Tíminn - 06.02.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.02.1926, Blaðsíða 1
<55)a(bf eti ag afgceifcslur’a&ur Cimans er . Sigurg'eir ^rttrif sfon, Samban&sfyásimt. Keyffívrrtf X. ár. Utan úr heimi. Mosulmálið. Margt bendir á að nýja árið verði í hinum stóra heimi síst ró- legra en gamla áríð. En iþað málið sem nú er efst á baugi og mest hættan á að ófriður standi af, er deilan milli Englendinga og Tyrkja um Mosulhéraðið og hefir sú deila þegar staðið lengi yfir. Er ekki að efa að Englendinigar gera það sem unt er til þess að komast hjá ófriði. Fyrst og fremst af friðarást — en ekki síður af hinu, að stríð við Tyrki væri Englendingum allra hluta vegna mjög erfitt. Allur enski landherinn telur nú ekki nema 150 þús. manns. í lönd- unum sem liggja að Mosulhérað- inu hafa Englendingar ekki telj- andi her nema loftherinn. Hefir hann reynst ágætlega til lögreglu- eftirlits, en er alls ónógur til stór- ræða. Miðjarðarhafsflotinn enski mun að vísu, að vörmu spori geta spent heljargreipar sínar um öll höf sem liggja að Tyrkj alöndum, hindrað alla aðflutninga og fyrir- hafnarlítið tekið Miklagarð her- skyldi. En þetta kæmi ekki neitt sérlega hart niður á Tyrkjum. þeir hafa flutt stjóm sína alfarið frá Miklagarði til Angora og Tyrkjalönd í Asíu eru landbún- aðarlönd, sem mun-u geta þolað hafnbann og flutningateppu lengi. En tyrkneski herinn hefir feng- ið miklar umbætur undir stjóm Mustafa Kemals og víst er talið, að á skömmum tíma geti Tyrkir kvatt til vopna 300000 manns. Og allmikill hluti þeirra liggur nú þegar í herbúðum skamt frá Mo- sulhéraðinu. Mega Englendingar þess vegna eiga það nokkurnveg- inn víst, ef til ófriðar dregur, að upphafið verður það að Tyrkir leggja undir sig land það sem um er deilt. Hafa heyrst raddir um nánari samvinnu milli Englands og Ital- íu í Miðjarðarhafi og ef svo væri má telja víst að Tyrkir hafi sig hæga. En sum ensku blaðanna benda á að Ítalía sé líkleg að verða altof heimtufrekur banda- maður. Er Italía eitt hinna fáu Norðurálfulanda þar sem ofþrönlgt er orðið um þjóðina heima fyrir. Fyrir stríð fluttu um 800,000 1- talir árlega úr landi og eftir stríð a. m. k. 300,000 árlega. Fóru flestir áður til Bandaríkj anna, en nú eru þau að mestu lokuð og straumnum beint til Suður-Ame- ríku og Ástralíu. Valdhafamir ítölsku vildu áreiðanlega miklu heldur beina þeim straum til ein- hverrar gamallar rómverskrar ný- lendu skamt frá austurbotni Mið- jarðarhafs. Hefir Mussolini nýlega talað digurt um nýlenduþörf, utanríkis- málastefnu og aukna hermensku Ítalíu. Getur ekki staðið betur á, en að beina útrásarþörfinni til Litlu-Asíu. Englendingar hafa af iþessu miklar áhyggjur. þeim er það ekiki gleðileg tilhugsun að Ítalía eflist um of í Miðjarðarhafi. Liggur þar um lífæð heimsveldis- ins enska og mundi af hljótast ólífissár ef á væri skorið. . —— Alþingi er sett í dag. Mörg mál og mikilsvarðandi munu liggja undir úrskurð þess, að vanda. En um fjárhagsafkomu alls 'þorra borigaranna og landsins í heild sinni, er eitt málið langsamlega þýðingarmest. þetta mál er gengismálið. Fyrir níu mánuðum skildist Alþingi við þáð mál og lét í ljós ákveðinn vilja sinn um hveraig því skyldi skipa. það lagði megin- áherslu á að gengi íslensikra pen- ingi yrði haldið sem föstustu. Al- menn rökstudd mótmæli komu fram gegn því að svo ör yrði hækkun krónunnar, sem þá háfði. veríð undanfarið. Hina mestu áherslu lagði Alþingi á varlega hækkun krónunnar — varlegri en verið hafði áður, og breytti lögum og skipun gengisnefndar, til þess að fá því framfylgt. þessi yfirlýsti vilji Alþingis hefir verið að engu hafður. Miklu óvarlegri hækkun krónunnar hefir átt sér stað síðan, en nokkru sinni áður. Með ábyrgðina á því á herðum kemur landsstjórnin nú fram fyrir Alþingi. þvert á móti vilja Alþingis hafa atvinnuvegirair verið skattlagðir í haust með gengishækkuninni, svo nemur miljónum króna. Munu opinberlega koma fram um það glöggar tölur, áðui- en langt líður. þessa vegna standa báðir aðal- atvinnuvegir Islendinga nú stór- lega höllum fæti. þótt árið liðna væri ágætt afla- ár, veldur gengishækikunin því að allmörg — svo ekki sé meira sagt — útgerðarfélaganna hafa tapað á árinu. þótt árið liðna væri um árferði ágætt ár fyrir landbændur, mjög víða á landinu, er útkoman áreið- anlega sú, þegar á heildina er lit- ið, að bændur landsins auka stór- lega skuldir sínar. Eru það ly)gi- fregnii’, sem sum Ihaldsblaðanna hafa flutt, að árið liðna hafi ver- ið gott ár fyrir bændur. Ef gilt hefðu á íslandi ósviknir peningar, ef ríkið hefði int af hendi þá skyldu að halda föstu verðlagi peninga, hefði árið orðið sæmilegt. En með gengishækkuninni var lagður nálega 20% verðtollur á framleiðsluvörur bænda. þarf minna til að snúa við útkomunni. Slík er reynslan frá árinu liðna. það sem Alþingi síðasta helst vildi varast, kom yfir engu að síður. Má Alþingi að vísu sjálfu sér um kenna, að ganga ekki traustlegar frá málinu, og í annan stað að láta iþá landsstjórn sitja sem glottandi virðir að vettugi vilja þess og féflettir atvinnu- rekendur. Og enn hefir lands- stjómin lýst því yfir að á hækk- unarbrautinni vilji hún halda áfram. Útlitið um atvinnurekstur er alvarlegra en það hefir lenigi verið, bæði til sjávar og sveita. Verð afurðanna hrunið stórum í verði og engin von um að úr því rætist. Innlendur kostnaður við fram- leiðsluna aftur á móti nálega hinn sami og áður — og enn minni von um að hann lækki, sem nokkru nemur. Oig þrátt fyrir þetta lýsir lands- stjómin því yfir — fjármálaráð- herrann nú síðast á fundi fyrir nýaf staðnar bæ j arstj ómarkosn- ingar — að áfram eigi að halda á hækkunarbrautinni. þetta eru bein banaráð við at- vinnuvegi landsins og framtíð landsins. Engu máli eiga kjósendur lands- ins. að fylgja með jafnmikilli at- hygli og þessu, af þeim sem Al- þingi nú fær til meðferðar. « ----o---- Severin Jörgensen. Með síðustu blöðum frá Dan- mörku barst hingað sú fregn, að þar sé nýlátinn einn hinn ágætasti maður landsins, faðir danskrar samvinnu, Severin Jörgensen. Hann var 84 ára að aldri og hafði haldið góðri heilsu og fullum starfskröftum fram á elliár. Severin Jörgensen er hinn eini samvinnumaður á Norðurlöndum, sem kunnur vai’ fyrir störf sín meðal mentaðra félagsbræðra í öllum siðuðum löndum. þegar hann hóf starf sitt var sam- vinnuhreyfingin eins og hvítvoð- ungur í vöggu, en þegar hann féll frá er þessi hreyfing orðin einhver öflugasti þáttur í menn- ingu og atvinnulífi Danmerkur. Og því betur sem það mál verður rannsakað, því berara mun það koma f ljós að Jörgensen hefir verið lífið og sálin í nálega allri þessari stórfeldu þróun. ^ Severin Jörgensen var alinn upp í fátækt, og fékk litla skóla- mentun á bernskuárunum. Á ung- lingsárunum var hann búinn að staðráða Ameríkuferð, en úr því varð þó ekki, fyrir tilviljun. Hann settist að heima. Kaupfélögin voru þá að hefja göngu sína í Danmörku. Jörgensen var feng- inn til að stýra einu þvílíku smá- félagi skamt frá Kolding. þetta litla félag óx ótrúlega mikið. Menn vissu ekki af hverju það kom, en kaupstjórinn var sívinn- andi, bjartsýnn og sá stöðugt ráð sem aðrir fundu ekki. Eftir nokkra stund var hann, auk kaup- félagsforstöðunnai’ heima fyrir, farinn að kaupa inn mest eða alt fyrir fjóra næstu kaupstjórana. Fleiri vildu njóta stuðnings þessa menkilega manns. Fyr en varði var hann orðinn forstöðumaður samvinnuheildsölu, er um nokkur ár var rekin á hans ábyrgð og undir hans nafni. En alt gekk vel. Heildsalan fluttist úr þorpinu hjá Kolding til Árósa, og þaðan til Khafnar. I skjóli heildsölunnar fjölgaði kaupfélögunum, og ná- leiga öll félögin leituðu trausts og halds undir vemdarvæng hins bjargsýna og þróttmikla foringja. Smátt og smátt varð danska sam- bandið langsamlega stærst og sterkast allra fyrirtækja í land- inu og því sæti heldur það enn. Náttúrlega var æfi Severin Jörgensens ekki eintómar sigur- farir. Mótstaðan gegn félagsskapn um var geysilega mikil og fjöldi blaða vann að því að tortryggja starfsemi hans í þágu félaganna. Tvisvar sinnum var þessi láns- trausts-spillandi gagnrýni orðin svo illvíg, að hann krafðist opin- berrar rannsóknar á hag sam- bandsins. það var gert. En þá kom í ljós alt annað en andstæð- ingarnir höfðu búist við. Féll þá sú ádeila niðui’ meðan hann stýrði heildsölu félaganna. Severin Jörgensen var einn af tþeim mönnum, sem kom ótrúlega miklu í verk, en átti þó aldrei annríkt. Hann stýrði heildsölunni og hún hafði útibú og jafnmarg- ar verksmiðjur. Hann ritaði mest og best allra Dana í tímarit dansikra samvinnumanna. Hann var löngum í ferðum erlendis, einkum á mótum samvinnumanna, eða að kynna sér erlend fordæmi, eða að miðla öðram af sjóði þekk- ingar sinnar og reynslu. Hann barðist fyrir stofnun Samvinnu- bankans í meir en 30 ár, en hann tók fyrst til starfa einu ári eftir að Severin lét af forstöðu heild- sölunnar 1913. Sennilega hefir honum orðið honum þyngsta raun æfinnar, að sjá þetta fyrirtæki, sem hann hafði unnið svo mikið fyrir og gert sér svo miklar vonir um, hrynja á rústir. En jafn- vel nú í vetur, þegar bankinn var að liðast sundur ritaði Severin Jörgensen djarfmannleg- ádeiluna á samherja sína fyrir að hafa gefist upp í stað þess að reyna til að sigra. Útlendur maður sem kom til Danmerkur til að kynna sér ein- hvem þátt danskrar samvinnu segir svo frá, að hann ritaði Jörgensen bréf frá Kaupmanna- höfn yfir til Jótlands og bað um leyfi að mega heimsækja gamla manninn til að fræðast af honum. Ekkert svar kemur, en á þriðja degi vindur Severin Jörgensen sér inn úr dyrunum hjá útlendingn- um upp á þriðju hæð á igistihúsi því er hann bjó á. þá var Jörgen- sen áttræður, en kátur og fjör- ugur eins og ungur maður. Fjör hans og óeigingimi var svo mik- ið, að hann lagði á sig fyrirhöfn- ina að finna erlenda manninn, til þess að gera honum greiða. Lífsmagnið og óeigingimin knúðu hann til að vera sístarfandi til að bæta mein annara manna, án þess að spyrja um -þökk eða laun. Ein- mitt iþess vegna hefir honum orð- ið svo mikið ágengt. þess vegna krýpur ,nú heil þjóð við líkbörur hans. J.J. ----o- - - - Björn þórólfsson meistari í ís- lensiku dvelst við ýms störf í Kaupmannahöfn; er nú meðal annars, að búa undir prentun nýja vísindalega útgáfu af Fóst- bræðrasögu. Kom út eftir hann nýlega rit: ,,Um íslenskar orð- myndir á 14. og 15. öld. Hefir Finnur Jónsson prófessor ritað dóm um bókina og segir meðal annars: „Saga íslenskrar tungu hefir lítt verið rannsökuð til nokkurrar hlítar eftir hérumbil 1300. Helst hafa menn fengist við málið fyrir framan þann tíma, og þó er þar margt órannsakað enn. En um sögu málsins eftir þann tíma hafa menn vaðið í villu og svíma og lítið vitað um breytingar, sem gerðust, nema svona undan og of- an á. því er það vel farið, að menn eru nú famir að vakna til rannsóknar á öllu því sem þar til heyrir eða mörgu, og væri vel, að henni yrði haldið rækilega áfram, alt niður til vorra daga. . . Björn hefir í riti sínu, er titill iþess er framan við grein þessa, samið yfirlit yfir hljóðin og mál- myndimar á nefndu tímabili og sýnt breytingar þær, er orðið hafa Hann hefir sjálfur gert frumrannsóknir um þær og safnað til ritsins úr rímum og skjölum og gert það vel og áreiðanlega. Efninu er skipað eins og gerist í málfræðisbókum. I alllöngum ,,viðauka“ skýrir höf. helst frá nýjungum og öðru á 16. öld og síðar, mikið eftir prentuðum bók- um (Nýja testamenti Odds og fleirum, einkum eldri málfræðis- bókum). Bókin er yfir höfuð ágæt það sem hún nær og verður fræði- mönnum að miklu gagni. Hún er samin með róttækri þekkiiigu og góðri skynsemi; höf. er laus við öfgar og öfuglyndi sem oft ber allmikið á hjá sumum, er hafa ekki nægillega almenna málfærðis- þekkingu; verða þá ýmsar at- huganir, sem í sjálfu ,sjer eru góðar, misskildar og það sem leitt er út af þeim rangt eða skakt, meira eða minna........ Mér er óhætt að mæla með kverinu og er viss um, að það verður notað mikið af málfræðingum, og það á það skilið. óskandi væri, að höf. fengi tóm til að að halda þessum rannsóknum sínum áfram“. Er það mjög gleðilegt að hinn lærðasti íslendingur núlifandi, í þessum fræðum, fer svo loflegum orðurn umi B. þ. og er þess að vænta að hann eigi eftir að vinna margt merkilegt á þessu sviði. Síra Jóhannes L. L. Jóhannesson gaf út rit fyrir nokkru um líkt efni og áðumefnd bók Bjöm þór- ólfssonai' fjallaði um. Heitir ritið: „Nokkrar sögulegar athuganir um helstu hljóðbreytingar o. fl. í íslensku, einkum í miðaldamál- inu“. Um þetta rit skrifar Björn vel rakstuddan dóm í nýútkom- ið hefti af „Arkiv för Nordisk Filologi". Nefnir Bjöm mörg dæmi um að J. L. L. J. fer með fjölmargar fjarstæður í ritinu, sumpart vegna fáfræði, sumpart vegna fjótfæmi og aðgæsluleys- is. Er ekki ofsagt að vart stend- ur steinn yfir steini í ritinu eftir gagnrýningu B. þ.og segir hann að nú komi ljóslega fram að höf.kunni ekki aðferðir til vísindalegra starfa — og þó kemur það greini- lega í ljós að hann vill taka sem vægustum tökum á J. L. L. J. Væri réttara fyrir J. L. L. J. að reyna að bæta eitthvað úr fá- tfræði sinni á þessu sviði en að vera að kasta hnútum að öðrum. Ágætur fulltrúi! það mun vera sjálfur Jón þorláksson sem talar mjög um það nýlega í einu stjómarmálgagninu, að ungfrú Ingibjörg H. Bjamason, IhaJds- konan á þingi, hefi reynst svo ágætur fulltrúi (!) fyrir kvenfólk- ið. En J. þ. ritar ekki nafn sitt undir grein þá er flytur þessa full- yrðingu, sem vonlegt er. Vita og allir kunnugir hverskonar ágætur fulltrúi (!) I. B. H. hefir reynst fyrir kvenfólkið. Hún barðist gegn því með hnúum og hnefum að kvennaskóli sveitastúlkna á Blönduósi yrði gerður að ríkis- skóla jafnframt Reykjavíkurskól- anum. Leynt og ljóst reyndi I. H. B. að vinna ógagn því máli að stofna húsmæðraskóla á Staðar- felli og mun framkoma hennar, gagnvart forstöðukonu 'þess fyr- irtækis lengi í minnum höfð. Og I. H. B. hefir mjög haft hom í síðu hinni vinsælu og þjóðnýtu starfsemi ungfrúar Halldóm Bjarnadóttur. — Svo ágætur full- trúi (!) ikvenfólksins er Ihaldskon- á Alþingi. Mætti ýmislegt fleira nefna þessu líkt. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.