Tíminn - 12.06.1926, Side 2

Tíminn - 12.06.1926, Side 2
110 TIMINN Notið islenskar vörur! Níður með vinnulauum * umnnii Vegna okkar góðu aðstöðu með vatnsafli voru og okkar góða hveravatni, þá sjáum vér okkur fært að setja niður vinnulaun á að heilkemba (lyppa) ull, frá 1. júlí n. k. að telja. Sömuleiðis höfum við sett niður í sama hlutfalli vinnulaun á tauum vorum, en samt sem áður endurbætt alla okkar vinnu vegna aukinna nýrra og góðra véla. — Skoðið sýnishorn vor, spyrjið umboðsmenn vora um vinnulaun hjá okkur áður en þér sendið ull yðar annað. Pljótust og best viðskifti! Ábyggileg afgreiðsla! Eflið íslensk- an iðnað! Verslið við Klœðaverksmiðjuna Alafoss. AV. Talið við umboðsmenn vora. Kvennaskólinn í Reykjavík. Væntanlegar námsmeyjar sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eiginhandarumsókn í umboði foreldra eða forráðamanns. I umsókninni skal tekið fram fult nafn, aldur og heimilisfang umsækjanda og foreidra. Umsóknum nýrra námsmeyja fylgi bóluvottorð, og kunnáttuvottorð frá kennara eða fræðslunefnd. Stúlkur þær, er ætla að sækja um heimavist, tilkynni það um leið og þær sækja um s.kólann. Upptökuskilyrði í I. bekk eru þessi: 1. að umsækjandi sé fullra 14 ára og hafi góða kunnáttu í þeim greinum, sem heimtaðar eru samkvæmt lögum um fræðslu barna. 2. að umsækjandi sé ekki haldinn af neinum næmum kvilla, sem geti orðið skaðvænn hinnm námsmeyjunum. 3. að siðferði umsækjanda sé óspilt. Skólaárið byrjar 1. október. Hússtjóruardeild skólans byrjar einnig 1. október. Námskeiðin eru tvö; hið fyrra frá 1. okt. til febrúarloka, en hið síðara frá 1. mars til júníloka. Umsóknarfrestur er til júlíloka; en það skal tekið fram, að stúlkur þær, sem voru í skólar.um síðastliðinn vetur og ætla að halda áfram námi í skólanum, ættu að gefa sig fram sem fyrst, vegna fjölda nýrra umsókna, sem skólanum hafa þegar borist. öllum umsóknum verður svarað með pósti í ágústmánuði. Reykjavík, 4. júní 1926. Ingibjörg H. Bjarnason. Blikksmiðavinnnstofa Einars EHnarssonar (Áður sameignarmaður í s.f. Álmaþór) Laugaveg 53 afgreiðir eftir pöntun alt sem að blikksmíði lýtur, svo sem: þakrenn- ur og tilheyrandi, þakglugga, bræðslupotta, niðursuðudósir, síldarpönn- ur o. m. fl. — Alt unnið í nýjum vélum. Vönduð vinna og fljót afgreiðsla. Vörur út um land afgreiddar með póstkrðfu. Pantanir óskast sendar sem fyrst. Virðingarfylst simi 1461. Einar Einarsson. Yfiiflýsing. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, sem hér segir: Stjórnarnefnd Kvennaskólans í Reykjavík hefir margsinnis hreyít því, hve nauðsynlegt og áríðandi það væri, að Kvennaskól- inn væri rekinn á kostnað ríkis- ins. Var t. d. samþykt á fundi nefndarinnar 7. febr. 1920 að leggja mál þetta fyrii' Stjómar- ráðið og 1. febr. 1924 er samþykt þessi endurnýjuð, og var þá nefnd in sem áður á einu máli um, að það væri hið ákjósanlegasta og skólanum fyrir bestu, að ríkið tæki hann að sér. Þannig hefir skólanefndin talið framgang þessa máls nauðsynleg- an og æskilegan. Það er best, að almenningur Matvöruverð Molasykur á 0.35 pr. V2 kg. heill kassi kr. 35.— skólans hefir verið með þessu Strausykur - 0.31 — heill sekkur — 61.— máli og því fylgt því með áhuga Haframjöl - 0.20 — — — 20.— sannfæringar sinnar. Hveiti - 0.25 — — — 31.50 Reykjavík 7. júní 1926. Hrísgrjón - 0.22 x/2 — — — 45,— Anna Daníelsson, Rúsínur - 0.48 — kassi — 12,— formaður nefndarinnar. Sveskjur - 0.44 — — — 11.— Bjarni Jónsson Kartöflumjöl - 0.22 — — sekkur — 44.— dómkirk j uprestur, Sagógrjón - 0.30 — — — 36.— p. t. ritari nefndarinnar. viti hið rétta um afstöðu nefnd- arinnar til þessa máls, en það vita og allir, að forstöðukona Verðið er frítt um borð í skip frá Reykjavík eða á bifreiðarstöð. Ef gerð er nægilega stór pöntun getur þetta verð gilt á allar þær hafnir, sem millilandaskipin koma beint til. Lægsta matvöruverslnn á landinu. Vinsælasta matvöruverslun á landinu. Versl. Guðm. Jóhannssonar Baldursgötu 39, Reykjavík. Símar 978 og 1313. ihaldsstjornin og atvmnuvegírnir. Ihaldsblöðin dásama stjórnina fyrir afskifti hennar af atvinnu- javík og lét prenta hana í Lög- réttu. þar lýsir hann íhaldsmönn- um á þessa leið: „íhaldsmenn semja í öllum löndum stefnuskrár sínar þannig, að þær gangi sem best í augu almennings, því að á því veltur fylgið. pess vegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki hafnir, ekki járnbrautir, kærum okkur ekki um alþýðuskóla o. s. frv., ef þeir segðu þetta, fengju þeir sem sé lítið fylgi. þeir segja aðeins sem svo: Við viljum fara sparlega með landsfé, við viljum styðja gæti- lega fjármálastefnu við viljum ekki hleypa okkur í skuldir. þeir vita það ofur vel, að ef þeir geta passað að þjóðin komist ekki í landssjóðinn, þá fær þjóðin hvorki alþýðuskóla, hafnir, járnbrautir eða annað slíkt, sem hún telur sig þurfa, en þeir íhaldsmenn- imir halda að hún geti án verið. það eru venjulega hinir efnaðri borgarar í hverju þjóðfélagi, sem fylla íhaldsflokkinn, þeir eru á- nægðir með sinn hag og finna þessvegna ekki að þörf sé breyt- inga eða líta á hag þjóðarinnar og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni . . . það er hverjum manni sem nokkuð þekk- ir til landshátta ljóst að fhalds- stefnan, sú stefna að vilja láta, sem flest standa í stað, er svo ótímabær á þessu landi, að ekki getur komið til mála, að meiri hluti þjóðarinnar Ijái henni fylgi sitt“. Svona dæmdi Jón þorláksson í- haldið, meðan hann sjálfur var framsækinn og djarfhuga. Hann vildi komast á þing og vinna fyr- ir áhugamál sín, en hann var klaufi í framkomu, kuldalegur og stirður, og fékk ekki áheym fólksins. Hann féll við þrennar kosningar (sjaldgæft fyrirbrigði í íslenskum stjórnmálum). Tvisvar í Reykjavík og einu sinni í Ár- nessýslu. Loksins tókst honum að komast á þing, en þá var Iítið eftir af víðsýni æskuáranna. Von- brigðin og kaldhæðni örlaganna höfðu valdið því, að hann, gamli framsóknarmaðurinn, sem þyngst hafði dæmt íhaldið, gerðist merk- isberi íhaldsflokksins. Nú gengur hann til kosninga, sem fyrsti maður eins þröngsýnasta og hug- sjónasnauðasta íhaldsflokks, sem til er í álfunni. Hann á að bera merki hans. það er gott fyrir hann að athuga sín fyrri orð um íhaldsmenn, en það er líka gott fyrir íslenska kjósendur að at- huga framkomu hans, fyr og nú. Ef þeir gera það, þá verður dóm- ur þeirra viss. þeir gefa honum lausn frá stjórnmálastarfinu. þeir kjósa hann ekki. Kjósandi. -------- Bríetarlistinn. Það er að vísu engin hætta á, að þessi listi komi nokkrum að við kosningarnar, en það væri leiðinlegt, ef einhverjar konur eyðilegðu atkvæði sín með því að kasta þeim á B-listann. Það er fróðlegt að athuga hvernig af- staða konu yrði, ef hún kæmist á þing. Að tala um sérstakan kvenna- flokk á þingi er fjarstæða ein, enda er kynferðispólitík svo vit- laus, sem framast má verða. Hin æina kona, sem á sæiti á þingi, er ákveðinn meðlimur íhaldsins. Ef Bríet yrði kosin, myndi hún ganga í bandalag við Jón Baldvinsson, svo þeir, sem ekki vilja fjölga Jafnaðarmönnum á þingi, geta ekki kosið hana. En frú Bríet er gömul og heilsu- veik, og enginn líkindi til að hún gæti setið alt kjörtímabilið á þingi þó hún næði kosningu (með fylgi Jafnaðarmanna). Þá kæmi vara- maðurinn í staðinn, en sú kona, sem skipar annað sætið á B-list- anum mundi ganga beint inn í íhaldsflokkinn. í báðum tilfellum yrðu það andstæðingar Framsókn- armanna, sem mundu hafa hag af því, að kvennalistinn kæmi fulltrúa að. Þó er það Framsókn- arflokkurinn, sem mest hefir beitt sér fyrir áhugamálum kvenna á þingi. Nægir að benda á, að hann hefir tvívegis barist fyrir því að Herdísarskólinn á Vesturlandi yrði reistur, sömul. hefir hann beitt sér fyrir því, að komið yrði á fót skóla fyrir húsmæður á Aust- urlandi. Bæði þessi mál hefir Ihaldinu að vísu tekist að svæfa, en Framsóknarflokkurinn hefir fullan hug á áð leiða þau, og mörg önnur áhugamál kvenna til farsælla lykta, íslenskir kvenkjósendur! Kjósið D-listann. Þá er hagsmunum yðar best borgið. ----9---- Mentabani landsins. Fyrir fáum árum lét svokallað- ur mentamálaráðherra landsins J. M. eyða um, 20 þús. af opin- beru fé að prýða útibúshúsið á Selfossi vegna þess að tignir gestir landsins gistu þar eina nótt. Ekki er þessi viðgerð gagn- legr en svo, að nú verður að skreyta annað hús á sama stað vegna stundardvalar ömu gesta. Fyrir eina nótt lætur Jón M. eyða 20 þús. En fyrir nokkrar aldir tímir sami maður ekki að láta eyða 20 þús. af landsfé vegna unglinga úr Árnessýslu, svo að þeir geti fengið námsheimili, þar sem vel getur farið um þá og veran orðið ódýr. Á fjárlögum yfirstandandi árs eru 20 þús. kr. sem þingið æitlaði í unglingaskóla austanfjalls. Áhugasamir menn höfðu heitið að gefa yfir 50 þús. í bygginguna. Sýslunefnd Ámes- inga hafði þrisvar sinnum sam- þykt að byggja. Sýslan stendur vel fjárhagslega. í tíð núverandi sýslumanns, Magnúsar Torfason- ar, hafa skuldir hennar lækkað úr 100 þús. niður í 40 þús. Og þessi 40 þús. er landssjóðsskuld í landssjóðsveg, sem eftir núgild- andi lögum er óhugsandi að láta sýsluna borga. Sýslan er því raun- verulega skuldlaus. Sýslan gat fengið veðdeildar- lán gegn veði í skólahúsinu, til að fullgera það. Og eftir reynslu Þingeyinga var auðvelt að af- borga það lán, með nægri húsa- leigu nemenda. En Jón M. sem hafði eytt 20 þús. í viðgerð timburhúss til einn- ar nætur, brýtur fjárlögin og neitar útborgun á skólastyrkn- um, ef húsið sé sett að veði. Þó veit Jón að meiri hluti Nd. lýsti yfir skriflega í vor að engar fjár- hagshömlur væru á þessari fjár- veitingu nema að 3/5 fjárins kæmu annarstaðar frá. Jón hefir þess vegna framið ofbeldi gagnvart þinginu, en einkum gagnvart æskumönnum Suðurlands. Sýslunefnd hefir ákveðið að fresta málinu. Fjár- hagskreppa er að skella yfir. Mörg ár geta liðið þar til hægt er að bæta unglingum Suðurlands skaðann. Mörg ár geta liðið þar til áhugamenn Suðurlands eiga völ á forstöðumanni eins og Kjartani Helgasyni í Hruna. Unga fólikð af Suðurlandi mun Iialda áfram að leita sér mentun- ar í höfuðstaðnum. Reglusamir námsmenn eyða hér um minst 1000 kr. yfir veturinn. Eftir reynslu Þingeyinga gat vetrar- kostnaður ekki orðið yfir 500 kr. á héraðsskóla á hvern stað. Gert var ráð fyrir 50 nemendum á Laugarvatni. Eyðslumunurinn fyr ir héraðið að senda þann hóp í skóla höfuðstaðarins er 25 þús. kr. árlega. En þetta vill ekkiJón M. — Hann vill hvað sem það kostar, hindra að sveitimar austanfjalls geti fengið góðan, ódýran skóla. Hann eyðir 20 þús. af opinberu fé í kákviðgerð á timburhjalli fyrir eina nótt. En hann neitar útborgun á 70 þús., ofan í yfir- lýstan vilja meirihluta hinnar fjárveitandi deildar, aðeins til þess að sveitirnar austanfjalls verði að vera skólalausar, að for- eldrarnir verði að borga alt að 500 kr. meira fyrir vetrardvöl barna þeirra við nám, heldur en vera þyrfti og vera má. Sá maður sem þannig fer að er ekki rétt- nefndur mentamálaráðherra landsins, heldur mentabani þess. J. J. «—— Annar landsfundur kvenna var settur á Akureyri 7. júní. Mættir voru 45 fulltrúar úr öllum lands- fjórðungum. Rætt hefir verið meðal annars um þjóðfélagslega samvinnu kvenna, heimilisiðnað alþýðufræðslulögin, kvennaheimil- ið og sérmentun kvenna. Fundur- inn stendur yfir 5 daga. Þann 9. júní var opnuð norðlensk iðnsýn- ing í bamaskólanum. málunum. Hvað hefir hún gert ? Hún hefir stutt gengishækkun- ina og barist á móti festingu krónunnar. Nú er árangurnm af gengishækkuninni að koma í ljós og hann er ekki glæsilegur. At- vinnurekendur hafa tapað stór- fé vegna gengishækkunarinnar. Stærstu útgerðarfélögin geta engan tekjuskatt greitt í ríkis- sjóð. Togaramir stöðva veiðar. Al- ment atvinnuleysi, sultur og seyra er fyrir dyrum í höfuðstaðnum. Kaupdeilur, verkföll og verkbömi fyrirsjáanleg. Tekjur ríkissjóðs minka, stjórn- in verður að taka ný lán eða all- ir íramkvæmdir stöðvast. Ríkis- skuldirnar vaxa. Almemi hnignun á velmegun þjóðarinnar. Svona er árangui'inn af gengis- hækkunarpólitík íhaldsins. .... Skinúr, tímarit lrins íslenska Bókmentafélags, er nú tíræður á þessu ári. Er hann langsamlega elsta tímarit á Norðurlöndum, og það er álit margra erlendi'a menta- manna, að hami sé eitt hið besta tímarit meðal non-ænna þjóða og íslensku mentalífi til mikils sóma. Tvö blöð koma út af Tímanum í dag. Er það gert vegna póstferð- anna. Talið er að franska stjórnin muni leita stuðnings hægri flokk- anna til þess að reyna að koma lagi á fjármálin. Verður sennilega tekinn hægri ráðherra í stjórnina. — Fyrir milligöngu Frakka mætir Brazilia á ráðsfundum þjóða- bandalagsins. í Ameríku er mikið rætt um að setja á stofn þjóðabandalag Ameríku, er í séu öll ríki Vestur- álfu, ef Brasilía segir sig úr Þjóða- bandalaginu. Monroekenningin á fjölda áhangenda í Ameríku og á síðustu árum hefir þjóðardramb þeirra vaxið mjög og er það sett í samband við vaxandi auðlegð Am- eríku en fátæikt Evrópu. Þingmálafund héldu þeir Magn- ús Kristjánsson og Sig. Eggerz í Vestmannaeyjum í gær. Var hann fjölsóttur og fór vel fram. Var hinn besti rómur gerður að ræðu Magnúsar, eins og vænta mátti. Ritstjóri: Tryggvi þórhnBssan. PrentKm. Aeta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.