Tíminn - 06.02.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1926, Blaðsíða 3
TÍMINN 23 Jörd til ábúðar. Jörðin Stóra-Fljót í Biskupstungum er laus til ábúðar í nœstu fardög- um 1926. Jörðin hefir girt tún, allt slétt er gefur af sér nokkuð á 3. hundrað hesta. Áveituengjar girtar. Hver mjög notbæfur til þvotta, brauðebaksturs og áveitu. Girtir hagar fyrir málnytupening. Sérstak- lega góð beit fyrir hross og sauði. Fjögur hagahús í góðu lagi og hlöð- ur við. Heimahlaða sem ný. er tekur 650 hesta, með skúrum við. Hestbús fyrir 15 hesta nýbygt. Geymsluhús undir járni og smiðja. íbúð járnvarin með sérherbergt. Umsækendur snúi sér til bræðranna á nefndri jörð Þórðar og Jóns Halldórssona. Stóra-Fljóti 5. desember 1925. Þórdur Halldórssou Hinir margeftirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Samband ísl. samvinnufélaga. velli, sem félögin hafa reist störf sín á, sé þar með kipt í burtu. pá var og héraðsstjóm og' stjómum hinna einstöku félaga falið að ganga ríkt eftir því, að bindindisheitið sé í fullum heiðri haldið innan „Skarpshéðins“-sam- bandsins. 5. Héraðsskólamál Sunnlendinga má kallast hölfuðmál þingsins. Var þar mikið rætt og af áhuiga. Lýstu ræðumenn sig einum rómi andvíga klofningi þeim, er komið hefir fram í seinni tíð, milli Árnes-. inga og Rangæinga. Samþyktar voru í einu hljóði þrjár tillögur: a. Héraðsþingið samþyikkii’ að senda svohljóðandi áskorun til sýslunefnda Ámess- og Rangár- vallasýsla að beita sér fyrir því, sem allra fyrst, að einn skóli verði reistur á Suðurlandsundir- lendinu, á þeim stað, sem eftir áliti sérfróðra manna sé heppilegt skólasetur, einkum hvað snertir hjálparmeðul frá náttúrunnar hendi, svo sem jarðhita ogi raf- orku“. b. „Héraðsþingið samþykkir, að lagt verði í héraðsskólasjóð 10% af hreinum ágóða næsta héraðs- móts. Ennfremur skorar þingið á stjóm og héraðsskólanefnd sam- bandsins að reyna að koma á happdrætti til ágóða fyrir héraðs- skólann, í sambandi við héraðs- mót framvegis“. c. „Héraðsþingið skorar á stjórnir albra ungmennafélaga innan sambandsins, að leita eftir því, hver hjá sínu félagi, hvort hver íélagsmaður viiji ekki leggja fram a. m. k. eitt dagsverk til sameiginlegs héraðsskóla fyrir Árness- og Rangárvaliasýslur, eða að karlmenn greiði i eitt skifti 8 kr. í skólasjóð, en konur 4 kr. Fjársöfmm þessari þarf að vera lokið fyrir árslok 1926“. Söfnuðust iþegar hjá þeim, er þingið sátu, loforð um 45 dags- verk, er nemur, eítir verðlagi til- löguimar, kr. 360,00. þessir menn skipa héraðsskólar nefnd sambandsins í ár: Guðm. þorbjarnarson bóndi, Stóra-Hofi, Ingimar Jóhaxmesson kennari, Eyrarbakka, Ólafur Túbals list- málari, Múlakoti, Sigurður Greipsson glímukóngur, Hauka- dal, og Sigurjón Sigurðsson bóndi, Kálfholti. 1 6. Enn voru rædd framkvæmda- mál héraðssambandsins. Var sam- þykt að halda uppi kenslu í íþrótt- um, garðyrkju og matreiðslu, á sama hátt og síðastl. ár; koma á héraðsmóti, sjá um fyrirlestra- hald o. fl. — Loks var héraðs- stjóm kosin, og skipa hana sömu menn og undanfarin ár, þeir: Sigurður Greipsson glímukóngur, Aðalsteinn Sigmundsson skóla- stjóri og Sigurjón Sigurðsson bóndi. þingið var hið ánægjulegasta og spáir vel um starfsemi sunn- lensks æskulýðs á komandi árum. Hefir hér, rúmsins vegna, aðeins verið stiklað á höfuðatriðum í starfi þess. Aðalsteinn Sigmundsson. •O- Stjóm E. í. hefir sent blöðun- um eftirfarandi skýrslu um kaup- deiluna við háseta og kyndara á skipunum: „Stjóm Eimskipafélagsins hef- ir talið ótímabært að gera kaui>- deilumálið við háseta og kyndar- ana að blaðamáli meðan á samn- ingum stóð og ekki var enn séð fyrir hvort samkomulag næðist eða eigi, enda var það í samræmi við ósk sáttasemjara. því hefir hún eigi talið rétt að sinna þeim ónákvæmu og ósönnu flugufregn- um, sem fram hafa komið um málið, í blöðum og á mannfundum. Nú þegar deilunni er lokið, vill stjómin gjama að almenningur fái fregnir um orsakir hennar og eðli. Undanfarin ár hefir kaupgjald- ið hjá Eimskipafélaginu yfirleitt fylgt dýrtíðinni. 1 fyrra hækkaði kaup háseta og kyndara t. d. vegna þess að dýrtíðin hafði hækkað þá undanfarin ár; nam hækkunin þá ríflega dýrtíðar- hækkuninni af sérstökum ástæð- um. Nú hafði dýrtíðin lækkað og krafðist stjóm félagsins því, samkvæmt fyrri venju, að kaupið lækkaði að sama skapi, þ. e. um 12%. Stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur, sem annast þessa kaupgjaldssamninga fyrir háseta og kyndara á skipum Eimskipa- félagsins vildi eigi ganga að slíkri lækkun nú. Eftir talsvert þref vildi stjóm Sjómannafélags- ins ganga að því að kaupið sjálft lækkaði um helming þess sem dýr- tíðin hafði lækkað, eða 6%. En eftirvinnukaup, sem fyrir háseta er að meðaltali kaupgjaldsauki um rúm 50%, vildu þeir ekkert lækka. (Kaupgjald háseta var 1925 kr. 236.00 á mánuði en meðaltal yfir- vinnu á mánuði nálægt 150 kr., kaupið alls því h. u. b. 386 kr. á mánuði auk ýmsra fríðinda). þeir óskuðu heldur eigi að semja fyrir lengri tíma en 1 ár. Ennfremur kröfðust þeir ýmissa fríðinda í viðbót við það sem hásetar og kyndarar höfðu áður. Málið fór svo til sáttasemjara ríkisins, er samkomulag var strandað. það gerðist 16. janúar. 21. jan. átti að afskrá og endur- skrá skipverja á Gullfossi lögum samkvæmt. Að fyrirlagi stjóm- ar Sjómannafélagsins létu háset- ar og kyndarar ekki endurskrá sig vegna þess að ósamið væri enn. þann dag átti Gullfoss að fara vestur en stöðvaðist af þess- um ástæðum. Aðfaranótt 28. jan. fékst loks samkomulag fyrir milligöngu sáttasemjara. Aðalatriði þess eru að í þetta skifti færist kaup full- gilds háseta aðeins úr 236 kr. niður í 227 kr. en eftirvinnukaup m.m. verði óbreytt þetta ár. Síð- an lækki og hækki bæði kaup og eftirvinna m.m. 1. janúar ár hvert í samræmi við búreikningsvísi- tölu hagstofunnar í októbermán- uði næst á undan meðan samning- ar gilda, en þeir eru uppsegjan- legir með 3. mánaða fyrirvara þó eigi fyr en um áramótin 1928 og 1929. Hásetar, sem unnið hafa hjá félaginu meira en ár, fá viku frí á ári. Ennfremur nokkrar smá- vægilegar breytingar á núgildandi samningum. Er fulltrúar háseta og kyndara vildu ekki ganga að lækkun nú í samræmi við lækkun dýrtíðarinn- ar fóru þeir í rauninni frarn á kauphækkun um 6% eftir þrauta- boði þeirra. Enda þótt Eimskipafélagið sé á þessu ári sérstaklega illa við kaup- hækkun búið, vegna mikillar farmgjaldslækkunar frá nýári og harðsnúinnar samkepni, þá hefir stjóm þess þó til samkomulags samþykt að ganga að minni kaup- lækkun nú, gegn því að fá trygt að bæði kaup og eftirvinna fylgi dýrtíðinni næstu tvö árin“. — Gott er að endi er bundinn á kaupdeilu þessa, og Gullfoss þurfti ekki lengur að liggja mann- laus og aðgerðalaus á höfninni. Um land alt mun mönnum hafa brugðið við þá fregn að E. I. væri nú einnig dregið inn í kaup- deilur hinni andstæðu aðila í kaup- stöðunum. — En það var ekki á öðru von. Hin gálausa og rang- láta gengishækkun hlaut að hafa þetta í för með sér. Á E. I. nú erfiðari aðstöðu en nokkru sinni áður. Samkepnin harðari en verið hefir og útgerðarkostn- aður lækkar ekki svipað því eins mikið og tekjur hljóta að minka. Koma víða fram hinar óviturlegu aðgerðir í gengismálinu, en ekki mun það mælast hvað best fyrir að enn þyngist fyrir fæti um að framkvæma þá hugsjón er vakti fyrir mönnum er E. I. var stofinað. ----o---- / A víð og dreíf. KællskipiS. Eimskipafélag íslands þarf að auka skipastól sinn nú hið bráðasta vegna samkepni Norðmanna og Dana. Ef þingið styrkti félagið nokkuð til að léta setja kæliumbúnað í þetta skip, tækist að bæta í einu úr þörf bænd- anna til að ge.ta notað markaðinn í Englandi, og þörf landsins alls að standast kepni erlendu félaganna. Fastur í netinu. Nú er fullsönnuð sekt íhaldsmanna í sambandi við sendiför til Ameríku. í einum dilk Mbl. lætur stjómin jéta að skotsilfur Árna í Múla sé endur- borgað landssjóði. fhaldsflokkurinn hefir þar með orðið við hinni fyrstu kröfu Tímans um að bæta úr þessu svívirðilega hneikslismáli. En um leið og borguð eru hin mörgu þús- und, sem Ami eyddi á Ameríkuferð- inni, vill flokkurinn hafa eitthvað fyrir peninga sína og ætlar að nota Árna eftir sem áður, við atkvæða- greiðslur. þannig sannast, að íhalds- flokkur íslendinga kann ekki manna- siði sæmilegra flokka. í Danmörku hafa þrír stærstu þingflokkamir þegjandi látið hneikslis-þingmenn segja af sér. það hefir ekki einu sinni þurft andstæðinga til að benda þeim á þetta. En hér með fellur líka ábyrgðin fyrir afglöp Áma é allan þingflokkinn. Ef ólánsmaðurinn hafði ekki næga sómatilfinnigu til að segja af sér, þá var skylda flokksbræðr- anna, ef þeir voru betri, að reka hann úr flokknum. Rétt er að geta þess, að margir íhaldsmenn út um land vilja að sú leið væri tekin. End- urborgun drykkjupeninganna var sjálfsögð, en lítið atvik. Hitt skiftir mestu, að þjóðin vakni og geri heil- brigðar kröfur til trúnaðarmanna sinna, bæði erlendis og heima fyrir. Og hneikslismál Áma hefir nú þegar vakið storm í landinu. Fjölmargir þingmálafundir hafa é ótvíræðan hátt mótmælt. þjóðarskömminni. En það er ekki nóg. Ámi hverfur að sjálf- sögðu fyr en varir í haf inildrar gleymsku. En þetta atvik á að vera til þess, að þjóðin geri framvegis liarðari kröfur en verið hefir. Hingað til hafa margir drykkju-aumingjar setið i vandasömum stöðum hér á landi, alófærir til að gegna starfi. Endurminningin um ullarlegátann, sem stjómin sendi til Ameríku — til að bjarga bændum — ætti að hvetja þá menn sem búa við eyðilagða drykkju-aumingja í embættisstöðu, til að gera landhreinsun, eins og þá sem gerð hefir verið í þessu sérstaka máli. Sendlherra-elglnlelkar. Skrifari stjómarinnar, Kr. A., lýsti trúnaðarmanni M. Guðm. í Ameríku þannig, að ef satt var, átti slíkur maður hvergi heima nema undir lás og loku. Af hlífð við fallinn mann var þessi skýring Kr. dregin i efa, talið ólíklegt, að sendiherrann væri svo djúpt fallinn eins og Kr. lýsti. En Árni reiðist þessari afsökun, og þykir tunga stjómarinnar síst haía of- mælt. Samkvæmt fenginni reynslu, og sjálfs lýsingu sendiherrans, er hann þannig vaninn, að búast hefði mátt við honum aðra stundina i rennu- steinunum í Washington, en hina að prófa mátt sinn á einhverjum borg- urum Badarikjanna. Hvað viðvíkur mannráðum og hryðjuverkum, mun sendimanni ókunnugt um þau áhrif sem vínnautn drykkjumanns hefir á likamsburði þeirra í samanburði við heilbrigða menn. Ósigur ihaldslns i Mýrarsýslu. Pétur þórðarson hélt 4 þingmála- fundi í Mýrarsýslu. Voru þrir fjöl- mennir og voru é þeim öllum sam- þyktar tillögur Framsóknarmanna. Vestur á Mýrunum átti stjórnin enga formælendur, fáa í Norðtungu og í Borgarnesi varla nema embættis- mennina þrjá, sýslumann, prest og lækni og svo kaupmennina, en helm- ingur þeirra hefir raunar ekki at- kvæðisrétt. Á öllum þessum fundum voru samþýktar tillögur út af Áma- málinu, skorað á þing og stjóm að velja þá menn eina til trúnaðar- starfa, sem kæmu fram þjóðinni til sóma. Móti þessari tillögu börðust þeir Guðm. sýslumaður, Einar á Borg og einkum Ingólfur læknir og Borgar- nesskaupmenn. Hafa þeir þar með innsiglað nöfn sín í sögu landsins. Eftir 15 tíma átök í Borgarnesi samþ. fundurinn með 22 atkvæðum gegn 18, að krefjast sæmilegrar (en ekki ósæmilegrar) framkomu af trúnaðar- mönnum landsins. þegar íhaldið hafði tapað ósómanum, flýði það af fundi. Var þá kl. 7 um morgun. Á Svignaskarði var tillagan um heiðar- leika trúnaðarmanna feld með 7:6 atkvæðum. Er það eini sigur íhalds- ins í Mýrarsýslu. Meðal þeirra, sem þar voru og ekki vildu heimta sóma- samlega framkomu, eru þessir menn kunnastir: Jósep á Svarfhóli, Guðm. í Svignaskarði og Sigurður i Ferju- koti. Kvennallsti. Fullyrt er að Briet Bjarnhéðins- dóttir ætli að efna til kvennalista við landkjörið nú í vor. Næst henni verður íhaldskona úr Rvík, Guðrún Lárusdóttir. Bríet er nú komin um sjötugt, og er því líklegt, að þótt hún yrði kosin, að hún sæti ekki nema á 1—2 þingum. Kæmi þé íhaldskonan i staðinn. Hyggilegt mundi fyrir sveitakonur að athuga hvert gagn þeim hefir orðið að þingsetu Ingi- bjargar, áður en þær kaupa aftur köttinn í sekknum. Listi Bríetar er tilraun að vinna Framsóknarflokkn- um ógagn, því að í bæjunum halda Mbl.menn og Alþýðuílokkurinn fast um sín atkvæði. Og þar sem Ingi- björg hefir komist inn sem kveníull- trúi, en síðan gerst hversdagslegt at- kvæði Mbl.-flokksins og unniö é móti hagsmunum kvenna, þá ætti það að vera nægileg hjálp íhaldinu til handa frá sveitakonum, þó ekki væri önn- ur Ingibjörg sett á fótaskemil Mbl.- hagsmunanna. íslenskar þjóðsögar. Dönsk kona Margrét Löbner Jör- gensen í Vejen á Jótlandi hefir þýtt um 30 útilegumannasögur og æfin- týri úr þjóðsögum Jóns Ámasonar, en Gyldendal gefið út. Bókin er hin eigulegasta. Frú M. L. Jörgensen er ágætiskona, greind og vel mentuð. Hún hefir lengi stundað íslensku og þýtt nokkrar bækur á dönsku, þar á meðal sumar af skáldsögum Jóns Trausta. Hugur hennar hefir svo mjög snúist að islenskum fræðum, að ísland hefir orðið henni annað föðurland, þótt hún hafi aðeins dval- ið hér stutta stund. þýðingin er prýðileg og er auðséð að hér er ekki um aktaskrift að ræða. Eitt af því sem gerir þýðinguna svo skemtilega er það live samviskusamlega er far- ið með íslensk nöfn, þau hvergi af- bökuð eða breytt, eins og nálega alt af hefir verið gert er íslensk rit hafa verið þýdd á dönsku eða norsku. þýðingin er bæði íslandi og frú Löbner-Jörgensen til mikils sóma. Frá útlöndum. 1 Meksikó hafa orðið geysilega miklir vatnavextir. Mörg þorp eru alveg undir vatni og um 500 manns fórust. — Eftir nýjustu fregnum að dæma hafa friðarsamningamir í Marokko orðið að engu. Abd-el- Krim, sendi sem fulltrúa sinn enskan liðsforingja til Frakk- lands, en Frakkar vildu ekki taka umboð hans gilt, enda vildu þeir ekki ganga að þeim friðarkostum, sem hann bauð. — Norska stjómin leggur til að minka til stórrá muna útgjöld til hermála. Auk þess sem hún vill leggja alveg niður vígin á landamærunum, er ætlast til að fækka um þriðjung á ári þeim, sem herskyldir eru. — ógurlegt hneixlismál hefir komið upp á Ungverjalandi. Var orðið vart við fyrir nokkru að víða um lönd voru í umferð falskir 10000 fraka seðlar franskir og va. slóð þeirra helst rakin til Ung- verjalands: Svo reyndist og að vera, og að um er að ræða stærra peningafölsunarmál en nokkra sinni hefir áður þekst í heiminum og þeir sem fyrir þessari gífur- legu penigafölsun standa eru helstu leiðtogar hinna svæsnustu íhaldsmanna á Ungverjalandi, margir æðstu embættismenn, í ráðuneyti og her. Forystumaður- inn er prins af Habsborgarætt, æfintýramaður hinn mesti. Hefir það lengi verið í ráði hjá hinum svæsnustu Ihaldsmönnum að koma á stjómarbyltinug, og setja í konungssæti prins af Habsborgar- ætt og ef til vill að hefja land- vinningarstríð á hendur nágrannæ ríkjunum á Balkanskaga. En til framkvæmdanna skorti samsæris- menn fyrst og fremst fé og til þess að ná í það stofnuðu þeir til hinnar gífurlegustu seðlaföls- unar. Var svo vel gerð fölsunin að mjög enfitt var að þekkja fölsuðu seðlana frá réttum; prent- unin var alveg fullkomin, en papp- írinn síður. Ýmislegt sem þurfti til þessa iðnaðar var flutt inn á nafn hinna æðstu embættismanna og fremstu manna Ihaldsflokksins. Hafa þeir nú verið handteknir hópum saman, enda gera Frakkar harða kröfu um að málið sé full- rannsakað, og engum hlíft, sem við það er riðinn, því að þeir telja, sem líklegt er, að sér hafi verið gerður hinn mesti skaði með tiltæki þessu. Tugir miljóna franka voru komnir í umferð af seðlum þessum, og hundrað mil- | jóna voru til. En alment er álitið ' að hilmað sé yfir með mörgum, enda talið líklegt að sjálfur ríkis- forsetinn, Horthy, hafi verið vit- orðsmaður þessa tiltækis. Er vart hægt að hugsa sér áþreifanlegri sönnun en þessa um stjómmála-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.