Tíminn - 31.10.1925, Qupperneq 2

Tíminn - 31.10.1925, Qupperneq 2
188 TfMINN Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöJdum tóbakstegundum, en hér segir: Rjóltóbak (frá Br. Braun).....Kr. 22.55 pr. 1 kg. Munntóbak (Mellem) allar tegundir.— 24.20 — 1 — do. (Smal) — — — 27.50 — 1 — Mix Reyktóbak frá Ph. U. Strengberg. . — 14.40 — 1 — Louisiana — C. W. Obel ... — 18.40 — 1 — Moss Rose — — sama ... — 15.55 — 1 — Feinr. Shag — — J. Gruno .... — 14.95 — 1 — Golden Bell — — sama .... — 16.70 — 1 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nernur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Landsverslim íslands. Kaupfélagsstjórar! Munið eftir því að hald- best og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: H.f. Smörlíkisgerðin, Reykjavík. Kjðtverð og fiskverð í Reykjavík. Hér á dögunum var all-löng rit- deila í „Vísi“ milli einhvers manns, sem kallar sig „Borgara“ og Helga Bei'gs forstjóra Slátur- félags Suðurlands. Réðst „Borgar- inn“ með talsverðri frekju á Slát- urfélagið fyrir söluverð þess á nýju kjöti í haust. Hrakti Helgi Bergs staðleysurnar og sýndi fram á að kjötverðið væri sanngjamt, þegar tekið væri tillit til erlenda markaðsverðsins á saltkjöti og tilkostnaði félagsins við sölu á nýju kjöti í bænum. pessar ásakanir „Borgara“ á hendur bændum, eða félagsskap þeirra, er engin nýjung þó nokk- urt lát hafi verið á blaðadeilum um þetta mál undanfarið. Fyrir fáum ium gerðu flest höfuðstað- ardagblöðin hvert áhlaupið öðru harðara á hendur bændum fyrir verðlagið á framleiðsluvörum þeirra. Nú hagar þó svo til um kjötmarkaðinn í Reykjavík, að bæjarbúar þurfa alt það kjöt til neyslu, sem hægt er að koma nýju til Reykjavíkur og er því hér um algerlega sjálfstæðan markað að ræða fyrir nýtt kjöt, sem ekki er ástæða til að hlýti eingöngu verðsveiflum á þröngum erlendum saltkjötsmarkaði. En þar sem Sláturfélagið, þrátt fyrir þetta, miðar verðlag sitt á nýju kjöti, við erlent markaðsverð á saltkjöti, virðist engin ástæða til óánægju, enda með þessu allrar sanngirni gætt í garð bæjarbúa. það er eftirtektarvert að í blöð- um þeim, sem „dótið“ gefur út hér í bænum hefir aldrei fallið nokkurt hrósyrði til bændanna, sem selja bæjarbúum kjöt, og hafa þeir þó af eigin hvötum lagt á sig stórkostleg útgjöld og erfiði til þess að gera alla meðferð kjötsins svo hreinlega sem unt er og hagfelda bæjarbúum á all- an hátt. Átti Sláturfélag Suður- lands þar forgönguna, og hafa aðrir kjötsalar fylgt þar eftir. I kjötbúðunum hér er fylgt ítrustú hreinlætis- og heilbrigðisreglum og er meðferð kjötsins í engu lak- ari en í stórbæjum helstu menn- ingarlandanna. Höfuðatvinnuvegir Reykvíkinga eru fiskiveiðar og fiskverslun. Ætti að mega vænta þess, að bæjarins vandlætingasömu „Borg- arar“ gættu þess að alt væri í lagi í þeirra herbúðum, og er því best að skygnast um og athuga Sféttarsamtök og landsmálastefnur. Nú er kvo komið að stjórnmálalíf landsins er grundvallað á stéttarsam- tökum. petta er ekki eingöngu is- lensk fyrirbrigði. Eins er ástandið með nálega alla þingflokka í ná- grannalöndunum. Ilér á landi eru nú þrír flokkar, sem iiafa fylgi með þjóðinni. íhalds- flokkurinn er stærstur, ef dæmt er eftir þingfylgi. par næst kemur Fram- sóknarflokkurinn og síðast Alþýðu- flokkurinn. Á þingi er þar að auki hinn svonefndi Sjálfstæðisflokkur. En hann er aðeins efstu tindar af sokknu meginlandi. Foringi flokks- ins Sig Eggerz talar um að stofna nýj- an flokk. Er þar með sannað að skip- stjórinn á sjálfstæðisskútunni, veit að fleytan hans gamla er ekki til fram- búðar. Hvort S. E. tekst að stofna nýjan flokk á nýjum grundvelli er óvist enn. Og svo mikið er víst, að hinir þrír flokkamir, sein nú hafa fylgi hjá kjósendum landsins eru allir í insta eðli sínu stéttarflokkar. Skal nú fyrst vikið að nábúum Framsóknar til beggja liliða. f gær kom í blöðunum yfirlýsing um verk- bann á togurunum í Reykjavík. Eig endur skipanna eru allir í félagi. peir ákváðu að binda skipin og hætta veiðum, ef veikamenn lækka ekki lítið eitt, hvað bæjarbúar bjóða sér sjálfir, þegar um innanlands- sölu á þeirra eigin framleiðslu- vöru er að ræða. Er þá fyrst fyr- ir að líta á sölubúðirnar. pær eru mjög fáar og vandfundnar, hefi eg' ekki getað fundið nema tvær og minna þær mig helst á illa hirt gripahús. Hér er líka „fisk- torg“. pað er aflangur skúr móti hánorðri og þó fisksalarnir hafi þak yfir höfðinu verða viðskifta- mennirnir að standa undir beru lofti meðan þeir bíða afgreiðslu, og hreinlæti er þar engu betra en í fiskbúðunum, sem varla er von. pá eru götusalarnir. peir halda sig á vissum stöðum í bænum með hjólbörur sínar, venjulega tveir eða þrír saman og langt á milli. Er hvorugt hreinleg-t, fisk- urinn eða fisksalamir. Til þess- ara götusala verður svo fólkið að fara, mjög sjaldan hægt að fá fiskinn sendan heim, eins og þó tíðkast með kjöt og flestar aðrar vörur, til mikilla þæginda fyrir húsmæður, sem engum hafa á að skipa til sendiferða. Mætti um þetta skrifa meira; en því verður slept að sinni og lítið eitt vikið að fiskverðinu. í einu dagblaðinu hér var þess getið nýlega, að ný smáýsa væri seld á 30 aura pundið óhausuð og óslægð. Er fróðlegt að bera þetta saman við erlenda mark- aðsverðið eins og það er nú á verkuðum fiski, sem út er flutt- ur. Er hér um mjög sanngjarnan samanburð að ræða, því ekki er nema örlítið brot af fiskafla Reykvíkinga seldur hér í bænum og því algerlega ástæðulaust, að selja þann hluta, sem bæjarbúar neyta, hærra verði, en hægt er að fá fyrir fiskinn erlendis á sama tíma, að minsta kosti eftir hugs- unarhætti þeirra „Borgara“, sem sífelt eru að vanda um við okkur sveitamenn um verðlag á fram- leiðslu okkar. Af nýrri, óslægðri og óhaus- aðri ýsu mun láta nærri að þurfi 1080 pund í 'hvert skippund af labrador-verkaðri ýsu. Með 30 aura verði á pundi kosta þessi 1080 pd. kr. 324.00. Par við bæt- ist svo salt, vinna, verkunarlaun og vextir af verðinu, meðan ver- ið er að verka fiskinn, sem láta mun nærri að áætla alls kr. 36.00 fyrir hvert skippund. Eftir þessu kostar skippund af labradorýsu kr. 360.00, sé verðið, sem bæjar- búar borga fyrir fiskinn nýjan, lagt til grundvallar. Nú er fyrsta flokks labradorýsa seld pökkuð og kaupið. Sjómennirnir eru í öðru fé- lagi og þeir ákváðu að ganga ekki að boðum hins félagsins. Niðurstað- an verður að atvinnan stöðvast, lík lega um marga mánuði. En þau tvö félög, sem hér glíma eru hvort um sig máttarstólpi í sterkunr stjórnmálaflokki. Með út vegsmönnum standa nálega allir kaupmenn og meginþorri starfs manna landsins. Með sjómönnunum standa vamtanlega verkamenn og verkakonur i landi. Nábúar Fram- sóknarflokksins eru þá aðallega bæja- rnenn. Annarsvegar eru svonefndir „efnamenn" eða yfirtsétt kauptúanna og þorpanna. Að vísu eru þar ekki alt stórskip með fögrum reiða. En litlu „prammarnir" vilja láta telja sig með drekunum. Á hinn bóginn eru erfiðismenn kauptúnanna. í hvor- ugum flokknum ráða bændur nokkru. I Alþýðuflokknum eru víst sama sem engir bændur. Nokkrir bændur fylgja Ihaldsflokknum, en eru þar al- gerlega áhrifalausir um stefnu flokksins, eins og eðlilegt er, þegar gætt er að gerð hans og skipulagi. Embættismenn landsins höfðu for- ustuna i landsmálum, meðan barátt- an stóð við Dani, og mótuðu löggjöf landsins. Kjósendur Vildu m. a. af- nema eftírlaun opinberra starfs- manna og fækka þjónum þjóðfélags- ins. En „þjónamir" réðu á þinginu og gerðu hvorugt. Einskonar óskrif- uð lög komu starfsmönnum landsins komin á skipsfjöl fyrir kr. 90.00 skippundið eða x/4 af því verði, sem bæjarhúar verða að borga. „Framtak einstaklingsins“ hef- ir hvergi lausari tauminn en í Reykjavík. þess ætti því að vera skamt að bíða, að „Borgaramir“ komi því skipulagi á fiskverslun- ina í bænum, að ekki standi það að baki því, sem bændur hafa gert bæjarbúum til þæginda og hagsbóta við sölu kjöts og annara landbúnaðarvara. P. Réttilega er það tekið fram í „Vísi“ að óhugsandi er að nokkuð annað íslenskt blað en Morgun- blaðið gæti framið þá heimsku að afbaka fyrst stórkostlega eina al- kunnustu og frægustu vísu Stein- gríms. sem hefir margsinnis ver- ið prentuð, og eigna hana síðan alt öðrum manni. — það er fjöl- skrúðug blómaætt Valtýs-fjólu- ættin. Sorglegt slys vildi til á Blöndu- ósi um síðustu helgi. Tveir menn voru staddir á bryggjusporði: porsteinn Erlendsson frá Hnaus- um og Guðmundur Sigurðsson frá Hvammi í Laxárdal. Gekk sjór yfir bryggjuna, tók þá út og druknuðu báðir. á þingi til að halda saman og gæta hagsmuna sinna. Stéttartiifinningin varð þeim að stjórnarskrá( Svo kom stríðið. Laun starfsmannanna mink- uðu raunverulega. Kjör þeirra vei'sn- uðu. pá gerðu lfestir þeirra samband með sér, aiveg samskonar og verka- mannasamtökin. Tilgangur félagsins (Sambands starfsmanna ríkisins) er í eðli sínu tvennskonar: 1. Að sjá um að embætti fækki ekki. 2. Gæta þess að landssjóður borgi starfsmönnum ríkisins svo að þeir megi vel við una. Samtök starfsmannanna snúa því beittri egg axarblaðsins móti lands- sjóQi og þinginu (launalögin 1919. Verkfallshótun). Samhliða starfsmönnum landsins mynduðu kaupmenn alt í kring um land með sér harðsnúinn félagsskap. Mun varla til sá maður á landinu, er við verslun fæst fyrir eigin reikning, sem ekki styður þennan félagsskap. Yfirstjórn hinna þúsund búða er hjá Verslunarráðinu. Takmark þessa fé- lagsskapar er að halda verslunar- gróðanum í höndum kaupmanna Vinna þeir því af alefli bæði móti samvinnufélögunum og allri velrek- inni ríkis.verslun. priðja herfylking íhaidsins eru togaraeigendur og stærri útvegs- menn. Standa þeir allir saman sem einn maður um að tryggja sér völd og rétt í þjóðféiaginu. í fyrsta lagi heimta þeir ótakmarkað lánsfé úr bönkunum til skipakaupa og rekst- Er Stórisjór fundinn? Frá ómunatíð hafa Landmenn stundað silungsveiði í Veiði- vötnum — þ. e. Fiskivötnum eystri —. peir menn, sem þá veiði hafa stundað, hafa í daglegu tali verið nefndir „vatnamenn“ eða „vatnakarlar“. Veiðivötn eru mörg og nefnd ýmsum nöfnum: Fossvötn, stóra og litla, Tjaldvatn, Skálavatn, Langavatn, Eskivatn, Kvíslarvatn, Breiðavatn, Nýjavatn og Snjóöldu- vatn. Auk þessara vatna eru noklt- ur, sem engin veiði er í: Græna- vatn eða Ónýtavatn innra, Ónýta- vatn fremra og svd nokkui' smá- vötn. Nokkuð innan við öll þessi vötn er enn vatn, sem er þeirra langstærst og nefnt Litlisjór. Nöfn þessi hafa haldist mann eft- ir mann, en hve langt aftur í aldir veit enginn. — Nafnið Litlisjór bendir til þess, að annar stærri sé til, enda lifa enn ýms munn- mæli um hann og æfintýri, sem þeir lentu í, er að honum komu, Heyrði eg töluvert talað um Stóra- sjó á uppvaxtarárum mínum, en hefi gleymt því mestöllu, e. t. v. mest fyrir það, að inn í frá- sagnirnar var blandað útilegu- mannasögum, sem eg lagði ekki urs þeirra, og ef illa gengur rikis- ábyrgð fyrir skipum sínum og láns- fé (togaraábyrgðirnar, enska lánið). í öðru lagi heimta þeir stórar upp- gjafir ef illa gengur, og hafa þannig eyðst miljónir af varasjóðum banli- anna. í þriðja lagi vilja þeir draga til sin vinnuaflið úr sveitunum og hika ekki við að gera það þó að til landauðna horfi. í fjórða lagi hafa þeir viljað skamta fólkinu, þegar það var komið á vald þeirra, gæði lífsins af skornum skamti (andstaða gegn vökulögunum, vevkbannið). í fimta iagi vilja þessir menn komast að mestu hjá að greiða skatta til al- mannaþarfa. Með samtökum sínum hafa útvegsmenn þessir náð taki á bönkunum og fengið þaðan fjármagn- ið. Dregið til sín verkafólkið úr bygðunum og smáþorpunum og reynt að ráða yfir þinginu, bæði til að hindra það, að sjómenn fengju lág- marks-hvíldarréttindi, en krafist af núverandi fjármálaráðherra, að hann gæfi þeim hér í bænum eftir meir en hálfa miljón af réttmætum sköttum á einu ári. * þessar þrjár stéttarfylkingar hafa runnið saman og myndað íhalds- flokkinn. Ein deildin eru landssjóðs- launamenn í bæjum. Standa þar sam- an allir þeir, sem hugsa aðallega um landsmál í sambandi við eigin pyngju. Fáeinir launamenn standa utan við samtök þessi. pað eru þeir, sem geta haft lifsskoðanir í ósam- mikinn trúnað á, og; því ekki tekið mikið mark á neinu, sem um Stórasjó var sagt. — Venjulega munu þeir hafa verið fáir af vatnamönnum, sem urðu svo frægir að sjá Stórasjó. Hefir að líkindum dregið úr þeim, að yfir graslaus öræfi var að fara, leiðin sögð mjög löng og ýmsir af þeim, er þar komu, gáfu í skyn, að þeir hefðu orðið útilegumanna varir. Eg get nú orðið ekki nafngreint nema einn mann, sem eg man að fullyrti, að hann hefði komið að Stórasjó: Jón Árnason, er lengi bjó á Lágafelli í Landeyjum, dá- inn eftir síðustu aldamót. Hann var uppalinn á Galtalæk á Landi og „fór oft til Vatna“ á yngri ár- um. Man eg, að hann fullyrti að Stórisjór væri til, hann hefði sjálfur séð hann og þoldi illa að hann væri rengdur um það..Sagði hann að Stórisjór væri langt í landnorðri frá Vötnunum, inn und- ir Jökli, — þ. e. Vatnajökli —, hefði ekki afrensli, mjög bratt niður að honum a. m. k. sum- staðar og eigi vildi hann vísa hverjum sem væri þangað, því skeð gæti, að þeir yrðu einhvers varir. Eigi man eg hvort það var Jón eða einhver annar, er sagðist hafa séð reyki hinumegin við vatnið. Um 1890 fór porvaldur Thor- oddsen í rannsóknarferð inn að Vötnum og um óbygðir þar í kring, og fullyrti eftir það ferða- lag að Stórisjór sé alls ekki til. Gat hann þess til að Litlisjór sé Stórisjór og Stóra-Fossvatn, sem er næsta vatn fyrir framan, sé Litlisjór; og samkvæmt þeirri ágiskun breytti hann nöfnum á þessum vötnum og setti þau svo á landabréf af Islandi, er hann gaf út skömmu síðar. það er mjög ólíklegt, að nöfn hafi nokkurn tíma breyst á vötn- um þessum, þar eð veiði hefir verið stunduð í Fossvötnunum eigi síður en öðrum veiðivötnum árlega af sömu mönnum, áratug eftir áratug og ungir menn komið í stað þeirra er frá hafa fallið og lært nöfnin af þeim eldri, er með vóru. Hins hefði verið nær að geta til, að Stórisjór hefði aðeins verið til í þjóðtrúnni og þeir fáu menn, er æfintýralöngunin knúði þarna inn um öræfin, hafi freist- ast til að látast finna hann, en notað útilegumannatrúna til þess, að aðrir færu ekki í för þeirra. — pá mátti og geta þess til, sem var miklu líklegra, að þessir menn, sem komu að Stórasjó, hafi komið ræmi við pyngju sína. pannig voru 1 d. 1919 tveir læknar á Austurlandi a. m. k„ sem neituðu að vera með í verkfallshótun læknafélagsins, voru of góðir borgarar til að vilja setja' hnífinn á háls fjárveitingarvaldinu. Fyrir starfsmannafélagið stendur íhaldið á móti samfærslu embætta. Fyiir það eru stofnuð ný og óþörf embætti handa Alexander, Jóhannesi á Kvennabrekku, legátaembætti á Spáni, í Kaupmannahöfn o. s. frv. Embættasamtökin í sambandi við íhaldsflokkinn geta trygt, að megin- tekjur landssjóðs fari til lífsuppeldis þessum félagsmönnum. Kaupmennirnir leggja íhaldsflokkn- um allan blaðakostinn, og langmest af kjörfylginu. Yfir þúsund búðar- borð gengur þrotlaus hvisiingaleikur við fáfróðustu og ósjálfstæðustu kjós- endurna. Að launum eyðilagði svo allur íhaldsflokkurinn haftapólitík ina. Glysið og glingrið veltur nú, sjálfsagt í miljónavirðum, inn í land- ið, aðeins til þess að kaupmanna- stéttin geti auðgast meira. Sömu leið fór tóbaksverslun Magnúsar Guð- mundssonar. Og svo grimmilega léku kaupmenn þennan ístöðuiitla ráð- herra, að hann varð sjálfur að vera banamaður þeirrar stofnunar, sem hann hafði reist og barist fyrir. par sem M. G. telur sig vera forkólf „bændadeildar" íhaldsins, má sjá hversu dátarnir, Ottesen og Hákon muni vera leiknir sem fulltrúar sveit-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.