Tíminn - 25.04.1926, Page 1
©Jaíbíeti
3$ afgrei&slHr"a6»r Cim«HS et
Sigurgetr jtittifsfen,
Sambcm&sljAsittB, Heyfftníif
^fgteibðla
Cfmans er i Sambanbs^ásmu
®pin baglega 9—f2 f. l>.
Sfmi g96.
X. ár.
Reykjaylk 25. apríl 1926
Um norska dómsmálaþróun.
Sumarvísur
við leiði Magnusar Þórarinssonar frá Halldórsstöðum.
Eitt af merkilegnstu atriðum í
stjórnarskipun Islands á þjóðveld-
istímunum var skipun dóma. í
fjórðung-sdómunum og á Alþingi
voru borgarar landsins kvaddir
til að dæma um deilumál annara.
þeir dæmdu eftir bestu sannfær-
ingu eftir formi laganna, en þó
fyrst og fremst eftir anda þeirra.
ísland tapaði frelsi sínu og er-
lent vald skipaði hér dómsmál-
unum. þá lögðust niður kviðdóm-
amir. Dómarar tilsettir af hinu
erlenda stjórnarvaldi fengu dóms-
valdið einir í sínar hendur. Andi
kviðdómanna hvarf. Formið varð
aðalatriðið en ekki andi laga og
réttvísi
Kviðdómamir eða almennings-
dómstólar vora algengir í öllum
germönskum löndum í fomöld.
þeir voru norræn stofnun. En á
niðurlægingaröld norrænna þjóða
hurfu þeir ór sögunni á megin-
landinu og á íslandi. En ein nor-
ræn þjóð hélt lýðfrelsi sínu frá
fomöld fram til nútíðar. það eru
Englendingar. Og þeir geymdu og
viðhéldu almannadómstólunum,
kviðdómunum frá því í fomöld.
Á 19. og 20 öldinni hafa fjöl-
margar þjóðir tekið upp kviðdóma
eftir Englendingum. Ein af þeim
þjóðum eru Norðmenn. Af því að
margt er líkt í þróun Norðmanna
og Islendinga, má vera að reynsla
Norðmanna geti orðið okkur til
stuðnings og fordæmis að ein-
hverju leyti.
Nálega alla 19. öldina og fyrstu
ár 20. aldar skiftist norska þjóð-
in í tvo flokka, hærgimenn og
vinstrimenn. Hægrimenn voru
íhalds- og afturhaldssamir. þeir
vildu viðra sig upp við Svía í
stjórnmálum. 1 þeim flokki var
meginþorrinn af stórefnamönnum
landsins, og mikið af embættis-
mönnunum m. a. flestir dómarar
landsins. Vinstri mennirnir voru
hinir þjóðræknu framfaramenn.
þeir vildu gera landið sjálfstætt
í stjómmálum gagnvart Svíum
og í menningu gagnvart Dönum.
Meginhluti bændastéttarinnar og
nokkuð af vel mentum bæjar-
búum voru vinstrimenn.
Deilan milli hægri- og vinstri-
manna var ákaflega hörð. Náskild-
ir vandameim töluðu stundum:
helst ekki hver við annan, ef
annar var hægri- en hinn vinstri-
maður. Eitt sinn þegar skáldið
Björnson, mesti ræðugarpur Norð-
manna, hélt ræðu á höfuðtorginu í
Osló, þá drógu hægri menn í hús-
unum í kring gluggatjöld sín nið-
ur til óvirðingar við vinstrimenn.
Hægrimenn höfðu undirtökin
bæði um peningavald og einkum
um dómsvald og létu andstæðing-
ana óspart kenna á því. Eitt sinn
höfðu blöð hægrimanna ausið
botnlausum illyrðum yfir einn af
þingmönnum vinstrimanna. Hann
ritaði þá frægum málfærslu-
manni bréf og spurði hann ráða,
hvort hann ætti að fara í mál út
af þessu tilefni. Málfærslumaður-
inn svaraði: „Eg álít að enginn
vinstrimaður í Noregi eigi að
fara í mál“. þetta svar varð
þjóðfrægt. I því var saman-
þrengt beiskju allra heilbrigðra
manna í landinu yfir spillingu
dómsvaldsins, yfir því að rétt-
læti dómanna skyldi vera skifl
eftir flokkum. Hinn seki slapp
við hegningu, ef hann var flokks-
bróðir dómarans eða dómarastétt-
arinnar, en hinn var dómfeldur af
því að hann leit öðru vísi á stjórn-
mál þjóðar sinnar, heldur en hinir
tilsettu dómarar.
þessi eina setning lögmannsins
hafði mikil áhrif. þeir seku
skildu hvert örinni var stefnt, og
hún hitti beint í hjartastað þá,
sem dýpst voru fallnir í spillingu
hlutdrægra dóma flokksbræðrum
sínum í vil. það urðu út af þess-
ari setningu mikil átök í Noregi,
og hún átti mikinn þátt í að
brjóta niður það dómsform, sem
besti hluti þjóðarinnar hafði lært
að hata og fyrirlíta.
Norsku bændurnir höfðu feng-
ið að kenna á óbilgirni afturhalds-
dómaranna fremur öðrum stétt-
um. það var hefnd afturhaldsins
fyrir það, að bændastéttin gekk
í fararbroddi í frelsi og menning-
arbaráttu landsins. það voru líka
norsku bændumir, sem háðu langa
og erfiða baráttu fyrir því, að fá
réttláta dóma í landinu. Niður-
staðan varð sú, að bændavaldið
sigraði. Kviðdómamir komust á,
og einveldi afturhaldsdómaranna
var brotið á bak aftur. Noregur
fékk aftur kviðdóma eins og á
sinni fyrri frelsis öld. Síðan sú
breyting varð, þarf enginn maður
þar í landi að óttast, að hann
nái elcki rétti sínum þó að hann
sé þjóðrækinn og frjálslyndur í
skoðunum.
Alstaðar í menningarlöndunum,
þar sem kviðdómar hafa verið
teknir upp hefir það verið af
þörf þjóðanna eftir rjettlæti, eftir
því að andi laganna fengi að njóta
sín, eftir því að allir menn í
landinu væra jafnir fyrir lögun-
um. Og ástæðan til þess að slfk
breyting kemst á er jafnan hin
sama. þjóðin fær viðbjóð á þeim
dómurum, sem dæma vísvitandi
ranga dóma til að styðja pólitíska
samherja og gera rangt pólitisk-
um andstæðingum. Og sú spilling
trúnaðarmanna þjóðfélagsins
Ieiðir til þess, en sjaldan fyr en
eftir langa baráttu, að borgarar
landsins breyta skipulagi dómstól-
anna þannig að betur sé trygt,
að andi laganna njóti sín, að allir
séu jafnir fyrir lögunum. Barátta
norsku bændanna til að endur-
reisa kviðdómana, var þar í landi
einn þáttur í leitinni eftir rétt-
látum dómum. J. J.
----o-----
Magnús þórarinsson á Halldórs-
stöðum í Laxárd. í þingeyjars. var
þjóðkunnur brautryðjandi í ullar-
iðnaðarmálum hér á landi. Hann
reisti hér fyrstur manna kembi-
vélaverkstæði og smíðaði spuna-
vélar. Hann beitti öllum kröftum
sínum, fé og tíma til framkvæmda
ullariðnaðarmálum. Sjálfur fékk
hann lítil laun og stundum jafn-
vel vanþakklæti fyrir baráttu sína
og ósérplægni. En sporin hans
virðast skýrari en flestra annara
samtíðarmanna. — Víða um land
eru nú að koma upp kembivélar
í sama stíl og á Halldórsstöðum,
sem best efla heimilisiðnaðinn í
sveitunum. Magnús vann sveitar-
menningu þingeyinga og hags-
munum almennings ómetanlegt
gagn, með starfi sínu á þessu
Laukamir vaxa,
Laxárfossar syngja.
Jónsmessuálfar
öllum klukkum hringja.
Bamæsku vinur,
væran duft þitt hvílir,
— skjól jarðar skýlir.
Hingað er stefnt
af hraustum jafnt og særðum;
moldin, vor móðir
miðlar öllum værðum.
Misjafnt er hitt:
hvað manninn genginn lifir
— dagdómum yfir.
Grandvara líf,
með bernskuhjartað bljúga,
mjallhvítar þínar
minnisálftir fljúga
ofar heimsins grimd
og undirhyggju máli,
ósnortnar táli.
Hugurinn leitar —
engan ástvin finnur
betri, að öllu.
Æ hið góða vinnur
hugsa eg klökk
við leiðið þitt, hið lága,
blóm dalsins, bláa.
sviði. Auk þess var hann fjöl-
hæfur hugvitsmaður, og mætti
nefna þess ýms dæmi, ef rúm
leyfir. Hann eyddi eitt sinn nálega
heilu vori í það að finna upp og
búa til orf handa handleggslaus-
um bónda. Hann sigraði og smíð-
aði orfið svo að bóndinn fékk
notið sín að fullu við sláttinn.
Borgun þáði hann aldrei fyrir
vei'k eins og þetta. þá hafa flestir
heyrt getið um vél þá sem hann
smíðaði af hugviti sínu og notuð
er til að hreinsa dún. En „skráin“
hans Magnúsar hefir eigi enn ver-
ið metin svo mikils, að hugvits-
menn og sérfræðingar hafi feng-
ið að athuga hana á sýningu eða
reyna; hún er þó sannnefnt Völ-
undarsmíði og kostaði hann geysi-
mikinn tíma og fyrirhöfn. Magnús
var grandvar, hjartahreinn og
óeigingjarn hugvitsmaður. Af æfi-
starfi slíkra mann, sem hann var,
upp sker þjóðin mest, einkum
þegar lengra líður frá. Hann var
leikbróðir og æfiástvinur Bene-
dikts á Auðnum, föður skáldkon-
unnar Huldu. — Má telja þá
menn báða meðal trúustu og
bjartsýnustu hugsjónamanna, er
starfað hafa meðal íslenskrar al-
þýðu, svo að hvergi hefir skugga
á borið alla þeirra löngu æfi.
Annar einkum á verklega sviðinu,
en hinn í bóklegum fræðum og
mentum. Báðir unnu með óþreyt-
andi elju og ósérplægni að nýjum
úrlausnum og aðferðum í verk-
legum, andlegum og félagslegum
efnum. j
Ágrip af æfiminningu Magnús-
ar og lýsing á störfum hans, eftir
Hallgrím þórbergsson tengdason
hans, birtist í 8. tölubl. „Óðins“
1910; og þegar Magnús lést skrif-
aði ritstjóri „Dags“, Jónas þór-
bergsson, í blað sitt, mjög góða
og gagnorða lýsing á manninum
og störfum hans. þeim sem vilja
fá um hann frekari fræðslu, vís-
ast til þessara heimilda.
----o----
— Við, sem að villumst,
eigin brestum borin
getum með tárum
döggvað dýrlings sporin,
beðið, breysku hjarta:
blessað sé hið hreina,
eilífa eina!
Meðan eg krýp
að moldarbeði þínum
man eg það alt,
er skylt var huga mínum
best og lengst að geyma;
bamstár létta meini
hjá þér, hinn hreini.
Hjá þér? — Nei, hér er
aðeins duft þitt eftir;
anda þinn floginn
ekkert lengur heftir.
Dagbjartur, stór
og ungur ertu í minni
ættjörðu þinni.
Geym, fagri dalur,
duft hins vitra og góða.
Slíkir menn eiga
ást og virðing þjóða;
minning þeirra biður
bamsins ljúfa rómi:
Hafnið heims grómi!
Hulda.
t
Sigurður Baldvinsson
frá Komsá lést á Korpúlfsstöð-
um aðfaranótt fyrsta sumardags,
22. þ. m. Hann var 44 ára gam-
all, fæddur fyrsta sumardag 1882.
Sigurður var nýkominn norðan
frá Kornsá til þess að taka við
ráðsmannsstarfi á Korpúlfsstöð-
um fyrir Thor Jensen. Hann hafði
fengið lungnabólgu fyrir hálfum
mánuði og lá mjög þungt hald-
inn, en hjartabilun mun hafa orð-
ið banamein hans að lokum.
Sigurður var fæddur og uppal-
inn í Bárðardal í Suður-þingeyj-
arsýslu. Föður sinn, Baldvin Frið-
riksson, misti hann ungur, en
móðirin, Arnfríður Sigurðardótt-
ir, lifir son sinn. Hafði hún altaf
fylgt honum eftir og dvelur nú á
heimili hans, Kornsá. Að henni er
þungur harmur kveðinn í ellinni.
Sigurður var búfræðingur frá
Hólaskóla; hann dvaldi og nokk-
um tíma erlendis1 við nám í tungu-
málum og búfræði. Hann vai'
greindur vel og viðlesinn og góður
ræðumaður. 1 nokkur ár vann
hann að barna- og unglingakenslu
einkum í þingeyjarsýslu og veitti
forstöðu Alþýðuskóla að Ljósa-
vatni og þótti mjög skýr og góð-
ur kennari. Hann var kappsamur
dugnaðarmaður til vinnu, sam-
viskusamur 0g reglumaður í hví-
vetna. Sigurður var um 2ja ára bil
framkvæmdastj. Ræktunarfélags
Norðurlands og settur skólastjóri
á Hólum einn vetur. Á aðalfuridi
Ræktunarfél. Norðurl, 1924 var
hann kosinn Búnaðarþingsfulltrúi.
Árið 1918 giftist Sigurður eftirlif-
andi ekkju sinni, Sigurlaugu, dótt-
ur Bjöms Sigfússonar á Kornsá
og eignuðust þau 2 böm. Var hann
þar ráðsmaður hjá tengdaföður
sínum, þangað til síðastliðið vor,
að hann tók við hálfri jörðinni
til ábúðar. Nú hafði hann ráðið
að bregða búi 0g taka við bú-
stjórn á Korpúlfsstöðum, en kona
hans var væntanleg með næstu
skipsferð að norðan. Nú hefir
snögglega og óvænt brugðið
skugga á framtíð fjölskyldu hans,
en harmsakir hennar verða iétt-
bærari í skjóli hins trausta og
fullkomna ættarheimilis á Kornsá.
----o----
Mishepnuð árás. þingm. Akur-
eyrar, Björn Líndal þuldi þrjár
eldhúsræður um Alþýðuskóla
þingeyinga, við 3ju umr. síðari
hluta fjárl. í Nd. Að vísu lá þá
alls ekki fyrir að taka neina á-
kvörðun um. styrk eða annað við-
komandi skólanum sjálfum. Ec
þingm. leyfði sér þeima útúrdúr í
sambandi við tilL fjárveitinga-
nefndai', um 6000 kr. laun til
Björns Jakobssonar, til að stofna
og starfrækja íþróttaskóla í þing-
eyjarsýslu. 1 erindi sínu til fjár-
veitingan. hafði Björn Jak. heit-
ið að byggja sjálfur nauðsynleg
hús tii íþróttakenslu, án þess að
óska eftir ríkissjóðsstyrk til þess.
Hugsun hans er sú, að leggja
áherslu á að kenna þjóðlegar úti-
íþróttir, jafnframt leikíiminni og
ala þar upp fjölhæfa íþróttakenn-
ara. þegar nú að einn hinn áhuga-
samasti og reyndasti íþrótta-
kennari á landinu, vill leggja svo
mikið fram frá sjálfum sér til að
efla íþróttalíf þjóðarinnar samkv.
æskuhugsjón sinni — þá er eins
og allir helstu stólpai' íhaldsins
sjái „rauða dulu“. þeim nægir
ekki að gera lítið úr þessu máli
og þusa um hvað íþróttaiðkun sé
óþörf sveitamönnum, en ráðast
einnig með útúrsnúningum á aðra
stofnun. Eftir að B. Líndal hafði
talað sig dauðann og þingm.
S.-þingeyinga svarað honum jafn-
oft, þá reyndi fjármrh. að styðja
málstað Líndals, og síðan berg-
málar vitleysa Líndals í „Morg-
unbl.“, án þess að blaðið þekki
nokkuð til um málavexti. B. L.
talaði um að þingeyingar hefðu
svikist um að leggja fram fé
á móti ríkisstyrknum til skólans,
samkvæmt tilteknu hlutfalli.
Skuld sem nú hvíldi á húsinu
hefði verið þröngvað upp á sýsl-
una, og sennilega kæmi húr.
bráðum á sveitarsjóðina, og svo
vissi enginn hver ætti skólann.
Menn eru hættir að taka það al-
varlega þó að B. L. misbjóði þing-
inu með rakalausum þvættingi,
þegar illa liggur á honum; en hitt
er undarlegra að fjármrh, skuli
taka í sama strenginn. Hann ætti
þó að vita að hlutaðeigendur
skólans hafa lagt fram fé, með
samskotum og ábyrgð, á móti rík-
isstyrknum og þess vegna var
hann greiddur af fjármrh. Hafi
verið um vanefndir að ræða gagn-
vart skilyrðum, sem sett voru í
fjárl., eins og B. L. og MbL dylgja
um, þá eiga þessir aðilar að víta
fjárm.rh. fyrir að gæta ekki þess-
ara skilyrða við útborgun á ríkis-
styrknum til skólans. En í þess-
um ákúrum er enginn heil brú.
Yfirlitsreikningur um stofnkostn-
að skólans og framlög til hans
hefir legið fyrir fjárv.n. meðal
þingskjala. þar sést að búið er
að leggja fram fé til skólans og
sundlaugarinnar ca. 103 þús. kr.
Af því eru 40 þús. úr ríkissjóði,
38 þús. greidd framlög frá hér-
aðsbúum og 25 þús. kr. lán úr
Frh. 6 4. si8n