Tíminn - 06.02.1926, Blaðsíða 4
24
TIMINN
spillingu íhaldsmanna á Ungverja-
landi.
— I jþórshöfn á Færeyjum er
verið að stofna togarafélag. Hefir
hö'fnin í pórshöfn fyrst nú ný-
lega fengið þær umbætur, að
hægt sé að gera þaðan út togára.
— Rétt fyrir áramótin var bund
inn endi á uppreisnina á Sýrlandi.
Hefir hinum nýja franska lands-
stjóra tekist furðanlega fljótt að
ná friði við uppreisnarmennina.
Sagt er að hárskeramir ensku
hafi gi-ætt 413 miljónir króna ár-
ið sem leið á hinni nýju tísku
kvenfólksins, að ganga með
drengjakoll.
— Kolanámueigendumir ensku
hafa borið fram tillögur sínar
fyrir nefnd þá, er stjómin skip-
aði, til iþess að rannsaka þetta
langalvarlegasta mál sem þar er
á dagskrá. Samningurinn um
ríkisstyrk til námurekstursins
stendur þangað til í aprílmánuði
og er gert ráð fyrir að enska rík-
ið hafi þá þurft að borga í styrk
30 miljónir sterlingspunda. —
Námaeigendur fullyrða að með
þeim vinnutíma og launakjörum
sem nú igilda, sé ómögulegt að
reka námugröftinn. þeir heimta
að vinnutíminn sé lengdur úr 7V&
í 8V& klukkustund, auk þess þurfi
launin að lækka og loks verði að
segja upp um 100000 verkamönn-
um. Eru þetta enn harðari kröfur
af námueigenda hálfu, en alment
var búist við. Er ekki að efa að
mótstaðan af hálfu verkamanna
verður afarhörð. Foringi þeirra
hefir af þeirra hálfu birt herópið:
„Ekki einum penny minna, ekki
einni mínútu lengur“. Er talið
fuilvíst að krafa verkamanna verði
sú að ríkið taki að sér rekstur
kolanámanna.
— í grein sem Cailleux, fyr-
verandi fjármálaráðherra Frakk-
lands, ritar í heimsblöðin, gefur
hann eftirfarandi mynd af
f járhagsástandinu: Ríkissikuldir
Frakklands inn á við eru 800
miljarðar pappírsfranka, þar af
eru 150 miijarðar samningsbundn-
ar skuldir til langs tíma, 50 mil-
jarða skuld við ríkisbanikann, 45
miljarða skuldbindingar sem leysa
á út með stuttum fyrirvara, 2—6
ár, og 55 miljarðar í skuldabréf-
um sem falla í gjalddaga eftir
1, 3, 6 eða 12 mánuði. þetta eru
með öðrum orðum 150 miljarðar
franka í venjulegum ríkisskuld-
um, en hinir 150 miljarðarnir eiga
að greiðast von bráðar. En auik
þessara ríkisskulda til innlendra
manna, eru skuldirnar við útlönd.
þær eru 30—40 miljarðar gull-
franka, eða um 200 miljarðar
pappírsfranka eftir núverandi
gengi. Ofan á iþetta bætist enn
að ekki er lokið við að endurreisa
þau héröð sem eyddust í stríðinu.
Á ríkið á því sviði eftir að leggja
fram a. m. k. 20 miljarða pappírs-
franka. — Ekki verður myndin
glæsilegri ef litið er á útkomuna
á fjárlögunum. Útgjöldin eru
áætluð um 36 miljarðar franka
árlega, en þar með er ekki tekið
neitt tillit til útlendu skuldanna,
því að um þær er ósamið — vant-
ar þá 4 miljarða upp á að hægt
sé að fá nægilegar tekjur á móti.
•— ítalskur flugliðsforingi,
Nobile, sem ráðið hefir smíði loft-
farsins, sem Roald Amundsen
ætlar að nota til heimskautflugs-
ins í vor, kom til Noregs, stuttu
eftir áramótin, og sagði blöðunum
ýmislegt um hina áformuðu ferð.
Hefir Nobile iþessi ráðið smíði 40
flugvéla til margra landa. Hefir
flugvélin sem nota á í heims-
skautsf^rðina, Noregur I, þegar
verið lækilega reynd. Flugvélin
á að vera komið til Spitsbergen
í apríl, en ekki er fullráðið hver
leið verður valin þangað frá Ítalíu.
öruiggust væri að fljúga yfir
Rússland, en þáð er c. 800 kíló-
metrum lengra en að fljúga um
England og Noreg. Búist er við
að leiðin um Noreg verði þó val-
in vegna eindreginna óska þaðan.
Nobile áætlar að í hagstæðu veðri
muni ekki taka nema tvo sólar-
hringa að fljúga frá Spitsbergen,
yfir heimsskautið og lenda í
Alaska. Er ekki igert ráð fyrir að
lent verði á heimssíkautinu, eða
í nánd við það, því að það er
álitið of hættulegt. En mælingar
allar og athuganir megi gera á
flugvélinni á leiðinni. Lengingin
í Alaska verður hættulegust og
mestum erfiðleikum bundin.
— 14. f. m. var undirritaður í
Stokkhólmi samningur milli Sví-
þjóðar og Danmerkur um það að
alþjóðagerðardómur skuli skera úr
öllum deilumálum, undantekning-
arlaust, sem rísa kunna milli
landanna. Samningurinn gildir í
20 ár og framlengist þá, af sjálfu I
sér, sé honum ekki sagt upp með
tveggja ára fyrirvara. I öllum
aðalatriðum er samningur þessi
samhljóða samningi þeim sem
áður var getið milli Noreigs og
Svíþjóðar. — Degi síðar var sams-
konar samningur undiiTÍtaður í
Kaupmannahöfn milli Danmerkur
og Noregs.
— Félagið Norsk Hydro, sem í
20 ár hefir unnið köfnunarefni
úr loftinu, og búið til úr Noregs-
saltpétur, einna mest notuðu
áburðartegundina, gaf nýleiga
100000 kr. til sjóðsstofnunar í
Danmörku. Er Noregssaltpétur
hvergi í heiminum jafnmikið not-
aður og í Danmörku. Sjóðnum á
að verja til að styðja vísindaleg-
ar tilraunir og rannsóknir og
annað sem að því miðar að full-
komna íæktunaraðferðir í Danm.
— Fyrir nokkrum árum
klofnaði Jafnaðarmannaflokkurinn
sænski. Undir forystu Höglunds
var stofnaður sérstakur kom-
munistaflokkur.Nú hefir Höglund,
og þeir er honum fylgja, gengið
aftur inn í Jafnaðarmannaflokk-
inn.
— Sum norsku blaðanna mæla
mjög á móti gerðardómssamn-
ingnum við Danmörku, sem getið
er um hér að framan. Einkum.
eru það aðalmálgagn bændaflokks-
ins, „Nationen" og blaðið „Tid-
ens Tegn“, sem er einna áhrifa-
mest af blöðunum í Osló og reynd-
ist okkur Islendingum tillögubest
í kjöttollsmálinu. T. T. seigir
meðal annars: „Enginn gerðar-
dómur mun opna hafnir Græn-
lands fyrir norska sjómenn. Eng-
inn gerðardómur mun skila okkur
aftur sögulegum skjölum okkar
og minjagripum. Enginn gerðar-
dómur getur gefið Noregi rétt til
að sikerast í mál milli Danmerkur
og hinna fomu norsku landa. A.
m. k. trúum við ekki að svo fari
og af þeirri ástæðu einni getum
við nú ekki samþykt sikilmála-
lausan gerðardómssamning við
Danmörku.
— Seðlafölsunarmál Ihalds-
mannanna ungversku vekur æ
meira hneiksli, eftir því sem það
verður meir kunnugt. Fjölgar
þeim jafnt og þétt sem uppvíst
verður um að hafa verið við það
riðnir og meðal þeirra sem síðast
eru nefndir er sonur ríkisstjórans
ungverska. Hafa Ungverjar nú
orðið að ganga að harðari kostum
og þola meiri svívirðingu en al-
gengt er að sjálfstæð ríki láti
bjóða sér. þeir hafa orðið að
verða við kröfu erlendrar þjóðar,
Frakka, um að fá að hafa fult
eftirlit með rannsókn málsins, að
ekki yrði hilmað yfir sokudólga
vegna vensla eða flokksbanda við
stjórnina. Er Ihaldsstjóminni
ungversku svo bendlað við mál-
ið, að Frökkum þykir ekki trygigi-
legt að láta hana eina um rann-
sóknina. Síðasta fregn af málinu
er sú að einnig hafi verið fals-
aðir ítalskir bankaseðlar. Hefir
Mussolini sent Ihaldsstjórninni
ungversku afarharðort bréf út af
þessu.
— Rússastjóm hefir boðið
Lloyd George til RússJands, til
þess að sjá með eigin augum hver
hagur landsins sé.
—«> í
Skákþíng Islendínga
hefst í Reykjavík laugardaginn 3. apríl n. k.
Kept verður í þrem flokkum og verða veitt þrenn góð verðlaun
í hverjum flokki, fáist þar 6 þátttakendur eða fleiri.
í I. flokki verður, eins og áður kept um titilinn „Skákmeistari
Islaudsu og marmarataflborð það sem tigninni fylgir.
Tilkynningar um þátttöku skulu sendar stjórn Taflfélags Reykja-
víkur hálfum mánuði áður ®n þingið hefst.
Taflfólag1 - Reykj avikur.
llaltvr lltöMiii grenið.
Ádrepa sú er Valtýr fékk í síð-
asta blaði hefir hrifið. Hann ber
ekki við að afsaka það, er blað
hans flutt klámgrein. Heldur eikki
að hann laumaðist inn í skóla
óboðinn, og áfeldi námsmeyjar að
ósekju. Ekki heldur getur hann
borið hönd fyrir höfuð sér um
að gera að blaðamáli skólaum-
sóknir manna, né að skrökva upp
skólavamækslu á námssveina er
leggja á sig tveggja daga meðal-
námsverk á þeirn degi, er Valtýr
segir þá hafa frí. Ekki hefir hann
heldur eitt orð til afsökunar þeirri
taumlausa frekju, er hann bland-
aði sér í það, iþótt nemendur i
Samvinnuskólanum fái mánaðar-
frí. Hann stendur orðlaus um
það að nemendur í Mentaskól-
anum sumpai*t fengu sér frí, sum-
part tóku sér frí, til að létta sér
upp þennan umrædda dag. Ekki
gengur Valtý betur með vísvit-
andi rógmælgi sína um illindi
milli fermingarbarna í Bárðardal.
Hefir landsikunnur bóndi í Bárðar-
dal tvisvar í sumar stimplað Val-
tý ósannindamann fyrir þá sögu,
en ritstjórinn þagað við því öllu
og engan heimildarmann getað til-
greint.
þessi atriði eru rakin hér til að
sýna atferli Mbl.-manna. Tilefnis-
laust ráðast iþeir á erlenda konu
eða námsfólk, aðeins af því að
þeir halda að þar sé minst um
varnir og hermenslta skræfunnar
njóti sín þar best.
En Valtýr er ekki búinn enn.
Aðalefnið í greinum hans er að
sanna það, að venkamannapóli-
tík sé kend í Samvinnuskólanum.
Hann álítur auðsjáanlega þessa
umræddu stjóramálaskoðun mjög
glæpsamlega, því að annars væri
fávíslegt að áfella þá er hann
telur hafa áhrif í því enfi.
Nú er best að gera Valtý það
til ígeðs að játa „vegna röksemda",
að verkamannasamtök séu vond
og að þau stynkist aðallega í skól-
um og með kenslu. þá er sá skóli
auðvitað verstur og skólastjóri
mestur afbrotamaður við land sitt,
sem á fyrir lærisveina hina öfl-
ugustu verkamannaforkólfa
Eg stend mjög illa að vígi í
þessari samkepni, því að mér er
ekiki kunnugt um að nokkur læri-
sveinn úr Samvinnuskólanum sé
ritstjóri, bæjarfulltrúi eða þing-
maður, eða í nokkurri vegtyllu
fyrir verkamenn. En sá maður,
sem hér er langfremstur, er Stef-
án, faðir Valtýs. þar næst kemur
Sigurður föðurbróðir Valtýs, og í
þriðju röð kemur Geir Zoega,
kennari Valtýs. En af þessum
mönnum verðru langþyngst sekt á
baki Stefáns skólameistara, ef
fylgt er kenningu sonar hans. Og
ef Stefán hefði enn verið á lífi,
þá hefði það verið skylda sonar-
ins að láta reka Stefán frá skól-
anum á Akureyri, og helst láta
hann sæta alvarlegri refsingu að
auki.
Nú skulu leidd rök að brotum
Stefáns heitins, að dómi Valtýs.
I Reykjavík hafa verkamenn 6
fulltrúa í bæjarstjóra. Af þeim
er helmingurinn lærisveinar Stef-
áns, þar á meðal báðir þeir menn,
sem verkamenn höfðu í ikjöri nú
’á dögunum. Stefán skólameistari
hefir ungað út þessum voðamönn-
um, sem Mbl. segir að siðferði
landsins standi svo mikil hætta af.
Á Isafirði er jafnvel enn fræg-
ara verkamannahreiður en hér.
þar ráða þeir öllu í bæjarstjorn,
byggja spítala, bryggjur og kaupa
lóðir til hrellingar broddunum
vestra, og þjóðnýta marga hluti.
Og hvei-jir eru pottur og panna í
þessum ósköpum á ísafirði? Auð-
vitað tveir lærisveinar Stefáns
skólameistara, læknirinn og póst-
meistarinn.
Ekki tekur betra við, ef komið
er norður til Akureyrar. þar er
gefið út verkamannablað. Og auð-
vitað stýrir því lærisveinn Stef-
áns skólameistara. Og í flokki
með honum eru þar aðrir læri-
sveinar Stefáns, sem taldir eru
enn mótfallnari helgidómi eignar-
réttarins en ritstjórinn.
þá á sr. Sigurður í Vigur sinn
þátt í hinu synduga framferði
„bolsanna". Jón Baldvinsson, höf-
uð flokksins og þingmaður hans,
er lærisveinn og andlegur skjól-
stæðingur Vigurklerks.
þá hefir Geir rektor gert fleira
syndsamlegt, að dómi Valtýs, en
að sleppa fjölda nemenda lausum
í spillingu bæjarins daginn, sem
tveir af lærisveinum Stefáns voru
kosnir í bæjarstjómina. Úr
mentasikólanum hefir nefnilega
komið heil legio af verkamanna-
forkólfum. Einn þeirra hefir jafn-
vel gerst svo djarfur að láta
kjósa sig í bæjarstjómina. I
stuttu máli má isegja, að þessir
þrír merkismenn, bræðurnir Stef-
án og Sigurður og Geir rektor,
hafi alið upp forkólfa venka-
mannastéttarinnar, ef trúa má
vísindum Valtýs. Nú er óskað eft-
ir að hann láti 1 næsta Mogga í
Ijósi, hvaða skerðing á mannorði
eigi að afplána synd þeiraa. Fram
að þessu hafa menn akki skilið þá
ráðstöfun forsjónarinnar, að
leggja það á annan eins merkis-
mann og Stefán skólameistara, að
eiga þvílíkan son sem Valtýr er.
En nú hefir Moggi gefið skýr-
inguna. Ef skólastjórar ráða
pólitiskum skoðunum nemenda
sinna, þá hefir Stefán á Möðru-
völlum brotið meir á móti Mogga-
dótinu og Grimsbylýðnum, en
nokkur annar íslendingur. Og
hegningin samsvarar brotinu —
til að uppfylla kröfur hins eilífa
réttlætis. J. J.
----o----
Úr bréfl.
Borgarnesi 31. jan. ’26.
Nú undanfarið hefir þinigmað-
ur okkar verið að halra þing-
málafundi í kjördæminu. I gær-
kvöldi hélt hann fund hér og var
það sá síðasti. Stóð hann yfir frá
kl. 5í gær til kl. rúmlega 6 í
morgun. Mesta hitamálið á öllum
þessum fundum hefir verið svo-
látandi áskorun: „Fundurinn
skorar á ríkisstjómina að gæta
þess stranglega, þegar hún sendir
menn í erindum landsins til er-
lendra ríkja, að velja þá menn,
sem reyndir erai að þekkingu og
dgunaði og um alla háttsemi
koma fram þjóðinni til sæmdar“.
Hafa íhaldsmenn barist mjög á
móti þessai’i áskorun og gert að j
verulegu kappsmáli að fella hana. |
Á fundunum í Norðtungu og
Arnarstapa var hún samþykt því
nær í einu hljóði, en í Svigna-
akarði feld með 1 atkvæðis mun.
Ihaldsmönnum er verst við end- ,
irinn á áskoruninni. — Hér var
hún samþykt í morgun með
nokkrum atkvæðamun, eftir lang-
ar og heitar umræður. Tók Ihald-
ið einkum það ráð, að tala mikið
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
Millur
og alt til uppliluts
sérlega ódýrt.
Skúfholkar
úr gulli og silfri.
Sent með póstkröfu
út um land ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 388. — Laugaveg 8.
Bændur!
munið eftir að panta í tíma
sláttuvjelina DEERING og vara-
stykki í haua.
Heigi Jónsson,
Stokkseyri.
Síðastliðið haust voru mér dreg-
in tvö lömb, hvítur hrútur og
hvít gimbur, með mínu rétta
marki, lögg aftan hægra og blað-
stíft aftan vinstra. þar sem eg á
ekki þessi lömb getur réttur eig-
andi vitjað andvirðis iþeirra til
mín að frádregnum kostnaði og
samið við mig um markið.
Stórholti í Dalas. 26. jan. 1926.
Theódór G. Theódórs.
Stórkostleg verðlækkim.
ERNEMANN-myndavélar, efni og
áhöld. (Notkunai-reglur á íslensku.
Pantið verðskrá).
Spoitvöruhús Reykjavíkur
(Einai1 Björnsson).
Bækur Bókatélagsins:
Hjá Ársæli Árnasyni og öllum
bóksölum: Islandssaga II. Verð
3,50. Dýrafræði 1. (Spendýrin).
Verð 3,50.
Hjá nálega öllum kaupfélögum
og nokkrum bóksölum: Íslandíi-
saga 1, Dýraíræði II (Fuglarnir),
Nýju skólaljóðin. Verð hverrar
af þessum bókum 2,50.
um Árna frá Múla og gera hann
að píslarvotti, og hvað það væri
ljótt gagnvart honum að fletta
ofan af sendimannshneikslinu.
Næst þessu rnáli var mest deilt
um þessa tillögu (frá V. G.):
„Fundurinn lítur svo á, að ísL
þjóðiimi stafi mjög mikil hætta
af hinum öra flutningi fólks úr
sveitum í sjávarþorpin, og þar
sem kunnugt er, að flutningur
þessi stafair ekki að litlu leyti af
örðugleikum fyrir ungt efnalítið
fólk að mynda sjálfstæð heimili
í sveitunum: dýrleika jarða,
bygginga o. s. frv., þá skorar
funduiiim alvarlega á Alþingi að
hlynna að ræktun og bygging
sveitanna mun meir en undanfai-
ið, svo sem: með ódýram ræktun-
ar- og byggingarlánum, tiiraunum
og fyrirgreiðslu á afurðasölu
sveitanna, aukinni alþýðumentun
í skólum í sveitum o. fl.“.
----o---- Frh.
Spánverjar tveir hafa nýlefgia
flogið yfir Atlandshaf. Flugu frá
Spáni um Marokkó til Grænhöfða-
eyja og þaðan til Suður-Ameríku.
Famaðist þeim vel. Segir sím-
fregn að þeir ætli síðan að fljúga
norður eftir Ameríku, um Græn-
lad til Islands og þaðan um Eng-
land heim til Spánar. Ófrétt er
hvenær þeir munu vera væntan-
legir hingað.
Ritstjóri Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.