Tíminn - 28.11.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.11.1925, Blaðsíða 1
©faíbferi o$ afgret6slur’aður Ctmans er Sigurgeir ^rtðrifsfon, Samíxmbsþústms, Keyfiar»if. J2\fgreibsía Cimans er í Sambanösljúsims ©ptn ðaglega 9—f2 f. f). Sirni 496. IX. ár. Reykjavík 28. nóvember 1925 54. blaö Utan úrheimi. Frankinn fellur. Síðustu dagana hefir síminn flutt hverja fregnina af annari, er sýna þregningar í stjómmála- lífi Frakka, bæði út á við og inn á við. Hernaðurinn í Marokko hefir að vísu gengið þeim í vil. Krept hefir verið að Araba-hem- um í Riff-héraði, en nú stendur regntíðin yfir og geta Frakkar ekki aðhafst fyrir en með vorinu. Austur í Sýlandi hafa erfiðleik- amir verið miklu meiri. það land var Frökkum fengið til fósturs og umráða með Versalafriðnum. Höfðu þeir þar til yfirsóknar Sai'rail hershöfðingja, sem litla frægð hafði hlotið í Saloniki-her- ferðum í ófriðnum mikla. Sýr- lendingum þótti stjóm hans hörð og gerðu uppreist. Frakkar sigr- uðu nokkra af þessum uppreistar- flokkum, og fluttu nokkra tugi af líkum hinna föllnu gegnum höfuð- borg Sýrlands, Damaskus. Við þá sýn magnaðist þjóðernistilfinn- ingin, og varð mikið upphlaup í borginni. Frakkar létu þá flug- vélar kasta sprengikúlum yfir götur í uppreistarhverfunum og létu margir lífið fyrir þeim. Síðan óku brynvarðar bifreiðar um göt- umar og var skothríðin látin dynja á öllum vopnuðum mönn- um er sýndu mótstöðu. Borgin gafst upp að vísu, en gremjan lifir. Sarrail var kallaður heim, en ekki sést hvort eftirmanni hans tekst að ná sættum við landsfólkið. Nú víkur sögunni heim til Frakldands. þar verða sífeld ráð- herraskifti, og tilefnið jafnan hið sama. Engin stjóm getur staðið í skilum í skuldamálum landsins. Skuldirnar innan lands og utan eru svo óhemjumiklar að engri þjóð sýnist fært að greiða vext- ina, hvað þá afborganir. Stjóm Herriot féll á fjármálunum. þá tók við Painleve, sem stýrt hefir landinu í sumar. Hann fékk sér til fulltingis nýjan og hugkvæman fjármálaráðherra, er gerði þrjár alvarlegar tilraunir til umbóta. 1 fyrsta lagi náði hann fremur hagkvæmum samningum við Breta um hina miklu stríðsskuld Frakka, í London, en vilkjör Breta voru bundin því skilyrði að Bandaríkjamenn veittu jafngóða kosti. Ráðherrann fór þá til Bandaríkjanna og vildi semja um skuld Frakka þar og fá hin sömu vilkjör og hjá Bretum. En við það var ekki komandi. Ráðherrann fór nú heim við svo búið og legg- ur fyrir þingið frv. um hækkun á tekju og erfðaskatti. En gengi- leysi hans í Ameríku og frv. um hækkaðar álögur varð til þess að stjórnin varð að kasta einmitt þessum ráðherra fyrir borð og hrundi sjálf fáum dögum síðar. Nú reyndi frægasti maðurinn í ráðuneytinu, Briand, að mynda stjórn, en tókst ekki. þá var verkamannaflokknum boðinn vandinn, en þeir gáfust líka upp. þegar þetta er skrifað er Herriot að gera tilraun, en ófrétt um úr- slitin. Meðan á þessum stjómarum- leitunum stendur fellur frankinn stöðugt. Og ef til vill liggja ein- mitt í falli hans framtíðarvonir landsins um viðreisn fjármálanna. Innanlandsskuldimar eru annar aðalþátturixm í skuldafjötri rík- isins. Efnamenn landsins fella hverja stjóm er fitjar up á nýj- um sköttum, er snerta myndu til muna eigur þeirra. Ef ekki er hægt að auka tekjurnar, þá kem- ur hitt af sjálfu sér, að skuldirn- ar greiðast ekki. Og eins og nú horfir við um stjórnmál Frakka, sýnist það liggja beinast við að frankinn fylgi þýska markinu í gröfina og með honum falli inn- anlandsskuldimar að miklu eða öllu leyti. J. J. ---o-- G-eng'ismálið í Danmörku. Danskur hagfræðingur. Maður er nefndur Carl Thal- bitzer, hagfræðingur, ritstjóri blaðs, sem heitir „Finanstidende", sem gefið er út í Kaupmannahöfn. Hann hefir tekið mikinn þátt í umræðum um gengismálið í Dan- mörku, sem líklegt er, og verið einn af *þeim, sem allra harðast hefir haldið því fram, að hækka beri krónuna í gullverðið. Hefir Morgunblaðið oftar en einu sinni vitnað í ummæli hans og lagt mikið upp úr. Af öðmm er hann talinn meðal smærri spámannanna. I blað sitt, sem út kom 4. þ. m., ritar hann enn um málið, og fara hér á eftir, í þýðingu, nokkrir kaflar úr greinmni: „það mundi ekki vera ástæðu- laust, að taka alt þetta mál, (gengismálið) enn einu sinni al- varlega til athugunar. því að þó að framkvæmdin (krónuhækkun- in) hingað til hafi reynst hlut- fallslega sársaukalítil, þá mundi margt benda til að sá tími nálgist nú óðum, er atvinnulífið fer al- varlega að komast að raun um hvað það hefir í för með sér, að þurfa að lækka allar eignir í verði um 50% eða meira, sam- hliða því að skuldimar eru óbreyttar. Við höfum þegar séð að atvinnuleysið vex svo að bein- línis er ískyggilegt á þessum tíma árs; og vart getum við tek- ið blað í hönd án þess að vera mintir á hvað það er erfitt fyrir danska iðnrekendur að keppa við útlandið, þar sem vinnulaunin eru 20—30% lægri en í Danmörku. Og þó er þetta aðeins byrjun- in. Fyrsta sprettinn bjargast menn einhvernveginn, með því að eyða því sem búið var að leggja fyrir. En hvernig fer þegar það er uppetið, og kreppan nær smátt og smátt yfir alt þjóðfélagið? Hingað til hefir landbúnaðurinn komist þolanlega af, vegna hinn- ar hlutfallslega góðu markaðsað- stöðu fyrir útflutningsvörur okk- ax á Englandi. En það er fyrir- sjáanlegt að breyting verður á því .... Gæti landbúnaðurinn nú lækkað framleiðslukostnaðinn í hlutfalli við verðfall framleiðslu- varanna, mætti við una. En ógæf- an er sú, fyrir landbúnaðinn, eins og fyrir alla aðra framleiðslu, að skuldimar verða óbreyttar, hversu mjög sem verð á framleiðsluvör- unum fellur, og það mun reynast örðugt að þrýsta niður vinnu- laununum. Menn hafa naumast enn gert sér fyllilega ljóst hversu erfið að- staðan verður fyrir alla bændur og aðra atvinnurekendur, sem hafa hafið framleiðsluna á hinum dýrasta tíma — hún verður í ýmsum tilfellum alveg vonlaus. En afleiðingar gengishækkunarinnar munu smátt og smátt koma í ljós, í gjaldþrotum og nauðungarupp- boðum, og ef til vill í svo stórum stýl, að aldi’ei hafa þekst dæmi til annars eins á landi hér. Enn hefir, að vísu, ekki orðið svo sérlega mikið vart við þetta. En svo er að sjá sem almenning- ur sé smátt og smátt að fá meiri skilning á hvert stefnir. Og þess lengur sem dregst að ráða geng- ismálinu endanlega til lykta, þess meira fylgi mun sú stefna fá að festa gengið, enda er hún nú aft- ur farin að gera dálítið vart við sig. Ef þjóðbankinn tæki nú þeg- ar þá djörfu ákvörðun og- lýsti yfir að. það væri tilætlunin að koma krónunni í gullgildi á sem allra stystum tíma, myndi hann vafalaust enn fá til þess fylgi meginhluta þjóðarinnar. En haldi krónan kyrru fyrir um hríð, í nú- verandi verði, þannig að áður- nefndar afleiðingar gengishækk- unarinnar fái tíma . til að koma fyllilega í Ijós, þá er sennilegt, að festingarstefnan fái mikinn byr í seglin. þeir sem lenda í kreppunni munu benda á ógæfuna sem þegar er fram komin og spyrja, hvort að nú sé ekki bráð- um nóg komið. Er þá alls ekki víst hver verður hin endanlega niðurstaða. . . .“ það er einhver stæltasti tals- maður gengishækkunarstefnunn- ar í Danmörku, sem þannig ritar. Jafnvel hann verður að játa, að afleiðingar hækkunarinnar séu svona óumræðilega alvarlegar. Jafnvel hann verður að játa, að helsta vonin til að ná gullgildinu, sé að gera það þegar í stað, áður en almenningi verði það ljóst hversu voðalegar afleiðingamar verði fyrir landið. Er þetta að vísu mælt af mikilli hreinskilni, sem altaf er virðingar- verð. En hart er að þurfa að játa að það þurfi að dylja fyrir þjóð- inni hinar alvarlegu afleiðingar, sem gengishækkuninni eru sam- fara. Heimfærð til Islands er þessi kenning hækkunarpostulans danska margfalt alvarlegri. Fyrst og fremst eigum við Is- lendingar meir en helmingi lengri leið upp í gullgildið með okkai’ krónu, en Danir með sína. I annan stað er Danmörk miklu ríkara land en Island, sem hefir af miklu meiru að taka, til þess að standast alla ógæfuna, gjald- þrotin og nauðungaruppboðin. I þriðja lagi hafa atvinnurek- endur Dana, og sérstaklega bænd- umir, miklu betri markað fyrir afurðir sínar en íslenskir bændur. Og í annan stað er sjávarútveg- urinn íslenski margfalt áhættu- meiri atvinnurekstur, en nokkur sá sem Danir stunda. þessvegna eiga þessi orð, hækk- unarpostulans, sem Morgunblaðið hefir verið , að hampa, miklu al- varlegar við hér á íslandi. En að einu leyti stendur öðru- vísi á. Hér á íslandi hefir kröft- uglega verið bent á hversu rang- lát og hættuleg hækkunarleiðin er, yfir lík atvinnurekendanna. íslenska þjóðin getur ekki af- sakað sig með því að henni hafi ekki verið bent á hvern dauða- dans henni er ætlað að stíga. Straumhvörf í Danmörku. Stuttu eftir að Carl Thalbitzer ritaði framannefnda grein gerð- ust merkileg tíðindi í gengismál- inu í Danmörku. Einn af fjórum stjórnmála- flokkum landsins, róttækir vinstri- menn, lýstu yfir þeirri stefnuskrá sinni að festa verðgildi dönsku krónunnar í rúml. 90 aurum, nokk uð undir því verði, sem nú er skráð á henni. Á flokkur þessi aðalítök sín hjá smábændunum dönsku, og er það því engin tilviljun að þessi flokk- ur lýsir sig nú opinberlega fylgj- andi þeirri stefnu í gengismálinu, sem Tíminn hefir haldið fram hér á landi. Aðalmálgagn þessa flokks er kaupmannahafnarblaðið „Politik- en“. I fyrradag var Moggi vesa- lingur að taka sér til inntektar í gengismálinu ummæli úr „Poli- tiken“ og var að benda Tímanum á að svona liti málssvari dönsku smábændanna á málið. Ekki einu sinni það geta þær gert, ritstjóranefnurnar við Morg- unblaðið, að fylgjast með því sem gerist 1 föðurlandi margra eig- enda blaðsins — 0g eru þeir úr sögunni við venjulegan heiður. — Yfirleitt er það ljóst af nýkomn um dönskum blöðum, að alment eru danskir stjórnmálamenn orðn- ir miklu hræddari við krónuhækk- unina en áður. íhaldsmenn einir, „kapítalist- arnir“ dönsku, hafa brjóstheil- inditil að krefjast hins rangláta gróða af gengishækkuninni. En íhaldsflokkurinn danski er svo áhrifalítill og lítils metinn að engu máli skiftir hvoru megin hryggjar hann liggur. öllum hinum stjómmálaflokk- unum kemur saman um að stöðva krónuhækkunina a. m. k. í bili. I tillögum þeim um gengismálið, sem stjórnin hefir nýlega lagt fyrir þingið er ekki einu orði minst á áframhaldandi hækkun, eða að ná eigi gullverðinu. En það er gert ráð fyrir að krónan megi aftur falla niður í rúma 85 gull- aura, þó að hún sé nú skráð á 93. ----0---- Af námskeiði. I. Við komum sjaldan til höfuð- staðarins Strandamenn. En svo bar við að Búnaðarfélag Islands kallaði okkur fjóra hingað. Nokkrir voru hér fyrir við nám. þingmaður Strandamanna er — svo sem kunnugt er — búsettur í Reykjavík. Hann sýndi okkur þann sóma, að bjóða okkur til sín kvöld nokkurt. Urðum við þar 10 saman. Óþektur námskeiðsmað- ur gerði vísu um þetta. Eftir þenna atburð fórum við námsslteiðsmenn, allflestir, austur um Flóa, Skeið og að þjórsá í bílum. Valtýr ritstjóri var með í förinni, líklega sem gamall búvís- indamaður. Var oft sungið og kveðið, m. a. ýmsar vísur, sem til höfðu orðið meðal námsskeiðs- manna, og vísan um heimboðið einnig. Lesendur Morgunblaðsins sjá nú að ritstjóri þess hefir getað lært þetta, því daginn eftir ferðalagið prentar hann vísuna í blaði sínu. Mega þeir því vel við una næm- leik hans og skerpu. En vísan er svona: Garpasveit í gærkvöldi gleypti beitu 1 Laufási. Kálfi feitum fórnaði fagurleitur ritstjóri. Mogga hefir líklega þótt mest variö í vísu þessa fyrir það að viö Strandamenn eigum að hafa „gleypt beitu“. Vili hann sanna með því að þingmaður okkar mýki olíkur til pólitisks fylgis meö matgjöfum. En við þökkum Tr. þ. fyrir þetta heimboö. þökkum honum fyrir það að hann veitti okkur tækifæri til þess að finnast á ein- nm stað, utan við hringiðu Morg- unblaðsdótsins, þökkum honum fyrir það aö hann sýndi með þessu að samband á að vera milli hans og Strandamanna yfirleitt. Hann sýndi með þessu, og sýnir með öllu, að fyrir sveitalíf þessa lands vili hann viima, viðgang þess og þroska. Og hann gleymir ekki okkui- þó við séum norður á Ströndum. En Moggaritstjórinn gleymdi köllun sinni og týndi þreki sínu þegar hann veltist frá búnaði þessa lands yfir á silkihaug gling- ursalanna í Reykjavík. Enda var hann fenginn til þess á náms- skeiðinu fyrneí'nda að útskýra fyr- ir okkur uppblástur. Strandamaður. II. Á nýafstöðnu námsskeiði fyrir trúnaðarmenn Búnaðarfélags Is- lands flutti Valtýr Stefánsson nokkra fyrirlestra um gróðurfar íslands að fornu og nýju, lýsti uppblæstri landsins 0. fl. Fyrirlestramir þóttu bera vott um litla framför hjá höf. á sein- ustu árum. þá varð þessi vísa til: Fjólumoð á borð hann bar, brögnum þótti magur hagi. Uppblásturinn auðsær var, orðin, nærri, sál að flagi. Námsskeiðsmaður. Enn liggja allir Reykjavíkur- togararnir í höfn, og Hafnar- f jarðartogararnir sömuleiðis,nema togari Einais þorgilssonar. Ensku togararnir, sem gerðir eru út frá Hafnarfirði, eru allir famir til Englands. Atvinnulausir ganga sjómennirnir í landi, í þessari ein- mima góðu tíð, sent nú er vikum saman. Enga von er hægt að gera sér um að úr þessu greið- ist á næstunni. Hvernig mun hon- um vera innanbrjósts, manninum, sem ábyrgð ber á þessu, fjármála- ráðhen’anum, sem lét hjá líða að framkvæma þingviljann í gengis- málinu , skuldakónginum, sem jafnframt má nú kallast atvinnu- leysiskóngur þessa lands? Hefir aldrei verið búið til hlægilegra við- urnefni en þá er hann var nefnd- ur „heili heilanna“. Eiðurinn eftir þorstein Erlings- son, önnur útgáfa, er nýkominn á bókamarkaðinn. Fyrri útgáfan kom út 1913 og seldist upp á tveim árum. Síðan hefir Eiðurinn verið ófáanlegur og kemur þessi útgáfa því í góðar þarfir. Verður hún mörgum kærkomin jólagjöf, því auk ágætis kvæðanna er út- gáfan hin smekklegasta. Tvær myndir af þorsteini fylgja, tvær myndir frá Skálholtsstað 0g sýn- ishorn af rithönd þorsteins. Guð- rún, ekkja þorsteins, hefir séð um útgáfuna og ritað með henni merkilegan formála. Verður bók- arinnar nánar getið síðar. Greinar um einokun og baðlyf verða að bíða næsta tölublaðs. í ----0-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.