Tíminn - 24.10.1925, Side 4

Tíminn - 24.10.1925, Side 4
186 TÍMINN Smásöluverð má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V ixxd-lsa?. Fleur de Luxe frá Mignot & de Block . . . . Kr. 1.20 pr. ‘/io þk. Fleur de París — sama . . . . - 1.45 - Vio - London — N. Törring .... . . - 1.45 - Vio - Brissol — sama .... to 1 o 1 Edinburgh — sama .... . . - 1.10 - Vio - Perla — E. Nobel . . - 1.00 - V10 - Copelia — sama . . — 10.95 — Vi ks- Phönix Opera Whiffs frá Kreyns & Co. . . . - 6.60 — V* - Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Landsverslun íslands. Jöröin Björk í Sandvíkurhreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum (1926). Jörðin er vel hýst. Heyhlaða fyrir 600 hestburði. Slægjur góðar og nærtækar. Hey alt kúgæft. Ágæt til samgangna. Áveitujörð. Þeir er kaupboðinu vilja sinna, snúi sér til eiganda og ábúanda Gísla Lafranssonar eða Guðm. Þorvarðssonar hreppstjóra í Sandvík. Björk 22. október 1925. Gísli Lafransson. flotinn enski sé reiðubúinn að ráð- ast á Miklagarð hvenær sem er. — Bandaríkjamenn hafa látið smíða herskip sem sérstaklega á að vera flugvélum til aðstoðar í hernaði. það getur flutt 72 flug- vélar. — Milliþinganefnd var skipuð í Danmörku fyrir nokkrum árum til þess að rannsaka hvort rétt væri að stofna nýjan háskóla. Hefir nefndin nú skilað áliti sínu. Leggur einróma til að nýr há- skóli verði reistur og mæla flestir með Árósum. Telur nefndin að Kaupmannahafnarháskólinn sé orðinn of stór og þyrfti nú ann- aðhvort að gera að reisa nýja há- skólann, eða bæta mjög við þann gamla. þó að ekki sé gert ráð fyrir að byrja stórt er áætlað að húsin ein fyrir nýja háskólann muni kosta 12milj. króna. — Tvö sorgleg slys hafa komið fyrir í finska hernum alveg ný- lega. Óveður skall á meðan flot- inn var við æfingar og voru sum herskipin hætt komin, en björg- uðust þó við illan leik, en einn „torpedó—báturinn fórst með allri áhöfn. Fáum dögum síðar hrapaði ein af flugvélum hers- ins úr mikilli hæð. Voru þrír menn á og týndu allir lífi. — þá er miður fór að ganga fyrir Abd-el-Krim og höfuðborg hans var fallin í óvina hendur, kastaði hann reiði sinni á utan- ríkisráðherra sinn og ákærði hann um svik. Síðan var ráðherrann tekinn og bundinn yfir fallbyssu- kjaft og síðan skoti hleypt af. — Kornuppskeran í Svíþjóð í haust var betri en nokkum tíma áður. — Fyrir hálfum mánuði síðan var haldinn fundur um Græn- landsmálið í stúdentafélaginu í Osló. Frummælandi var doktor Thommesen ritstjóri stórblaðsins Tidens Tegn, þess blaðs er var okkur íslendingum mest velviljað í kjöttollsmálinu. Rakti hann sögu málsins og áleit að Norðmenn hefðu látið Dani snúa á sig í bráðabirgðasamningi þeim, sem gerður var um Grænland. En mál- ið yrði að hefja á ný og á nýjum grundvelli. Mintist ræðumaður sér- staklega á þann möguleika sem komið hefði fram I ritgerðum Einars Benediktssonar að Noreg- ur og ísland ynnu saman um að ná yfirráðum yfir Grænlandi, í málm. Egill er sýndur á því merkilega augnabliki æfinnar, þeg- ar hann er að kveðja Noreg eftir að hafa reist féndum sínum níð- stöng með hrosshaus er horfði upp á land. Egill stendur framan við rúnum skráða stöngina, und- ir hesthöfðinu. Hann er í mjúk- um kyrtli, sem fellur vel að lík- amanum, og sveipast léttilega undan blænum ofan af landi. Hann er girður belti.Slíðrin hanga á vinstri hlið. Hesthöfuðið er eðli- legt, en þó fegrað svo að það prýð- ir myndina. Egill réttir vinstri hönd upp og grípur í hesthöfuðið ofan við eyra. En á hægra úlnlið hangir nakið sverðið og með tveim fingrum hægri handar hefir Egill gripið í tungu hestin- um. Eins og að líkindum lætur er Egill heldur ófi’ýnn. Sjálfur dró Egill aldrei dul á að hann væri ófríður. Og á þessu augnabliki er hann gagntekinn af heipt og hefndartilfinningu. það fer vel á að hárbeitt sverðið er við brjóst hans. Og ósjálfrátt snýr Egill upp á hesttunguna milli fingra sér um leið og hann formælir óvin- um sínum. Allur máttur líkama og sálar er á því augnabliki vígð- ur hefndinni. Egill Skallagrímsson er fræg- astur af skáldum Norðmanna og íslendinga í fornöld. En um leið var hann hetja og hefnivargur. Vigeland hefir sameinað öll meg- ineinkenni Egils í mynd þessari. Væntanlega kemur sá tími að þannig að Islandi yrði trygður yf- irráðarétturinn, en veitti Noregi aftur á móti full réttindi til hvers- konar veiðiskapar þar. Urðu miklar umræður um málið og féllu meðal annars mörg hörð orð í garð Dana fyrir meðferð þeirra á Grænlendingum. Formaður fé- lagsins bar fram tillögu um að stúdentafélagið krefðist þess að Grænlandssamningnum yrði sagt upp. Var henni vikið frá með rök- studdri dagskrá. Vildi formaður þá segja af sér formenskunni, en fundurinn samþykti óðara trausts- yfirlýsingu til hans. — Roald Amundsen ætlar að fara aðra flugferð til norður- heimsskautsins næsta sumar. Er áætlað að ferðin muni kosta U/o miljón króna. þriðjung kostnað- ar, hálfa miljón króna, hefir Bandaríkjamaðurinn Lincoln Ells- worth gefið, hinn sami sem tók þátt í ferðinni í vor. Setur hann það skilyrði að vera eini Banda- ríkjamaðurínn sem tekur þátt í förinni. — Um miðjan þennan mánuð voru meir en 30 þúsund menn at- vinnulausir í Danmörku. Eru það helmingi fleiri en á sama tíma í fyrra. Hækkun krónunnar veld- ur. Leggur stjómin til að ellefu miljónum króna af ríkisfé sé var- ið til að auka atvinnu. — Lars Eskeland, einna fræg- asti maður í hóp lýðháskóla- mannanna norsku, og ágætur ís- landsvinur, tók katólska trú í haust. Voru þau fermd saman, á katólska vísu, hann og Sigrid Un- set, hin fræga norska skáldkona. — Síðustu símfregnir herma að ófriður sé að hefjast milli Grikkja og Búlgara. Tilefni það, að Búlgarar drápu nokkra landa- merkjaverði gríska. Kröfðust Grikkir geysihárra skaðabóta og svars innan 24 klukkustunda. Neitað i Búlgaríustjóm og eru bardagar þegar sagðir byrjaðir á landamærunum. — Sjaldan bregð- ur mær vana sínum. ----o---- Sextugur vai’ð í sumar, Guð- mundur Auðunnsson hreppstjórí á Skálpastöðum í Lundareykjadal. Var honum vært vandað úr að gjöf við það tækifæri. — Býr Guðmundur myndarbúi með böm- um sínum og hefir verið hinn far- sælasti maður í sinni sveit. mynd þessi verður steypt í málm, önnur fyrir ættland Vigelands. Hin fyrir ættland Egils. það er víst ekki tilviljun að Vigeland hefir valið Egil fyrir yrkisefni, manninn sem ber af öðrum bæði að skáldhæfileikum og orku líkamans og lundar. Braut Vigelands hefir stundum verið bæði mjó og grýtt. þráfaldlega hefir þröngsýni, hleypidómar og fáviska sumra af samlöndum hans gert honum margfalda erf- iðleika. Dæmi þess er það, að lengi fram eftir þóttust landar hans varla hafa nokkurn blett, þar sem lindin hans gæti komist fyrír. Menn héldu hann gæti látið sér nægja með einhvern afkyma. En því lengur sem leið, stækkaði brunnurinn og alt sem honum fylgdi. Fávíslegur mótgangur sumra Norðmanna við Vigeland mun hafa valdið nokkru um það, að hann hefir hlaðið ramlegan skíðgarð um vinnuhöll sína. Er- lendur stórhöfðingi sem dvaldi í Osló vildi heimsækja myndhöggv- arann, en rak sig á það að ókunn- ugum var ekki veitt móttaka. Manninum varð að orði: „það er hægt að fá að sjá konunginn, en ekki Vigeland“. Fjöldi manna, einkum blaðamenn, vildu dauð- fegnir fá að fylgjast með þróun lindarinnar, en fá ekki leyfi til að koma inn fyrir dyrustaf á safni Vigelands eða í vinnustofu hans. I augum ókunnugra hlýtur slík Ihaldsmenn dæmdir. Framsóknarmenn hafa verið seinþreyttir til vandræða um mála ferli við andstæðingana, þó að málefni hafi verið ærin, bæði í mótgerðum, einkum við samvinnu- félögin og tilefnislausum árásum á einstaka menn. En nú hefir rit- stjóri Dags, Jónas þorbergsson, hafið sókn á hendur íhaldsmönn- um. Starfsfólk við verslun Stór- Danans Berléme á Akureyri hafði farið niðrandi orðum um blaða- mensku Jónasar, brugðið honum um óheiðarleika í því starfi. Bú- ist var við að verkstjóri Berlémes, að nafni Hallgrímur, hafi staðið á bak við árás þessa. Fyrir undir- rétti vann Jónas málið. Hæsta- réttardómur er nú nýfallinn. Herti hann mjög á sektum og skaða- bótum er starfsfólk þessa útlenda kaupmanns verður að greiða, og báðir réttir hafa dæmt hin niðr- andi ummæli um Jónas þorbergs- son dauð og ómerk. Ennþá meiri gnýr stendur um önnur málaferli er J. þ. hefir haf- ið á hendur Mbl.-mönnum í Skaga- firði. Svo er mál með vexti, að útilokun að teljast óverðskulduð harka. En sá dómur breytist í hugum þeirra sem hafa haft tæki- færi til þess að kynnast verkum Vigelands. Hann er bersýnilega gæddur svo ríkri skáldlegri sköp- unargáfu að hann á fáa sína jafn- ingja. Hann finnur að í raun og veru er hann eins og miðill. Myndir úr ósýnilegum heimi verða sýnilegar við að fara gegnum vit- und hans. Erfiðleikar hans eru að komast yfir að gera sýnilegar fyrir öðr- um þær óteljandi sýnir er sækja á að birtast fyrír atbeina hans. Nú þegar hefir hann afkastað svo ótrúlega miklu verki að furðu sætir. En ein af ástæðunum til þess er sú, að hann hefir með harðri hendi útilokað öll þau áhrif, sem truflað gátu hann eða tafið frá að uppfylla köllun sína. Við íslendingar höfum ástæðu til að gleðjast yfir því, að nán- asta frændþjóð okkar, Norðmenn, hafa nú eignast, þar sem Vige- land er, einn af höfuðsnillingum allra aldra í myndhöggvaralist. Og af því allir eru ofurlítið eigin- gjarnir, getur það verið okkur sérstakt ánægjuefni, að ein grein íslenskrar menningar, sögumar, hafa átt nokkurn þátt í að þroska listagáfu þessa mikla listamanns. J. J. ----o----- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta. kaupmenn og starfsmenn lands- ins á Sauðárkróki skrifuðu í fyrra grein fulla af venjulegum Mbl.- hrakyrðum um ristjóra Dags. Eins og á Akureyri drógu þeir heilan hóp af starfsfólki í þorp- inu út í þessa deilu. Voru eitt- hvað um 80 manns sekir um fúk- yrðalesturinn. Jónas þorbergsson brá sér þá vestur og stefndi um 30 af þessum mönnum, þeim sem helst höfðu staðið fyrir dólgslát- þessum. Munu það vera flestallir verslandi menn á Króknum, sýslumaðurinn, presturinn, lækn- irinn og væntanlega fleira fólk af sama tægi. þá umkomuminstu, sem leiddir höfðu verið út í árás þessa, lét hann sleppa. Setudómari var skipaður Bogi Brynjólfsson, þar sem sýslumaðurinn á staðn- um, sonur Vigurprestsins, hafði lagt til í greinina vænan skerf af hinu saknæma orðbragði. í fyrstu létu Mbl.-menn þessir allmikið yfir sér, en smátt og smátt hafa þeir í málarekstri þessum séð, að stilling hæfði betur en ofsi. þó mun læknirinn hafa orðið að at- hlægi á síðasta stefnumóti og má segja um hann að skjólan leitar til brunns uns hún er brotin. Hér- aðsbúar fylgja máli þessu með mestu athygli. Um 300 manns voru í réttarsalnum fyrir skömmu er ritsjóri Dags reifaði sakargift- ir á hendur hinum skagfirsku Mbl.-mönnum. Er auðséð á þessu að ýmsir af þeim, sem hingað til hafa fylgt stefnu Mbl. í því hér- aði sjá nú missmíði á ráði for- kólfa sinna. J. J. ----o----- Sjómannafélag Reykjavíkur. 10 ár voru liðin í gær síðan Sjó- mannafélag Reykjavíkur var stofnað. það mun nú vera fjöl- mennasta félag í bænum. Félags- menn alls um 1600. Er ekki að efa að félagið hefir unnið sjó- mannastéttinni mikið gagn og verkamönnum öllum. þó er ofmælt það sem Alþýðublaðið segir í gær að h víldartímalögin á togurunum séu verk Sjómannafélagsins eins. Bændurnir í Framsóknarflokkn- um, sem sæti áttu á Alþingi, eiga og sinn góða þátt í að koma í framkvæmd þeirri réttlátu laga- setningu. — Félagið efnir til fagn- aðar í kvöld í Iðnaðarmannafé- lagshúsinu í tilefni afmælisins og hefir skreytt stóra salinn fagui*- lega. Eru málverk í hverju horni salsins, sem sýna hinar miklu framfarir sjávarútvegarins á und- anförnum árum. Árabátur í einu, þá mótorbátur, þá seglskip og loks togarinn. En á miðjum vegg, andspænis eru myndir af vitun- um, gömlu og nýju gerðinni. — Gott er það þegar slík félög starfa rösklega og fylgja drengilega H.f. Jón Sigmundsson & Co. Svuntuspennur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. MELOTTE Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Símn.: Avo. Sími: 149S ZEpelk/kiið þér Anthos ó-viðjafnanlegu handsápu. Egta liár við innlendan og út- lendan búning, kaupið þið best og ódýrast í Nýju Hárgreiðslustof- unni, Austurstræti 5. Baldvin Einarsson aktýgja- smiður, Hverfisgötu 56 a. fram réttum málum. Vill Tíminn af alhug árna Sjómannafélaginu og sjómannastéttinni góðs gengis og góðs sigurs í réttum málum. Er það alkunnugt að sjómanna- stéttin íslenska ber af stéttar- bræðrunum í öðrum löndum um dugnað, hreysti og almenna ment- un. — En einmitt á þessum tímamótum er ekki hægt að dylj- ast þess að framundan er alt annað en bjart um atvinnuveg sjómannanna. Líkurnar eru meiri til þess að rétt um sama leyti sem Sjómannafélagið heldur 10 ára afmæli sitt, hefjist stórfeldari deilur milli sjómanna og útgerð- armanna en nokkru sinni áður. það er sennilegast að allir togar- arnir verði þessa vegna bundnir við hafnargarðinn — hver veit hve lengi og hver veit hvað hljót- ast kann af slíkri deilu? — það er verk fjármálaráðherra ís- lands ef þau ótíðindi koma fyrir að togurunum verður öllum lagt upp. Hann ber ábyrgðina á krónu- hækkuninni sem deilunni veldur og hann er studdur til valdanna af eigendum togaranna. En stuðn- inginn hefir hann átt öruggan hjá Alþýðublaðinu, því blaði sem telur sig fyrst og fremst málsvara sjómannastéttarinnar. Á ytra borði lítur því þannig út að það sé gott samkomulag milli útgerð- armanna og sjómanna að kalla á styi'jöldina, að búa til ófriðartil- efnið. Hvílík ógæfa! Hvílík skamm sýni leiðtoganna í báðum herbúð- um! því að hitt vita allir að ef fest hefði verið verðgildi krón- unnar, þá var trygður friðurinn. íhaldsblaðið „Stormur flutti ný- lega mjög ósæmilega grein um ís- lenska bændur. Eru það einkum bændur í Eyjafirði, Skagafirði, Ámessýslu og á Ströndum, sem fá á bak sitt hin niðrandi ummæli. Helstu íhaldsforkólfar Reykjavík- ur halda blaði þessu úti með bein- um og óbeinum styrk. Segir þetta vel eftir innræti flokksins í bænd- anna garð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.