Tíminn - 05.06.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.06.1926, Blaðsíða 4
104 TlMINN ingsálitið, námamönnum í hag, og þá einnig á þann hátt, að jafnvel efnaðri stéttimar verði andvígar námaeigendum, er hóta því í yfir- lýsingum sínum, að barist skuli uns annarhvor aðili lúti algerlega í lægra haldi. pessi fregn hefir vakið afar- mikla eftirtekt eins og eðlilegt er. það mundi hvergi í heiminum geta skeð nema á Englandi að ríkiserf- inginn blandaði sér í atvinnudeil- ur, og sennilega hefir þetta ein- hver áhrif í áttina til friðar. Prinsinn er eftirlætisgoð ensku þjóðarinnar og ólíklegt er, að hann hefði skrifað þetta bréf án þess að stjóminni væri kunnugt um innihald þess. Stjórnarbyltingin í Póllandi hef- ir haft þær afleiðingar, að héraðið Posen, sem flestir þjóðverjar búa í, hefir heimtað sjálfstjóm og er búist við að stjórnin í Varsjá verði að fallast á það til þess að komast hjá frekari innanlands- ófriði. Foringi byltingarmanna, Pilsudski marskálkur, var kosinn forseti Póllands, en neitaði að taka við embættinu. Miklar óeirð- ir eru sífelt í landinu. Marokkóstríðinu er nú lokið með fullum sigri Frakka. Sagt er að fundist hafi skjöl, sem sanni, að ítalir hafi blásið að kolunum og lofað uppreisnarmönnum styrk til að halda áfram baráttunni gegn Frökkum. Mikil æsing er á Frakklandi út af þessu. Látinn er Orlando, sem síðara hluta heimsstyrjaldarinnar var forsætisráðherra Itala. Hann var einn af hinum „fjóru miklu“ (Big Four) sem mestu réðu á friðarfundinum 1 París. Hann þótti mikilhæfur maður og er hann einkum frægur fyrir kænsku í samningum við önnur ríki. Símað er frá Varsjá, að Pil- sudski verði hermálaráðherra. Prófessor Moszicki var kosinn for- seti samkvæmt tilmælum hans. Símað er frá London, að sátta- tilraunir hafi orðið árangurslaus- ar. Frestur og stjórnartilboð um framlenging ríkisstyrks til kola- iðnaðarins er þar með út runninn. Símað er frá París, að Briand forsætisráðherra hafi haldið ræðu, er hafi haft afarmikil áhrif á allan þingheim og allan almenn- ing. Kvaðst hann hafa lifað ógn- um þrungnar stundir og hann hafi aldrei verið eins áhyggju- fullur um framtíð landsins og nú. Samþykt var í þinginu að fresta öllum fjárhagsumræðum um óákveðinn tíma. Símað er frá Lissabon, að rík- isstjórinn hafi sagt af sér. Her- foringjar hafa stofnað þriggja manna stjórn. Landssamband verkamann hefir lýst yfir alls- herjarverkfalli til mótspymu gegn hervaldsstjórninni. Stjórnin í Svíþjóð er fallin vegna þess að hún veitti styrk til at- vinnulausra manna, sem höfðu hafnað tilboði um vinnu í Stripa- verksmiðjunum. þar hefir verið verkfall í heilt ár og kommunistar átt mestan hlut að. Ekman banka- stjóri gerir tilraun til stjómar- myndunar. Enska þingið hefir samþykt að framlengja ráðstafanir vegna neyðarástandsins í landinu. Símað er frá Washington, að Senatið hafi samþykt fjárveitingu til þess að bygðar verði 1800 flug- vélar handa hernum á næstu 5 árum. þýsk-danskur gerðardómssamn- ingur hefir verið undirskrifaður. Símað er frá London, að Al- þjóðasamband námumanna íhugi ráðstafanir til þess að hindra hina sívaxandi kolaflutninga til Bret- lands. ----o----- Togammir eru nú sem óðast að hæjtta veiðum og verður þeim lagt upp um óákveðinn tíma. Útlitið er slæmt fyrir togaraútgerðina. Bæða Magnúsar Torlasonar um málshöfð- unarbeiðni fjmrh. J. p. í Nd. Eg verð að segja að eg tel það ali- hart, að þingdeildin þurfi að eiga í þessu stappi út af sliku smámáli, sór- staklega vegna þess, að háttv. þm. Str. (Tr. þ.) hefir þegar tvisvar lýst þvi yfir, bæði hér i dag og áður, að hann hafi ekki ætlað sér að drótta neinu óheiðarlegu að hæstv. fjmrh. (J. p.). Jeg hefi ávait skihð það svo, að ef menn hafa mælt eitthvað hvatskeytlega hver til ann- ars, en þóst siðan oi' mæit haía, og lýst þvi yfir, að þeir hafi ekki haft neitt ólieiðarlegt í iiuga, þá hafi verið látið þar við sitja. Ætti hæstv. fjármálaih. að taka þetta til greina, einkum þar sem hann sjálfur er alis ekki orðvarari en aðrir. Hann hefir fyrir skemstu borið fram í þingræðu svo miklar sakir á utan- þingsmann, að eg vil alls ekki endur- taka það hér. En eí hann heldur þessari málshöfðunarbeiðni sinni íast fram, tel eg hann skyldan til að endurtaka utan þings ummæli sin um Arnór Sigurjónsson skólastj., svo lionum gefist kostur á að hreinsa sig af þeim. það eru tvær ástæður, sem gera það að verkum, að jeg get ekki greitt atkvæði með slíkum tillögum, sem hér hefir komið til orða, að upp verði bornar. Sú fyrri er sú, að það er alhægt að eyða og berja niður allar aðfinslur á opinbera starfsmenn með lögsóknum, ef menn vilja það við hafa, eins og hegningarlögum vorum nú er liáttað. það má hreint og beint eyðileggja mann með lög- sóknum, þótt hann aðeins hafi gert það eitt, sem rétt var. Og eg get þar úr flokki talað, þvi eg hefi ver- ið ofsóttur með málshöfðunum, fyrir verk, sem hæstiréttur dæmdi rétt, og orðið útlægur um rúmar 1100 kr. fyr- ir og mildi að ekki varð meira. það er svo auðvelt að misbeita málshöfðunarréttinum, ef menn hafa aðeins nóg fje undir höndum. Alberti íslandsráðherra drap niður allar opinb. aðfinslur gegn sér með málshöfðunum. Hann lét höfða mörg liundruð slík mái um alla Danmörku, og það gal hann veitt sér, því að hann stal því fé, sem hann þurfti að kosta til málssóknanna. Hann gjör- eyðil. líf eins manns, sem hann of- sótti þannig, svo að maðurinn varð að flýja land og fór til Ameríku, og það var fvrst eftir að Alberti komst í steininn, 20 árum síðar, að maður- inn fékk nokkra rétting sinna mála. Af þessu má sjá, að það gæti orðið varhugaverð braut að leggja út á, ef þingið færi að ýta undir slíkar málshöfðanir peningamanna. Nú er eg með þessu alls ekki að drótta neinu misjöfnu að hæstv. fjármálarh. (J. þ.), þvi eg tel hann heiðarlegan mann og eg veit einnig að háttv. þm. Str. (Tr. þ.) metur hann mikils og líklega mest allra flokksbræðra hæstv. ráðherra hér í deildinni. þá kem eg að öðru atriði í þessu máli, sem háttv. þm. N.-þing. (B. Sv.), liæstv. forseti þessarar deildar, vék að í ræðu sinni áðan, sem ærið væri nóg til þess að samþykkja ekki tillögu hæstv. fjármálarh.; því ef hún verður samþykt, er hún einungis yfirlýsing frá þingsins hálfu um það, að handrit skrifaranna, séu rétt af- rit af ræðum þingmanna. þetta vil eg ekki krifa undir. Eg hefi sjálfur orðið fyrir barðinu á þeim eg hefi jafnvel verið látinn tala á móti minni eigin skoðun í málinu. Svo lítið er að marka það, sem skrifar- arnir láta frá sér fara. Eg er ekki að drótta þessu að neinum sérstök- um skrifara; eg veit ekki hver það var, sem skrifaði þetta. Eg tel því ekki aðeins ósanngjamt, heldur algjörlega ófært að leyfa málsliöfðun bygða á handritum skrifaranna, án þess að þau séu leiðrétt af viðkomandi þingmönnum. það mundi þá þýða það að 22. gr. þingskapanna væri alveg úr gildi feld; en þar er þingmönnum heimiiað að leiðrétta ræður sínar. Eg tel því ekki Landabréf fyrip noppæna skóla — ný úfgáfa — með rauðum landamerkjalínum, sýna landslag, ríkja og þjóðaskipun. Norskur jarðfr., W. Werenskiold, annaðist útg. Evrópa (128X160 cm.) kr. 25.00 N.-Amerika (105X130 cm) kr. 20.00 Asía (130X160 cm.)—22.50 S.-Ameríka (105X120 cm.)—20.00 Afríka (105X130 cm.)—20.00 Vestur hvel (100X130 cm.)—20.00 Astralia (105X130 cm.) — 20.00 Austur-hvel (100X130 cm.) — 20.00 Landabréfin eru límd á mjög sterkt lérept og fest á kefli. — Séu þau öll keypt í einu lagi, kosta þau aðeins kr. 150.00, að við bætturn flutningskostnaði. Bókavepzlun Guðm. Gamalíelssonap, Reykjavik. Wm / TTl H.f. Jón Sigmnndason & Ce. Trúlofuuar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og B—bbbbbb svuntuspennum, margt fleira. Sent með póstkröf u út um land,ef óskað er. Jón Sigmundsson gnllsmiOur- Sími 388. — Laugaveg 8. Ultarverksmiðjan „Gefn“ Frakkastíg 8 Reykjavik lækkar kembingu á ull frá 15. júní n. k., þrátt fyrir það, pó vélarnar séu þær nýjustu og fuilkomnustu er til landsins hafa flust — sérstaklega gerðar fyrir ísl. ull — knúðar með raforku. Það er trygging fyrir góðri vinnu, að vinnunni stjórna þaulvanir sérfróðir menn í þessari grein. Þess er gætt, að hver maður fái sína eigin ull til baka, þar sem hver sending, sem nær 3 kg. er kembd sérstaklega. Ullin er kembd í fínan eða grófan lopa eftir óskum. Fljót og góð afgreiðsla. Bogi A. J. Fórðarson. gcta komið til mála að samþykkja tillöguna, því það væri beint brot á þingsköpum. En annaðhvort verður það að vera svo, að þingsköpin gilda eins og áður, eða að handrit skrif- aranna eiga að standa óhögguð, en ieiðréttingar þm. gerðar þýðingar- lausar, og hafa þá þingmenn ekkert að segja í þeim efnum, en það held eg að fáir geti fallist á. ---o--- Svafbarðí. Eg skrifaði grein í Tímann 27. júní síðastliðið ár til þess að sanna, að samkvæmt Landnáma- bók væri það alómögulegt, að Spitsbergen væri það land, sem í fornöld var kallað Svalbarði. Eg komst að þeirri niðurstöðu, að hinn forni Svalbarði væri austur- oddi Grænlands, héraðið í kring- um Scoresby Sund. Nú hefir fræg- ur danskur vísindamaður, kom- mandöi' Gustav Holm, í vor skrif- að langa ritgerð um þetta mál í Geografisk Tidskrift og hann kemst að alveg sömu niðurstöðu og eg og með samskonar rann- sóknum. það er líka augljóst mál ef menn athuga siglingaforsagnir fornsagnanna, að Svalbarði hlýtur að vera austan á Grænlandi en Spitsbergen er svo fjarri lagi, sem framast má verða. Ef vér viljum þýða nafn þess lands á Is- lensku, mætti kalla það Tind- fjallaland eða Hvassafell. það er rétt þýðing og góð íslenska, en Svalbarði er fullkomið rangnefni og íslendingum til skammar. H. H. ----o---- Lýðháskólinn á Jaðri. Hér í blaðinu er í dag auglýs- ing frá lýðháskólanum á Jaðri í Noregi. Viljum vér benda þeim, konum og körlum, sem kynnu að hafa í huga að fara utan til lýð- háskólanáms, á auglýsingu þessa. Skóli þessi er sagður góður og ódýr vistin (líkl. ekki meira en 60—70 kr. á mánuði). Einn kenn- aranna er Adolf Försund, ungur áhugasamur maður, sem fyrir þrem árum kom hingað á vegum stúdentaskiftanefndarinnar og stundaði íslenskunám við háskól- ann hér einn vetur. Talar hann íslensku og hefir ritað margt um Island og ísl. menningu í norsk blöð, flutt marga fyrirlestra um íslensk efni; (s. 1. tvo vetur hef- ir hann t. d. á lýðháskólanum flutt nál. 25 erindi um Island og ísl. bókmentir). Auk þessa hefir Försund þýtt nokkrar íslenskar smásögur, sem komu í fyrra út í bókarformi („Islandske smáso- gor“), Höllu (enn óprentuð) nokk- ur ísl. kvæði og nú síðast erindi próf. S. Nordals, það, sem prent- að er framan við Lestrarbókina. -----o---- Sveinbjörn Sigurjónsson frá Kanastöðum í Landeyjum lauk magisterprófi í íslenskri tungu og bókmentum við Háskólann 29. f. mánaðar. Undirbúningur kosninganna. — Efstu menn landlistanna (nema Jón Baldvinsson) halda stjóm- málafundi þessa dagana á Norð- urlandi. Ráðgert er að þeir haldi sameiginlega fundi í Borgamesi 16. þ. m. Við ölfusá 19. þ. m. og daginn eftir á Hvoli. Konungshjónin eru væntanleg til Reykjavíkur 12. þessa mánað- ar. — Hestamannafélagið „Fákur“ efnir til kappreiða á skeiðvellinum við Elliðaár 4. júlí næstk. pær verða með öðru sniði en áður hef- ir verið eins og auglýsing í þessu blaði sýnir. Hraðferir Sameinaða gufu- skipafél. í sumar byrja 8. júní frá Khöfn, og fer Island fyrstu ferðina. Síðan halda þær áfram annanhvern þriðjudag frá Khöfn og annanhvern miðvikudag frá Reykjavík. Komið verður við í þórshöfn og Vestmannáeyjum í báðum leiðum. Bæði Botnia og ísland verða höfð í þessum ferð- um. Einnig fara þau til Norður- landsins, og er fyrsta ferðin þang- að s.s. ísland 15. júní og síðan annanhvorn þriðjudag frá Rvík. Snúið við á Akureyri aftur til Rvíkur. — þá verða einnig beinar ferðir frá Leith, með viðkomum í þórshöfn og Vestmannaeyjum. Fer s.s. Tjaldur þær ferðir. Fysta ferðin frá Leith er 9. júní og síð- an annanhvern miðvikudag. Frá Reykjavík er fyrsta ferðin 16. júní, og síðan annanhvern mið- vikudag. Konungskoman. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykti nýlega að halda konungi veislu og veitti fé til móttökunnar. Um þetta urðu alllangar umræður á bæjarstjórn- arfundi og voru þær bæfnum lítt til sóma. það er sjálfsagt mál, að meðan Island er konungsríki, og konungurinn æðsti embættis- maður vor, skuldum vér honum og oss sjálfum að sýna honum fulla virðingu. I þessu sambandi má geta þess, að það er þjóðinni varla samboðið, að konungurinn skuli vera húsnæðislaus, er hann dvelur hér á landi. það er óvið- kunnanlegt að hann skuli þurfa að búa í skólahúsinu eða hjá Sjó- og bruna- vátryggíngar. Símar: Sjótrygging' .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. Reykið Waverley Mixture. Tóbaksverslun Islands h.f. [0Æm á jaðri (Jærens folkehögskule) Kleppe Noreg. 6 mánaða námskeið. — Hefst 1. okt. Ungir Islend- ingar, karlar og konur, eru kærkomnir nemendur. Einn kennaranna talar ís- lensku. Skólaskýrsla send ókeypis. Karsten övretveit ■skólastjóri. GERBERS-mjólkurmæilar, sýru- amylalcohol og mjólkur pípettur. Gummitappar. Sportvöruhús Reykjavíkur. (Einar Bjömsson). prívatmanni. Vilja ekki einhverir konunghollir menn safna fé til að reisa konungsgarð á Islandi? Húsviltan konung er óviðkunnan- legt að hafa. 27 stúdentar hafa tekið heim- spekispróf við Háskólann í vor. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentum. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.