Tíminn - 03.04.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1926, Blaðsíða 2
64 TÍMINN snnnn sniePLíKi ZKa.u.pféla.gsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smj örlíkísgerðin, Reykjavík. Kaupmenn og kaupfélög. Munið eftir að hafa ávalt á boðstólum í verslun yðar: Niðursoðið kindakjöt í 1 kgs. dósum. -- í V, - ' - Niðursoðna kæfu í 1 kgs. dósum. Með því styðjið þér innlendan iðnað og- tryggið yður ánægða viðskiftavini. í hverjum kassa eru 48 dósir. Sent út um land gegn pöstkröfu. Slá.tnrfélag1 Snðnrlands, Sími 249 (2 línui’). Reykjavík. „En þessi auðsveipni, sem ein- göngu vi11 lúta margra alda gamalli skynsemi, er ekki rík í íslendingum". „Dularfull fyrirbrigði, draumar, svipir, sýnir og spásagnir hafa jafn- i an verið lífæð trúarbragðanna". „íslensk kirkja hefir engin löggilt játningarrit, og mætti halda því meir á lofti gagnvart útlendingum, þvi það er miki’ll sómi. Hún stendur jafnföstum fótum fyrir því“. „það ætti betur við, að heit prest- anna væri miðað við kenningu Krists, og að hin íslenska kirkja væri ekki nefnd evangelísk-lúthersk i stjórnarskipunarlögum vorum, held ur kristin. Hærra heiti er ekki hægt að volja henni, og er óskandi, að þeirrar breytingar verði ekki langt að biða. í þvi getum vér gengið á undan öðrum þjóðum, að knnna kirkjuna við nafn Krists eingöngu, og væri það vor sómi. En til þess þurfum vér að hafa það skap, að þora að gera íleira en áður hefir verið gert armarsstaðar. pað ósjálf- stæði, að þora ekkert að hugsa eða. gera, sem ekki hefir áður verið hugs- að eða gert á Norðurlöndum eða í Danmörku, á liér ekki heima. Is- lensk kirkja er engin annexia frá Danmörku". „Kristnum mönnum er og ekki nauðsynlegt að hafa aðrar játningar en fjallræðuna og faðirvor". „Manneðlið verður ekki rekið út með lurk atkvæðagreiðslunnar". „Mestu fylgi við forna trúfræði má líkja við það, þegai’ nafn er skrifað undir óþekt skjal. Með því móti verður auðvelt að vera rétttrúaðui — fyrir heimska menn og fáfróða. En því örðugra sem vitið er meira og þekkingin". „íslondingar eru ófáanlegir (il að þylja án þess að skilja. Kreddur kalla þeir alla fræði, sem dagað hefir uppi. „Kredda" er dregið af „credo“, sem er upphafsorð og heiti postullegu trúarjátningarinnar [svo nefndu] á latínu. „Bull“ er dregið af „bulla", en svo eru páfabréf nefnd. þessar orðmyndir fela í sér merki- lega sögu“. „Kirkja Krists þarf ekki aðrar stoð- ir en sannleiksást og kærleika manna á rnilli". „það voru þeir, sem sífelt eru að revta arfann, sem krossfestu Krist. sleppir öllu, sem hann á, verið læri- sveinn minn“ —? H. N. I-Iann var upprættur sem illgresi“. „það, sem fúnað hefir og ræsta þarf burt, er ekki kirkja Krists . . Kirkja Krists er hið skapandi afl, sem heldur síungum þeim hoðskap, er Kristur flutti, það afl, sem leysir fagnaðarerindið úr álögum úreltra fræða og brennir haminn". „í sögulegum rannsóknuin stóð 19. öldin fremst. Utlit er fyrir, að sálræn visindi verði aðal 20. aldarinnar. þessi vísindi standa kirkjuhni næst: rannsóknin í biblíufræðum og kirkjusögu og sálræn fræði". „Kirkjan á á hverjum tíma að vera sönn .... Gömul villa er henni hættuleg, en ný sannindi halda honni ungri". pessar setningar ættu að nægja til að gefa þeim, sem hafa ekki lesið greinimar, nokkra hug- mynd um efni ritgerðar þessarar og skoðanir höfundarins. það skal tekið fram, að Á. Á. er eindreginn vinur þjóðkirkjunn- ar íslensku og fullyrðir, að þró- unin til hugsunarfrelsis sé komin svo langt hér, að „siglt sé fram hjá fríkirkjuskerinu“. Honum er lítið um, að reynt sé að koma hér inn dönskum trú- málaskoðunum. Á 92. bls. segir hann: „Vér eigum að hætta að stritast við að koma kirkjunni á danskan búning. íslenskur bún- inigur fer Fjallkonunni best, og kirkjan, sem er brúður Krists, sómir sér betur með íslenskt, skaut en útlendan fjaðrahatt“. Og á 102 bls.: „Vér erum engin eftirhermuþjóð, heldur sér um þjóðerni og menningarblæ. I trú- arefnum gætir þess eins og ann- arsstaðar“. Eg fæ eigi betur séð en að hér sé haldið fram fagurri hugsjón frjálslyndrar, rúmgóðrar þjóð- kirkju. Hjá ísraelsmönnum var kon- i unginum -gert að skyldu (líklega ! við siðbót Jósía á 7. öld f. Kr.) ; að hafa hjá sér eftirrit af lög- i málinu í sérstakri bók. í þeirri bók átti hann að lesa alla æfidaga sína. Svo segir biblían frá (5. Mós. 17, 18—19). Páll Melsteð gerði sér ótilknúð- ur að venju að lesa Njálu einu sinni á hverjiim vetri. Andlegum leiðtogum þeim, sem hér verða á næstunni, getur orð- ið það holt að gera sér að reglu áð lesa þessa ritgerð Á. Á. um kirkjuna einu sinni á ári, einkum og sér í lagi ef þeir fara að verða haldnif af þeirri ímyndun, að „hjálpræðið komi frá Dan- mörku“. Til annars væri ritgerð þessi einnig vel fallin. All-mikil tilraun hefir á síðustu árum verið gerð til að eíla samhug og samvinnu milli íslenskrar og danskrar kirkju. Slíkt ber síst að lasta, ef það er þá nokkuð annað en láta- læti og tiT málamynda. Hins er naumast vert að minnast, að sum- ir leiðtogar Heimatrúboðsstefn- unnar í Danmörku telja íslend- inga vantrúarmenn eða heiðingja, nema hinn fámenna „vinahóp“, sem safnast hefir um fulltrúa þeirra hér. þeir, sem fyrir samvinnu þess- ari standa af íslands hálfu, ættu að láta þýða þessa ritgerð Á. Á. á dönsku. Hún gæti aukið skiln- ing á oss íslendingum meðal dönsku forgöngumannanna, sem sumir hafa, sýnt, að þá isikortir þekking á háttum vorum. Fæstir þeirra munu færir um að lesa rit- gerðina á íslensku. En hún mundi þeim hentug hugvekja og góð leiðbeining, áður en þeir senda oss næsta heiðingjatrúboðann. „Bjarmi" hafði orð á því eitt sinn í vetur, að nýja iguðfræð- in væri lítt herská nú orðið hér á landi.. Eg hygg hún hafi aldrei verið herskáari en i þessari litlu bók. Að minsta kosti er það ærið verkefni „Bjarma“ fyrst um sinn að hrekja það, sem í henni stend- ur. — Nú er svo komið, að fáir prest- ar eða guðfræðingar eiga sæti á Alþingi. Lengi voru prestar þar margir. En því færri sem þeir eru, því meira stendur á hverjum Hugleiðingar um kver og kirkju. ------ Nl. 1 síðari hluta bókai' sinnar set- ur Á. Á. fram skoðanir sínar á íslensku kirkjulífi, sem hann virðist hafa athugað vandlega. Kemur þar fram sama frjálslynd- ið og einikar heilbrigður og þrosk- aður hugsunarháttur. Hann hefir opið auiga fyrir einkennum ís- lendinga og skilur áhrif einangr- unarinnar eða strjálbýlisins á trú- artilfinningar fólksins. Ekki síst í þeim níu köflum er margt vel sagt. Stíll höfundarins er skemti- legur og bregður þar mörgum líkingum fyrir. Og athuganir hans eru margar ágætar. Eg set hér nokkur dæmi: „Að hér á landi hefir aldrei tekist að kveikja eld trúaræsinganna er hinn skýrasti vottur um heilbrigt trúarlíf". „íslensk kirkja hefir hagskýrsl- urnar á móti sér. En á þeim er jafn- an bygður hinn harði dómur um ís- lenskt trúarlif. En hagfræðin togar ekki A miklu dýpi“. „í strjálbýlinu lýsir innrætið sér betur í athöfnum en i orði“. „Skoðanaskifti eru komin í stað sinnaskifta og rétttrúnaður í staðinn fvrir réttlæti". „Hið ramaukna níð, sem klerkleg þröngsýni hefir oftlega rist heil- brigðri skynsemi, befir hér ekki átt góðan jarðveg“.*) *) Liklega er það þessu einkenni íslendinga að kenna — eða þakka? —, að bæklingur eða ritgerð hins þekta danska prests Skovgaard-Pot- ersens: „Asnaraust skynseminnar" hefir ekki enn verið þýdd A íslensku, þó að sumum öðrum bókum hans hafi verið sá sómi sýndur, t. d. rit- inu með þessum eftirtektarverða titli: „þýðing tmarinnar fyrir þann, sem vill komast áfram í heiminum“ Finst mönnum annars ekki til um, hve sá titill samrýmist vel anda guð- spjallanna og frumkristninnar yfir- leitt, t. d. þessum ummælum Krists: „Vilji einhver fylgja mér, þá af- neiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér; þvi að hver, sem vill bjarga lífi sinu, mun týna því, en hver sem týnir lifi sínu mín vegna, hann mun finna það“. „þann- ig getur þá enginn af yður, er eigi Ræða Magnúsar Torfasnar, 1. þm. Árn. um jámbrautarmálið. Eg vonast til að það hneyksli eng- an, þó að þingmaður Flóamanna segi nokkur orð í þessu máli. Vegna þess að margir hafa þegar spurt mig um það, hvers vegna eg hafi ekki gjörst flutningsmaður að þessu frumvarpi, þykir mér rétt að lýsa yfir, að það er alls ekki mér að kenna; eg var þess albúinn, en höf. frv. mun hafa óskað þess, að eg kæmi þar ekki nærri; hitt mátti vera vitanlegt, að eg veitti þessu máli brautargengi, því „brautingi“ hefi eg verið alt frá æskudögum. það má kalla, að það sé í fyrsta sinni, sem þetta mál er borið fram hér á þingi til sigurs og fram- kvæmda. Áður fyrrum hefir það ver- ið borið fram þannig, að allar ébyggilegar áætlanir vantaði um það og því var engin von um að það gæti þá gengið fram. Brautinni var ætlað að liggja úr- leiðis og áhersla ekki lögð á vöru- flutning, heldur fyrst og fremst á fólksflutninga. — Vöruflutningar hlutu að vera undirstaða málsins. En nú loksins er málið borið fram á fullöruggum grundvelli og svo vel undirbúið og áætlanir allar svo ná- kvæmar, að þær verða ekki hraktar nema með getsökum einum. En hins- vegar geng eg ekki að því gruflandi, er málinu á að snúa til framkvæmda, að mótstaðan gegn því verður enn harðsnúnari en áður. Forboði þess finst mér vera, að brautinni var ætl- að liggja í gegnum „þrenglin". En það er líka forboði þess, að brautin muni komast í gegnum allar þreng- ingar. Og því er nafnið góðs viti í mínum augum. x\ður en eg fer út í efni þessa máls vil eg minna á dálitla sögu, sem gerðist á árunum þegar barist var fyrir þvi að brúa stórárnar aust- an fjalls. Sighvatur gamli Árnason var þá þingm. Árnesinga og barðist hraustlegast fvrir þessuni málum A þingi. Einn stórmerkur þingmaður — sá maður, sem eg hefi elskað mest þeirra manna allra, er og hefi kynst — Grímur Thomsen, hafði sagt við Sighvat, að þótt hann yrði 1000 ára, mundi hann ekki lifa það, að sjá brú komna á þjórsá. Nokkrum árum síð- ar mættust þeir fyrir ofan Skóla- vörðuholtið, og ávarpað Sighvatur þa Grím þannig: „Nú er hún komin“. — Já, brúin var komin, 11 árum eft- ir að Grímur Thomsen liafði sagt þetta. Nú er þetta mál, sem hér ræðir um, stærra mál en brúarmálin, en hinsvegar þurfa menn þó ekki að líta svo á, að hér sé um neina firru að ræða. Menn þurfa eigi annað en að líta á þroskasögu landsins, til þess að sjá það, að framfarir þjóðfélags okkar hafa orðið svo miklar og hrað- fara, að mentuðustu og bestu menn þjóðarinnar á hverjum tíma, hefir sjaldnast órað fyrir því. Og trúa mín er að þeir sem nú standa öndverðir á móti þessu máli, muni innan skamms lifa það, að málið gengur fram. Andmæli þau, sem fram hafa kom- ið gegn járnbrautinni, eru hvorki margsháttar né mikilsverð, og því síður bygð á góðum grundvelli, — bann er enginn annar en sveitar- dráttarþólitíkin gamla og alþekta. það er undirstaða allrar þeirrar andúðar, sem þetta frv. hefir mætt. En þegar farið er að ræða um þetta mál frá sjónarmiði sveitardáttar og hreppapólitíkur, vil eg minna á, að það er eins ástatt um þetta mál og önnur mikilsverð framkvæmdamál. þau hafa ótt upptök sín hér á Suð- Vesturlandi, og flest í landnámi Tng- ólfs Arnarsonar. Vil eg minna á, að t. d. hafa skipagöngur, akvegir, stór- brýrnar, verulegar umbætur í heil- brigðismálum átt upptök sín hér. Mcð öðrum orðum, allir aðalmenn- ingarstraumar í þjóðfélagi voru, eru héðan runnir. Og fer það að sköpuðu því hér er styrkur landsins. í heimskringlu Snorra eru þrænd- ur taldir styrkur landsins. Ef rætt var um einhver framtök þar í Nor- pgi, var jafnan spurt,: „Hvað leggja þrændur til“. Eins er hér. Eftir því sem Sut^-irland vex að mannfjölda og auði.'eftir því er sjálfsagðara, að allar nýjar stórframkvæmdir í land- inu hefjist þar. Nú er ekki svo að skilja, að eg sé með þessum orðum að gefa ávís un á járnbrautir í öðrum landsblut- um, það á víst því miður alllangt í land. En öðru máli gegnir að aðr- ir landshlutar geta orðið aðnjótandi ýmsra annara tíðinda, og hagsmuna í auknum mæli. Og þá Ter vel ef þetta mál verður upphaf að aukinni frarrisókn og framförum í ýmsum efnum meðal þjóðarinnar. þvi á þann veg og engan annan má halda jafn- vægi milli landshlutanna og upp- fvlla réttar sanngimiskröfur þeirra. það var sagt, að í þessum um- ræðum hefði sést bóla á hrossakaupa- púkanum. Eg sé ekkert á móti þvi, þegai' um gott. mál er að tefla, þóti eit.thvað verði að láta í skiftum til að fá því framgegnt. það hefir t. d. verið sagt, að aldrei hafi verið svo lagðui' stúfur um dönsku eyjarn- ar, að ekki liafi annar járnbrautar- spotti orðið að koma á Jótlandi. þetta mega menn kalla brossakaup, ef menn vilja, en það er ekkert annað en eðlileg framsókn, sem kem- ,ur fram, eftir því sem menn hafa skafshöfn og manndóm til. þetta, sem eg sagði um fríðindi til handa annara héraða, má setja i samband við svo niargt; eg vil t. d. minna á kæliskipið. það kemur fyrst og fremst öllum öðrum héruðum að meira liði en Árnes- eða Bangárvalla- sýsluni, að minsta kosti alt til þess er járnbrautin er fengin, fyrir því að markaður fyrir afurðir þessara hér- aða hefir til þeésa mestmegnis verið í Reykjavik. I annan stað vil eg' minna á, að Árnes- og Rangárvalla- sýslur geta ekki að neinum veru- legum mun notið hlunninda af sam- þykt frv. um unninn eða tilbúinn áburð. þó við ættum að njóta þess eins og aðrir, að fá hann kostnaðar- laust fluttan til Rcykjavíkur, þá verð- 11r altof dýrt að koma honum þang- að austur. Sama gegnir um fóðurbæti. Suðurland getur ekki not.að erlendan fóðurbæti, vegna kostnaðarins við að ná honum þangað. það er t,. d. hörmu- legt. að minnast ársins 1920, þpgar þessar sýslur eyst.ra, þurftu að fá erlendan fóðurbæti, varð hann bæði alt of dýr og auk þcss varð honum ekki í tíma komið þar á land, vegna hafgangs og brima, eins og kunnugt er. Jámbraut austur ætti því að vega á. móti hlunnindum, sem ýms önnur héruð hafa fengið og geta betur not- ið. Að þessu leyti ei' hún jafnvægis- krafa. Ein jafnvægiskrafa annara lands- hluta er strandferðaskipið, og er að sjá sem fall þess máls eigi að bitna á brautinni. En þótt eg fylgi því góða máli, gæti eg trúað, að ýms héruð út um land hefði enn meira gagn af, og þeim væri hollará, að fá góðar og beinar ferðir til útlanda en aukn- ar strandferðir. Eg get t. d. aldrei séð, að það geti verið neitt sérstakt keppikefli, t. d. fyrir Austurland, að nó í miklu örari samgöngur en nú eru við Rekjavík. Miklu nær sýnd- ist vera að þeir fengju góðar beinar samgongur við útlond, t. d. Bret- land og Noreg. Krókurinn til Reykja- víkui' er svo löng lykkja á leiðinni. Hæstv. atvinnumólaráðh. (M. G.) fór hlýlegum orðum um þetta frv. og er eg lionum þakklótur þar fyrir. Hann vék að því, að járnbraut væri engu síðui' en kæliskipið, aðallega miðuð við þarfir landbúnaðarins. Enda er jórnbrautarmálið alls ekki fremur samgöngumál en landbúnað- armál. Okkur vanhagar ekki svo um að komast sein allra fyrst, til Reykja- víkur, heldur þurfum við nauðsynlega að koma afurðum okkar, á hvaða tíma árs sem er til Rvíkur, þ. e. til hafnar yfirle.itt. þegar gripið or til þess, sem mót- báru, að hér eigi þá fyrsf að fara að leggja járnbraut.ir, þegar jám- hrautaöldin sé um gai'ð gengin er þetta ekki annað en högg út í loftið. — .Tárnbrautir verða að vera þar, sem snjór liggur lengi á fjöllum og /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.