Tíminn - 09.01.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1926, Blaðsíða 3
TÍMINN 7 mærum Svíþjóðar og draga tölu- vert úr herkostnaði. Rísa íhalds- menn öfugir við þeim tillögum. Er Friðþjófur Nansen þar einn í fylkingarbroddi. — Samkvæmt ósk hins frjáls- lynda flokks Vinstrimanna í Dan- mörku hefir stjórnin iagt fyrir tvo prófessora háskólans, annan lögfræðing, en hinn hagfræðing, að rannsaka möguleikana til að festa verðgildi dönsku krónunn- ar nálægt núverandi verðgildi hennar. Átti rannsókn þeirra að vera lokið nú um áramótin. — Svo fór að landamerkja- samningurinn var samþyktur í írska þinginu með 71 atkv. gegn 20. De Valera og flokksmenn hans komu ekki á þingið. Láta ensku blöðin nú þá von í ljós að endan- lega sé bundinn endi á þær deilur. Samningurinn hefir einnig verið samþyktur á þinginu í Ulster og í parlamentinu enska. En samn- ingurinn hefir orðið Englandi dýr, svo að það er beinlínis þann- ig orðað að England hafi keypt frið við írska fríríkið. England hefir sem sé jafnframt orðið að falla frá öllum kröfum um að írska fríríkið tæki hlutfallslegan hluta af ríkisskuldunum. — Tuttugu af herskipum þeim, sem þjóðverjar söktu í Scapa Flow, hafa Englendingar nú náð á flot aftur. — Um miðjan f. m. var tala atvinnulausra í Danmörku orðin 63308, en um áramótin 84595. Svo glæsilegur er árangur gengis- hækkunarinnar. — Tveir þýskir íhaldsmenn hafa verið teknir fastir og orðið sannir' að sök um að hafa undir- búið banatilræði við Stresemann utanríkisráðherra. ■Cb Aftur á móti afneitaði P. 0. stefnu Jóns þorlákssonar í gengis- málinu, hvort sem J. þ. tekst líka að bræða hann við sig í því máli. Og hann féll alveg frá skoðun- sinni og íhaldsins að ekki vildu fleiri en Socialistar einkasölu á einstaka vörutegundum eftir að búið var að sýna hverjir hefðu helst barist fyrir einkasölu hér á landi, enda hann sjálfur verið með að, koma þeim á, þó að hann hafi líka verið með að drepa þær eftir að þær voru komnar yfir byrjun- arörðugleikana og gefist ágætlega og uppfylt vonir þeirra einkasölu- feðranna, sbr. orð Magnúsar Guð- mundssonar á síðasta þingi. Mun þetta vera í fyrsta sinni vissar stærðir íslenskra hesta, sem þykja hentugar í námurnar. Eru það hestar undir 47 danskir þuml. og yfir 50i/2 þuml. (stang- armál). Millistærðimar eru ekki notaðar í námurnar, nema skortur sé á hestum. Eftir enskum lögum má ekki nota yngri hesta en 4 vetra til námuvinnu og alls ekki hryssur. Árið 1923 var verð á kolanámuhestum geysihátt í Bret- landi, eins og menn muna. Staf- aði það eingöngu af því að kola- framleiðslan í Ruhr minkaði stór- kostlega, þegar Frakkar tóku vib stjóm kolanámanna. það verð er því ekki hægt að leggja til grund- vallar, þegar meta skal líkurnar fyrir verði á íslenskum hestum i Bretlandi í framtíðinni. Síðustu tvö árin eru miklu nær því að vera réttur mælikvarði á hestaverðið. þá er meðalverð á íslenskum hest- um, 4—8 vetra £ 13,10,0 á höfn í Englandi. Eftir núverandi gengi gerir þetta kr. 295,00. Kostnaður við flutning hestanna á erlendan markað, farmgjald, vátrygging, hey, hirðing, útflutningsgjald og útskipun er samtals um kr. 75,00. Kostnaður við kaup, rekstur til skips, haga og gæslu ef bíða þarf SMflRA SHiSRLlKi ZECa.ij.pfélagsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. g'óðar og ódýrar. — fást hjá Sambandi ísl. samv.félag'a. Hinir margeftirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Samband ísL samvinnufélaga. Hinar ágætu Prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik fyrirliggjandi Samband ísl. samyinnufélaga. bændum „sveitaútgáfu" Mbl. þorsk- arnir koma upp að landi við Suður- j og Vesturland til að hrygna, og ung- | viðið er þar fyrstu mánuðina. En full- orðnu þorskarnir leita frá hrygningar- stöðvunum út á djúpið, og það deyja þeir til dýrðar Grimsby-bygðum. Eftir þessu er draumum Ólafs Thórs fullnægt með þvi að bændabömin („þorskar menningarinnar") fari úr sveitunum („hrygningarstöðunum") þegar þau eru vinnufær til að lifa öreigalifi i bæjunum og úrkynjast þar um leið og vinna þein-a skapar eyðslueyri handa „golþorskum'' ís- lenskrar menningar. SnJóbOl. í III.—IV. heíti Samvinnunnar sem nú er að koma út kemur mynd og lýsing af snjóbíl, sem Frakkar búa til. Gengur liann yfir fannir og veg- leysur, og hefir svipað burðarmagn í samanbui’ði við eyðslu, eins og þeir bílar sem hér þekkjast. Mjög senni- legt er að þessir bílar fái mikla þýðingu hér á landi og er ítarlega gert. grein fyrir því í áðurnefndri rit- gerð. Jafnframt er lagt til að næsta Alþingi veiti fé til að kaupa einn snjóbil hingað til reynslu, og fela vegamálastjóra að gera tilraunir nú þegar i vetur. Má búast við að mál þetta veki mikla eftirtekt, svo mikið sem liér er í húfi fyrir snjóahéröð landsins. Hænir og fjánnáiaráðherra. Byrjað er að gefa út á Seyðisfirði írjálslynt blað, sem heitir „Einir". Er þar sannað að ihaldsblaðið Hænir hefir í vor hermt eftir fjái’málaráð- herra frá Egilstaðafundinum, að ihaldsmenn vildu borga allar ríkis- skuldir, og skulda svo aldrei framar, ísland ætti að vera „rikið án rikis- skulda". Á Box’garnesfundinum komst J. þ. í kreppu, afneitaði skoðun sinni og Hæni, og sagði þessi uinmæli röng í Hæni. Bændaútgáfa Mbl. flutti þessa árás á Hæni. En blaðið hefir þagað siðan. Nú er það krafið úm svar. Hefir Hænir skrökvað skulds- óbeit upp á Jón, eða skrökvar Jón upp á Hæni? þetta vei’ður að koma í ljós svo skömmin skelli þar sem hún á heima. Ósigur P. Ottesens. A Hvítárvöllum beið Ottesen mik- inn ósigur á þingmélafundi fyrir jól- in. Kreptu Framsóknarmenn að hon- sem P. O. er verulega andmælt á þingmálafundum hér í sýslu og ofurliði borinn i atkvæðagreiðslu. Orsök gengisleysis hans nú mun vera trygð hans og fylgispekt við íhaldið. Haldi þessari undirgefni hans áfram eru miklar líkur til að hann verði leystur áður en langt líður af „hólmi“ Ihaldsins. En þrátt fyrir alt sýndi P. O. — eins og lærimeistari hans, J. þorl. — hve kunnugur og sæmilega greindur maður og nokkuð klókur, sem er óspar á blekkingar og full- yrðingar, getur varið vondan málstað. Andkflingur. Á víð oií dreíf. Keppni við Ehnskípafélaglð. Nú sækja tvö stór og rík erlend skipafélög fast keppni móti Eimskipa- félaginu hér við land. Bergens-félagið hefir tvö skip reglulega i ferðum við Noi'eg, annað einu sinni á hálfum mánuði frá Rvik til Bergen, hitt norð- an um land til sömu borgar. Nú efn- ir sameinaða félagið danska til hálfs- mánaðarferða milli Kaupmannahafn- ar og Rvíkur. Sömuleiðis gengur skip frá þvi félagi beint milli Rvikur og Leith. Ennfi’emur láta Danir tvö bestu skipin, ísland og Botniu, ganga hi’aðíerðir frá Rvík til ísafjarðar og Akureyrar og sömu leið til baka. Samgöngui- batna mikið við þessar aðgerðir. En sú framför myndi hefna sín, ef Eimskipafélagið yrði drepið eða lamað. En sú hefir orðið reynsla Færeyinga, að félög þessi hafa eyði- lagt þann vísi ti) innlendrar skipa- eignar sem kominn var á. Eimskipa- félagið hefir nú lækkað fargjöld og farmgjöld, en búast má við tekju- halla á rekstrinum, því það hefir all- ar minni og erfiðari hafnirnar, en út- lendu félögin flevta rjómann ofan af, eins og við er að búast. Samkepni þessi getur orðið land- inu til góðs, ef rjett er á haldið. Hún á að knýja Eimskipafélagið til nauð- synlegra umbóta, en hún verður jafnframt að knýja alla dugandi ís- iendinga til að styðja félagið til að ná þvi sjálfsagða takmarki, að vera það samgöngufyrirtæki, sem mótar og ræður mestu um samgöngur all- ar hér við land og með ströndum fram. „Hrygningarstaður íslenskrar nienn- ingar". Ólafur Thórs togaraútgerðarmaður hefir á framboðsfundi í Grindavík látið svo um mælt að sveitimar væru hrygningarstaður íslenskrar menn- ingar. Sýnir þetta í einu málsmekk og lífsskoðun þeirra manna sem gefa skips, fer eftir staðháttum. Mun ekki of í lagt að gera þetta kr. 25,00 á hest, ef þar í á að vera innifalin ómakslaun umboðs- manns, eða kaupanda. Eru þá eftir kr. 195,00 fyrir hvern hest að meðaltali. þetta er þá verðið, sem má gera ráð fyrir, að liægt verði að fá fvrir þann hluta hestanna, sem hæfir eru til námuvinnu. Hinir eru í lægra verði. Og tala þeirra námuhesta, sem hægt er að selja nú í Bretlandi er mjög takmörkuð. Líkurnar fyrir því, að framhald verði á notkun hesta til námu- vinnu í Bretlandi eru mjög litl- ar. Er ekki hægt að gera ráð fyrir að kolaiðnaður Breta verði til langframa í því hörmungarástandi sem nú er. Enda að flestra áliti búist við að ekki komist neitt verulegt lag á námareksturinn fyr en Englendingar breyta starfs- aðferðum sínum frá rótum og taka upp vélar til vinnusparnaðar rneira en nú er gert og sporvagna í stað hestvagnanna. Fjölgar þeim námum ár frá ári, sem koma á hjá sér þessari breytingu og líta flestir svo á, að dagar kolanámu- hestanna séu brátt taldir. pað er því full ástæða til þess að ætla, að breski markaðurinn fyrir íslenska hesta verði skammvinnur úr þessu. Á meðan sala á dönskum hest- um til Mið-Evrópu var óhindruð, seldu dönsku smábændumir hesta sína þangað, en keyptu í staðinn íslenska hesta, sem voru miklu ódýrari og þurftarminni en dönsku hestamir. Eftir stríðið hefir sífelt dregið úr þessum út- flutningi dönsku hestanna, og nú nýlega hafa þjóðverjar lagt háan toll á innflutta hesta, svo gera má ráð fyrir að útflutningur hesta frá Danmörku verði ennþá erfið- ari en verið hefir. Bílanotkunin færist óðfluga í vöxt í Danmörku og dregur það mjög úr notkun hestanna, enda eru bílar nú orðnir svo ódýrir að flestir bændur geta keypt þá. Er alls ekki útlit fyrir að sala íslenskra hesta til Danmerk- ur eigi sér nokkra verulega fram- tíð, enda hefir verðið verið ákaf- lega lágt undanfarin ár og salan mjög erfið. I sumar sem leið seldust væn fullorðin hross ekki nema 225— 250 danskar krónur komin til Danmerkur, og þegar allur kostn- aður er frádreginn (ca. 100 kr.) verður ekki mikið eftir. Litlar líkur eru til að verðið verði hærra eftirleiðis, eins og áður er sagt Um sölu íslenskra hesta annar- staðar en í áðurnefndum löndum þarf ekki að fjölyrða. Hefir mik- ið verið að því unnið, bæði af íslenskum mönnum og útlendum, að koma hestunum á framfæri, en alveg mistekist að þessu. Rúss- nesku hestarnir eru líka allsstaðar í Norðurálfunni slæmir keppi- nautar íslensku hestanna. Helstu líkumar fyrir nýjum markaði er í fjalllöndum, þar sem svipað hagar til og hér og þar sem íslenskir hestar eru nothæfari en sléttuhestar. Fyrverandi sendi- herra Sveinn Björnsson kom þvi til leiðai’ og svissneskur kaup- sýslumaður keypti nokkra ís- lenska hesta af Sambandinu sum- arið 1924 og líkuðu þeir ágætlega, en kostnaður við flutning hest- anna og innflutningstollur í Sviss var svo mikill, að þessi viðskifti gátu ekki haldið áfram.Tel eg ekki miklar líkur fyrir neinum veruleg- um markaði þama suður frá, jafn- vel þó takast mætti að fá tollinn í Sviss eitthvað lækkaðann og gera um fyrir framgöngu í einkasölumál- unum að hann varð algerlega undir bæði í atkvæðagreiðslu og umræðum. Seinast ; krökvaði Ottesen, að skýrsla Krabbe skrifstofustjóra til Lands- Verslunar i fyrra um olíuverð í Dan- niörku vseri ósambærileg, því að tollur væri á oliu þar i landi. Sendi- herra Dana hér var spurður um oliutoil þennan og kvað hann engan slikan toll vera í Damörku. Hefir Ottesen því farið hér með vísvitandi ósannindi til að afsaka frammistöðu sína. Heima á Akranesi gekk enn ver. þar kom herinn til sögunnar. Sjómenn voru afarreiðir. Ottesen vildi þá lofa sér til friðar að vera aldrei með her aftur. En sjómönnun- um var það ekki nóg. þeir stöppuðu þar til málið var tekið út af dagskrá Kaupdeila í Vestmannaeyjum. Kaupdeila hefir staðið í Vestmanna- evjum í tvo eða þrjá daga, og endað með ósigri Mbl.-manna, enda er af frásögn blaðsins að sjá, að þeir hafi ætlað að svíkjast að sjómönnum. Mbl. álítur að samvinnuskólinn hafi verið þar að verki „dótinu" til óheilla. Langsótt er sú skýring, einkum þegar þess er gætt að eini maðurinn úr þeim skóla, sem kom við þessa deilu, var í sainninganefnd Mbl.-megin. En svo vondur var málstaður Mbl., að jafnvel bráðduglegur og hæíileika- mikill maður úr samvinnuskólanum gat ekki bjargað aumum málstað þess fré bráðum ósigri. Skökk „pólhæ3“ h]á pórarnl. þórarinn á Hjaltabakka beitti við síðustu kosningar þeirri skrítnu bar- dagaaðferð að segja að íslenskir samvinnumenn væru byltingaseggir og vitnaði jafnan til Rússa. þegar hann varð að standa við þennan visvitandi róg í fyrravetur gafst hann upp í miðri blaðagrein í „merði". Var þar með viðurkent af þórarni að allar sögurnar um bylt- ingar samvinnumanna væri upp- spuni, sern hann gæti ekki staðið við með nokkrum rökum.En á Sveins- staðafundinum biðu þórarins áfram- lialdandi lirakfarir í þessu bolsevika- máli. Hann byrjar þar með miklum fjálgleik að tala um það, að ef hin- ir íslensku byltingamenn, samvinnu- bændurnir, verði hér ofan á við kosn- ingar, þá fari þeir auðvitað að eins og bræður þeirra í Rússlandi. þeir hrifsi undir ríkið jarðirnar af bænd- unum. En það kom fát á þennan bolsevika- fræðing, þegar honum var bent á, að liann ætti ekki að vera að vitna i önnur lönd, þar sem fálræði hans og mentunarleysi stæði á jafnháu stigi og hér sæist. þvi hvaða skoð- anir sem menn hefðu um hina rúss- hesku byltingamenn, þá gætu bænd- ur Rússa ekki éfelt þá. Byltinga- kostnaðinn við flutning’ minni en hann var á þeim hestum, sem Sambandið sendi þangað 1924. því vegalengd á markaðsstað er svo mikil, að kostnaðurinn hlýtur alt af að verða óeðlilega hár mið- að við verðmæti hestanna. Mér virðist útlit með sölu ís- lenskra hesta erlendis svo óálit- legt, að eg tel mesta óráð af bænd- um að halda áfram að aia upp stóð til útflutnings, án þess að taka það mál til rækilegrar íhug- unar. Tilkostnaður við búrekstur er orðinn svo mikill, að óhjá- kvæmilegt er fyrir bændur, að leggja vandlega niður fyrir sér, hvaða búfjáreign gefur bestan arð í hlutfalli við tilkostnað og áhættu. Er það skoðun mín, að í mörgum héröðum landsins hafi bændur um allmörg undanfarin ár haft einberan skaða af upp- eldi hrossa til útflutnings miðað við sauðfjáreign og útlitið sé þannig, að engra bóta sé að vænta í því efni í náinni framtíð. Jón Áraason. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.