Tíminn - 12.12.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.12.1925, Blaðsíða 1
©jatbferi oa afgreiíislm''a6ur Ctmans er Sigurgetr ^rt&rtfsfcn, Símtfean6st*ástnu< Keyfiaoif ^ígteifcsía Ci mans er í 3amban6sþústm> ®pin 6agleg«* 9—I2 f- þ- Stmt 496. IX. Ár. Reykjavík 12. (lesember 1925 56 blaú Jörð til sölu. ]/4 liluti (10 hundruð að fornu rnati) úr jörðiuni Flatey á Breiða- firði er til sölu nú þegar. Helmingurinn (5 hundruð) er laus til ábúðar í næstu fardögum. Jörðin fæst keypt öll í einu lagi eða hvor helmingurinn út af fyrir sig. Allar frekari upplýsingar viðvíkjandi jörðinni fást hjá Pótri Magnússyni hæstaréttarmálaflutningsmanni Reykjavík og Kristjáni Bergssyni forseta Piskifélags íslands. Utan úrheimi. Gullmark Finnlendinga. Finslta þingið hefir nú samþykt lög um að gera markið innleysan- legt með gulli. þar með er endan- lega búið að festa gengi finskra peninga. þeir eru orðinn sannur verðmælir, eins og peningar eiga að vera. Finnar hafa haft forustu meðal norrænna þjóða í stöðvunarmál- inu. þeir hafa fylgt ráðum hinna færustu hagfræðinga álfunnar, er ráðlagt hafa þjóðum með lágu gengi, að festa í stað þess að hækka. Áður hefir oftar en einu sinni verið vikið að þróun þessa máls í Finnlandi hér í blaðinu. Markið féll af völdum styrjaldarinnar og kreppunnar. þegar viðreisnin byrjaði voru skiftar skoðanir um hvað gera skyldi. Menn sem áttu inni í sjóðum, höfðu vissra hagsmuna að gæta. Og í fyrstu beittu þeir sér fyrir hækkun. Og Finnar reyndu að hækka, og tókst að þokast ofuiiítið upp á við. En þá kom um leið allskonar vandi að höndum, gjaldþrot, verkbönn, atvinnuleysi, hunggrsneyð. Reynsl an sýndi Finnum að hækkunar- leiðin var löng og kvalafull. Um sama leyti réðu útlendir sérfræð- ingar í fjármálum, Finnum ein- dregið til að hverfa frá hækkun, en festa markið, þar sem það var V7 hluti af gamla markinu. Nefnd var sett úr öllum flokkum i málið. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að sjálfsagt væri að festa. Nú i sumar átti eg tal um málið við leiðtoga verkamanna, bænda, iðn- aðarforkólfa og kaupsýslumenn. Allir voru samhuga um að festa gengið. Heimskunnur maður í Helsingfors, próf. Gebhard sagði, að hann gerði sér miklar vonir um að hægt yrði að útvega bændum hentug lán, um leið og búið væri að gera markið innleysanlegt, en fyrr ekki. Aðferðin sem Finnar hafa haft er þessi: Seðlabanki Finna er ríkisstofnun. þingið fól honum að halda markinu óhreyfðu um . nokkur missiri, hérumbil þar sem það var, þegar ákvörðun um festingu var tekin. Gengistöp og gengisgróði við þessa ráðstöfun lenti eðlilega á allri þjóðinni, sem átti bankann. Gengi marksins vai' nokkurnveginn fast þrjú undan- farin ár. En seðlarnir voru óinn- leysanlegir. Alt verðlag í landinu komst í samræmi við hið fasta gildi peninganna. Hagur landsins er góður út á við. í fyrra var 300 milj. marka tekjuafgangur á fjár- lögum landsins. Einnig var tekju- afgangur á fjárlögum höfuðborg- arinnar. það er því síður en svo að fátækt eða bágindi hafi hindr- að Finna frá að leita upp í hið gamla gullgildi. En leiðandi menn þjóðarinnar sjá og viðurkenna að hækkunarleiðin myndi valda al- menningi óbærilegu tjóni. þegar tekist hefir að halda föllnum seðlum, með stöðugu gengi, í nokkur missiri, þykir fært að breyta myntlögunum og byrja á gullinnlausn. þá er búið að leysa vandann, og nú er svo kom- ið í Finnlandi. Nú getur atvinnu lífið og efnahagur þjóðarinnar byrjað að blómgast. Öll sú eymd og fjámálaspilling sem fylgir sviknum peningum, hverfur nú úr Finnlandi. J. J. Dárskapnr. Ein hlið gengismálsins. I. Eftir hinum kunnugustu mönn- um má það hafa, að vart hafi fyr verið meiri húsnæðisskortur hér í bænum en í haust. Síðan eiga að bætast margir nýir togarar við, sem gerðir verða út héðan úr bænum. Talað er um 6—8. Var áætlað fyrir skömmu, að 300 manns gætu lifað á togar- anum. Ekkert skal um það full- yrt, en hitt er fyrirsjáanlegt, að vegna þessara nýju togara mun fjöldi fólks flytja til bæjarins og það fólk þarf hús yfir höfuðið. Húsnæði er ekki til handa þessu fólki. Húsnæðisskortur hefir verið árum saman. þessvegna hafa gilt húsaleigulög, sem áttu að koma í veg fyrir okur á húsnæði. þau eru orðin óvinsæl. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir haft málið til meðferðar árum saman og nú loks lagt á það úrskurð sinn. Jafnaðarmenn lögðu til að bær- inn tækist á hendur að reisa hús í svo stórum stýl sem nauðsyn krefði. Sú tillaga var feld. Borgarstjóri og nokkurir bæj- arfulltrúar aðrir, vildu lina á húsaleigulögunum, en halda all- miklu eftirliti með húseigendum. Sú tillaga var líka feld. Hitt varð ofaná að afnema al- gerlega húsaleigulögin og hætta öllu eftirliti. Hugsunin sem vakir f yrir bæ j arst j órnarmeirihlutan- um, sem þetta gerði, ér þessi: þegar alt er gefið laust mun framtak einstaklinganna leysa hnútinn. þá er eftirspurnin verður eftir húsnæði og húseigendur fá að hafa frjálsar hendur, munu einstakir menn ráðast í að reisa hús, til þess að fullnægja hús næðiseftirspurninni. Svo mörg eru orð bæjarstjórn- ar höfuðstaðarins. II. Samtímis sitja Ihaldsmenn í landsstjórn íslands, með stóran pólitiskan flokk að baki sér. þessi landsstjórn hefir lýst yfir þeirri stefnu, og lifað eftir henni dyggilega, að hækka verðgildi ís- lensku krónunnar, hvað sem það kostar. Er svo að sjá, sem hún hafi til þess örugt fylgi flokks síns og auk þess hafa öll blöð Jafnaðarmanna stutt þetta fast- lega. Ákveðið hefir það komið fram, bæði í blöðum Ihalds- og Jafnaðarmanna, að hækkun krón- unnar í gullgildi eigi að fram- kvæmast sem fyrst. Krónuna vantar nú ca. 20% í að hafa náð gullgildinu. Berum nú þetta saman við ákvörðun bæjarstjórnar Reykja- víkur í húsnæðismálinu. Bæjarstjói’nin segir: Einstakir menn eiga að reisa hús yfir mörg hundruð af húsnæðislausu fólki, sem hér verður í bænum á næsta hausti. íhald og Jafnaðarmenn segja: Ki’ónan á að hækka um 20% á sem stystum tíma. Afleiðing þess er: byggingarefni og öll vinnu- laun eiga að lækka í verði um 20% á sem stystum tíma, eða m. ö. o. öll hús eiga að lækka í verði um 20% á sem stystum tíma. þetta hvorttveggja er sagt sam- tímis við eintaklingana í bænum: Nú eigið þið að reisa hús, og eftir stuttan tíma, segjum eftii 1—2 ár ár eigið þið að tapa fimta parti hússverðsins. Hvílíkur dárskapur! Hver er sá einstaklingur, sem lætur sér detta í hug að í’eisa hús, í því skyni að leigja það öðrum, þegar honum er jafnframt sagt að eftir 1—2 ár geti hann reist það 20% ódýrara? Engum dettur í hug að reisa hús undir siíkum kringumstæðum, öðrum en fáum efnamönnum, sem ekki komast hjá að reisa hús yfir sjálfa sig. En það eru íhaldsmenn i lands- stjórn og íhaldsmenn í bæjar- stjórn, sem halda fram þessum tveim beinhörðu andstæðum. þetta er dárskapur á svo háu stigi, að hann á alls ekki að geta komið fyrir. III. Ein er þessi alvarlega hliðin á gengismálinu, af mörgum. Afleiðingarnar eru alveg fyrir- sjáanlegar. Nýju togararnir soga fjölda fólks enn til Reykjavíkur. En vegna gengishækkunarinnar yfirvofandi verður s'áralítið reist af nýjum húsum. Alt eftirlit með húsaleigu er afnumið. þeir sem bjóða hæst í það hús- næði sem til er, fá það, en smæl- ingjarnir verða á götunni. Jafnaðarmenn telja sig vernd- ara smælingjanna, en þeir eru slegnir þeirri blindu, að þeir taka undir gengishækkunarsöng íhalds- manna, sem því veldur að Reykja- víkur-fhaldinu tekst að troða smælingjana þannig undir fótum. þessi er lifandi myndin, af hinu pólitiska lífi á fslandi. íhaldsmenn smíða gróttann til þess að mala í smælingjana, og Jafnaðarmenn snúa gróttanum með þeim. * _ ----ð---- Margir nýir togarar eru sum part komnir til landsins, sumpart væntanlegir á næstunni. Júpíter heitir einn, sem þórarinn Olgeirs- son skipstjóri hefir keypt í stað- inn fyrir Bélgaum, sem hann seldi Páli Ólafssyni o. fl. Eiríkur rauði heitir annar, sem Geir Thorsteins- son hefir keypt í staðinn fyrir Leif hepna. Von er á tveim nýj- um togurum til Sleipnisfélagsins. þá á Alliance-félagið von a einum nýjum togara. Fyrirburðih- hefði einhverntíma verið kallaður lítill atburður sem gerðist í vikunni hér í bænum. Magnús Guðmundsson, ekki dómsmálaráðherra, kom heim úr utanför. þeim tíðindum átti að fagna með því að draga fána við hún á stjórnarráðshúsinu. En þó brá svo við að ómögulegt reyndist að draga upp fánann. Komst hann „í hálfa stöng“, en aldrei hærra — og varð að hætta við að „flagga“. Póstmeistari tvísaga. í Mbl. hafa nýverið birst tvær afsakanir á hneiksli því er póst- stjórnin lætur nú um áramót færa bréfhirðingu Síðubúa frá Kirkju- bæjarklaustri, frá samkomu- og fundarstað sveitarinnar, að bæ sem er á sveitarenda. í sjálfu sér munu Skaftfellingar hafa lifað aðra eins raun og þá að - hafa óhentugan póst í 2—3 missiri. En ranglætið sem felst í þessari at- höfn gerir hana að stórmáli. Fýrir skömmu var þetta fram- ferði Sig- Briem vítt héf í blað- inu. þá kemur í Mbl. uppdráttur af Síðunni, þar sem reynt er að sanna að breytingin sé eðlileg af landfræðilegum ástæðum. það sé krókur heim að Klaustri. þessi grein var vörn fyrir póst- meistara, og því að líkindum sam- in af honum eða eftir hans skip- un. þá var aftur sýnt fram á hér í blaðinu að Sig. Br. mundi ætla að umbæta handaverk skaparans, breyta Síðunni þannig, að margra alda gamalt höfuðból hennar kæm- ist úr þjóðleið. Póstmeistari mun nú hafa fundið, að aðstaða hans var hlægileg, að breytingin yrði ekki varin með landfræðilegum ósannindum Fyrsta skröksagan nægði nú ekki. það varð að bæta annari við. Hún kom nú í vikunni í Mogga. þá er komin ný ástæða hjá póststjórninni. Lárus í Klaustri er ekki hæfur til að hafa bréfhirðinguna. Og dróttað er að honum skjalafalsi í sambandi við tilraunir Skaftfellinga til að losna við einn af dilkum Mbl. Til viðbótar dylgjar málgagn ullarjótans í hundraðasta sinn um að eg sé eitthvað meir en lítið riðinn við þetta „skjalafals". Ekkert í þessu máli getur rök- stutt vísvitandi endurtekin ósann- indi Moggadótsins í minn garð. Sig. Briem veit ofboð vel, að hann gæti alveg eins látið tengdason sinn skrökva því, að eg hefði komið aðalpóstmeistara til að hafa hneikslanlega póstafgreiðslu á Esjunni, eða að eg hefði skipað Sig. Briem að láta Morten Otte- sen leika sér með fram undir 20 þús. kr. úr pþstsjóði. Eg hefi ná- kvæmlega sömu afskifti haft af þessum þrem málum. „Dótið“ hefir í þessu efni vís- vitandi endurtekið ósannindi um mig i sambandi við afsögn „marðar“ og heldur nú áfram sama leik við Lárus. Ef póst- meistari segði satt um ástæðu til færslu bréfhirðingarinnar, þá hefði hann ekki þurft nema eina sögu. Annaðhvort að Klaustur væri hætt að vera samkomustað- ur Síðumanna, eða að Lárus væri brotlegur sem bréfhirðingarmað- ur. Mbl. játar að einn af dilkum hans hafi fengið ósk um að blaðiö kæmi ekki fyrir augu eitthvað um 20 Síðubúa. Gísli Sveirisson, svæsnasti óvildarmaður Lárusar í Klaustri, rannsakar undirski’iftir að skjali þessu. Lárus er ekki á skjali þessu, og ekki snefill af grun fellur á hann eða syni hans, er vinna við bréfhirðinguna, um að þeir hafi nokkurn þátt átt í afsögn blaðsins eða um hana vit- að. Málið kemur þessvegna bréf- hirðingunni í Iflaustri ekkert við. Meir að segja eini maðurinn sem játar að undirskrift hans sé rétt og ófölsuð, er mótbýlisbóndi Lár- usar. Og enginn efast um að hann hafi haft fullan rétt til að af- segja blað, er honum var sent í óþökk. Eftir að G. Sv., óvildarmaður Lárusar, er búinn að „rannsaka" málið, og getur enga átyllu fundið til að sverta Lárus eða neinn mann á Klaustri, þá er rannsókn hætt. En undir verndarvæng póst- meistara er stöðugt haldið áfram að dylgja um Lárus og heimilis- fólk hans. Síðan er bréfhirðingin flutt burtu, að stað, sem sveitar- búum er óhentugur. Og þegar póstmeistari á að gera hreint fyr- ir sínum dyrum, þá verður hann tvísaga í fyrsta leik. Bersýnilega er grundvöllur sá, er hann byg'gir á, eitthvað óheillJ Alt þetta fölsunarmál sýnisí vera leikur einhverra Mbl.manna, annaðhvort í Skaftafellssýslu eða í Rvík, að líkindum gerður til að reyna að lækka Lárus niður í jafnhæð við „moðhaus" Lögréttu. Uppsögnin er þá búin til, mörg nöfn fölsuð, síðan gert veður út af þessu í blöðunum, rannsókn hafin, sem ekki sannar neitt vítavert um Framsóknar- menn, en svo hætt. Og hin van- máttuga bréfhirðingarhefnd af- sagða mannsins, er stundum af- sökuð með ósannindum um fals- bréfið, en stundum með landfræði- legum vitleysum. Ósagt skal látið hverir í „dót- inu“ hafa búið umrætt bréf til. Sjálfsagt er það ekki G. Sv. En hann getur óviljandi hafa undir- búið hjörtu einhverra heimskra og illgjarnra samherja með klausu í „merði“ í fyrra, þar sem hann ráðlagði félagsbræðrum sínum nokkuð, sem mætti kalla pólitískt undirferli. Hann ráðlagði íhalds- flokknum að skifta um nafn, kalla sig umbótaflokk, einmitt þveröf- ugt við það sem flokkurinn vill vera, til að ná kjörfylgi. „Ef þetta“ segir Gísli „verður látið undir höfuð leggjast, er flokkur- inn að gjalti orðinn og stjóm hans dauðadæmd“. Úr því yfir- valdi Skaftfellinga finst íhaldinu lífsnauðsynlegt, til bjargar, að það sigli undir fölsku flaggi, mætti geta sér til, að einhverir snuddar, neðst niðri í mannvirð- ingastiga flokksins, hafi samið falsaða hlutann af skjalinu. Svo illa vill líka til, að sjálfur form. flokksins, Jón þorl. hefir í Lög- réttugreininni játað, að íhaldinu væri tamt að villa á sér heimild- ir í baráttunni um atkvæðin. J. J. ----o---- Dómur er fallinn í smyglunar- málinu í Vestmannaeyjum. Skip- stjórinn Jónas Rekdal var dæmd- ur í tveggja mánaða einfalt fang- elsi og 4000 kr. sekt. Kristinn Stefánsson og Bjarni Jónsson voru dæmdir í 3000 kr. sekt hvor. Skipið var gert upptækt og allur farmurinn. ----0---—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.