Tíminn - 05.06.1926, Side 1

Tíminn - 05.06.1926, Side 1
©fcsíöferi afgreiöslui^aöur timans er 5 i g u r § e t r £ti*rif*f»n, Sambmtieljásinu, Heyfjat^f ^fgteifcsía " ífmans er í Sambaitösíjfustttii <Dpm boQle$a 9—(2 f. I). Simi í9fi. Reykjarík 5. júní 1986 Búnaðarmálastj óra-staðan er laus til umsóknar. Byrjunarlaun kr. 4500, hækkandi á þriggja ára fresti um kr. 500 upp í kr. 6000 Umsóknarfrestur til 1. september næstkomandi. Stjórn Búnaðarfélags íslands. hlað X. ár. Btan úr heimi. Heimskautsflug Amundsens. Norge loftskip Amundsens lenti við Teller í Alaska að morgni þess 14. maí eftir 71 klukkustundar flug frá Kings Bay á Spitsbergen. Á skipinu voru 15 menn og höfðu þeir mat til tveggja mánaða og annan út- búnað að sama skapi. Alls var farangur þeirra 12 smálestir að þyngd, svo það var enginn smá- ræðis-þungi, sem loftskipið hafði að bera. þó fór það með 107 kílóm. hraða á klukkus., þegar best gekk. Veðrið var gott í fyrstu og skygni hið besta. Norður undir 86. breidd- argráðu sáust ísbirnir, en úr því ekkert kvikt fyr en komið var til Alaska. Amundsen flaug yfir norður- heimsskautið í björtu veðri og var því hægt að gera allar nauð- synlegar mælingar til þess að ákveða staðinn. Kastað var niður fánum Noregs, Bandaríkjanna og Italíu. þeir voru með stórum járn- broddum, svo stengumar stóðu fastar í ísnum með blaktandi fánum. Land sást hvergi, ekkert nema endalaus ísbreiða. Nú var stefnt til Alaska og gekk vel um stund, og svo kom þoka og síðan hríð. Frostið var grimdarlegt og ís kom á loftbelginn og skemdi hann. Um stund var ekki hægt að hafa stjórn á loftskipinu, en þá birti og lygndi til allrar ham- ingju. Samt reyndist ómögulegt að komast til Nome í Alaska eins og áfonnað hafði verið, því skipið var orðið svo laskað og svo hvesti aftur. Eftir ógurlegar mannraunir tókst þeim félögum að lenda skipinu um 20 mílur frá Nome, skamt frá litlu Eskimóa- þorpi sem Teller heitir. það ligg- ur á sömu breidd og ísafjörður, eða því sem næst. Síðan var loft- belgurinn tæmdur af gasi og skipið tekið |sundur, og á að flytja það sjóleiðis til Seattle þeg- ar ísa leysir. Loftskipið Norge er smíðað í Ítalíu, og flaug það fyrst frá Genúa til Marseille, þaðan til London, svo til Osló, þá til Lenin- grad, þá til Kings Bay og svo yfir heimskautahöfin til Teller. öll vegalengdin sem það flaug er 13.000 kílómetrar og flugtím- inn 172 klukkustundir. Amundsen hefir náð öllum þeim takmörkum, sem hann setti sér í æsku, að firma bæði heimsskautin og komast norðvestur- og norð- austurleiðirnar, frá Atlantshafi fyrir strendur Síberíu og Norður- Ameríku til Kyrrahafs. Hann hef- ir aukið þekkingu mannkynsins á heimskautalöndum og-höfum meir en nokkur annar maður, og hefir aflað sér þeirrar frægðar er seint mun firnast. Amundsen hefir í öllum ferð- um sínum sýnt framúrskarandi dugnað, snarræði og þrautseigju, en hitt er ekki minna vert, að hann hefir undirbúið leiðangra sína betur en nokkur annai’, og hefir þó átt við mikla erfiðleika að stríða. Hann er fæddur foringi og þar sem hann stjómar gengur alt vel. Amundsen er fæddur 16. júlí 1872, og er kominn af gömlum sjógai-paæittum. Byrjaði á að stunda læknisfræði, að hætti því og gerðist sjómaður. Var stýri- maður í Belgicaleiðangrinum til suðurheimsskautslandanna 1897. Stjórnaði Gjöaleiðangrinum 1903 —1905, sem hepnaðist að komast norðvesturleiðina. Komst til suð- urheimsskautsins 14. desember 1911 og varð þá heimsfrægur maður. Næsta skrefið var að fara norðausturleiðina, sem foringi Maud-leiðangursins. Svo heims- skautsflugið í fyrra og svo leggur hann nú smiðshöggið á allar sínar athafnir, með því að fara hina fræknustu flugferð, sem farin hefir verið. Amundsen er einn hinn merk- asti maður vorra tíma. Hjá hon- um fylgist að, vit og karlmenska, dirfska og gætni og hann er sannur víkingur í fornum stíl. Hann er ættingi landnemanna fomu, sem sigldu á opnum skip- um yfir íslandshaf. Og sannarlega mega frændur vorir Austmenn vera stoltir af því, að eiga einn mann, sem allur hinn mentaði heimur horfir á. Hin norræna karlmenska og norrænir vitsmunir hafa enn sýnt yfirburði sína. Landskjbrið. Við hinar hlutbundnu kosning- ar til Alþingis, «em eiga að fara fram 1. júlí næstkomandi er um fimm lista að velja að nafninu til. I raun og veru eru listamir þrír, sem barist er um. Kvenna- listinn, B-listinn, á engan tilveru- rétt, enda ekkert vitlausara en að kjósa eftir kyni. Konur, sem á þing kynnu að komast geta ekki myndað neinn flokk, heldur verða þær í einhverjum hinna gömlu flokka. Hin eina kona, sem nú á sætti á þingi er tryggur meðlimur íhaldsflokksins, en sú kona sem er efst á B-listanum mundi senni- lega verða ákveðinn jafnaðarmað- ur, ef svo ólánlega tækist til, að hún kæmist á þing. það er með öllu óhugsandi að samvinna gæti orðið með Bríeti og Ingibjörgu ef þær ættu báðar sæti í efri deild Alþingis. Og síst mundi starf þeirra verða til blessunar fyrir kvenfólkið. þetta ættu íslenskir kvenkjósendur að athuga. þá er E-listinn, sem kallað er að Sjálfstæðisflokkurinn beri fram. þetta er rangt, því Sjálf- stæðisflokkurinn er ekki til leng- ur, þó nokkrir menn í Reykjavík séu að reyna að flagga með nafn- inu. Hinir gömlu og góðu (Sjálf- stæðismenn eru nú dreifðir í alla flokka sem vænta má, því ætlun- arverki þess flokks er nú lokið. því er stundum fleygt, að þeir E-lista-menn ætli að stofna eins- onar frjálslyndan flokk hér á landi, eitthvað í líkingu við „radíkala“ flokkinn í Danmörku. En ekki er vel úr garði riðið ef þetta er tilgangurinn, því meðal stuðningsmanna E-listans eru margir gallharðir Ihaldsmenn. Hver er þá meiningin með fram- komu E-listans? þeirri spurningu er auðsvarað. Tilgangur listans er enginn annar en sá, að reyna að koma Sigurði Eggerz á þing. Listinn hefir fengið réttan bók- staf. Hann er Eggerz-listi og ekkert annað. En það eru vissu- lega ekki margir kjósendur, sem óska þess, að íslandsbankastjór- inn af eigin náð nái aftur kosn- ingu til Alþingis. Éann er búinn að vera þar nógu lengi. þá koma hinir þrír höfuðlistar: A-listi Jafnaðarmanna, C-listi Ihaldsmanna og D-listi Fram- sóknarmanna. þessir listar eru bornir fram af hinum einu stjóm- málaflokkum, sem til eru í land- inu. Stefnuskrár og ágreinings- mál þeirra eru kunn öllum lands- lýð og skal hér ekki mint á þau í þetta sinn. það eru Sameignar- menn, Samkepnismenn og Sam- vinnumenn, sem eru hér að berj- ast fyrir skoðanir sínar og um aðra stjórnmálaflokka er ekki að ræfða. B. 0g E. eru sprengilistar, sem engan tilverurétt eiga og þjóðin er svo þroskuð í stjórn- málum að hún kýs þá ekki. D-listinn á áreiðanlega lang- mest ítök í hugum þjóðarinnar, af öllum þeim listum, sem fram eru bornir. Og jafnvel Morgun- blaðið hefir viðui’kent að Magnús Kristjánsson æitti kosningu vísa. En Framsóknarmenn verða að hafa það hugfast, að andstæðing- arnir standa miklu betur að vígi með að sækja kjörfundi. Aðalstyrk ur íhaldsmanna og Jafnaðar- manna er í kaupstöðunum, þar sem ekki er nema fárra mínútna gangur á kjörstað og atkvæðasmal arnir geta komið langflestum kjós- endum á kjörfund.Aðalfylgi Fram- sóknarmanna er aftur á móti í sveitunum og þar horfir öðru- vísi við. Sumir eiga erfitt með að fara frá heimilum sín- um og .sumstaðar er skortur á hestum. þess vegna er nauðsyn- legt að Framsóknarmenn reyni af fremsta megni að greiða hverir fyrir öðrum svo kosningaþátttak- an geti orðið sem mest og sigur- inn sem glæsilegastur. það er ekki nóg að Magnús Kristjánsson nái kosningu, heldur þarf D-listinn að fá langflest atkvæði af öllum list- unum. Til þess hefir hann nóg fylgi, ef stuðningsmenn hans gæta að sækja kjörfundina. Og alla erfiðleika er hægt að sigra ef menn eru vakandi og gæta þess hvað í húfi er. þetta er í þriðja sinn, sem hlutbundnar kosningar til Alþingis fara fram hér á landi. I bæði skiftin, sem þannig hefir verið kosið, hafa kosningar verið afarilla sóttar, einkum í sveitum. Kosningamar 1916 voru sérstak- ar og þarf því ekki að minnast á þær í þessu sambandi, en við kosningarnar 8. júlí 1922 var flokkaskiftingin öll hin sama og nú, og af þeim má margt læjra. Af því hve illa kosningin var sótt í sveitum,má ráða að ýmsir Fram- sóknarmenn hafa talið víst að þeir mundu koma manni að hvernig sem færi, og því gerði það ekkert til, þó þeir kysu ekki. En svona má enginn hugsa. þeg- ar andstæðingarnir mæta, dugar ekki að sitja heima. Hér skulu birtar nokkrar tölur, sem eru næst lærdómsríkar. Við síðustu landskosningar voru kjós- endur 29,094 að tölu. Nú eru þeir full 31,000. Fjölgunin hefir verið langmest í Reykjavík; 1922 voru þar 5452 kjósendur, nú eru þeir 6078. I mörgum kjördæmum hef- ir kjósendatalan staðið nálega í stað. Við síðustu kosningar voru greidd 11,962 atkvæði, eða 41% kjósenda tók þátt í kosningunum. Nú má búast við því að fullur helmingur kjósenda eða alt að 16,000 greiði atkvæði. Annað væri kjósendum til minkunar. Síðast var kosningaþátttakan mest á ísa- firði, nærri 58% en minst 1 Húna- vatnssýslu tæp 26% í Skaga- firði rúm 28% og í Austur- Skaftafellssýslu 30%. I sumum hreppum var kosningin svo lítið eótt að undrun sætir. Til dæmis kusu aðeins 11% í Snæfjalla- hreppi og um 12% í Akrahreppi og Kirkjuhvammshreppi. þessi daufa kosningaþátttaka er íslensku þjóðinni lítt til sæfmd- ar, og bændur verða að geta þess, að á þá er sótt frá tveim hlið- um. öðru megin samkepnismenn, en hinumegin sameignarmenn. Hvorttveggja borgarflokkar, sem eru fjandsamlegir landbúnaði. Framsóknarmenn um land alt! Styðjið D-Iistann. Hann er yð- ar listi. Gætið hagsmuna yðar. Sækið kjöriund og kjósið D- listann. Ing'ibiörg’ og áhugamál kvenna. Við síðustu landkosningar sigr- aði einn listi, aðeins af því efsti frambjóðandi var kona. En eftir að konan var kosin gleymdi full- trúinn hverjir kusu hana, gekk í íhaldsflokkinn og hefir verið þar fast atkvæði til alls sem flokkur- inn hefir viljað nota hana. En þar að auki hefir hún sýnt lit á tvenn- an hátt: Að vinna móti almennum umbótum, sem yfirleitt kæmu konum að liði, t. d. sérfræðslu kvenna, eða móti konum, sem hafa unnið að framförum í því efni (Ásta Sighvatsdóttir, Hall- dóra Bjarnadóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir). En um um leið og hún sýnist þannig hafa unnið alveg gagnstætt tilgangi kjósenda sinna, hefir heún verið frekari en nokkur karlmaður, sem nokk- urn tíma hefir setið á þingi, við að reyna að komast á landsjóðinn. Aðaláhugamál I. H. B. hefir verið að komast að jötunni, fá hækkuð laun og fá þau föst. 1 því skyni hefir Jón M. nú í tvö ár borið fram frv. um að koma skóla hennar á landið, og henni sjálfri á mjög hækkuð, föst laun úr landssjóði. Til að fá stjórnina og íhaldsflokkinn til að sinna þessu kvabbi hefir I. H. B. verið þæg eins og brúða. I fyrra var fýknin svo mikil að hún barðisit af alefli móti því að landið tæki við kvennaskólanum á Blönduósi, með hennar skóla, Nú í vetur barðist hún jafnmikið fyrir Blönduósskólanum í von um að geta fleytt sér inn á landsjóðinn á atkvæðum aðstandenda Blöndu- \ ósskólans. Engum var gagn gert með þessu brölti að jötunni nema I. H. B. Engum hefði fremur dottið í hug að setja kvennaskólann á landið heldur en t. d. Flensborgarskól- ann, ef Ingibjörg hefði ekki setið á þingi, og heimtað þetta gert fyrir sig. Jafnótrúleg eins og löngun I. H. B. hefir verið í há landssjóðs- laun, hefir verið óbeit hennar á að aðrar konur fengju fé úr landssjóði. Hún varð æf við Ástu Sighvatsdóttur, við atkvæfða- greiðslu fjárlaganna 1924, út af styrk, sem Ásta átti að fá, og fékk, til handavinnukenslu. Hún hefir beitt sér mest móti styrk til Halldóru Bjarnadóttur til verk- legs náms, og hafði þó H. B. átt drjúgan þátt í að koma henni á þing. þá hefir I. H. B. unnið mÓti stofnun Herdísarskólans ( kvenna- skóla fyrir Vesturland), unnið að því að lækka rekstrarstyrk til Sigurborgar Kristjánsdóttur (hús- mæðrafræðsla) úr 4 í 3 þús. I fyrra feldi hún Blönduósskólann, í vetui’ feldi hún Staðarfellsskól- ann, og norðlenska húsmæðra- skólann, og svæfði í nefnd þar sem hún var formaður tillögu um að rannsaka skilyrði fyrir hús- mæðrafræðslu á Austurlandi. Iingibjörg er á þingi mesti and- stæðingur framfara þeirra er snerta konur. það er af því hún er altaf að hugsa um sig sjálfa á landssjóðslaunum, og þar sem alt þingið gerir í raun og veru gys að þessari viðleitni hennar, og hún er dæmd til að komast aldrei á landssjóð, þá snýst ósigur henn- ar upp í gremju gagnvart almenn- um framförum kvenna. þinginu er nóg að hafa einn slíkan full- trúa. J* J* -----«---- Kreptur hnefi. Sigurður Eggerz hefir fengið tekna grein í Lög- réttu og segir hann þar, að „frjálslyndi flokkurinn“, þ. e. stuðningsmenn E-listans rísi eins og kreptur hnefi gegn stéttabar- áttu hinna flokkanna. Svo kemur hann með stefnuskrá sína, sem er ekkert annað en að vinna á móti því að Landsbanki íslands fái seðlaútgáfuréttinn. Ekki er um auðugan garð að gresja! það blandast víst engum hugur um, að E-listinn sé kreptur í kosn- ingabaráttunni, en við kosning- arnar verður hann ekki kreptur, heldur flatur. Varðskipið „þór* hefir nýlega tekið þrjá þýska togara í land- helgi fyrir sunnan land. Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri var sagt upp 31. maí. 32 nem- endur útskrifuðust. 17 fengu fyrstu einkunn, 12 aðra einkunn og 3 þriðju einkunn. Skólameist- ari flutti erindi um „Skólabrag og skólabresti" 0g þótti mikið til koma. Glímumennirnir er til Danmerk- ur fóru, hafa hvervetna getið sér orðstír og hefir Dönum þótt mik- ið koma til glímusýninganna. Sveit 40 þýskra hljóðfæraleik- enda er komin til Reykjavíkur undir forustu Jóns Leifs. Hefir sveitin leikið tvisvar og hlotið almannalof. Verður nánai’ sagt frá þessu í næsta blaði. -----o----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.