Tíminn - 19.12.1925, Blaðsíða 3
TIMINN
217
Ekki þriggja mánaða heldur um
þrjátíu ára
reynsla bænda út um alt land,
sannar að
Alfa laval
skilvindurnar reynast best.
Alfa Laval skilvindan hefir hlotið
yfir
1200 — tólf hundruð —
fyrstu verðlaun á sýningum víðs-
vegar um heim, enda voru taldar
að vera í notkun um síðustu
áramót
hátt á fjórdu miljón,
og eru það miklu fleiri en frá nokk-
urri annari skilvinduverksmiðju.
Einkasölu á íslandi hefir
lli J ! 1 r _ trt ’ sP’
Samband ísL samv.félaga.
Gaddavirinn
„Samband“
er sterkur og tiltölulega langódýrastur,
Kaupfélögin annast um pantanir.
fyrirlestraferð Jóns frá Ystafelli
hér um um sýsluna hafi skaðað
kaupfélögin og samvinnumenn.
Skiljanlegt er að bréfritarinn voni
þetta, en það er dálítið annað.
Húnvetnskir samvinnumenn þakka
Jóni frá Ystafelli fyrir komuna
iiingað. Óþökk kaupmannaflokks-
ins var vitanleg fyrirfram og
hana getur Jón Sigurðsson tekið
sér til tekna, því hún þýðir vitan-
lega það eitt, að Jón hafi rekið
erindi sitt vel.
Fjórði Húnvetningur.
---o---
Frá útlöndum.
Rjómabúafélögin dönsku hafa
stofnað tryggingarfjelög vegna
tjóns af gin- og klaufaveikinni.
Landbúnaðarráðherrann hefir
veitt kaupfjelögunum einkarjett
til þess að versla með sóttvarna-
meðöl vegna veikinnar. Eins og
líklegt er, eru kaupmenn æfir út
af því.
— í Bandaríkjunum hafa 74
menn meir en eina miljón dollara
í tekjur á ári. Einir þrír hafa
meir en 5 milj. dollara í árs-
tekjur, flestir, 49, milli 1 og 2
miljónir.
— Færeyskir dansarar hafa
sýnt þá þjóðlegu list sína í Nor-
egi undanfarið. Hvarvetna var
þeim tekið með kostum og kynj~’
um. Foringi þeirra var Páll Pat-
ursson, sonur foringja sjálfstæðis-
mannanna færeysku. Hann stund-
aði nám hjer í bænum, um hríð,
á unga aldri.
— í Noregi hefir gengishækk-
unin leitt af sér stórkostlegt at-
vinnuleysi, eins og alstaðar ann-
arsstaðar. Um miðjan f. m. er
talið að um 30000 menn hafi ver-
ið þar atvinnulausir.
— Eins og til stóð, var Locarno-
samningurinn undirritaður í Lon-
don 1. þ. m. Spöruðu Englendingar
ekkert um að gjöra þá athöfn sem
viðhafnarmesta og hátíðlegasta,
Fulltrúar landanna og gestir komu
saman í hinum mikla hátíðasal
utanríkisráðuneytisins. Um 200
blaðamenn voru viðstaddir, hvað-
anæfa úr heiminum, og 50 ljós-
myndasmiðir tóku lifandi myndir
af athöfninni. Með samningnum
hafa Frakkland, Belgía og þýska-
land skuldbundið sig til að kasta
burt allri hugsun um hefndar-
styrjöld. Hefir þýskaland, aí
frjálsum vilja, lofað að reyna ekki
að vinna aftur af Frökkum lönd
þau, er þeir urðu að láta af hendi.
komna skálds. Eftir iieimkomuna
komst jafnvœgi á skoðanir hans um
landið. Bókmentahrifningin hafðl
vaxið, ef nokkuð var. Og náttúra
hins bera og niðumídda lands hafði
líka hrifið hann. Fáum árum síðar
fór hann aðra ferð hingað og frá
Reykjavík austur að Hlíðarenda. það-
an norður fjöll til Mývatnssveitar og
Ásbyrgis, og síðan vestur um sveitir.
í þessari för leitaði hann ekki sögu-
staðanna heldur landsins sjálfs. Eftir
á sagði hann um ferð þessa að hún
hefði aukið ást sína á landinu. Hann
fann þá til undursamlegrar lotningar
fyrir fegurð landsins, líkt og full-
nægðri heimþrá manns er eftir langa
burtveru sór aftur ættjörð sína. þessi
tilfinning breyttist ekki meðan Morr-
is lifði og gekk i arf til dóttur hans,
sem enn er á lííi.
Næsti maður er kemur til sögunnar
heitir C. K. Austin. Hann er Banda-
ríkjamaður, nú hniginn á efri ald-
ur og býr í smábæ við Miðjarðar-
hafið, skamt sunnan við Genua.
Austin fór barnungur til þýskalands
og. nam þar noltkuð af skólalærdómi,
fór þaðan tii Frakklands, tók þar
læknispróf og bjó síðan í Paris flest
sín þroskaár. Á sumrin ferðaðist hann
um flest hin suðlægu lönd álfunnar og
nam tungur þeirra þjóða. Síðan tók
hann að venja komur sínar til Nor-
egs, nam tungu Norðmanna og las
England og Ítalía skuldbundið sig
til að hjálpa þeim aðila sem ráðist
verður á, hvoru megin Rínar, sem
hann býr. Pólland, Tjekkó-Slafa-
land og þýskaland hafa orðið
ásátt um að leggja í alþjóðar-
gerðardóm öll deilumál um landa-
mærin. — þegar allir fulltrúar,
hlutaðeigandi landa, voru sestir,
reis upp lögfræðilegur ráðunautur
ensku stjórnarinnar, Hurst, og
lýsti yfir, að umboðsskjöl fulltrú-
anna, til að undirrita samninginn,
hefðu verið rannsökuð og væru
öll í lagi. þvínæst skoraði Cham-
berlain, utanríkisráðherra Eng-
lands, á fulltrúana, að hefja að
undiiTÍta. Bar lögfræðingurinn nú
samninginn frá einum til annars,
og var undirskriftum lokið á tíu
mínútum. Briand, utanríkisráð-
herra Frakklands, tók því næst
fyrstur til máls og er mælsku
hans og hrifningu við brugðið.
Hann gat þess meðal annars í
ræðu sinni að hann hefði fengið
bréf frá franskri konu, sem ritaði
á þessa leið: Loks get eg horft
á bömin mín kvíðalaust og alið
þau upp í fullri vissu um að þau
verði ekki nýrri styrjöld að bráð.
Briand lauk máli sínu með þessum
orðum: Andspænis mér sitja full-
trúar þýskalands. það merkir ekki
það að eg sé hættur að vera
Frakki, enda halda þeir áfram
að vera góðir þjóðverjar. En
gagnvart þessum samningum er-
um við allir fyrst og fremst
Norðurálfumenn. ógurlegur mann-
fjöldi fagnaði fulltrúunum er þeir
fóru heim og mest bar á fagnaðar-
látunum kring um fulltrúa þjóð-
verja.
— Rannsóknamefnd sú, er Al-
þjóðabandalagið skipaði útaf árás
Grikkja á Búlgara, hefir gefið
skýrslu. Kröfðust Grikkir að fá
214 milj. kr. í skaðabætur, en
þeirri kröfu er algerlega hafnað
og Grikkjum þvert á móti ætlað
að borga Búlgurum D/3 kr. í
skaðabætur. Sökin er algerlega
lögð á Grikkja herðar; ríkir þar
í landi samskonar íhaldshervalds-
kúgun og á Ítalíu. Búist er við
að alþjóðasambandsráðið fallist á
tillögur nefndarinnar. Bæði lönd-
in hafa bundið sig fyrirfram að
fallast á úrskurðinn.
— Amerískur vísindamaður, R.
A. Millikan, sá er í fyrra hlaut
Nobelsverðlaunin í eðlisfræði, tel-
ur sig hafa fundið nýja geisla,
miklu sterkari en þá sem áður
þekkjast. Við tilraunir hefir tek-
ist að láta geisla þessa fara í gegn
um tveggja metra þykka málm-
búta. Er ætlað að þessi uppgötv-
un geti haft mikla verklega þýð-
alt hið helsta sem ritað er á málum
frændþjóða okkar í austurátt. Brátt
drógst hugur hans að íslandi. Byrj
aði hann að nema málið og naut ti)
þess nokkurs stuðnings frá dr. Guðm.
Finnbogasyni, sem þá átti heima í
París. pótti honum nú íslenskan
merkilegust allra hinna mörgu tungu-
mála er hann kunni og lagði hina
mestu stund á íslensk íræöi. Sumar
eitt, laust fyrir 1911 fór dr. Austin
með konu sinni hringferð kringum
landið með skipi. Kom víða við en
komst óvíða langt inn í landið.
Skipakosturinn var þá hinn versti,
svo að ferðin var þeim hjónum erfið.
En þau lögðu glöð á sig erfiðleikana,
og ætluðu síðar að ferðast um óbygð-
irnar, en þá skall stríðið á 0g breytti
flestum slíkum ráðagerðum.
Eftir komu sína til íslands hélt
dr. Austin áfram íslenskunámi sínu
með enn meira kappi en áður. Hann
las alt hið helsta sem nú er ritað
á málinu og allar hinar eldri bók-
mentir. Með svo mikilli elju stundaði
hann lestur íslcnskra fræða, að sum-
arið 1911 varð eg var við að hann
safnaði orðum úr bókum er hann
las meðan hann sat í strætisvögnum
þeim er ganga eftir brautum neðan-
jarðar i Paris. Hann hafði miklar
mætur á sumum hliðum á sagnagerð
Jóns Trausta, og þó enn meir á sög-
um þorgils gjallanda, vegna þe3S
ing-u. En tilraunirnar eru sagðar
mjög hættulegar.
— I október síðastl. fór vísinda-
leiðangur fornfræðinga í rann-
sóknarferð suður á Saharaeyði-
mörku, frá Frakklandi. Snemma í
þessum mánuði fundu þeir merk-
ar fornaldarleifar nálægt miðri
eyðimörkinni. Er það gröf drotn-
ingar frá því 1000 árum fyrir
Krists burð. Mikið af allskonar
dýrgripum fanst í gröfinni.
— Rússastjórn hefir leigt ensku
auðfélagi hinar ríku gullnámur við
ána Lena í Síberíu. Gullfram-
leiðslan á að vera a. m. k. c. 60
þús. kíló af gulli árlega og mis-
munandi af öðrum málmum. Verð-
ur Rússaveldi þá aftur þriðja
stærsta gullframleiðsluland í
heimi. 7% af gullinu og 4—6%
af öðrum málmum á ríkið að fá.
— Fyrstu vikuna I þ. m. bætt-
ust í hóp atvinnulausra manna í
Ðanmörku 10250 menn. Segja
opinberar skýrslur þá tölu at-
vinnulausra 61389, en vitanlega ná
skýrslumar ekki til nærri allra.
Ætli þeir fagni henni ekki vel á
jólunum, gengishækkuninni, sem
atvinnuleysinu veldur, þessir
óhamingjusömu menn?
að i ritum þeirra fann hann glöggar
lýsingar á íslenskri náttúru og lifs-
venjum. Sjálfur líktist hann þeim
söguhetjum fornaldarinnar, sem
mesta aðdáun vekja, löngum fálátur,
en með djúpar og sterkar tilfinning
ar og einhuga i allri breytni. Hann
sagði eitt sinn i bréfi, að islensku
fjöllin væru eins og myndastyttur
nakinna kappa. Nálega allir, sem dá
náttúru landsins unna skógleysinu,
af því að þá kemur betur í ijós hið
sanna útlit landsins.
priðji gesturinn, sem hér verður
vikið að var André Courmont, ræðis-
maður Frakka. Courmont kom hing-
að rúmlega tvítugur, og hafði þá lok-
ið glæsilegum prófum í málfræði við
háskólana í Cambridge og Paris. Hon-
um stóð opinn vegur til vísindalegrar
frægðar í þeim löndum báðum. Mál-
fræðin knúði hann norður á bóginn
til íslands. Hann var hér fyrst nokk-
ur missiri og nam svo vel íslensku,
að það er mál þess^ manns hér við
háskólann, er best kann um slíka
hluti að dæma, að enginn útlending-
ur hafi fyr eða síðar numið íslensku
jafnvel óg hann.
Courmont hneigðist lítið að bæja-
menningunni islensku. Hugur hans
var allur við málið, bókmentirnar,
hestana og fegurð auðnanna. Hann
hafði miklar mætur á sveitafólki,
— Víðast.hvar í Norðurálfunni
annarsstaðar en á íslandi, hefir
veturinn verið afarharður. Er áð-
ur getið um hörkurnar á Norður-
löndumi um síðustu mánaðamót
urðu jarðbönn svo mikil á Suður-
þýskalandi að úlfar gengu í stór-
hópum meðfram Rín og um sama
leyti snjóaði mikið suður við Mið-
jarðarhaf. Hefir ekki snjóað þar
svo mikið í síðustu 15 árin.
— Einn stærsti bankinn í
Kaupmannahöfn er Privatbanken,
og hefir verið aðalviðskiftabanki
íslandsbanka. Undanfarið hefir
orðið töluverð ókyrð um bankann,
enda um viðkvæmt mál að ræða,
þar sem svo margir bankar í Dan-
mörku hafa lent í vandræðum
undanfarið. Magnaðist ókyrðin
við það, að það fréttist að banka-
eftirlitsmaðurinn væri að rann-
saka bankann. I allstórum stíl
tóku menn sparifé sitt út úr bank-
anum og hlutabréf hans féllu mjög
í verði á kauphöllinni. 7. þ. m.
sendi bankinn út opinbera til-
kynningu um rannsókn banka-
eftirlitsmanns. Krefst hann þess
að bankinn afskrifi á þessu ári,
fyrir tapi, 14. miljónir króna og
auk þess á bankinn að taka frá,
sem var mótað af hinni fomu menn-
ingu og náttúru landsins. Hann hafði
lesið alt, sem ritað var á íslensku og
vert var að vera lesið. Alt sem var
ramislenskt var honum hugfelt t. d.
ljóð Bólu-Hjálmars. Stundum dreymdi
hann visur, sem voru i anda Hjálm-
ars. Hugurinn hélt áfram að glíma
við grettistök skáldsins, þótt maður-
inn svæfi. Ekkert skáld hefir meira
að eðlilegum íslenskum séreinkennum
en Hjálmar. Ekkert af stórskáldum
oltkar á seinni tímum hefir átt minna
að þakka útlendri menningu en hann
llvað sem líður ættartölu Hjálmars
er hann skilgetinn mögur íslenskra
lífskjara og heimamenningar.
Courmont var sonur efnamanns í
hinni glæsilegustu af heimsborgunum.
Honum stóð opið að sitja sólarmegin
við háborð þess líls, sem samtíðar-
menn hans i öllum löndum þrá einna
mest. En hann varð því afhuga. í
stað þess drakk hann 1 sig þá íeg-
urð, sem hefir staðið til boða gáfuð-
um íslendingum siðustu aldirnar.
Fegurð auðnanna, hið tæra loft, hið
langdræga skygni, hin miklu litbrigði.
fegurð málsins og bókmentirnar.
Hann kunni að meta góða hesta og
einfaldleika Bedúínalífsins í strjálbýli
sveitanna.
Fyrir fáum árum kom hingað til
lands einn hinn gáfaðisti og andrik
asti sögufræðingur og bókmentamað-
af varasjóði, 11 miljónir króna,
fyrir væntanlegu tapi. Hinsvegar
lítur bankaeftirlitsmaðurinn-svo á,
að bankinn standi vel, er á alt er
litið og geti afskrifað þetta tap
af ágóða þessa árs. En það kem-
ur skýrt fram að gengishækkunin
er höfuðástæðan til þessa mikla
taps. Bankinn hefir ekki tapað á
„spekulatíónum“, hann hefir yfir-
leitt alls ekki „skepúlerað“. það
eru skuldunautar bankans, sem
hafa tapað á gengishækkuninni,
standa ekki undir því tapi, svo að
það lendir á bankanum. Aðal-
spumingin um framtíð bankans
er sú, hvort hann muni standast
töpin, sem munu bætast við, ef
gengishækkunin heldur áfram.
Hefir þetta vakið mikla athygli
í Danmörku. Hér á Islandi er það
ekki síðru alvarlegt íhugarefni.
— Locarnosamningurinn á að
fyrirbyggja ófrið út af landa-
mærum í Mið-Evrópu. Hann gild-
ir um öll landamæri þýskalands,
nema milli þýskalands og Dan-
merkur, en frá Dana hálfu hefir
verið gerð tilraun til að fá einnig
samning um þau. Nú er mjög
talað um að fá samskonar samn-
ing fyrir Austur-Evrópu og koma
þá einkum til greina landamæri
Rússlands og hinna mörgu nýju
ríkja sem að því liggja. Einkum
hafa heyrst raddir um þetta frá
Finnlandi. Er búist við að sá róð-
ur verði erfiður.
— Snemma í þessum mánuði
varð upp víst að kona og þrír
Englendingar hafa njósnað um
skipulag lofthemaðarins franska.
Voru öll tekin höndum og hafa
játað á sig njósnirnar. Eins og
vonlegt er hefir orðið um þetta
mesta umtal á Frakklandi og er
einkum bent á hve þetta sje í
mikilli mótsögn við þann friðar-
hug, sem fram kom við undir-
skrift Locarno-samningsins.
— Hinir svæsnustu íhaldsmenn
á þýskalandi fara ekki dult með,
að þeim hafi mjög brugðist von-
ir um Hindenburg, eftir að þeir
höfðu ráðið forsetakosningu hans.
Er bert að gamli maðurinn ætlar
alls ekki að vera verkfæri einstaks
stjórnmálaflokks. Hann var með
Locamo-samningnum, þvert á
móti vilja Ihaldsmanna og þá er
stjórnin varð að segja af sjer
lagði hann til að hin nýja stjórn
yrði mynduð á sem breiðustum
grundvelli og jafnvel Jafnaðar-
menn ættu sæti í henni og styddu,
til þess að hún yrði nógu sterk
til að koma því í framkvæmd
sem þarf til að rétta fjárhag rík-
isins. Gamla orðtak keisarans var:
ur við háskólann í Osló, Fr. Paasche.
Hann ferðaðist víða um land, kynt-
ist landinu og fólkinu. Bókmentimai
þekti hann áður. Af að tala við
Paasche stutta stund í sumar sem
leið, kom mér til hugar svarið við
spurningunni: Hverskonar erlendir
gestir eru það sem eiga verulegt
erindi til íslands?
Paasche segir að það séu tvö lönd
í Evrópu, er menn eiga ekki að ferðast
til, af þvi að þeir vilji þá alt af leita
þangað aftur. þessi lönd eru ísland
og ítalia. þegar vomæturnar eru
orðnar langar og bjartar fer þessi
Austmaður að þrá að sigla „út til
íslands". Og honum er fullkomlega
ljóst hvað dregur hug hans hingað.
Ilann leitar ekki að mildum veðrum
og mjúkum dýnum. Paasche finnur
samræmi milli islensku fjallanna,
fornsagnanna og góðrar myndhöggv-
aralistar. íslensku fjöllin eru nakin
og ber. Skógurinn breiðir ekki yfir
grænan voðfeldan hjúp. Og loftið er
tærara og gegnsærra en í nokkru öðru
landi álfunnar, að frá töldum úrvals-
dögunum á Ítalíu. þess vegna sjást
fjöllin svo greinilega, hver lína kem-
ur fram glögg og skör eins og í högg
mynd. Og svo koma sögurnar, þar
sem persónurnar eru mótaðar svo
ljóst og áþreifanlega að þær standa
fyrir hugskotssjónum lesarans ein3
og Kristur Thorvaldsens eða Davíð