Tíminn - 03.04.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.04.1926, Blaðsíða 1
©laíbferi oo, afgreiösluriaöur Címans « Stgurgeir jrtftrifsfen, Somkmfesljústmt, Heyfjat?tf. ^Kfgreibsía <C i m a n s er i Sambcmbsijítstnu ©pin fcogle^a 9—f2 f. I). Shrtt <|96. X. ár. Re.vfejaylk 3. apríl Ií>26 17. bl&ð Nok'krir þingmenn í neðri deild hafa nú fyrir skömmu bor- ið fram tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæði í vor um að flytja Alþingi til þingvalla á þúsund ára afmæli þess 1930. Ekkert verður enn fullyrt um það hvort neðri deild muni sam- þykkja þessa þingsályktun um atkvæðagreiðslu. Ekki er heldur neinu hægt um það að spá, hvernig þjóðin myndi svara spurningunni um flutning þingsins. En svo mikið er hægt að segja nú þegar, að þessi hug- sjón — Alþingi á þingvöllum, hefir mikið fylgi bæði í þinginu og meðal hinna bestu og áhuga- sömustu borgara víðsvegar á landinu. Hér verða ekki færð nema fá af þeim mörgu rökum, sem mæla með þingfærslunni. En væntan- lega koma þó öll kurl til grafar í því máli áður en langt um líðui'. Alþingi er elsta þing í Ev- rópu. það hefir verið háð á þing- völlum mestan hluta þess tíma sem þjóðin hefir bygt landið. Á þingvöllum setti þjóðin sér lög og dæmdi dóma allan þann tíma meðan hún var frjáls og óháð er- lendu valdi. A þingvöllum var þingið háð á hinum myrku öld- um. En þrátt fyrir marga ósigra og þungar raunir var Alþingi samt allan þann langa tíma höf- uðvígi Islendinga í baráttu þeiri'a, þingvöllur, Alþingi og ís- lenska þjóðin er svo nátengt í Sögunni sem mest má verða. Nú er þjóðin aftur að byrja nýja frelsisöld. Sú kynslóð, sem nú lifir, hlýtur að vonast eftir, að sjá landið frjálst og óháð erlendu valdi. Hvað er þá eðlilegra en að endurreisa Alþingi á þing- völlum? Flutningur þingsins til hins fomhelga staðar, er eitt fyi’sta og sjálfsagðasta sporið i sjálfstæðisbaráttu þj óðarinnar. þetta er hin sögulega röksemd. Næst kemur önnur, sem snýr að daglegu starfi þingsins. Með því að flytja þingið til þingvalla yrði það a, m. k. helmingi styttra, og þá um leið ódýrara. Ástæðan til þess, að þingin gerast nú svo löng, er sú, að höf- uðstaðurinn tefur það. Alt að því helmingur þingmanna eni bú- settir í bænum. þeim er yfirleitt ekki sérlega bagalegt, þótt þing- ið standi nokkuð lengi. þeir eru heima hjá sér, og kunna vel aukastarfinu. En aðkomumenn- imir gerast mjög heimfúsir er á líður þingið. Ef allir þingmenn væru að heiman um þingtímann, hefðu þeir allir sömu hvöt til að koma þingstörfunum af á skyn- samlega stuttum tíma. En mik- ill þáttur í styttingu þingtímans hlyti að vera það, að gerbreyta þingsköpunum, gera störf Al- þingis einfaldari, vefja utan af Alþingi nokkuð mikið af þeim umbúðum, sem Reykjavíkurlífið hefir fært það í — að nokkru leyti til að auka vinnu í bænum. Er þess skemst að minnast, að Mbl. tók til þess fyrir fáum ár- um, er bóndi úr Borgarfirði var þingskrifari, að ilt væri að taka atvinnuna við þingið fi'á bæjar- mönnum! Frá sjónarmiði þess er þetta Steinþór Björnsson, frá Litluströnd í Mývatnssveit, lést á Landakotsspítala kl. 3 1 nótt, eftir IV2 mánaðar legu, í afleiðingum af uppskurði. ritar, mætti auðveldlega Ijúlta nauðsynlegum störfum Alþingis hvert ár á sex vikum, ef ekki væri til fyrirstöðu gamlar, úreltar ven- jur um vinnubrögð, ólánleg þing- sköp og sú óhjákvæmilega töf, sem dreifing þingmanna og áhrif bæjarins valda. Á þingvöllum myndu allir þingmenn búa í sama húsi, og ekkert hafa að gera nema vinna þingverkin. þeir myndu kynnast meira en nú er, eiga auðveldai’a með að ná saman til nefndar- verka, og hafa allir sama aðhald um að ljúka þingstörfunum á hæfilega stuttum tíma. Alþingi á þingvöllum yrði að Vera sumarþing. Á dögum Jóns Sigurðssonar vona miklir anri- markar á því að halda nútíma- löggjafarþing nema í stjómar- setrinu. En nú er góður vegur og sími til þingvalla. Bifreiðar- ferðir eru nú oft margar á dag milli Reykjavíkur og þingvalla. Prentun þingskjala gæti því gengið jafngreiðlega í Reykja- vík eins og nú, þótt þingið væn á þingvöllum. öll hin minni þing- skjöl mætti fjölríta á þingstaðn- um, eins og nú er gert í spam- aðarskyni með dagskrá þingsins. þegar Alþingi var endurreist skiftust mestu menn landsins í tvo flokka um það, hvort þingið skyldi starfa á hinum foma helgistað, þimgvöllum, eða í hinni nýju höfuðborg, Reykjavík. Tvö mestu skáld þjóðarinnar, Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgríms- son börðust fyrir þingvöllum með allri mælsku og snild listar og andagiftar. En mesti stjómmála- maður þjóðarinnar, Jón Sigui’ðs- son, beitti sér fyrir Reykjavík. Eins og þá stóð á, var eðlilegt að Jón sigraði. Landið var þá 'svo fátækt, og háð erlendu valdi, að það gat ekki bygt yfir þingið eða þingmennina. Eins og kunnugt er var Alþingi Jóns Sigurðsson- ar háð í fundarsal mentaskólans. Annað hús hafði þjóðin þá ekki handa löggjafarsamkomu sinni. Vitaskuld má enn vitna í tillögur Jóns Sigurðssonar um þingstað- inn. En þar stendur ein hetjan móti annari. Enginn mun vilja lofa Jón með því að lasta Jónas og Bjarna. Hitt mun sönnu nær, að líta á rök beggja aðila og ástæður þjóðarinnaír þá. Straum- ur atvikanna var þá í vil þeim sem vildu hafa Alþingið í Reykjavik. En nú mun mörgum sýnast sem málum sé nokkuð breytt. þannig, að hugsjón hinna mildu skálda um Alþingi á þing-- völlum, endurreist á þúsund ára afmælinu, geti nú orðið að vera- leika. J. J. ----o---- í fyrstu vísu „Baugabrota“ í síðasta blaði, voru tvær misprent- anir. Vísan er svona: „Átti eg flesta á einum stað Unaðs þresti vísa: Meðan gestur gekk eg að Garði vesturdísa“. Menningarbrunnar íslensku þjóðarinnar, frá landnámstíð og fram að síðustu aldamótum, voru bestu sveitaheimilin á landinu. þeim eigum við að þakka sjálf- stæði þjóðarinnar, málið og bók- mentirnar - alla andlega fjár- sjóðu og hinn líkamlega þrótt, sem núlifandi kynslóð á úr að spila. Fombókmentafrömuðir þjóðarinnar voru aldir upp á mentabólunum í Haukadal og Odda og- á öðrum höfuðbólum. í klaustranum átti hin þjóðlega menning, bækur og handrit, ör- ugt athvarf. þar var unnið að ritstörfum og alþýðufræðslu. — Sagnfræðinni var fyllilega skipað við hlið trúar- og kirkjumála. I margar aldir voru skólasetrin í Skálholti og á Hólum eins og skærii- vitar. En önnur leiðarljós brannu í helgum reit á höfðingja- setram og bændaheimilum. þar var jafnframt deilt hörðum kosti við íslenska náttúru; svo að ein- staklingarnir þroskuðust andlega og líkamlega í samræmi við sögu- leg rök og’ landshætti. Á fyrri hluta 19. aldar var æðsti innlendi skólinn á sveita- heimilinu, Bessastöðum, að ýmsu leyti í fornum stýl, og þar voru þjóðlegar íþróttir í miklum met- um; enda sóttu hann þroskaðir unglingar. Eftir að skólinn var fluttur til Reykjavíkur, var hann, fram yfir síðustu aldamót, mest sóttur af sveitamönnum; ung- lingum, sem lesið höfðu undir skóla heima í sveit sinni, á heim- ilum mentamanna, eða undir leið- sögn heimiliskennara í föður- garði. þessir menn héldu að mestu sínum séreinkennum og uppeldisgróðri, þó að þeir dveldu í Reykjavíkurskóla á þroskaár- um. Skólinn og bærinn var þá ekki orðinn sú ,deigla‘,sem ,steypir alla hnappana' í einu móti. þeir unglingar, sem leituðu sér alþýðu mentunar áttu eigi um marga kosti að velja. En kostimir voru góðar bækur á betri sveitaheimil- um, tilsögn sjálfmentaðra hús- ráðenda og stundum sóknar- prestsins; en skyldufræðsla presta var aðeins í trúarefnum. Undir lok 19. aldar breyttist heimila- fræðslan nokkuð. þeir menn, sem dvalið höfðu á búnaðar- og gagn- fræðaskólum, gerðust margir heimilis- og umferðakennarar. Ungu mennirnir sóttu þá skóla af miklu kappi. En nokkru eftir aldamótin fór svo, að Möðruvalla- skólinn var fluttur til Akureyrar, en Hafnarfjörður spenti greipar um Flensborgarskólann. Skóla- fræðslan drógst úr sveitunum í kaupstaðina. Og síðan hefir út- koman smámsaman orðið sú, að kaupstaðarunglingarnir fylla þar fleiri sæti með ári hverju, eins og nú í mentaskólanum. Skóla- nemendur era yfirleitt yngri og óþroskaðri en áður. það þykir svo þægilegt, og’ nú orðið sjálfsögð venja, að smala unglingahópun- um eftir 6 ára dvöl í barnaskól- um kaupstaðanna, upp í gagn- fræðadeildir æðri skólanna, og svo áfram eftir því sem ungling- j arnir endast til að velta í „deigl- i unni“. í Kaupstaðirnir hafa sveipað j gag-nfræðaskólana tískublæ nú- ’ tímans. þangað kemur miklu 1 færra en áður af þroskuðum sveitarunglingum. þeir eru þar nú næstum fágætir gestir. En unglingarnir hverfa samt sem áð- ur til kaupstaðanna. það er meinið. þar eru ýmsir aðrir ný- tískuskólar.sem hafa sitt aðdrátt- arafl. þessi nýju menningarból! þjóðarinnar í kaupstöðunum valda vissulega meiri straum- hvörfum en mönnum er nú ljóst, ef ekkert er reynt að sporna við þeim. Öflugasta s.porið til varnar því, að fólkið renni niður brekkuna og mótist í ,deiglu‘ kaupstaðanna, er að endurreisa skólaheimilin í sveitum landsins. Stofna þar aft- ur menningarból að nokkru leyti í fornum stýl, en á nýjum og þjóðlegum grundvelli. — Barna- fræðslan verður að bindast við heimilin, að svo miklu leyti sem unt er, og unglingafræðslan við sveita- og héraðsskóla. Nýjustu héraðsskólarnir eru að mínu áliti frumspor slíkrar afturhvarfs- og viðreisnarstefnu. þessvegna ligg- ur við þjóðarheill, að til þeirra sé sem best vandað. það spor sem síðast var stigið í þessu efni, stofnun Laugaskóla í þing- eyjarsýslu, hefir vonandi heppn- ast vel. •— Væri því sjálfsagt fyrir Sunnlendinga að sníða sér stakk eftir þeim skóla, og athuga vel hvaða skilyrði þeir þurfa að veita sínum skóla. Skólann verð- ur að reisa þar sem náttúruskil- yrðin hæfa best; hvað sem öllu öðru líður. Stundarmetnaður í þeim sökum, urn val á skólastaðn- um, hefnir sín grimmilega síðar. Á Laugum er meira af heitu vatni, en nota þarf til hitunar í skólahúsinu; gluggar á íbúðai- herbergjum mega vera opnir nótt og dag. Fjallaloftið leikur um húsið, vermt af jarðhitanum. í skólanum eru nú yfir 50 nemend- ur, en alls munu vera um 70 í heimili að meðtöldu kennarafjöl- skyldum og þjónustufólki. Alt fólkið er í matarfélagi, og kenn- aramir leggja á borð með sér mjólk úr búum sínum og fl. — Við hliðina á borðsalnum í kjall- ara hússins er yfirbygð sund- laug með miðstöðvarofnum. þar fá nemendur sundböð daglega og læra fjölbreyttar sundaðferðir, og það gerir alt heimilisfólkið, að undanskildum ungbörnum. Konur, sem aldrei hafa komið í vatn áð- ur, læra sund á fáum dögum. — í grend við skólann eru ágætar skíðabrekkur og skautaís. þar er valin aðstaða til þess að iðka fornar og þjóðlegar íþróttir, eins og gert var í Bessastaðaskóla. þar er og haldið þjóðlegum heim- ilisháttum, sem menta jafnt liuga sem hönd. Á kvöldin er á viss- um tímum lesnir valdir kaflar úr bókmentum, eftir leiðsögn kenn- aranna. Hér er eigi rúm til að lýsa kenslufyrirkomulaginu. En svo mun til hagað, að á þessu nýja skólaheimili notist fornir kostir, sem liafa gengið að erfð- um á bestu íslensku sveitaheim- ilum til þessa dags, frá Hauka- dal og Odda og’ öðrum menning- arbólum fyrri alda; sameinaðir þeim hollustustraumum, sem nú- tímamenningin igefur völ á. Ungu menn og konur! Hvort viljið þið heldur stefna undan brekkunni, þangað sem mentaból borgamenningarinnar ráða ríkjum — kvikmyndahúsin, innihalds- lausir gamanleikir og danssalir, þar sem fólkið deyfir sál sína undir áhrifum áfengis, eða viljið þið hefjast hærra og snúa móti straumnum, þangað sem arineldar fornra heimila og morgunbjarmi nýja tímans fallast í faðma? Viljið þið þroskast í hér- aðsskólunum og varðveita menn- ingarheimilin í sveitunum, eða i'ölta á milli leikhúsa, er hin lé- lega glysmenning bæjanna (oft nefnd Grimsbymenning hér í blað- ! inu) heldur opnum, og valda því | að fjöldi unga fólksins í bæjunum j les engar bækur, aðrar en reif- ai’a í dagblöðunum, og veitir engu öðru athygli en því, sem fyrir augun ber. Gæfa þjóðarinnar, frelsi og íramtíð veltur á því hvort núver- andi kynslóð hverfur niður í ,deigj una‘ eða stefnir upp brekkuna. p. S. ---o--- Ritíregn. Ásmundsson Brekkan: 1) Iveungernes Broder. 218 bls. 16X10. Köben- havn MCMXXIV. — Verð: kr. 6,60. það er venja, að þegar menn kynnast einum eða fleiri einstak- lingum af einhverri þjóð, sem þeim er að litlu eða engu kunn öðru en afspurn, að þá skapa þeir sér skoðun á allri þjóðinni eftir því, hvernig þessir fáu koma þeim fyrir sjónir. Eins og nærri má geta er það ekki altaf nálægt sönnu lagi: stundum betra, stund- um verra. En það er auðsjeð, að þá sem heima sitja, varðar eigi litlu hvernig- þessir fulltrúar þeii’i’a reynast, því sæmd sjálfra þeiri-a og orðstír liggur þar við. Einkum skiftir þetta máli fyrir smáþjóðir, svo sem vjer eram, íslendingar. því eru það jafnan tíðindi, þeg- ai' einhver maður, sem íslenskur getur kallast, vinnur erlendis þau verk, sem ætla má að verði til þess, að nafn hans komist á var- ir fjöldans. Og oss vai’ðar miklu hvernig þau verk eru af hendi leyst. Friðrik Ásmundsson Brekkan heitir ungur íslendingui’, sem nú dvelur í Danmörku. Er eigi langt síðan nafn hans barst með blöð- um um alt land. þá var bók hans nýkomin út, sú er nefnist: „De gamle fortalte“. Gat hann sjer þegar góðan orðstír með bók þess- ari, en í henni voru ýmsar gamlar sögur af íslenskum uppruna, allar fæi’ðar til nútímastíls. (sbr. Tím- ann VII. 44. 8. des. 1923). Annað rit eftir hann er nú fyrir skömmu komið hingað á mai-kaðinn: „Ulveungeraes Bi’od- er“ (Bróðir ylfingur). Aðalmaður söigu þeirrar er Bróðir víkingur, sá er Njála lýsir svo: „Bróðir hafði verið maður krist- inn ok messudjákn at vígslu. Enn hann hafði kastað trú sinni ok gerðist guðníðingr ok blótaði heiðnar vættir ok var allx-a manna fjölkunnigastr. Ilann hafði hei’- búnað þann, er eigi bitu járri. Ilann vai* bæði mikill og sterkr ok hafði hár svá mikit, að hann drap undir belti sér. þat var svai*t“. Ásmundsson Brekkan reynir að fylla út myndina í umgerð Njálu, og skýra eðli og æfi Bróður. í honum mætast tvær andstæður: Frh. á 4. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.