Tíminn - 27.03.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1926, Blaðsíða 3
TIMINN 61 KAUPMANNAH0FH mælii- með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. slsiiftir eing-öng-UL -við olkr^mr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Gaddavírinn „SambandCf er sterkur og tiltölulega langódýrastur. Kaupfélögin annast um pantanir, Ekki þriggja mánaða heldur um þrjátíu ára reynsla bænda út um alt land, sannar að Alfa laval skilvindurnar reynast best. Alfa Laval skilvindan hefir hlotið yfir 1200 -- tólf hundruð — fyrstu verðlaun á sýningum víðs- vegar um heim, enda voru taldar að vera í notkun um síðustu áramót hátt á fjórðu miljón, og eru það miklu fleiri en frá nokk- urri annari skilvinduverksmiðju. Einkasölu á íslandi hefir Samband ísL samviélaga. Kjöttunnur, J. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage Valby alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg á selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. Hinir margeftirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Samband ísl. samyinnufélaga. lendis, heldur selt hvem farm við sannvirði, og þess hafa menn jafnan notið. En verði framhald á verð- hækkuninni, sem hófst um áramótin, er sennilegt að það hljóti að koma fram í útsöluverðinu síðar. pá varpa Mbl.-rithöfundamir fram þeirri blekkingu, að „fjóra fyrstu mánuði ársins (1925) hafi gengi ísl. krónunnar hækkað", en þrátt fyrir það hafi útsöluverð Landsv. haldist óbreytt, þangað til Alþingi samþykti að leggja einkasöluna niður. þeir miða alt innkaupsverð og gengi við dollarverðið, en af því að viðskifti Landsv við útlönd fara fram í enskri mynt, slcal gerð grein fyrir hækkun ísl. kr. gagnvart sterl. pd. Krónan hækkaðl ekki að ráði fyrri en í maí. f ársbyrjun 1925 mun sterl.pd. hafa verið ca. 28 kr., í apríllok og maí var það um 27 kr., í júni 20, i sept. 24 og í október 22,15. — Nú hefir sýnt verið með tölum að innkaupsverð- lækkunin á olíunni og hinsvegar hækkun krónunnar, kemur fram sam- tímis í maí, þá er líka útsöluverð olíunnar lækkað hlutfallslega, alveg án tillits til viðburða á Alþíngi. — Dylgjur Mbl. um það atriði em því staðlaus uppspuni og því sjálfu til skammar, enda reynir það ekki að sanna framburð sinn. Slúöursaga þess um að Landsverslun hafi selt olíuna 12 kr. dýrari hverja tunnu en vera bar, fellur alveg um sjálfa sig, af því að blaðið byggir ekki á samtíma undirstöðureikningum um innkaupsverðið og gengi kr. Aftur á móti hefir það verið reikningslega sýnt af forstjóra Landsv., að verð- lækkun olíunnar síðastl. ár, um 16 kr. á tunnu, stafar af, 1. lækkun innkaupsverðs, 2. hækkun isl. krón- unnar, 3. lækkun á flutningsgjöldum og 4. að nokkrn leyti burtfelling ó rikissjóðsgjaldinu. Olíuverslunin hefir altaf verið rekin eftir gildandi við- skiftalögmálum á hverjum tíma. Rithöfundar Mbl. eru að vitna til þess, sem andstæðingar Landsv. hafi sagt um samning hennar við breska olíufélagið. Vitanlega hafa þelr sagt hverja vitleysuna annari verri um hann, en þeim hefir aldrei tekist að sanna neitt í þá átt, að landsmenn hafi átt kost ó betri oliukaupum annarstaðar, á sama tíma, en þeim sem 1 boöi voru samkvæmt samn- ingnum. það sem hefir gert Landsv. fært að selja olíuna svo vægu verði, sem raun er á, bæði nú og áður, eru einmitt samningskjörin við breska félagiö, sem væntanlega haldast framvegis meðan viðskifta- velta Landsv. verður svipuð og áður. Samningsskilmólar Landsv. við fé- lagiö eru enn svo hagkvæmir, að hún býður nú betri kjör um sölu á oli- unni, en fengist hafa annarstaðar. þaö er eftirtektavert, að í síðustu Mbl.-gretninni er ekki minst á. sðlu- verð danska olíufélagsins hér í bæn- um, og í marga mánuði hefir Mbl. ekki birt nokkurt viðtal við oliu- salana hér! Hvað veldur? Að likind- um ekkert annað en að rithöfundar Mhl. sjá nú, að þeim hefði verið sæmra að þegja um málið. þá skort- ir svo mjög þekkingu á málinu og dómgreind til að fjalla um það. Á þessu hafa þeir flaskað i rógburðar- herferðum sinum gegn Landsv. í verð- samanburði sínum á olíunni, hafa þeir ætíð jafnað saman kostnaðar- verði olíunnar, frá öðrum, á höfn hér við land, og útsöluverði Landsv. frá olíugeymslustöð hennar, og þannig slept að taka innlenda kostnaðinn til greina 1 dæminu, ain megin, en hann skiftir ekki litlu móli. — Landsv. hefír i skýrslu sinni síðastl. ár geflð yfirlit yfir samanburð á olíu- verðí danska steinolíufél. í Khöfn, samkv. skýrslu frá sendiherra íslands þar, við innkaupsverð Landsv. hjá British Petroleum Co. Samkvæmt því nemur hagnaðurinn að viðskiftum viö breska félagið, í heild árið 1924, á þriðja hundrað þúsund kr. fyrir utan hagnaðinn af stáltunnunotunum, og sundurliðað verður meðalhagnaður a tunnu kr. 3,31. Eftir samanburði, sem gerður var i maí 1925 við olíuverð hjá danska steinoliufél., reyndist hagnaðurinn af olíusamningum eínkasölunnar af Water White kr. 12.59 og af Standard White kr. 10.89 á tunnu. Samlcvæmt tilfæröum tölum má al- veg snúa viö getsökum Mbl.-rithöf- undanna og lýsa því yfir að lands- menn hafi hagnast um nokkur hundr- uð þúsund kr. á ári á samningum við B. P. Co. og viðskiftum við Landsv. á olíunni. þessir vesalingar í Mbl. sýnast orðnir nógu hrjáðir, þó að eigi séu látin dynja á þeim fleiri rök eða tölur að sinnL — það eru lélegar samkomur, eins og kaup- mannaþingið, sem láta gamlar aftur- göngur eins og Jón Bergsveinsson vaða uppi með bull um einkasölu, sem engin er nú til 1 landinu, og samþykkja krítiska endurskoðun a Landsv., sem rekur olíuverslun í fullri samkepni við aðra. Samkepnismenn- ímir ættu þó að telja það eitt ör- uggustu trygginguna íyrir góðri versl- un, og næga endurslcoöun í því fólgna! En að slíkir uppgjafadótar og J. B. skuli þá ekki hafa manndáð til að sanna kenningar sínar í verk- inu og bjóða landsmönnum betri kjör en Landsv. ----o--- Frá útlöndum. Grænlandsfélag hefir ný- lega verið stofnað í Stavanger í Noregi í þeim tilgangi að vinna að lausn grænlandsmálsins og annara norrænna mála á þjóðleg- um grundvelli. Félagið hefir sent Stórþinginu áskorun um að það skuli ekki samþykkja skilyrðis- Árið 1913 voru íbúar: Hafnarfjarðar................... 1647 Reykjavíkur................... 13354 Árnessýslu...................... 6105 Rangórvallasýslu................ 3980 Samtals ib. 25086 Árið 1924 voru íbúar: Hafnarfjarðar.................... 2692 (nú llkl. yfir 3000). Reykjavíkur................... 20657 Árnessýslu....................... 5476 Rangárvallasýslu......... .. 3752 Samtals íb. 32577 þannig hefir íólkinu fjölgað: í Hafnarfirði frá 1894 til 1924 um..............'......... 2072 í Reykjavik um............... 16626 En fækkaö: í Ámessýslu um................. 913 í Rangárvallasýslu um........ 1060 En alls hefír fólkinu fjölgað í þess- um 4 stöðum um 16719 eða meir en tvöfaldast frá 1894. En mannfjöldi á öllu landinu var það ár 72177, en nú var mannfjöld- inn 1924 98370. þannig hefir fólkinu fjölgað á öllu landinu um 26193, og af þeirri fjölgun koma 16719 á þessi 4 hémö, en 9474 á aðra landshluta. þossar tölur sýna mjög akýrt hvað fólkinu hefir fjölgað hér i Reykjavík og Hafnarfirði, en því miður hefir þvi fækkað 1 sveitunum austan fjalls. Og enn þá er þó ískyggilegra, að sjá fram á það, aö því heldur áfram aö fækka þar, ef ekki er horfið að þvi ráði að gera þar góöar og öruggar samgöngubætur, að fólkinu í sveitun- um verði gjört kleift að afla sér lífsnauðsynja og þess annars er það þarf nauðsynlega með. Ferðalög að austan hingaö til Reykjavikur, eru svo dýr og tímafrek, að það er að verða bændum ókleift að afla sér lífsnauðsynja. Menn eru 1 hverri ferö 8—10 daga, eftir því hvemig gengur og hvar í héraðinu menn búa. þegar mannekla er mikil og fólkið afardýrt, sjó allir heilskygnir menn, hver ógn- ar skattur aðdrættimir eru. Hinsveg- ar eru búflutningarnir mjög dýrir. Með bil kostar flutningurinn aust- ur á hver 100 kg. fró 7—12 kr. eða .jafnvel meira. Vonandi sjá allir að ekki muni geta orðið stórstígar framfarir 1 jarö- ræktinni, fjölgun nýrra býla eða aukin framleiðsla í nokkuð stómm stýl, á meðan svona er ástatt um flutningana. það er tómt mál um það að ræða fyr en Jámbraut er fengin austur um heiði. Eg vona að þeir háttv. þingmenn, sem lóta sér ant um afkomu landbúnaöarins og eru þeirrar trúar að sveitabúskapur- inn og sveitalífiö só sú atvinnugrein- in, sem þjóðin verði að treysta, hvem- ig sem fellur, vlð haldi tungu hennar og menningu, heilbrigöi og öllu því, sem best ei í fari hennar, aö þeir verði ekki til þess að leggja stein í götu þessa mikilvæga framfara- máls Reykjavíkur og Sunnlendinga. Eg er lika þeirrar skoðunar, að landið 1 heild, fjarlægari liémð einn- ig, er stundir liöa hafi mikið gagn af því að jámbraut verði lögð. þá vil eg minnast á búfjáreign bænda í Ámes- og Rangárvallasýslu árið 1894 og nú. Gjöri jeg það vegna þess að fólkinu hefir fækkað í sveit- unum á þessu tímabili Eg vil ekki að menn haldi að álíka afturför hafi átt sér stað í jarðyrkju og kvikfjár- ræktinni eða búskap yfirleitt þaö er sem sé þvert á móti, þrátt fyrir alla þá miklu erfiöleika sem bændur eiga nú við að etja. Árið 1894 vom: Nautgr. Hross Sauöfé í Ámessýslu .. 2864 4260 47250 í Rangárv.sýslu 2510 4937 49204 1913: í Ámessýslu .. 3552 5174 68472 í Rangárv.sýslu 3046 6414 55045 1924: í Árnessýslu .. 3499 5012 62732 í Rangárv,sýslu 3035 6870 48273 þetta yfirlit sýnir að fénaði hefir fjölgað frá 1894 og það all vænlega. þrátt fyrir það þó íólkinu hafi fækk- að. Sauðféð er að visu nokkm færra 1924 en 1913 en því hefir lika fækk- að alment á öllu landinu. það var árið 1913 samtals á öllu landinu 634.964, en 1924 var var það alls 582.960, en 1894 var það 556.257. Að jarðabótum hefir verið unnið mest í Ámessýslu af öllum sýslum af landinu. þar hafa verið unnin um 436 þús. dagsverk, sem skýrslur herma, fyrir utan hin stóru áveitu- fyrirtroki. í Rángárvallasýslu hafa verið unnin 255 þús. dagsv. Mér virð- ist þetta sýna að menn hafa ekki í þessum héruöum setið auðum hönd- um frekar én annarstaðar. það er öldungis víst, að menn hafa hug á að bjarga sér, eftir því sem frekast er mögulegt Og eg tek þetta ekki fram af þvi, að eg viti eklci að hið sama má segja yfirleitt um bændur landsins, hvar sem er. í skýrslu Sv. Möllers og Geirs G. Zoega um rekstur jámbrautarinnar, er gert ráð fyrir fólksumferðinni þannig: Á 2. rekstrarári: 17000 manns, 3 íeröir hver. Vörafl. 8000 tonn Á 10. rekstrarári: 19000 manns, 5 ferðir hver. 12600 tonn (vörur). Eg er ekki í nokkrum vafa um það, að þessi áætlun er mjög varleg, eg er nærri viss um að á 2. rekstrar- ári brautarinnar muni ílutningarnir veröa mun meiri, og eg hefi áður getiö um það, af hverju það stafar, og þess er líka getiö í greinagerðinni, svo aö eg fjölyrði ekki mikið um það nú. En eins og eg er sann- færður um að flutningamir verða meiri é 2. rekstrarári brautarinnar en áætlað er, er eg þó enn sann- færðari um að flutningarnir muni aukast miklu meira er stundir líöa, en éætlað er, og verða á 10. rekstrar- ári brautarinnar miklu meiri. Eg tek þetta ekki fram til þcss é nokkum hátt aö áfella þá, sem að þessari skýrslu eða áætlun hafa unnið, það fer mjög fjarri, heldur aðeins til þcss að minna á hve afarvarlega þessi áætlun er gjörð. Og fyrir það eiga þessir menn skilið lof en ekki last. — En ástæðuna fyrir því, að flutn- ingarnir muni aukast mikið meira en þeir áætla vil eg lítiö eitt minnast á nánar. Alt graslendi í Árnes- og Rangár- vallasýslu er taliö 237.200 ha. þar af í Árnessýslu 121.900 ha., en i Rangárvallasýslu 115.30G ha, þetta afarmikla landflæmi er lítt numið land. Býlin á þessu svæði em talin í síðasta jarðamati (þing- vallasveit ekki þar mcð talin):

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.