Tíminn - 19.06.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1926, Blaðsíða 3
TtMINN 113 drukni svona nærri landi, svo vel og skörulega seni margir hafa þó tekið undir það. Eg býst við, að menn spyrji, hvað valdið hafi uppreistinni móti Laugarvatni, þar sem allir höfðu lofað samskotunum al- mennu án þess að binda efndirn- ar við einn stað öðrum fremur. Eg sleppi öllum getsökum og kviksögum, sem jafnan verður meir en nóg af, þegar æsingar hlaupa í mál. Allir vita, að Laug- arvatn er hinn fegursti staður og húsameistari telur þar bygg- ingarskilyrði góð, en hitt er satt, að það er á útjaðri héraðsins og í strjálbýli og vetrarríkissveit. Þetta sakar nú lítt þá, er skól- ann sækja, en menn gera sér í hugarlund, að á skólasetrinu verði við og við haldin námskeið með fyrirlestrum fyrir utanskóla- menn, og þá er betra, að skólan- um sé vel í sveit komið. Að því leyti er hann betur settur á Hveraheiði, sem er í miðri sveit og bæ|ir þéttir í kring. Þangað er og Rangæingum skemmra að sækja. Þar þykir mjer líka hið fegursta hússtæiði. Hinu get eg varla trúað, að sumir séu nú horfnir frá því, að vilja nota jarð- hitann, sem báðir þessir staðir hafa að bjóða, og telji engu muna að nota kol og mó til hitunar. Ekki get jeg ímyndað mér að það muni minna en 4000—5000 kr. á ári í eldsneyti og vinnu. Þeim þúsundum virðist mjer bet- ur varið til annars, fyrir nú utan það, hver munur er á að taka hjá sjálfum sér eða sækja til annara landa. Magnús Helgason. Aths. Tíminn er ekki allskost- ar samþykkur grein Magnúsar Helgasonar skólastjóra. En þareð sjálfsagt þótti að taka við rit- gerð hins mikilsvirða höfundar, þá áskilur ritstjórinn sér rétt til að gera nokkrar athugasemdir við hana í næsta blaði. Rannsókn veiðivatna. Nýlega var skýrt frá því hér í blaðinu, að þýski vatnalíffræðingurinn dr. Reinsch og Luðvig Guðmundsson mentaskólakennari mundu í sum- ar halda áfram þeim rannsóknum á veiðivötnum, er þeir hófu í fyrra. Búnaðarfélaginu hefir nú borist skeyti um að dr. Reinsch liggur allþungt haldinn af liðagigt og getur eigi komið hingað í um við að hafa það í huga, að stjóminni á Búnaðarfélaginu er þannig háttað, að samkv. 10. gr. félagslaganna hefir „búnaðai-þing æðsta vald í öllum félagsmálum“. Búnaðarþingið kemur saman ann- að hvort ár, og það sitja 12 full- trúar, 7 kos-nir af ýmsum búnað- arsamböndum, 4 kosnir á aðal- fundi félagsins, sem haldinn er ár- lega og skólastjórinn á Hólum og Hvanneyri, til skiftis. Búnaðar- þingis kýs svo einn mann í stjórn Búnaðarfélagsins, en stjórnarráð- ið (nú atvinnumálaráðherra) út- nefnir tvo eftir tillögum landbún- aðarnefnda Alþingis-. Þessir þrír menn fara með stjórn Búnaðar- félagsins mUli búnaðarþinga. Auðvitað er það alveg sjálfsögð skylda stjórnarinnar, sérstaklega þess stjómanneðlims, sem búnað- arþingið hefir kjörið, að gæta þess að taka ekki ákvarðanir um þau mál, sem með góðu móti geta beð- ið álita æfðsta valdhafans, búnað- arþingsins. En þegar svo stendur á, eins og um brottrekstur Sig- urðar, að mikill meirihluti búnað- arþingsfulltrúanna hefir lýst því yfir, að þeir óski eftir að stjórn- in fresti ákvörðun um málið uns búnaðarþing komi saman, þá er stjóminni ekk i aðeins skylt að bíða með ákvörðunina, heldur má jafnvel líta svo á, að hún geti ekki tekið ákvörðunina svo lög- legt sé. Það er því undir þess- um kringumstæðum siðferðislega rangt af stjórninni að taka ákvörð Notað um allan heim. 5 Árið 1904 var i fyrsta sinn þaklagt í Dan- mörku úr - Icopal. — Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- Þétt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. Hínir margeítirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Sambaud ísl. samyinnufélaga. Notið islenskar vðrur! Níður með vinnulaunín * uumnn Vegna okkar góðu aðstöðu með vatnsafli voru og okkar góða hveravatni, þá sjáum vér okkur fært að setja niður vinnulaun á að heilkemba (lyppa) ull, frá 1. júlí n. k. að telja. Sömuleiðis höfum við sett niður í sama hlutfalli vinnulaun á tauum vorum, en samt sem áður endurbætt alla okkar vinnu vegna aukinna uýrra og góðra véla. — Skoðið sýnishorn vor, spyrjið umboðsmenn vora um vinnulaun hjá okkur áður eu þér sendið ull yðar anuað. Fljótust og best viðskifti! Ábyggileg afgreiðsla! Eflið íslensk- an iðnað! Yerslið við Klæðaverksmiðjuna Alafoss. AY. Talið við umboðsinenn vora. sumar. Er leitt að úr rannsóknum þessum getur nú Ákkert orðið, því að menn báru mikið traust til dr. Reinsch vegna reynslu hans og dugnaðar og höfðu Búnaðarfélag- inu borist beiðnir úr mörgum sýslum um að þeir félagar kæpnu til þeirra til rannsókna. þess ber og að geta hér, að dr. Reinsch hafði unnið að rann- sóknum þessum án launa og ætl- aði enn að gera það í sumar. Fyrstu kaflar bráðabirgða- skýrslu dr. Reinsch, um rannsókn- irnar í fyrrasumar, hafa nú verið þýddir og koma í næsta hefti Búnaðarritsins. Annar þeirra er um klakhús, hinn um rannsókn- irnar við Lagarfljót. ---o~— Járnbraularmállð. Mesta áhugamál Sunnlendinga er járnibrautarmálið. Frá Ihalds- flokknum er einskis góðs að vænta, því hann vill ekkert gera, aðeins spara, og forða hinum ríku frá sköttum, Enginn flokkur er ákveðnari með jámbraut en Fram sóknai-flokkurinn, samanber til- lögu Jömndar Brynjólfssonai’ á síðasta þingi. Og enginn Fram- sóknai’maður er harðari en Magn- ús Kristjánsson í því að berjast fyrir járnbrautarlagningu á Suð- urlandi. Ef þið kjósið hann, þá er þessu mikilvæga máli vel borgið. Kjósið D-listann. Ingþór ng Þórarinn. Merkisbóndi í Vestur-Húna- vatnssýslu hefir gert Ihaldinu þann grikk, að sýna þjóðinni hve ístöðulaus og þróttlítill maður Þórarinn á Hjaltabakka er. Á þingmálafundi að Melstað í vetur er stjórnin vítt fyrir að senda „óheppilegan“ mann til Bandaríkjanna til að laga ullar- tollinn. Kjósendur Þórarins vildu segja „óhæifan“, en Þ. bað að segja ekki meir en „óheppileg- ur“ og var það gert fyrir hann. En á þingi lýsir Jón M. því yfir að landið hafi alt af sent ágæta menn og óaðfinnanlega til að reka erindi landsins erlendis. Að dómi Jóns hafði Ámi líka verið óað- finnanlegur og ágætur til að koma un, og- það er einmitt eitt af að- alhlutverkum þess stjórnarmeð- lims, &em fer með umboð búnað- arþingsins, að gæta þess að slíkt komi ekki fyrir. Mann rekui' því alveg í roga- stansi, þegar einmitt þessi stjórn- armeðlimur, sem situr í stjórninni um stundarsakir, vegna forfalla aðalmannsins, Odds Hennanns- sonar, lætur undir höfuð leggjast að koma fram með tillögu um að ákvörðuninni um brottrekstur Sig urðar verði frestað eftir að hann veit að búnaðarþingsfulltrúarnir, umbjóðendur hans, höfðu sérstak- lega óskað þess. I stað þess að gera þessa sjálfsögðu skyldu sína, skellir hann skollaeyrunum við kröfum umbjóðenda sinna og sýn- ir þeim þar með lítilsvirðingu og lætur sem hann hvorki sjái ann- að né heyri, en dylgjurnar í nefndarálitinu, sem koma honum þó minst við af öllum stjórnar- meðlimunum, því þeir, en ekki hann, eru útnefndir eftir tillög- um landbúnaðarnefnda. Ef stjórnin, sérstaklega Vigfús, getur því ekki sannað það, að á- kvörðunin um brottrekstur Sig- urðar hafi ekki getað beðið til búnaðarþings, og hann hafi tekið ákvörðun þessa af knýjandi nauð- syn, er stjórnin ölluppvís að því að hafa framið stórfelda yfirsjón, hvað sem henni veldur. Enn sem komið er, hefir ekkert það komið fram, hvorki í forsend- um stjórnarinnar fyrir brott- fram erlendis fyrir landsins hönd. Og á þessari yfirlýsingu vai’ bygð dagskrá sú sem íhaldið bað að samþykkja. — Allir sendimenn landsins höfðu alt af verið ágætir og óaðfinnanlegir. Á Melstað hafði Þórarinn að fullu viðurkent sekt stjórnarinn- ar með því að vera því meðmælt- ur að stjórnin væri vítt harðlega fyrir „óheppilegan“ sendimann, þ. e. Árna. Þar þorir Þórarinn ekki annað en kaupa sér frið við kjós- rekstrinum eða annars staðar, sem bendir til þess, að bráður brottrekstur hafi verið nauðsyn- legur. Vigfús tekur raunar fram, að það sé eitt af verkefnum bún- aðarmálastjóra nú á næstunni, að útvega Búnaðarfélaginu sambönd við framleiðendur köfnunarefnis- áburðar, og að Sigurði sé ekki trúandi fyrir þessu. Þetta verk var einmitt búið að fela sérstök- um manni, Pálma Einarssyni, ráðunaut, er fór utan í þessum erindum, og sá maður gat auðvit- að haldið því starfi áfram til búnaðarþings. Þá kveðst hann hræddur um að þingið muni halda í styrk til Búnaðarfélagsins, ef Sigurður verði framkvæmdastjóri áfram. Við þessu er það að segja, að búnaðarþingið kemur saman og lýkur störfum sínum löngu áður en Alþingi lýkur sín- um og gat því búnaðarþingið ver- ið búið að sýna Alþingi þá rögg af sér, að reka Sigurð löngu áður en Alþingi tók ákvörðun um s-tyrkinn. Rökin fyrir því, að nauðsynlegt hafi verið að reka Sigurð, þegar í stað, eru því reykur einn, og þegar við það bætist, að ákvörð- unin um brottreksturinn er, að því er vii'ðist, tekin í flýti og í fjarveru Sigurðar, án þess að hon- um gefisit kostur á að draga fram sína hlið málsins, og, ýms fleiri málsatvik benda í sömu átt, hafa ýmsir fengið þann grun, að á- burðarmálið sé ekki hin raunveru- endur, sem allir höfðu mestu skömm á þessari framkvæmd stjórnarinnar. En á þingi greiðir Þórarinn hiklaust atkvæði með því að allir sendimenn landsins hafi verið valdir eins og þeir áttu að vera, líka Árni í Múla. Þar er Þórarinn hræddur við eigendur Mbl. og ýmsa fésýslumenn í þinginu. Þeir vilja láta breiða yfir „ullar- málið“. Þeir vilja nota sendi- manninn til að greiða atkvæði út lega ástæða fyrir brottrekstrin- um, heldur notað semi átylla, og að aflið sem stjórnar þessu, sé hulið í myrkrunum; því hverjum var það í hag, að Sigurður var rekinn einmitt nú? Ekki þeim, sem trúa því, að Sigurður sé stór- sekur og geta sannað það, því þeir áttu þá víst að fá Sigurð rek- inn, strax og búnaðarþingið kom saman. En ef einhverjir standa á bak við búnaðarfélagsstjórnina, sem hafa vald yfir henni, og þeir menn álíta að sekt Sigurðar verði ekki sönnuð, en vilja þó koma honum á kné, þá var það hagr kvæmt fyrir þá, að láta stjórnina reka Sigurð þegar í stað, áður en búnaðarþingið kom saman, til að rannsaka málið, enda á næsta búnaðarþing að kjósa nýjan mann í 'stjórnina, sem ekki er unt að vita hvers sinnis verður. Og hvers vegna vill stjórnin ekki að það bíði ákvöi’ðunar búnaðar- þings, að veita búnaðarmálastjóra- stöðuna, heldur ákveður hún að veita stöðuna sjálf þegar eftir 1. september n. k. ? Ei' það gert til þess að fyrir- byggja það, að búnaðarþingið geti sett Sigurð aftur í stöðuna? Eg segi ekki að þetta sé svo, þvert á móti, en eg bendi á, að þetta sé hug.sanlegt. Aðgerðir stjórnarinnar virðast mér því horfa þannig við: Þótt stjórnin gangi öll með alla vasa fulla af sönnunum fyrir áð- urnefndri sekt Sigurðar, eru gerð- kjörtímabilið. - En aumingja Þórarinn er eins og reyr af vindi skekinn. Hann segir það rétt sem sagt er í kringum hann. J. J. ---o--- Bókarfregn. O. Swett Marden: Hamingju- leiðin. Þýtt hefir Árni Ólafsson. O. S. Marden er kunnur orðinn víða um lönd fyrir bækur sínar um skapgerðarlist. Þær eru skrif- aðar í líkum anda og rit Samú- els Smiles, sem vinsæl hafa verið hér á landi. Ungum og gömlum eru þau hollur lestur. Þar er lögð áhersla á að gæfa vor og gengi komi innan að, úr fylgnum sálar vorrar, en eigi ekki rót sína í umhverfi né ytri gæðum. Valdið yfir sjálfum oss er um leið yfir- ráð yfir heiminum. Allir þrá hamingjuna og margir hafa valið O. S. Marden til leiðsögu. Árni Ólafsson hefir hér þýtt nokkrar greinar úr tveim bestu bókum hans og er þess að vænta að þýð- ing hans verði mikið keypt og lesin. Y. Búnaðarmálastjórinn og stjórn Búnaðarfélagsins. Um fátt hefir mönnum verið tíðræddara nú upp á síðkastið en afsetningu búnaðarmálastjóra. Tímanum hafa borist víða að fyr- irspurnir um málið og beðið um dóm blaðsins., en þar sem málið er lítið upplýst enn og ritstjóri Tímans er fjai-verandi, tekur blaðið eigi afstöðu til málsins að svo stöddu. Hinsvegar hefir þótt rétt að verða við eindregnum óskum er fram hafa komið um, birta þær tvær greinar um málið, sem blaðið flytur í dag. Skýrsla Pálma Einarssonar um áburðar- málið birtist í Morgunblaðinu 13. júní, en grein Hermanns Jónas- sonar í Vísi 15. júní. Hún inni- heldur að vísu nokkra árás á stjórn Búnaðarfélagsins, sem hér skal enginn dómur lagður á, en í henni eru ýmsar upplýsingar er skýra málið. Svo er þess vænst að stjórn Búnaðarfélagsins eða meiri hluti hennar, gefi bráðlega skýrslu um málið, svo alþjóð geti séð hversu réttmæt burtvikning búnaðarmálastjóra hefir verið. H. H. ir hennar, sérstaklega Vigfúsar, að reka Sigurð þegar í stað, samt rangar, eftir að búnaðarþings- fulltrúarnir höfðu óskað málinu frestað. Ef svo er, sem eg hefi sýnt með rökum að er líklegt, að stjórnina og aðra hafi brostið sannanir fyrir dylgjunum á Sig- urð, þá var framferði stjórnar- innar tvöföld villa, sem ekki rétt- lætist við það, þótt istjórnin fengi sannanir síðar. En ef stjórnin getur aldrei sann að sekt Sigurðar, vantar mig' nægilega sterk orð til að lýsa framferði hennar. Gerðir stjórnarinnar í málinu virðast því undir öllum atvikum rangar. Það verður að leggja mikla áherslu á það, að þjóðin hefir tal- ið Sig’urð Sigurðsson búnaðar- málastjóra einn af sínum starf- hæfustu mönnum, og að stjórnin byggir dómsorð sitt á sekt hans í sérstöku máli, áburðarmálinu. Sönnunarbyrðin fyrir því, að Sigurður sé sekur hvílir á Búnað- arfélagsstjórninni. Þjóðin á heimting á því og verður að krefjast þess sem einn maður, að stjórnin komi þegar með sann- anirnar. -----«---- Próf. Páll E. Ólason er nýfar- inn til útlanda. Ætlar hann að sitja fund norrænna sagnfræð- inga, sem halda á í Kaupmanna- höfn bráðlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.