Tíminn - 20.02.1926, Page 1

Tíminn - 20.02.1926, Page 1
<S)a(bfert ■>$ af9rct6slnr"aéut Ctmans et Sigurgeir ^rt&rifsfon, Sambcmösíjústnu, Heyfjaoff. 2Kfgceií>sla C t m a n s er i Sambonösöúsinu (Dpin Sagle^o 9—12 í b Simt 49* X. ár. Reykjarík 20. febrúar 1926 8 hlafl Til frú Kristbjargar Marteinsdóttur i Ystafelli i Köldu-Kinn. Nú verður þér Kinnin veðrasvöl og vorið sem minningabj armi og jafnvel sumur og sólskin föl, því svo er í þyngstum harmi: að alt er sem skuggi hjá eiivni sál, hjá einum lokuðum harmi. En lind eg veit, sem að líknað fær, — þann ljósasta miskunnarvottinn — þau blessuðu tregatárin skær, frá trygðanna bjargi sprottin ; þau svala og lyfta, uns sál er frjáls, og sátt við himnanna Drottinn, þá birtir, svo minningin megnar að sjá hve margt er og stórt að geyma, hve elskunnar festing er heið og há og hugljúft hið fama að dreyma, — hve sá er ríkur, er syrgir mest, — að sorgin má engu gleyma. þú skilur það, kæra. þótt skyggi að. þinn skógur í blóma stendur; hið góða býr sér æ betri stað, æ bjartari’ og heitari lendur. Og ást þín leggur hvað er og hvað var í almáttugg gjafara hendur. Eg minnist: í fjölda, mér fanst þar skjól og friður og blessun þess hreina er ykkur tvö vermdi trygðanna sól; mín trú fann þar brauð fyrir steina. Svo verið margblessuð, vafin þökk og varðveitt í ljósinu eina. Hulda. Sigurður Sigurðsson ráðanautur. Utan úr heimi. Svartliðastjóm. 1 þrem fomfrægum ríkjum í Suður-Evrópu, Italíu, Spáni og Grikklandi, er nú hið grimmasta einveldi fámennrar yfirstéttar. Að nafni til standa í fararbroddi æfin- týramenn, sem hrifsað hafa völd- ia og beita þeim með hörku. En í raun og veru er hver slíkur sefin- týramaður leiksoppur í hendi stéttar, er nýtur hagsmuna af harðstjóm í landinu. Nafnið svartliðar er bæði dregið af búningi þess hers, sem styður harðstjóm ítala, og þá ekki síður vegna dæmafárrar grimdar, er valdastétt þessi beitir við alla frjáislynda menn í landinu, sem láta nokkuð bera á skoðunum sín-. um. Svartliðastefnan er sprottin upp á Italíu eftir að styrjöldinni lauk. Ógnir og eymd hemaðarins höfðu haft spillandi áhrif á þjóðimar. Með friðnum urðu hundruð þús- unda af mönnum, sem árum sam- an höfðu starfað að manndrápum og grimdarverkum, atvinnu- og fé- vana. Ástandið á Italíu var um þessar mundir erfitt mjög, geysi- miklar ríkisskuldir og þungir skattar. Efnamennimir óttuðust skattana, sem þó voru óhjákvæmi- legir. þá gera efnamennirnir og hinn atvinnulausi tfarandlýður úr hernum bandalag sín á milli. Ann- ar lagði til féð, hinn líkamsorkuna. Hermennirair urðu verkfæri og vamarlið „yfirstétta" landsins móti öðrum borgurum landsins. Her svartliða óx brátt yfir höfuð lögreglu og hervaldi ríkisins. Svartliðar réðust á andstæðinga sína með ofbeldi hvar sem þeir sáu sér færi. þúsundir kaupfélags- búða voru brendar og lagðar í eyði, af því að keppinautar kaupfélag- anna hötuðu þau og svartliðamir vom fúsir til hryðjuverkanna. Helstu leiðtogar frjálslyndra manna í landinu voru drepnir eða flúðu úr landi. Svartliðamir höfðu þjóðina gersamlega á valdi sínu. Konungurinn varð eins og brúða í höndum svartliðaflokksins. Við kosningar stóðu svartliðar með byssur og sverð hvarvetna þar sem unt var að ógna kjósendum til að fylgja hinni nýju ofbeldisstjóm. þegar svartliðar höfðu á þennan hátt náð stjóm landsins í hendur sínar, breyttu þeir stjómar- skránni þannig, að eftir kosningar fékk stærsti flokkur þingsins flest öll sæti þingsins, en minni flokk- amir töpuðu að sama skapi. Á þennan hátt var þingið orðið leik- soppur í höndum svartliða, og valdið fengið með ofbeldi. Andófs- flokkamir gengu þá um stund af þingi, og tóku engan þátt í lög- gjöf með svartliðum. En stjórnin breytti ekki um hætti, og herti á kúguninni. þá sáu andófsflokkam- ir að þeir gátu fremur unnið hin- um kúguðu stéttum landsins gagn með því að vera rödd hrópandans á þessari eyðimörk kúgunarinnar. þeir komu aftur í þingsalinn. En litlu síðar hvarf einn af helstu mönnum stjórnarandstæðinga á al- faravegi um hádaig, inni í miðri Rómaborg. Brátt var fullvíst að svartliðar höfðu vegið manniim til að forðast uppljóstranir um glæpi þeirra, er hann vildi gera heyrum kunna í þánginu. Nokkru síðar fanst lík þingmannsins grafið á víðavangi utanborgar. Morð þetta vakti geysimikla eftirtekt, og það þvi fremur, sem morðing j amir' reyndust að vera aldavinir sumra hæstsettu mannanna í svartliða- hreyfinigunni. Rannsókn, dómur og fangelsisvist glæpamannanna var skollaleikur einn og eftir stuttan tíma vom helstu forsprakkai’ morðsins látnir lausir. Á Spáni hefir orðið sama niður- staðan. Harðstjórinn de Rivera stjómar þar með valdi hermanna, sem biðu ósigur fyrir smáþjóð í Afríku, en geta haldið niðri vopn- lausum almenningi heima fyrir. Að sögn höfuðskálds Spánverja, sem nú er í útlegð í Frakklandi, er Alfons Spánarkonungur í hinum allra nánasta félagsskap við svart- liðahervaldið spánska. I hinum betur mentu löndum í Evrópu miðri og norðanverðri hafa einstöku menn látið sér koma til hugar að koma á fót svartliða- stjóm að suðrænum sið. En í Frakklandi, þýskalandi, Englandi g á Norðurlöndum, hafa raddimar um ofbeldisstjóm verið kæfðar í fæðingunni. 1 Englandi gefa svart- liðar út ákaflega fylgislaust og ómerkilegt tímarit, English Re- view, sem að engu er haft í sínu landi. því merkilegra er að Mbl. hefir birt þýðingu eftir þessu riti, væmið lof um ofbeldisstjómina á Spáni. Og þessi þýðing var eftir einn af kennurunum við háskóla íslands. J. J. ----»---- Fréttir frá Alþingi bíða næsta blaðsvegna þrengsla. Alvarleg áminning. Gott er að læra aí reynslu er- lendra þjóða. F.r íslenskum bændum fróðlegt að heyra hvemig gengishækkunin hefir komið niður á dönskum bændum. Eftirfarandi tölur eru teknar eftir opinberum skýrslum dönsk- um og sýna afleiðingar gengis- hækkunarinnar á verðlag land- búnaðarafui’ðanna í Danmörku. Hinn 18. des. 1924 fengu dansk- ir bændur 30 y2 eyri fyrir ný- mjólkurpottinn. Rúmu ári síðar, hinn 7. jan þ. á. fengu þeir 15 aura. Hinn 18. des. 1924 fengu þeir 61/2 eyri fyrir pottinn af undan- rennu, en 7. f. m. fengu þeir 3 aura. Hinn 18. des. 1924 fengu þeir 600 kr. fyrir 100 kg. af smjöri, en 7. f. m. fengu þeir 306 krónur. Verðlækkuuin er um það bil 50%. Helmingi lægra verð fá danskir bændur nú fyrir vörur sínar en í fyrra, vegna igengis- hækkunarinnar, en margir stórir útgjaldaliðir við framleiðsluna hafa ekki, eða aðeins lítið lækkað. Verkalaun eru mjög lítið lægri, skattar og opinber gjöld nálega þau sömu 0. fL þarf ekki orðum að því að eyða nverjar afleiðingarnar verða um afkomu dönsku bændanna. Og hitt er öldungis víst, að samskonar hætta vofir yfir bændum fslands í næstu kauptíð, vegna hinnar gífurleigu gengishækkunar sem orðin er, hvað þá ef meira vofir yfir, samkvæmt stefnu lands- stjórnarinnar. Sala frosna kjötsins til Eng- lands, sem létti á norska markað- inum, og hækkun norsku krón- unnar bjargaði frá hinu allra versta í þetta sinn. Á næsta hausti koma afleið- ingarnar fyrst tfram með öllum þunga -..-o-..... Jarðaríör Sigurðar Jónssonar frá Ystafelli fór fram að Ljósavatni laug- ardaginn 6. þ. m. að viðstöddu afar- miklu fjölmenni. Húskveðju í Ysta- felli flutti séra Hermann Hjartarson en séra Sveinn Víkingur flutti lík- rœðu i kirkjunni. Auk þess fluttu þar kvæði og ræður nokkrir af sýslungum hins látna. Fór kveðjuathöfn þessi vel fram og af miklum alhug. — Kvæði eftir Huldu, sem birtist í þessu blaði, var flutt við útförina. Hann var fæddur 4. dag. októ- bermánaðar 1864, á Langholti í Flóa. Foreldrar hans voru merk- ishjónin Sigurður Sigurðsson og Margrét þorsteinsdóttir, er þar bjuggu í 30 ár. ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum. Faðir hans, Sigurður, dó 1905, var sonur Sig- urðar bónda í Oddagörðum í Flóa, ólafssonar bónda í Vetleifsholts- helli, Sigurðarsonar bónda í Borg- artúni, Hafliðasonar, bónda á Syðsta-Bakka í þykkvabæ (dó 1791), þórðarsonar Skálholtsráðs- manns (dó 1747), er lengi var skrifari Árna Magnússonar við jarðabókarstörf hans, þórðarson- ar sýslumanns á Ingjaldshóli, Steindórssonar sýslumanns Finns- sonar og hefir Steinn Dofri ætt- fræðingur ætlað að þann karllegg megi rekja til Ingólfs landnáms- manns. En Margrét, móðir hans, var dóttir þorsteins bónda í Lang- holtsparti í Flóa, Stefánssonar bónda í Neðradal í Biskupstung- um, þorsteinssonar bónda í Dal- bæ í Ytrihrepp, Stefánssonar prests í Steinsholti þorsteins- sonar. Árið 1887 réðst hann norður að Stóruvöllum í Bárðardal, til að nema þar sauðfjárhirðingu. Dvaldi hann þar eitt ár. 1888 fór hann til búnaðarnáms að Hólum, og út- skrifaðist þaðan 1890. þá réðist hann hjá nýstofnuðu búnaðarfé- lagi í þingeyi’arhreppi í Dýrafirði, og vann hjá því í tvö ár. 1892 gekk hann í þjónustu Búnaðar- félags Suðuramtsins, og vann hjá því í 5 ár. öll þessi ár starfaði hann að jarðabótum og leiðbein- ingum á sumrin, en kendi börnum á vetrum. Árið 1897 fór hann utan til frekara náms, með styrk frá Bún- aðarfélagi Suðuramtsins. Dvaldi hann erlendis tæp tvö ár. Fyrri veturinn á Ladelund mjólkurskóla en hinn síðari á landbúnaðarhá- skólanum í Ási. Sumurin notaði hann til að ferðast um Norður- lönd. Kynti hann sér þá vandlega búnaðarfélagsskap nágranna okk- ar og ýmsar nýjungar, er hann áleit að orðið gætu hér til þrifnað- ar. 1899 kom hann úr utanför þessari. Var á þessu ári stofnað Búnaðai’félag Islands, og fyrsta Búnaðarþingið háð. Átti hann sæti á því, og tveim þeim næstu — 1901 og 1903. 1. janúar 1900 varð hann ráðanautur hjá Bfl. ísl. og vann fyrir það alla stund síðan. Enn fór hann utan 1903 og 1923 til að kynna sér nýjungar í er- lendum búnaði. Mörg trúnaðar- og vandastörf voru honum falin, t. d. ótti hann sæti á Alþingi 1901 og 1909— 1919. Við kosningar 1902 gaf hann ekki kost á sér til þingsetu. Eins og fyr segir dvaldi Sig- urður í foreldra húsum þar til hann var 22 ára. Var heimilið hið mesta myndarheimili; og faðir hans í fremstu bænda röð. Var hann einn af brautryðjendum jarðabótastefnunnar sunnanlands og atorkumaður hinn mesti. Hlaut liann verðlaun úr gjafasjóði Krist- jáns konungs IX., ái’ið 1901. Var því hvortveggja að Sigurður ráða- nautur átti kyn til þess að verða framsýnn atorkumaður, enda sá hann það straks fyrir sér. Sagði hann mér svo sjálfur að hann hefði snemma fundið, að Sunn- lendingar myndu ekki eins miklir sauðfjárræktai’menn og þingey- ingar. því vistaðist hann norður þangað, til að fá tækifæri að kynnast því fyllilega, ef hann síð- ar gæti flutt Sunnlendingum ein- hverjar nýjungar er yrðu þeim að liði. Sannaðist þaraa hið fom- kveðna, að snemma beigist krók- ur til þess er verða vill, því alla tíð síðan var það Sigurðar mesta yndi að miðla öðrum af þekking sinni, reynslu og athugun. Er hann hafði notið leiðbeininga Bárðdæla höfðu honum opnast ný útsýni, og; mörg ný viðfangsefni til umbóta blöstu við. Réðst hann þá í Hólaskóla og stundaði þar nám í tvö ár. Með starfi hans í Dýrafirði byrjaði starf hans sem ráðanaut- ur bændanna. Er hann hafði starf- að sem kennari og ráðanautur í jarðyrkju í samfleytt 7 ár, hafði hann rekið sig á fjölda spura- inga sem þurfti að svara, fjölda viðfangsefna sem biðu úrlausna. þá loks gat hann farið utan, með atbeina Búnaðarfél. Suðuramts- ins til framhaldsnáms. Er hann kom út í löndin urðu fyrir honum fjölda nýjungar sem okkur voru nauðsynlegar og hollar, ef stakk- urinn væri sniðinn eftir okkar vexti, og er hann kom heim 1899 átti hann offjár í hugsjónum, vonum og fyrirætlunum, er hann vildi gefa þjóð sinni og landi og eftir það varði hann æfinni til að fá þjóðina til að þiggja gjafim- ai’ og hagnýta sér þær. Að segja sögu Sigurðar ráða- nauts, sem búnaðarfrömuðs, er að segja sögu Búnaðarfélags Islands, því hann byrjar sem starfsmaður félagsins þegar það er stofnað og tekur þátt í öllum stærri málum, sem það lét til sín taka, enda þótt það nú fyrir fáum árum fjölgaði starfsmönnum sínum, svo verka- hringurinn yrði stærri og verkin skiftari. Svo eg telji fátt af mörgu er hann kom á til bóta, nefni eg fyrst rjómabúin og naut- gripafélögin. Hafði hann kynt sér ítarlega samskonar félagsskap í Danmörku, og sá hvaða féþúfa þetta var Dönum. Hefir hann með þessum félagsskap lagt grundvöll að framtíðarvelgengni margra sveita landsins. Sýndi hann jafnan frábæran áhuga á að hvetja bændur og leiðbeina þeim með þessa hluti, og er víst að þetta eitt mundi nægja til að halda nafni hans á lofti um lang-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.