Tíminn - 20.02.1926, Side 2

Tíminn - 20.02.1926, Side 2
30 TlMINN an aldur, en margar fleiri stoðir renna undir það, svo ekki er hætt við að það fyrnist í bráð. þá sá hann í hvaða niðurlæg- ing hrossaræktin var, og gat áork- að því að hrossafél. mynduðust á nokkrum stöðum, og hafa þau nú þegar gert mikið gagn, þó aðal- þýðingin sé sá grundvöllur sem þau hafa lagt undir hrossarækt- ina, í framtíðinni. Einnig eru gild- andi lög um kynbætur hésta, verk Si'gurðar. Með atbeina Guðjóns Guð- mundssonar ráðanauts, kom hann því til leiðar að búfjársýning var haldin að þjórsártúni 1907. Leið síðan varla nokkurt vor svo að hann væri ekki á búfjársýning- um og leiðbeindi með búfjárrækt. þá hefir Sigurður ráðanautur unnið mikið og gott verk í þarfir jarðyrkjunnar, t. d. hefir enginn unnið með meiri festu að áveitu- fyrirtækjunum sunnanlands. Einn ig mældi hann fyrir og hafði for- sagnir um fjölda áveitur víðsveg- ar um land. Á hinum mörgu og löntgu leiðbeiningaferðum sínum, kom hann í allar sveitir landsins, og mörgUm sinnum í flestar þeirra. I hverri einustu sveit leiðbeindi hann meira eða minna í túnrækt, svo einnig þar var hann áhrifa- ríkur. Enn er ótalið, að hann hefir á flestum búnaðarnámsskeiðum sem B. í. hefir haldið, flutt þar fyrir- lestra. Auk þessa hefir hann skrifað mjög mikið í Frey og Búnaðarritið. þori eg því að full- yrða, að hann er einn af áhrifa- mestu búnaðarfrömuðum sem Is- land hefir átt. Ekki virðist mér þurfa að lýsa útliti Sigurðar, því víst eru það mjög fáir fullorðnir menn á ís- landi sem ekki hafa séð hann, og þá þarf ekki að lýsa framgöngu hans og viðmóti, svo mjög sem hann laðaði menn að sér við við- kynninguna, enda voru þeir fjöl- margir sem treystu Sigurði sem vini og ráðgjafa, má nefna sem dæmi, að hann stóð í föstu bréfa- sambandi við marga tugi manna og þurfti því að svara mörg hundruð bréfum á hverju ári. það sem mér virtist einkenna Sigurð ráðanaut, var hvað hann var framsýnn, ráðhollur og var- færinn. Hans skoðun var að bún- aðurinn yrði að þróast stig af stigi, og honum þótti vænna um bændurna en svo, að hann vildi leggja þeim þau ráð er orðið gætu að fótakefli, enda naut Sig- urður almennara trausts og vin- sælda en eg hefi þekt um nokkum annan mann. Samverkamaður var hann ágæt- ur bæði oklrur starfsbræðrum sín- um, þó miklu værum við honum yngri og óreyndari, og yfirboður- um sínum, þó kærust væri honum N'okkur orð um bækur og bókmentir. Frh. _________ Dr. Jón Helgason kemst svo að orði um orðabókina að yfirleitt séu því engin takmörk setjandi, sem finna megi í henni af allskon- ar fróðleik. þetta eru orð og að sönnu. I henni eru ekki aðeins málfræðisskýringar, heldur einnig fjöldi af þjóðsögnum og vísum, og þetta gerir bókina að ómetanleg- um fjársjóð fyrir bókmentir vor- ar. Hún er spegill af andlegri menningu og lífsskoðun íslendinga um miðja 18 öld*). Orðabókin er aðalverk Jóns ól- afssonar og ætti því að vera þungamiðjan í doktorsritgerðinni, og er það aði vísu, en þó ekki sem vera ber. Mér virðist of miklu *) hess má geta aö dr. Páll E. Óla- son hefir afritað nokkum hluta, hérumbil þriðjung, af orðabókinni fyrir Landsbókasafnið. Er brýn nauð- syn á að lokið verði við það verk. minning þórhalls biskups, sem hann bað mig að geta um ef eg ritaði eftir hann. Mat hann þar mest hlýju hans í garð bændanna og skilninginn á þörfum þeirra og getu, og að hann kunni að meta starfsmanninn sem samverka- mann en ekki aðeins sem þjón. þannig var hann sjálfur, sem fyrstur bar fram tillöguna á Bún- aðarþinginu um vinnuhjúaverð- launin. 1. maí 1897 giftist hann Björgu Guðmundsdóttir Eggertssonar frá Höll í Dýrafirði. Móðir hans var Elínborg Jónsdóttir Hákonarsonar á Sveinseyri í Dýrafirði. Lifir hún mann sinn ásamt tveim son- um þeirra: Geir Haukdal versl- unarmanni og Sigurði Haukdat stud. theol. Fram á síðustu ár var Sigurður heilsuhraustur, en fyrir rúmu ári kendi hann heilsubilunnar. Lét hann þetta þó ekki aftra sér frá að vinna fyrir áhugamál sín, en í haust lagðist hann veikur. Var hann þá staddur á Rauðalæk í Rangárvallasýslu. Lá hann þar nokkra daga, en var svo fluttur heim til sín. Komst hann ekki á fætur aftur. Hann lést 14. þ. m. Með Sigurði eiga íslenskir bænd- ur að sjá á bak þeim manni er næstlengst*) hefir unnið fyrir þá, manni sem hefir staðið af sér allan öldugang og breytingar ald- arfarsins og stofnunarinnar, sem hann vann hjá, án þess að líða kreinkingu af því. Altaí naut hann sama trausts og virðingar bændanna, og hvar sem hann kom, var honum fagnað sem vini. Eg er því viss að hlýjar kveðjur ber- ast að líkbörum Sigurðar, og margir /gleðjast við hugsunina, að maðurinn li-fir í verkum sínum, þó hann hverfi sjónum. Th. Á. ---o---- Ordabelg'ur Guðm. Friðjónsson leggur „orð í bielg“ 1 einu íhaldsmálgagninu 13. þ. m. þykist hann vilja grípa í streniginn með Sigurjóni bróður sínum út af bréfum hans í Lögr. um Kaupfél. þingeyinga. þingey- ingum hefir gengið illa að skilja hvað Sigurjón ætlaði að vinna með iblaðagreinum sínum um fé- lagið. Sjálfur var hann trúnaðar- maður félagsins og í stjóm þess, og hafði því ótakmarkaða aðstöðu til að gagnrýna hag félagsins og koma fram umbótum á starfsemi þess og skipulagi, þar sem það átti við á fundum félagsins og i blaði þess í héraðinu, hafi honum verið það hugleiltnast. Hér skal engum getum að því leitt hvað *) Jósef Björnsson kennari á Hólum stofnaði Hólaskóla 1882. Hjartans þakkir flyt eg, fyrir mína hönd og fjölskyld- unnar, öllum, fjær og nær, sem vottuðu hluttekningu sína við fráfall og útför mannsins míns, Sigurðar Jónssonar al- þingismanns, og sæmdu minningu hans með fjölda samúðar- skeyta og hluttöku í kveðjuathöfninni. Ystafelli 8. febr. 1926. Kristbjörg Marteinsdóttir. snflRfl SniBRLIKI IECa.TJ.pfélagsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: Hi. Smj örlíkisgerðin, Reykjavík. bréfritarinn hefir hugsað sér með skrifum sínum um K. þ.; en hitt mun honum sjálfum nú orðið jafn- ljóst og öðrum þingeyingum, að þau eru algerlega árangurslaus og líklega verst fyrir hann sjálfan. — Enginn sem þekkir G. Fr. lætur sér detta í hug, að grein hans um kaupfélagið bæti hér nokkuð úr skák, til þess skortir hann flest það, sem vænta mátti af Sigurjóni bróður hans. Hanm er ekki félagismaður sjálfur, og skortir auðsjáanlega kunnugleik á einföldustu starfsháttum í fé- laginu, til þess að geta nokkuð um það dæmt. það dylst að vísu eng- um að G. Fr. stingur ekki niður penna af því að hann láti sér svo ant um kaupfélagið, né heldur af því að hann vilji „breiða út“ sem sannast „málverk“, eins og, hann sjálfur kemst að orði. Hann er auðsjáanlega úfinn 1 skapi og þykir lítið tillit tekið til sín í héraðinu, á fundum og í opinberum málum. Honum þykir sem öll ráð og tillögur í þeim málum komi nú frá Reykjavík; það er að vísu ekkert óeðlilegt þó að skýrslur og nokkuð af tillög- um um þjóðmálin komi úr þeirri átt, þar sem forgöngumenn þjóð- arinnar og miðstjórnir landsmála- flokkanna hafa aðsetur sitt. þetta munu flestir skilja. En G. Fr. lifir í gamla tímanum, þeim tíma, þeg- ar undirmenn dönsku stjórnar- innar réðu í Rvík og framtaks- mestu bændur í sveitunum beindu til hennar kröfum sínum og til- lögum. En ef svo er að G. Fr. hefir ekki orðið var við aðrar tillögur síðastl. vetur, en frá „Samúðinni“ og „Jafnaðarmenskunni“, þá er skiljanlegt að hann sé í slæmu skapi, því að sá „speni“, sem hann hfir á, „íhaldsforsjónin“, hefir þá ékki virt hann þess að sýna hon- um „ráð“ sín né tillögur. Vitan- lega hlýtur honum að vera það kunnugt að miðstj. Ihaldsfiokks- ins sendi tiliögur sínar út um land á þingmáiafundi s. 1. vetur, þar sem henni þótti við eiga. Mér iinst satt að segja, að formaður íhaldsflokksins kunni ekki að meta dygð G. Fr. — þótti það koma berlega í ljós á þingmálaíundum sem hann (J. þ.) hélt í þingeyjar- sýslu síðastl. vor. — því að G. Fr. spai’aði þar ekki iofgerðar- tungu sína né liðuga þjónustu 1 þágu hans. — I samanburði við þetta er G. Fr. nokkur vorkun, þó að hann sjái ofsjónum yfir því, að núverandi þingm. S.-þingeyinga skuli njóta svo óskifts trausts samílokks manna sinna á Alþingi, miðstjómar Framsóknarflokks- ins og yfirgnæfandi meirihl. kjós- enda i kjördæmi sínu, sem raun ber vitni um. Eins og áður er getið, beinist greinarhöf. sérstaklega að svar- greinum Jóns Gauta til Sigurjóns um K. þ. Eg geri ráð fyrir að því verði síðar svarað af honum, en vil þó gera þessar athugasemd- ir. J. G. mun hafa haldið því fram, að enn sem komið er, hafi enginn borgað annars skuld í K þ. samkvæmt samábyrgðarregl- um; þar stæði hver og einn fyrii’ sinni viðskiftaskuld, meðan ekki væru öll sund lokuð. — G. Fr. nefnir þá dæmi um, að einn af trúnaðarmönnum K. þ. hafi bakað félaginu halla, með því að velta á aðra þeim þunga, sem hann höfði átt að bera'. En dæmið sannar ekki það sem greinarhöf. ætlast til, þó að hann. rangfæri það með öfgum. Kunnugir menn vita að hér getur ekki verið um viðskiftamannsskuld að ræða. — það sem veíst fyrir G. Fr. aö sanna er þetta, hvort „sjálfs- ábyrgðarhvötin sé visnari í faðmi samábyrgðarinnar“ í samvinnufé- lögunum, heldur en fyrir utan þau í viðskiftalífinu þar. Greinar- höf. veit að hann getur þetta ekki. Hann veit að í viðskiftalíf- inu utan kaupfélaganna rekur hann sig, á óteljandi dæmi þess, að einstaklingur velti skuldabyrði sinni á aðra einstaklinga og stofn- anir. Hann veit, að ef hann gerir samanburð, þá reýnist „sjálfsá- byrgðarhvötin visnari“ utan sam- vinnufélaganna, heldur en innan þeirra vébanda, þar sem samá- byrgðin er baktrygging. I öðru lagi nefnir G. F. þetta dæmi: „Söludeild kaupfélagsins selur og lánar vörur alt árið. Sá sem stendur fyrir deildinni, mun hafa „prósentur“ af „veltunni“ og er honum ekki láandi, þó að hann láni mönnum úttekt, enda liðlegur og vel kyntur maður“. „Um áramót hver er skuldunum i-utt inn i deildirnar og yfir á bak þeirra, sem með undirskrifta- skuldbindingum ábyrgjast skil deilda“. Með þessum orðum sínum vill greinarhöf. sanna, hversu „auðveldur vegur sé að velta skuldabyrðinni á aðra“. — þetta þykir mér rétt að leiðrétta vegna ókunnugra blaðalesenda, sem ann- ars kynnu að blekkjast af grein- arhöf., hitt skiftir engu máli hvemig hann lítur á það sjálfur. það er algerlega tilhæfulaust, að forstöðumaður söludeildar fái nokkrar „prósentur“ aí verslunar- „veltunni“, hann fær ákveðin árs- laun fyrir starf sitt. þó að G. F. reki, ef til vill, minni til að á fyrri starfsárum kaupfél. hafi starfsmenn þess fengið greidda þóknun af úthlutuðum hreinum verslunarágóða, þá hefir það ekki heldur átt sér staA hin síðari ár. Orð hans um að sölustjóri hafi „prósentur“ af „veltunni" eru þvl alveg tilefnislaus uppspuni. Ráðs- maður söludeildar hefir enga per- sónulega hvöt til að lána úttekt, framyfir það sem heimildir deild- arstjóra og formanns félagsins af~ marka. — Hvaða skuldum er svo rutt inn í deildimar? Engum öðr- um skuldum en þeim sem tilheyra deildarmönnunum sjálfum, sem hafa undirritað ábyrgðarskjal deildarinnar; það er einkamál deildarmanna, hversu mikið þeir ábyrgjast hver með öðram, deild- arstjóri tilkynnir það félags- stjóm; oigi annari skuldabyrði rúmi — og of mikilli vinnu — eytt á hin ómerkari rit Jóns. Auk orðabókai’innar hefir Jón ólafsson skrifað um hin sundur- leitustu efni, rúnir, bókmenta- sögu, æfisögur, dýrafræði o. s. frv. Nálega öll rit hans em óprentuð, og það hlýtur að hafa verið feikna verk að komast í gegnum alla þá handritabunka, sem oft eru ekki sérlega aðgengi- legir, bera þá saman við önnur rit og skýra þá á ýmsan hátt. það hefir verið gangur gegnum völundarhús, en dr. Jón Helga- son. hefir þrætt allar leiðir með stakri vandvirkni og samvisku- semi. IJann hefrr lagt fádæma vinnu í samning bókarinnar, svo slíkt er sjaldgæft um doktorsrit- gerðir. öll bókin ber vott um dug- legan, skýran og „kritiskan“ höf- und, og má vænta mikils af hon- um í framtíðinni. Einn galli þykir mér vera á bók- inni. Hún er of einskorðuð við Jón Grunnvíking. Fjöldi manna er nefndur á nafn, en litlar upplýs- ingar annars gefnar um þá. Hö.f- undurinn virðist hafa horft svo mikið á Jón Ólafsson, að hann hefir mist sjónar á öðram mönn- um, sem æskilegt væri að skýrt hefði verið nánar frá. þeta er þó ekki mikilvægt atriði, enda erfitt aðl draga ákveðnar línur, og ein- hversstaðar verður að setja tak- mörk, ef bókin á ekki að verða alt of stór. Yfirleitt má segja, að bókin er höfundi til mikils sóma og hinn mesti fengur fyrir íslenskar bókmentir. Og iþað er skemtilegt fyrir oss, að þeir tveir menn, sem tekið hafa doktors- próf við háskóla vom, hafa leyst hlutverk sín svo vel af hendi, að það er þeim og háskólanum til sóma, Mörgum mun sennilega þykja það lítil tíðindi þó að ný skólabók komi út. En þó getur það verið merkilegur viðburður. Vér höfum verið svo ólánssamir, að hafa alt til síðustu tíma orðið að bjargast við útlendar ikenslubækur. Ung- lingamir í skólunum hafa orðið að læra sögu, landafræði, náttúru- fræði og fleiri námsgreinar á út- lendum málum, sem þeir hafa varla kunnað. þarf ekki að efa að af þessu hefir leitt mikla spillingu á móðurmálinu. Unglingamir lærðu að hugsa á dönsku og öðr- um erlendum málum fremur en á íslensku. Auk þess er það ekki samboðið virðingu vorri sem full- valda ríki, að verða að nota skóla- bækur á öðrum tungum. Svo langt hefir þó svívirðingin gengið, að um langt skeið hetir Mentaskól- inn þurft að nota kenslubók í ís- lenskri (norrænni) málfræði eft- ir danskan höfund, og víða í skól- um hefir verið notuð lesbók í ís- lensku, sem var sett saman af dönskum manni. þegar Islending- ar hafa ekki einu sinni haft mann- dóm til þess að semja kenslubæk ur í sjálfu móðurmálinu, þá er ekki von á að miklu hafi verið afkastað í öðrum greinum. Nú er nýtt tímabil að hefjast í þessu efni. Vér höfum eignast allmargar góðar kenslubækur á íslensku. Nýjasta kenslubókin er Miðaldasaga handa æðri skólum eftir þorleif Bjamason og Áma Pálsson. þessi bók er næsta þörf, því að fáar námsgreinar er hættulegra að læra á erlendum tungum, en einmitt mannkynssögu, þorleifur hefir áður samið fomaldarsögu og svo munu höfundarair ætla sér að skrifa um nýrri tímana, ef þeir geta fengið fjárstyrk til þess, sem vonandi verður. Um Miðaldasöguna er ekki nema eitt að segja. Hún er ágætis- bók og hlýtur að verða afbragð til kenslu. Eg hefi borið hana saman við samskonar kenslubæk- ur á öðram Norðurlandamálum, og er í engum vafa um, að hún er best. En hún er ekki aðeins góð kenslubók, heldur einnig vel fallin til alþýðulestrar. þegar menn lesa hana, mun flesta langa til að fá að vita meira um þá við- burði, er hún greinir frá. Og það er besta einkenni skólabókar, að hún örfi unglingana til þess að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.