Tíminn - 27.02.1926, Blaðsíða 4
40
TÍMINN
Á vlð og dreífi.
Óiauuuö siraudíeróaneínd.
Aiþingi 1925 ákvað að skipa iimm
menn i miliijjinganefnd i strandferða-
málunum. Hlutu þessir kosningu:
Nielsen forstjóri, Kristján Jónsson,
ráðunautur Fiskifélagsins á ísafirði,
Sigurður búnaðarmáiastjóri, Garðar
Gislason og Jónas frá Hriílu. Nefnd-
in hefir nýskilað samhljóða áliti. Tel-
ur nauðsyniegt að byggja nýtt strand-
ferðaskip, heist nokkru minna en
Esja, sem geti komið á erfiðar hafn-
ir, t d. Homafjörð, við Breiðafjörð
o. s. frv. En til bráðabirgða leggur
nefndin til að l.eigt verði skip i
strandferðir nokkum hiuta árs, }>ar
til bygt verður sterkt og hentugt skip.
Mun þetta mál koma til kasta þings-
ins í vetur.
Gengismálið.
Tr. p. ber nú frarn fullkomið og vel
rökstutt frv. um að festa verðgildi
ísl. krónunnar. það er án efa stœrsta
málið, sem liggur íyrir þessu þingi.
Nú í ár hafa landsmenn fengið
greypilega að kenna á þvi, að hafa
evikula peninga. Sannar Tr. p. að
framleiðendur hafa á árinu sem leið
skaðast um margar miljónir á gengis-
sveiflu, sem vei mátti komast alveg
hjá. Nú er eftir að vita hvort þessu
þingi tekst að bjarga landsmönnum
frá samskonar voða á nœstu árum.
Orðabókín, sem aldrei kemur.
í fyrra bar J. J. fram þingsályktun
í Ed. um að rannsakað vœri hið dýra
orðabókarstarf Jóh. gamla frá
Kvennabrekku. Jón Magnússon vissi,
að upp myndi komast um svikin í
þessu máli, ef rannsakað yrði, og
eyddi flokkur hans málinu. Nú hefir
Jóh. sjálfur neyðst til að játa í einu
blaði stjómarinnar, hvemig ástatt er.
Hann játar, að til þess að gera slíka
orðabók, þyrfti marga menn i tugi
ára. þetta sama sannaði J. J. á þingi
í fyrra. Nú fær Jóh. gamli á áttunda
þús. kr. á ári fyrir að vinna að bók,
sem engum dettur í hug að hann
gæti gert, sökum fáfræði og gáfna-
skorts. Enginn einn maður, þótt hæf-
ur væri, gæti komið nokkru að gagni
til leiðar með vinnu sinni. íhalds-
menn vita, að Jóh. getur ekki gert
bókna, að hún verður aldrei gerð, og
að öll „vinnan" er tómur loddara-
skapur. Eina ástæðan til þess, að á
8. þús. kr. er eytt árlega í þessu skyni,
cr sú, að einn þm., sem styður stjóm-
ina, hefir heimtað að landið fæði at-
kvæðasafnara sinn, og stjómin má
ekki án þingmannsins vera. Fjár-
fúlgu þessari ,er þessvegna á glæ
kastað, eingöngu í flokksþarfir
stjórnarliðsins.
„Hálfbræðumir".
Valtýr, sonur Stefáns á Möðmvöli-
um, hefir skrifað um að „bolsevism-
inn“ væri kendur í einum skóla 1
Rvík. Við athugun kom i ljós, að
„bolsevisminn", en svo nefnir Valtýr
verkamannasamtökin, hafði engan
sýnilegan stuðning fengið frá læri-
sveinum Rvikurskólans. Aftru á móti
var sannað, að flestir helstu leiðtog-
ar „bolsevismans" íslenska, bæjarfull-
trúar þeirra i Rvík, ísafirði, Akur-
eyri og -Seyðisfirði, voru lærisveinar
Stefáns á Möðruvöllum. Ef kenning
Valtýs var rétt, þá bámst böndin að
Stefáni föður hans. Hann var þá ómót-
mælanlega faðir þeirra beggja, Val-
týs og bolsevismans. Eitt skyldleika-
einkennið, fyrir utan sameiginlegt
faðemi, er það, að báðir vinna fyrir
auðmagnið. Valtýr lánar því nafn
sitt, mannorð og svokallað andlegt
starfsþrek. Verkamenn skapa með
striti sínu fjármagn handa húsbænd-
um Valtýs.
Betliferð Grimsbymanna.
Ólafi Thors er klaksárt, að um sé
talað betliför þá, er hann sendi J. p. í,
í fyrra. En ekki verður um það deilt,
og jafnan skýrt rétt frá í þessu blaði.
J. p. og alt íhaldið í Nd. barðist fyrir
í fyrravetur að breyta tekjuskattslðg-
unum á þann hátt, að úr Rvík einni
hefðu tekjur til ríkissjóðs orðið rúm-
Kjöttunnur,
J. Jacobsen,
Köbenhavn Símn.: Cooperage Valby
alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum
í Danmörku. Höfum í mörg á selt tunnur til Sambandsins og margra
kaupmanna.
Alaborgar-sement
Þakjárn
Miðstöðvartæki
Eldfæri
Auk þess allskonar byggingarefni.
J. Þorláksson & Norðmann
Simnefni: JónÞorláks
Ga.ddavárixin
„Samband“
er sterkur og tiltölulega langódýrastur.
Kaupfélögin annast um pantanir.
um 600 þús. kr. minni en vera átti
nú i ár. J. p. dró enga dul á, að þetta
væri gert til að létta á togarafélögun-
um. Ólafur Thors játaði m. a. á fram-
boðsfundi i vetur, að Jón porl. hefði
í fyrra lýst yfir, að frv. gengi of
skamt í réttlætisáttina gagnvart fé-
lögunum. Jón bætti við að sögn Ól-
afs, að hann skammaðist sin fyrir að
frv. gengi svo skamt 1 réttlætisáttina.
þegar málið kom til Ed., krafðist J.
J. á fundi fjárhagsnefndar, að skatt-
stofan í Rvík yrði látin reikna út,
hvað breyting þessi leiddi af sér fyrir
landssjóð. Svarið kom: 613 þús. kr.
skaða árið 1925. þegar J. p. fékk að
vita þetta, var eins og honum væri
gefinn snoppungur á báða vanga.
Hann var þarna í sömu aðstöðu eins
og maður, sem er kominn í efsta
þrep á stiga, sem liggur að opnum
glugga, þar sem hann á ekki heima,
en sér alt i einu vitni koma. Jón
labbaði niður stigann. Alt íhaldið 1
Ed. félst í faðma við Framsókn og
drap þessa réttarbót handa Kveldúlfi,
sem Ólafur segir að Jón liafi talið
alt of litla. Snúningur er alveg ber-
sýnilegur. í Nd. eru fylgismenrt
stjómarinnar píndir til að hjálpa
betlurunum. í Ed. hörfa þeir allir af
virkinu. f Nd. hamast Jón til að
hjálpa Ólafi Thors um þessa litlu
gjöf úr landssjóði. f Ed. er hann auð-
mjúkur eins og lamb. En ef sá mað>
ur, sem Jónas læknir á Sauðárkróki
kallaði risa í samanburði við dverg-
inn á Króknum, hefði ekki útvegað
þetta merkilega þingskjal, þá hefðl
verið hátt upp i eina miljón minna
í fjárhirslu landsins en nú er, úr því
Rvik ein gaf á 7. hundrað þús. Val-
týr bolsabróðir ámælir Tr. p. fyrir að
minnast á þessa betliherferð og telur
það fjandskap við sjávarútveginn. En
sitt ,er nú hvað, að viðurkenna gildi
einhvers atvinnuvegar, eða að vilja
gefa honum upp mörg hundruð þús.
kr. í sköttum, þegar vel gengur, á
sama tima og biáfátækir menn eru
reyttir inn að skirtu, til að hafa fó
í landssjóðinn. Betiiherferðin mikla
verður jafnan talin bera vott um frá-
bæran skort á manndóms- og sóma-
tilfinningu. **
-----o-----
Moggi þakkar „yfirburðum hinnar
frjálsu samkepnisverslunar" að vör-
ur lækkuðu í verði undir árslokin
1925. Ætli að húsbændumir leggi
honum til verslunarvitið? Lækkun
tóbaksins telur blaðið því að þakka,
að „verslunin var gefin frjáls"!!
Flestum öðrum mun vera kunnugt að
innkaupsverð á tóbaki lækkaði er-
lendis í desember síðastl., t. d. á
dönsku tóbaki um 10—15%. Verð-
lækkun sú sem varð á tóbakinu í jan-
úar s. 1. var í réttu hlutfaili við inn-
kaupsvörulækkunina. Að öðru leyti
stafar lækkun á söluverði tóbaks
1925, af gengishækkun ísl. kr. —
það er að vísu rétt að tóbaksverðið
í heildsöiu er nú iítið eitt lægra, en
nemur innkaupslækkun og gengis-
hækkun krónunnar. — En þess er
að gæta, að tóbakstollurinn er tiltölu-
lega lítið hækkaður á algengustu
tegundum — rjóli og ruliu —. Hitt
er aftur á móti eftir að sjá hversu
smásöluverðið reynist út úr búðun-
um, þegar smásalarnir eru orðnir
sjálfráðir um álagninguna, og há-
marks-álagningarákvæðið er úr gildi
numið. pað útsöiuverð varðar al-
menning mestu. þess er að vænta að
Mbl. birti skýrsiur um það á sínum
tíma, svo mjög sem það þykist bera
þetta mái fyrir brjósti.
LeiSrétting: (Ritstj. Mbl., V. St., var
beðinn að flytja eftirfarandi leiðrétt-
ingu í blaðinu, við fréttapistil, er
Mbl. hafði áður birt af þingmála-
fundum í Mýrasýslu; en frjálslyndi og
sannleiksást ritstj. var ekki meiri en
það, að hann neitaði henni upp-
töku í blaðið).
í smágrein í Morgunbl. frá 6. þ
m. hafa slæðst inn þessar villur 1
frásögn af þingmálufundum héðan úr
sýslu:
1. Að þessir fundir hafi sýnt ger-
samlegt þrot á fylgi við Framsóknar-
flokkinn hér í sýslu. 2. Að Jónas frá
Hriflu sé að eyðileggja fylgi Fram
sóknarflokksins hér. 3. Að fleiri
kjósendur hafi (eða getað) sótt fund-
inn í Norðtungu en í Arnarstapa. 4.
Um „sókn" Framsóknarmanna i
Svignaskarði. 5. Að gefið er í skyn
að Jónas hafi sent tillögu út af
Árnahneikslinu hingað til að bera
upp áfundunum. 6. Að ávítanir út
af Ámamálinu fái lítinn byr út um
sveitirnar. 7. „Hrakfarir Framsóknar
á Borgarnesfundinum". 8. „par kom
flokkurinn engu frarn". 9. Að Fram
sóknarmenn hafi „mist móðinn" við
fundarstjórakosninguna. 10. Að allar
tillögur Framsóknafmanna hafi verið
feldar; aðeins ein var feld, um að
leggja niður sendiherraembættið í
Danmörku. 11. Að samkonar tillaga
og feld var í Svignaskarði út af Áma-
máiinu — og sem var aðal-hitamálið
á öllum fundunum — hafi verið
fekl í Borgarnesi. Hún var samþykt
þar með nokkurra atkv. mun, því
nær í einu hljóði í Arnarstapa og al-
veg í einu hljóði í Norðtungu. 12. Að
allar tiilögur íhaldsins í skatta- og
tollamálum hafi verið samþ. í Borgar-
nesi með yfirgnæfandi meirihluta
pað var ein tillaga samþ. í þessu máli
með örlitlum meirihluta og með fleyg
.frá Framsóknarmanni, svo að hún
er verri en ekkert til þess að mikla
íhaldsmenn eins og sést með því
að lesa fundargerðina. Nokkrar fleiri
villur eru ýmist endurteknar eða sem
óþarft er að leiðrétta, og þykir okkur
hér efra þetta vera nokkuð vel að
verið í rúml. hálfum dálki blaðsins.
— Nei, stefnumála- eða fyigissigur
Ihaldsmanna er að finna í Svigna-
skarði á fámennasta íundinum. Og
sigurinn er einkanlega í tveimur mál
um þar: „sendiheraembættinu" með
7 atkv. gegn 6 og að þar tókst íhalds-
mönnum að drepa umbótatillögu í
bindindis- og bannmálinu, sem Stór-
stúka íslands hafði sent á fundina.
Mýrasýslubúi.
Jarðarför Sig. Sigurðsson ráða-
nauts fór fram 24. þ. m. að við-
stöddu fjölmenni. Húskveðju
flutti séra ólafur Ólafsson, en
séra Bjami Jónsson talaði í kirkj-
unni. Bændur á Alþingi báru kist-
una frá heimili hins látna að
kirkjunni; en stjórn og- starfs-
menn Búnaðarfél. Islands báru
hana í kirkju. Oddfellowar gengu
í skrúðgöngu fremstir í líkfylgd-
inni; báru þeir kistuna úr kirkju,
en ýmsir bændur, sem hér voru
staddir í bænum við útförina,
báru kistuna alla leið suður í
kirkjugarð.
Einar H. Kvaran fór til Vest-
mannaeyja 25. þ. m. Ætlar hann
að flytja þar erindi, samkv. ósk
margra manna.
Esja fer í fyrstu strandferð
sína á þessu ári 12. n. m. suður
ogi austur um í kringum land og
kemur aftur 28. n. m.
Jóhann P. Jónsson skipstjóri
hefir látið af stjórn „þórs“ og fer
hann til Kaupmannahafnar 1 þeim
tilgangi að líta eftir smíði hins
nýja strandvamarskips. Er ætl-
ast til að hann taki síðar við
stjóm þess. Einar Einarsson, sem
verið hefir stýrimaður á „þór“,
tekur við stjóm hans fyrst um
sinn.
þórarinn S. Eiríksson, sonur
síra Eiríks Stefánssonar á Torfa-
stöðum í Biskupstungum, lést að
heimili sínu 23. þ. m. Hann var
tæpra 17 ára gamall og hafði áð-
ur átt við vanheilsu að búa. Góð-
um gáfum var hann gæddur og
hinn besti drengur talinn.
þormóður Sigurðsson frá Ysta-
Felli kom heim snemma í þess-
um mánuði frá þýskalandi.
Dvaldi hann þar í 3*4 mánuð í
sveitarþorpi í Hannover, hjá
presti nokkrum, Wilhelm Klose.
Lét hann mjög vel yfir veru sinni
þar. Sonur prestsins, Olaf Klose,
sem les norræn mál við háskóla
í Leipzig, dvaldi hér á landi síð-
astl. sumar, nokkuð hér sunnan-
lands en þó mest í Mývatnssveit,
og lærði hann vel íslensku. Hann
fór í haust gangandi á 8 dögum
frá Akureyri til Akraness. þótti
hann góður gestur þar sem hann
dvaldi og samþýddist fólki mjög
vel. Eftir að hann kom heim í
haust, flutti hann fyrirlestra og
ritaði greinir í þýsk blöð um ferð
sína og dvöl hér á landi og lét
vel yifir. — Telur þormóður að
mikið sé unnið að því, að útbreiða
þekkingu á íslandi og Islending-
um, meðal þjóðverja.
Guðfræðiprófi lauk Sigurður
Einarsson í þessum mánuði, með
hárri I. einkunn, 113Í/3 st.
Páll ísólfsson fór til Kaupm.-
hafnar og þýskalands um miðjan
þ. m., en er væntanlegur heim
aftur seint í aprílm. n. k.
Benedikt Ingimundarson frá
Kaldárholti í Holtum lést 19. þ.
m. hér í bænum úr lunignahimnu-
bólgu. Hann var rúmlega tvítug-
ur að aldri, og hafði lokið námi
í Gagnfræðaskólanum á Akureyri.
Valdimar Briem, elsti sonur
séra ólafs Briem á Stóra-Núpi,
lést að heimili sínu 8. þ. m.,
211/2 árs að aldri. Banamein hans
var berklar í lungum. Hann lauk
studentsprófi síðastl. vor. Mikili
söknuður og tap er að fráfalli
hans sökum gáfna hans og mann-
kosta.
Jón Magnússn skáld er nýfar-
inn til Noregs og Svíþjóðar og
ætlar að ferðast þar um tíma.
H.f. Jón Sigmondnson & Co.
Trúlofunar-
hring’arnir
þjóðkunnu, úrval af
steinhringum, skúf-
hólkum og
svuntuspennum,
margt fleira. Sent
með póstkröfu út um land,ef óskað ei.
Jón Sigmundsson gullsmiður
Sími 383. — Laugaveg 8.
Sjó- og bruna
vátryggíngar.
Símar:
Sjótrygging .... 542
Brunatrygging . . . 254
Framkvæmdarstjóri . 309
Vátryggið
hjá
íslensku
félagi.
HÉpelkilsiið jpér
Anthos
óviðjafnanlegu handsápu.
Sportriflamir, mod. VHI—22 og
fleiri teg. eru nú aftur fyrirliggj-
andi. Einnig REMO-haglabyssur
og alskonar skotfæri. Lægsta verð.
Sportvöruhús Reykjavíkur.
(Einar Björnsson)
Sími 1053. Box 384.
þAKKARÁVARP.
Hér með þökkum við, undirrit-
uð hjón, öllum þeim mörgu Dýr-
firðingum bæði í þingeyrar- og
Mýrahreppi, sem færðu okkur fé-
gjafir í fyrravetur, þá er við af
völdum snjóflóðs mistum hlöðu,
fjárhús og sauðfé. Hirðum við eigi
um, að birta nöfn þeirra er auð-
sýndu okkur þá hluttekningu og
liðveislu, en biðjum guð að blessa
þá, sem okkur hafa vei gert og
launa fyrir lítilmagnann.
I Innra-Lambadal í des. 1925.
Margrét Amfinnsdóttir.
Sigurður Jónsson.
Markaðsleit. þeir Henrik Ottós-
son og Bjöm Ólafsson vom sendir
til Rússlands í þeim tilgangi að
fá þar markað fyrir síld þá, sem
enn liggur óseld hér heima og í
Khöfn. Fóru þeir með „Lyru“ 25.
þ. m. Útgerðarmenn og eigendur
síldarinnar munu hafa kvatt til
þessarar farar og kosta hana, en
væntanlega með einhverjum
styrk úr ríkissjóði.
„þór* tók nýlega tvo þýska
botnvörpunga að veiðum í land-
helgi, og fór með þá til Vestm.-
eyja. Voru þeir sektaðir um 12
þús. kr. hvor og tekin af þeim afli
og veiðarfæri.
----0-----
Ritstjóri Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.