Tíminn - 05.12.1925, Side 1

Tíminn - 05.12.1925, Side 1
-- -«r j-ir .i-jTg-.-sr."- -:.-■ :.yju..-r^ Trúin á landid. Trúiu á sjóinn. ©jaíbfert 09 afgreifeslur,a6ur Cimans et Sigurgeir ^ri&rifsfon, 3amban&6fyd»mu, Keyfjauff IX. ár. Breytt búskaparlag. púsund árin fyrstu íslandsbygð- ar bjuggu allir Islendingar í sveit — svo að kalla. Fimmtíu ár eru liðin síðan þús- und ára hátíðin var haldin, og nú býr ca. helmingur Islendinga í bæjum og þorpum. Hægfara uxu bæirnir fyrst. Með risaskrefum, á íslenskan mælikvarða, hafa þeir vaxið síð- ustu árin. Með sama áframhaldi líða ekki nema fá ár þangað til yfirgnæf- andi meirihluti íslendinga er bú- settur í bæjunum. Breytingin er svo hraðfara að við, sem erum í hringiðunni, átt- um okkur alls ekki á henni, nema við nemum staðar og skygnumst um vel. Atburður sem gerðist í fyrra haust, hefði t. d. verið óhugsandi fyrir fáum árum. þeir sem lifðu um aldamótin hefðu svarið fyrir að það gæti komið fyrir. En það var í fyrra haust að landsstjóm- in neitaði allri bændastétt Islands um 250 þús. kr. til láns til fram- kvæmda, á sama tíma sem margir nýir togarar voru keyptir til landsins, sem kostuðu miljónir og þurftu márgar miljónir í rekst- ursfé. Fyrir einstaklinginn er það næsta alvarlegt að breyta alger- lega um lifnaðarháttu og búskap- arlag. En ef mikill hluti heillar þjóðar gerir það, á tiltölulega fá- um árum, éru það hin alvarleg- ustu tíðindi í sögu þjóðarinnar. Enginn vafi leikur á, að tíma- mótin í sögu íslands nú, eru miklu alvarlegri en voru þá er íslend- ingar týndu frelsi sínu fyrst að nokkru, í lok Sturlungaaldar og síðan til fulls um miðja 16. og 17. öld. það er skylda stjómmálamann- anna að skygnast um áður en gengið er til fulls inn um þessar gáttir. það er skylda þeirra að gera þjóðinni Ijóst hvoi*t rétt sé og hyggilegt að stefna áfram eins og nú stefnir. Er framtíðin trygg fjárhagslega? Sjávarafurðirnar munu vera orðnar um 80% af útflutnings- vörunum. Er sú mynd að vísu ekki rétt heildarmynd af fram- leiðslu atvinnuveganna, því að landbúnaðurinn framleiðir hlut- fallslega miklu meira til notkunar innanlands. Svo stórkostlega er afkoma landsins ‘háð afkomu sjávarút- vegarins og síðustu árin hefir hann aukist meir en nokkru sinni áður. Meginhlutinn af fjáimagni landsins er við hann bundinn. Er framtíð íslensku þjóðarinn- ar trygg fjárhagslega, ef hún hvílir að langmestu leyti á sjáv- arútveginum og sérstaklega ef þetta hlutfall á enn að raskast? Fiskileysisár hafa altaf komið öðru hvoru. þó hefir aldrei verið ausið eins gengdarlaust úr sjón- um eins og nú. Jafnframt er alt- af, hjá stórútgerðinni, afarmiklu spilt, ef til vill miklu meiru en því sem kemur að notum. Enginn getur vitað um hve lengi þetta muni ganga. Sumir giska á að hinn mikli afli síðustu tvö árin stafi af friðuninni á stríðsárunum. Með öflugri land- helgisgæslu, meiri friðun þeirra staða, þar sem ungviðið elst upp og ef til vill fleiru, ætti að mega hjálpa til. En það vofir yfir að fiskurinn bregðist, eða minki að mun. Og þá er alt í voða, einkum fyrir stórútgerðina. Kostnaðurinn er orðinn svo gífurlegur, að stór- útgerðin ber sig alls ekki nema ágætlega veiðist. — Afkoma útgerðarinnar er háð markaðinum í Miðj arðarhafslönd- unum. Vonandi reynist sá mark- aður tryggur áfram, en hann er sannarlega ekki tryggur. Bylting og borgarastyrjöld getur dunið yfir á Spáni, hvenær sem er, enda er bylting þai’ nýafstaðin. Ekki er ástandið vænlegra á Italíu. Hvenær sem er, geta markaðs- horfurnai’ syðra breyst stórkost- lega af þessari ástæðu einni. Loks er fiskverðið því háð hvernig veiðist við Noreg og Ný- fundnaland. Berist þaðan mikill fiskur á markaðinn er verðið óð- ara fallið. Hvort þessara atriða, eitt, get- ur haft stórkostleg áhrif á af- komu útgerðarinnar. Er þess skemst að minnast, að fyrir tveimur árum einum var útlitið orðið svo alvarlegt, að öll togarafélögin voru á heljarþröm- inni og togarahlutabréf, undan- tekningarlítið, alveg verðlaus. Enginn athugull maður getur neitað því, að afkoma sjávar- útvegarins, einkanlega stórútgerð- arinnar, hvílir á mjög ótraustum grundvelli. Og þó eru þorskveið- arnar mörgum sinnum tryggari en síldveiðin. Fari það saman nokkur ár að afli verði tregur og markaðsað- staðan erfið, vofir hungur og dauði yfir' íslendingum, sem þyrpst hafa í bæi og þorp undan- farinn mannsaldur. það verður að teljast meir en óhyggilegt — það nálgast það að vera fjárhættuspil — ef áfram verður stefnt óðfluga á þeirri braut, að láta fjárhagsafkomu íslands vera meir og meir einhliða komna undir sjávarútveginum. önnur útsýn yfir framtíðina. Útgerðin hefir dregið helming Islendinga í bæina. Vex’ði áfram svo stýrt þjóðar- skútunni, sem nú stefnir, vei’ði nálega alt fjánnagn landsins fest í útgerð og til að i’eisa hús í bæjunum, má búast við að eftir tiltölulega fá ár verði ca. 80% af íslendingum búsettir í bæjum og sveitirnar verði komnar í svip- aða niðui’lægingu og á Englandi. Fari svo, ei'u afleiðingamar fyrirfram sjáanlegar fyrir hina íslensku kynslóð. Mannfi’æðingar segja einum í'ómi: áfengi, kypsjúkdómar og bæjalífið eni verstu féndur kyn- slóðarinnar, hi’eiður úrkynjunar- innar. í 1000 ár hafa Islendingar hald- ið hreysti, heilbrigði og mann- dómi, þrátt íyrir hafís, drepsótt- ir, óáran hverskonar og erlenda kúgun. Beykjavík 5. desember 1925 Hinn gengdai’lausi vöxtur bæj- anna leiðir yfir íslensku þjóðina miklu meiri háska, en allar hörm- ungar liðinna alda. Komist það einu sinni í fram- kvæmd, að sveitirnar leggist að töluvei’ðu leyti í auðn vegna fólks- fæðai’ þar, en vöxtur bæjanna verði áframhaldandi, er úrkynjun þjóðarinnar fyrixh'ram vituð, og úr því tjóni verður aldrei bætt. Alist meirihluti þjóðai’innar til langframa upp á mölinni, er mann- dómur, göfgi og hi'eysti fai’in þá og þegar, hjá öllum fjöldanum. Auðug fiskimið og miklir land- kostir geta aldrei úr því bætt, ef kynslóðinni fer að hnigna. Sú þjóð sem byrjuð er að úi'kynjast er glötuninni ofurseld. Suður-Ameríka er mesta land- kostaland í heimi, en í einna mesti’i niðurlægingu, því að þar býr úi-kynjuð þjóð. Fyi’ir fjói'um öldum síðan. Hnignunarsaga Islands hefst alfai’ið fyrir tæpum fjórum öld- urn, þá er erlendir menn fara al- farið að sjórna Islandi. Andlega valdið, með þeim eignaumráðum sem því fylgdu, hvai’f úr hönd- um íslendinga um miðja 16. öld. Verslunarkúgunin hófst um alda- mótin 1600 og hálfi'i öld síðar misti Island síðustu leyfar sjálf- stæðisins í oi’ði. Síðan hnignaði Islandi hraðfara undir stjórn út- lendinganna og hóf ekki að í’étta við aftur fyr en þeir linuðu á takinu. En áður en útlenda kúgunin hófst — fyrir fjórum öldum síð- an var Island miklu ríkara land hlutfallslega en nú, stórkostlega miklu í-ikara land en nú, borið saman við Norðurlönd þá og nú. þá var Island landbúnaðai’land fyrst og fremst. Landkostir svip- aðir og nú, því að fyrir löngu voi’u þá uppetin fríðindin af því að nytja ónumið land. Afannörg skjöl enx til fi*á 15. og 16. öld, einkanlega kii’kju mál- dagarnii', sem greinilega sýna auð- legð landsins og menningu. Búfj ái’eignin, sérstaklega naut- gripaeignin, sýnir miklu þi'ótt- meiri og stærri búskap en nú. Auðlegðin í kii’kjunum, sú stór- kostlega mei’gð dýrgripa og alls- konar skrúða, ber þess ljósan vott, hve það land hefir verið gagn- auðugt, sem þannig bjó að kirkj- um sínum. Hin stórmikli bóka- kostur, sem til var í klaustnxm og kirkjum ber öruggan vott um menninguna og að Islendingar fylgdust ágætlega með um það, sem gerðist í hinum stóra heimi. ísland hefir aldrei vei’ið eins ríkt og þá, áður en erlenda kúg- unin hófst í algleymingi. Slíka auðlegt getur nútímakynslóðin aftur numið úr skauti landsins, er Island hefir aftur náð frelsi sínu. það er óhætt að fullyrða, að jafnvel þó að ekki sé tekið tillit til fiskiveiðanna, er ísland eitt besta land í heiminum. Landbúnaðurinn og framtíð Islands. Iívaða land í hinum gamla heimi á aðra eins víðáttu, saman- borið við fólksfjölda, aði’a eins framtíðarmöguleika um ræktun, og vatnsafl? það getur vart heitið að við séum farnir að nota þá möguleika að nokkru, sem við nú vitum að landið geymir. Við höfum varla gert neitt til þess að bæta þann arf, sem við höfum tekið við. Ástæðan er sú að síðasta manns- aldurinn hafa valdhafai’nir ís- lensku trúað á sjóinn, en ekki á landið. Nálega alt fjáxmagn lands- ins hefir sjórinn og bæimir gleypt. Yfirlýsing fjármálaráðherrans í fyrrahaust er sönn mynd af ástandinu: 250 þús. kr. eru ekki til handa landbúnaðinum en marg- ar miljónir handa nýjum togurum. Enn er það svo t. d. að a. m. k. 50% hins dýnnæta búfjáráburðar fara til einkis, vegna vanefna einna. Fé hefir ekki fengist til þess að kenna áburðarhirðingu og enn síður að láni til að koma upp áburðarhúsum. Væri þessu einu kipt í lag ykist töðufallið stórkostlega, án þess að nota þyrfti meira vinnuafl, sem nokkru nemur. Fé hefir landbúnaðui-inn ekki fengið til þess að stíga nema alli’a fyrstu spoi'in til að bæta búféð — en sú litla reynsla, sem fengin er sýnir að það má auka afurðirnar stói’kostlega. Svo rná heita að allar dyr hafi verið lokaðar bændum um að fá fé til jarðræktar. þó framleiða nú þegar þi’iðjungi færri menn jaínmikið hey og áður. Fengist fjármagn til að tvöfalda túnin og til að kaupa tæki til heyöflunar gæti sami mannfjöldi aflað helm- ingi meii’i heyja en nú. Aðeins fyrstu sporin eru stigin til að bæta samgöngurnar innan- lands. Óendanlega möguleika mætti skapa með því að beina fjármagni til þess. þýðinganxxestu sporin hafa ver- ið stígin um að bæta verslun og afurðasöiu. þau spor hafa bjargað hingað til. En þó er stóxmikið ógert enn, sem vafalaust getur enn bætt afkomu bændanna mikil- lega. Svo mætti lengi telja. — Framtíðai’möguleikar landbún- aðarins á Islandi eru ái'eiðanlega meiri en jafnvel hinum bjaii;sýn- ustu hefir í hug komið. En valdhafai'nir íslensku hafa látið blindast af sjónum. Nálega öllum krafti og fjár- magni hefir verið varið til þess að blása ofvexti í bæina og út- gerðina. Landbúnaðurinn hefir verið homrekan. þetta er höfuðsynd þeii'ra manna, sem stjórnað hafa Islandi undanfarið. I vei'kinu hafa þeir mist trúna á landið, en trúað blint á sjóinn. Með þessu í'áðlagi hafa þeir spilað og spila fjái'hættuspil um framtíð Islands — bæði fjái’hags- lega og menningai’lega. Landbúnaðurinn á að setjast aftui’ í hásætið við hlið sjávarút- veginum og þó skör hærra — því að hann er tryggasta undir- staðan undir þjóðai’búinu fjái- hagslega. 1 annan stað mega möguleik- amir um aukinn blómlegan land- búnað á íslandi teljast óendan- legir. I þriðja lagi, og það er mest um vert, er öflugur landbúnaður einasta örugga tryggingin fyrir því, að komandi kynslóðir á Is- landi úrkynjist ekki, heldur verði hraustar, heilbrigðar og vel mentar. þessvegna er það stærsta verk- efni nútímakynslóðarinnar að fara aftur að trúa á landið, að hefja 55. blað stóríelda sókn fyrir landbúnaðiim og snúa sti’aumnum aftur frá sjó tii lands — ekki fyrst og fremst vegna þeirra bænda sem nú lifa, heldur vegna framtíðar landsin* t heild sinni. „títéttarflokkur". iii þess að vinna þessu þýðing- armesta verkefm nutimakynslóðai' islendmga er Framsóknailloltkur- mn stofnaðui’. tíá skoöunarháttur, sem héx henr verio iýst aö framan, er pungamiöjan í póhtiskri hfsskoö- un peirra manna, sem gengist hafa íyrir stofnuu i ramsóknar- ílokksins. IVieö þetta höfuömarkmió íyrir augum keiir l'ramsóknai’ilokkur- inn ákveðið aðstöðu sína th hinna emstöku póiitisku mála. Og nú íís iormaður ihaldsins upp og kahai’ Framsóknarilokk- inn „stéttarilokk' bænda, eftir paö undangengiö, ao hann hefir iátxö biöð sin árum saman bera þaö út aó Framsóknarmenn séu duibúnir Jafnaöarmenn. Er því skotiö undir dóm alþjóð- ar, iive sönn pessi ákæra íiialds- formamisins sé. — En um hitt verður barist á næstu árum, og sú barátta skai hai’ðna: Eiga islendingar að fara að trúa einhliða á sjóinn, eins og vaidhafarnir hafa gert undan- farið V Eða eiga þeir fyrst og fremst að trúa á landið, sem haldið hefir kynslóðinni hraustri og vel mentri í 1000 ár. -----o---- Leikiéiag Keykjavíkur hóf að leika í fyi’rakvöld leikritið: „Glugga1’, eftir Englendingiim John Galsvorthy. í alla staði er sú sýning til sóma, en þýska leik- í’itið, sem fyrst var leikið, mátti satt að segja ekki þynni'a vera. — Efnið í „Gluggum" verður hér ekki rakið, en margt er þar prýði- lega sagt. Leikendurnh' leystu hlutverk sín pi’ýðilega af hendi En Reykvíkingum er það ekki til sóma að húsið skuli vera hálf- tómt fyrsta leikkvöldið. Bruni. Niðursuðuverksmiðja „Mjallar" á Beigalda brann til kaldra kola um miðja vikuna. Kviknaði í bensíni sem geymt var í skúr við hlið verksmiðjunnai' Bjargaðist alt lauslegt, þar á með- al hálfsmánaðar framleiðsla af mjólk, sem búið var að sjóða nið- ur. Fullyrt er að hús og vélar hafi verið sæmilega vátrygt. þýskt smyglaraskip var tekið við Vestmannaeyjar í vikunni. Samkvæmt skipsskjölum átti skip- ið að fara til Norðui'-Rússlands. Skipið var hlaðið 15000 lítrum af hollenskum spíritus. Standa yfir próf í málinu. Bjarni nokkur Jóns- son héðan úr bæ, var fai’þegi á skipinu. En Vestmanneyingur að nafni Ki'istinn Stefánsson er tal- inn mjög’ riðinn við málið. Prestskosningar. Páll Sigurðs- son pi'estur á Garðar í Bandaríkj- unum hefir vei’ið kosinn prestur í Bolungavík með 208 atkv. Síra Böðvar Bjai’nason á Rafnseyri fékk 187 atkv. — Sigurður þórð- arson, aðstoðarprestur síra Magn- úsar Bl. Jónssonar, hefir vei'ið kosinn prestur í Vallanesi með 115 atkv. Síra þorvarður Guttorms- son í Hofteigi fékk 10 atkv. — Báðar kosningarnar eru löglegar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.