemönnunum við lind-
ina. því veldur efnið, sem greypt
er í. En sýnir myndhöggvarans
eru sama eðlis. Móðir með tvö
börn á baki, gerir sig að hesti
þeirra, og ljómar af hamingju.
Tveir feðgar að skilja, gamall
til þess að sá síðarnefndi rendi
öllum dylgjum sínum niður og
viðurkendi að hafa komist mjög
óheppilega að orði um íþrótta-
menn og málefni þeirra. Má jafn-
framt skilja ummæli hans svo að
ekki sé honum mikið um starf-
semi íþróttam. gefið. Árni endar
síðustu grein sína með þessum
oi’ðum: En umfram alt ekki fleiri
íþróttagreinar í blaðinu Bennó
minn“.
Mér skilst, að með þessum orð-
um vilji Árni loka munninum á
einum best þekta íþróttamanni
þessa lands. Eru þau orð hans
óviturleg. Annars fer að mörgu
leyti illa á því, að Árni skyldi
fara að deila við B. G. W. Sá síð-
arnefndi er einhver allra mesti
reglumaðui', sem þekkist meðal
íþróttamanna, hann er sá maður,
sem einna mest hefir barist fyrir
framgangi íþróttamálanna í
fjölda mörg ár, og ávalt varið frí-
tímum sínum í þágu uppeldismál-
anna.
það ér sagt að Árni Jónsson
hafi verið hlyntur íþróttum. En
það verð eg að segja, að fremur
finst mér hann íþróttamönnum
til viðvörunar en eftirbreytni.
það hefði hann átt að vita sjálf-
ur, áður en hann byrjaði á þess-
ari óþörfu deilu.
En meðal annara orða. Ertu bú-
inn að láta loka munninum á þér
Bennó minn?
íþróttavinur.
----o----
t
Frá útlöndum.
Jafnaðarmannaflokkurinn enski
hélt aðalfund sinn í Liverpool um
síðustu mánaðamót. Fyrsta mál-
ið, sem um var rætt, var þátttaka
Kommúnista í flokknum, en í
fyrra var þeim öllum vísað burt.
Var samþykt, með fimmföldum
meiri hluta atkvæða, yfirlýsing
um að flokkurinn eigi engin mök
við Kommúnista. Formaður, fund-
arins, Cramp, sem er ritari sam-
bandsfélags j árnbrautarverka-
mannanna, lýsti því yfir að bylt-
ingastefna Kommúnista mundi
leiða af sér alment hrun og Mac
Donald, foi’sætisráðherra Jafnað-
ai-manna fyrverandi lýsti því yfir
að allar umbætur yrðu að nást
eftir þingræðisleiðinni.
— Um 30 þúsund menn fluttu frá
þýskalandi til Ameríku fyrstu sjö
mánuði þessa árs.
— Gin- og klaufaveikin hefir
geysað í suðurhluta Svíþjóðar
undanfarið. Hefir alt hugsanlegt
verið gert til þess að hefta út-
breiðslu veikinnar og nú hafa
menn von um að loks takist að
stöðva hana. Niðurskurður á bú-
peningi hefir farið fram í afar-
stórum stíl. Hefir ríkið orðið að
borga bændum nálega ellefu milj.
króna í skaðabætur, vegna niður-
skurðarins en alls er talið að
kostnaður ríkisins af veikinni
nemi þrettán miljónum króna.
— Innanríkisráðherrann danski,
Hauge, kom heim úr för til Græn-
lands, um síðustu mánaðamót.
Hafa blöðin eftir honum meðal
annars þessar fréttir:" Kíghósti
gekk á Grænlandi í sumar og drap
öll börn yngri en ársgömul sem
hann fengu og fjölda annara
barna. þá hefir spanska veikin
geysað og drepið marga. Enn gat
ráðherrann þess, að þá er hann
lagði að stað í ferðina hafa hann
verið orðinn hálfpartinn andvígur
verslunareinokuninni á Grænlandi,
en nú sé hann orðinn henni al-
gjörlega fylgjandi. Sé það einróma
ósk Grænlendinga sjálfra; þeir
megi ekki hugsa til þess að hvaða
útlendingur sem er, megi koma til
Grænlands og keppa við þá.
— Mikið óveður geysaði í Japan
2. þ. m., stormar og úrkoma.
Týndu margir menn lífi og 42
þúsund hús lentu undir vatni í
Tokíó.
— Lýðveldisforsetinn í Chile,
Alessandri að nafni, hefir sagt af
sér forsetastöðunni og fer af landi
burt. Er ekki nema rúmt ár síð-
an hann hvarf heim úr útlegð.
Ósamkomulag við hermálaráð-
herrann veldur burtförinni nú.
Englendingar eru að stofna
nýjan háskóla í Acthinota á Gull-
ströndinni í Vestur-Afríku. Fór
ríkiserfinginn enski um þessar
slóðir í vor og lagði hornstein
háskólahússins, en snemma í þess-
um mánuði fóru 10 vísindamenn
frá Oxford og Cambridge af stað,
til þess að takast á hendur kensl-
una í hinum nýja háskóla.
— Talið er að kornuppskeran á
Rússlandi sé 50% meiri en í fyrra
Er búist við að verslun Rússa við
útlönd aukist mjög, og einkum er
gert ráð fyrir stórmiklum inn-
flutningi allskonar landbúnaðar-
véla.
— Englandsbanki hefir lækkað
forvexti úr 4í 4% og þjóð-
banki Hollands hefir lækkað for-
vexti úr 4% í 3V£%.
■— I ráði er að grafa skipgeng-
an skurð milli Rínar og Dónár.
Standa yfir samningar um stór-
lán í Ameríku í þessu skyni.
þýska ríkið á að ábyrgjast lánið.
— óvenju harður vetur er þeg-
ar genginn í garð í Svíþjóð. Menn
menn tóku þátt í kappleiknum
um minnismerki þetta. Vigeland
var einn af þeim. Hann reisti
Eiðsvallahugsjóninni hvorki sigur-
súlu né sigurboga að rómversk-
frönskum sið. Ef Vigeland hefði
farið hina boðnu braut suðrænna
þjóða, mundi sú eftirlíking vera
fullger framan við Stórþingið. En
hann fór enn sem fyr sína eigin
leið. Minnismerki Vigelands eru
tveir ferstrendir stólpar, reistir á
undirstöðu sviplíkri og í doriskum
hofum. Að ofan eru súlumar
tengdar saman með láréttri brú.
Hvergi eru annað en beinar línur
í minnismerki þessu, eins og í
grísku hofi. Og þó er sigurhlið
þetta norrænt, hvar sem á er litið.
— Ofan á granítbrúnni eru högg-
myndir, táknmyndi norsku þjóð-
arinnar, gamalmenni og börn,
karlar og konur, ofið saman til að
sýna samábyrgð þegnanna. En á
múrbrúarendunum standa tvær
hetjur og snú bökum saman. það
eru varðmenn Noregs. I skjóli við
þá lifir þjóðin í öryggi. Á hliðar-
veggjum súlnanna eru grafin
nöfn Eiðsvallaþingmannanna allra
og svo hagdega fyrir komið að
tilsýndar er hver nafnaröð eins og
skrautker. Nöfnin eru mislöng og
með því að raða þeim haganlega
hefir Vigeland tekist að gera
mannanöfnin, sem venjulega
óprýða slík minnismerki, svo úr
garði, að hér prýða þau lista-
verkið. v
Eiðsvallanefndin bai' ekki gæfu
skemta sér á sleðum og skíðum í
Stokkhólmi.
— Locarno heitir smáborg í
Sviss; er íbúatalan um 5000. Var
alþjóðafundur um öryggismálin
háður þar fyrri hluta þessa mán-
aðar. Fulltrúar komu frá flestum
Norðurálfuríkjum nema Rúss-
landi. Segja nýjustu fregnir, að
ágætt samkomulag hafi náðst um
öryggismálin, landamæri o. fl.
Eru þetta talin einhver mestu
tíðindi á síðari árum og stórt
spor stigið í friðaráttina. Samning
arnir verða bráðum birtir opin-
berlega um leið og þeir borair
undir þau ríki sem hlut eiga að
máli.
— Nefnd hefir starfað að því
á Finnlandi að rannsaka skipulag
hersins og hefir lokið störfum.
Segja nefndaraienn einum rómi
að óhugsandi sé að Finnland hefji
nokkru sinni árás á annað ríki og
eina hernaðarhættan sem yfir
Finnlandi geti vofað, stafi frá
Rússlandi. Landamæri Finnlands
og Rússlands séu svö löng' og
væntanlegur orustuvöllur svo víð-
áttumikill að óhugsandi sé að
stofna þar til víggirðinga. Verði
því að leggja aðaláhersluna á að
eiga hreyfanlegan her til varnar.
Treystir nefndin sér ekki til að
bera fram neinar tillögur um að
dregið sé úr herbúnaði Finna.
— Sendiherra Norðmanna í
London hefir nýlega lýst því yf-
ir, af hálfu Noregs, i bréfi til ut-
anríkisráðherrans enska, að
norska stjórnin hafi ekki viður-
kent yfirráð Dana yfir öllu Græn-
landi.
— Iiinir æstustu í flokki
þýskra íhaldsmanna gera það
í þeirra valdi stendur, til að
hindra að nokkurt samkomulag
náist milli þjóðverja og Banda-
manna. Var það þeim mjög á móti
skapi að doktor Luther, ríkiskansl-
ari og doktor Stresemann, utan-
ríkisráðherra, fóru á fundinn í
Locarno. Komst lögreglan á snoð
ir um samsæri sem íhaldsmenn
höfðu myndað til þess að hindra
förina með ofbeldi. Mikinn fjölda
hótanabréfa hafa ráðherrarnir
fengið. Var sendur með þeim á
fundinn mjög öflugur lögreglu-
vörður.
— Talið er að Tyrkir hafi 75
þús. menn vígbúna til árásar í
Mosulhéraðið og víggirði Dardan-
ellasundið af miklu kappi. Hins-
vegar er sagt að Miðj arðarhafs-
til að reisa þetta minnismerki.
Væntanlega kemur fyr en varir
önnur nefnd, sem betur kann að
dæma. Eina ástæðan gegn því að
reisa svo stílfagurt minnismerki
á Eiðsvallatorginu er raunar sú,
að þá hefði helst þurft að rífa
margar byggingar, sem reistar
voru þar, áður en Norðmenn höfðu
myndað hinn þráttmikla stíl, er
nú kemur fram í mörgum nýjustu
byggingum þeirra. Flestum er-
lendum mönnum er sjá smámynd-
ina af Eiðsvallaminnismerkinu,
munu þykja það mikið gæfuleysi
fyrir Norðmenn að hafa ekki
kunnað að meta slíkan fegurðar-
auka fyrir höfuðborg sína. En hafi
Norðm. yfirsést þar má ekki
gleyma hinu, að þeir hafa sýnt
stórhug, sem varla á sinn líka í
því, hversu þeir hafa lagt fram
efni til lindarinnar miklu. Sá stór-
hugur afsakar margar syndir.
þess er áður getið að snemma
á æfi, hvarf Vigeland heim full-
saddur af kynnum við suðræna
list. En með aldrinum hefir hann
tekið því meira ástfóstri við forn-
bókmentir okkar, einkum sögurn-
ar. Mun þar bæði koma til greina
frændsemistilfinning, lundarlíking
við fornmenn, og það að mannlýs-
ingar í sögunum eiga meir en lítið
skylt við myndhöggvaralist. Einn
af ástvinum Vigelands úr sögun-
um er Egill Skallagrímsson. Hefir
Vigeland gert honum mynda-
styttu, meir en í fullri stærð, en
ekki hefir hún ennþá verið steypt
maður og fullvaxinn sonur. Út-
þrá og vit á átthögunum einkenna
hvom um sig. Faðirinn hefir líf-
ið bak við sig. Sonurinn er í hug-
anum kominn hálfa leið upp yfir
fjöllin háu. í þriðja lagi gömul
hjón, komin á grafarbakkann.
Fegurð, þróttur og stæling starfs-
áranna er horfin. Lífið er fjarað
út, rústir einar eftir, duftið bið-
ur með óþreyju að mega hverfa
til jarðarinnar aftur.
Margir sem heyra um lindina
og súluna miklu og alt það, sem
þeim fylgir, spyrja: „Hvaða meg-
instefnu fylgir þessi stórvirki
listamaður? Hvaða svar gefur
hann við gátum lífsins?11
þessar spurningar eru eðlilegar.
Flest skáld og listamenn fylgja
straum samtíðar sinnar, eru börn
sinnar aldar. Taka til meðferðar
viðfangsefni þau, sem ferðafélag-
ar þeirra glíma við. En þeir sem
brjótast upp á hæsta tindinn í
einhverri grein listanna, binda sig
engri hugarstefnu, og engu tíma-
bili. þeir eru skáld allra alda og
allra þjóða. Sólin sest aldrei í ríki
þeirra. Shakespeare og Mikael
Angelo lýsa ekki neinum fyrir-
fram tilteknum viðfangsefnum,,
stéttum eða hugsjónum í list sinni.
þeir eru skáld mannlífsins alls.
þeir sýna lífið eins og það er, en
þó í stækkuðum myndum. þeir
skapa óendanlega fjölbreytni, eins
og' hin frjóa náttúra, sem er
móðir alls þess er lifir.
Vigeland er af slíkum stofni.
Lindin mikla er ekki sköpuð til
að sanna eða hrekja einhverja
vissa hugmynd eða kenningu.
Hún á í því ekkert sammerkt við
jafngóða list eins og þá, sem fræg
er orðin: „Et Dukkehjem“ eða
„Gengangere“ til að nefna tvö
merk dæmi. Lindin er ekkert ann-
an en lofsöngur lífsins, sannur
sterkur og fjölbreyttur. Meðan
hið mannlega er í mætum haft
mun brunnur Vigelands verða tal-
inn með undraverkum heimsins.
I vinnuhöll Vigelands getur að
líta mörg hundruð, ef til vill þús-
und, frumdrætti að listaverkum.
Mikið af þeim hugmyndaauði, er
á einn eða annað hátt tengt við
meginverk það, sem nú hefir ver-
ið vikið að. En fjölmargt eru al-
veg sjálfstæð listaverk. Hér skal
aðeins minst á tvö: Eiðsvalla-
sigurbogann og Egil Skallagríms-
son.
Fyrir nokkrum árum kom til
orða í Noregi að reisa svokallað
Eiðsvalla-minnismerki á torginu í
Osló milli Stórþingsins og kon-
ungshallarinnar. Minnismerkið
átti að tákna endurreisn Noregs.
Á Eiðsvelli lýstu höfuðskörungar
landsins því yfir 1814 að Noregur
væri aftur frjálst og sjálfstætt
ríki. Nefndin sem átti að ráða
minnismerkismálinu til lykta ætl-
aðist til að þessa hugmynd skyldi
tákna með hárri súlu, í aðalatrið-
um svipaða þeim, sem reistar
hafa verið á höfuðtorgum í París,
London og Berlín. Margir lista-